Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 3
20. blaf* TÍMINiy, þriSjMdaginn 13. marz 1945 3 HALLDÓR KRIST J ANSSONi Pétur Gautur og ríkísstjórnin Árið 1944 var eitt af snilldar- verkum norrænna bókmennta — Pétur Gautur — sýnt í fyrsta sinn á íslenzku leiksviði. Þar fengu íslendingar að sjá þessa heimsfrægu ádeilu Ibsens. Þar var sýndur ófyrirleitinn ævin- týramaður, stefnulaus og sann- færingarlaus loddari, sem var þó nægilega gáfaður til þess að geta jafnan með einhverjum sýndarrökum skrumað og grobb- að af sér og verkum sínum. Pétur Gautur var mikill loft- kastalamaður og lét sig dreyma stóra drauma um ýmiskonar ný- sköpun. Hann var óþreytandi að tala um afrek sín, þau, sem hann þóttist hafa unnið, og þau, sem hann lézt eiga eftir að vinna. En þegar á hólminn kom og þörf var á manndómslegum átökum, vék Pétur Gautur sér undan, og því varð aldrei neitt úr framkvæmdum hans og aldrei neinar efndir á stóru orð- unum. Vegna þessa vesaldóms mannsins, að hreystin stóð ekki dýpra en í kokinu, naut hann ekki trausts og álits til lengdar og með því að hann var þar að auki ófyrirleitinn í brellum sín- um, lögðu margir á hann óþokka og enda fyrirlitningu. Því hrökklaðist þessi auðnuleysingi burt úr mannlegu samfélagi og lét fyrirberast í fjallakofa nokkrum. Stúlka nokkur yfirgaf frændur sína og vini í byggð- inni og leitaði uppi þetta afhrak mannfélagsins, hiiin útskúfaða óhappamann, til að bera birtu og yl inn í líf hans. Pétur Gaut- ur tók stúlku sinni fagnandi og var eins og jafnan fljótur til með stóru orðin og loftkastal- ana. Hann ætlaði að bera hana á höndum sér. Fyrst ætlaði hann að ná 1 eldivið til að tendra bál og sagði: „Hátt skal það lýsa og heitt skal það brenna, hörku né frosts skaltu aldrei kenna“. En fylgjur . fortíðarinnar sóttu að Pétri Gaut og hann beygði hjá eins og honum var lagið og flýði burtu frá kofan- um og' stúlkunni og kom aldrei með eldsneytið, sem átti að lýsa og brenna. Þegar Pétur Gautur sat við banabeð móður sinnar, vildi gamla konan tala um viðhorf hans til samtíðarinnar, fram- tíðarvonir og vandamál líðandi dags. En Pétur Gautur vildi ekki hugsa neitt slíkt og vísaði því öllu á bug og sagði: „Nú skulum við skrafa til skemmtunar hvað sem er, en harmatöl á ekki að hafa né hugraun, sem svíður og sker“. Síðan masaði hann um ævin- týraleg ferðalög, þar sem alls konar stórmenni sýndu honum lotningu og hann var metinn mest allra. Til Soría Moría slotsins var sleðanum beitt upp á kraft. Og í Soría Moría er setið að sumbli með kóngi og prins. Þannig var Pétur Gautur. Stórhuga loftkastalasmiður, sem vék sér undan manndómslegum átökum og sefjaði sig með lífs- lygi og sjálfsblekkingu. Þess vegna brást þessi vesali auðnu- leysingi öllum, sem treystu hon- um. Þessi sjónleikur var sýndur á íslandi á öndverðu síðasta ári. En á efstu vikum ársins fór fram á leiksviði íslenzkra stjórnmála annar átakanlegur leikur, sem minnir mjög á Pétur Gaut. Það er myndun ríkis- stjórnar ÓlafsThors og stjórnar- ferill þess ráðuneytis. Engu er líkara en ríkisstjórnin hafi beinlínis tekið Pétur Gaut sér til fyrirmyndar. Svo mikill er skyldleikinn. Ríkisstjórn Ólafs Thors byrj- aði