Tíminn - 20.04.1945, Side 6

Tíminn - 20.04.1945, Side 6
6 TÍMIM, föstndaginm 20. apríl 1945 29. bla» Meindýr og eíturlyi Eyðing dýra með eltrl er að forsmá starf náttúruimar og ovirða verk skaparans. Eftfr Guðmund Davíðsson. Nýlega er komin út bók, sem heitir Meindýr, eftir Geir Gígju kennara.'Að ytra borði er bókin hin vandaðasta. í henni eru 134 myndir glöggar og góðar. Eins og nafn bókarinnar segir til, er hér aðeins um svokölluð mein- dýr að ræða og gefin ráð til að útrýma þeim. Annarra dýra er ekki getið að neinu, er þetta því ekki fullkomin íslenzk skordýra- fræði. Er því slík bók órituð enn. Tilgangur höfundar með útgáfu þessarar bókar er eink- um sá-að lýsa fyrir almenningi einstökum meindýrategundum og kenna mönnum ráð til þess að eyða þeim með eiturlyfjum. í þessu efni túlkar hann ræki- lega skoðun alme'nnings á skor- dýrum, eins og hún_ yfirleitt hefir komið í ljós fyrr og síðar. Alþýða manna ber lítið skyn á skordýralífið í kringum sig, og er það að vísu eðlilegt, því að mennyhafa ekkert haft hér við að styðjast, sér til leiðbeiningar. Og það er yfirleitt regla að álíta það skaðlegt, sem menn ekki þekkja, þó að um nytjadýr sé að ræða. í þessu sambandi má nefna ánamaðkinn. Margt fólk leit svo á, að hann gerði engum gagn, en væri frekar til skaða og töldu hann með meindýrum. Sumir gerðu sér jafnvel far um að útrýma honum, þangað til skýlan var tekin frá augum fólksins og því sýnt fram á gagnsemi hans fyrir jurtalífið og mennina. 1 Ríki skordýranna er heill heimur út af fyrir sig, sem fáir hafa skygnzt inn í. En þar kennir margra grasa. Það gef- ur að skilja, að meðal' hinna ó- talmörgu tegunda eru misjafnir einstaklingar ekki síður en hjá æðri dýrum og meðal mann- anna sjálfra. ' í bókinni eru nefndar 130— 140 skordýrategundir, sem tald- ar eru mönnum til óþurftar. Margt af þeim eru algeng skor- dýr, sem ýmist dreifa sér út um haga, eða halda sig kringum híbýli manna og inni í þeim. Dýrum þessum telur höf. ekk- ert til- gildis með lífi sínu í ríki náttúrunnar. Þau eru öll und- antekningarlaust skoðuð sem meindýr, nokkurs konar illgresi í búskap náttúrunnar og mann- anna. Sumar tegundirnar mætti þó telja til nytjadýra, ef menn kynnu að færa sér þær í nyt. Ég efast um að fólk yfirleitt geri sér grein fyrir því, hvað tæki við, ef öllum skordýrum, sem nefnd eru í bókinni, og öðr- um tilsvarandi, væri hér útrýmt með öllu. Vissulega mundi eyð- ing skordýranna á landinu hafa í för með sér, að bergvatnsfisk- ar hyrfu með öllu, eða því sem næst, og veiðiskapur hyrfi úr sögunni um leið. Hið sama ætti sér stað um alla skordýraætu- fugla. Þeir mundu hætta að fljúga til íslands, nema til þess að verða hungurmorða. Skemmist rótin fölnar blóm- ið, hve fagurlega sem það er skapað. Svipað er um mennina. Það kemur fram á þeim sjálf- um, þótt seinna verði, ef lægri tegundunum er spillt úr hófi fram, — en þær má skoða sem rætur að æðri lífsverum í nátt- úrunni. Sum meingjörnu skordýrin fylgja manninum úr einu land- inu í annað. Verði þau honum til ama, tekur hann þá til bragðs, í örvæntingu sinni, að eyða þeim með eiturlyfjum, í staðinn fyrir að reyna að breyta lífsskilyrðum þeirra, sé þess kostur, svo að þau hverfi af sjálfu sér. Má þar t. d. nefna snýkjudýr á mönnum og skepn- um. Bráðþroska nytjagróður virðist hrinda skaðlegum skor- dýrum frá sér. Það bendir á, að þau nái ekki eins góðum tökum á vaxtarhröðum jurtum og þeim, sem eru seinþroska. Höfundur Meindýra telur upp 50—60 lyfjategundir nothæfar til að útrýma skordýrum. Eru það alls konar eiturblöndur og skaðavökvar. Væri þetta ærinn lyfjaforði í meðalstóra