Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 7
30. blaðf TÍMEVN, liriðjutlaglim 34. apríl 1945 7 Höíðingleg dánargjöí Hinn 5. febr. s.l. andaðist á Kristneshæli Alexander Stef- ánsson, fyrv. bóndi á -Torfastöð- um í Vopnafirði, 35 ára að aldri. Hann var fæddur á Seyðisfirði 14. des. 1909, sonur hjónanna Stefáns Alexanderssonar og Antoníu Antoníusdóttur, er lengst bjuggu á Háreksstöðum á Jökuldalsheiði. Ólst hann fyrst upp hjá foreldrum sínum, en fór snemma frá þeim til að vinna fyrir sér. Hingað til Vopnafjarðar fluttist hann vor- ið 1924 og var fyrst í vinnu- mennsku á ýmsum stöðum, þar til árið 1932, að hapn fór að búa á Torfastöðum og keypti þá jörð. Bjó hann þar til vorsins 1944, er hann varð að bregða búi, vegna vanheilsu. Alexander var óvenjulegur atorkumaður, bæði duglegur og keppinn, en hagsýnn að sama skapi. Það þótti í mikið ráðizt, er hann keyti Torfastaði, og spáðu margir illa fyrir þvi, því að maðurinn var efnalaus og varð að kaupa allt 1 skuld. En Alexander var sjálfur bjartsýnn á þetta ,og með óvenjulegri hag- sýni, reglusemi, þrifnaði og at- orku tókst honum á fáum ár- um að greiða skuldir sínar, en jafnframt að stórbæta jörð sína. Blessaðist búskapur hans svo vel, að nú, er hann lézt, voru eigur hans virtar á um 80.000 kr., og hefir hann nú gefið mest- allt þetta fé til barnafræðslu og heimavistarbarnaskóla hér í sveitinni. Alexander hafði mikinn á- huga fyrir framfaramálum og vildi verða þeim að liði. Sýndi hann það bæði með hinum miklu framkvæmdum heima fyrir (girðingar, túnrækt o. s. frv.), en þó sérstaklega með þessari rausnarlegu gjöf. Hann hafði sjálfur lítinn kost átt á því að læra í uppvextinum. Harm- aði hann það mjög og langaði til að vqrða öðrum að liði í því efni. Og þar sem hann var alla ævi einhleypur- maður, fannst honum hann bezt geta varið eignum sínum á þennan hátt, enda samrýmdist það mjög vel stórbrotinni lund hans og höfð- ingsskap. Hefir hann með verk- um sínum á Torfastöðum og þó sérstaklega með þessari ráð- stöfun eigna sinna, reist sér þann minnisvarða, er seint mun gleymast Vopnfirðingum. Jakob Einarsson. Alþjóðamál Indíána (Framhald af 4. síðu) heyrnarlausir nota nú til þess að gera sig skiljanlega. Sennilega hefir enginn þáttur Indíána- menningarinnar náð slíkri út- brejiðslu meðal hvítra manna sem notkun tákna, sem þangað eiga rót sína að rekja og notuð eru í ýmsum myndum. Nú er svo komið, að á lífi eru aðeins tiltölulega fáir Indíánar, er leiknir eru í notkun merkja- málsins forna. Og þessir fáu Indíánar, sem auðnazt hefir að læra það til hlítar af eldri kyn- slóð, sém nú er komin undir græna torfu, eru flestir hnignir á efri ár. Sá tími nálgaðist óð- um, að allir leiknustu kunnáttu- mennirnir safnist til feðra sinna inn á veiðilöndin miklu. Takist alls ekki að endurlífga þetta táknmál Indíánanna áður en svo er komið, verður heimurinn innan skamms einu merkilegu menningarfyrirbæri fátækari — menningarfyrirbæri, sem um langan aldur var heilum kyn- flokki uppfylling þess draums, er hugsjónamenn meðal hvítra þjóða hafa barizt fyrir síðustu mannsaldra en með fremur litl- um árangri — draumsins