feril sinn með miklum lof- orðum og fyrirheitum, sem voru vendilega auglýst. Þeim var þrá- sinnis útvarpað og auk þess birt í mörgum blöðum. Þjóðinni er skylt að muna þessi loforð og fylgjast með efndum þeirra. Lágtekj umönnum var heitið því, að á þá yrðu ekki lagðar neinar nýjar byrðar. Skattarnir yrðu lagðir á breiðu bökin. Efndir þessa loforðs má m. a. sjá í veltuskattsfrumvarpinu illræmda. Það ætti enginn að heimska sig á því að halda því fram, að veltuskatturinn komi ekki við alþýðu manna. Hann verður að miklu leyti almennur neyzlu- skattur. Gert er ráð fyrir því, að kaupfélög landsins og heild- sala þeirra greiði tvær miljónir króna í veltuskatt. Það þýðir að kaupfélagsmennirnir búa við ó- hægari verzlun og meiri dýrtíð, sem þessu nemur. Heilsulausir og tekjulágir fjölskyldumenn eru þannig látnir greiða marg- faldan veltuskatt á við ein- hleypa hátekjumenn. Ríkis- stjórninni mælist þá vist að fjölskyldumenn hafi breiðust bök og því breiðari, sem fjöl- skyldan er stærri. Á verzlanir og fyrirtæki ein- staklinga á veltuskatturinn að leggjast í öfugu hlutfalli við verðleika. Hann verður því þyngri, sem fyrirtækin eru heiðarlegri og þjóðhollari. Það er því átakanlega grunnfær mis- skilningur hjá fjármálaráð- herranum, að þetta óskepi full- nægi þeirri stefnu Framsóknar- manna að leggja þyngsta skatta á stórgróðann. Stjórnarblaðið ísafold hefir það eftir einum þingmanni stjórnarflokkanna, Haraldi Guðmundssyni, að naumast verði hjá þVí komizt að veltuskatturinn lendi á vör- unum og þá vitanlega á neyt- endunum, án hliðsjónar af efnahag. Hörku né frosts skaltu aldrei k'enna, sagði Pétur Gautur. Auk veltuskattsins finna lág- tekjumenn margvíslega til auk- innar gjaldabyrði vegna vax- andi dýrtíðar og mun það bæði koma fram í gjöldum til einka- þarfa og opinberum gjöldum, þegar allur opinber rekstur verð- ur fjárfrekari, en jafnframt rýr- ir ríkisvaldið tekjustofna ýmsra bæjar- og sveitarfélaga. En það þarf mikinn trúarhæfileika til að trúa því, að þessi ríkisstjórn reyni nokkuð til að minnka stórgróða ófyrirleitnustu fjár- plógsmanna við verzlun, þegar heildsalahneykslin vitna svo berlega gegn henni, sem nú hefir sýnt sig. Falsarar og fjár- dráttarmenn eru látnir fara með umboð þjóðfélagsins „undir smásjá framandi ríkja“ líkt og kjörorð ríkisstjórnarinnar væru þessi: „Þú, illi og ótrúi þjónn. Yfir miklu varstu ótrúr. Yfir meira mun ég setja þig“. Hátt skal það lýsa og heitt skal það brenna. — Hlutasjómönnum var lofað því, að þeirra hagur skyldi ekki versna. Þeir mega nú sjá hylla undir efndirnar, þegar allt fer saman, að útflutningsverðmæti framleiðslu þeirra minnkar, kaupgjald hækkar víða og allar brennsluolíur eru látnar stór- hækka í verði. Ríkisstjórnin ætlaði að koma mörgu þörfu í verk. Hún ætlaði að stjórna mikilli nýbyggingu og nýsköpun. Nýtízkuskip og nýtízku verksmiðjur áttu að koma í stað þess úrelta, sem við höfum. Pétur Gautur talaði líka um að byggja veglega höll, sem slæi ljóma í augu vegfar- enda í stað kofans, þar sem tuskum var troðið í gáttir og glugga. Enginn er ámælisverð- ur af því að hugsa stórt og ætla mikið, hvorki Pétur Gautur né Ólafur Thors. Það er satt, að