Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 8
ÐAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um þjóðfélafismál. 8 13. MARZ 1945 f*eir, sem vílja kynna sér þjjóðfélagsmál, Itm- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. REYKJAVÍK 20. blað y ammámTtímams V 7. marz, miffvikudagur: JVý sókn. Vesturvígstöðvarnar: Her- sveitir úr 3. ameríska hernum brutust að Rín norður af Ko- blens og áttu eftir 11 km. ófarna til borgarinnar. Hersveitir úr 1. hernum voru"3 km. frá Bonn. Vörn Þjóðverja er sögð mjög lé- leg á öllu svæðinu milli Kölnar og Koblens. Austurvígstöffvarnar: Her Zu- kovs átti eftir 19 km. ófarna til Stettin. Rússnesk blöð sögðu, að lokasóknin gegn Berlín -væri í þann veginn að hefjast. Rúmenía: Ný stjórn hefir ver- ið mynduð í Rúmeníu og standa aðeins róttækir flokkar að henni. Forsætisráðherrann heitir Grodza. Júgóslavía: Ný stjórn hefir verið mynduð í Júgóslavíu. Tito er forsætisráðherra, en dr. Su- basic, er var forsætisráðherra Londonstjórnarinnar, er utan- ríkismálaráðherra. Ráðherrar eru alls 22, þar af 12 úr fyrri stjórn Titos og 6 úr stjórn Su- basic. ✓ 8. marz, fimmtudagur: ♦ Farið yfir Rín. Vesturvígstöffvarnar: Til- kynnt, að daginn áður hafi 1. herinn náð óskemmdri járn- brautarbrú yfir Rín hjá Reim- achen, 20 km. suður af Bonn, og sé þegar búinn að ná öruggri fótfestu austan árinnar. Barizt var i borginni Bonn, Godesberg og Xantes. jBýrland: Sýrlendingar og Li- banonmenn hafa lýst yfir óá- nægju sinni, þar sem þeim hef- ir ekki verið boðið á San Fran- cisco-ráðstefnuna, þrátt fyrir stríðsyfirlýsinguna gegn Þjóð- verjum og Jöpunum. Fréifir irá Hellissandi (Framhald af 1. síðu) rannsókn á öllum aðstæðum þarna, og mun henni ljúka á komanda vori. Það mun óhætt mega fullyrða, að Rif er heppi- legasti staðurinn til hafnar vgerðar á allri leiðinni frá Pat- reksfirði og suður fyrir Snæ- fellsnes. — Ætla Hellissandsbúar sér aff koma útgerðinni í annaff horf og fá stærri báta? — Jú, það er áhugamál allra Hellissandsbúa að koma útgerð- inni í annað og betra horf, fá stærri og tfleiri báta, sem gætu stundað dragnótaveiðar á sumrum. En vegna hinna slæmu hafnarskilyrða á Hellissandi er óframkvæmanlegt að hafa þar stærri báta en 4—6 smál. og svo litlir bátar geta ekki stundað dragnótaveiðar á sumrum. Þeir geta aðeins stundað línuveiðar á vetrum, en eins og kunnugt er, þá er ekki um línuveiðar að ræða að sumrinu. Hellissands- búum finnst það hart að sjá báta frá öðrum verstöðvum sækja alla sumarveiði síria upp við landsteinana hjá sér, en geta sjálfir ekki hagnýtt sér neitt af þeim gæðum, er þarna liggja, vegna þess, að ekki er hægt að gera út, nema smábáta frá Hellissandi. Góð höfn er því frumskilyrði fyrir því, að út- gerð geti aukizt frá Hellissandi en slíka höfn er ekki hægt að gera þar vegna aðgrynnis. Biínaðarþmg . . . (Framhald af 1. síðu) stjórn Búnaðarfélags íslands að láta fara fram endurskoðun á lögum, er heimila ríkisstjórn- inni að flytja inn sauðfé til slát- urfjárbóta (lög nr. 27, 8. sept. 1931) og öðrum lögum er fjalla um innflutning búfjár. Síðan leggi stjórnin hið endurskoðaða lagafrumvarp fyrir næsta reglu- legt Alþingi. Búnaðarþing óskar viðbótar og breytinga á eftirtöldum at- riðum: 1. Heimilað verði að flytja inn sæði úr erlendum kynbótagrip- um. 2. Sett verði tryggilegri á- kvæði en nú eru um einangrun erlends búfjár, sem kynni að verða flutt til landsins. Búnaðarþing ályktar að leggja til, að við væntanl'ega endur- skoðun búfjárræktarlaganna verði sett í lögin ákvæði er heimili kynblendingsræktun, og sett ýtarleg fyrirmæli um blönd- un erlendra búfjárkynja við ís- lenzkt búfé.