um al- þjóðamál, er geri hiinum fjar- skyldustu þjóðúm kleift að tal- ast við, eins og samlandar væru. TÍMINN Þeir, sem fylgjast vilja með almennum málum vcrða að lesa Kosningar í Bretlandi (Framhald af 2. síBu) falið að mynda stjórn fyrir kosningjar, eftir að ráðherrar ; afnaðarmanna og frjálslynda flokksins hefðu farið úr stjórn- inni, myndi hann samt reyna að mynda hana á sem breiðust- um grundvelli, og eftir kosning- ar myndi hann reyna að mynda dj óðstj órn aftur, ef það, félli þá í hlut hans að mynda stjórn. Jafnaðarmenn og frjálslyndir líta svo á, að Churchill hafi með þessu reynt að skapa sér breið- ari grundvöll í kosningabar- áttunni en flokksgrundvöllinn einan og sé með því að hindra það, að kosið sé um hreinar flokkslínur. Líklegt þykir, að Churchill muni takast með þessum hætti að ná í flokks- brotið, sem fylgdi MacDonald úr Verkamannaflokknum, og muni sonur hans, Malcolm MacDon- ald, nú taka aftur sæti í stjórn- inni. Einnig þykir líklegt, að Churchill muni innbyrða brotið úr frjálslynda flokknum, er fylgdi John Simon, og sonur Lloyd George, sem hefir talið sig „óháðan“ fylgismann frjáls- lynda flokksins, hefir lýst yfir því, að hann muni gegna áfram í nýrri stjórn embætti kolamála- ráðherrans, en hann hefir gegnt því um skeið, ef Churchill óski þess. Líklegt þykir og, að utanflokkamenn eins og Hore- Belisha, fyrv. hermálaráðherra, og Vernon Bartlett, hinn kunni blaðamaður, muni slást í sveit með Chprchill. Sá orðrómur hafði kvisazt, að jafnvel myndu ýmsir ráðherrar Verkamannaflokksins brjóta bann flokks’ins og verða í kosn- ingastjórn Churchills. Einkum var þar tilnefndur Ernest Be- vin verkamálaráðherra, en hann gegnir því ráðherraembætti sem íhaldsmenn eiga verst með að skipa. Þetta var m. a. dregið af bví, að Bevin hefir oft unað flokksböndunum illa, og þeir Churchill eru góðir kunningjar. Þessi orðrómur varð til þess, að Bevin hélt nýlega ræðu á fjöl- mennum flokksfundi, þar sem hann lýsti þetta alger ósannindi. Hann lýsti sig eindregið -fylgj- andi öllum samþykktum Verka- mannaflokksins og skoraði á í- haldsflokkinn að ganga hrein- lega til' leiks en vera ekki að villa á sér heimildir með neinu „samsulli“. Hann fór mjög hörðum orðum um íhalds’flokk- inn, sagði t. d. að stefna hans í utanríkismálum hefði verið næstum búin að leiða brezku þjóðina og alla heimsmenning- una í glötun, og Baldvin hefði unnið fyrir hann seinustu þing- kosningar með hreinum lygum. Þá kvaðst Bevin vilja segja vini sínum Churchill það, að þótt hann hefði gert mikið, hefði ekki verið „eins manns stjórn“ í Bretlandi á stríðsárun- um, og þótt hann væri áhrifa- mikill nú, væri hann ekki áhrifameiri heldur en Lloyd George var árið 1918. Var Bevin hinn hvassorðasti, eins og hans er vandi, enda má óhætt segja, að þessi ræða hans hafi hleypt miklu lífi í kosningabar- áttuna. Margir forráðamenn íhaldsflokksins hafa síðan hald- ið ræður til að svara honum, og foringjar Verkamannaflokksins hafa endurgoldið í sömu mynt. Auk þeirra flokka, sem hér hafa verið nefndir, hafa sam- vinnuflokkurinn, óháði verka- mannaflokkurinn og Common- Wealthflokkurinn haldið