Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 5
20. Wað TfMEVN, þriðjadagtim 13. marz 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR LokreUUijur Oft kemur það fyrir, einkum þó í sveitum, að hýsa þarf ó- væntan næturgest. Þá koma lok- rekkjur eins og þessar að góðum notum. Þegar ekki er sofið í þeim, má nota þær sem sæti eða hafa tjöld fyrir þeim eins og tiðkaðist áður fyr. Við rekkj- una eru bæði skúffur og skáp- ar, ágætar hirzlur fyrir hús- móðurina. Vilhelm Moberg: Kökur. Brisjukringlur. 250 gr. hveiti. 180 gr. smjörlíki. 65 gr. sykur. 1 stk. eggjarauða. 1 eggjahvíta og högginn sykur. Hveitið er siktað á borð, smjöri og sykri blandað saman við, hnoðað vel. Búnar til úr deiginu litlar kringlur. Eggjahvítan er þeytt, kringl- unum velt upp úr þeim og sykr- inum á eftir. Ávaxtakaka. 1 bolli gráfíkjur. 1 bolli súkkat. 2 bollar. púðursykur. 3 bollar hveiti. 1 bolli rúsínur. 1 bolli smjörlíki. 1 bolli mjólk. 1 bolli kúrenur. 1— 2 tesk. eggjaduft. Möndludropar. Smjörið er linað, hrært hvítt með sykrinum. Eggjarauðurnar látnar í ein og ein í einu, hrært vel með hveitinu. Ávextirnir eru skornir niður í litla bita og látnir í kökuna ásamt hveitinu og mjólkinni. Síðan eru stíf- þeyttar eggjahvíturnar látnar saman við. Deigið látið í_ vel smurt mót. Lagkaka. y4 pd. sykur. pd. hveiti og kartöflu- mjöl (blandað). 2— 3 egg. Sykrinum og rauðunum hrært saman, mjölinu hrært út í. Eggjahvíturnar þeyttar og blandað saman við. Smurt í tvö tertuform. Bakað við góðan hita. Ávaxtamauk látið í milli á tert- una. Fallegt er að smyrja kök- una að ofan með glassúr og skreyta með puntsykri. Kaffikaka (Brúnkaka). 5 bollar hveiti. i/2 bolli smjörlíki. 1 bolli sýróp. 1—2 bollar kalt kaffi. 2 bollar sykur. ota sér neyð þegnanna og okra þeim. En það er nú eitthvað nnað en almenningur taki etta illa upp. Fólk virðist ein- ntt taka því fegins hendi að iga þó völ á þvi, sem þarna æst, og telja þessi nýju verzl- narhús meðal ágætisverka tjórnarinnar í þágu almenn- Rúsínur. 5 tesk. ger. tesk. tesk. tesk. kanill. allrahanda. negull,- tesk. engifer. Súkkat. * Hrærð eins og venjuleg form- kaka. — Smjörið og sykurinn hrært saman, sýrþpið látið í, einnig kryddið. Hveitið siktað og lyftiduftið látið í það-, hrært saman við deigið og vætt í með kaffinu. Rúsínurnar látnar i og smátt skorið súkkat. Blú s sur o g pil s eru alltaf þægilegar og hentug- ur búningur. Röndótt „sportblússa". Tilvalin með göngubúning (dragt). Blússa úr „organdie" eða öðru þunnu, stífu efni. Eiginkona (Framhaldssaga sú, sem nú birtist í Timanum, hefir vakið óvenjulega at- hygli, og hafa ýmsir nýir kaupendur blaðsins og einnig margir aðrir, sem ekki hafa fylgzt með henni frá upphafi, sent blaðinu þau tilmœli, að gangur hennar fram til þessa yrði í eitt skipti rakinn í fám orðum, svo að þeir gætu byrjað að lesa hana þar sem komið er. Skal orðið við þeim tilmælum. Sagan gerist í sænskri sveit á nítjándu öld. Hún hefst á því, að gamall karl, sem forðum var auðugur maður en nú blásnauður orðinn, er að leggja af stað frá fátækraheimilinu, þar sem hann hírist á vetrum við lítinn kost, í árlegt ferðalag um næstu