Tíminn - 13.04.1945, Qupperneq 2

Tíminn - 13.04.1945, Qupperneq 2
2 TÍMHVN, fosíndaginn 13. apríl 1945 27. blað Föstudagur 13. apríl Framkvæmdasjóður Á vetrarþinginu 1942 fluttu Framsóknarmenn frv. um fram- kvæmdasjóð ríkisins. í sjóð þennan skyldu lagðar 8. milj. kr. af tekjuafgangi ríkissjóðs 1941 og % hlutar af tekjuafgangi ríkissjóðs árið 1942. Fé þetta skyldi notað til að styrkja ýms- ar verklegar framkvæmdir eftir styrjöldina. Frv. þetta náði samþykki á þinginu, þrátt fyrir andstöðu ýmissa Sjálfstæðismanna gegn því, m. a. Jóns Pálmasonar og Magnúsar Jónssónar. Báru þeir því m. a. við, að fé þetta myndi verða geýmt, þótt það yrði ekki lagt 1 sérstakan sjóð. Framsókn- armenn álitu það ekki, enda hefir nú reynslan staðfest þá skoðun þeirra. Öllum tekjuaf- gangi ríkis á síðastl. ári, sem er áætlaður yfir 10 milj. kr., verð- ur eingöngu varið til rekstrarút- gjalda á þessu ári samkv. yfir- lýsingu fjármálaráðherrans. Slíkt heSJi ekki verið hægt, ef tekjuafganginum hefði verið ráðstafað fyrirfram, líkt og 1941 og 1942. Ef fjárhagsafkoma ríkissjóðs 1942 hefði orðið jafngóð og horf- ur voru á, þegar lögin um fram- kvæmdasjóðinn voru samþykkt, myndi hafa fallið í hlut sjóðs- ins mjög ríflegt framlag á því ári. yin mikla dýrtíð, er skap- aðist í stjórnartíð Ólafs Thors á ári'nu, eyddi hins vegar svo miklu af þessum væntanlegu umframtekjum, að hlutur fram- kvæmdasjóðs varð mjög lítill. Alls mun þó hafa komið í sjóð- in um 12 mjlj. kr. Hin mikla og sívaxandi fjár- þörf ríkisins hefir jafnframt orðið þess valdandi, að eigi hefir reynzt mögulegt að standa við þá ákvörðun að geyma fé sjóðs- ins til að styrkja framkvæmdir eftir styrjöldina. Á síðastl. ári var ráðstafað 5 milj. kr. úr sjóðnum til að styrkja skipa- kaup og var þessu fé ráðstafað til að styrkja þá, sem kaupa bát- apa frá Svíþjóð. Á þingi í vetur var ráðstafað 3 mílj. kr. úr sjóðnum til að styrkja kaup á stórum ræktunarvélum, er bún- aðarsamtökin fá í þjónstu sína. Síðar á þinginu var svo ákveðið að því fé, sem þá væri eftir í sjóðnum, skyldi ráðstafað til að styrkja skipakaup á þessu ári. Stjórnin heflr nú ákveðið að nota þetta fé til að styrkja smíði vélbáta innanlands. Fyrir þá forsjálni Framsókn- armanna að láta festa á sínum tíma í Framkvæmdasjóði tekju- afgang ríkisins á árunum 1941 og 1942 hefir þannig orðið kleift að veita 8—9 milj. kr. til að styrkja skipakaup og 3 milj. til að kaupa ræktunarvélar. Mætti þetta og verða enn at- hyglisverðara vegna þess, að eina ríkisféð, sem núverandi stjórn getur varið til raunveru- legrar nýsköpunar, hafa Fram- sóknarmenn lagt hénni upp í hendurnar með lögunum um framkvæmdasjóðinn. Það hefði svo enn betur farið, að forsjálni Framsóknarmanna hefði einnig fengið að ráða í dýrtíðarmálunum. Þá hefði rík- ið getað safnað stórfé í fram- kvæmdasjóðinn á undanförnum árum, en sem orðið hefir að eyða í launauppbætur og verð- lagsuppbætur. Þá hefði fram- kvæmdasjóðurinn getað styrkt ríflega margvíslegar framfarir eftlr styrjöldina í stað þess, að hann hefir verið þurausinn áð- ur en sjálfur aðalframkvæmda- tíminn hefst. lítgcrðarhlutafélög almenníngs í mörgum kauptúnum lands- ins hefir verið hafizt handa um stofnun útgerðarhlutafélaga, þar sem reynt er að fá sem flesta til þátttöku. Sumir kaup- staðirnir, t. d. Hafnarfjörður og Akureyri, hafa og farið inn á þessa braut. Hér virðist vissulega verið Á víðavangi Fyrir fimm árum. Þann 9. apríl