lyfjabúð. Þó að skordýrum sé ætluð þessi lyf verða áreiðanlega fleiri, sem þau verða að aldurtila. Fuglar kunna að drepast af því að gleypa í sig eiturdauð og eitur- sýkt skordýr. Áhamaðkar drep- ast líka, eða flýja úr jarðvegi, sem drekkur í sig eiturblöndu. Sama getur og hent bergvatns- fiska. Þá eru og dæmi til þess, ið menn hafa dáið af því að leggja sér til munns matjurtir, sem stráð hafði verið á eitur- lyfjum til að eyða meindýrum. Gera má' ráð fyrir, að eiturlyf geti komizt ofan í húsdýr í heyi, vatni eða grasi. Ef eiturlyf eiga að vera til á mörgum heim- ilum og jafnvel börn og ung- lingar látin handleika þau, gæti farið svo, að lyfin styttu aldur einhverri þeirri veru, sem mað- ur vildi sízt af sjá. Hver gæti t. d. ábyrgzt að eitur kæmist skki ofan í neyzluvatn með skor- lýri og af því hlytist ekki tjón. Útrýming skordýra með eitri getur, ef illá tekst til, orðið of dýru verði keypt, ef ekki er fyllstu varúðar gætt. Það eru fleiri tegundir dýra en skordýr, sem reynt er að út- rýma með eitri. Það virðist orðin hefð hér á landi að drepa skepn- ur á eitri, sem menn ímynda sér að valdi einhverju tjóni. Kemur þetta greinilega fram á dýrum, sem standa ennþá hærra í teg- undastiganum en skordýrin, svo sem nagdýr, rándýr og fuglar. Það skiptir raunar litlu máli, hvaðan tízkualda þessi er runn- in, sem borizt hefir hingað á land. En.víst er um það, að hér hefir hún hitt fyrir ágæt þró- unarskilyrði — minnsta kosti ekki lakari, að sínu leyti, en jarðvegur er fyrir sum aðfluttu meindýrin frá útlöndum. Sums staðar erlendis eru fugl- ar hafðir til að eyða skordýrum, í staðinn fyrir að eitra fyrir þau, 9ins og hér er gert. Hefir það borið góðan árangur. Á eynni Havaian í Kyrrahafinu voru mikil brögð að því, að fiðr- ildislir'fa nokkur gerði mikið tjón á grasi, káli og öðrum ræktuðum gróðri, svo að til vandræða horfði. Á eynni íslandi hefði bótt sjálfgefið, undir slíkum kringumstæðum, að efna til rækilegrar skordýraeitrunar, en það var ekki gert á Havaian. Frá meginlandinu var flutt inn í eyna fuglategund nokkur af starra kyni, til þess að eyða skor- dýrunum. Fugl þessi undi sér vel og fjölgaði ört, og eyddi skor- dýralirfunum í miljónatali. Hann tíndi þær upp úr plógför- unum jafnóðum og akrarnir voru plægðir. Fuglinn varð því hið mesta uppáhald eyjar- skeggja. Menn .kannast eflaust við að hafa heyrt um veiðibjöllu- tegund eina, sem fluttist til Utah í Bandaríkjunum og eyddi þar engisprettutegund nokkurri, sem spillti jurtagróðri, og bjarg- aði þannig matjurtarækt og öðrum nytjagróðri í landinu. Til að minna fólkið á þetta afrek fuglsins var reistur af honum minnisvarði í höfuðborginni. En kynsystrum þessa nytja- fugls — veiðibjöllunum á ís- landi, er boðið eitur til að út- rýma þeim úr náttúru landsins, ef takast mætti. Á sumrin eiga hér heima margar tegundir af skordýraæt- um. Vafalaust mætti fjölga þeim að mun og jafnvel flytja inn í landið erlenda fugla, sem ætla mætti að þrifust hér. Mætti t. d. nefna tegundir af svölum og störrum. Ennfremur uglur, sem veiða rottur og mýs. Einstöku fuglar af þessum tegundum og öðrum hafa komið hingað til lands, stökjy sinnum, en hafa sjaldan stofnað hér heimili, nema uglur, enda tekið á móti flestum þeirra með púðri og blýi. Vafalaust mætti fjölga ugl- um til að eyða nagdýrum, bæði í strjálbýli og þéttbýli. Flutn- ingur nýrra fuglategunda hing- að til lands mundi að vísu kosta fyrirhöfn og þrautseigju, en ó- líkt væri það skemmtilegri að- ferð til að eyða skordýrum og nagdýrum, heldur en að eitra fyrir þau. Þegar frá liði mundi fólk komast á þá skoðun, að það sé ómannúðlegt að eyða