Tíminn - 20.03.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 ■ og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. RITSTJ ÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 0 A. Símar 2353 03 4373. AFGREIÐSLA. INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 0 A. Síml 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðpdagiim 20. marz 1945 22. blati Ályktim Búnaðarþings í verðlagsmálnm: Samkomul. sexmannaneínd- arinnar iramtíðargrund- völlur verðlagsins Búnaðarþing kemur aftur saman í september Búnaðarþingi lauk síðastl. sunnudag. Voru þá afgreiddar ályktanir um verðlagsmálin og skipulagningu landbúnaðarins og munu tillögurnar um síðara málið verða sendar búnaðarsam- böndunum til athugunar og umsagnar. Alls afgreiddi þingið 37 mál og eru mörg þeirra hin merkilegustu. Samþykkt þingsins um verðlagsmálín hljóðaði á þessa leið: Er stjórnin hætt við he;mkvaðníngu sendíherranna? í tilefni af því, að Tíminn skýrði frá því í seinasta blaði, að íslenzku sendiherrarnir hafi verið kallaðir heim, ber Morgun- blaðið Ólaf Thors fyrir því, að enginn fótur sé fyrir þessu, en hins vegar hafi íslenzki sendi- herrann í Moskvu lagt af stað heimleiðis í seinasta mánuði. í viðtali, sem Alþýðublaðið átti síðar við Ólaf, segir hann þó ekki öllu meira en að sendi- herrarhir í London og Wash- ington „komi ekki heim að sinni“. Tíminn skal engan dóm á það leggja, hvort Ólafur sé hinn trú- verðugasta heimild í þessum efnum. Hitt getur Tíminn upp- lýst, að hann hafði frétt sína eftir mönnum, sem eru mjög handgengir stjórninni, og hann hefir enn ekki ástæðu til að ef- ast um, að búíð hafi verið að ákveða heimkvaðningu sendi- herranna í stjórninni, þótt því kunni síðar að hafa verið breytt, en úr því mun reynslan skera bezt. Kynlegt er líka, ef sendi- herrann í Moskvu hefir verið lagður .af stað heimleiðis, áður en stríðsyfirlýsingarmálið kom til sögunnar og stjórnin ekki séð ástæðu til að skýra þinginu eða utanríkismálanefnd frá því. Tíminn getur upplýst, að hvor- ugt hafi verið gert. í tilefni af því, hve ritstjórar Mbl. virðast vera mjög hand- gengir utanríkisráðherranum og hve digurbarkalega þeir tala um þetta mál, virðist Tímanum ekki úr vegi að benda þeim á að fá að lesa skeyti þau, sem sendiherrann i Washington sendi stjórninni í sambandi við striðsyfirlýsingarmálið, og segja síðan álit sitt um, hvort óeðli- legt væri, að sendiherrann hefði verið kvaddur heim til frekari skýrslugjafa. Að endingu vill Timinn svo enn einu sinni krefjast þess, að birtar verði allar upplýsingar (Framhald á 8. síðu) T—--------------——-----------" ' Fjórar helldvcrzl- anir kærðar enn Verðlagsráð hefir enn kært fjórar heildverzlanir vegna óleyfilegrar álagn- ingar í sambandi við Am- eríkuviðskipti. Alls hafa s^kadómara nú borizt kær- ur gegn 12 heildverzlun- um. Heiidverzlanir þessar eru: O. Johnson & Kaaber, G. Helgason & Melsted, Guð- mundur Ólafsson & Co., Sverrir Bernhöft h.f., Frið- rik Bertelsen & Co., A. J. Bertelsen & Co„ Kristján G. Gíslason, Heildverzlun- in Berg, Heildverzlunin Hekla, Erlendur Blandön, Heildverzlunin Kolumbus, Jóhann Karlsson & Co. „Búnaðarþing mótmælir mjög eindregið þeim margendurteknu rangfærslum, sem haldið er fram í blöðum og á