Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRA er bezta íslenzka tímuritið um þjjóðfélagsmál. « REYKJAVÍK Deir, sem rilja kynna sér þjjóðfélaysmál, ftttt- lend og útlend, þurfa uð lesa Dagskrá. 24. APRÍL 1945 30. blað Kórabmálið (Framhald aj 1. síðu) að flytja, og í öðru lagi hafði því verið lofað af ríkisstjórnar- innar hálfu í sambandi við um- ræður um þessi mál á Alþingi, er Færeyjaleigusamningarnir voru til umræðu, að skipum yrði ekki ráðstafað í bága við leigu- skip samlaganna. Auk þess höfðu Norðfirðingar notað sér .for- gangshleðslu fyrir sín leiguskip. Eftir að vandkvæði höfðu reynzt á því að fá útflutnings- leyfi á fisk í Korab, gaf Helgi Benediktsson fisksamlaginu að fullu eftir sinn hluta af leigu- málanum, ef það gæti létt lausn málsins, án þess þó að undan- skilja sig jaokkurri fjárhags- ábyrgð af samningnum. Samtímis þessu, þann 5. marz, framleigði samninganefnd ís- fisksamlagsins af Fiskimála- nefnd 7 Færeyjaskip, eftir að Lúðvík Jósefsson hafði gefið munnlegt loforð um, að Korab skyldi fermdur strax. Hins vegar var ekki ákveðið fyrir hvers reikning það yrði gert, en Vest- mannaeyingarnir höfðu sam- þykkt að framselja Fiskimála- nefnd leigusamninginn, og hafði Fiskimálanefnd með bréfi dag- settu 5. febrúar, lofað að yfir- taka leigumálann með smávægi- legum breytingum, sem ísfisk- samlagið var alltaf fúst að sam- þykkja og taka ábyrgð á. í sam- ræmi við þetta loforð Lúðvíks símaði framkvæmdarstjóri ís- fisksamlagsins þau fyrirmæli heim til Eyja, að ferma Korab þá um kvöldið. En Adam var ekki lengi í Paradís, því strax og samninganefnd Eyjamanna var komin á stað áleiðis til Eyja með Ægi, símaði Áki ráðherra til bæjarfógetans í Eyjum fyrir- mæli um að hindra fermingu á Korab með lögregluvaldi. Ekki vantaði heilindin. Lúðvík heldur „góðviljanum" áfram. Eftir heimkomu nefndarinnar til Eyja hringdi framkvæmda- stjóri samlagsins til Lúðvíks, og föru þá fram endurtekningar af vinmælunum frá Reykjavíkur- dvölinni. Lúðvík kvað Áka hafa tekið fram fyrir hendur Fiski- málanefndar, en málið skyldi leyst með fullum góðvilja. Vinmælin héldu svo áfram, af Lúðvíks hálfu, og voru sendi- mennirnir allir á einu máli um það, að þvílíkan ágætismann sem Lúðvík hefðu þeir ekki fyr- irhitt i Reykjavlk, enda hefði hann allur verið einn góðvilji og fyrirgreiðsla, enda svo valda- mikill að við aðra hefði vart þurft að tala. 12. marz las svo Lúðvík upp í síma fyrir framkvæmdarstjóra ísfisksamlagsins símskeyti, sem Fiskimálanefnd hafði samþykkt að senda um yfirtöku Korab, og var skipið tekið upp að fisk- bryggju til hleðslu, og aðeins beðið eftir að Áki afturkallaði hleðslubannið, sem hann hafði sett á skipið. En hvorki skeytið né hleðslu-* leyfið kom. Daginn eftir, þann 13. marz, símaði Ragnar Stefánsson enn til Lúð.vlks, og stóð ekki frekar en áður á „vinmælum“ Lúðvíks, en Áki hafði þá um morguninn kallað Þorleif Fiskimálanefnd- arformann á sinn fund, og stöðvað sendingu skeytisins, en ítrekað við bæjarfógetann í Eyj- um, að hindra fermingu skips- ins með lögregluvaldi, ef þörf krefði. Hártoganir og undanbrögð. Lúðvík fullvissaði Ragnar