dýrum með eitri, hve lítilfj örleg, sem þau kunni að vera, og það sé ekki samboðiðx þeirri lífsveru, sem telur sig standa nær guð- dóminum en allar aðrar skepn- ur jarðar. En þrátt fyrir hina háleitu skoðun á manneðlinu býr hið illa í heiminum í mann- inum sjálfum en ekki í nátt- úrunni fyrir utan hann. Ég ásaka ekki höfund „Mein- dýra“, þó að ég sé honum ekki samdóma um notkun eiturlyfja. Hann hefir kveðið upp úr um skoðun almennings á nytsemi eitursins til að eyða ýmsum tegundum skordýra og nag- dýra. Og ég efast ekki um, að hann eigi þar fleiri skoðana- bræður en ég. í þessu sambandi má benda á skoðun heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur. Samkv. tillögum hennar um að eitra fyrir nagdýr, veröur. ekki annað séð en að hún ætli það heilsu- samlegt, að eitraðir rottu- skrokkar liggi fyrir fótum manna inni í húsum og kringum mannabústaði, í þéttbýli sem strjálbýli, um land allt. Ætti það að vera góður stuðningur að eiga skoðun slíkrar nefndar á eitrun að bakhjarli. ^ í grein, sem nýlega hefir verið birt á vegum Landssambands útvegsmanna, er vakin athygli á því, að það skapi okkur betri aðstöðu til fiskveiða en öðrum þjóðum, „að fiskimiðin séu svo að segja við bæjardyrnar" og „verkun aflans geti því farið fram á landi, að mestu leyti“. Til þess að hagnýta þessa að- stöðu, hentar smáútgerð bezt og þess vegna verður að leggja meginkapp á eflingu hennar. í beim efnum er það eitt þó ekki nóg að fjölga skipunum, heldur verður jafnframt að sjá svo um, að nógu stórar og góðar hafnir séu í nánd helztu fiskimiðanna. Undir því er hagnýting þeirra ekki sízt komin. í bæklingi, sem Eysteinn Jóns- son reit um útvegsmál á síðastl. hausti, benti hann á, að engin sæmileg fiskibátahöfn væri við sunnanverðan Faxaflóa, á vest- anverðu Suðurlandsundirlend- inu, á utanverðu Snæfellsnesi, á norðaustanverðu landinu, og höfnin á Hornafirði þarfnaðist líka stórra endurbóta. Á öllum þessum stöðum eru hin ágæt- ustu fiskimið skammt fram- undan. Það verður því að vinna Frá Náffúrulækn- ingaiélaginu Náttúrulækningafélag íslands hélt aðalfund sinn 4. apríl. Varaforseti félagsins, Björn L. Jónsson, gaf skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Merkasta framkvæmd félagsins á árinu var stofnun matstofunnar á Skálholtsstíg 7 í Reykjavík (Landshöfðingjahúsinu). Eru þar nú um 120 manns í föstu fæði. Félagið hefir haldið uppi fræðslustarfsemi með svipuðum hætti og undanfarin ár og far- in var grasaferð á vegum þess til Hveravalla. Félagið hefir einnig í undirbúningi útgáfu bókar um heilsufræðileg efni. Sl. sumar var stofnuð félags- deild á Akureyri, og telur hún nú 100 félaga. Ráðgert er að stofna deildir víðar um land síð- ar meir, Félagatala hefir rúmlega tvö- faldazt síðan á síðasta aðalfundi félagsins. Þá voru félagar 751 en eru nú 1538. Stjórn félagsins var endurkos- in: Jónas Kristjánsson, læknir, Björn L. Jónsson, veðurf., Hjört- ur Hansson, stórkaupm., Axel Helgason, lögregluþjónn og Sig- urjón Pétursson, kaupm. Endur- skoðendur voru kosnir Pétur Jakobsson, fasteignasali og Kristmundur Jónsson, skrifari. Stjórn Hælissjóðs var einnig endurkosin, en hana skipa: Frú Matthildur Björnsdóttir, frú KrLstjana Carlsson, frú Fanney Ásgeirsdóttir, frú Guðrún Þ. Björnsdóttir og Pétur Jakobs- son, fasteignasali. Fylgízt með Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tíninnn Enn er órannsakað mál til hlítar, hvað sé meindýr og hvað illgresi. Þetta er hliðstætt hvað öðru. Það er ekki nóg að benda á einhverjar tegundir jurta eða dýra, segja þær skaðlegar, og að líf þeirra sé einkis virði í nátt- úrunni, nema til þess