Tíminn - 20.03.1945, Blaðsíða 5
22. Iilað
MO
RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR
GABRIELLE BRUN:
HV AÐ ER ÁST?
(Franskur sálfræðingur gefur hér svar við þeirri spurningu,
sem hefir oft valdið mönnum heilabrota á liðnum öldum).
Orðið ást er eitt þeirra orða,
sem fegurst þykir og mest er
notað í hverju tungumáli. Ástin
hefir löngum verið" vinsælasta
viðfangsefnið I skáldsögum,
ljóðum, söngvum og leikritum.
Samt held ég því fram, að
vart sé til það orð, sem meira
er misnotað í heimi vorum.
Orðin „ég elska þig“ láta vel í
eyrum. Þau eru jafnvel dásam-
leg, þótt þau túlki aðeins ljúfa
stíundarhrifning, en ekki tilfinn-
ingar, sem eiga að endast ævi-
langt. Þau eru töfrum þrungin,
þessi orð, og fjarri fer því, að
ég ásaki þá, sem tala um ást
sína til þess að auka á „róman-
tík“ líðandi stundar. En það,
sem ég vil hér leggja áherzlu
á, er, að menn misnoti ekki orð-
ið „ást“, því að slíkt er sjálfs-
blekking.
Piltur og stúlka hittast á
björtum vordegi, í silfruðu skini
mánans á heiðu haustkvöldi eða
í danssölum, þar sem loftið titr-
ar af tryllandi tónum hljóðfær-
anna, í stuttu máli, náttúran
sjálf hefir ásamt mönnunum
gert sitt ýtrasta til þess að gefa
mótinu töfrablæ. Er þá nokkuð
líklegra en það, að þau láti hríf-
ast hvort af öðru? Þau hvíslast
á ástarorðum, orðum, sem hafa
túlkað sömu tilfinningar frá ó-
munatíð. Þau gefa sig á vald til-
finningum sínum og svífa upp í
„sjöunda himin“. En er sú hrifn-
ing, sem fer um okkur við kossa
og blíðuhót, sönn ást? Ef við
skoðum huga okkar samvizku-
samlega með augum hins þrosk-
aða manns gefum við þessari
hrifningu nafn, sem að vísu er
þurrara og kaldranalegra en
hitt. Við gefum henni nafnið:
holdleg hrifning eða holdleg
„ást“.
Þessi holdlega „ást“ er fögur
tilfinning, Voldug og áfeng.
Margir vilja ekki viðurkenna
tilveru hennar, aðrir gera of
mikið úr henni. En hún er samt
einn veigamesti þáttur ástar-
innar, en þó ekki ástin öll.
Væntumþykja er annar mik-
ilvægur þáttur ástarinnar.
Ástríðufull stúlka getur fengið
holdlega „ást“ á fleirum en ein-
um manni í einu eða a. m. k.
með stuttu millibili. En það tek-
ur lengri tíma að vekja vænt-
umþykju hennar. Sú tilfinning
hver£»ir ekki, þótt hún missi
sjónar á manninum og ekki
heldur, þótt hún dvelji með hon-
um langdvölum. Ekki er hægt
að bera slíkan hug til margra
manna, því að i návist þess
manns, sem hann á, verður
stúlkan á óskiljanlegan hátt
betri og hamingjusamari en áð-
ur. — Það kann nú að virðast
undarlegt að nefna blákalda
skynsemina í sambandi við ást-
ina. En reyna ekki menn og kon-
ur að velja sér maka með að-
stoð skynseminnar? Ég tel hana
þriðja þátt ástarinnar, og ekki
þann veigaminnsta. Sé skynsem-
in bergmál hinna þáttanna
tveggja er þrenningin fullkom-
in. — Til eru þúsundir staðhæf-
inga um það, hvað ástin sé eða
ætti að vera. Sín er skoðunin
í landi hverju og á hverri öld.