ennþá um að unnið væri að lausn málsins með fullum góð- vilja, og að ekkert væri að ótt- ast, og talaði í fleirtölu, þannig að ekki var fullljóst í hvers nafni hann talaði. Hins vegar þegar hér var mál- um komið var Áki fyrir alllöngu hættur að fást til þess að tala við Ragnar, enda hafði Áki á sínum tíma fengið hjá Ragnari tæmandi upplýsingar um reynslu ísfisksamlagsins i fisk- flutningamálum, enda er það litla vit, sem felst í fiskimála- ráðstöfunum Áka, fengið að láni frá reynslu ísfisksamlagsins og reynslu Norðfirðinga. Þorleifur formaður Fiskimála- nefndar fékkst nú ekki heldur til viðtals í síma og örðugt tók að gerast að ná í Lúðvík, og þá sjaldan að hafðist upp á honum, mátti ekki gefa símasamband við hann vegna nefndarstarfa. Þann 15. marz tilkynnti svo Fiskimálanefnd með hraðskeyti, sendu eftir skrifstofulokunar- tíma, að ef óskað væri frekari aðgerða í Korabmálinu, þá bæri að snúa sér til atvinnumála- ráðuneytisins. Að afstöðnum aðalfundi ís- fisksamlagsins, höldnum 15. marz, símaði stjórn samlagsins atvinnumálaráðuneytinu beiðni um leyfi til að reka Korab, eða, ef það ekki fengist, þá að ríkis- stjórnin yfirtæki leigumála skipsins eins og gert hafði verið með önnur erlend fiskflutninga- skip, og vísað til þess grund- vallar sem samkomulag hafði náðst um innan Fiskimála- nefndar. Jóhanni alþingismanni Jósefssyni var samtímis sent skeyti, og hann beðinn að gæta hagsmuna ísfisksamlagsins í sambandi við Korableiguna, og að hindra að brotin yrðu loforð ríkisstjórnarinnar gefin á Al- þingi um hleðsluröð leiguskipa fisksölusamlaga. Ekki svaraði atvinnumála- ráðuneytið skeyti þessu. Jóhann skerst í málið. ísfisksamlagið hafði mikið til látið Jóhann Jósefsson alþingis- mann Vestmannaeyja fylgjast með aðgerðum sínum í fisksölu- og fiskflutningamálum. Enda var Jóhanni sérstaklega kunn- ugt um að leigumálinn um Korab var gerður löngu áður en íslenzk stjórnarvöld settu höml- ur á fískflutninga með erlend- um , skipum, því hann hafði sjálfur staðið í samningum um leigu á Korab, og um næstliðin áramót boðið ísfisksamlaginu ^kipið að einum fjórða hluta á móti sér og fleirum, og þegar hann fékk svo að vita, að úr þeim samningum yrði ekki, en að búið vera að leigja skipið til Vestmannaeyja, varð honum að orði, „að það gleddi sig, því aðal- atriðið væri þó að blessað skipið lentt í Vestmannaeyjum“. Hitt var mannlegt þótt Jóhann væri ekki sérlega viðbragðsharð- ur i fyrstu, þar sem nokkur ó- ánægja milli hans og kjósenda hans í Eyjum, var tengd við nafn Korabs, frá því að er siglingar íslenzkra skipa stöðvuðust vet- urinn 1941, þá hafði Jóhann ásamt fleirum Korab á leigu og bætti þá úr bráðri nauðsyn Vest- mannaeyinga með fiskflutninga með því að láta Korab taka fiskfarm í Eyjum, en sá böggull fylgdi, að leigjendur skipsins léttu gefa sér 10% í afslátt af fyrirskipuðu lágmarksverði út- flutningsnefndar, og þóttu það harðir kostir þá. Jóhann skrifaði svo atvinnu- málaráðuneytinu þann 20. marz ítarlegt bréf, þar sem hann vottaði að sér væri kunnugt um að leigumálinn væri gerður áður en takmarkanir þar um voru settar, og benti á að þetta