Tíminn - 20.03.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.03.1945, Blaðsíða 7
TtMPnV, Þrtgjiidagiiin 20. marz 1945 7 22. Mað Aðalíundur Skógræktarfél. Um 130 þús. kr. söfnnðust í Landgræðslusjóð. Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands var haldinn fyrra sunnudag, og framhalds- fundur á þriðjudaginn. — Reikningar voru samþykktir og einn maður, Guðbrandur Magnússon, . endurkosinn. í stjórnina. Allmargir höfðu gengið í félagið síðastl. ár fyrir atbeina nokkurra á- hugamanna, er tekið höfðu að sér að safna mönnum inn í félagið. Eru nú í Skógrækt- arfélaginu um 4000 með- limir. Á fundinum urðu umræður um framtíðarskipulag skógrækt- arfélaganna og var kosin 5 manna nefnd til þess að’ koma fram með tillögur í því máli fyrir næsta aðalfund. Það málið, sem vakti mestar umræður á fundinum, var skipulagsskrá fyrir Land- græðslusjóðinn. Stofnað var til hans eins og kunnugt er s. 1. vor í tilefni af stofnun lýð- veldisins. Höfðu safnazt í sjóð- inn um 130 þus. krónur og auk þéss er búist við nokkuð hærri fjárhæð frá landsnefnd lýðveld- iskosninganna, sem afgangs er hjá henni af fé því, er safnað- ist til þess að standast kostnað við þær kosningar. Aðalefni skipulagsskrár Land- græðslusjóðs felst í 3. grein skipulagsskrár hans, sem sam- þykkt var í lok aðalfundarins, en sú grein er þannig: „Verksvið sjóðsins er hvers konar lancf- græðsla og gróðurvernd, en að- alhlutverk hans skal þó vera að græða landið skógi“. Stjórn sjóðsins skipa stjórn Skógrækt- arfélags íslands, skógræktar- stjóri og sandgræðslustjóri. Þegar rætt var um skipulags- skrá Landgræðslusjóðs kom fram breytingatillaga þess efnis, að í stað sjö manna stjórnar sjóðsins skyldi hún aðeins skip- uð 5 mönnum og þeir valdir þannig: skógræktarstjóri, sand- græðslustjóri, einn valinn af Skógræktarfélagi íslands, einn af Búnaðarfélagi íslands og einn af U. M. F. íslands. Var þetta rökstutt með því, að Landgræðslusjóðurinn ætti að vera sem mest sjóður allrar þjóðarinnar. Breytingatillaga þessi var felld. A víðavangi (Framhald af 2. síðu) Fyrir þá, sem beittust fyrir 17. greininni á sínum tíma, eru þessi málalok siður en svo nokkur ósigur. Greinin var sett í góðum tilgangi, en hún náði honum ekki. Þess vegna hlaut hún að víkja. Þrátt fyrir þetta hefir hún samt borið verulegan árangur, því að umræðurnar um hana hafa gert bændum það miklu ljósara en áður, hve nauðsynlegt það er, að hamla gegn jarðabraski og óeðlilegri verðhækkun. Þetta er nú við- urkennt af öllum. Þess vegna munu vafalaust verða fundin hagkvæmari úrræði til að af- stýra þessu en 17. greinin og um þau úrræði mun vonandi öll bændastéttin sameinast. Nýstárleg kenning hjá Mbl. Morgunblaðið reynir að verja fjármálastjórn Sjálfstæðis- manna á árunum 1939—45 með því, að þeir hafi ekki haft for- sætisráðherrann nema í nokk- ura mánuði á þessu tímabili! Eftir þessu að dæma á fjár- málaráðherrann enga ábyrgð að bera á fjármálastefnunni né aðhafast' neitt til að breyta henni, þótt hann sé henni ekki samþykkur! Er þetta áreiðan- lega alveg ný kenning um hlutr verk