ís- lendinga vantar mikið af nýjum atvinnutækjum. Þau verða að koma, því að þau eru lifsnauð- syn. Þar er annaðhvort að duga eða drepast. En loftkastalar hafa ekki hagnýta þýðingu, hvorki hjá Pétri né Ólafi. Stjórnarliðar hafa margt rætt um áburðarverksmiðju undan- farið og þó jafnan talið vafa- samt að slíkur rekstur ætti sér tilverurétt hér á landi. Það kann að vera, að við séum ekki sam- keppnisfærir við aðrar þjóðir í ! því að vinna áburð til notkunar innanlands úr andrúmsloftinu ‘ með vatnsorku og ' sáralitlum mannafla. En séum við það 1 ekki, mun margur þurfa að spyrja hvar við séum sam- keppnisfærir. Varla í því aö sækja fiskinn í sjóinn, flytja hann í land til vinnslu þar, og síðan á erlendan markað. Séu það réttmæt rök, sem stjórnar- liðar bera fram í áburðarverk- smiðjumálinu, leggjast þau rök með fullum þunga gegn öllu þeirra nýsköpunartali og sanna, að það er bara hugarórar og sjálfsblekking, eins og Soría Moría slotið hjá Pétri Gaut. Vilji íslendingar lifa frjálsir í landi sínu, verða þeir að reynast menn til _að nota það og m. a. á þann hátt að framleiða sjálf- ir til eigin þarfa úr innlendum hráeinum. Sjálfstæði landsins liggur við, að þeir beri gæfu til þessa. Séum við of dýrir menn til að byggja og reka slíkar verksmiðjur og vinnslustöðvar, erum við of dýrir menn til að lifa í þessum heimi. Þá er allt nýsköpunartalið gaspur út í blá- inn, því að grundvöllinn vantar til að bera það uppi. Þegar um það er^ð ræða að taka manndómslega á vanda- málum líðandi stundar, verður lítið úr ríkisstjórninni. Þegar hún mætir þeim vanda að hafa lag á fjárreiðum ríkisins og reka ríkissjóðinn hallalaust í því árferði, sem nú er, segir hún eins og Pétur Gautur: „Hér beygjum við hjá“. Það stendur hún.við, og svo skrafar fjármálaráðherrann um öngþveitið og vandræðin, sem nú sé stefnt út í, og Morgun- blaðið segir, að stjórnin muni fá vitrun og finna ráð sem dugi „þegar kallið komi“. En er mönnum ekki vorkunn, þótt þeir séu lítiltrúaðir á leynivopn Ól- afs Thors eins og Þjóðverjanna? Þegar stjórnin mætir þeim vanda að halda dýrtíðiíini í skefjum, færa hana niður og koma þann veg fjármálalifi þjóðarinnar og atvinnulífi á traustan og heilbrigðan grund- ' völl, sem gæti borið uppi þá ný- jsköpun, sém margt hefir verið ’talað um, þá segir ríkisstjórnin: j „Hér beygjum við hjá“. Þar með eru allar hallir henn- 'ar brotnar niður að grunni. Vera má, að einhver kunni að segja, að dýrtíðin hafi lítið auk- izt síðan stjórnin var mynduð og bendi í því sambandi á vísi- töluna. En skyldu þeir halda það, að þær kauphækkanir, sem orðið hafa síðan í haust, auki ekki framleiðslukostnað í land- inu? Mun ekki sá kostnaðar- auki koma fram í hækkuðu af- [ urðaverði? Hlýtur ekki öll véla- vinna að verða dýrari þegar brennsluefnið stórhækkar í I verði? Er nokkur skynsamleg á- j stæða til þess að halda, að bíla- taxtar haldist óbreyttir? Getur hjá því farið, að hærri bíla- i taxtar auki dýrtíðina í landinu og hækki m. a. verð á landbún- i aðarvörum? Mér virðist, að hug- | leiðingar um þetta sýni að nokkru hversu ríkisstjórnin jræður við dýrtíðina. I Pétur Gautur átti það til að ; heitast við menn og var þá sem F1 ateyjar