Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 1
KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. Símar 2353 og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simi 2323. 29. árg. Reykjavík, þriSjndaginn 24. apríl 1945 30. blað Bændnr §Tiknir nm sexmanna- nefndar-vcrðið Þad er svar ríkisstjórnarmnar við tilslöknn bænda á sama tíma og hún hækkar laun flestra stétta Það var upplýst á aðalfundi Mjélkurbús Flóamanna, er hald- inn var um helgina, að útborgað mjólkurverð til bænda á félags- svæðinu yrði aðeins 117.8 aurar fyrir lítrann. Kom bændum þetta vitanlega mjög á óvart, þar sem þetta verð er fimm aurum lægra en það verð, sem bændum ber samkvæmt sexmannanefnd- ar samkomulaginu, og er þá vitanlega ekki reiknað með þeirri 9.4% verðhækkun, sem bændur gáfu eftir seinasta haust. Ástæðan fyrir þessari miklu verðlækkun er sú, að ríkisstjórnin neitar að greiða nema nokkurn hluta uppbótanna á útsöluverð mjólkurinnar. Byggir stjórnin þessa synjun sína á því, að lög- boðin varasjóðsgjöld, ýmsir vextir, fyrningar og fleiri slík gjöld mjólkurstöðvarinnar og mjólkurbúanna séu hluti af mjólkur- verðinu til bænda. Þessi framkoma ríkisstjórnarinnar er vitanlega hið fullkomn- asta brot á samkomulagi sexmannanefndarinnar, því að þar er skýrt tekið fram, að bændur skuli fá 123 aura fyrir mjólkurlítr- ann kominn að stöðvarvegg, þ. e. að enginn annar frádráttur verði á þessu mjólkurverði til bænda en kostnaðurinn á flutn- ingi til hlutaðeigandi mjólkurbús eða mjólkurstöðvar. Bændur munu ekki heldur una þessum svikum ríkisstjórnarinnar, eins og sjá má á því, að bæði fulltrúafundur Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna samþykktu reikningana með því skil- yrði, að áskilinn væri allur réttur til að fá þessi mál leiðrétt fyrir dómstólunum. Ríkisstjórnin hefir sýnt það gleggst með þessu framferði sínu, hvern hlut hún setlar bændum. Hún hefir unnið að því að hækka laun flestra annarra stétta síðan hún kom til valda, en reynir svo á sama tíma að svíkja bændur um þeirra hlut, og það eftir að þeir voru einir allra búnir að gera verulega tilslökun. Slík framkoma lýsir svo fullum fjandskap í garð bændastéttarinnar, að enginn ætti að villast um það. í næsta blaði Tímans mun verða gerð nánari grein fyrir þessu hneykslis- og ofbeldismáli stjórnarinnar. Ríkisstjórnin bakar útgerðarmönnum í Eyjum fjárhagstjón af ráðnum Kug Neítar að yfírtaka leígusamníng um erlent fískfíutníngaskíp, og bannar þeím jafnframt að hafa skípsíns not Meðal útgerðarmanna í Vestmannaeyjum ríkir nú mikil óá- fisksamlagsins um, að samning- nægja vegna framkomu ríkisstjórnarinnar í svokölluðu Korab- ar Þess um Færeyjaskipin yrðu máli. Hefir Tímanum nýlega borizt þaðan ýj;arleg greinargerð latnir standa, ekki fengizt fram- um þetta mál, og fer hún hér á eftir. Auk þess, sem hún sýnir ó-/. Atvinnumálaráðuneytið 0g skiljanlega viðleitni atvinnumálaráðherra til að skaða útgerðar- Fiskimálanefnd höfðu ávalt menn, varpar hún skýru ljósi yfir hringlandaháttinn og skipu- verið látin fylgjast með um allt Iagsleysið í fiskmálunum, er opt hefir lýst