En ég get aðeins komið með þá
staðhæfingu, er ég hefi sjálf
orðað. Hún er byggð á reynslu
minni sem sálfræðings, er hefir
þekkt ástfangið fólk svo tugum
skiptir og talað við marga, er
hafa orðið að þola þjáningar
vegna ástarinnar. Ég hefi líka
talað við margt fólk, sem hélt
sig vera ástfangið, enda þótt það
væri það ekki að mínum dómi.
Ég held því fast fram, að sönn
ást hljóti að hræra bæði hjarta,
skynsemi og tilfinningu hvers
manns. Geri hún það ekki, ætti
hún að nefnast öðru nafni.
Eitt höfuðviðfangsefni þess
sálfræðings, er kannar hugi ást-
fanginna, er að finna samband
milli flókinna tilfinninga
þeirra og hvata. Margt fólk
þjáist af alls konar sjúkdómum
og óheilindum, sem eiga þegar
öllu er á botninn hvolft rót sína
að rekja til ástalífs þess, sem er
þá öðru vísu en skyldi. Það gerir
þá ýmist að ofmeta eða vanmeta
maka sinn og túlkar hvorki til-
finningar sínar né hans á rétt-
an hátt.
Skýr hugsun er nauðsynleg
þeim, er vill þekkja huga sinn,
þótt hún reynist oft erfið við-
fangs. Lífíð mundi óneitanlega
auðveldara, ef menn vildu líta
hlutina í réttu ljósi.
Margt ástar-vandamálið væri
mun einfaldara, ef unga stúlk-
an hugsaði með sér: „Mér þykir
gaman að vera með Páli vegna
þess, að hann slær mér gull-
hamra, er láta vel í eyrum“ eða
„Ég þekki Pétur mjög lítið, en
návist hans heillar mig.“ Aftur
á móti þarf hún töluverða
hreinskilni til þess að viður-
kenna jafnvel fyrir sjálfum sér,
að sá, sem hún segist elska og
er máske heitbundinn, komi
engu róti á tilfinningar hennar,
þótt hann sé hins vegar
skemmtilegur í viðræðum og þau
eigi e. t. v. mörg sameiginleg
hugðarefni. Slík viðurkenning
gæti þó orðið henni ómetanleg
og forðað henni frá stórkostleg-
um mistökum í lífinu, því að
yinátta og aðdáun ein saman
skapa ekki fullkomna ást, og því
síður „holdleg ást“ og væntum-
þykja eingöngu.
Margar konur giftast án þess
að þekkja þessa þríþættu ást.
Því kemst gifta konan oft í
vanda, þegar annar, maður verð-
ur á vegi hennar, sem hún held-
ur, að hún geti borið sanna ást
til. Oftast túlkar þessi maður
ást sína á annan hátt en eigin-
maðurinn og fær hana til að
trúa því að hún hafi vakið hjá
honum ástríðufulla ástartilfinn-
ingu, sem hann hafi aldrei þekkt
fyrr. En geti hún þá munað, að
enn eigi hún margt sameigin-
legt með eiginmanni sínum, að
enn þyki henni vænt um hann,
má vera, að hugurinn hverfi til
hans aftur. En kalli hún þessar
nýju tilfinningar „ást“ til hins
mannsins og láti þær ná valdi
yfir sér, hrynur hjónaband
hennar og lífshamingja til
grunna.
Fyrir gæti það komið að eigin-
maðurinn eignaðist ástmey ut-
an hjónabandsins. Þá væri það
meira sannleikanum samkvæmt,
að segja: „Maðurinn minn, sem
er um leið bezti vinur minn og
álítur mig þýðingarmestu per-
sónuna í lífi sínu, hefir nú fund-
ið stundargleði í faðmi annarr-
ar konu,“ heldur en að segja:
„Hanh er hættur að elska mig
— hann elskar aðrar konu.“ Auk
þess þarf maður ekki annað en
að athuga ástalíf sitt og vina
sinna til þess að sjá að þau
hjónabönd, sem byggð voru á
þeirri ást, sem ekki hafði þá
þrjá þætti, er ég nefndi áðan,
hafa flest farið í hundana, en
hin, sem byggð voru á sannri
ást, hafa enzt ævilangt, þrátt
fyrir ýmsar óhjákvæmilegar
misfellur.