flokks- þing sín nýlega. Samvinnu- flokkurinn, en hann skipa fulltrúar frá kaupfélögunum, ákvað að hafa bandalag við Verkamannaflokkinn áfram, en krafðist öllu róttækari stefnu. Hann hefir nú sjö þingmenn á þingi og er Alexander flota- málaráðherra einn þeirra. Ó- háði verkamannaflokkurinn, sem hefir fjóra þingmenn á þingi, ákvað að ganga í Verka- mannaflokkinn, þegar hann hefði dregið ráðherra sína úr ríkisstjórninni. — Common Wealth-flokkurinn ákvað að bjóða ekki fram gegn Verka- mannaflokknum, þar sem það gæti hjálpað íhaldsmönnum. Flokkur þessi, sem var stofnað- ur á stríðsárunum, hefir unn- ið sér allmikið fylgi. Eins flokks er enn ógetið, og það er kommúnistaflokkurinn. Hann hefir undanfarið biðlað eftir samvinnu við Verka- mannaflokkinn, en þeim til- mælum hans hefir alltaf verið hafnað. Forvígismenn Verka- mannaflokksins segjast líta á kommúnistaflokkinn sem er- lendan flokk og vilja því ekki hafa neitt samneyti við hann. Þessu til sönnunar benda þeir á, að flokkurinn barðist fyrir því, að Bretar semdu frið við Þjóð- verja meðan vináttusáttmáli Rússa og Þjóðverja var í gildi. Þegar mest reyndi á brezku þjóðina í loftárásunum miklu 1940, kenndu kommúnistar „heimsvaldastefnu" Churchills um styrjöldina og kölluðu for- ingja Verkamannaflokksins hlýðin peð í „heimsvaldatafli“ hans. Flokkurinn var þá al- mennt fyrirlitinn í Bretlandi, en hefir heldur aukið fylgi sitt aft- ur síðan Rússar lentu í styrjöld- inni. Hann varð þó nýlega að tilkynna, að hann myndi ekki geta haft frambjóðendur nema í 20 kjördæmum, en áður var hann búinn að lýsa yfir því, að hann myndi hafa frambjóð- endur í 50 kjördæmum. „Undír skílningstré“ Umsóknír um styrki Tímaritið „Helgafell“ telur að sér megi treysta. Fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna hafði það skoðanakönnun meðal reyk- vískra kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu, að 49,8% vildu slíta sambandinu og stofna lýð- veldi. Á þessum „vísindum“ sínum byggði Magnús Ásgeirs- son baráttu sína gegn lýðveldis- stofnun á íslandi og fullu frelsi þess. Það má svo sem treysta á kenningar „Helgafells“! Og svo mikið finnst Magnúsi um þessi sannindi, að hann féll í stafi yfir því, að „gamlir danne- brogsmenn og Helgakversját- endur verði til þess að beita sér fyrir fyrstu byltingu á ís- landi, gegn gömlum konungi sínum, af guðs náð“ eins og hann komst að orði. Hinn ritstjóri „Helgafells" talaði um það, „hvort vér eig- um að hrifsa þennan rétt til vor að hætti uppreisnarmanna“. Þessa menn grunaði það víst, ekki, að 98% allra íbúa íslands vildu vera frjálsir, og að landið yrði óháð og fullvalda. Þessir ágætu menn ættu ekki að vera að skrifa um þjóðmál, þegar þeir eru svona utan við veruleikann og þekkja svo lítið.hug þjóðar- innar, sem þessi ummæli þeirra bera vitni um. X. úr Kanadasjóðnum Samkvæmt skipulagsskrá fyr- ir Kanadasjóð til styrktar ís- lenzkum námsmönnum, verður ársvöxtum sjóðsins öllum, eða hluta þeirra, varið til þess að styrkja íslenzka náms- og fræði- menn til háskólanáms í Kanada. Námsmenn, er leggja stund á fræðigreinar er hafa sérstaka þýðingu fyrir atvinnulíf á