Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.03.1945, Blaðsíða 7
m. Silaö TÍMIM, þrigjjBdaginn 13, marz 1945 7 Styrkjum úthlut- að til myndlist- armanna Nefnd sú, sem Félag ís- lenzkra myndlistamanna kaus nýl. til að annazt úthlutun á listamannastyrk þeim, sem Menntamálaráð útnefndi fé- laginu, hefir nú lokið störf- um. Alls fékk félagið 38.500 kr. til úthlutunar, og hefir nú nefndin skipt þessu fé milli tuttugu og þriggja manna, eins og hér segir: 3000 kr. hlutu: Ásgrímur Jónsson, Ásmundur Sveinsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefáns- son og Ríkharður Jónsson. 1800 kr.: Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Gunn- laugur Blöndal, Jón Þorleifsson og Kristín Jónsdóttir. 1500 kr.: Eggert Guðmunds- son, Gunnlaugur Ó. Scheving, Jón Engilberts, Kristinn Péturs- son, Magnús Á. Árnason, Snorri Arinbjarnarson, Sveinn Þórar- insson og Þorvaldur Skúlason. 500 kr.: Ásgeir Bjarnþórsson, Guðmundur Kristínsson, Hösk- uldur Björnsson, Marteinn Guð- mundsson og Svavar Guðnason. í úthlutunarnefnd listamanna áttu sæti eftirtaldir menn: Jón Engilberts, sem var formaður nefndarinnar, Finnur Jónsson, Ríkharður Jónsson, Þorvaldur Skúlason og Eggert Guðmunds- son. Jólablað Tímans Nýir kaupendur að Tímanum geta fengið síðasta jólablað Tímans ókeypis, meðan upp- lagið endist, láti þeir afgreiðsl- una vita að þeir óski þess. En í jólablaðinu er mjög margt læsilegt: skáldsögur, ferðasögur, kvæði og ýmsar 'frá- sagnir, greinar og myndir. — 64 bls. alls. Erlent yfirlit. (Framhald af 2. síSu) þota. M. a. halda þeir uppi hörðum áróðri fyrir því að refsa beri stríðsglæpamönnum, en svo nefna þeir fyrri stjórnendur landsins. Þau endalok eru eng- anveginn ósennileg, að Rússar telji einn góðan veðurdag, að slíkt öngþveiti sé ríkjandi í landinu, að þeir verði að taka stjórnina alveg í sínar hendur og Kuusinen eða einhver slíkur dáti verði nokkurskonar land- stjóri þeirra þar. Það er ekki ofsögum sagt, að þáttur Finna í þessari styrjöld sá einn mesti harmleikur henn- ar. Þeir kusu einskis frekar en að vera hlutlausir og utan við styrjöldina. Það myndu þeir líka vera enn þann dag í dag, ef yfirgangssamt stórveldi hefði ekki haft augastað á landi þeirra og veitti þeim einhverja ijótustu árás, sem sögur herma. Eftir hreystilega vörn urðu þeir að afhenda nokkur auðugustu héruð lands síns. Þetta varð síðan orsök þess, að þeir tóku að leita sér vinfengis Þjóðverja og hugðust að endurheimta aftur það land, er ranglega hafði verið af þeim tekið. Viljinn til að fá aftur hið taþaða land varð hér raunsæi þeirra ofjarl. Með því glötuðu þeir samúð og stuðn- ingi vesturveldanng, sem réði mestu um það, að Rússar hættu, (a. m. k. í bili) við þann ásetn- ipg sinn 1940 að leggja Finnland . alveg úndir sig, en þann ásetn- ing fóru þeir eigi dult með, er þeir stofnuðu Kusinen-stjórn- ina 1939. Á víðavangi (Framhald af 2. síðu) stæðisflokksins á þingi ^vann dyggilega að því, að raforku- málafrv., sem kom frá milli- þinganefndinni, ■ yrði stungið undir stól, en þar er í fyrsta sinni mörkuð hagsýn og mark- viss heildarstefna í þessum mál- um. Mbl. mun þvi veitast erfitt að blekkja menn með þessu raf- magnsskvaldri sínu, nema þá, sem láta sér nægja orð í stað athafna. Bændafundur í Austur- Skaftafellssýslu Dagana 20.