fjármálaráðherra. Sam- kvæmt þessari kenningu ættu ekki heldur aðrir ráðherrar, að forsætisráðherranum undan- skildum, að bera ábyrgð_á þeim framkvæmdum, sem ráðuneyti þeirra ynna ai höndum. Á- byrgðin er sem sagt öll hjá for- sætisráðherranum! Verður fróðlegt að sjá, hvort Mbl. vill um það er lýkur, gera Ólaf Thors ábyrgan fyrir öllum þeim verkum, sem kommúnistar vinna I ríkisstjórninni. Þegar Krusoe breyttist í Pílatus. Fyrir nokkru lét Pétur Magn- 1463 menn dæmdir vegna ölvunar Skýrsla nm aflirot I Evík á s. 1. ári. Skrifstofa sakadómara í Reykjavík hefir nýlega lokið við að gera skýrslur um afbrot, sem framin hafa verið í bænum síð- ast liðið ár. Fer hér á eftir útdráttur úr henni: Afbrot vegna ölvunar eru langflest. Alls voru 1463 menn dæmdir í sektir á árinu vegna ölvunar, en 253 kærðir menn voru ekki dæmdir. Spellvirki og önnur afbrot framin í ölæði voru 294 og voru þeir menn dæmdir í sektir og skaðabætur, er þau frömdu. Fangelsisdóm og sviptingu ökuleyfis fengu 81 maður. 9 menn, sem voru kærð- ir fyrir þessi afbrot sluppu vegna þess að ekkert sannaðist á þá, en 2 voru sýknaðir. 24 menn voru sektaðir fyrir óleyfi- lega áfengissölu. 10 menn voru sektaðir fyrir smygl, en aðeins einn . bruggari var tekinn. 28 menn voru sektaðir fyrir brot á matvælaskömmtunarlögunum. Samkvæmt þessum skýrslum hafa afbrot barna undir 16 ára aldri heldur minnkað síðustu árin. Flest voru auðgunarbrot barna 1939. Síðan hefir þeim farið fækkandi, en þó ekki jafnt ár frá ári. Heildartölurnar síð- an 1937 eru þannig: 1937 387 brot, 1938 183’brot, 1939 471 brot, 1940 182 brot, 1941 128 brot, 1942 166 brot, 1943 307 brot, 1944 193 brot. Það er athyglisvert við þessi brot, að þau skiptast á marga einstaklinga. Oftast er það svo, að barn fremur einu sinni brot. Þau hætta undir eins er upp kemst um þau. Einstaka barn hefir þó oft orðið brotlegt. Þjófnaðarbrot barna voru eins og hér segir og eru tölurn- ar miðaðar við heildarbrotin, sem framin hafa verið og hægt hefir verið að upplýsa: 1937 31 af hundraði, 1938 24, 1939 40, 1940 21v1941 18, 1942 25, 1943 38, 1944 29. Þess ber að gæta, er menn í- huga þessar tölur allar og bera árin saman, að hér er sífelld og ör fólksfjölgun, en með vaxandi fólksfjölgun væri ekki nema eðlilegt, að afbrot færu vaxandi. Það er líka bert af þessum upp- lýsingum, að engir stórglæpir hafa verið framdir hér á árinu. ússon svo ummælt í þingræðu, að Eysteinn Jónsson vissi svo lítið um fjármálaástandið hér, að líkast væri því, að hann hefði verið einangraður á eyði- ey, líkt og Robinson Krusoe forðum daga. Mbl. hefir þótt þessi samlík- ing hreinasta góðgæti og er nú farið að skrifa um Eystein Krusoe! Annars er það ekki nema gott, að Pétur og Mbl. haldi við Krusoe-nafninu. Fáir hafa sýnt meir; Krusoe-mennsku en Pét- ur sjálfur, þegar hann settist í fjármálaráðherrastólinn til að halda áfram að fylgja fjármála- stefnu, sem flestum var sýnt að leiddi til ófarnaðar og fyrv. stjórn hafði varað við með því að neita að framkvæma hana. Pétur talaði samt, þegar hann settist í stólinn, borginmann- lega