Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMITVfN, þriSjttdagtnn 24. apríl 1945 30. blað (Jtan af landsliorni Eftlr Halldór Kristjánssoii á Kirkjubóll Pæííir ú v Húnaþingi Núííð og fvamíið Ég keypti mér olíubuxur um daginn og greiddi fyrir þær 50 krónur. Verzlunarmaðurinn, sem afgreiddi þær, sagði mér, að enskir sjómenn hefðu spurt sig eftir olíubuxum í haust, en hætt við kaupin, þegar þeir vissu verðið. Jafnframt sögðu þeir honum, að í heimalandi þeirra, Englandi, kostuðu olíubuxur 12 shillinga, en það mun vera nokkuð á 17. krónu. Eru því verðhíutföll á enskum og ís- lenzkum olíubuxum mjög svipuð og á íslenzku og amerísku smjöri, en um það hefir margt verið rætt. Þetta getur orðið tilefni ým- issa hugleiðinga. Ekki ætla ég að álykta sem svo, að þessi mikli mismunur sanni það, að íslend- ingar þurfi að fá allar buxur sínar saumaðar í útlöndum, og fatasaumur á íslandi geti ekki verið nema „sport fyrir idióta.“ Ég trúi því, að iðnaður sé nauð- synlegur þáttur í atvinnulífi ís- lendinga, enda þótt verðlag hans sé nú óhagstætt og ekki samkeppnisfært á heimsmark- aði. Það er eitt af hlutverkum íslenzkra stjórmála að skipa málum svo, að iðnaður okkar geti blómgvazt og vaxið. Sjómönnunum ensku þótti olíubuxurnar of dýrar. Verðlag þeirra mun vera mjög sambæri- legt við annað verðlag á ís- landi. Ég hefi nefnt smjörið, og það má sjálfsagt nefna hús og húsgögn og margt fleira. Og það verðum við að gera okkur ljóst, að það eru Bretar, sem halda þessu verðlagi uppi og greiða kaupverð þessara nauð- synja okkar. Meðan sala afurð- anna úr landi gengur svo vel, að við getur haldizt kaupgeta fyrir svona verðlag, helzt allt á floti. Því verða menn að ráða það við sig, hvort þeim finnst sennilegt, að Bretar leggi fram- vegis fé sitt í það að gera kaup- getu okkar svo mikla, að við getum greitt þrefalt meira en þeirra menn gera fyrir föt og fæði. Finnist mönnum það sennilegt, geta þeir litið björt- um augum fram á veginn og fylgt ríkisstjórn sinni stórhuga og glaðir. En finnist mönnum hitt sennilegra, að verðlag hér verði að færast til samræmis við það, sem er með viðskipta- þjóðum okkar, þá er það von, að þeir fari að verða langeygir eftir ráðstöfunum ríkis.stjórn- arinnar í því efni og fái á henni fullkomið vantraust, ef þær ráðstafanir verða ekki gerðar. Og ekki mun það bæta hag ríkisstjórnarinnar, þó að málsvarar hennar hrópi hátt um það, að allar áhyggjur séu þjóðhættulegar og öll fyrir- hyggja sé landráð. Það er ekki verið að óska sjómönnum ó- farnaðar, þó að þeim sé sagt að austur muni koma í neglulaus- an bát. Það er ekki verið að heitast við bændur eða biðja þeim ó- bæna, þó að þeir séu minntir á, að tún þeirra þurfi áburð og skepnur þeirra fóður. Það er ekki heldur verið að óska þjóð- inni háska og tjóns, þó að kraf- izt sé fyrirhyggju af ríkisstjórn- inni og Alþingi. Þetta hygg ég að flestir muni skilja, nema ef vera skyldi Jón bændakvisling- ur frá Akri, sem virðist trúlega þjóna þeim ráðherrum, sem hafa lýst því yfir opinberlega, að þeir vilji eyða byggðir lands- ins og krefjast þess af landbún- aðinum einum allra íslenzkra atvinnuvega, að hann þoli alltaf verðlag á heimsmarkaði í sam- keppni við framleiðslu annarra þjóða. Hvort ætli sé meiri manndómur og þjóðhollusta, að taka ráðherradóm og tala sí og æ um það, að stefnt sé til hruns og breyta þurfi um, en ympra þó aldrei með einu orði