Tíminn - 20.03.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.03.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudagiim 20. marz 1945 22. blað Í»i'i<ðjj((íí*f/Hr 20. marz i a ~w> Á víðavangi ERLENT YFIRLITs Oíbeidi „rauðu íasístanna“ Pílatusarcðli ijár- málaráðherrans Pontíus Pílatus er þekktasti fulltrúi þeirrar manntegundar, sem leiðist oft til misjafnra verka gegn betri vitund. Hann virðist engan veginn hafa verið vondur maður, þvert á móti virðist hann hafa haft löngun til að vera sannsýnn og réttlát- ur. En hann brast manndóm til að fylgja sannfæringu sinni. Þess vegna varpaði hann af sér ábyrgðinni, þvoði hendur sínar og lýsti sig saklausan af því níðingsverki, sem hann hafði þó fullt vald til að afstýra. Núverandi fjármálaráðherra íslendinga virðist á ýmsan hátt svipa til Pílatusar. Hann hefir vafalaust allgóðan skilning. á þvi, hvað sé rétt, og einnig löng- un til þess að gera rétt. En hann hefir ekki þrek að sama skapi til að hlýðá þessi köllun skynsemi sinnar og sómatilfiningar, og bugast því fyrir kunningsskapn- um og umgengninni við sér lak- ari menn. Þess vegna hefir það orðið hið einkennilega hlut- skipti hans að*verða fjármála- ráðherra mestu eyðslu- og skattkúgunarstjórnar á íslandi, þótt hann hafi áður manna á- kveðnast prédikað sparnað- hjá ríkinu og skattalækkun. Það er líka sammerkt hjá honum og Pílatusi, að hann finnur til þess, að. hann er hér á rangri braut, og vill þá reyna að þvo hendur sínar í augum fólksins. Hvað eftir annað reis hann á fætur í þinginu, þegar stjórnarandstæðingar voru að gagnrýna ríkjandi fjármála- stefnu, og lýsti yfir því, að þetta væri ekki sín stefna né stefna ríkisstjórnarinnar. Þetta væri stefna fyrirrennaranna! Jafn- framt tók hann svo undir með stjórnarandstæðingum um það, að stefnubreyting í fjármálun- um væri óhjákvæmileg. Seinast gerði hann þetta í þihginu 28. febr. siðastl., þegar Eysteinn Jónsson hafði lýst því rækilega, hvert ríkjandi fjár- málastefna myndi leiða. Sam- kvæmt frásögn Mbl. (3. marz) fórust ráðherranum þá orð á þessa leið: — „Ég undirstrika enn, að breyta verður um stefnu i fjármálunum. Mér er það Ijóst, að á því hvernig tekst að breyta um stefnu í þessum málum, velt- ur mjög, hvort núverandi rík- isstjórn tekst að ná því marki, sem hún stefnir að“ (þ. e. nýsköpunin). Enn sagði Pétur við sama tækifæri, samkv. Mbl.: „Ég tel óhugsandi að halda áfram á sömu braut og farin hefir verið að undanförnu Hins vegar er ég ekki við þvi búinn að svara því, hvaða leiðir beri að fara til þess að komast út úr ógöngunum". Slíkur er PUatusarþvottur fjármálaráðherrans. Hann játar hreinlega að hafa sezt í stjórnarstólinn og sitji enn í honum til áð framkvæma stjórnarstefnu, sem sé fordæm- anleg, en hyggst samt að afsaka sig með því, að þetta sé ekki „sín stefna“, enda viti hann blátt áfram ekki „hvaða leið beri að fara út úr ógöngun- um“! Allir aðrir en þeir, sem eru haldnir Pílatusareðlinu, myndu undir slíkum kringumstæð- um hafa talið það skyldu sína að segja af sér. Samkvæmt öllum sæmilegum stjórnarfars- legum venjum, er það skylda ráðherra að fara frá, þegar fylgt er stefnu, sem hann er andvígur, og hann getur ekki heldur bentöá aðra stefnu til úrlausnar. En Pílatusareðli Péturs aftr- ar honum frá að gera þetta. Hann telur nóg að þvo hendur sínar og kenna öðrum um það, serti hann á þó fyrst og fremst að bera ábyrgð á. Þess vegna styður hann