Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 5
30. blað TÍMIM, Iirið jmlagiim 24, apríl 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR yUhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD hú s ufi er ð — stálhúsin. JV ií jj u n tj í Stálhúsgögn eru orðin algeng hér á landi, a. m. k. í skrifstof- um, skólum og öðrum opinberum stöðum. Þykja þau hentug, end- ingargóð og þægileg í meðförum. Nú er fariö að byggja stálhús erlendis. Birtast hér myndir af slíku húsi. Er það eitt af nokkr- um húsum, er atvinnumálaráðu- neytið brezka lét byggja í til- raunaskyni fyrir skömmu. Til- gangurinn' var sá að áætla kostnað við húsabyggingar eftir stríð. Helmingur húsanna var byggður til þess að sýna ýmiss til i verksmiðju og flutt altilbú- in á staðinn og sett upp á grunn- inum. Meðan á byggingunni stendur, er hún notuð í stað pallanna, er reisa verður við venjulegar byggingar. Stálgrind- in er máttarstoð hússins. Vegg- irnir þurfa því ekki að vera til annars en að skýla fyrir veðri. Er því hentugast að hafa þá úr aluminiumplötum eða öðru á- líka léttu efni. Að utan er húsið þakið stálþynnum og málaö yfir. Gluggarnir eru greyptir inn í stálramma, sem er hluti af ■ Stáihúsiö konar innréttingu húsa. Voru þau gerð eftir teikningum margra þekktra húsameistara og byggð úr venjulegu bygging- arefni. En hinn helmingurinn var byggður til þess að reyna ný byggingarefni og aðferðir. Tvö þeirra voru stálhús, eins og það sem hér er sýnt. Þóttu þau bera af hinum og var jafnvel talið, að betri einbýlishús hefðu ekki ver- ið byggð þar í landi síðan stríðið hófst. Fljótt á litið virðist húsið ekki frábrugðið öðrum í útliti. En við nánari athugun koma í ljós margir kostir þess og fáeinir gallar, sem auðvelt virðist að bæta úr. Húsið er tvílyft. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi. Á neðri hæð er stór forstofa. Til hægri við innganginn eru dyr inn í dagstofu og við hliðina á henni er borðstofa. Stór rennihurð myndar milligerðina á milli þessarra herbergja og er því á svipstundu hægt að breyta báð- um herbergjunum í rúmgóðan sal. Sams konar hurð er milli eldhúss og borðstofu. Um sjálfa byggingu hússins er það að segja, að það er byggt utan um stálgrind, sem er búin að utan. grindinni. Reykháfurinn er hlaðinn úr múrsteinum. Þak- hellurnar eru úr hrufóttu stáli. Veggirnir eru þaktir að innan með „trétexi“ og múrhúðaðir („forskallaðir"); stiginn er úr stáli með tréþrepum. Gólfið á neðri hæðinni er þakið asfalti. Einn kostur við bygginguna er sá, að hægt er að setja strax þak á grindina og er þvl hægt að vinna að byggingunni, þrátt fyrir óhagsætt veður, Eini gallinn á byggingunni er máske sá, að stál kemur hér í stað flestra byggingarefna. Virðist þó, að víða mætti nota önnur efni, ódýrari og hentugri, þó að aðalefnið væri stál. Til dæmis er hætt við að oft yrði að mála húsið að utan til þess að halda við stálþynnunum og um leið útliti hússins. Það skal ósagt látið, hvort slík hús eiga sér framtíð hér á landi, enda of snemmt að gera áætlanir um það meðan bygg- ingin er á byrjunarstigi. En alltaf er gaman að fylgjast með nýjungum á sviði húsagerðar- listar, ekki sízt fyrir húsmæður. í þeim tilgangi eru þessar myndir ásamt skýringum birtar hér. Úr dagstofu og borðstofu. Skrifstoía mín á Vegamótastíg 4 vcrður framvegis opin alla virka daga kl. 10—13 f. h. Sími 3310. Heílbrigðisfulltrmim. Það var ekki nema rúmlega steinsnar að húsi Hákonar. Þetta var svo stutt, að hún hefði næstum þvi getað hrópað á hann — en sá, sem ekki vill heyra, hann heyrir ekki, hversu nálægur sem hann er. Þess vegna vegna hefði það verið skárra, að hann hefði verið í mörg hundruð rasta fjarlægð. Það jók bara kvöl hennar að vita af honum svona nærri, en geta þó ekki náð til hans. Árangurslaust reyndi hún að ná fundum hans, þegar aðrir gátu hvorki heyrt né séð til hennar. En hann forðaðist hana. Hann gætti þess að verða ekki á vegi hennar. Hún var ráðkæn og fékk Pál til þess að bjóða honum inn til þeirra, en hann hafði í frammi undanbrögð. Hann forðaðist hana, eins og hún væri orðin holdsveik. Hann sendi vinnukonuna eftir mjólkinni, og návist þeirrar manneskju