á neinni slíkri breytingu, en slíkur virð- ist mér ráðherradómur Péturs Magnússonar, eða þá hitt, að neita því að eiga nokkurn hlut að feigðarsiglingunni? Ef Pétri ráðherra er alvara með það, sem hann segir um öngþveiti í fjármálum ríkissjóðs og stefnu sem ekki megi halda lengur, þá á hann að breyta um stefnu. Ýmsir munu brátt þurfa að spyrja sem svo, hvort fjármála- ráðherra þessi hafi aðeins nafn- bætur en engin völd. Sú ein skýring finnst mér hugsanleg á hátterni þess stýrimanns, sem sér háskann framundan, hróp- ar hátt um hann og stýrir þó beint í hann. En hraustlegra og karlmannlegra fyndist mér þó að segja húsbændum sínum að taka sjálfum við stýrinu eða lofa sér að breyta um stefnu. Þegar ég var barn, heyrði ég sagt frá bónda einum, sem ekki átti fóður nema til fárra mála, þegar forðagæzlumaður sveit- arinnar kom til hans á útmán- uðum. Eftirlítsmanni þótti ó- tryggt og vetrarlegt og spurði bónda, hvað hann ætlaðist fyrir þegar þetta væri búið: „Þá von- ar maður að batinn komi,“ sagði bóndi. Þetta er sú von, sem oft hefir orðið. tálvon og komið bændum landsins á kaldan klaka, ieitt horfelli yfir bú þeirra og orðið hið mesta tjón og skömm. En nú er þetta orðið sjónar- mið og hjálpræði ríki'isstjórn- arinnar. Þegar spurt er, hvernig eigi að mæta vissum þörfum komandi daga, er svarað: „Þá vonar mafur að batinn komi.“ Bóndinn, sem þannig svaraði, þótti ekki fara hyggilega að ráði sínu eða búa vel. Hins heyrði ég ekki getið, að strákar hans gerðu hróp að eftirlits- manninum og brigzluðu honum með því, að hann væri með fjandsamlegar hrakspár, óbæn- ir og óskir um fóðurskort og felli. Þetta dæmi verður því svip- dauft og blælítið, þegar það er borið saman við málflutning stjórnarliða okkar nú á tímum, þó að ýmsum kunni að virðast fyrirhyggjan og ráðdeildin svip- uð. En ef til vill býr stjórnin yfir einhverjum úrræðum, sem hún hefir ekki ennþá til sýnis. Færi betur að vantrú okkar og svartsýni reyndist ekki rétt. Framtíðin sker úr því, hvorir fá meiri hróður, þeir, sem bera ábyrgð á núverandi stjórnar- stefnu og fjármálaástandi eða hinir, sem trúa því, að niður- færsla verðlags og tilkostnaðar sé þjóðarnauðsyn. Aimælísfagnaðisr Sígurðar á Stafafelli Þegar Sigurður Jónsson bóndi á Stafafelli kom heim af Bún- aðarþingi' heimsóttu hann margir sveitungar í tilefni af sextugsafmælinu 22. marz og færðu honum að gjöf fagurt málverk: Við Papafjörð, eftir Höskuld Björnssson listmálara. Brunnhorn gnæfir þar við him- in og Papós sést, en sá staður var lengi eina siglingahöfnin og kaupstaður í Skaftafellssýslum, og einnig útróðrarstöð á vertíð öldum saman. Ennfremur veru- staður fyrstu manna, er fæti stigu á íslenzka jörð. Mörg heillaskeyti og kveðjur bárust Sigurði í bundnu og óbundnu máli. Dvöldu gestir lengi á Stafa- felli við veitingar og mikinn fögnuð. ÞRlSt ÍSLEYDEYGAR I,IÉM FLUGYÁMS. Þrír íslendingar hafa nýlega lokið námi í flugskóla í Banda- ríkjunum. Eru það þeir Georg Thorberg, Hörður Sigurjónsson cg Kristján Kristinsson. Stund- uðu þeir námið í The Spartan school og Aeronauties í Okla- koma, og gekk námið vel. Þeir eru allir frá Reykjavík. Samgöngumál. Kunnugt er að eitt af aðal lífsskilyrðum atvinnuvega til sjávar og sveita eru góðar og öruggar samgöngur. Samgöngur á sjó til hafna við austanverðan Húnaflóa hafa löngum verið erf- iðar, vegna hafnleysis. Blöndu- ós, sem er aðalverzlunarstöð Austur-Húnavatnssýslu hefir erfið hafnarskilyrði, og þó mikið megi þar umbæta lendinguna, verður ekki hægt að gera þar trygga höfn. Hins vegar er verið að byggja fullkomna höfn á Skagaströnd eins og áður segir.