“ Þá hefir búnaðarþingið sam- þykkt ýtarlegt álit um fram- haldsnám búfræðinga, sem gert er ráð fyrir að standi í eitt ár, og geri þá færari um að gegna ýmsum trúnaðar- og leiðbein- ingastörfum í þágu landbúnað- arins, en búast má við vöntun , á slíkum mönnum á næstu ár- um nema sérstakar ráðstafanir verði gerðar. Fleiri samþykkta búnaðar- þings verður getið síðar. Skil^rðin eru svo erfið á Hell- issandi, að á flestum öðrum verstöðvum á landinu hefði svo erfiðri baráttu verið hætt og fólkið flutt sig til annarra staða, þar sem lífsbaráttan er ekki eins hörð. Það má því segja, að byggð sé ennþá á Hellissandi vegna þess, að þar eru duglegir sjómenn, sem tekið hafa tryggð við þennan stað og ekki viljað gefast upp. Þeir hafa lagt á sjó- inn í náttmyrkri skammdegis- ins, oft í tvísýnu veðri og orðið að sæta sjávarföllum til þess að komast að og frá landi. Óhætt mun að segja það, að flestir yngri menn myndu vera farnir og hinir gömlu sjógarpar einir eftir, ef það væri ekki vonin um bætt skilyrði, sem héldi þeim heima. En þau skilyrði skapast fyrst og fremst með hafnargerð á Rifi. — Hvernig er afkoma fólks á Hellissandi? — Afkoman er yfirleitt sæmi- leg, en gæti verið miklu betri. Menn gætu haft margfalt meiri tekjur, ef hægt væri að gera út stærri báta, sem stundað gætu veiöar allt árið. Atvinna vill því oft verða lítil á sumrin, þegar línuveiðarnar hætta að vorinu, en þær hefjast ekki aft- ur fyrr en að haustinu. Fólk verður því að leita annað eftir vinnu yfir sumartímann og þannig flyzt margt fólk af staðnum fyrir fullt og allt. — Hvernig er samgöngum háttaff viff Hellissand. — Þær eru ákaflega erfiðar enn, sem komið er.. Aðalsam- göngurnar eru yfir sumarið um Fróðárheiði, en sá vegur er ó- fær á veturna. Sjósamgöngurn- ar eru þá eina leiðin þangað og oft ófær líka vegna þess hvað algengt er, að ekki sé hægt að ná sambandi við milliferðaskip- in frá landi vegna hafnleysis. Samgöngumálin verða bezt leyst með því að ljúka við veg- inn fyrir Snæfellsjökul, því yfir Fróðárheiði er ekki hægt að gera veg, sem tryggur er að vetrarlagi. — Hvernig er meff affflutn- inga á sjó til þorpanna við Breiffa'fjörð? — Samgöngur á sjó eru mjög erfiðar og verða skipin oft að fara framhjá í báðum leiðum. Þetta er mjög bagalegt fyrir íbúana í þessum þorpum. Eina leiðin til að bæta úr þessum e^f- iðleikum eins og nú standa sak- ir, tel ég þá að S. í. S. setji upp birgðastöð í Stykkishólmi og fluttar verði allar þungavörur þangað. Þar yrði hafður ca. 50 smál. vélbátur, er annaðist flutninga til hinna hafnanna, en slíkur bátur gæti komizt upp að bryggju á eftirtöldum stöð- um: Hellissandi, Ólafsvík, Búðar dal, Flatey og Króksfjarðarnesi. Ég tel því, að ekki megi drág- ast mikið lengur en orðið er, að þessu skipulagi verði ko’/iið á og gæti það létt mikið undir með kaupfélögunum á þessum stöð- um og sett aukinn myndar- og menningarbrag á rekstur þeirra. Landráðaskrií Þjóðvíljans íslendlngar vilja ekkerí á sig leggja fyrir liinar sameinuðn |ijóðir" Þótt Þjóðviljinn sé nú stöðugt að afneita því, að flokkur hans hafi viljað láta íslendinga fara í styrjöldina, getur. hann þó eigi fullkomlega leynt innstu hugrenningum