siðastl. voru fimm ár frá innrás Þjóðverja í Noreg og Danmörku. Atburða þessara var þá hvarvetna minnst um hinn frjálsa heim með verðskulduðu lofi um karl- mannlega frelsisbaráttu þessara þjóða og óskum um, að sigur- laun þeirra væru skammt und- an. Jafnframt og minnst er hinn- ar hetjulegu baráttu Norð- manna og Dana í þessu tilefni, er ekki úr vegi fyrir smáþjóð- irnar yfirleitt að minnast þess vel, hvernig ástatt var í heim- inum fyrir fimm árum. Mesta herveldið á meginlandi Evrópu, Þýzkaland, hneppti þá hverja smáþjóðina af fætur annari í kúgunarfjötra, og annað mesta herveldi meginlandsins, Rúss- land, veitti til þess fullt sam- þykki með hlutleysissáttmálan- um illræmda, enda vann það líka að því að hneppa smáþjóð- irnar við landamæri sín í sams- konar fjötra og gat því ekki mikið sagt. Svo langt gengu Rússar líka í því að fullnægja hlutleysissáttmálanum, að þeir slitu stjórnmálasambandi við norsku stjórnina eftir að hún hafði orðið að flýja til London. Það yar því eigi undarlegt, þótt ýmsum virtist, að frelsi smá- þjóð#nna myndi hverfa úr sög- unni um ófyrirsjáanlegan tíma. Þeir atburðir, er síðar hafa gerzt, hafa sýnt, að hinum svartsýnu mönnum sást yfir veigamiklar staðreyndir. Hinar engilsaxnesku stórþjóðir og þó sérstaklega Bretar, héldu uppi baráttunni fyrir frelsinu, þótt ósigurvænlega horfðk um stund. Hefðu Bretar farið að dæmi Rússa og verið hlutlausir gegn framferði nazista, væri öðruvísi ástatt nú í heiminum en raun ber vitni. Það var barátta Breta og aðstoð Bandarikjamanna við þá, er un% alllangt skeið veitti undirokuðu þjóðunum kjark til að láta ekki hugfallast. Trúin á sigurinn jókst svo, þegar Þjóð- verjar réðust á Rússa og neyddu þá þannig til að berjast við hlið Bandamanna. Þessi afstaða stórveldanna fyrir fimm árum mætti vissu- lega verða smáþjóðunum lær- dómsrík í því tafli heimsmál- anna, sem nú er framundan. Rógurinn gegn Bretum. Þegar litið er á hin ömurlegu hlutskipti Norðmanna og Dana, verður eigi komizt hjá því að rifja upp, hve fjarstæður var rógur kommúnista áður fyrr, þegar þeir voru að jafna saman hernámi þessara þjóða og her- námi Breta hér. Kommúnistum er nú líka orð- ið ljóst, að þessi rógur gegn Bretum gagnar þeim ekki leng- ur. Hins vegar eru þeir þó ekki af baki dottnir, heldur hefir rógurinn gegn Bretum breytt um búning. í vetur notuðu þeir jafn fjarstætt tilefni og Grikk- landsmálin og nú eru þeir byrj- aðir á þeim söng, að Bretar séu að taka upp viðskiptaþvinganir gegn smáþjóðunum, líkt og Þjóðverjar fyrir stríðið. Þegar eitt rógsefnið hefir þannig gengið sér til húðar, er óðara byrjað á öðru nýju. Margir munu vera undrandi yfir því, hvað valdi þessum rógi. En orsakirnar virðast þó ekki óljósar. Bretar hafa unnið sér óskipt álit smáþjóðanna fyrir baráttuna gegn nazisman- um. Bretar eru líklegir til að þræða þá umbótaleið í stjórnar- hátum, sem öðrum mætti vera til fyrirmyndar. Hjá þeim á kommúnisminn líka nær engin itök. Af öllum þessum ástæðum þarf að ófrægja þá sem mest og koma í veg fyrir, að þeir skyggi á „dýrð“ Rússa. Hneykslun Valtýs. Valtý Stefánssyni hefir ekki þótt nógu rækilega til verks gengið hjá höfundi greinarinnar „Hólastóll og hundaþúfa", þeg- ar hann var að lýsa hneykslun sinni yfir því, að félög bænda skyldu eiga verzlunarhallir, hó- tel og kvikmyndahús. Að dómi þessa greinarhöf. á slíkur og annar arðvænlegur rekstur að vera í höndum heldri manna í bæjunum og