sér á þann hátt, að sem skeði í skipaleigumálum ís- einn aðila bannar það, sem annar leyfir. Munu vissulega eiga j fisksamlagsins. Þegar niður féllu áður umtalaðir Færeyja- skipasamningar, voru teknir upp samningar um framleigu nokk- urra Færeyjaskipa, fyrir milli- göngu Fiskimálanefndar, en það sett sem ófrávíkjanlegt skil- V ega vídger dir stórlega vanræktar austanfjalls Kommiinistar seiida bændum hveðjn. Undanfarnar vikur hafa leysingar valdið miklum skemmdum á vegum á Suðurlandsundirlendinu. Sumum vegunum hefir ver- ið lokað tímunum sáman, en aðrir hafa verið lítt færir, þótt reynt hafi verið að fara þá. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefir sama og ekkert verið unnið að því að láta gera við vegina, og má vel af því marka, hve áhugalítil hún er fyrir hagsmunum þeirra, sem í dreifbýlinu búa. Hins vegar hefir eitt blað stjórnar- innar, Þjóðviljinn, notað þetta sem tilefni til árása á bænda- stéttina og forráðamenn hennar, og talið flutniiigaerfiðleikana eina sönnun þess, að þeir vilji skapa mjólkurskort í Reykjavík! Eins og gefur að skilja, hafa þessar skemmdir á vegunum valdið margvíslegum erfiðleik- um, og þó einkum í sambandi við mjólkurflutningana. Bílarn- ir hafa oft setið fastir timum saman og bílstjórarnir orðið að leggja á sig stóraukna vinnu og erfiði. Sumstaðar hefir orðið að flytja mjólkina á hestvögnum. Allt hefir þetta orðið til þess að tefja stórlega fyrir og mjólkin hefir því oft' komið miklu seinna til Flóabúsins en ætlað var. Þar hefir því iðulega þurft að vinna mikla eftirvinnu, en venjulegum vinnutíma lýkur þar kl. 31/2 á daginn. Stundum hefir þetta líka orðið til þess, að mjólkin, sem er send þaðan hingað suður, hefir orðið mun síðbúnari en ella, og hefir því í örfáum tilfellum orðið mjólk- urskortur hér í bænum nokkra stund úr degi, m. a. á sumardag- inn fyrsta. Það liggur vitanlega í augum uppi, að þessir erfiðleikar hefðu lítið eða ekkert komið til sög- unnar, ef ríkisstjórnin hefði brugðið fljótt við og látið gera við vegina. Því hefir þó ekki verið að heilsa. Aðgerðaleysið í þeim efnum hefir verið svo mikið, að bifreiðarstjórar aust- anfjalls sáu sig tilknúna að halda fund um þessi mál um síðastl. helgi, og boðuðu þangað samgöngumálaráðherra og vegamálastjóra. Hvorugur þeirra lét þó sjá sig á fundinum. ; Það er nú líka komið á dag- inn, að a. m. k. nokkur hluti stjórnarliðsins hefir haft annan áhuga í sambandi við þessi mál en að ráða fram úr flutninga- vandræðunum, draga úr erfið leikum bílstjóranna og tryggja Reykvíkingum greiða aðflutn- inga á mjólk. í tilefni af því, að nokkur mj ólkurskortur var hér á sumardaginn fyrsta, birti Þjóðviljinn forustugrein um þessi mál 20. þ. m. Hún hefst á þessa leið: „Fjöldi Reykvíkinga var mjólkurlaus á sumardaginn fyrsta. Það var sumarkveðjan frá Framsókn. — Það er ekki nóg með að Reykvíkingar (Framhald á 8. síðu) eftir að upplýsast fleiri svipuð mál, þegar öll kurl eru til grafar komin. [sfisksamlagið. Vestmannaeyingar, sem eins og kunnugt er hafa allra lands- manna bezt hagnýtt sér úrræði samvinnunnar í sjávarútvegs- málum, stofnuðu á árinu 1940 félagsskap til þess að annast sölu á ísfiski, þar sem fisksölu- samlag þeirra, sem er þátttak- andi í SÍF, hafði aðeins með saltfisksöluna að gera. ísfisk- samlagið stendur opið öllum fiskibátaeigendum í Eyjum, og skipshöfnum þeirra, og eru fé- lagsmenn í því allir þeir, sem útgerð stunda í Eyjum, að frá- skildum Einari Sigurðssyni og þeim, sem leggja afla í hrað- frystihús hans. Vertíðarundir- búningur hafinn. 