byggðir. Það er vor í lofti, og gamli maðurinn hefir ekki lengur eirð í sínum beinum. Hann hefir verið lífsglaður á sínum yngri árum, en lítill ráðdeildarmaður, og enn eimir eftir af fornu fjöri hjá honum. Hann hafnar ekki brennivínsdreytli, ef hann býðst, og rennir jafri- vel ennþá hýru auga í fleiri áttir. Hann heitir Hermann, þessi öldungur, og ferðinni er heitið í Hegralækjar- þorp, þar sem bróðursonur hans, Hákon að nafní, býr. Hann á jörð að nafn- inu til, en er skuldunum vafinn og á við mjög örðugan fjárhag að búa. Hjú hefir hann ekki önnur en eina vinnukonu, Elínu, og henni hefir hann ekki getað borgað neitt kaup síðustu árin. En af einhverjum ástæðum er hún samt kyrr hjá honum. Hermann gamli hefir ekki lengi verið hjá frænda sinum, er hann sér að honum er brugðið. Hann hefir aldrei verið sérlega mikill búmaður, en nú er hann orðinn alveg sinnulaus um búskapinn, og ekki bólar á því að hann gefi sig að vinnukonunni sinni. Heldur hefir þó hugur þeirra frænda þótt í þá áttina. Gamli maðurinn spyr vinnukonuna, hvernig þessu víki við, en hún er fáorð. Jú, þetta byrjaði á slættinum i fyrrasumar — annað fær hann ekki upp úr henni. En sumarið áður hafði nýtt fólk komið í. þorpið. Það var ungur og efnaður bóndi, Páll Gertsson, og kona hans, Margrét. Hún hafði gert sér glæstar vonir um sælu hjónabandsins, — en þær höfðu ekki rætzt. Allan veturinn hafði hún spunnið hör og ofið, og daginn, sem Hermann gamli kom, hafði hún breitt léreft sín til bleikingar í hlaðvarpann. Það var þessi kona, sem raskað hefir sálarró Hákonar. Hann hafði verið niðri á enginu að slá og séð hana við þvotta við lækinn, og þá náði þessi óhemjandi ástríða taki á l'onum. Um kvöldið gleymir Margrét léreftunum sínum úti. En þorpsbúar eru þjóf- hræddir, og allt í einu man Margrét, hvað henni hefir orðið á. Hún flýtir sér út. En þá stendur maður yfir léreftunum. Þegar hún aðgætir betur, sér hún að þetta er Hákon, nágranni þeirra. Hann hafði séð léreftin úti og komið til þess að gera þeim viðvart. Hún hafði séð hann bogra yfir léreft- unum, og henni flýgur margt í hug. Samt þegir hún. Hann hjálpar 'henni að bera þau inn. Á leiðinni finnur hún, að hann strýkst við hana á kyn- legan hátt. Þegar hún er komin upp í til bónda síns, rennur upp fyrir henni Ijós. Hákon, sem einn allra í þorpinu hefir verið heimagangur á heimili þeirra -■ hann er ástfanglnn af henni. Og hún fyllist sælli gleði yfir þessari ó- væntu uppgötvun. Hákoni er óbærileg raun að vinnukonu sinni. Hugur hennar dylst svo sem ekki. Sárast þykir honum að vera henni skuldbundinn. Hann tekur það því til bragðs að leiða aðra kúna sína til slátrarans og selja hana. Síðan snaraT hann andvirðinu í vinnukonuna — það er kaupið hennar. En heimilið er að verða bjargarlaust, og hann verður að leita á náðir Páls um mjólkur lögg. Áður hefir hann þáð af honum sáðkorn. Nú kemur hann sjálfur á hverju kvöldi til þess að sækja mjólkina. Kýrnar eru mjólkaðar undir berum himni, og einu sinni ber Hákon skyndi lega að, er Margrét er að mjólka kýrnar. Hann játar henni ást sína, en hún reynir að snúast til varnar. En ástarorð hans draga úr henni allan mátt, hún