Við mennirnir elskum ekki
eins oft eins skáldsögur og ljóð
vilja vera láta. Við verðum ást-
hrifnir að visu, við finnum til
væntumþykju, — en því miður
er það ekki alltaf sami maður-
inn eða konan, sem vekur þess-
ar margvíslegu tilfinningar. En
komi það fyrir, er hin sanna ást
fundin, sú ást, sem er sterkari
en dauðinn.
(Þýtt og stytt).
Ég beið þín undír bökkunum
l Bláskógahlíð.
Davið Stefánsson
Hún er svo frjáls og itur,
svo œskusterk og hraust.
Hannes Hafstein
SN, þrlgjndagiim 20. marz 1945
5
Vilhelm Moberg:
Eiginkona
FRAMHALD
— Haldið kjafti, skiljið þér það? Þér eruð þá maðurinn, sem
við áttum að hitta.
Hákon hefir yndi af því að standa uppi 1 hárinu á^yíirvöld-
unum, en nú tjáir það ekki lengur. Hreppstjórinn dregur upp
stórt skjal með stóru, rauðu innsigli og les: — Vextirnir af
skuld þeirri, sem á jörðinni hvílir, voru ekki greiddir á réttum
gjalddaga, hinn 14. marz í ár, og óskast því innheimtir með að-
stoð laganna. Skuldareigandi, Schörling kaupmaður I Kalmar,
hefir fengið lögtakskröfu staðfesta á héraðsþingi Uppvindinga, og
skuldunauturinn, Hákon Ingjaldsson, hefir verið dæmdur til þess
að greiða vaxtarupphæðina, 500 ríkisdali, auk kostnaðar við lög-
tak og innheimtu. Þetta segir skjalið með hundrað löngum og
torskildum orðum.
— Hafið þér peningana á reiðum höndum? Eða ávísun á pen-
inga?
Hákon á tuttugu og fimm dali i skjóðu heima. Tuttugu og
fimm dali, sem hann á eftir af peningunum, er hann fékk fyrir
kúna. En það er ekki nema tíundi hlutinn. Þess vegna hirðir
hann ekki um að svara. í þess stað lyftir hann hendinni og
bendir með stafnum á uxana fyrir framan sig.
Hreppstjórinn skilur ekki þetta svar; hann gerist óþolinmóð-
ur, en Hákon bendir aftur á eykinn með keyrinu. .
— Það eru víst þeir, sem þið ætlið að hirða.
— Ætlið þér að láta uxana að veði? Er það það, sem þér eigið
við?
Og hreppstjórinn lítur rannsóknaraugum á gripina — þeir
eru varla forsvaranleg trygging.
— Það er ekki mín sök, þótt þeir séu holdgrannir. Það er kýr
úti í lundinum. Hún er ennþá magrari.
Og Hákon verður æ rauðari og rauðari í andliti. Reiðin er að
ná tökum á honum. Hann bítur svo fast saman tönnum, að brak-
ar í kjálkunum. Og allt i einu fleygir hann stafnum svo harka-
lega á herfið, að það hvín í.
— Takið þá bara! Takið þá bara! En segið jarðareigandanum,
að framvegis megi hann og djöfullinn nytja þessa jörð í sam-
einingu.
Hreppstjórinn kippir sér ekkert upp við þetta háttalag hans.
Hann þekkir þessa harðlyndu og þrjózkufullu karla í lögsagn-
arumdæmi sínu: Þeir geta ekki þolað nein yfirvöld og vilja sjálf-
ir setja lögin og túlka þau. En hann leyfir Hákoni ekki að viðhafa
ruddalegt orðbragð, því að embættismaður ríkisins þarf ekki að
láta bjóða sér slíkt við embættisverk.