5. nóvember 1944 boðaði stjórn ísfisksamlagsins til almenns fundar í samlaginu til þess að leita álits félagsmanna um starfsemina á komandi vertíð, og samþykkti fundur þessi að fela stjórn samlagsins ásamt nefnd, sem kosin var samlags- stjórninni til aðstoðar, að afla gagna um skipaleigur og gera á- áætlanir varðandi útflutning- únn. Taldi framkvæmdarstjóri samlagsins að mörgu leyti heppilegt, að skipin yrðu rekin að hálfu fyrir reikning samlags- ins á móti skipaeigendum. Eftir að rannsakaðir höfðu verið möguleikar um skipaleig- ur, og gerðar ýmsar athuganir í því sambandi meðal annars, var atvinnumálaráðuneytinu með símskeyti 13. nóvember til- kynnt um þessar ráðagerðir og spurzt fyrir um hvort samlag- inu væri þetta óhætt, vegna gildandi eða væntanlegra milliríkjasamninga. Skeyti þessu var aldrei svarað formlega, en framkvæmdastjóri samlagsins, Ragnar Stefánsson, sem fór til Reykjavíkur í þessum erindum ísfiskssamlagsins, ræddi þessi mál við Áka Jakobsson at- vinnumálaráðherra.og var hann þessara mála mjög fýsandi. Ákvarðanir teknar. 4. desember hélt ísfisksamlag- ið nýj an fund, þar sem gefin var skýrsla um undirbúning þann, sem framkvæmdur hafði veriö til þess að koma fiskútflutn- ingunum í hendur ísfisksam- lagsins eftir því sem við yrði komið. Fundur þessi samþykkti svofellda tillögu Helga Bene- diktssonar og Eiríks Ásbjörns- sonar: „Fundur haldinn í ís- fisksamlaginu 14/12. heimilar félagsstjórninni að leigja skip til fiskflutninga og gera aðrar þær r^ðstafanir, sem þurfa þykir, viðvíkj andi útflutningi fiskjar í vetur“. Tillaga þessi var samþykkt með nafnakalli meö öllum atkvæðum gegn einu. Daginn eftir, þann 15. desem- ber kom stjórn ísfisksamlags- ins saman til fundar, og .var þar ákveðið að taka nokkrum leigu- boðum, sem fyrir hendi voru, um partaleigu á íslenzkum skipum og nokkur hagkvæmustu skipin úr Færeyjaflotanum, og voru þau tilboð mjög hagkvæm. Síð- an var haldið áfram að semja um skipaleigur og var samlagið fyrri- hluta janúar búið að tryggja sér góðan leiguskipa- stól til flutninganna, en fær- eysku skipin þó með þeim fyrir- vara, að Lögþingið samþykkti leiguna. Korab II boðin til leigu. Eftir miðjan janúar barst Helga Benediktssyni i Eyjum símatilboð um leigu á pólska mótorskipinu Korab II. Helgi bauð ísfisksamlaginu skipið að hálfu á móti sér og var endan- lega frá því gengið á fundi ís- fisksamlagsstjórnarinnar 22. janúar, að ísfisksamlagið leigði umrætt skip að hálfu á móti Helga. Korab er nýlegt skip með diselvélum, sérstaklega spar- neytnum, með ágætum útbún- aði til ísfiskflutninga. Skipið gengur níu og hálfa mílu og er því fljótt í förum og skipshöfnin