ekki einu sinni að því, að stefnubreytingin geti orðið sem fyrst. Hann hjálpaði til að fella þá tillögu Framsókn- Stéttir rægðar saman. Blöð kommúnista og íhalds- manna hafa jafnan alið á því, að dýrtíðargreiðslurnar, sem greiddar eru úr ríkissjóði, séu styrkur til bænda. Blöðin vita þó vel, að þetta eru ósannindi, því að bændur fá ekki einum eyri meira vegna þessara greiðslna en þeir annars myndi fá. Ef greiðslurnar féllu niður, myndi. útsöluverð varanna hækka og bændur þannig fá .sama verð eftir sem áður. Hins vegar myndi þá vísitalan og síðan kaupgjaldið stórhækka og byrðarnar á atvinnuvegunum þannig verða þeim um megn. Þessar greiðslur erú því raun- verulega framlag til alls at- vinnurekstrar landsmanna, er landbúnaðurinn nýtur sízt meira af en aðrir atvinnu- vegir. Það er augljós tilgangur þess- ara blekkinga hjá íhaldsmönn- um og kommúnistum, að ó- frægja landbúnaðinn í augum bæjarbúa og valda sundurlyndi milli þeirra og bænda. Alveg sérstaklega er það tiketlunin, að viðhalda sundurlyndi milli bænda og sjávarútvegsmanna, en samstarf þessara stétta ótt- ast kommúnistar og stórgróða- valdið meira en nokkuð annað. Gott sýnishorn um þetta er í Keflavíkurbréfi, sem birtist í Mbl. 15. þ. m. Þar segir m. a.: „Þær 20—30 miljónir, sem greiða þarf í verðuppbætur á þessu ári, hefðu getað orðið til þess að gera 400 til 600 ein- staklingum kleift að eignast báta og veita 6000 til 9000 mönnum vinnu og þjóðarbú- inu tugi miljóna í auknar tekjur“. Hér er talað um dýrtíðar- greiðslurnar eins og verðupp- bætur, enda þótt þær bæti ekki verðið, sem bændur fá, hið minnsta, og síðan er lagt út af því, hve mikið mætti fá fyrir þetta fé, ef því væri veitt til sjávarútvegsins, enda þótt dýr- tíðargreiðslurnar séu ekki síður. greiddar vegna hans en annara atvinnuvega. Augljósari getur sá tilgangur ekki verið að skapa andúð sjáv- arútvegsmanna gegn landbún- aðinum og láta þá halda, að landbúnaðurinn sé þröskuldur í vegi framfara hjá sjávarút- veginum. Þessi viðleitni til að rægja sundur atvinnuvegi og atvinnu- stéttir, sem eiga að standa sam- an, er bæði andstyggilegur og skaðlegur. Skaðsemi hans er sú, að hann getur hindrað og tafið nauðsynlegt samstarf þessara stétta, þar til það er orðið um seinan. Kommúnistar og bankavextirnir. Þjóðviljinn birtir nýlega for- ustugrein um bankavexti, þar sem hann telur þá vera snöru á sjávarútveginn, er hindri efl- ingu hans og nýsköpun. Jafn- framt óskapast blaðið yfir því, að engu sé hægt að breyta í þessum efnum vegna Fram- sóknarvaldsins! í tilefni af þessu, skal bent ‘á, að stjórnarliðið hefir meira- hluta bæði í bankaráði Lands- s\rmanna, að þing kæmi saman í vor og þessi mál yrðu þar ráðin til lykta. Sjaldan hafði þjóðinni verið það meiri þörf en nú að hafa þrekmikla menn^við stjórnar- forustu, ef komast ætti hjá því að brjóta ekki þjóðarskútúna á þeim skerjum fjárhagslegra örðugleika, sem framundan eru. Horfurnar eru því vissulega meira en lítið glæsilegar, þegar það er til viðbótar öllu öðru, að í forsætisráðherrasætinu situr andlegur ættingi Péturs Gauts, fj ármálaráðherranm lætur sér nægja að þvo hendur sínar að hætti Pílatusar, og kommúnist- arnir eru því hinir raunverulegu skipherrar á stjórnarfleyinu. Hvað hefir sjávarút- vegurínn fengíð?