Tíminn - 20.03.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.03.1945, Blaðsíða 8
DÆGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið wm þjóðfélagsmál. 8 REYKJÆVtK Deirf sem viljju hynna sér þjóðfélagsmál, ínn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagshrá. 20. MÆRZ 1945 22. blað f AWNÁLL 15. marz, fimmtudagur: Sókn 7. hersins. Vesturvígstöðvarnar: Sjöundi ameríski herinn hóf sókn á 80 km. svæði milli Hagenau og Saarbriicken. Þriðji herinn fór suður yfir Mosel og varð vel ágengt. Miklar loftárásir, eink- um á herstöðvar hjá Berlín. Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu, að þeir hefðu klofið varnarsvæði Þjóðverja í Austur- Prússlandi í tvennt. Frakkland: Hæstiréttur Frakka dæmdi Esteva flotaforingja í ævilangt fangelsi fyrir samvinnu hans við Vichystjórnina og Þjóð- verja. 16. marz, föstudagur: Friðarboði hafnað. Bretland: Brezka"stjórnin til- kynnti, að henni hefði nýlega borizt tilmæli frá Þjóðverjum um friðarumleitanir fyrir milli- göngu sænsks manns. Tilmæl- um þessum var strax hafnað. Vesturvígstöðvarnar: Þriðja ameríska hernum varð vel á- gengt í sókninni sunnan Moselle, og eins 7. hernum í sókninni í inn í Saar. Tók hann borgina Hagenau. Sameinuð sókn þess- ara herja stefnir vörnum þjóð- verja í Saar í mikla hættu. Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu, að lokið væri gagn- sókn Þjóðverja hjá Balatonvatfti í Ungverjalandi, án nokkurs árangurs. Noregur: Upplýst var, að síð- astliðinn miðvikudag hafi aðal- járnbrautarstöðin í Noregi ver- ið sprengd upp og er það stærsta skemmdarVerkið, sem unnið hef- ir verið i Noregi af andstæðing- Skrifin iim smjörmálið (Framhald af 1. síðu) Búnaðarþings á þennan hátt. í fyrsta lagi hefir Búnaðar- þing ekki andmælt smjör-inn- flutningi, heldur aðeins æskt þess, að ekki yrði flutt inn smjör, nema í samráði við Bún- aðarfélagið. Myndi engum þykja ósanngjarnt, ef skortur væri hér á vinnuafli og flytja þyrfti inn erlenda verkamenn, þótt Al- þýðusambandið vildi hafa hönd í bagga um innflutninginn og tryggja að hann yrði þess ekki valdandi, að íslenzkir verka- menn misstu atvinnu sína. Á sama hátt vilja búnaðarsam- tökin vitanlega fá að hafa íhlut- un um, hve mikið smjör verður flutt inn, svo að tryggt sé, að ís- lenzkri framleiðslu verði ekki alveg bolað af markaðinum. í öðru lagi hefir Búnaðarþing aðeins farið fram á það, að verðlagið á innflutta smjörinu yrði það sama og innlenda smjörinu, svo að innlendu fram- ieiðslunni verði ekki þannig komið fyrir kattarnef. Þá kröfu myndi Alþýðusambandið einnig gera, ef erlendir verkamenn yrðu fluttir inn að ráði, að þeir ynnu ekki fyrir lægri kauptaxta en íslenzkir verkamenn. Með því að hafa sama verð á ameríska smjörinu og íslenzka smjörinu, væri síður en svo okrað nokkuð á neytendum, því að þeir fengju verðið að fullu bætt í vísitöl- unni. Hins vegar er ekki fjarri lagi að telja það okur, að taka verð ameríska smjörsins inn í vísitöluna, þar sem skömmtun er á því, og lækka hana þannig um 2 i/á stig, eins og stjórnin ætlar að gera um næstu mán- aðamót. Verkamaður, sem hef- ir 500 kr. grunnkaup, tapar þannig 50 kr. í þá fjóra mánuði, sem þetta