—22. janúar síð- astliðinn var haldinn bænda- fundur á Kálfafellsstað í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Á fundinn voru kjörnir fimm fulltrúar frá hverju hxeppabúnaðarfélagi í sýslunnl, svo að alls áttu þar sæti 30 fulltrúar. Fundurinn tók til umræðu og ályktunar mörg mikilsverð mál, svo sem jarðræktarmál, skipulag fram- leiðslunnar i héraðinu, verð- lagsmál landbúnaðarins, raf- orkumál, menntamál, sam- göngumál og ýmis félagsmál. Fundurinn lagði ríka áherzlu á, að ræktun jarðanna yrði hið allra fyrsta komið í það horf, að hægt yrði að afla heyjanna á véltæku landi, þar sem nú- tíma búnaðarhættir gera það nauðsynlegt. Ennfremur skoraði fundurinn á Alþingi og ríkis- stjórn að gera öflugar ráðstaf- anir til þess að lyfta undir al- mennar framkvæmdir á þessu sviði með hækkuðum styrk til mikilla muna, meðal annars til framræslu á ræktunarlöndum jarðanna. Þá lýsti fundurinn yfir fylgi sínu við tillögur um stofnun byggðahverfa , meðal annars í Austur-Skaftafells- sýslu. Fundurinn lét það álit í ljós, að nauðsynlegt væri að efla framleiðsluna í héraðinu og gera hana fjölbreyttari með meiri framleiðslu garðávaxta og auk- inni mjólkurframleiðslu jafn- framt vaxandi ræktun. Samþykkt var á fundinum að hefja undirbúning að rafvirkj- unarframkvæmdum fyrir alla sýsluna með stofnun sjóðs í því skyni. Það var óskipt álit fundarins, að þörf væri á aukinni búnað- ar- og húsmæðrafræðslu innan héraðsins. Skipaði fundurinn nefnd í héraðinu til að gera fyllri athuganir um þau mál. Fundurinn vakti athygli á þeirri gífurlegu hættu, sem því er samfara að afgreiða strand- ferðaskipin úti á rúmsjó fyrir utan Hornafjarðarós og óskaði þess eindregið, að framvegis yrði hlutazt til um, að strand- ferðaskipin kæmu inn á Horna- fjarðarós til afgreiðslu, þegar unnt væri. Ennfremur lýsti fundurinn yfir eindregnu fylgi við frumvarp Páls Þorsteins- sonar um breytingu á lögum um hafnargerð á Hornafirði og skoraði á Alþingi að samþykkja það. Hér fara á eftir nokkrar álykt- anir fundarins: Verðlagsmál landbúnaðarins. „Fulltrúafundur búnaðarfé- laga í Austur-Skaftafellssýslu, haldinn að Kálfafellsstað dag- ana 20.—22. janúar 1945, harm- ar það, að tilslökun sú, um verð á afurðum bænda, sem gerð var af síðasta búnaðarþingi, hafði ekki í föK með sér tilsvarandi til- slökun á kaupkröfum launa- stéttanna og telur að fylgja beri framvegis á hverjum tíma (Framhald á 8. síðu) r-- " — ------- . ,, Ég þakka hjartanlega auðsýndan vinarhug á 90 ára afmœli mínu,,28. fébrúar nœstliðinn. Hrísakoti, 2. marz 1945 KARITAS JÓNSDÓTTIR —~— ----------------------——-----—~—-—-— -----— Þeir vörsijöfniiiKtriiiiðar (bláir að lit) sem félagsmeim fengu á síðastllðnu ári, eru tír gildi. , Nýir vöriijöfmiitarmiðar hafa verið prentaðir og verða þeir afhentir ÞEIM FÉLAGSMÖMUM, sem