vön fiskflutningum, því að skip- ið er búið að vera í fiskflutn- ingum frá íslandi öll stríðsár- in og oftast á vegum íslendinga. Leigumálinn var mjög hag- kvæmur. Átökin hefjast. Áki Jakobsson atvinnumála- ráðherra hafði gert sér dátt við framkvæmdastjóra ísfisksam- lagsins, Ragnar Stefánsson, sem fór til Reykjavíkur viðvíkjandi verðjöfnunargjalds reglugerð- inni. Lofaði Áki, að Vestmanna- eyingar mættu yfirleitt hafa það eins og þeir vildu um útflutning sinn, og að þeir þyrftu ekkert verðjöfnunargjald að greiða í ríkissjóð, heldur eins og eðli- legt og sanngjarnt var, að þeir mættu halda verðjöfnunargjald- inu í sinni vörzlu. Enda er fisk- ur ísfisksamlagsins eingöngu eigin afli samlagsmanna og þannig hliðstæða við fisk togara og annarra skipa, sem sigla með sjálfveiddan fisk. 19. janú- ar fór svo ísfisksamlagið fram á það með símskeyti, að fá sam- komulag Áka og Ragnars stað- fest. Ekki fékkst þó skeytlnu svarað og vildi nú Áki sem óð- ast draga í land með loforðin. Þó fóru svo leikar, að Vest- mannaeyjar urðu mikið til sjálf- stætt verðlagssvæði. ' Þegar hér var komið málum, hafði íslenzka stjórnin tekið á leigu öll þau Færeyjaskip, sem leigð voru til fiskflutninga, og féllu þar með samningar um beinar leigur Færeyjaskipa nið- ur. En meðal skipa þeirra, sem íslenzka ríkið leigði, voru ekki beztu og nýjustu Færeyjaskip- in, sem ísfisksamlagið var búið að tryggja sér, og hafði ósk ís- yrði af hálfu ísfisksamlagsins, að ekki yrði ráðstafað fisk- kaupaskipum til Eyja þannig, að í bág færi við hleðslu leigu- skipa ísfisksamlagsins, og að allir leigumálar samlagsins yrðu staðfestir. En ekkert fékkst annað en hál loforð og loðin svör. Samninganefnd send til Reykjavíkur. Þegar ísfisksamlagsstjórnin samþykkti að leigja Korab, var það samtímis að samkomulagi, að ísfisksamlagið annaðist út- vegun íslenzkra leyfa til flutn- inga á fiski með skipinu, sem kæmi á móti þeirri vinnu, sem hinn leigjandi skipsins hafði lagt í að útvega skipsleiguna. En þegar ekkert gekk með útvegun útflutningsleyfis handa skipinu, og ekkert rak né gekk viðvíkj- andi framleigu Færeyjaskip- anna né viðvíkjandi hleðsluröð- inni, þá ákvað ísfisksamlags- stjórnin að senda þriggja manna nefnd til Reykjavíkur til þess að fá lausn þessara mála. Til fararinnar voru valdir þeir Ragnar Stefánsson fram- kvæmdastjóri samlagsins, Hann- es Hansson og Kjartan Quð- mundsson útgerðarmenn. Fóru þeir frá Eyjum 3. marz. Daginn eftir hófu þeir samningaumleit- anir um erindi sín. Lúðvík Jósefsson kemur á sjónarsviðið. Samninganefndinni var með erindi sín beint til Landsam- bandsins og Fiskimálanefndar, og kom einn nefndarmaðurinn, Lúðvík Jósefsson, einkum fram fyrir hönd Fiskimálanefndar. Lúðvík var hinn ljúfmannlegasti og ekki stóð á loforðunum, og heillaði hann nefndarmennina með marg yfirlýstum velvilja sínum og samningalipurð. Er- indislokin urðu svo þau, að sam- komulag varð um að ísfisksam- lagið mætti óátalið hlaða tvö af leigúskipum sínum á móti einu kaupaskipi frá öðrum að- ilum, þrátt fyrir það, að í gildi eru fyrirmæli um, að skip skuli hlaðin