ástand, að halda skipinu að- gerðalausu á fullri leigu, gæti ekki orðið til annars en að baka innlendum aðiljum tjón, og fór þess á leit að staðið yrði við sam- komulag það, sem áður var á komið um að Fiskimálanefnd yfirtæki leigumálann. ísfisksamlagið símaði atvinnu- málaráðuneytinu á ný 26. marz og ítrekaði tilmælin frá 16. marz, og svaraði atvinnumála- ráðuneytið með skeyti 28. marz, lögðu inn á símstöðina eftir að ráðuneytinu var lokað og allir farnir i páskafrí, og var svarið á þá leið, að ráðuneytið vildi ekki yfirtaka leigumálann. Ákvörðun tekin um að skila Korab. , ísfisksamlagsstjórnin ákvað þegar hér var komið málum, að skila skipinu, fengist ekki lausn fyrir páska, og tilkynnti at- vinnumálaráðneytinu og Fiski- málanefnd þessa ákvörðun, og jafnframt að umræddir aðilar yrðu gerðir ábyrgir fyrir tjóni því sem af þessu hlytist. Var þetta gert í samráði við Jóhann Jósefsson, sem nú vann af kappi að lausn málsins.. Eftir að Jóhann ofan á vilyrði af hálfu Áka fékk svo aftur hreina neitun, tók hann að mæðast í sókninni, og sagði réttilega, að ekki væri hægt aö fást við menn, sem væru að svíkja sínar eigin bókanir. „Ekki fengu ráðið miklu ritstjórarnir þeir“, Þótt þungt væri fyrir fótinn hjá Jóhanni, gefst hann þó ekki upp við svo búið, en fór á fund Ólafs Thors forsætisráðherra og fór ásamt honum og Lúðvík góðviljaða á fund Áka, og kvað Jóhann það úrslitatilraun af sinni hálfu. En þeir fengu engu áorkað. Þau erindislok juku ekki álit Jóhanns í Eyjum. En getur eru að því leiddar, að hér sé um herbragð af hálfu kommúnista að ræða til að rýra fylgi Jó* hanns í Eyjum, en að Jóhanni föllnum telja kommar sig hafa líkur fyrir þingsæti hans. Skipstjórinn kærir til brezka sendiráðsins í Reykjavík. Þegar hér var komíð sögu fór Lúðvík verr en Pétri forðum, er hann afneitaði Kristi þrisvar, þar sem hann hafði mörgu fleiru að sverja sig frá. En Fiski- málanefnd sendi skeyti 31. marz, þar sem viö ekkert var kannazt af því, er áður hafði um samizt. Korab fór þó ekki að þessu sinni, því að skipstjórinn hafði í millitíð kært til brezka sendi- ráðsins 1 Reykjavík yfir, að á sé r væru brotnir samningar, og óskaði sendiráðið að skip- stjórinn færi ekki fyrr en það væri búið að ræða við íslenzk stjórnarvöld. Ekki vantar heilindin, Sendiráðið fékk svo svar frá atvinnumálaráðuneytinu, dag- sett 6. apríl, þar sem segir með- al annars, og er orðalagið eftir brezkri þýðingu af bréfinu, sem sendiráðið sendi skipstjóranum: „í þessu sambandi viljum vér taka fram, að þrátt fyrir marg- endurteknar tilraunir ríkis- stjórnarinnar eða Fiskimála- nefndar, hefir okkur ekki tekizt að fá skipið (Korab) leigt frá eigendum þess í Englandi. Hins vegar ef' ráðuneytinu ekki fært að leigja af aðilum þeim í Vest- mannaeyjum, sem hafa það leigt.