verðlag gildir, en hins vegar fær hann í staðinn 7 kr. verðlækkun á einu smjörkílói! Það myndi vissulega talið okur, ef bændur stæðu að slíkri ráð- stöfun! Það má kannske segja, að það sé klókt að „snuða“ neytendur þannig með fölsun á vísitöiunni, en mikilmannlegt er það ekki. Heiðarlegra væri að ganga hreinlega til verks. Hálfu verra verður líka þetta „snuð“, þegar TÍMAWS V um Þjóðverja. Kyrrahafsstyrjöldin: Tilkynnt að Bandaríkjamenn hefðu nú alveg náð Iwo-jima á vald sitt. 17. marz, laugardagur: Norðmeim myrtir. Norcgur: Þjóðverjar til- kynntu, að 14 Norðmenn hefðu verið teknir af lífi vegna skemmdarverkanna, er unnin voru á miðvikudaginn, þegar aðaljámbrautarstöðin í Osló var sprengd upp. Vesturvígstöðvarnar: Þriðji herinn brauzt in£ í Coblens og hefir náð meirihluta borgarinn- ar. Sókn hans sunnan Moselle gekk vel. Sjöundi herinn hefir hafið skothríð á Saarbrúcken. Mikil loftsókn gegn þýzkum borguni. Austurvígstöðvarnar: Rússar hófu sókn við Balatonvatn í Ungverjalandi. Harðar orustur við Danzig og Königsberg. 18. marz, sunnudagur: Sótt til Mains. Vesturvígstöðvarnar: Þriðji herinn hefir náð 25 km. af vest- urbökkum Rínar fyrir sunnan Moselle á vald sitt. Her*sveitir úr honum sóttu hratt fram til Mains og átti ófarna 30 km. þangað. Sjöundi herinn nálgað- ist Saarbrúcken. Bandarískar flugvélar gerðu stærstu dagárás á Berlín til þessa. Austurvígstöðvarnar: Víða harðar orusiur, en þó engar telj- andi breytingar á vígstöðunni. Finnland: Lauk kosningum til þingsins, en úrslit ekki kunn ennþá. Nýtt rithöfiiiidafélag (Framhald af 1. síðu) að smala í félagið til þess að tryggja yfirráð sín. Voru þeirra á meðal Haraldur Sigurðsson prófarkalesari, Karl ísfeld rit- stjóri, Gísli Ásmundsson próf- arkalesari og Jón Óskar, er mun vera tónlistarnemi og Sverrir Kristjánsson „sagnfræðingur". Vegna mótmæla gegn þessum inntökubeiðnum var frestað að taka ákvörðun um þær, þar til síðar á fundinum, er stjórnar- kosningu væri lokið. Við for- mannskosninguna fékk Halldór Stefánsson rithöfundur 15 atkv., Guðmundur G. Hagalín 10 atkv. og einn seðill var auður. Aðrir stjórnarmeðlimir voru á sarba •hátt kosnir úr klíku kommún- ista. Guðmundur G. Hagalín gaf þá yfirlýsingu þá, er áður greinir, fyrir hönd 12 félags- manna. Þessir menn voru Davíð Stefánsson, Jakob Thorarensen, Kristmann Guðmundsson, Elín- borg Lárusdóttir, Friðrik Á. Brekkan, Þórir Bergsson, Óskar A. Guðjónsson, Kjartan Gísla- son frá Mosfelli, Gunnar M. Magnúss, Sigurður Helgason og Ármann Kr Einarsson. Þessir menn efndu síðan til fundar og stofnuðu nýtt félag, Félag íslenzkra rithöfunda. For- maður þess er Guðmundur G. Hagalín, ritari Sigurður Helga- son, gjaldkeri Jakob Thoraren- sen og meðstjórnendur Gunnar M. Magnúss og Kristmann Guð- mundsson. Er það vissulega ekki vonum fyrr, að hinir frjálslyndari rit- höfundar brjóta sig undan of- ríki kommúnista í Rithöfunda- félaginu. þess er gætt, að með þessu er einstök atvinnugrein, smjör- framleiðslan, lögð í einelti og unnið að þvi að koma henni í rúst, vegna óstjórnar á öðrum sviðum. Þess vegna eru mótmæli bændanna sjálfsögð og crðlileg. Það, sem þarf er alhliða lækk- un dýrtíðarinnar