mannfund- um í áróðursskyni gegn bænd- um, að niðurgreiðslur á útsölu- verði landbúnaðarvara á inn- lendum markaði séu verðupp- bætur til landbúnaðarins, og inntar af hendi vegna sérhags- muna hans. Þetta er fjarri öllum sanni. Þessar niðurgreiðslur eru neyð- arvörn þjóðfélagsins gegn því að atvinnulíf í landinu leggist í rústir vegna dýrtíðar og verð- bólgu, því án þessara ráðstaf- ana er fullvíst, að ekki hefði verið hægt að framleiða útflutn- ingsvöru svo nokkru nemi til sölu á erlendum markaði, þrátt fyrir hátt stríðsverð á þeim í viðskiptalöndum okkar. Sízt af öllu verðskulda bænd- ur, að þeir séu hafðir að skot- spæni vegna þessara óvenjulegu ráðstafana, þar sem þeir hafa tjáð sig reiðubúna til þess; að sínu leyti, ef aðrar stéttir vildu gera slíkt hið sama, að ráða bót á þessu ástandi með þeim hætti er síðar greinir, og telur Búnað- arþing, að það hafi með sam- þykkt sinni á s. 1. ári sýnt, að þar fylgir hugur máli. Búnaðarþing hefir tvívegis á s. 1. tveímur árum gert sam- þykktir sem miða að því að draga úr dýrtíð og verðbólgu í landinu. í fyrsta lagi með því að lýsa yfir 1943, að það værí reiðubúið til þess að samþykkja, að verð á landbúnaðarvörum yrði fært niður, ef samtímis færi fram hlutfallsleg lækkun á launum og kaupgjaldi. í öðru lagi með því að sam- þykkja 1944, að niður féllu 9,4% hækkunaf söluverði framleiðslu- vara bænda, sem þeir áttu rétt til frá 15. sept. 1944 til jafn- lengdar 1945 samkvæmt út- reikningi hagstofunnar. Þessar samþykktir Búnaðar- þings voru fyrst og fremst gerðar vegna hættu þeirrar, sem vofir yfir utanríkisveriilun landsmanna, sökum sívaxandi verðbólgu og dýrtíðar í landinu. Var samþýkkt Búnaðarþings á s. 1. ári um að niður félli við- urkennd vérðhækkun landbún- aðarvara til handa bændum, gerð í trausti þess, að sams- konar skilningur á fyrgreindu alþjóðarvandamáli væri einnig fyrir hendi hjá öðrum stéttum þjóðfélagsins. í þessu efni hefir Búnaðar- þing orðið fyrir vonbrigðum, því tillögum þingsins og viðleitni af hálfu bænda til þess að draga úr dýrtíðinni, hefir verið svar- að með nýjum hækkunum í launum og kaupgjaldi. (Framhald á 8. síðu) ™—? I DAG birtist á 3. síffu grein eftir Guðlaug Rósinkranz yfir- kennara, er nefnist „Bygg- ingarsamvinnufélög og starfsemi þeirra“. Neðanmáls á 3. og 4. síffu er grein frá Niagara-foss- unum, er nefnist „Dans viff dauffann." Seínasta hrakmcnnskumet Morgfunblaðsinss Svívirðileg skrif um smjörmálið: Bændum brígslað um, að þeír hugsi mínna um bðrnin en moldina Mynd þessi er af John Anderson, fjármálaráðherra Breta. Margir geta þess til, að hann verði eftirmaður Churchills, en vafasamt er það þó, því að hann tilheyrir ekki neinum flokki. Hann hefir gegnt mörgum trún- aðarstörfum í þágu ríkisins, einkum í nýlendunum. Fjármálastjórnin á stríðsárunum þykir hafa farið honum mjög vel úr hendl. FJÁRMÁLARÁÐHERRA RRETA Sjaldan hafa stjórnarblöðin sýnt augljóslegar andúð sína á málefnum bænda og samtökum þeirra en með skrifum sínum úln ályktun Búnaffarþings um smjörmáliff. f öllum helztu stjórn- arblöðunum, fyrst í Morgunblaffinu og síffan í Þjóðviljanum og Alþýffublaffinu, hefir því veriff haldiff fram, aff meff þessari sam- þykkt hafi bændur sýnt, aff þeir vilji meina bæjarmönnum