eins að gera mönnum bölvun. Efnafræð- 4 in hefir enn ekki skorið úr því, hvaða efni kunni að finnast í þeim skordýrum, sem talin eru meindýr. Gæti farið svo, með nákvæmri rannsókn, að sum þeirra hefðu nytjalyf í sér fólg- in, sem ættu við ýmsum mann- anna meinum. Má í þessu sam- bandi benda á ánamaðkinn, þó að ha,nn sé ekki skordýr. Um langan aldur mun hann hafa verið álitinn af flestum mein- dýr og allóþarfur jurtafróðri, eins og sum skordýrin. Nýlega hefir verið framleiddur úr hon- um olíukenndur vökvi, sem tal- inn er mikilsvert læknislyf. Þannig getur átt sér stað um fleiri tegundir lægri dýra, þó að skordýr séu. að því að koma upp stórum höfnum á öllum þessum stöð- um, þar sem væri verulegt rúm fyrir aðkomubáta. Hafnir þess- ar yrðu því einskonar lands- hafnir og eiga að setja í fyrir- rúmi fyrir öðrum hafnarfram- kvæmdum. Þeir staðir, sem sennilega koma hér helzt til greina, eru Njarðvíkur eða Keflavík, Þor- lákshöfn, Rif, Þórshöfn og Hornafjörður. Á öðrum stöðum þarf einnig að koma upp slíkum höfnum með tilliti til síldveið- anna og má þar nefna Skaga- strönd og Húsavík í fremstu röð. Milliþinganefndin í sjávarút- vegsmálum mun hafa haft í undirbúningi frv. um lands- hafnir, en stjórnin hefir nú lagt þá nefnd niður. Þess verð- ur þó að vænta, að mál þetta verði ekki lagt á hilluna af stjórnarliðinu, heldur tekið upp af nýbyggingarráði og lagt fyrir næsta þing til endanlegrar af- greiðslu. Landshafnirnar þurfa að komast upp á 2—3 næstu ár- um, jafnhliða því, sem hlynnt verður eftir föngum að hafnar- bótum annars staðar. Athugasemd Af tilviljun rakst ég á auglýs- ingu í Morgunblaðinu 4. jan. s. 1., um jólatrésskemmtun skátatfé- laganna í Reykjavík. Þar stóðu meðal annars þessi orð: „Samkvæmisklæðnaður æski- legur“. Satt að segja þótti mér ein- kennilegt að sjá þessa setningu frá skátum, því að ég hefi litið svo á, að þeir væru upp úr því hafnir að þrælbeygja sig undir ok hégómans og tildursins hér í bænum, eða annars staðar. Vitanlega er það orðin algeng regla, í Reykjavík að heimta af þátttakendum í veizlum og skemmtisamkomum, að þeir beri svokölluð „samkvæmisföt“. Þetta sýnir, að þeir, sem standa fyrir slíkum samkomum líta svo á, að meta skuli klæðnaðinn meira en persónuna, sem ber hann. Kennari. ♦ Þér skuluð lesa þessa bók. Landshafnir Samband tsl. samvinnufélafía. SAMVINNUMENN: Hagfelldustu kaupin gerið þér í kaupfélag- inu. Sjafnar tannkrem gerir tennnrnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun 1 munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennumar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. NOTIÐ SJAFNAR TAJVJVKREM KVÖLD! OG MORGNA. Sápuverksmiðjan Sfoln Akureyri Hlntaff árntboð Við undirritaðir höfum ákveðið að beita okkur fyrir stofnun fiskveiðahlutafélags í Hafnarfirði, er láti smíða vélbáta og gera þá út þaðan. Þeir Hafnfirðingar eða aðrir, sem vilja gerast hluthaf- ar í fyrirhuguðu félagi, geri svo vel að tala við einhvern okkar undirritaðra fyrir 1. maí n. k. Hafnarfirði, 14. apríl 1945. Magnús Bjarnason Kristján Steingrímsson Jóhann Kr. Helgason Óskar Guðmundsson Adolf Björnsson Ásgeir G. Stefánsson Björn Jóhamtesson Þórarinn Egilsson. Borgiirðingar! RÓhabÚð vor hefir að ‘ jafnaði fyrirliggjandi allar innlendar bækur, sem eru á markaðnum, og útvegar hverja bók, sem fáanleg er. Ef þér viljið eignast einhverja bók, sem f auglýst er fyrir áskrifendur, þá þurfið þér aðeins að senda oss áskrift. Athugið, að kaupa eða panta í tíma, bæk- ur, sem þér ætlið til fe/mingargjafa. — Kauplélag Borgfirðinga - Bókabúð -

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.