sínum. Þánnig segist honum ' í forustugrein síðastl. sunnudag um afstöðu Tímans, Alþýðublaðsins og Vísis: „Þessi möndulblöff hamra sífellt á því í greinum sínum, sem þau vita aff eru þýdd á erlend mál, aff íslendingar vilji ekkert á sig leggja fyrir hinar sameinuffu þjóffir." Tíminn, Alþýðublaðið og Vís- ir hafa haldið því fram, að ís- lendingar væru búnir að færa nægar fórnir til þess að eiga rétt til þátttöku í samstarfi sameinuðu þjóðamia. Má þar nefna • herverndarsamninginn, manntjón af völdum styrjald- arinnar o. fl., o. fl. Það er áreið- anlegt, að hér hafa þessi blöð ek’ki aðeins túlkað eigin af- stöðu, heldur alls meginhluta þjóðarinnar. Það má líka telja víst, að hefði þjóðin staðið fast á þessum málstað, myndi þáft- taka hennar hafa vérið viður- kennd, án stríðsyfirlýsingar. En það var hér sem eining þjóðarinnar var rofin af komm- únistum og nú seinast með þeirri yfirlýsingu Þjóðviljans, að framangreind afstaða sýni, „að íálendingar vilji ekkert á sig leggja fyrir sameinuðu þjóðirn- ar,“ og þeir aðilar, sem haldi henni fram, séu möndulblöð og möndulmenn, þ. e. hliðhollir Þjóðverjum og Japönum. Að dómi Þjóðviljans og hyskis hans var stríðsyfirlýsing’’ eða annað jafngilt henni, eina gilda fórn- in og allt annað möndulafstaða eða fylgi við málstað Þjóðverja og Japana enda þótt íslendingar Merkilegur dómur *. . . (Framhald af 1. síðu) Sá samanburður, sem fjár- veitinganefnd hefir hér gert á útgjöldum ríkisins 1^39 og 1945, er hinn óvéfengjanlegasti vitn- isburður um fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann fékk fjármálastjórnina fyrra hluta ársins 1939 og síðan hafa Sjálf- stæðismenn verið óslitið fjár- málaráðherrar og þannig ráðið mestu um- Tíkisútgjöldin. Al- menningur fær bezt á þessu séð, hversu Sjálfstæðismenn hafa orðið að ómerkja í verki öll um- mæli sín um fjársukk og óhófs- eyðslu fyrirrennara sinna í fjár- málastjórninni, þar sem þeir hafa ekki einu sinni getað hald- ið í horfinu, heldur hækkað laun og fjölgað embættum í svo stór- um stíl, að hin beinu rekstrar- útgjöld ríkisins hafa jnargfald- ast. Og þetta hafa þeir því frek- ar gert, þar sem þeir hafa aldrei á þessu fimm ára fjárstjórnar- tímabili sinu gert minnstu til- raun til að draga úr hinum beinu rekstrarútgjöldum og geta því eigi fært sér það til afsök- unar, sem þeir þó stundum reyna að gera, að aðrir flokkar hafi fellt eða stöðvað sparnaðar- og niðurskurðartillögur þeirra. Þegar menn minnast fyrri gífuryrða Sjálfstæðisflokksins um sukk og óreiðu fjármálaráð- herra Framsóknarflokksins og allra kosningaloforðanna um niðurskurð óhófseyðslunnar, ef Sjálfstæðismenn fengju fjár- málastjórnina, þá mun niður- staðan vissulega verða á þá leið, að aldrei hafi nokkur flokkur ómerkt eins fullkomlega fyrri yfirlýsingar og loforð og Sjálf- stæðisflokkurinn í þessu máli. Þjóðin ætti að geta dæmt það mjög auðveldlega af þessu, hve mikið má leggja upp úr yfir- lýsingum og loforðum þeirra manna, — sem nú ráða mestu í Sjálfstæðisflokknum. Hún ætti líka að geta lært af þessu, hvort þ'essum mönnum muni treyst- andi til að hafa fjármálastjórn- ina á«hendi. hefðu ekkert gagn unnið sam- einuðu þjóðunúm með yfirlýs- ingu, nema þá þeim þeirra, sem kynnu aff vilja fá hér hernaffar- bækistöffvar, ásamt Bretum og Bandaríkjamönnum. Það er ekki ofsagt, að þessi málflutningur Þjóðviljans á sama tíma og við erum að reyna að fá þátttöku íslands