“ Undir bréf þetta rita Áki Jak- obsson og Gunnl. Briem. Þó liggja fyrir upplýsingar um það, að eftir að búið var að leigja skipið til Eyja, þá lét rík- isstjórnin bjóða eigendum skips- ins mun hærri leigu en það er nú leigt fyrir. En Vestmanna- eyingum var alls ókunnugt um þessa tilbur'ði stjórnarinnar, þegar þeir tóku skipið á leigu, enda höfðu þeir ekki falazt eft- ir skipinu, þ^ldur var þeim boð- ið það. Málið lagt fyrir utanríkis- málanefnd. Þegar ísfisksamlaginu barst kæra skipstjórans til eyrna og það, að þetta væri komið á ut- anríkismálavettvang, þá sneri Samlagið sér til utahríkismála- nefndar með símskeyti 7. apríl, og óskaði að nefndin útvegaði vansa- og skaðlausa lausn þessa leiðindamáls, eins og það var orðað. Útgerðarmálavelvilji Ólafs Thors. Hefði g’óður vilji verið til stað- ar, og utanríkismálaráðherrann hefði viljað standa við hlið Jó- hanns Jósefssonar flokksbróður síns og annara þeirra, sem lík- legir voru til drengilegra að- gerða um viðunandi málalok, þá hefði málið leyzt, e'n það fór á aðra lund. Formaður utanríkismála - nefndar svaraði tilmælum ís- fisksamlagsins 7. apríl á þessa leið: „Forsætisráðherra og þing- maður Vestmannaeyía báðir rúmliggjandi sökum lasleika. Hefi rætt málið símleiðis við báða. Forsætisráðherra neitar að hafa afskipti af því sem ut- anríkisráðherra, þar sem það sé ekki á þessu stigi utanríkismál og kveðst ekki sækja fund ut- anríkismálanefndar þótt boðað- ur yrði. Tel af framansögðu þýðingarlaust að kalla utanrík- ismálanefnd saman vegna máls- ins“. Hér þarf engar skýríngar. Jóhann hristir sig framan í Vestmannaeyinga. Jóhanni Jósefssyni hafði sem þingmanni Vestmannaeyja og nefndarmanni í utanríkismála- nefnd verið falið að fylgja Kor- ab-málinu fram og honum send samrit af erindinu til utanríkis- málanefndar. Þegar svo útséð var um að málið yrði lagt fyrir nefndina, vegna aðgerða Ólafs Thors samherja hans, þá símaði Jóhann ísfisksamlag- inu 12. apríl, meðal annars: „Verði málið tekið fyrir í utan- ríkismálanefnd, mun ég að for- fallalausu mæta þar og leggja fram í höfuðatriðum það sama og gera sömu kröfur og ég gerði í bréfi mínu til atvinnumála- ráðuneytisins 20. fyrra mán- aðar“. Miklir menn 'erum við Hrólf- ur minn. Ekki er ein báran stök. ísfisksamlagið hafði nú látið staðar numið, en þá kom í ljós að skipstjórinn á Korab treyst- ist ekki til þess að sigla skipinu kjölfestulaust til Bretlands, en ís sá, 60 tonn, sem hafði verið í skipinu sem kjölfesta á leiðinni til landsins, var bráðnaður, og ekki hægt að nota aðra kjöl- festu þar sem skipið er losunar- tækjalaust. Var nú úr vöndu að ráða og að því snúið að nýju, að leita heimildar til að þess að ferma skipið með fiski svo hægt yrði að skila þvl. Þeirri málaleitun var neitað með köldu blóði Enn er reynt að komast að samkomulagi. Þegar engin fékkst til þess aö nota hagkvæmasta fiskflutn- ingaskipið, sem íslendlngar höfðu yfir að ráða, og leigjend- um þess óheimiluð öll not þess af íslenzkum stjórnarvöldum, fór Helgi Benediktsson þess á leit við Guðbrand Magnússon, eftir beiðni ísfisksamlagsins að hann færi persónulega á fund Áka ráðherra, sem síðustu tilraun til þess, að þrautreyna hvort ekki væri hægt neinu um að þoka. Átti Grunbrandur síðan vinsam- legt samtal við Áka, og tók Áki ekki af um að leyfa farm í skip- ið, án þess þó að gefa loforð, en lofaði ákveðnu svari 16. apríl, en samtal hans og Guðbrands fór fram 14. apríl. Þann 17. apríl komu svo skilaboð