^ Þegar núv. stjórn kom til valda, var því ekki sízt haldið fram af fylgismönnum hennar, að hún myndi sérstaklega hlynna að sjávarútveginum. Hér eftir yrði ekki eytt óþarf- lega miklu fjármagni í landbún- aðinn og aðra slíka ráðleysu, gins og Framsóknarmenn hefðu gert, heldur yrði efling og ný- sköpun útvegsins stærsta við- fangsefnið. Með þessum söng átti að blekkja útvegsmenn og fiski- menn til fylgis. Með þessu átti líka að skapa aukinn klofning milli þeirra og bænda, því að gkkert óttast kommúnistar meira en að þessar stéttir, sem raunverulega eiga samleið, taki höndum saman. Fyrir þá, sem sáu hins vegar ekki þennan tilgang, heldur trúðu „plötunni", er nú ástæða til að staldra við eftir fyrsta binghald stjórnarinnar og sjá hvernig þetta loforð hefir verið efnt. Niðurstaða slíkrar athugunar verður í stuttu máli þessi: Engu framfara- eða nýsköp- unarmáli sjávarútvegsins var hrundið fram á seinasta þingi, þegar undan eru skilin kaup Svíþjóðarbátanna, sem Vil- hjálmur Þór hafði komið fram, og sú leiðrétting á útsvars- kjörum smáútvegsmanna, er Eysteinn Jónsson beitti sér fyrir. Öllum öðrum framfara- málum útvegsins, sem ymprað var á, eins og t. d. eflingu Fiski- málasjóðs, sem Framsóknar- menn lögðu áherzlu á í stjórn- arviðræðunum, var stungið undir stól. Hins vegar voru skattar stórhækkaðir á útgerð- inni, (t. d. tekjuskattsviðauk- inn)og í stað þess að knýja fram verðlækkun á útgerðarvörum með lækkun álagningar, var komið í veg fyrir slíka verð- lækkun með veltuskattinum ill- ræmda. Þetta er þó aðeins það við- horf, sem snertir þingmálin. Ut- anþingsmálin tala ekki síður á sömu leið: Olíuverðið hefir stórhækkað. Verðhækkunin, sem Vilhjálmur Þór afstýrði 1943, er skollin á. Ólíklegt er ekki, að henni hefði mátt afstýra áfram, ef notið hefði við lægni og festu manns eins og Vilhjálms Þór. Kaup landverkafólks hefir hækkað verulega í mörgum ver- stöðvum og þannig hefir verið rýrður hlutur útvegsmanna og sjómanna. . Fiskflutningarnir voru í fyrstu í verulegu ólagi, enda ekkert gert til þess af hálfu stjórnarinnar að fá leigð brezk eða færeysk skip fyrr en Fram- sóknarmenn hófu ádeilur út af því á Alþingi. Vegna þess, hve þetta var dregið, urðu færeysku samningarnir óhagstæðari en ella, því að Færeyingar sáu, að við gátum ekki án skipa þeirra verið, og létu okkur því einnig taka á leigu mörg lítil skip, er engin þörf var fyrir. Þannig er í stuttu *máli fer- ill stjórnarinnar í sjávarútvegs- rnálunum. Hitt er svo hlægilegt, að stjórnin skuli ætla að reyna að breiða yfir þetta með þvi að eigna sér árangurinn af samn- ingum sendinefndarinnar, er fór til Bretlands, þar sem stjórnin kom yfirleitt ekki nærri þeim málum. Það skal þó viðurkennt, að stjórnin gerði það rétt að hafa engan • kom- múnista í nefndinni, því að eftir öll níðskrifin í Þjóðviljan- um hefði það vitanlega verkað eins og að veifa rauðri dulu framan í Breta. Af þessum íyrsta ferli stjórn- arinnar ættu útvegsmenn að geta lært, að öll faguryrði hennar mm að vinna að bættum hag og - eflingu útgerðarinnar, hefir verið glamur eitt. Það ætti ekki að blekkja þá lengur né gera þá fráhverfa samvinnu við aðra framleiðendur lands- ins. Það mun líka sannast, að án öflugra samtaka allra fram- leiðenda og þeirra, sem málefni þeirra styðja, verður framleiðsl- unni ekki bjargað frá þvl hruni, sem yfirvofandi er. bankans og Útvegsbankans og kommúnistum ætti því að vera í lófa lagið að knýja banka- vaxtastefnu sína fram, ef þeir meintu nokkuð annað með henni en að gylla sig í augum útvegsmanna og annarra