var henni ábót á þann beiska kaleik, sem henni hafði verið réttur. Það var kvenmaður, sem hún átti sífellt erfiðar og erfiðar með að umbera. Það fór um hana sami óhugnaðurinn, þegar hún kom inn, og ef hundur læddist að henni og strauk trýnið upp eftir fótleggjunum á henni. Hún fann fiðringinn í hörundinu, og svo þaut það gegnum heilann: Nú bítur hann! Henni fannst augnatillit Elínar eins og glóandi nálar. Þeim kven- manni var ekki neitt gott í hug. Hún biti, ef hún gæti. Hún var auðvitað eins og hver annar lífvörður húsbónda síns og hafði gát á öllu. Hvað kom henni Hákon við? Hún lét bara eins og hún væri hans lögleg eiginkona! Margrét fékk ekki að nálgazt manninn, sem hún gat ekki án verið. En hún hafði Pál — hvað átti hún til bragðs að taka, svo að það yrði hann, sem hún gat ekki án verið? Gæti hún það, var hún hólpin. Og hún fór að leggja sig í líma um þetta. Hún varð að láta eins og það væri Páll, sem hún þráði, hann átti að ganga henni í Hákonar stað, hún átti sjálf að breyta honum í Hákon. Hún varð að gera það alein, án hans hjálpar. Því að ekki gat hún blátt áfram sagt við hann: Taktu mig frá Hákoni Frels- aðu mig frá honum! Ég verð að fá þig í hans stað. Svo varð hún stimamjúk við eiginmanninn. og fór að snú- ast kringum hann með blíðuhótum. Páll varð meira en lítið undrandi yfir þessu. Hvað var nú að henni? Hann var því ekki vanur, að hún léti svona. Hann vildi helzt, að hún væri eins og hún átti að sér. Hann kærði sig ekki um neina fyrirtekt. Svo að ekki auðveldaði maðurinn henni fyrirætlunina. En hún lét ekki hugfallast. Hún var honum eftirlát á kvöldin, hún lét eins og henni væri það nautn að vera með honum, hún óskaði einskis heitar en að gleyma sér í faðmi manns síns, hún vildi reynast honum sönn eiginkona. En þetta varð Margréti aldrei annað en einlægar óskir. Þar við sat. Hún aðeins vildi vera kona Páls — en árangurslaust. Páll var Páll og varð ekki Hákon. Árangurslaust. Ósigur hennar jók aðeins þjáningar hennar. Og vondir dagar komu hver af öðrum — vondir dagar, sem voru hræðilega lengi að líða — ó, svo hræðilega lengi —, rétt eins og einhver mein- fýsinn, glottandi púki héldi aftur af þeim. Þannig hafði Margrét aldrei kvalizt áður. En svona er það, þegar gleðin manns stafar öll frá öðrum. * Og Hákon ætlaði að frelsa sig frá konu annars manns. Hann einbeitti allri orku sinni til þess. Hann vildi af fyllstu einlægni verða vitur maður. Því að það var hvorki hyggilegt né viturlegt að láta konu spilla fyrir sér nótt með degi. Hygginn maður hirti ekki um konu nema til stundargamans. Hygginn maður kom aldrei frá konu me&sært hjarta. Þessa sýn, sem elti hann, varð hann að losna við. Og hann hrakti hana frá sér á daginn — en á nóttunni ásótti hún hann alltaf öðru hverju. í draumum sínum barðist hann við Pál og konu hans. Hann brýzt að næturlagi inn í hús Páls og gengur að hjónarúminu og þrífur í Margréti. Og hann kemur alltaf á.síð- asta augnabliki. Páll er í þann veginn að taka konu sína aftur, en h'onum heppnast að koma í veg fyrir það á síðasta augnabliki. Og Margrét fylgir honum af fúsum vilja, fagnandi yfir lausn sinni. Hún dregur lökin fram úr rúminu og tekur þau með sér, því að þetta eru brúðarlökin hennar. Þau eru græn eins og gras og blá eins og hörblóm. Þegar þau eru komin út, breiðir hún þau á jörðina. Þaf hljóta þau rúmgóða rekkju. En þau fá ekki að vera í náðum — Páll eltir þau, og þau verða að hlaupa allt hvað af tekur. Úti í skóginum stendur ^amli Ingjaldur sterki, sem heitið hefir þeim liðveizlu sinni til þess að flýja. Hann hefir grafið jarðhús undir fallinni furu, og þar ætlar hann að fela þau. En nú hafa allir íbúar Hegralækjarþorps verið kvaddir á vettvang, rétt eins og það hafi orðið vart við úlf, — það er mann- hringurinn, hvert sem þau snúa sér, og þau komast ekki í skóginn. Svo að þau eru þá króuð inni í þorpinu. Þar eru þau elt fram og aftur eins og dýr — hvergi fær hann að vera í náðum með Margréti. Hún er varla fyrr búin að breiða brúðar- lökin á jörðina og byrjuð að hjúfra sig upp að honum en þau verða aftur að hlaupa af stað .... Og Ingjaldur sterki bíður úti í skóginum, hann hefir