félög bænda eiga að forðast alla samkeppni við þá, því að bændur eiga ekki að sinna neinu, nema þrengsta verkahring sínum. Valtýr hefir nú bætt við í seinasta Reykjavíkurbréfi sínu vandlætingu sinni yfir því, að nokkrir bændur skuli hafa gerzt svo djarfir að styrkja syni sína til háskólanáms! Það finnst honum vera hámark allrar ó- svífni! Það er ekki von, að bú- skapurinn gangi vel, andvarpar hann, meðah slíku heldur á- fram. Sjaldan. hefir kotungsskapur- inn og niðurlægingin, sem bændastéttinni er ætluð af kommúnistum og nokkrum hluta íhaldsins, sézt öllu greinilegar en 1 þessu bréfi Valtýs. Honum er það hneykslunarefni, að ungir efnilegir sveitaunglingar, sem eru hæfari ^til andlegra starfa en búskapár, skuli fá að fullnægja köllun sinni og njótá hliðstæðrar menntunar og börnum broddborgaranna er veitt, þótt sum þeirra hafi oft ekki gáfnalag fyrir hana. Á sama hátt hafa kommúnlstar líka ætlað að tryllast af hneyksl un, þegar á það hefir verið minnst, að koma upp mennta- skóla í sveit Vel mættu menn þó vera þess minnugir, að íslendingar hefðu átt færra af menntamönnum fyrr og síðar, sem þeim hefir verið sómi að, ef bændur hefðu ekki fært fórnir til að styrkja börn sín til æðri menntunar. Úr sveitunum hafa flestir færustu menntamenn landsins komið og einmitt menntunin, sem þeir hafa hlotið, hefir átt drjúgan bátt í að koma þjóðinni það á- leiðis, er raun ber. vitni. Von- andi halda bændurnir áfram uppteknum hætti í þessum efnum og vonandi verður sú stefna sigursælli, er vill veíta hafizt handa um starfsemi, sem gefa þarf verðskuldaðan gaum. Með þessum hætti er líklegt að fá megi miklu almennari fjár- framlög í útgerðina en ella. Þá fæst með þessu meiri trygging fyrir varanlegri eflingu útgerð- arinnar á hverjum stað, en ef einstaklingar eða fámenn hlutafélög standa að rekstrin- um. Þau geta flutt skip sín til annara staða eða hætt útgerð- inni, þegar sízt gegnir, en minnl hætta virðist á því, að slíkur fé- lagsskapur fari þannig að. Hlutafélög þau, sem hér um ræðir, eru á margan hátt ólík öðrum hlutafélögum. Yfirleitt eru hlutafélög nú ekki orðin nema örfáar fjölskyldur, stund- um ekki nema ein fjölskylda Hlutafélög, sem eru sVDfnuð með almennri þátttöku, eiga vissulega að njóta meiri rétt- inda en fjölskylduhlutafélögin. Hlutafélög, sem hafa það mark að tryggja vissum stöðum stöð- uga atvinnu og halda þannig atVinnujafnvægi milli ein- stakra staða og landshluta, verðskulda líka meiri aðstoð en venjuleg braskfyrirtæki. Það virðist því fullkomlega athug- unarvert, hvort ekki beri að setja sérstaka löggjöf um út- gerðarhlutafélög þau, sem sveit ar- og bæjarfélög gangast fyrir með almennri þátttöku, og veita þeim ýms forréttindi, t. d. hag- kvæmari lánskjör og skatt frjálsa sjóði. Gegn slíkum rétt- indum yrðu vitanlega að koma vissar skyldur, t. d. að yfirráðin geti ekki safnazt í fárra manna hendur, útgerðin verði jafnan bundin við vissan stað, rekstur- inn hvíll á heilbrigðum hluta skiptagrundvelli, o. s. frv. Hér er vissulega um mál að ræða, sem þarfnast athugunar og athafna. það þarf að vinna að því að útgerðin sé efld sem víð- ast. Það þarf að vinna að því, að stóraukið fjármagn fáist í út- gerðina. Það skiptir og ekki minna jpáli, að þetta fé fáist með sem heilbrigðustum hætti og leggi grundvöll að heilbrigðu rekstrarfyrirkomulagi. ERLENT YFIRLITs Hvað telja kommúnistar gáfuðum sveitaunglingum og oðrum fátækum unglingum