- Landsamgöngur um Austur- Húnavatnssýslu eru allgóðar orðnar. Á undanförnum aldar- fjórðungi — þó sérstaklega síð- ustu fimmtán árin, hefir verið unnið af kappi við akvegagerð um öll byggðalög héraðsins, og með þeim árangri að nú eru að- eins örfáir bæir í fremstu dala- botnum og yzta annnesi án ak- vegasambands. Verður væntan- lega ekki langt þess að bíða að akvegakerfið nái einnig til þeirra. Fyrir tuttugu og fimm árum var lengd akvega í Austur- Húnavatnssýslu 50—60 km. út frá aðalverzlunarstaðnum. Nú er samfellt akvegakerfi héraðs- ins um 260 km. Þegar nú á það er litið, að héraðsbúar hafa sjálfir kostað að meir en hálfu leyti mestan hluta þessara vega eða nær 200 km., er voru sýslu- og hreppavegir, er þeir voru gerðir akfærir, þá sést bezt að menn kunna vel að meta nauð- syn veganna og vilja mikið á sig leggja fyrir góðar samgöngur. Á þessu árabili hefir vegafélag bænda í einni sveit héraðsins t. d. lagt rúmlega 50 km. langan veg um sveitina, þar sem bænd- urnir urðu að leggja fram % byggingarkostnaðar úr eigin vasa. Þessi vegur liggur yfir mýr- ar og flólendi og er því allur upphlaðinn. Annars eru víða í héraðinu góð náttúruskilyrði fyrir rudda vegi, óg hafa þau verið notuð svo sem kostur var og því hefir tekizt að koma byggðalögunum í akvegasam- á stuttum tíma, þótt lítið fjár- magn væri fyrir hendi. Stofnkostnaður og viðhald vega um víðáttumikil byggðalög krefst svo mikilla fjárfórna, að íbúum sveitanna eru þær þungu byrðar um megn, með því fyrir- komulagi, sem nú er um fjár- framlög til sýslu- og hreppavega. En það er þannig: Hreppavegi kostar hvert sveitafélag að öllu af eigin fé, en til sýsluvega legg- ur ríkið fram 50% til stofn- kostnaðar og viðhalds. Húnvetningar eiga því láni að fagna, að -allverulegur hluti sýsluvega í héraðinu hefir verið tekinn í tölu þjóðvega, er rík- ið kostar að öllu. Þó er enn svo, að sýsluv.egasjóður hefir ekki yfir að ráða því fjármagni, er nauðsyn krefur til viðhalds og endurbóta veganna. Þar sem gera verður ráð fyrir að líkt sé ástatt um mál þessi í öðrum héruðum landsins, sem hér hef- ir sagt verið, þá er hin mesta nauðsyn að breyta lögum um sýsluvegasjóði á þann veg, að framlög ríkisins til sjóðanna verði hækkað í % móti y3 frá héruðunum, og engar lagahöml- ur verði lagðar á framlög hér- aðanna til þessa. Ætti takmark- að gjaldþol héraðsbúa að vera nægilega öryggi fyrir ríkið. Er með öllu óeðlilegt, að ríkisvaldið torveldi framlög héraðsbúa til endurbóta á samgöngukerfi sínu, eins gert hefir verið und- anfarið, með því að neita um leyfi til þeirrar hækkunar á gjöldum til sýsluvegasjóðanna, er héraðsstjórnin hefir talið nauðsynlega. Betri vegir — meiri tækni. Vegna vaxandi framfara í byggingum, ræktun og félags- legum viðskiptum, eykst stór- lega umferð um vegina. Flutn- ingatækin verða stærri og þyngri en nú er. En af því leiðir, að vinna þarf svo sem kostur er að endurbyggingu vega og brúa Meðan ekki var kostur ann- arra afla en manna og hesta til vegagerðar reyndist ókleift jafnt ríki sem héruðum að byggja miklar vegalengdir af svo vönd- uðum vegum sem nútímaum- ferðin krefst. En nú þegar loks er hægt að taka í þjónustu vega- gerðarinnar