þeirra, sem kunna að þurfa lán til starfrækslu sinnar eða nýrra framkvæmda. Fyrsta „nýsköpunin“. Þeir, sem hafa komið í forsali Alþingishússins seinustu daga, hafa séð þar milll 10—20 ný- tízkuskrifborð. Sagt er að þau hafi verið smíðuð að tilhlutun nýbyggingarráðs og eigi að vera í skrifstofum þeim, sem ráðið er í þann veginn að fá, í einu af stórhýsum bæjarins. Má vel af þessu álykta, að mikið muni .verða um skriffinnsku hjá ráð- inu. Hitt er svo eftir að sjá, hvort nýsköpun þess verður nokkurn- tíma meiri en skrifborðin og skriffinskan! Mbl. syrgir 17. greinina. Fátt hefir farið meira í taug- arnar á ritstjórum Mbl. um langt skeið en sú ákvörðun Búnaðarþings að mæla með afnámi 17. greinar jarðræktar- laganna, jafnframt og undirbú- in séu ný fyrirmæli til að koma í veg fyrir óeðlilega verðhækkun jarða. Ef blaðið hefði verið sam- kvæmt fyrri afstöðu sinni í málinu, hefði það átt að fagna þessum málalyktum. En gagn- stætt því rekur það upp tryll- ingslegt reiðiöskur og viðhefir hin Ijótasta munnsöfnuð um Búnaðarþing. Þeir, sem vitað hafa um raunverulega afstöðu blaðsins, undrast þetta ekki. Afnám 17. greinarinnar var ekkert á- hugamál þess, vegna landbún- aðarins. Ákvæði þetta hafði sýnt, að það var alveg áhrifa- laust og skipti því bændur engu máli. En Mbl. hafði gert þetta að áróðursmáli miklu og hafði getað blekkt alveg furð- anlega með því. Nú er þetta ekki hægt lengur. Engum er því eins mikil eftirsjá að 17. greininni og Mbl. Vonska þess nú, þegar greinin verður af- numin, er því næsta skiljanleg. (Framhald á 7. síöu) Þegar deilurnar rlsu hæst um Grikklandsmálin í vetur, fóru brezku verkalýðssamtökin þess á leit, að sendinefnd frá þeim fengi að fara til Grikklands til að kynnast öllum málavöxtum af sjón og heyrn. Þetta leyfi var veitt og dvaldi nefndin nokkra daga í Grikklandi í janúar síð- astliðnum. Áttu sæti í nefndinni fimm kunnir vðrkalýðsleiðtogar og höfðu sumir þeirra, t. d. J. Benstead, ritari Sambands járn- brautarverkamanna.gagnrýnt af stöðu brezku stjórnarinnar. Þekktastur þessara manna var Walter Citrine, ritari brezka Alþýðusambandsins. Þegar nefndin kom heim aft- ur, skilaði hún greinargerð um þær niðurstöður, er hún taldi sig hafa fengið með Grikklands- ferðinni. Álit þetta vakti geysi- mikla athygli, og átti mikinn þátt í, að ómerkja þá gagnrýn, sem brezka stjórnin hafði áður sætt. Nokkur aðalatriði greinar- gerðarinnar voru þessi: - Meðal brezku hermannanna í Grikklandi, jafnt óbreyttra her- manna sem liðsforingja, ríkti fulkomin undrun og gremja yfir þeirri gagnrýni, er stjórnin hafði sætt fyrir afskipti sín af Grikk- landsmálunum. Hermennirnir voru sannfærðir um, að um skipulagða uppreisn var að ræða og merktu það m. a. á því, að þegar þeir voru að elta hinar flýjandi hersveitir Þjóðverja, þá mættu þeir 'hejsyeitum Elas- manna, sem voru að streyma til Aþenu í stað þess að hjálpa Bretum til að elta Þjóðverja uppi. Brezku hermennirnir voru einnig sannfærðir um, að komið hefði til stórfelldustu blóðsút- hellinga í Grikklandi, ef Bretar hefðu ekki skorizt í leikinn, og væri það nokkuð, er ásaka mætti stjórnina fyrir, væri það helzt það, að hún hefði ekki fyrir- skipað hernum að hefjast handa miklu fyrr. — Þessar skoðanir hermannanna voru yfirleitt samhljóða skoðun þeirra Grikkja, er nefndin ræddi við, og meðal þeirra bar talsvert á ótta við það, að Bretar myndu flytja her sinn frá Grikklandi, og láta Grikkjum einum eftir að.