bók annað bliidi Annað bindi Flateyjarbókar er komið út, nokkuð á sjötta hundrað blaðsíður, og eru í því þættir ýmsir, sem fylgja Ólafs sögu Tryggvasonar, sem er meginefni fyrsta bindisins, og Ólafs saga helga, sem fyllir nær þetta bindi, og gengur niðurlag hennar yfir í þriðja bindið. Formála skrifar Sigurður Nordal prófessor, eins oj? að fyrsta bindinu. Rekur hann upp- runa sagnanna og samsetningu, en í þeim eru margvíslegir íauk- ar, sem viðað hefir verið að úr ýmsum áttum. Um lestur Flat- eyjarbókar gefur Sigurður Nor- dal meðal annars þessar ráð- leggingar: „í samanburði við samsetn- jafnan stór í loforðum. Ríkis- stjórnin hefir líka svip af hon- um 1 þessu. Átvinnumálaráð- herrann hefir fyrir hennar hönd heitast við bændur landsins og sagt þeim, að það sé þeim sjálf- um að kenna, ef framfarir og hagsbætur hins nýja tíma, sem koma skal, nái ekki til þeirra, ; því að það verði þá refsing þeirra fyrir það, að fylgja Framsókn- | arflokknum að málum. Ég held að svona heitingar séu nýsköp- un í stjórnmálalífi okkar. Vera má þó, að einhver angurgapi, | sem _ lítt hefir verið settur til ! ábyrgðar og trúnaðar, hafi sleppt öðru eins út úr sér, en þá hefir það fallið dautt og ó- merkt og enginn tekið mark á því í'opi. Hitt mun vera víst, að engin íslenzk ríkisstjórn hefir fyrr látið segla það á sína á- byrgð, að þegnum landsins yrði mismunað eftir stjórnmálaskoð- unum, þannig, að ef einhver stétt væri almennt í stjórnar- andstöðu, yrði hún sett í svelti og framfarir í verklegri menn- ingu ekki látnar ná til hennar. „Sem beljandi rok skal ég á ykkur þjóta. Öll þessi sveit skal mér falla tll fóta“, sagði Pétur Gautur. (Framhald á 6. síðu) ingu Ólafs sagnanna 1 Flateyjar- bók var óbrotið og auðvelt að rita sögurnar, sem koma þar næst á eftir. Og sama máli gegn- ir um að lesa þær. Við þvhmá búast, að mönnum finnist mun auðveldara að átta sig á sög- unum í III. bindi, því að þær eru skráðar í sömu mynd og þær eru samdar, heilsteyptar og íaukalausar. En eigi að síður eru Ólafs sögurnar „með öllum sínum þáttum“ ekki aðeins fyr- irferðarmestar i bókinni, heldur setja þær á hana þann svíp og auðkenni, sem greina hana mest frá öðrum handritum. Ólafs sögurnar i Flateyjarbók má lesa með ýmislegum hætti. Þær má lesa í belg og byðu, taka efnið eins og það kemur fyrir, grípa niður í þær hér og þar eða vinza úr einstakar sögur og þætti eftir efnisyfirlitinu — og hafa upp úr því mikinn fróðleik og ærna skemmtun. Þetta er miklu betra en að hneykslast á því, að þær séu verr saman settar en góðar sögur séu eða eigi að vera, án þess að gera sér ljóst, hvernig Jón prestur vildi hafa þessar sögur og hvers vegna honum líkaði að hafa þær svo. En lærdómsríkast er að reyna að setja sig í spor hans, kynna sér smekk hans og til- gang. Með því móti verður lest- ur Ólafs sagnanna fróðlegur með enn öðru móti. Þar er tækifæri til þess að æfa sig í því að greina sundur efni ýmislegs eðlis og með ýmiss konar frásagnar- hætti og stíl. Og jafnframt get- ur lesandinn fengið merkilega yfirsýn um þrjú tímabil í sögu íslenzku þjóðarinnar og bók- mennta hennar, því að Ólafs sögurnar í Flateyjarbók eru heim/ídir um þau öll í senn.