stórvirkar vélar, er hvort tveggja gera að margfalda vinnuafköstin og lækka bygg- ingarkostnaðinn að miklum mun, verður þjóðfélaginu ekki. lengur um megn að byggja vegi er hafa margfalt þol og end- ingu við þá, er með handverk- færum einum eru gerðir. Auk þess sem slíkir vegir með véltækni gerðir spara slit á flutningatækjum, sparast og flutningskostnaður við það að nota má stærri flutningabif- reiðar, sem verða miklu ódýrari í rekstri en þær, sem nú eru notaðar. Væntanlega er þess skammt að bíða, að hægt verði að flytja inn nægilegt af margs konar hentugum vélum til vega- gerðar, svo sem jarðýtur, skurð- gröfur og mokstursvélar, svo slík áhöld geti samtímis verið starfandi í hverju héraði lands- ins, þar sem þörf er á vegaum- bótum. Það er viðurkennd staðreynd, að bæði er erfitt og dýrt fyrir litla þjóð að lifa meningarlífi í stóru landi. Þetta kemur áþreifanlega fram hvað snertir samgöngumál þjóðar vorrar. Sá skattur, er þjóðin verður á sig að leggja vegna sam göngumála sinna á landi og sjó, er margfaldur við það, sem bekkist í þéttbyggðum löndum, og stendur í öfugu hlutfalli við efnahag hennar. Þetta ættu þeir að hugleiða, er kasta fram van- hugsuðum dómum um ófull- komnar samgöngur á landi hér. Ef sanngjarnlega er metið, mun bví ekki móti mælt, að á síðasta aldarfjórðungi hefir verið unnið stórvirki í samgöngubótum. Á bessu tímabili hefir akvegakerf- ið verið þanið út landsfjórðunga á milli og um flest byggðalög, og er nú orðið mörg þúsund kíló- metrar, svo og fjölda margar brýr, stórar og smáar, er hafa byggðar verið samtímis. Nú er það verk framtíðarinn- ar að fullkomna þessa vegi og færa enn út eftir þörfum. Og eins og áður segir, má gera ráð fyrir, að þetta starf veitist létt með með tækjum og tækni, er fyrir hendi verða. í voru fannþunga landi mun lengst af reynast erfitt að tryggja greiðar samgöngur um landið að vetrarlagi, en þó má mikið úr bæta, og eru nú slíkar endurbætur mest aðkallandi, svo s/)ara megi að nokkru leyti þær fjárfúlgur, er nú verður ár- lega að fórna í snjóinn. Mörgum virðist bjarma fyrir þeim degi, að loftleiðirnar komi að mestu í stað veganna. En hyggilegra mun að búast við þeirri dögun langt undan. All- ar líkur benda til, að langt verði þess að bíða, að þungavöru- ■flutningar loftleiðirnar verði samkeppnisfær við landflutn- inga, jafnvel þótt stofnkostnað- ur og viðhald veganna sé tekið með í reikninginn. Hins vegar eru flugsamgöngur menningarmál, sem væntanlega verður unnið brautargengi með fyrirhyggju og hagsýni. Steingr. Davíðsson. um áratugum. Þannig hafa leifar fornrar og allmerkilegrar menningar fundizt í frumskóg- um Afríku og undir sandbreið- unum við Timbuktu og víðar. Hin ævaforna menning Kín- verja og Indverja er betur þekkt og metin, enda svo gömul, að hún var fullmótuð orðin meðan menning vestfænna manna var enn mjög í bernsku. Þá hafa rannsöknir leitt í ljós mjög merkilega menningu Indí- ána áður en Norðurálfumenn komu þangað, brenndu borgir þeirra, eyddu hjörðum þeirra, rændu þá og drápu unnvörpum. Raunar var hún að nokkru leyti kunn áður, til dæmis menning Inka og Azteka. Verður það aldrei bætt, sem tortímt var á fyrstu öldum hvítra manna í Vesturheimi, og seint mun full vitneskja fást um líf og siðu, trú og menningu, hinna mörgu Indíánaþjóða. Ein af stærstu uppgötvunum Indíánanna í Vesturálfu var UPPHRÓPUN: „Ó! “ Táknar ótta, undrun og