ís-, landi, skulu að öðru jöfnu ganga fyrir um styrkveitingar. Umsóknir um styrki úr sjóðn- um, ásamt námsvottorðum og meðmælum, skulu sendast for- sætisráðherra fyrir 1. júlí n. k. Nýir kaupendur Nýir kaupendur að Tímanum geta fengið siðasta jólablað Tímans ókeypis, meðan upp- lagið endist, láti þeir afgreiðsl- una vita að þeir óski þess. í jólablaðinu er mjög margt læsilegt: skáldsögur, ferðasög- ur, kvæði og ýmsar frásagnir, greinar og myndir. — 64 bls. alls. Svanga-rógur Piltur frá Svanga í Skorra- dal mun oft notaður sem eyðu- fyllir í Þjóðviljanum. Varð mér litið yfir eina grein hans þar s. 1. laugardag, þar sem hann er að ausa auri forustumenn sam- vinnufélaganna síðastliðin tutt- ugu ár fyrir að þeir hafi verið í samvinnu við Framsóknarflokk- inn í landinu. Veit þá þessi pilt- ungur ekki, að það eru að mestu leyti sömu mennirnir, sem mest og bezt hafa byggt upp sam- vinnufélögin undanfarinn ald- arfjórðung og fremst hafa stað- ið í Framsóknarflokknum? Og veit ekki líka þessi komma- piltur, að samvinnufélögin hafa tekið mestum og beztum fram- förum hér á landi undanfarinn aldarfjórðung, — að þar hafa Framsóknar- og samvinnumenn verið svo vel að verki sem vinstri hendi hjálpar hinni hægri og lyft Grettistökum til hjálpar og sjálfbjargar íslenzkri alþýðu. Óskar Þórðarson getur ekki bent á nein félagssamtök, er hafi verið eins farsæl íslenzkum almenningi til efnalegrar við- reisnar síðan þetrta land byggð- ist. í Borgarfirðinum, þar sem Ó. Þ. ætti að vera kunnugastur, hefir t. d. kaupfélagið verið hreinasti bjargvættur héraðsins nú síðustu 1—2 áratugina, m. a. vegna mjólkuriðnaðarins, sem það hefir komið upp og rekið með hinum mesta myndarskap síðari árin. Það þarf svanga menn til þess að hafa lyst á róginum um samvinnufélögin frá Svanga- piltinum og hans líkum. Kári. Á víðavangi. (Framhald af 3. síðu) tala um að setja fund og loks var hann settur. Fyrsta mál á dagskrá var að deildarstjórnin flutti skýrslu. Hún var fáorð og fólst í því einu að starf deildarstjórnarinriar hefði ekkert verið. Fundarstjóri kallaði, að orðið væri laust um skýrslu deildarstjórnarinnar! Aðeins ys og þys frá fundar- gestum, er kepptust við að „kjósa“ og ruku síðan á dyr jafnóðum. Loks kom einn kom- múnisti upp í ræðustólinn. En enga setningu heila heyrðu fundarmenn fyrir ákafanum að skila útfylltum kjörseðlum upp að deildarstjórnarpallinum. — Næsta mál á dagskrá var að kjósa nýja deildarstjórn og full- trúa á aðalfund Kron. Þá var meginþorri fundarmana búinn að kjósa og fjöldi þeirra búinn að skila seðlunum. Svona hélt fundurinn áfram í fullkominni ómynd og ómenningu, þar til að honum var slitið og voru þá eft- ir í salnum sjö menn fyrir utan „deildarstjórnina“ á pallinum! Næsta kvöld leit ég snöggv- ast í dyr Listamannaskálans og var þá deildarfundur aftur, er sagt var að hefðu sótt 5—600 manns. Inni í skálanum blasti við Jóhannes Kr. Jóhannes- ' son, sem hafði stigið upp á stól og var þar að syngja fyrir á að giska 1—200 kommúnista. — Ég fór hið bráðasta út og hugsaði: Ætli hún sé nokkuð eftirsókn- arverð þessi „einingar“menning, sem kommúnistar eru að inn- leiða