og þó myndi það sýna sig, að íslenzka smjör- framleiðslan myndi vera full- komlega samkeppnisfær við er- lenda smjörframleiðslu, bæði hvað snertir verðlag og gæði, eins og lika var fyrir styrjöldina. Hrakmennskuskril Mbl. (Framhald af 1. síðu) þann rökstudda grun, að þann- ig hafi greinarhöfundarnir hugsað sjálfir, þegar þeir voru í stjórnarandstöðu, enda bentu þá ýms verk þeirra í þá átt. Þessi blaðaskrif sýna og ljós- lega, að sú stjórnmálaspilling, að stimpla alla andstæðinga sína fjandmenn þjóðarinnar, hefir náð tökum á sumum helztu forvígismönnum stærsta stjórnmálaflokksins í landinu. Þessi stjórnmálaspilling hefif verið kappsamlega stunduð af einræðisflokkum álfunnar, naz- istum og kommúnistum, enda getur hún ekki til annars leitt en einræðis og kúgunar, þar sem hún nær að festa rætur. Þessi sífelldu glæpabrigsl í garð stjórnarandstöðunnar verða þá fyrr eða síðar notuð til þving- unar- og ófrelsisráðstafana, enda þekkjast slíkar aðdrótt- anir hvergi meðal þeirra þjóða, þar sem lýðræðið er orðið fast í sessi. Menn deila þar að. vísu oft hart um málefni og stjórn- málaleiðtoga, en að ganga svo langt að beru andstæðingunum á brýn, að þeir vilji þjóð sinni allt hið versta, þekkist yfirleitt ekki. Sérstakar undantekning- ar í þessum efnum eru þó þeir menn, sem vitað er um, að eru í beinni hlýðnisafstöðu við er- lent stórveldi, eins og t. d. naz- istar í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Það er og augljóst mál, að þeir stjórnarflokkar, er telja sig þurfa að beita slíkum vopnum gegn andstæðingum sinum, hafa ekki kost góðrar máls- varna. Þess vegn^ verða þeir að grífTa til þessa örþrifabrigsla einræðisflokkanna. Það eitt mætti vera mönnum mikið al- vörumál. Það er því alveg sama frá hvaða sjðnarmiði er litið á þetta mál: Þessi skrif eru stjórn- málaspilling af versta tagi. Stærsti „hrak“- spádómurmu. Hvað er svo satt um þær hrakspár, sem stjórnarsinnar eru að bera á Tímann í þessu sambandi? Tíminn hefir nokk- uru sinnum skýrt frá frásögn- um erlendra blaða og erlendum fréttaskeytum um þetta mál, eins og yfirleitt öll önnur íslenzk blöð hafa gert og þá ekki sízt Mbl. Seinast skýrði Tíminn í desembermánuði síðástl. frá viðtali, er blöðin áttu við ís- lenzka sendiherrann í London, þar sem hann spáði verðlækkun á fiski i Bretlandi. Öll hin Reykjavíkurblöðin sögðu líka frá þessu. Samkvæmt þessum upplýsingum, sem engan veginn hafa verið spádómar Tímans, hefir hann hvatt til þess, að þjóðin yrði búin undir það að mæta þeim erfiðleikum, er verðlækkuninni myndi fylgja. Sem betur fer er þessi verð- lækkun enn ekki komin fram, kannske helzt vegna þess, að stríðið hefir dregizt meira á langinn, en forustumenn Banda- manna gerðu ráð fyrir í fyrra. En stríðinu mun ljúka og þá mun það sjást, hvort hér hefir verið um hrakspár að ræða. Þær upplýsingar og spár, sem Tíminn hefir birt í þessu sam- bandi, eru þó næsta lítilfjörleg- ar í samanburði við ummæli nú- verandi forsætisráðherra, Ólafs Thors, í áramótaboðskap hans 31. des. 1943. Þar segir orðrétt: „Um hið háa verðlag á höfuð- útflutningsvöru okkar, skal það eitt sagt, að það mun ekki standa deginum lengur eftir að Bretar og aðrar þjóðir að nýju hefja fiskveiðar að ófriðarlok- um. 