um aff fá nauffsynjavöru, en þegar þaff takist ekki, vilji þeir láta okra á henni, Er það vitanlega tilgangurinn með þessum tilhæfu- lausa þvættingi aff skapa aukna andúff meðal bæjarmanna gegn bændum og samtökum þeirra. Nýlt rithöfunda- félag stofnað Kommúnistar klufu fyrra félagið með of- beldi sínu Ritböfundafélag íslands klofnaffi í fyrradag, en þá var aðalfundur þess haldinn. Kommúnistar beittu þar full- komnu einræffi í stjórnar- kosningunum. Guffmundur Hagalín lýsti því þá yfir, fyrir hönd 12 félagsmanna, aff þessi einhliffa stjórnarkosning lýsti svo miklum stefnumun, aff þeir teldu sér ekki lengur fært aff starfa í félaginu áfram. Þessir menn stofnuffu síffan nýtt félag, Félag íslenzkra rithöfunda. í upphafi aðalfundarins var lögð fram inntökubeiðni frá nokkrum mönnum, er bersýni- legt var, að kommúnistar voru (Framhald á 8. síðu) Einna lengst hefir Þjóðvilj- inn gengið í þessum furðiílegu skrifum, eins og líka vænta mátti. í forustugrein, sem hann birti um málið 16. þ. m., er fyrst sagt að bændur vilji fá ódýran erlendan áburð og erlendan fóðurbæti. Síðan segir blaðið f eitletrað: „En ef börn og fullorffna í Reykjavík og öffrum bæjum landsins vantar smjör, — lífs- nauðsynlegustu fæðuna fyrir líkamann, — eins og nú hefir vantaff algerlega um langan tíma, — þá heimta fulltrúar á Búnaðarþingi aff ekki sé flytt inn smjör og að okraff sé óhóf- lega á því, ef inn er flutí. Meff öffrum orffum: Fulltrúar á Búnaðarþingi líta lægra á börn Reykvíkinga en moldina, sem þeir troða á, effa skepnurnar, sem þeir fóffra. Börnin í Reykja-. vík eru réttminni en moldin effa skepnurnar aff áliti þessara herra.“ Það þarf vissulega mikla ó- svífni til að túlka samþykkt (Framhald á 8. síðu) t t Oskaði Olafur Thors eftir hruní, pcgar hann spáði verðlækkun i stjórnartíð Björns Þórðarsonar? Morgunblaðið hefir meira en nokkurt annaff blatJ vakið á sér athygli fyrir heimsku, enda oft veriff kallaff „málgagn heimsk- unnar“. Þetta virffist þó eigi nægja blaðinu lengur, heldur virff- ist það nú einnig kappkosta aff vera málgagn hrakmennsk- unnar. Nýlega sagði blaðiff t. d., aff a,llir, þeir menn, sem horfiff hafa undanfarið, hafi haft rökstuddar og ríkar ástæffur til aff fyrirfara sér. Stuttu áffur hafffi það taliff, aff Dettifoss-slysiff mundi vera alveg sérstök fróun fyrir Framsóknarmenn vegna þess, aff þeir vildu ekki láta félagiff fá skilyrffislaust skattfrelsi. Mðskrifin um stjórnarandstæðingu. Þessu til viðbótar birtir blað- ið svo síðastl. sunnudag forustu- grein, er nefnist „Fyrstu von- brigði stjórnarandstæðingaV. Vonbrigði þessi*telur blaðið vera þau, að vel hafi tekizt um sölu sjávarafurða í Bretlandi. Stjórn- arandstæðingar hafi vonað og „óskað hruns og hrakfara í at- vinnulífi landsins, ef verffa mætti valdaþrá þeirra aff nokkru gagni“. Þá segir blaðið, að stjórnar- andstæðingar hafi haft sams konar óskir um „minnkandi a,flabrögð“, og hefði þeim orðið að þeirri ósk, „þá hefffi gleffi- brosiff færzt yfir andlit sumra stjórnarandstæðinga og berg- mál hrunstefnumanna sést í dálkum Tímans“. Ennfremur segir blaðið, að sala fiskafurðanna valdi nokkrum kvíða fyrir- „stjórnar- andstæffinga* sem óska landi sínu áfalla“. Og loks segir svo blaðið: „Enn er í