viður- kennda, án stríðsþátttöku, séu landráð af verstu tegund og auðsjáanlega ekki miðuð við annað en að spilla fyrir því að þátttaka fáist viðurkennd. íslenzku kommúnistarnir hafa hér enn á ný sannað óvéfengj- anlega landráðaeðli sitt. Þeir hafa fyrst viljað koma landinu í styrjöldina, svo að fleiri aðil- ar gætu átt hér tilkall til hern- aðarbækistöðva. Þeir hafa reynt eftir megni áð ófrægja hina ís- lenzku afstöðu, og spilla fyrir því, að hún fengist viðurkennd. Slíkum iandráðamönnum verð- ur þjóðin að víkja úr þingi og ríkisstjórn og gera þá áhrifa- lausa með öllú. Annars verða dagar hennar sem sjálfstæðrar þjóðar fljótt taldir. Miklir vatoavextír Um seinustu helgi var þíff- viffri um allt land og olli þaff miklum leysingum og vatna- vöxtum í ám og vötnum. Vátnsföll flæddu langt út fyr- ir farvegi sína og /umferffa- truflanir urffu víffa. Skemmdir af vatnavöxtum þessum munu þó hvergi hafa orðið teljandi, nema í Borgar- firði og Skagafirði. Hvítá í Borgarfirði flæddi yfir bakka sína neðan til í héraðinu og lok- aði veginum á tveim stöðum vestan og austan Hvítárvalla, þar sem hún flæddi yfir veg- inn með miklum klakaburði. HjáFerjukotssíki flæddi áin yfir veginn og brúin á síkinu skemmdist nokkuð. í Norðurár- dal varð mikill vöxtur í Norðurá og Bjarnadalsá og flæddi yfir veginn hjá Hraunsnefi. Mjólk- urflutningar stöðvuðust ‘því á þessum leiður, en hins vegar var alltaf fært fram í Hvítár- síðu og upp í Reykholtsdal. Brúin á Andakílsá hjá Grund skemmdist svo að hún er ekki akfær. í Skagafirði kom jökulhlaup í Hjaltadalsá nálægt Hólum og sprengdi upp nokkurn hluta af steyptri brú, svo að hún verður ekki akfær um sinn. í gær fékk blaðið þær upplýsingar hjá vegamálastjóra, að dregið hefði úr flóð'unum svo að vegir myndu nú víðast hvar vera orðnir ak- færir aftur. Skemmdir hafa þó nokkrar c.rðið á vegl'am. sem flætt hefir yfir, með því að ofaníburði hefir sópað burt í flóðinu. Rændafundur (Framhald a) 7. síðu) grundvelli þeim fyrir verði á af- urðum lándbúnaðarins, sem lagður var af sexmannanefnd- inni.“ Áburffarverksmiffjumáliff. „Fundurinn harmar það, að Alþingi Jiefir frestað aðgerðum um stofnun áburðarverksmiðju, sem hann telur eina hina mestu lytfistöng landbúnaðarins. Vill hann því leyfa sér að skora á Alþingi og ríkisstjórn að hraða sem mest framkvæmdum 1 því máli.“ Vegamál. „Fundurinn beinir þeirri á- skorun til hins háa Alþingis, að þegar á þessu ári verði veitt fé til þess að gera brú á Laxá í Lóni. Þá vill fundurinn eindregið mælast til þess við hið háa Al- þingi, að það ákveði að Jökulsá í Lóni verði næsta áin, sem brú- Skólalíf í Eton (A YANK AT ETON) \ Mickey Rooney Freddie Bartholomew, Tina Thayer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA Eíó—, Bænda- uppreísnin Söguleg mynd frá Svensk Filmindustri. — Leikstjóri Gustaf Molander. — Aðal- hlutverk: LARS HANSON, OSCAR LJUNG, (VA DAHLBECK. Bönnuff yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. DÁÐIR VORU DRÁGÐAR Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna. er m e r k bók og skemmtileg. TJARNARBÍÓ SAGA3\ AF WASSEU LÆKNI (The Story of Dr. Wassell) Cary Cooper, Laraine Day. | Sýnd kl. 6,20 og 9. | Bönnuð fyrir börn. SILFURDROTTNINGIN (The Silver Queen) Priscilla Lane, j George Brent, Bruce Cabot. j Sýnd kl. 5. Bönnuð yngri en 12 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Álf li ó 11 Sjónleilcur í 5 þáttum eftir J. L. HEIBERG. 