Og svo dregur hreppstjórinn upp innsigli og stimplar horn
uxanna. Nú hafa uxarnir verið settir að veði fyrir skuldinni,
og það má ekki fara með þá afbæjar, heldur skulu þeir vera við
höndina, því að hingað koma lögtaksmenn eftir fáa daga. Þá á að
taka gripina, ef Hákon getur ekki borgað skuldina — hann ætti
nú að þurfa dráttardýr við vorvinnuna. En innleysi hann ekki
veðið, þá verða þeir seldir á uppboði til lúkningar skuldinni, og
hrökkvi andvirðið ekki til, kem.ur hreppstjórinn aftur og heimt-
ar nýtt veð. Hefir Hákon Ingjaldsson skilið þetta?
— Ég innleysi ekki uxana! Þið getið eins vel tekið þá strax!
Að fenginni þessari vitneskju lofaði hreppstjórinn því að senda
mann eftir þeim næsta dag. Og um leið og hann kvaddi, lét hann
falla fáein orð um hlýðni við lögin. Hér hafði enginn verið ó-
rétti beittur. Schörling kaupmaður heimtar sína vexti, hér hefir
aðeins verið fullnægt réttmætri og skýlausri kröfu.
Svo stendur Hákon eftir og horfir á eftir hinum óboðna gesti,
unz hann hverfur bak við hæðina. Eina spurnlngu hefir hann
gleymt að leggja fyrir hreppstjórann: Hvernig hefði hann farið
að því að útvega fimm hundruð ríkisdali til þess að borga vext-
ina? Hann hafði þó sannarlega ekki eytt og sóað né étið pen-
inga. Þeir .höfðu ekki verið margir, kjötbitarnir, sem höfnuðu í
potti hans þennan veturinn, og hann man ekki lengur, hvenær
hann bragðaði síðast smjör ofan á brauðið. Allt, sem hann gat
selt, hefir hann sent með flutningakörlunum til Karlskrónu og
Kalmar. Handa sjálfum sér hefir bóndinn ekki annað en það, sem
þetta vandfýsna fólk í bæjunum vill ekki leggja sér til munns.
En hann hefir orðið að kaupa annað fyrir smjörið og allt hitt,
sem hann hefir selt. Hvaðan átti hann svo að fá peninga upp
í vextina? Kannske hreppstjórinn vissi það, en hann hafði verið
sá bölvaður rati að minnast ekki á það. Það var að minnsta kosti
asnaskapur að spyrja ekki embættismanninn ....
Hann hefir ekki heldur legið í leti heima á eldhúsbekknum.
En hreppstjórinn hafði sjálfsagt numið þau fræði af þessum
herrum, sem ýfir honum voru, að úr uppskerubresti mætti bæta
með vinnu, og gallinn var vitaskuld sá, að hann hafði ekki þrælað
ennþá meira. Og hreppstjórinn spurði eftir eigandanum! Að
menn skuli vera að réyna að gera svart hvítt og telja honum trú
um, að hann sé bóndi, sem eigi ábýli sitt. Hann gengur hér bara
um garða og þrælar, svo að svitinn svíður honum í augum
eins og salt — hér gengur hann á eftir plógnum dag eftir dag og
þrælar til þess að annar maður fái frá honum fimm hundruð
ríkisdali á ári. Og þegar skepnur eru teknar að veði, á hann að
standa með húfuna í hendinni og hneigja sig í auðmýkt. Hann
á að teygja fram hálsinn, þegar þeir vilja leggja á hann okið.
En hann er enginn húðarjálkur, sem hræddur sé við svipuna.
Hann er ekki geltur eins og uxarnir. Hann er gæddur sjálf-
stæðum vilja og þreki og mótþróa. Hann ræður lífi sínu sjálfur,
þegar í harðbakkann slær — hvers vegna á hann þá að vera ann-
arra þræll? Ef til vill getur hann einhvern tíma veitt sér þá íðil-
gleði að teygja handleggina almennilega og rétta úr sér til fulls.
Ef .til vill stendur hann ekki fastari fótum en svo á jörð skuld-
areigandans, að hann geti losað þá.