um, að allt væri í bezta lagi. Það var fyrst eftir að hann var búinn að vera nokkra mán- uði í ráðherrasæti og búið var að lýsa afleiðingum fjármála- stefnu þessarar í mörgum þing- ræðum, einkum af Eysteini Jónssyni, að Pétur vaknaði úr þessu Krusoe-ástandi og viður- kénndi, að stefnan væri röng, og tók jafnframt að afneita henni sem „sinni stefnu“. Mætti vel orða þetta þannig, að á þeirri stundu hafi Pétur breyzt úr Pétri Krusoe í Pétur Pílatus. Það, er svo alveg eftir kokka- bókum Mbl.,. að klína Krusoe- nafninu á þann mann, sem átti mestan þátt í að vekja Pétur af Krusoe-svefninum. Sagan endurtekur sig. Þjóðviljinn birtir nú hverja Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för konu minnar og móður okkar, Jensínu Krlstjönu Jónsdóttur, Bíldudal. KRISTJÁN ALB. BJARJÍASON. MARTA EIRÍKSDÓTTIR. GUNNAR S. N. KRISTJÁNSSON. wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm wmmm- w Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för Þurlðar Jónsdóttur, frá Loftsstöðum. VANDAMENN. Viðimýri í Nkagafirði cr tll leigu frá næstu fardögnm. Semja ber við Danícl Ólafsson Símar 5124 og 2869 Reykjavík. H APPDRÆTTI Umf. Morguns í Dalahreppi. Þann 15. janúar s. 1. var dreg- ið í happdrætti Umf. Morguns í Dalahreppi og hlutu þessi núm- er vinninga: 1598 (stangabeizli), 1921 (kr. 150,00), 780 (skautar), 1682 (kventaska), 1876 (bak- poki). Vinninganna sé vitjað til Lár- usar Guðmundssonar, Grænu- hlíð í Dalahreppi. TÍMINN Þeir, sem fylgjast vilja með almennum málum verða að lesa Tímann. Áskriftarverð í Reykjavík og Hafnarfirði er 4 kr. á mánuði. Áskriftarsími 2323. Óviðurkvæmileg blaðaummæli. (Framhald af 4. síðu) og lýsir sér í grein „Víkverja“. Hitt er þó enn verra, að eitt víðlesnasta blað höfuðstaðar- ins skuli leggjast svo lágt að birta jafn aumkunarvert and- legt afstyrmi, sem vekur við- bjóð og hryllingu hjá öllum hugsandi mönnum, sem bera nokkra mannúðartilfinningu í brjósti, enda hafa öll önnur dag- blöð Reykjavíkur andmælt þess- um ósóma. Heill sé þeim fyrir það. P. t. Reykjavík, 15. marz 1945. Austfirðingur. Erlent yfirlit. (Framhald af 2. síðu) venjulegar stjórnmálaaðstæður. Mikill skortur er þar á flestum nauðsynjum og dýrtíð hin ó- skaplegasta, enda má segja, að peningarnir séu orðnir fullkom- lega verðlausir. Nefndin telur, að Grikkir geti ekki rétt við aftur, nema með mikilli aðstoð sameinuðu þjóðanna og þá fyrst og fremst Breta og Bandaríkja- manna. forustugreinina af annari, þar sem hann lofar framtíðarsam- vinnu kapitalismans og kom- múnismans. Ýmsir stórgróða- menn eru sagðir lesa þessar greinar með mikilli velþóknun og verulegri trú á það, að kommún- istar meini þetta alvarlega. Ef þeir flettu upp í Þjóðviljanum frá 1939 og 1940 gætu þeir séð nákvæmlega sömu greinarnar, að því frábreyttu, að þá var orðið nazismi notað í stað kapi- talisma nú. Þetta var á þeim tíma, þegar friðarsáttmáli Rússa og Þjóðverja var í gildi og Molotoff sagði, að heimskulegt væri að fara í strið til að berja niður nazismann. CORY gler-kaffiköimur, ásamt tilheyrandi varahlutum nýkomnar. NÍELS