“ Nokkrar myndir eru í bókinni. Eru sumar þeirra af síðum úr skinnhandritinu, en tvær af frægum sögustöðum, Hafurs- firði og Stiklarstöðum, þar sem hinar miklu orrustur voru háðar. Bókin er vel úr garði gerð að hinum ytra búningi, svo sem fyrsta bindið. Hún er prentuð í Prentverki Akraness. WiIIiam L. White: Líiið í Rússlandi Þekktur amerískur ritstjóri og rithöfundur, William L. White, sem dvalið hefir i Rússlandi um skeið, nú á stríðs- árunum, hefir skrifað bók um Rússland og ástandið þar. Nefnist hún „Report on the Russians". Hér birtist útdrátt- ur úr einum kafla bókarinnar, þar sem hann lýsir eftir- liti því, sem útlendu fréttamennirnir eru háðir, stýrk og veikleika rauða hersins, matvælaskömmtuninni og hinum svokallaða „frjálsa“ markaði. Ritskoðun og pólitískt eftirlit. Hvergi í hinum siðmenntaða heimi er beitt öðru eins póli- tísku eftirliti sem í Rússlandi. Fyrstu kynni mín af ritskoðun- inni voru afskipti embættis- mannanna af fréttaskeyti, er ég ætlaði að senda frá Leningrad og í var þessi setning: „Finnar verja Viipuri, sem fyrir 1939 var önnur stærsta borg Finnlands, af miklu harð- fengi.“ Hin undirstrikaða tilvísunar- setning var tekin út úr skeytinu. Þó fólst ekki í henni neitt það, sem hernaðarlega þýðingu gat haft — ekkert nema það, sem stóð í landafræði hvers einasta barns. Útlendu blaðamennirnir sögðu mér, hvernig á þessu fyfirbæri stæði. Þegar Ráðstjórnarríkin hafa gert kröfu til einhvers lands eða landsvæðis, má sú ó- hagganlega staðreynd, að þetta svæði hafi áður verið eign ann- arar þjóðar, ekki koma fram. Þannig var til dæmis um Eystra- saltsríkin, Eistland, Lithauen og Lettland, sem nú hafa verið inn- limuð í Ráðstjórnarríkin. Eng- um manni helzt uppi að minn- ast á það á nokkurn hátt í skeyti eða skrifi, að þau hafi nokkurn tíma verið sjálfstæð riki. Það er ekki heldur hægt að rökræða þetta við ritskoðunar- mennina né færa fram neinar skýringar, og þeir fást ekki held- ur til þess að leggja fram nein rök fyrir því, hvers vegna bann hefir verið lagt við einu og öðru. Þeir segja alltaf: „Við getum ekki rætt þetta við yður. Þessu hefir þegar verið ráðið til lykta.“ Ritskoðunin leyfir auðvitað aldrei, að sagt sé neitt, sem gæti gefið umheiminum miður æski- lega mynd af ástandinu í Rúss- landi. Það er ekki leyfilegt að segja, hve borgarar landsins fá mikinn brauð- og kjötskammt á hverjum mánuði, og það er ekki heldur leyft að skýra frá því, að forréttindastéttir landsins fái ríflegri skammt en aðrir. Og það er þaðan af síður leyfilegt að segja frá því, að nauðsynjar þær, sem seldar eru á „frjálsum" markaði, hafa stigið í svo gífur- legt verð, að allt, sem heyrzt hef- ir um óleyfilega sölu í öðrum löndum, er hégómi hjá því. Sömuleiðis leyná yfirvöldin því vandlega, hversu mörg hundruð þúsund íbúa Lenin- grad-borgar sultu í hel meðan á umsátrinu stóð. Afleiðingin af þessu er sú, að umheimurinn veit harla lítið um bær fórnir, sem rússnesk alþýða hefir orðið að færa. Oft kemur það fyrir, að und- irtylla í ritskoðunarskrifstofun- um strikar út heilar málsgrein- ar í fréttaskeytum reyndra blaðamanna, og lýsa svo yfir því, ef yfir þessu er kært, að þeim hafi fundizt