Þannig er Hákoni innan brjósts, er hann horfir á.eftir ókunnu
mönnunum, er nú halda brott. Og svo lítur hann á þessi fall-
egu merki, sem hreppstjórinn hefir sett á horn uxanna. Þarna
stóðu þeir, alveg eins og þeir væru upp með sér af þessu stássi
og vildu segja við hann: — Þú átt okkur ekki lengur! Fleygðu
frá þér stafnum. Slepptu taumunum og taktu af okkur okið!
Og Hákon flýtir sér að taka okið af uxum sínum og sleppa þeim.
Hann hefir aldrei beitt annarra manna uxum fyrir drátt, og
hann ætlar ekki heldur að gera það í dag.
*
En Margrét varð skelfd, er Hákon hitti hana um kvöldið og
sagði henni fréttirnar. Hún þekkti ekkert til skulda og peninga-
JtJLLl OG DÚFA
Eftir JÓN SVEWSSON.
Við fengum leyfið, en þó varð maðurinn að lofa því,
að gæta vel að okkur,
Því næst lögðum við af stað, full eftirvæntingar.
Það var ekki óhugsandi, að við fyndum nú vinina okk-
ar báða.
Þegar við komum á vettvang, dreifðum við okkur sitt
í hverja áttina og leituðum og leituðum.
Við hlupum fram og aftur og til og frá, skimuðum í
allar áttir og gáðum í hverja laut og lægð, en ekkert
fundum við.
Smátt og smátt hafði ég orðið viðskila og var kom-
inn spottakorn frá hópnum, þó ekki lengra en fimmtíu
eða sextíu faðma.
Þá blés vinnumaðurinn í blístru, sem hann hafði með
sér, til þess að gefa okkur merki, þegar við ættum öll
að koma til hans.
Þegar ég heyrði merkið, leit ég til hans og sá, að*öll
hin börnin hlupu þangað.
Ég ætlaði að gera það sama, en þá kom nokkuð ó-
vænt fyrir.
ísspöngin, sem ég stökk út á, brast skyndilega sundur,
og mér til mikillar skelfingar hrapaði ég langt niður í
jörðina.
í fyrstu varð ég alveg agndofa og gat ekki svo mik-
ið sem hljóðað.
Ég vissi ekki einu sinni af mér.
Ég hafði hrapað niður í eins konar helli.
Fyrst um sinn sá ég ekkert frá mér nema eldglær-
ingar.
En bráðlega kom ég til sjálfs mín aftur.
Ég fann hvergi til og reis upp og leit í kringum
mig hálfhikandi.
Þá brá mér svo í brún, að ég skalf frá hvirfli tíl ilja
og kallaði hástöfum á hjálp.
Einhver snjóhvít vera stóð fyrir framan mig og starði
á mig með glampandi augum. Hjá henni lá eitthvað
annað hvítt og hreyfðist ekki.
Eftir örstutta stund náði ég mér svo, að ég sá, að
þetta voru tvær hvítar kindur.
Sjaínar tannkrem gerír
tennurnar mjallhvítar
Eyðir tannsteini og himnu-
myndun. Hindrar sfcaðlega
sýrumyndun 1 munninum og
varðveitir með þvl tennum-
ar. Inniheldur alls engin
skaðleg efni fyrir tennumar
eða fægiefni, sem rlspa tann-
glerunginn. Hefir þægllegt og
hressandi bragð.
NOTIÐ SJAFVAR TAJVJVKREM
KVÖLDÍ OG MORGNA.
Sápuverksmiðjan Sjöin
Akureyri
HálS jörðin Urríðaá
í MiðSírði
fæst til kaups og ábúðar í nsætu fardögum. Þeir, sem kynnu
að vilja gera boð í jörðina, snúi sér til Karls Guðmundssonar,
Meðalholti 11, Reykjavík, eða undirritaðs, fyrir 10. apríl 1945.
Guðmnndnr Rósmundsson,
Urrioaá.