gleði, eft- ir þvi sem andlitssvipur- inn segir tH. táknmál, sem þjóðflokkar, er töluöu ólík tungumál, notuðu í viðskiptum sín á milii. Það var myndað af mörg hundruð tákn- um, sem komu í stað allra orð- flokka venjulegs tungumáls. Allar þjóðir, sem á sléttunum bjuggu, gátu þannig fyrirstöðu- laust gert sig hver annarri skilj- anlega með látbragði og bend- ingum af viðlíka nákvæmni og hraða og með mæltu máli. Hvergi annars staðar í heimin- um hefir slíkt kerfisbundið bendingamál verið notað í við- skiptum þjóða á milli. Gömlu Indíánarnir hlæja, þegar þeir segja söguna af hvita manninum, sem sá Indí- ánana nota táknmálið forðum daga og hélt, að þeir væru ó- málga eins og börn og gætu ekki gert sig skiljanlega með venjulegum hætti. En í rauninni var hviti maðurinn þarna sjón- arvottur að notkun frábærasta bendingarkerfis, sem fundið hefir verið upp, uppgötvun, sem FORSETNING: „Meðal“. Visi- fingri hægri handar rennt á milli uppréttra fingra vinstri handar. var svo svangur, ó!, að í ORÐUM MYNDI ÞETTA VERÐA: „Ég Mynd þessí er af múrskreytingu eftir Indíánann Deming, þekktan listamann. Þannig litu synir sléttunnar út, þegar þeir hittust á veiðilöndunum. jafnast á við kínverska letrið, sem notað er um allt Kínaveldi og Japan, þar sem ólíkar tung- ur- og mállýzkur eru talaðar. Þetta bendingamál var raun- verulega þeirra alþjóðamál — og gildi þess ætti okkur að geta verið vel ijóst í öllu tungumála- fargani nútímans. Þegar Indíánarnir voru á vis- undaveiðunum á sléttum miklu, hittust þar oft menn af fimmt- án til tuttugu kynkvíslum, sem töluðu hver sitt tungumál. Þeir skildu ekki hver annan, og þar mynduðust þessi tákn, sem svo smám saman urðu að þessu full- komna og óviðjafnanlega bend- ingamáli. Orðaforði þessa Indí- ánamáls var að minnsta kosti tuttugu sinnum meiri, héldur en nokkurs annars sambærilegs merkjamáls, og á sumum svið- um var notagildi þess hundrað- falt. Allir, sem rannsakað hafa þetta táknmál Indíánanna, dást að þeirri fjolbreytni í málflutn- ingi, sem hægt er að ná með réttri notkun þessara tiltölulega fáu merkja. f heimi hinna gömlu Indíána var varla til það hugtak, sem ekki var hægt að túlka með því. Og rannsókn þessa merkilega máls hefir vak- ið áhuga manna á mörgum öðr- um þáttum í siðum og menn- ingu Indíánanna. Það hefir einnig varpað ljósi yfir grund- vallarrök og lögmál indíánskra tungumála. Og þetta merkjamál hefir NAFNORÐ: „OJIBWAY-INDÍÁNAR“. Tvö merki eru notuð til þess að tákna þetta. Fyrst eru hendur hreyfðar eins og verið sé að þræða saman Indíánaskó. Síðan er fingri hægri handar strokið um handarbakið, táknar rautt skinn. ATVIKSORÐ: „HUGSTOLA.“ Visifingur vinstri handar upp í loftið táknar mann, hallað aftur á táknar hugleysingja. þegar ég varð á vegi Ojibway-Indíánanna gafst ég upp eins og hugleysingi." orðið eitt af þvi í menningu Indíánanna, er lifað hefir af árekstrana við hvítu mennina og samhæfzt þeirri menningu, sem þeir komu með til lands- ins. Hið þögla táknmál á mörg- um hlutverkum að gegna í nú- tíma lífi. Skátahreyfingin hefir tekið þetta táknmál upp, og enn er ekki fullreynt, að hversu miklu gagni það getur orðið til viðbótar og uppfyllingar fingra- máli því, sem dumbir menn og (Framhald á 7. síðu) SÖGN: „HANDTAKA". Hendur krosslagðar um úlnliði og hnefar krepptir táknar að handtaka eða hafa i haldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.