eftir þeirri röð, sem þau koma í höfn. Og í sjálfu sér var hér um undanslátt að ræða af hálfu Vestmannaeyinganna, því að þeir hafa í fyrsta lagi engan fisk að selja annan eri þann fisk, sem leigusklp þeirra anna ekki (Framhald á 8. síðu) Sænska samnínga- nefndín komin heim Svíar Súsir til að smíða 15 - 20 togara fyrir Islendinga Samninganefndin, sem fór til Svíþjóðar, er komin heim. í gær skýrði hún blaðamönn- um frá árangri ferðarinnar. Lofaði hún mjög greiðvikni og velvilja Svía og hve vel þeir hefðu greitt fyrir öllum málaleitunum hennar. Nefndin hefir fengið loforð fyrir útflutningsleyfum á all- miklu af sænskum vörum. Marg- ar þjóðir sækja nú fast eftir að fá keyptar sænskar vörur, og telur nefndin því, að sænska stjórnin hafi sýnt sérstakan vel- vilja í garð íslendinga með rýmilegum útflutningsleyfum. Þessar vörur eru m. a. tlmbur, tilbúin hús úr timbri, pappír, verkfæri ýmiskonar og vélar, þar á meðal landbúnaðarvélar, og efni til rafstöðva. Einnig hafa Svíar lofað að smíða fyrir ís- lendinga allt að 28 stór járn- og stálskip, 15—20 stóra diesel-tog- ara og allt að 8 skipum upp í 2700 smál. Þá var samið um, að Svíar keyptu af íslendingum allt að 125 þús. tunnur saltsildar af þessa árs framleiðslu. Þessi kaup eru vitanlega háð þvi skil- yrði, að hægt verði að koma síldinni Svíþjóðar, vegna styrj- aldarinnar, en Svíar munu sjá um flutningínn. Svíar hafa einnig hug á að kaupa aðrar ís- lenzkar afurðir, en það sem að- allega kemur til að standa í vegi fyrir viðskiptum, er hinn mikli munur á framleiðslukostn- aði í löndunum. í Svíþjóð hefir framleiðslukostnaður aðeins hækkað um 40—70% frá því fyrir stríð, en hér hefir hann eins og kunnugt er hækkað mörgum sinnum meira. í nefndinni áttu sæti Stefán Jóhann Stefánsson alþm., er var förmaður hennar, Óli Vilhjálms- son framkvæmdastjóri og Ar- ent Claessen stórkaupmaður. Vilhjálmur Finsen var nefnd- inni til aðstoðar. f DÁG birtist á 3. síðu ýtarlcg grein um áhrif styrjaldarinnar á land- búnaðinn íslenzka, eftir Stein- grím Steinþórsson búnaðar- málastjóra Á 4. síðu er grein eftir Hall- dór Kristjánsson á Kirkjubóli, „Utan af landshorni", og niður- lag bréfs úr Húnaþingi. Þrír nýir hæsta- réttardómarar Þau þrjú dómaraembætti við hæstarétt, sem auglýst voru laus, hafa nú verið veítt þeim Árna Tryggvasyni, borgardóm- ara, Jóni Ásbjörnssyni hæsta- réttarlögmanni og Jónatan Hallvarðssyni sakadómara.Emb- ættin eru veitt frá 1. maí n. k. Aðrir umsækjendur um stöður þessar voru: ísleifur Árnason prófessor, Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, Theodór B. Líndal hæstaréttarlögmaður og Sigfús Johnsen bæjarfógeti. Fjársöfnun barnavinafélagsins Sumargjafar á sumardaginn fyrsta gekk vel. AUs söfnuðust fyrir skemmtanirnar, sölu á merkjum, Sólskini óg Barnadags- blaðinu um 90 þús. krónur. Er það um 5 þús. kr. meira en safnaðist í fyrra. Útihátíðahöld félagsins voru fjölmenn og fóru vel fram. Alls mun hafa safn- ast saman við Austurvöll eftir hádegí um 12—15 þús. manns. Um 6000 manns sóttu inniskemmtanir félagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.