útkljá mál sín. Afleiðing þess myndi tæpast verða önnur en borgarastyrjöld. í upphafi var E. A. M. sam- steypa allmargra flokka, en kommúnistar eða „rauðu fas- ístarnir", sem nefndin kallar þá stundum, komu fljótlega ár sinni þannig fyrir borð, að þeir urðu þar mestu ráðandi. Yfirráð þeirra í E. A. M. máttu heita al- ger, þegar borgarastyrjöldin hófst í desemberbyrjun, og sér- staklega voru skærusveitir hreyf ingarinnar, E. L. A. S., undir fullri yfirstjórn „rauðu fasist- anna“. Ýms samtök og einstak- lingar, sem höfðu tilheyrt E. A. M.-hreyfingunni, þorðu ekki að segja skilið við hana af ótta við hefndarráðstafanir. í röðum Elasmanna var margt verstu glæpamanna. Einkum var leynilögregludeildin O.P.L.A., ill- ræmd. Hún lét myrða antistæð- inga E. L. A. S.-manna hópum saman, m .a. ýmsa af forvíg- ismönnum verkalýðssamtak- anna. Brezka sendinefndin skoð- aði á einum stað lík 250 manna, er O.P.L.A. háfði látið myrða. Nefndin aflaði sér margvíslegra sannana fyrir því, að bersýni- . lega hafði verlð um skipulögð hópmorð að ræða. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, sem fyrir lágu, höfðú ekki færri en 10 þús. manns verið myrtir með þessum hætti. Þá átti nefndin þess kost, að ræða við nokkra gisla, er E.L.A. S.-menn höfðu nýlega sleppt, og var útlit þeirrá hið hörmu- legasta. Telur nefndin það alveg efalaust, að meðferð gislanna hafi verið hin hroðalegasta. í sérstöku blaðaviðtali, er Walter Citrine átti eftir heim- komuna, skýrði hann frá því, að brezku hermennirnir í Grikk- landi hefðu sagt sér, að E.L.A.S- menn hefðu verið langsamlga ófyrirleitnustu og óheiðarleg- ustu andstæðingar. sem þeir hefðu mætt, og mætti telja Þjóðverjana heiðursmenn (gent lemenn) í samanburði við þá. Citrine tók það jafnframt fram, að þegar öll saga þessara at- burða yrði skráð, myndi brezka þjóðin verða stolt af framkomu hermanna sinna í Grikklandi undir hinum sérstaklega erfiðu kringumstæðum. Svipuð ummæli eru líka viðhöfð í nefndarálitinu. Nefndarálitinu lýkur með lýs- ingu á hinum erfiðu kjörum Grikkja um þessar mundir, er m. a. stuðli að því, að skapa ó- (Framhald á 7. síðu) í Skutli 8. þ. m. birtist greln, er nefn- ist: Tvær- greinar á sama stofni. Þar segir, aS verkalýSshreyfingin og sam- vinnuhreyfingin vinni að sama marki' að bæta kjBr fjölmennustu stéttanna. ljósast merki um. Markmið hans er að verulegu leyti það, að láta ríkið ræna þeim gróða, er kaupfélögin hafa skilað félagsmönnum sínum. * * * Um samvinnuhreyfinguna segir svo: „Ein er sú stefna, sem mjög beinist að Tíku marki og verka- lýðshreyfingin. Það er samvinnu- stefnan. Hún vinnur fyrst og fremst að því að bæta efnahag almennings með hagkvæmu verzl- unarskipulagi. Þá hefir hún einn- ig gefið hina beztu raun í fram- leiðslustarfinu bæði á sviði iðn- aðar, útgerðar og landbúnaðar. „Á seinni árum hafa íslenzkir verkamenn víðast hvar komið auga á þá staðreynd, að það er ekki nægilegt, að fá hækkað kaup og styttan vinnudag. Fyrir því þurfti líka að sjá, að ekki væri hægt að féfletta verkalýðsstéttina með, freklegu okri á lífsnauðsynj- um hennar. Og eina leiðin til þess er sú, að verkafólkið fylki sér und- ir merki samvinnustefnunnar í verzlunarmálum. Þar fæst það fulltryggt, að varan, sem vér kaupum, kostar að síðustu ná- kvæmlega það, sem hún þarf að kosta, og meira ekki. Sé hún of hátt verðlögð, fáum vér afganginn sjálfir sem ágóðahlut. — Þannig hlýtur hver sitt og skrattinn ekk- ert, eins og í máltækinu segir.