bætt skilyrði til æðri menntunar, en stefna Valtýs og hans nóta, er virðast ætla broddborgarabörn- unum einum þau forréttindi að setja að „Hólastóli" menntun- arinnar. Fýluferð um Árnessýslu. Gunnar Benediktsson, fyrv. prestur, hefir undanfarið verið á flakki um Árnessýslu og tal- ið sig vera að halda fyrirlestra um stéttasamvinnu. Bændur hafa tekið þessum guðsmanni kommúnista næsta fálega. T. d. mætti englnn hjá honum á Flúðum, er hann boðaði fyrir- lestur sinn þar og aðeins eiryi að Þingborg. Á Skeiðum komu nokkrir menn á fund hans, röbb- uðu fyrst við hann af lítilli al- vöru og gengu síðan út, þegar hann hóf boðskap sinn. í ein- um hreppnum, þar sem Sjálf- stæðismenn hafa átt nokkurt fylgi, mættu 10 menn, flestir Sjálfstæðismenn, og heppnað- ist Gunriari að flytja fyrirlest- ur sinn þar. Var það í stuttu máli boðskapur Gunnars, að bændur ættu hrun og dómsdag í vændum, er .stafaði a^ fylgi- spekt þeirra við Framsóknar- flokkinn. Enn væri þó nokkur tími til bjargarr ef gerð væri skjót iðrun og bændur skipuðu sér í einhvern „nýsköpunar- flokkinn“. Bezt væri að bændur færu í Sósíalistaflokkinn, en þar næst í Sjálfstæðisflokkinn. Kunnugir telja, að lítið muni fylgi Sjálfstæðisflokksins hafa vaxið í þessari sveit við með- mæli Gunnars! Reynsla Gunnars af fyrir- lestrahaldinu er þannig í höf- uðatriðum sú, að óvænlegra horfi nú en nokkuru sinni fyrr að raska samheldni bænda. Mætti vera, að bændur hafi með þessu veitt stjórnarhöfðingj- unum þá viðvöfun, að hín fyr- irhugaða herför á komandi hausti sé ekki eins álitleg og sigurvænleg og þeir hafa ver- ið að gera sér vonir um. VanskiSn á blöðunum og póstmennirnir. í seinasta Reykjavíkurbréfi Mbl. er ráðizt með harkalegum orðum að póstmönnum landsins og þeim gefin að sök vanskil þau, sem stundum verða á blöð- unum. Talar Mbl. um „pólitíska stigamenn póstsamgangnanna" og notar ýms önnur ámóta gíf- (Framhald á 7. síðu) / 33 stríðsglæpi ?“ Fátt hefir öllu meira einkennt stjórnarfarið í löndum þeim, sem hafa losnað undan hernámi Þjóðverja en barátta kommún- ista gegn svokölluðum stríðs- glæpamönnum og fyrrverandi aðstoðarmönnum Þjóðverja. Jafnframt hefir það vakið mikla athygli, að kommúnistar virð- ast flokka slík afbrot eftir næsta kynlegum reglum. Þannig hefir stjórnin í Búlg- aríu, þar sem kommúnistar hafa töglin og halgdirnar, látið taka af lífi nokkra fyrrv. ráðherra og marga þingmenn fyrir þá sök, að þeir hafi haft samvinnu við Þjóðverja. Hins vegar hafa kommúnf.star í Uhgverjalaindi myndað stjórn með nokkrum nánum aðstoðarmönnum Hort- hys ríkisstjóra. Bæði forsætisráð herra og hermálaráðherra þeirr- ar stjórnar voru um langt skeið helztu herfræðilegir ráðunautar Horthys og mættu iðulega á ! fundum þeirra Hitlers. Þeir höfðu þannig fyllstu samvinnu við Þjóðverja og studdu þá eftir megni ineðan þeir voru sigur- stranglegir í stríðinu, en snerust Isvo á móti þeim, er ljóst var á 'síðast liðnu sumri að þeim yrði 1 ekki sigurs auðið. Margir búlg- örsku stjórmálamennirnir, sem jlíflátnir voru, höfðu gert slíkt 1 hið sama og átt m. a. þátt í því, sem ráðherrar, að slíta stjórn- málasambandinu við Þjóðverja síðast liðið sumar. Það verður því ekki fundinn minnsti munur á verknaði búlgörsku stjórn- málamannanna, sem kommún- istar gerðu þeim að dauðasök, og verknaði ungversku stjórn- málamannanna, er kommúnist- ar styðja til æðstu valda. Þessi munur er ekki síður greiniieg(ur í Rúmeníu. Síðah