'Og þá mun verðfallið fyrr en varir verða svo mikið, að óvíst er, hvort við fáum meira en y5 eða Vio hluta þess verðs, er við nú berum úr býtum.“ Hvað segir Mbl. um þennan spádóm í stjórnartíð Björns Þórðarsonar? Felast í þessum spádómi hrunvonir og óheilla- óskir stjórnarandstæðingsins? Eða er hér aðeins verið að búa þjóðina Undir það, sem koma muni, að vísu með fullsterku orðalagi? Sá, sem skrifaði forustugrein- ina í sunnudagsblað Mbl., má gerzt um þetta vita, því að hann er Ólafur sjálfur eða einhver handgengin málpípa hans. Er ástæða til gleðiláta? Það ber vissulega að fagna því, hve störf sendinefndarinn- ar hafa lánazt vel og hve góð- an skilning Bretar hafa enn sýnt í samningum við okkur. Hins vegar er það alveg ástæðu- laust fyrir stjórnarsinna að vera neitt sérstaklega státna. Störf sendinefndarinnar eru ekki þeirra verk. Þótt nefndin hafi fengið því áorkað, að verð sjáv- arafurðanna verður að mestu óbreytt, mun hagur útgerðar- innar.fara versnandi vegna að- gerða stjórnarinnar. Stjórninni tókst ekki að afstýra hækkun olíuverðsins. Kaupgjald hefir hækkað í mörgum verstöðvum. Skattai' hafa verið hækkaðir á útgerðinni. Veltugjaldið hindrar verðlækkun á útgerðarvörun- um. Framleiðslukostnaður út- gerðarinnar verður því mun meiri í ár en í fyrra og afkoman að sama skapi lakari. 1 Þó er hér ótalið það, sem al- varlegast er. Þrátt fyrir hið hag- stæða stríðsverð þarf að greiða 25—30 milj. kjr. úr ríky.ssjóði til dýrtíðarráðstafana, svo að framleiðslan stöðvist ekki alveg. Fé til þessara ráðstafana skrap- ar ríkisstjórnin saman með hinni gífurlegustu áfengissölu, sem hér hefir þekkzt, og ein- hverri mestu skattpíningu, er sögur herma. Kannske eru stjórnarsinnar, þrátt fyrir þetta, hreyknir af ástandinu? Kannske hefir Mbl. búizt við því, að Ólafur myndi ekki einu sinni geta hangið við völd þe/man tíma? En þjóðin er áreiðanlega ekki ánægð og ánægjan mun verða enn minni, þegar allar afleiðingar þessarar stjórnarstefnu koma í ljós. Búnaðarþing (Framhald af 1. síðu) Afleiðingin af því að þannig hefir verið snúizt við tillögum og gerðum Búnaðarþings í þessu máli, hlýtur að verða sú, að kostnaður við framleiðsluna hækkar í stað þess að hann hefði getað lækkað verulega, ef fordæmi Búnaðarþings hefði verið fylgt. í tilefni af því hvernig vikizt hefir verið að gerðum Búnaðar- þings að þessu leyti, þykir á- stæða til að lýsa því yfir, að Búnaðarþing endurtekur sam- þykkt síðasta Búnaðarþings um að ekki komi til mála að bænd- ur færi niður verð á afurðum sínum á nýjan leik, fyrr en til- svarandi lækkun hafi farið fram á launum og kaupgjaldi. Telur Búnaðarþing því sjálf- sagt, að verð á landbúnaðar- vörum verði ákveðið á þeim grundvelli, sem lagður er af sex- manna-nefndinni, og að vísjtala landbúnaðarvara vérði reiknuð út á sama hátt og undanfarið til verðákvörðunar varanna, enda þótt viðkomandi ákvæði um dýrtíðarráðstafanir yrðu þá úr gildi fallin. Með tilliti til þess viðhorfs, sem nú er í þessum málum, á- kveður Búnaðarþing að auka- Búnaðarþing komi saman á næsta sumri eigi síðar en í fyrrihluta september n* k.