“ Hér er vissulega rétt frá sagt, enda hafa ísfirzkir verkalýðsleiðtogar líka sýnt þetta í verki. Þeir hafa komið á fót myndarlegu kaupfélagi, er hefir stórbætt verzlunina og veitt mikinn stuðníng til að auka útgerð bæjar- manna. Því miður virðast hins vegar ráðandi menn verkalýðsflokkanna á Alþingi ekki vera þessarar skoðunar, eins og hinn illræmdi veltuskattur er í Einherja 22. f. m. eru dýrtíðar- og kaupgjaldsmálin gerð að umtalsefni. Þar segir meðal annars: „Hvað gagnar okkur að hækka krónutöluna á vinnu og vöru inn- anlands? Verðmæti krónunnar minnkar að sama skapi og öng- þveitið vex, svo að erflðara er að snúa við. Kaup verkamannsins hækkar ekki, þótt dagkaupið verði greitt með nokkrum fleiri krón- um. Og dagkaupið lækkar ekki, þótt það yrði greitt með nokkrum færri krónum, ef kaupmáttur krónunnar vex að sama skapi. En þetta er það, sem Framsóknar- flokkurinn hefir viljað berjast fyr- ir, að fá alla flokka til þess að skilja og sameinast -iun, og von- andi er, að þjóðinni og flokkunum skiljist nauðsyn þess, að samein- ast um slíka stefnu. — Óvinir Framsóknarflokksins eru að reyna að hamra því inn hjá verkamönn- um, að Framsóknarflokkurinn berjist með þessu fyrir fyrir kaup- lækkun verkalýðsins. Slíkt eru hin- ar mestu blekkingar. Kaupið lækkar ekki — eins og fyrr segir — ef verkamaðurinn getur fengið sama verðmætl fyrir dagkaup sitt og áður, þótt krónurnar yrðu færri í dagkaupinu. Eftir því, sem á- kveðið vinnumagn og vörumagn kostar fleiri krónur, vex dýrtíðin iheð þjóðinnl. Við það verður hún ekki fær um að keppa við aðrar þjóðir. Af því leiðlr aftur atvinnu- leysi og hörmungar, öllum til ó- farnaöar, og fyrst og fremst verka- lýðnum. Þótt ki-ónunum fjölgaði við það í dagkaupinu yrðl árs- kaupið færri krónur ( og þar á ofan verðminni). Mál málanna er því að snúa þegar við gegn dýr- tíðinni, hindra verðbólguna. en láta hana ekki vaxa eins og raun hefir á orðið. Látum ekki sér- hyggju flokkanna villa oss svo sýn, að vér verjumst ekki versta óvini allra stétta, dýrtíðinni." Þess er vissulega ekki vanþörf, að sú skoðun, sem hér kemur fram, sé skýrð fyrir almenníngi, þvi- að öng- þveitið í dýrtíðarmálunum stafar ekki sízt af því, að þeim, sem vilja koma á hruni og upplausn, hefir tekist að innræti fólkl trúna á mörgu, verð- litlu krónunnar. Það, sem launþeg- arnir þurfa að hugsa um, er kaup- máttur launanna, en ekki krónufjöldi, og þegar þeir hafa öðlast þá skoðun, munu dýrtíðarmálin fljótt verða við- ráðanleg. * * * í Visi 17. þ. m. segir svo 1 grein tun veitingu flugmálaráðunautsembættis- ins: / „Það er ekki ósennilegt, að þetta sé bara byrjunin á því, að komm- únistum sé troðið inn í ýms emb- ætti, sem þeir hafa hvorki hæfi- leika né annað til að geta rækt sem skyldi. Veit almannarómur þegar um ýmis embætti, sem elga að vera ætluð gæðingum komm- únista á næstunni. Sumir telja, að gera eigi einn bæjarfulltrú- anna hér í Reykjavík að skóla- meistara á Akureyri, þó eigi þann, sem frægastur hefir orðið fyrir viðskipti sín við skólanemendur norður þar, svo sem landfrægt var á sínum tíma.“ Það er ekkl nema eftir öðru, að gera Sigfús Sigurhjartarson að skólamelst- ara á Akureyri. Kommúnlstar munu vissulega gera sitt ýtrasta til að gera skólana að áróðurshreiðrum fyrir sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.