kommúnistar fengu þar dóms- mála- og lögreglustjórnina hafa þeir unnið kappsamlega að handtökum þeirra manna, sem þeir ákæra fyrir samvinnu og aðstoð við Þjóðverja. Margir þeirra, sem handsamaðir hafa verið, eru ekki aðeins sagðir al- saklausir af öllu samneyti við Þjóðverja, heldur sagðir hafa verið þeim andstæðir alla tíð. Meðal þeirra, sem kommúnistar hafa reynt að ákæra fyrir fylgi við Þjóðverja, er Maniu, foringi bændaflokksins, en hann hefir alla tíð verið andvígur Þjóðverj- um og þeir höfðu hann lengstum undir ströngu eftirliti. Hins veg- ar var Tatarescu, sem nú er varaforsætisráðherra rúmensku stjórnarinnar, einn af hvata- mönnum vináttusamninganna, er gerðir voru við Þjóðverja 1940. | í Ítalíu hefir þessi sami tví- skinnungur komið greinilega fram. Kommúnistar heimta þar, öðrum fremur, að fasistum og Þjóðvarjasinnum verði refsað, en samt taka þeir sæti í stjórn, | sem mynduð er að tilhlutun Umberto krónprins, sem nú fer með konungísvajdið ,en hann kom opinberlega fram sem eld- heitur fasisti áður'fyrr. I í Finnlandi hafa sést merki þess sama. Þar viðurkenna Rúss- ar Mannerheim sem forseta, þótt hann hafi löngum verið talinn mestur Þjóðverjasinni allra Finna. Hins vegar hafa þeir krafizt að Tanner yrði meinuð þingseta. Slík dæmi mætti lengi telja. En einkenni þeirra flestra virð- ast þessi: Kommúnistar virðast , ekki telja menn stríðsglæpa- menn eða Þjóðverjasinna eftir þeim verkum, sem þeir hafa | unnið, heldur eftir viðhorfi þeirra til Rússa nú. Þeir, sem eru líklegir til að vera eftirlát- samir við Rússa og gerast verk- færi þeirra, „öðlast fyrirgefn- ingu syndanna“ og hljóta veg- tyllur og völd. Hinir, sem eru 1 líklegir til að verða Rússum ó- þægir, eru dæmdir stríðsglæpa- 'inenn eg Þjóðverjadindlar, og það jafnvel þótt þeir hafi aldrei verið það, eins og t. d. Maniu. Fyrir kommúnistum virðist 'm ö. o. miklu heldur vaka að nota þetta tækifæri til að útíýma andstæðingum sínum, en raun- verulegur áhugi fyrir því, að refsa stríðsglæpamönnum. í þessu sambandi hefir það líka vakið nokkra athygli, að Rússar hafa ekki viljað taka sæti í ráði þvi, sem Bandamenn hafa sett á stofn til að hafa með höndum mál svokallaðra stríðsglæpamanna. Rússar vilja fara sínu fram í þeim löndum, sem þeir hernema, og vera laus- ir við afskipti þessa alþjóðaráðs, en það gætu þeir ekki verið, ef þeir tækju þátt í því. í rússnesku blaði voru nýlega látin liggja orð að því, að þeir stjórnmálamenn Dana, sem höfðu vissa samvinnu við Þjóð- verja fyrstu hernámsárin, hefðu unnið sér til óhelgis. Christmas Möller svaraði þessu strax rösk- lega í „Frit Danmark“ og benti (Framhald á 7. síðu) fflDD/R NA6RAHNMNA í forustugrein Vísis 7. þ. m. segir svo um dýrtíðarmálin á hausti komanda: „Nú í haust, er ákveðið*verður verðlag á landbúnaðarafurðum, er hætt við, að til verlegra árekstra dragi og hefir verið boðað að bænd ur muni krefjast verðs, svo sem lagt var til grundvallar af sex manna nefndinni, undir forystu kommún- ista. Slík hækkun mun valda mik- illi vsitöluhækkun, og hefir heyrzt talað um 17—20 stig. Sjá allir hverja þýðingu það getur haft fyrir þjóðarbúskapinn í heild, einkum ef svo skyldi fara, að bændur heimtuðu jafnframt verð- lagshækkun af þeim sökum, að uppbótargreiðslur yrðu niður felld- ar. Því er ekki unnt að mæla í gegn, að bændur eiga réttin sín megin, en þá rís aðeins sá vand- inn, hvort hlut bænda einna eigi að bera fyrir borð, eða