“ Ályktun þessi var samþykkt með 18:2 atkvæðum. Þeir, sem greiddu atkvæði á móti, voru Sveinn Jónsson á Egilstöðum og Kristján Karlsson á Hólum. í næstu blöðum Tímans verð- ur sagt frá öðrum ályktunum Búnaðarþings, sem ekki hefir áður verið sagt frá. Fylgízt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. fr—~GAMLA BÍÓ-. — ..—■, ENGINN ER ANN- ARS RRÓÐIR í LEIK (Somewhere I’II Find You) CLABK GABLE LANA TURNER Robert Sterling. Sýnd kl. 5, 7 og 9. • Bönnuð börnum innan 16 ára. .— nýja eíó»—. GÆÐINGIJRINN GÓÐI („My Friend Flicka") Mynd í eðlilegum litum,, gerð eftir sögu O’Hara, er birtist i styttri þýðingu í timaritinu Úr- var. — Aðalhlutverk: Roddy McDowall Rita Johnson Preston Forster. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I----------------------I BERNSKIJBREK OG ÆSKIJÞREK, hin vlnsæla ævisaga Wiiiston Churchills ; forsætisráðherra Breta, fæst nú aftur í góðu bandi. TJARNARBÍÓ SAGAN AF WASSEL LÆKM (The Story of Dr. Wassell) Cary Cooper, Laraine Day. Sýnd kl. 9. Bönnuð yngri en 14 ára. SILFURDROTTNIN GIN (The Silver Queen) Priscilla Lane, George Brent, Bruce Cabot. j Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð yngri en 12 ára. j Sala hefst kl. 11 Ú R B Æ N U M Samkóma. Framsóknarfélögin héldu skemmti- samkomu sl. föstudagskvöld í Sýn- ingaskálanum, er hófst á hinni vin- sælu Framsóknarvist. Meðal skemmti- atriða var það, að Kjartan Ó Bjarna- son sýndi Ijómandi fallegar kvikmynd- ir, en Pálmi Hannesson útBkýrði þær. Mátti segja, að sýning sú • öll væri „andlaxn^sska”, þar sem sýnt var margt það fegursta og sérkennilegasta úr sveitum landsins, og frá Þórsmörk. Sýningaskálinn var þéttskipaður og varð að neita fjölda manns um að- gang. Skemmtunin var öll hin á- nægjulegasta. Ekki er ennþá víst, hvort hús fæst fyrir eina Framsóknarskemmtun enn á vetrinum. En ef það fsést, verður þess getið hér í bæjarfréttunum, en sennilega ekki annars staðar. Málverkasýning Örlygs Sigurðssonar, sonar igurð- ar Guðmundssonar skólameistara, var opnuð í Hótel Heklu síðastl. laugar- dag. Hafa þegar skoða^ sýninguna mörg hundruð manns og. myndirnar flestar seldar. Alls eru á sýningunni 40 málverk og milli 10” og 20 teikn- ingar. Örlygur dvelur nú í Ameríku við listnám og sendi hann myndirnar hingað að vestan. Sýningin verður opin 'alla þessa viku. Sölvi Blöndal hagfræðingur er nýkominn heim frá Svíþjóð. Hann lauk þar hagfræði- prófi fyrir nokkru, 'en vann að, því seinustu mánúði að kýnna sér fyrir- ætlanir Svía um ráðstafanir á sviði atvinnu- og framleiðslumála að styrj- öldinni lokinni. Skipulagsnefndin í atvinnumálum hafði fengið hann til þess starfs. Flokkaglíma, sem Glímuráð Reykjavíkur efndi til, fór fram siðastl. laugardagskvöld. Úr- slit urðu þau, að í þyngsta flokkf sigraði Guðm. Ágústsson glímukong- ur, hlaut 3 vinninga. í næstþyngsta flokki vann Steinar Guðmundsson, einnig úr Ármanni, hlaut 5 vinninga. í næstléttasta flokki vann Sig. Hall- björnsson úr Ármanni, hlaut 7 vinn- inga og í léttasta flokki varð Stein- grímur Jóhannesson úr Í.R. hlutskarp- astur, hlaut 5 vinninga. Þetta er fjöl- mennasta kappglima, sem lengi hefir verið háð hér. Umferðaslys varð á Kópavogshálsi