megnar ekki að standa á móti honum. Síðasta úrræði hennar er að biðjast vægðar — og þá fer hann. Nú líða nokkrir dagar, og bæði heyja þau ákaft sálarstríð. Hún fer til kirkju til þess að reyna að hreinsa hug sinn af syndsamlegum þrám. En ekkert stoðar. Svo fær Páll þau tíðindi úr ættbyggð sinni, að faðir hans liggi fyrir dauð- anum. Þetta er í miðjum vorönnum, en samt afræður Páll að fara heim Hann skilur konu sína eftir með vinnukonu, sem þau eru nýbúin að fá, og heitir Þóra. Um nóttina kemur Hákon inn um gluggann. Og nú fær Margrét ekki lengur hamlað á móti þrá sinni. Hún finnur, að Hákon er hennar kjörni maki, ekki Páll. í faðmi hans hlýtur hún uppfyllingu þeirra drauma, sem hún hefir alið í brjósti. Hann vill að þau flýi til skógar þegar í stað, eins og nafnkenndur ættingi hans hafði gert fyrr á tíð. Henni þykir það óráð, og þar við situr. En hún heitir honum einum ást sinni og tryggð. Svo kemur Páll heim, og þá vaknar samvizkubitið. En þrátt fyrir það hefir hún öðlazt nýja gleði og fyllingu. Hún blekkir Pál, sem er alveg grunlaus, grípur til margvíslegra ósanninda, sem henni hafa hingað til verið andstyggðl til þess að slá ryki í augu hans og halda trúnað við Hákon. Því að tveggja kona vill hún ekkl vera. Og hér er sögunni nú komið. Er hún um það bil hálfnuð. FRAMHALD Páli datt ekki í hug, að kona sín væri gædd tilfinningum, sem væru breytingum háðar. Áður fyrr hafði henni sárnað þetta, en nú var hún þessu bara fegin, því að nú gat hún vogað sér að láta brydda á gleði sinni í návist hans. Hún þurfti ekki að gæta sín eins stranglega og hún hafði gert fyrst í stað. Hún logaði af eft- irvæntingu, þegar leið að því, að hún færi til móts við Hákon. En Páll sá það ekki. Og á kvöldin, er hún kom heim frá vatnsbólinu, kom hún beint úr faðmi Hákonar — kom úr faðmi Hákonar, rjóð í kinnum eftir þá sælu, er hún hafði notið, og með öran hjartslátt. En Páll tók ekki eftir neinu af þessu. Og þessa daga varð Margrét fyrst sælleg og hraustleg. Það var mikil breyting, sem hafði átt sér stað, en hún fór framhjá Páli, þótt Margrét svæfi við hliðina á honum. Ef kornið hækkaði um einn þumlung, veitti hann því strax athygli, og hann var mjög naskur að sjá á litnum á engjaskákunum, hvenær heppi- legast var að slá þær. En þessa vordaga sást honum alveg yfir það, hvaða breyting var orðin á konu hans — að hún blómgaðist og dafnaði, var orðin fullþroska kona manns. Og þessi grózka, sem bjó í henni, var ekki heldur frá honum runnin. — É q v o 11 u. a ð é fi fi e t i «/ e r t þ é r f/ r e i ð a í s t a ð i n n Hákon Ingjaldsson herfar akurinn, sem hann ætlar að sá. Arður- uxarnir hans drattast silalega áfram í sólarhitanum, stóra herfið með viðartönnunum dregst þyngslalega fram og aftur yfir mold- ina. Það mjakast áfram á bumbunni, eins og risastórt skrímsli Herfið er hægfara skrímsli, sem tætir moldina letilega í sundur með beittum tönnum. Þannig heldur hann áfram á fjórða klukkutima; hann er þol inn, hann finnur ekki neinn þunga í höfðinu. En hann vor- kennir uxunum sínum, sem þjást af hitanum, eins loðnir og þeir eru. Já, ef uxar væru ekki jafn þolinmóðir og þeir eru .... En