þessi máls- grein „þýðingarlaus" eða „ein- kis verð“. Vitaskuld myndi erlendum blaðamönnum ekki þykja það álasvert, þótt rússneskur al- menningur eigi við þröngan kost að búa nú í stríðinu. En þeir eru látnir sæta svipaðri méðferð og njósnarar, lokaðir inni í stóru gistihúsi, þar sem þeir fá aðeins að tala hver við annan og fámennan hóp rúss- neskra embættismanna, en al- gerlega meinað að hafa nokkur kynni af fólkinu og skoðunum þess. Þeir fá ekki heldur að lesa nema sérstök rússnesk blöð og dagleg störf þeirra eru háð ströngu eftirliti pólitískra er- indreka, sem stundum eru ekki nema miðlungsmenn. Þótt blaðamennírnir fái aldrei að koma á vigstöðvarnar, eru þeir stundum fluttir í hópum í borgir, sem nýbúið er að vinna úr höndum óvinanna eða í bækistöðvar foríngjanna aftan við bardagasvæðin. Þá er jafn- an í fylgd með þeim sérstakur eftirlitsmaður, sem meðal ann- ars á að staðfesta allt, sem þeir hafa að segja að ferðinni lok- inni. Ef eitthvað, sem við ber í ferðinni, hefir farið fram hjá þessum eftirlitsmanni, leyfist þeim ekki að skýra frá þvl. Þá gerðist það ekki. Jafnvel í hin- um hversdagslegustu Moskvu- skeytum er allt, sem ekki hefir áður birzt í blöðunum þar, venjulega strikað út. Frétta- maður, sjsm hefir varið mörgum vikum til þess að viða að sér heimildum og efni í grein, get- ur átt von á því að verða aftur- reka með allt saman, ef eitt- hvað áþekkt hefir ekki þegar birzt i Pravda. Öll sjálfstæð vinna ’blaðamannanna er skoðuð sem njósnarstarfsemi. Rauði herinn — styrkur hans og veikleiki. Menn hafa oft látið í ljós undrun sína yfir því, að rauði herinn skyldi reynast þess megnugur að standast árásir Þjóðverja og telja frammistöðu hans ganga kraftaverki næst. Rauði herinn er öflugur. Rússar eru góðir hermenn. Þeir eru vei þjálfaðir, búnir ágætum skotvopnum og gnægð þunga- hergagna, sem þeir beita af mik- illi leikni. Yfirherstjórnin er dugandi. En lítum nú á hag- fræðilegar staðreyndir. Hermenn verða að vera ungir, og herstyrkur hverrar þjóðar miðast miklu frekar við fjölda karlmanna um og yfir tvítugt heldur en heildar-fólksfjöldann. Vegna mikillar fólksmergðar og mikillar frjósemdar hins slav- neska kynstofns eru Ráðstjórn- arríkin vel á vegi stödd i þessu tilliti. Á hverju ári ná tvær miljónir rússneskra drengja átján ára aldri, en aðeins fimm hundruð þúsund í Þýzka- landi. Það eru fjórir á móti einum. Ef aðeins er litið á fjölda vopnfærra manna, sætir það því mestri furðu, að nokkur þýzkur hermaður skyldi nokkru slnni stíga fæti sínum á rússneska grund. Samt sem áður tókst þeim að ryðjast alla leið að út- borgum Moskvu og Leningrad og brjótast austur í Kákasus, fimmtán hundruð mllur frá Berlín. Og það tókst þeim ekki einasta af því, hve Rússar stóðu þeim að baki um tækni og hví- líkt ólag var á iðnaðínum, held- ur einnig vegna þess, að Rússa skorti reynda liðsforingja. Flug- herinn var til dæmis ekki sam- bærilegur við þann þýzka, og var stórt skarð höggvið í hann fyrstu vikur viðureignarinnar. Flugmennirnir rússnesku voru í hópi beztu flugmanna heims- ins, en Rússum hafði ekki tekizt að smíða góðar flugvélar. Smíði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.