síðastl. föstu- dag. Vildi það þannig til: Þrjár fisk- flutningabifreiðar óku hver á eftir annarri og lenti fyjsta bifreiðin, G 302, út af veginum og valt tvær veltur áður en hún stöðvaðist. Bifreiðin, sem næst kom, G 71, var þá stöðvuð og rakst þá þriðja bifreiðin, G 180, aftan á Vörupall G 71 með þeim afleið- ingum, að húsið lagðist saman og meiddust tveir menn, sem 1 bifreið- inni voru, mikið. Viðgerðaverkstæðið Sylgja hefir komið á stofn brýnsluvark- stæði fyrir alls konar sagarblöð. Hefir fyrirtækið fengið sérfróðann mann til að annast vélarnar, en þær eru mjög vandvirkar og nákvæmar. Eigandi verkstæðisins er Baldvin Jónsson. Hef- ir hann áður annazt viðgerðir ýmissa smávéla, svo sem skrifstofuvéla. sauma véla og bókbandsvéla. Happdrætti Norrænu hallarinnar. Norrænafélagið hefír eins og áðúr er sagt frá i blaðinu, efnt til happ- drættis til ágóða fyrir byggingarsjóð hinnar fyrirhuguðu norrænu hallar við Þingvaliavatn. Eru vinningarnir ársdvöl við háskóla á Norðurlöndum og ferð fyrir tvo til allra höfuðborga Norðurlanda Happdrættismiðarnir fást í mörgum verzlunum og einnig í skrifstofu Tímans. Hitaveituspjöll. Nýlega var brotizt inn í skiftistöð hitaveitunnar í Öskjuhlíð og unnin þar skemmdarverk. Var eyðilagður ör- yggissíml, sem liggur upp að Reykjum og gefur til kynna, þegar geymarnir fyllast. Einnig voru brotnar rúður í skúr þar skammt frá. Vegsummerki sýndu, að þarna hefir útlendingur verið á ferðinni í fylgd með íslenzk- um kvenmanni. Fjársöfnun skíðadagsráffs gekk vel. Alls hafa safnazt á skíða- deginum yfir 31 þús. krónur fyrir merkjasölu. en þó eru tvö þús. kr. af upphæðinni gjafir. Verður þessari fjár hæð varið til að styrkja fátæk börn til skíðaiðkana. Affalfundur U. M. F. Reykjavíkur var haldinn síðastl. föstudag. For- ‘maður félagsins, Stefán Runólfsson frá Hólmi, gaf skýrslu um störf þess á liðnu starfsári. Um sextíu manns hafa æft íþróttir á vegum félag6ins á seinasta ári og efnt hefir verið til stórfellds happdrættis í því skyni að afla fjár til byggingar væntanlegs fé- lagsheimilis. Stjórn félagsins skipa: Stefán Run- ólfsson frá Hólmi (endurkosinn), Helgi Sæmundsson (endurkosinn), Kristín Jónsdóttir (endurkosin), Daníel Ein- arsson og Grímur Norðdahl. Ný götunöfn. Þessum götum og torgum á Mel- unum hafa verlð gefin nöfn. Gatan suður af Elliheimilinu horn- rétt á Hringbraut heitir Furumelur. Gatan sunnan Grenimels og samhliða heitir Hagamelur. Gatan austan Furu- mels milli Víðimels og Hagamels heitir Espimelur. Gatan austan Espimels og samhliða heitir Birkimelur og liggur frá Hringbraut til suðvestúrs meðfram torgi að austan er nefnist Melatorg og endar_að sunnan í torgi, er gefið hefir verið nafnið Hagatorg. Þá hefir gata, sem liggur milli Lindargötu og Sölvhólsgötu verið nefnd Skuggasund. Sendiherrarnír . . . (Framhald af 1. síðu) varðandi stríðsyfirlýsingarmál- ið og þjóðin ekki að þarflausu leynd því, sem gerzt hefir, þótt einhverjum myrkramönnum kunni að vera það óhagkvæmt. Það myndi kveða niður óþarfan grun og kviksagnir, enda á þjóð- in rétt á að fá fulla vitneskju um annað eins stórmál og þetta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.