geldingahnífurinn sveikst að þeim meðan þeir voru kálfar, svo að þeir urðu aldrei þrjózkir og illskeyttir bolar, heldur blauðir auðsveipir og sinnulausir geldingar, sem sættu sig við barsmíðar og þungan drátt. Ménnirnir vana ómálga dýr, af því að þeir þarfn ast kúgaðra hálsa til þess að leggja á ok sín. Hákon hefir lagt hönd á bolakálfana sína, af því að hann þarfnast dráttaruxa til þess að erja jörðina. En hann er í rauninni ekki að rækta jörðina fyrir sjálfan sig, hann er líka að vissu leyti dráttaruxi JÚLLI OG DtJFA Eftir JÓN SVEINSSON. inni, og með því að taka á öllu, sem þeir áttu til, hafði Deim tekizt að rísa upp úr þessari köldu gröf. Og meðan hundarnir leituðu að þeim víðs vegar og eitarmennirnir boruðu hvern skaflinn á fætur öðrum, ?á komu þeir labbandi þangað, sem leitin stóð sem hæst. Og nú fengum við að vita, hvernig á því stóð, að Júlla vantaði. Þeir höfðu allir verið svo fljótir upp í fjallið daginn áður, að þeir fundu fjárhópinn áður en hríðin skall á. Þá sáu þeir, að fáeinar kindur höfðu orðið viðskila við hópinn og héldu sig ofar í fjallinu. Nú þurfti að sækja þær og koma þeim í hópinn. Eins og vant var, vildi Júlli undir eins taka á sig þenn- an aukasnúning. Og svo hljóp hann burt frá förunautum sínum. Þeir misstu brátt sjónir á honum, því að alltaf dimmdi að meir og meir. Og síðan skall hríðin á þá. JNTú vissu menn þó nokkurn veginn, hvar helzt mundi von á Júlla. En þó fannst hann ekki um daginn. Þeirri hryggð og sorg, sem gagntók alla í bænum, verður ekki með orðum lýst. Einna þyngst lagðist þetta pó á okkur, ungu vinina hans. Aumingja Júlli. Skelfing hlaut hann að kveljast, undir kaldri fönninni. Við gátum svo vel gert okkur það í hugarlund, eftir að við sáum, hvernig að félagar hans voru útleiknir. Við grétum fögrum tárum yfir honum og vorum ó- huggandi. Fullorðna fólkið gat heldur ekki varizt gráti. Um kvöldið vildum við börnin fá að fara út í spánska kofann. Ég veit ekki, hvernig á því stóð. Við vorum svo rauna- mædd og höfðum ekki rænu á neinu. En það var þó eitt- hvað, sem seiddi okkur út í spánska kofann, þar sem við höfðum svo oft verið með Júlla. Við gátum varla skilið það, að nú var þar annar sauða- maður en Júlli. En þó að svo væri, þá áttum við þar annan góðan vin, hana Dúfu litlu. Fénu hafði verið bjargað flestöllu, og nú var það kom- ið heim í hús. Fáeinar kindur vantaði þó enn. Það var ekki að sjá, að fénu hefði orðið meint við. Það var eins létt á sér og ærslafullt og það hafði verið morguninn áður, þegar það var rekið til fjalls. Og nú fórum við út í spánska kofann til þess að finna Dúfu. Þegar við komum inn í dyrnar, kölluðum við á hana með nafni. Kindurnar horfa á okkur, en Dúfa kom ekki hlaup- andi til okkar eins og hún var vön. Gat það verið, að hana vantaði?. Hrædd og kvíðafull leituðum við um allt húsið. Dúfa var þar ekki. S ainar tannkrem gerír tennurnar mjallhvítar Eyöir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með þvl tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. WOTIÐ SJAFUAR TAHWKREM KVÖLDí OG MORGJVA. Sápuverksmiðjan Sjöín Akurcyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.