til Guð- brandar, að engu yrði um þokað. Síðar um daginn náði Guð- brands, að engu yrði um þokað. með þeim árangri, að þeir tóku aftur upp umræður um málið, og lofaði Áki þá að gefa loka- svar klukkan 10 um kvöldið. Hver er þáttur Eyjólfs? Kommúnistar í Vestmanna- eyjum halda daglega'fundi í svo- kölluðum innstahring sínum í kjallara svonefnds Stíghúss, sem þeir hafa einhver ráð á. Eyjólfur Eyjólfsson, sá sem látinn var ta við af ísleifi Högnasyni á sínum tíma, virðist hafa á hendi öll ritstörf fyrir samkundu þessa, en aðrir aðal- menn þarna eru Karl Guðjóns- son kennari og Sigurður Gutt- ormsson bankaritari. Áður en Áki gaf lokaafsvarið fyrir kl. 10 hinn tiltekna dag, hringdi hann til Eyjólfs, en í hvaða sambandi það stendur við neitunina er ekki ljóst, en hitt er upplýst að þeir töluðu um Korab. Korab leggur úr höfn. Eigendum Korab í London hafði verið tilkynnt, að skip- stjórinn neitaði að sigla skipinu til baka án kjölfestu, og höfðu þeir, er hér var komið, gefið skipstjóranum fyrirmæli um að sigla skipinu kjölfestulaust heim eins og á stæði. Kvað skip- stjórinn sig við burtför skipsins þann 18. -apríl heldur vilja eiga á hættu að skipið færist heldur en brjóta í bága við þau fyrir- mæli. Er þessi ráðstöfun ráðherrans iþeim mun óskiljanlegri, þar sem GAMLA BÍÓ K A I R O Amerísk söng- og gaman- n.ynd. Jeanette MacDonald. Robert Young. Sýnd kl. 5 , 7 og 9. »** »*» N Ý J A B f Ó Á tfTLEIÐ (Between two Worlds) Stórmynd eftir hinu fræga leiki-iti. Aðalhlutverkin leika: Paul Henreid, Fay Emerson, John Garfield. Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. LITMYNDIN RAMÓNA Sýnd kl. 5. 4 Fjallið EVEREST frásagnir um hæsta fjall jarð- arinnar og tilraunir manna til að brjóstast upp á hæsta tind- inn. Skemmtileg og fróðleg bók, prýdd mörgum fallegum mynd- um. Fæst í flestum bókaverzlun- i m, en upplagið orðið mjög takmarkað. ••TJABNABBÍÓ«> GRÁKLÆDDI MAÐIJRINIV (The Man in Grey) IÁhrifamikill sjónleikur eftir skáldsögu eftir Lady Eleanor Smith. Margaret Lockwöod, Phyilis Calvert, Stewart Granger. Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 14 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKLR Kaupmaðurinn í F eneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýning aimað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldír í dag frá kl. 4—7. ATHS. Ekki svarað í síma fyrr en eftir kl. 4y2. Aðgangur bannaður fyrír börn. Vegaviðgerðir (Framhald af 1. síðu) verði að bjóða börnum sínum einhverja lélegustu mjólk í heimi, einokunarsamsullið hans Sveinbjarnar, — heldur geta þeir ekki einu sinni treyst á að fá hana“. Grein Þjóðviljans er svo öll á þessa leið. Það er svo sem ekki verið í „verkalýðsblaðinu“ þvi að þakka bílstjórunum og öðrum þeim, sem hafa sigrast á flutn- ingaerfiðleikunum og tryggt Reykvíkingum undantekningar- lítið næga mjólk, þrátt fyrir þá! Það er síður en svo verið að heimta aðgerðir hjá ríkisstjórn- inni til þess að draga úr erfiði þessa fólks og tryggja mjólkur- flutningana til bæjarins! Nei, áhugamál Þjóðviljans er að nota þetta tilefni, þegar vegirnir spillast af náttúruvöldum og ríkisstjórnin