nokkurri óvissu um þaff, hvernig ganga muni á þessu ári aff selja landbúnaffarvörur á erlendum markaði. Máske verffur Tímanum og þjónum þeirra aff von sinni á þvi sviði, svo aff affstaffa bændanna verffi enn verri en veriff hefir“. Það kemur engum á óvart, þótt Þjóðviljinn skrifi nákvæm- lega á sömu lund á sunnudag- inn, og ritstjórar hans og Mbl. hafi þannig bersýnilega borið sig saman um þessi skrif. Þjóð- viljinn bætir því auk þess við þetta, að aðalmenn hrunstefn- unnar séu i Landsbankanum og þjóðin verði að „hreinsa" þá burt! Formaður samninganefnd- arinnar, sem fór til Bretlands, var Magnús Sigurðsson, banka- stjóri Landsbankans, og einn af nefndarmönnum var Jön Árna- son, formaður bankaráðsins. Áki og Ólafur urðu að flýja til þessara manna, þegar allt var komið í óefni hjá þeim, og þeir hafa vissulega bjargað því, sem hægt var að bjarga. Þakkirnar, sem þeir fá svo hjá stjórninni, eru þær, sem gefur að líta í Þjóðviljanum! Stj órnmálaspilliiig af versf a tagi. Það mun vart fara hjá því, að sú hrakmennska, sem kemur fram í hinum tilvitnuðu um- mælum Mbl., hljóti að vekja ó- hug allra hugsandi manna. Þessi blaðaskrif vekja ekki aðeins (Framhald á 8. síðú) Brezka samnínga- nefndín komín heím Óbreytt verð, nema á hraðfrysta fiskinnm íslenzka sendinefndin, er fór til Bretlands, er komin heim, og hefir nú veriff geng- iff endanlega frá sölu fiskaf- urffa til Bretlands á þessu ári. Kaupa Bretar fiskafurffirnar fyrir sama verff og í fyrra, en sú breyting verður þó, aff þunnildin mega ^kki lengur íyl&ja frysta fiskinum, og mun þaff svara til allt aff 10% verðlækkunar. í tilkynningu frá samninga- nefnd utanríkisviðskipta segir svo um samningana: — Seld hefir verið öll þessa árs framleiðsla af frystum fisk- flökum að undanskildu litlu magni, sem heimilt er að ráð- stafa til annarra landa ef henta þykir. Ufsa og keiluflök voru ekki seld með samningi þessum og takmarkað magn af nokkr- um öðrum tegundum af flök- um og hrognum, en það sem umfram kann að verða er heim- ilt að selja á frjálsum markaði. Söluverð á öllum fisktegund- um er óbreytt frá því, sem giltí í fyrra árs samningi, en bolfisk skal flaka þannig að þunnildin séu að mestu skorin af. Verð á frystum hrognum er nokkru lægra en síðastliðið ár. Greiðsluskilmálar verða hag- kvæmari en í fyrra, ef seljendur þurfa að geyma fiskinn lengi. Ráðgert er, að nokkuð af þess- um fiskflökum fari til Frakk- lands og Hollands. Ennfremur hefir verið samið um sölu á allri þessa árs fram- leiðslu af síldarlýsi og því síld- armjöli og fiskimjöli, sem flutt kann að verða út, við sama verði og skilmálum og í fyrra, að því viðbættu að allt fiskimjölið er selt við sama verði og síldar- mjölið. — Þrátt fyrir hina óbeinu verð- lækkun á hraðfrysta fiskinum má óhætt segja, $£ samning- arnir hafi tekizt sæmilega, eins og á stóð. Hefir sendinefndin bersýnilega haldið vel á málun- um,en hana skipuðuMagnúsSig- urðsson bankastjóri, Jón Árna- son framkvæmdastjóri, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og Rich- ard Thors framkvæmdastjóri. Þá eiga og Bretar skilið þakkir fyrir skilning þann og velvilja, er þeir hafa nú sem fyrr sýnt í samningum við íslendinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.