reitt stóru skógaröxina sína um öxl og er albúinn að berjast. Ó, þessir skollans draumar! Og þessar minningar um það, sem liðið er! Allt þetta var því til fyrirstöðu, að hann gæti orðið hygginn. Sú hamingja, sem fólk hefir orðið aðnjótandi í sameiningu, tengir það hvað öðru. Og þegar það svo gerir hvað öðru illt, þá stendur hamingjan ljóslifandi álengdar og spottar og freistar. Og í minningunni margfaldast sú sæla, sem eitt sinn var. Hákon getur með engu móti gleymt. Hin bljúga eftirlátssemi Margrétar, funinn í kossunum, djúpur hláturinn um leið og hún gaf sig honum á vald, innfjálgur ljóminn í andliti hennar meðan hún naut algleymisvímunnar — allt þetta hafði hann eitt sinn reynt. Hann hefði verið sæll, ef allt þetta hefði skyndi- lega horfið úr hinni jarðnesku tilveru. En þetta stóð honum allt til boða. Þegar hann bara vildi þiggja það. — Taktu mig aftur í sátt! En hann vildi ekki sætta sig við minna en að þetta yrði aðeins handa honum einum. Aðeins handa honum einum. Að eiga konu með öðrum — nei! Og vera sá mannanna, sem vissi, hvernig allt var í pottinn búið .... Þá var skárra að vera sá, sem ekkert vissi og hélt, að hann væri einn um hituna. Páll var blekktur, en Skólasaga Færeysk gamansaga eftir M. A. Winther. Þýðing Aðalsteins Sigmundssonar. Borgundarhólmsklukkuna, sem stóð þar úti í horni og gekk svo ógurlega seint. Jón geispaði: ekki nema 10! Hann færði klukkuna á 12. — Nú getið þið haft frímútur. — Yfir í Þönglavík ligg- ur „blöðubekill“. Það er bezt við förum öll að skoða hann. — Hvað er það, Jón? Jón bað þau að gæta að því sjálf og rak þau út. Pétur Kristján og hann voru einir eftir inni. Kristján tók stól- inn, braut eina löppina undan honum og tyllti henni undir aftur, svo að engin missmíði sáust. Svo hlupu þeir á eftir hinum yfir í Þönglavík. Þar var ekkert að sjá, nema hræið af sjálfdauðu folaldi. Jón blístraði og tróð í pípuna sína, og Pétur Kristján fékk hjá honum í sína pípu. Meðan þeir lágu reykjandi í sólskininu, voru hin börnin í hrafnaleik og fleiri leikjum, sem eru ekki sem hollastir fyrir fötin. Þegar liðinn var hérumbil klukkutími, fannst Pétri Kristjáni tími til kominn að halda heim á leið. Þeir földu pípurnar í húfunum og tóku upp í sig. Er þeir komu heim að skólahúsinu, stóð kennarinn úti. Hann var ekki blíður á svip, og Jóni sýndist hann halda á kaðalspotta aftan við bak. — Nú skuluð þið þegja og láta mig tala, sagði Jón. — Úrþvættin ykkar! Hvar hafið þið verið að flækjast í allan dag, síðan klukkan 8? Ég skal láta ykkur hafa aðra bók að lesa í! Og hann þreif í Jón. — Góði kennari! sagði Jón, við höfum ekkert illt gert af okkur. Við vorum bara yfir í Þönglavík að skoða „blöðrubekil“, sem er rekinn þar. Kennarinn glápti. „Blöðrubekill?“ Hvað áttu við?“ - — Sæmi kallar það svo. Líklega er það sjómaður eða marbendill, sagði Jón, og svo var hann svipgóður og alvarlegur, að ætla mátti, að hann væri af englaættum. — Farið þið inn og setjizt og farið að skrifa, og verið þið nú þæg. Ég þarf að skreppa snöggvast frá, sagði kennarinn. Börnin settust inn, en brátt gægðist Jón út, að gæta að, hvort kennarinn færi ekki yfir í Þönglavík — Jú, viti menn! Hann fer þangað! kallaði Jón. Haldið ykkur nú fast, því að nú verður dansað í stofunni. Yngstu börnin fóru að gráta, en Pétur Kristján kall- aði: „Haldið ykkur saman!“ Og börnin fóru að skrifa af kappi, hljóð eins og mýs. Jón og Pétur Kristján stóðu frammi við dyr og hvísl- uðust á. Mátti sjá á svip þeirra, að þéir voru ekki sem rólegastir. Jón tuggði ákaft tóbakið; það gerði hann jafn- an, er hann hugsaði vandamál, og nú reið á! Hvað áttu þeir að gera? Þá varð þeim litið á kúna kennarans. Hún var tjóðruð rétt neðan við skólahúsið. Hún varð að hjálpa þeim. Þeir hentust út; nú reið á að flýta sér! Þeir kipptu tióðurhælnum upp, vöfðu tjóðrinu og þvældu um allar lappir beljunnar, og flýttu sér síðan inn og fóru að skrifa. Tilkynning frá Selfossbíó Höfum opnað gistíhús í sambandí við gildaskálann. -- Tekið á móti dvalargestum til lengrí eða skemmri dvalar. Allar frekari upplýsingar í símum 20 og 31 á Sel- fossi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.