í samvinnufélagsskapinn í höfuðstaðnum? Kronfélagi. Illt umtal. Frá þvi var nýlega sagt í Ófeigi, að Eysteinn Jónsson og Jón Pálmason hefðu talað illa hvor um annan í Húnaþingi. Jón hefir nú svarað þessu í ísa- fold og segist ekki vita til þess, að Eysteinn hafi talað illa um sig þar. Hins vegar minnist hann ekki á það, hvort hann hafi tal- að illa um Eystein! GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Tímann. Gerist áskriíendur, séuð þið það ekki ennþá. Bimi 2323. Askrlltargjald Timaus utan Rvíkur og Hafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröfu. Kristleifur Þorsteínsson ÚR BYGGÐUM BORGARFJARÐAR Kristleifur á Stóra-Kroppi er einhver allra athafnasamasti fræðimaðurinn í alþýðustétt þeirra er nú lifa. Flestir þekkja þann yfirgripsmikla og mikilsverða þátt, sem hann hefir lagt til Héraðssögu Borg- arfjarðar. En þar er síður en svo allur ávöxturinn af starfi Kristleifs á vettvangi þjóðlegra fræða. Á víð og dreif eftir Kristleif, sem ekki voru teknar í héraðssöguna. Þessum ritgerðum hefir sonur höfundarins, Þórður Kristleifsson kennari safnað saman og búið undlr prent- un. Birtast þær í bók Kristleifs. Úr byggðum Borgarfjarð- ar, sem út komu á síðastliðnu sumri. Þetta er stór bók og fjölskrúðug og geymir mikinn sögulegan fróðleik, þjóð- lífslýsingar og ættfræði. Er öllum þeim, sem þjóðlegum fróðleik unna, áreiðanlega mikil þökk í útkomu þessarar bókar. Bókaverzlun ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Ráðningarstofa landbúnaðarins er tekin til starfa í samvinnu við Vinnumiðlunar- skrifstofuna í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10, og starfar þar frameftir sumri hvern virkan dag frá kl. 9,30—12 og 1—5 undir forstöðu Metúsalems Stef- ánssonar fyrv. búnaðarmálastjóra. Vinnuveitendur og verkafólk, er leita vil aðstoðar Ráðningarstofunnar um ráðningar til sveitastarfa, lengri eða skemmri tíma, gefi sig fram sem fyrst og láti Ráðningastofunni í té sem ýtarlegastar upplýs- ingar um allt, er ráðningar varðar. » Nauðsynlegt er að bændur hafi umboðsmenn í Reykjavík, er veitt geta nákvæmar upplýsingar um viðkomandi heim ili, þarfir þess, kaupboð og kröfur, svo og til að undirskrifa samninga, ef á þarf að halda. Sími skrifstofunar er 1327. Búnaðarfélag íslamls. Aðvörun Að gefnu tilefni eru menn varaðir við að kaupa skúra eða aðrar byggingar, sem reistar hafa verið án leyfis bæjarráðs eða byggingarnefndar í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur. Er brýnt fyrir mönnum, að athuga vandlega hvers- konar lóðarréttindi fylgja húsum, er þeir hafa í huga að kaupa, og jafnframt hvort húsin séu reist með leyfi byggingarnefndar. BORGARSTJÓRIM. ADV0RUN Að gefnu tilefni skal því enn lýst yfir, að það er stefna bæjarráðs Reykjavíkur, að fjárlægja alla setu- liðsskála úr lögsagnarumdæminu svo fljótt sem við verður komið. Eru menn þvi alvarlega varaðir við að kaupa slíka skála í því skyni að láta þá standa, eða til flutnings á ahnan stað innan lögsagnarumdæmis- ins. Menn geta ekki vænzt leyfis bæjarráðs tll þess konar ráðstafana. Borgarstjórínn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.