CARLSS. & Co. Laugavegi 39. Sími 2946. S Nýkomið: Fallegs úrval af Svissneskum Kjólaefnum H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröfu. Úthlutun styrkja til tónlistamanna Nefnd sú, sem félag íslenzkra tónlistarmanna kaus til þess að úthluta fé því, sem mennta- málaráð veitti til úthlutunar handa Islenzkum tónlistar- mönnum hefir nú lokið störfum. Styrk hlutu 24 tónlistarmenn, og hefir tala þeirra þá hækkað um sex frá því, sem var á síðasta ári. Til. úthlutunar komu 27,500 krónur, sem skiptist þan>ig: 1. flokkur (2400): Árni Thor- steinsson, Jón Leifs. 2. flokkur (1800): Björgvin Guðmundsson, Páll ísólfsson, Sigurður Þórðar- son, Sigvaldi Kaldalóns. 3. flokk- ur (1500): Hallgrímur Helgason. Karl Runólfsson, Pétur Jónsson. 4. flokkur (1200): Árni Björns- son, Rögnvaldur Sigurjónsson, Þórarinn Jónsson. ,5. flokkur (1000): Sigurður Birkis, Þórar- inn Guðmundsson. 6. flokkur (600): Eggert Stefásson, Helgi Pálsson. 7. flokkur (500): Axel Arnfjörð, Friðrik Bjarnason, Margrét Eiríksdóttir, Þorsteinn Hannesson. 8. flokkur (400): Brynjólfur Þorláksson, Hall- grímur Þorsteinsson, Ingi T. Lárusson, Sigtryggur Guðlaugs- son. Ennfremur hlaut Björgvin Guðmundsson 600 krónur 1 við- urkenningarskyni fyrir nýút- komna Óratóríu, „Friður á jörðu“. í úthlutunarnefndinni voru Björgvin Guðmundsson, Hall- grímur Helgason og Sigurður Birkis. » Happdrættí „Norrænu hallarmnar" Fyrir aðeins 5 hrónur I fá þeir, sem vinna í happdrætti „Norrænu hallarinnar“, ársdvöl við háshóla eða unnan fram« haldsshóla á Norðurlöndum oc/ ferð til allra höfuðborga Norðurlanda fyrir 2. Hver viíl ekki taka boði um mánaðar skemmtlferð um Norðurlönd, að stríði loknu, eða ársdvöl t. d. I hinum fræga og glaðværa háskólabæ Upþsölum, fyrir einar 5 kr. Þetta býður happdrætti „Norrænu hallarinnar“ yður, ef heppnin er með. — Vinningar eru tveir. Hverjir verffa þeir heppnu? Dregiff 30. júní. — Kaupið miffa strax! Lánintboð í dag og næstu daga tökum við á móti pöntunum á allt að kr. 1.200.000,00 af skuldabréíum Siglufjarffarkaupstaðar vegna Skeið- fossvirkj unarinnar. Lánið er að upphæð kr. 2.500.000,00 og er afborgunarlaust árin 1945 og 1946, en greiðist síðan með jöfnum afborgunum á 23 árum samkvæmt útdrætti, — skuldari hefir þó rétt til að segja láninu upp til útborgunar eftir 2. janúar 1955. Upphæð skuldabréfanna er kr. 5000,00 og kr. 1000,00 og bera þau 4% ársvexti, sem greiðast eftir á 2. janúar ár hvert. Landsbanki íslands annast greiðslu vaxta og útdreginna skuldabréfa. ' • "■ Ríkisábyrgð er til tryg^iugar skilvísri og skaðlausri greiðslu höfuðstóla og vaxta skuldabréfanna. ~ ----•■.".:-r^ Ráðgert er að skuldabréfin verði tilbúin 1. apríl n. k. og mið- ast vaxtagreiðslan við það. Pantanir verða afgreiddar í þeirri röð, sem þær berast og verða bréfin seld fyrir nafnverff til þeirra, sem gera pantanir fyrir 1. apríl n. k., eftir því, sem upphæðin hrekkur til. Fasteigna- & verðbréíasalan fLárus Jóliannessou, hrm.) Suðurgötu 4. Símar: 4314, 3294 ♦ ÚTBREIÐIÐ TIM A N N ♦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.