dregur að láta gera við þá, til að kenna bændum og forráðamönnum um það, ef mjólk kemst ekki til bæjarins af þessum ástæðum, og segja að þetta sé eitt dæmi þess, að þess- ir menn vilji níðast á Reykvík- ingum og hafi ánægju af „að neita þeim um mjólk“! Sjaldan hefir það sést öllu greinilegar, hve ástæðulausar eru árásir kommúnista gegn bændum og forráðamönnum þeirra og hve reynt er aö nota hin fjarstæðustu tilefni til að svívirða þá 1 augum bæjar- manna. Mætti mönnum vissu- lega vera þetta lærdómsríkt dæmi um starfshætti kommún- ista. Þess verður svo að krefjast, að ríkisstjórnin sofi ekki lengur í þessum málum, heldur hefjist svo rösklega handa um vegavið- gerðirnar, að samgöngurnar komist hið fyrsta í viðun&nlegt horf. á almanna vitorði er, að ríkis- stjórnin beitti hörku til þess að ná undir sig afnotum af erlend- um skipum, sem íslendingar höfðu áður fengið í sínar hend- ur. Og hér er það ennfremur sannað, að ríkisstjórnin hefir strítt við að ná samningum um leigu á hinu umrædda skipi við ÚR BÆNUM Á útleið heitir kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Er hún gerð eftir hinu heimsfræga leikriti Stuffos VanS. Leikrit þetta hefir verið leikið hér í Reykjavík af leikfélaginu við mikla aðsókn. Marga mun því fýsa að sjá leikinn í meðförum hinna amerisku leikara. — Aðalhlutverkin í myndinni leika: John Garfield, Paul Henreid, Fay Emerson, Eleanor Parker og Sidney Greenstreet. — Leikur'inn ger- ist meðal látins fólks; sem er á ferð milli hinna tveggja heima. Norrænu félögin í Reykjavík héldu vorhátíð að Hótel Borg síðastl. föstudagskvöld. Fjölmenni mikið var á skemmtuninni. S. A. Friid, norski blaðafulltrúinn, setti samkomuna, en ræður futtu: Ludvig Storr, konsúll, kveðja frá Danmörku, Ludvig Ander- sen, aðalræðismaður, kveðja frá Finn- landi, P. Wigelund skipasmiður, kveðja frá Færeyjum, Vilhj. Þ. Gíslason, skólastjóri, kveðja frá íslandi, T. Haarde, verkfræðingur, kveðja frá Noregi, og P. Hallberg, lektor, kveðja frá Svíþjóð. Á eftir hverri ræðu var sunginn þjóðsöngur viðkomandi lands. Lárus Pálsson leikari las upp á sam- komunni og Guðmundur Jónsson söng. Að lokum var stiginn dans. Drengur fellur úr strætisvagni. Það slys vildi til síðastl. miðvikudag, að drengur að nafni Grétar Norðmann féll út um afturdyr á strætisvagni og fékk heilahristing. Grétar var að tusk- ast við annan dreng í vagninum og féll á afturhurðina, sem opnaðist. Hjónaband. , Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af séra Jakob Jónssyni ungfrú Þóra Aradóttir, kennara Jóhannesson- ar frá Þórshöfn, til heimilis á Þórs- götu 25, og Georg W. Siekels, kapteinn í ameríska hernum. Myndaspjald Hallveigarstaða af höggmynd Einars Jónssonar, „Verndin", fæst í flestum bókabúðum og á skrifstofu Kvenfé- lagasambands íslands og hjá fjáröfl- unarnefnd Hallveigarstaða. erlenda aðilja, svo ekki byggir stjórnin neitun sína á of mikl- um skipakosti. Hér liggur því ljóst fyrir, að íslenzkur ráðherra er staðinn að því að hafa með ráðnum hug viljað valda íslenzkum aðiljum stórtjóni — og hefir heppnazt það!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.