skilað hafa arð- miðum frá árinu 1944. jAfhendnig þessara nýju vörujöfnunar- miða fer fram í skrifstofu félagsins mánudag og þriðjudag 13. marz n. k. KRON. Tilkynning írá Máli og menningu IVýkomið út hjá félaginu: Skáldsagan INNAN SVIGA cftir Halldór Stefáusson. Halldór Stefánsson hefir einkum lagt stund á smásagnagerð, og er með snjöllustu rithöfundum í þeirri listgrein. Fyrsta smá- sagnasafn sitt gaf hann út í Berlín, og sögur eftir hann hafa verið þýddar á ensku og Norðurlandamálin. INNAN SVIGA er fyrsta skáldsagan, sem birtist eftir hann, og fyrsta skáldsagan, sem Mál og menning gefur út eftir íslenzkan höfund. — Verð bókarinnar í lausasölu: kr. 15,50 heft, 22 kr. i bandi. TÍMARIT MALS OG MENNiNGAR hefst með kvæði, í ÚLFDÖLUM, eftir Snorra Hjartarson. Flyt- ur ritgerðir eftir dr. Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, Halldór Kiljan Laxness, Henri Voillery, sendiherra Frakka, Hauk Þorleifsson, Pálma Hannesson, rektor, Björn Franzson, Sámal Da- vidsen o. fl. Ennfremur eru i heftinu ritdómar um allmargar nýjar bækur. Heftið er níu arkir (144 bls.) að stærð, þéttprentað. AÐRAR NÝJAR BÆKUR sem mál og menning hefir gefið út: LEIT ÉG SUÐUR TIL LANDA. Hin fögru ævintýri frá miðöldum. Dr. Einar Ól. Sveinsson sá um útgáfuna. KVÆÐI, eftir Snorra Hjartarson. Þessi bók kom út rétt fyrir jólin, og var aðeins prentuð í litlu upplagi. Enginn ljóðavln- ur má missa af þessari einstaklega fögru bók. UNDIR ÓTTUNNAR HIMNI, ljóðabók eftir Guðmund Böðvarsson, eitt vinsælasta ljóðskáld þjóðarinnar. Alál 05» mennin <r Gum-Gripper, nýtt amerískt efni, lagfærir falskar tennur, sem tolla illa eða særa góminn. Berist á á þriggja mánaða fresti. Einfalt og þægilegt. Leiðarvísir á íslenzku. Tólf króna túba endist heilt ár. Sendum um land allt. Seyðisfjarðar Apótek. Tilkynning Jflc. s.worm-muller: undjeki ? Þér skuluð lesa þessa bók. ORÐSENDING til kaupeuda Tíuians. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, um sölu trjáplantna. Þeir, sem kaupa vilja trjáplöntur á vori komanda, geri svo vel að senda skriflegar pantanir í skrifstofa skógrækt- arstjóra eða til skógarvarðanna fyrir 10. apríl. Eftir þann tíma verður ekki tekið á móti pöntunum. Verðið mun verða á þessa leið: Reynir 3—6 krónur, eftri stærð. Birki 2—4 krónur, eftir stærð. Víðir, ýmsar tegundir, 1—3 krónur. Rifs- og Sólber 3—5 krónur. Úrvalsplöntur verða nokkru dýrari, en úrtíningur ó- dýrari. Við kaup á fleiri en 500 plöntum hverrar tegundar verð- ur gefinn 20—50% afsláttur. Birkifræ frá haustinu 1942 kostar kr. 30,20 pr. kg., en birkifræ frá haustinu 1944 kostar kr. 70,00 pr. kg. Plöntur og fræ verður aðeins selt gegn staðgreiðslu. Skógarvörður Austurlands býr á Hallormsstað, Skógarvörður Norðurlands býr á Vöglum í Fnjóskadal. Skógarvörður Vesturlands býr á Beigalda í Borgarfirði. Skógarvörður Suðurlands býr á Hlöðum, Selfossi. Skógrækt ríkisins. Tllkynning: Höfum opnað * búðina á ný. Raftækjaverzlan Eiríks Hjartarsonar Langaveg 30 B. Sírni 4690

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.