hvort allar stéttir þjóðfélagsins eigi að taka höndum saman og vinna gegn verðþenslunni, sem óhjákvæmi- lega kemur atvinnuvegunum á kné, verði hún svo skefjalaus, sem útlit er fyrir. Núverandi ríkisstjórn og stuðningsflokkar hennar skutu þessu vandamáli á frest, en lausn- in bíður þeirra, og ekki er unnt, að skjóta sér undan skyldunum í því efni. Það eitt er víst, að á vandræðatímum, sem þeim er nú standa yfir, verður að gæta fyllsta réttlætis gegn öllum stéttum þjóð- félagsins, þannig að komist verði hjá öllum hjaðningavígum þeirra í milli." Það kemyr vissulega fyrr en seinna að því, að lausn dýrtðarinnar verður ekki .dregin á frest og þá mun það vel sjást, hve óhyggilega það hefir verið gert, að draga þessi mál á lang- inn. * * * í Degi 28. f. m. er rætt um nýsköp- unarloforð stjórnarinnar og bent á, að efndirnar hafi orðið þær á sein- asta þingi, að aldrei hafi verið jafnlítið gert þar í framfaraátt. í því tilefni segir Dagur: „í þjóðsögum er sagt frá oflát- ungi, sem fékk ríkt gjaforð í fjar- lægri sveit vegna þesa, að enginn þekkti hann. Er hann bar að heimagarði sínum með brúðina reyndist „höfuðbólið" argasta kot sveitarinnar. Kallaði hann þá inn i kofann, því að myrkur var: „Kveiktu á gullstjakanum"-. „Og ekki get ég það,“ var svarað. „Kveiktu þá á silfurhjálminum." „Og ekki get ég það,“ var enn svarað. „Kveiktu þá á helv. . . . kolskörinni!“ Var það gert. Þeim mönnum, sem telja sig lýðræðissinna, en létu glepjast til fylgis við nýsköpunarskrumið, má líkja við heimasætuna. Þeir munu hafa vænzt þess, að kveikt yrði á gullstjaka og silfurhjálmi fyrir til- verknað stjórnarinnar. Þeir eru nú komnir svo langt í brúðarför- inni með stjórninni, að ljóst er, að „nýsköpun" hennar er „arg- asta kot“, ekkert nema blekking og oflátungsháttur. í stað gull- stjakans er það kolskara komm- únismans, sem lýsir upp stjórnar- heimilið. Það er eina týran, sem logar á bænum. Allt nýsköpunar- hjalið er hulið myrkri og reyk blekkinganna og ábyrgðíirleysis- ins." Eftir er svo að sjá, hve lengi for- kólfar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins fá liðsmenn sína til að sætta sig við „kolsköru" kommúnismans. * *:* í greinaflokki frá Landssambandi útvegsmanna, sem birtist í Mbl. 10. þ. m. segir m. a. svo: „Þrátt fyrir það, að matvæla- skortur sé víða og jafnvel hung- ursneyð sums staðar, er matvæl- um fleygt hér í stórum stíl. Á síðast liðnu ári keyptu Eng- lendingar allan okkar frysta fisk með þunnildunum, en nú vilja þeir ekki hafa þau með. Ekki hef- ir tekizt að selja þau á aðra mark- aði, hvorki fryst né söltuð, fyrir verð er svari kostnaði. Hér er þó ekki um neitt smáræði að ræða, þar sem er um 20% tí frosnum fiskflökum, eða ca. 5000 tonn, mið- að við framleiðslu síðasta árs. Einnig er mjög lítið hirt af gell- um, en eins og kunnugt er, eru þær góður matur, og mætti frysta þær eða salta. Ríkisstjórnin og viðskiptanefnd ættu að gera sitt ýtrasta til þess að fá UNNRA tíl þess að kaupa þessi matvæli handa þeim, sem frekast þurfa þeirra með. Ennfremur er miklu af öðrum úrgangi fisksins kastað, sem gæti þó að minnsta kosti verið ágætur fóðurbætir og áburður." Það var Vilhjálmur Þór, sem á sín- um tíma fékk Breta til að kaupa þunnildin. Haldi ríkisstjórnin eins vel á því máli og Vilhjálmur gerði þá, ætti því fljótt að verða lokið, að þessum mikilsverðu matvælum væri fleygt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.