27. sýning annað kvöld klukkan 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4. JVÆSTSÍÐASTA SÝIXLAG. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. Aðalfundnr verður í Sambandshúsinu uppi fimmtudaginn 15. marz n. k. kl. 8,30 síðdegis. Dagskrá: Affalfundarstörf samkvæmt félagslögunum. Stjórnin. Ú R B Æ N U M Skemmtisamkoma. Næsta skemmtun Framsóknarmanna í Reykjavík verður n. k. föstudag (16. marz) í Sýningaskálanum. Hefst hún eins og venjulega með Fi'amsóknar- vist kl. 8,30. Skemmtiskrá þarf ekki að auglýsa. Flestir vita, hve ánægju- legt er að vera á þessum samkomum. Ábyrgst er, að allir fái sæti við spila- borðin, sem komnir eru stundvíslega í spilasalinn. Vegna takmarkaðs hús- rúms hefir undanfarið orðið að neita fjölda mörgu góðu fólki um aðgang. Og þar sem sennilegt er, að þetta verði seinasta Framsóknarskemmtunin á þessum vetri, þá eru Framsóknarmenn sérstaklega minntir á, að tryggja sér aðgöngumiða sem allra fyrst á af- greiðslu Tímans. Sími 2323. Árni Kristjánsson pianóleikari hélt Beethoven-tónleika síðastliðinn sunnudag í Gamla-Bíó fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir á- heyrenda. Viðfangsefni hans voru: Sónata op. 27 nr. 2 eis-moll (Tungl- skinssónatan), Sónata op. 109 E-dúr, 32 tilbrigði í c-moll og Sónata appas- sionata op. 57 f-moll. Samkór Reykjavíkur heldur samsöng kl. 11,30 i kvöld í Gamla Bíó. Á söngskránni eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, 12 talsins. Söngstjóri kórsins er Jóhann Tryggvason en við hljóðfærið er Anna Sigríður Björnsdóttir. uð verður fyrir fé úr brúarsjóði, þegar byggð hefir verið búin á Jökulsá á Fjöllum. Ennfremur vill fundurinn ein- dregið óska þess, að á næstu fjárlögum verði tekin upp 50 þús. kr. fjárveiting til Lóns- heiðarvegar.“ Dómur fyrir árás. Nýlega var kveðinn upp í Hæsta- rétti dómur í málinu RéttvTsin gegn Kristjáni Helga Benjamínssyni, bíl- stjóra, Meðalholti 4. Hæstiréttur stað- festi dóm undirréttar, er dæmdi Krist- í ján til að greiða Bergi Pálssyni, sjó- manna, Öldugötu 19, 1700 krónur í skaðabætur fyrir áverka, er Helgi veitti Bergi. Ennfremur var honum gert að taka út 15 daga varðhald og greiða málskostnað' allan. Kvenfélagiff Hringurinn hélt aðalfund sinn nýlega. Stjórn félagsins var öll endurkosin. Á fund- inum var“gerð grein fyrir fjárhag fé- lagsins. — Tekjur Barnaspítalasjóðs námu á árinu kr. 508.987,03. Hæsti tekjuliður eru gjafir er samtals nema kr. 185.598,40, söfnun Fjáröflunar- nefndar kr. 134.536,30, og tekjur af útiskemmtun krónur 94.851,04. í sjóði var frá fyrra ári'kr. 183.026,01 og er því sjóðseign Barnaspítalasjóðs kr. 692.013,04. — Byggingaframkvæmdir munu ekki hefjast fyrr en allmiklu meira fé hefir verið safnað. Þess skal getið, að allar gjafir, sem gefnar eru í spítalasjóðinn á þessu ári eru skatt- frjálsar. Kleppsspítalinn stækkaffur. í ráði er að hefja allmiklar bygg- ingarframkvæmdir á Kleppi í vor. Hefir húsameistarí ríkisins gert teikn- ingu að viðbótarbyggingunni. Þar á að vera deild fyrir mjög órólega sjúk- linga og á hún að rúmá 33 sjúklinga, karla og konur. í annarri deildinni verður rúm fyrir 16, en i hinni rúm fyrir 17 sjúklinga. Þá verða sérstök herbergi fyrir þá sjúklinga, er einnig eru haldnir smitandi sjúkdómi. Stærð þessa húss verður 35.30 metrar að lengd og 14.90 m. á breidd, tvær hæðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.