Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.04.1945, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 24. apríl Vélarnar einar nægja ekki Það mætti vel halda af stefnu- skrá núverandi ríkisstjórnar og skrifum stuðningsblaða henn- ar, að þjóðin ætti ekki óleyst nema eitt vandamál. Þetta vandamál sé að afla nýrra skipa og véla. Þegar því verki sé lok- ið, verði öllu öðru borgið. Því neitar vitanlega enginn, að þjóðin hefir mikla þörf fyrir aukna tækni í atvinnurekstrin- um. Það ber vissulega að kapp- kosta, að hún sé aukin eftir föngum.. Fyrir hinu má samt ekki loka augunum, að það leysir aðeins lítið af þeim vanda, sem bíður framundan. Hjá þeim þjóðum, sem verið hafa í styrjöldinni, er vissulega ekki minni áhugi fyrir því en hér að auka hvers konar „ný- sköpun“ í verklegum efnum. Hús verða byggð í miljónatali, verksmiðjur og skip í tugþús- undatali og vélanotkun land- búnaðarins verður margfölduð. Þrátt fyrir allan þann stórhug, sem þessar fyrirætlanir lýsa, virðist þó annað verkefni liggja þessum þjóðum þyngra á hjarta. Það er sú nýskipun í þjóðfélagsháttum, sem þær finna, að verður að koma, ef saga fjármálaöngþveitis, rang- látrar auðskiptingar, fjandsam- legustu stéttadeilna og styrj- alda á ekki að endurtaka sig á nýjan leik. Slíkrar nýskipunar er ekki síður þörf hér en annars stað- ar. Árekstrar í stóratvinnu- rekstrum milli fulltrúa fjár- magns og vinnu munu verða harðari en nokkuru sinni fyrr, þegar stundarvelgengni styrj- aldarástandsins lýkur. Þau ok- urgjöld, sem margvísleg milli- liðastarfsemi leggur nú á fram- leiðsluna, verður þá margfalt þungbærari. Misskipting fjár- munanna, sem lýsir sér í skraut- hýsum annars vegar, en lekum torfhúsum og braggabústöðum hins vegar, mun þó valda auknu stéttarlegu sundurlyndi. Tilvilj- unarkennd ráðstöfun fjár- magns og vinnuafls vegna þess, að einkaframtakið er látið ó- béizlað, getur þá leitt til meiri fjárhagslegra óhappa og erfið- leika atvinnulífsins en áður hafa þekkzt. Úr engu þessara vandamála verður leyst með því að kaupa vélar og skip. „Nýsköpunin" getur meira að segja aukið þessar deilur, ef jafnhliða henni verða ekki gerðar nauðsynlegar skipulagsbreytingar. Fram hjá öllum þessum stóru verkefnum er þó vandlega sneitt í stefnu- skrá núv. stjórnar og blöðum hennar. Framsóknarmenn hafá mark- að sér glögga stefnu um lausn þessara vandamála. Það eru úrræði samvinnunnar, sem fyrst og fremst eiga að móta hina breyttu þjóðfélagshætti. Bænd- ur geta enn aukið margvíslega samvinnu um ræktun, vinnslu og sölu afurðanna og vöruinn- kaup. Útvegsmenn og sjómenn geta stórbætt aðstöðu sína með því að taka upp aukna sam- vinnu um sölu afurðanna, verk- un þeirra og innkaup útgerðar- vara. Neytendur geta enn stór- bætt verzlunina með auknum kaupfélagsskap. Samvinnubygg- ingarfélög eiga að byggja hundruð íbúða árlega og ríkið á að útvega þeim ódýrt lánsfé. f útgerðinni og öðrum stærri at- vinnurekstri þarf að taka upp hlutaskipti eða arðdeildarfyrir- komulagið, svo að árekstrar milli fjármagns og vinnunnar falli niður, og hver fái það, sem hon- um ber. Ríkisvaldið verðpr að hafa eftirlit og aðhald með þvi, hvernig fjármagn og vinnuafl skiptist milli atvinnuveganna, svo að fyrirbyggð sé öfugþróun og skapað þajð atvinnujafnvægi, er hentar þjóðinni bezt. Innan þjóðarbúskapar, sem er þannig skipulagður, fær samvinnufram- takið og einkaframtakið að njóta krafta sinna til heilla fyrir alla þjóðarheildina. Þetta er hin hóflega og heil- brigða nýskipunarstefna, sem 30« hlaft ERLENT YFIRLIT: Kosníngar í Bretlandí TÍMIXIV, þrigjmlagiim 24. apríl 1945 Á viða.va.ngi Sumarmálaræða Ólafs Thors. Ólafur Thors flutti útvarps- ræðu á sumardaginn fyrsta. Ræðan var lengi vel skáldleg lýsing á ógnum og hrikaleik vetrarins og blíðu og fegurð sumarsins. Munu útvarpshlust- endur hafa verið farnir að von- ast eftir því, að Ólafi mundi alveg takast að sitja á strák sínum að þessu sinni og sýna þannig meiri háttvísi en venju- lega. Þetta fór þó á aðra leið, því í ræðulokin gerðist Ólafur enn skáldlegri og tók að lýsa því með mikilli andagift, að þjóðin gæti horft glöð og ánægð til sumarsins, því að búið væri að selja fyrirfram útflutningsaf- urðir landsmanna fyrir svo hátt verð, að það gæti ekki aðeins risið undir sama kaupgjaldi og var í fyrra, heldur líka þeim kauphækkunum, sem orðið hafa síðan. Vildi hann að vonum láta færa stjórninni miklar þakkir fyrir það, hve vel hefði tekizt í þessum málum! , Þeir, sem líta á þessi mál með raunsærri augum en Ólafur, munu vissulega eiga erfitt með að sjá „kjarabæturnar“, sem framleiðslan hefir öðlazt í tíð núv. stjórnar. Olíuverðið hefir hækkað verulega. Þunnildin fá ekki lengur að fylgja hraðfrysta fiskinum og svarar það til 10% verðlækkunar. Sumarverð á is- fiski í Bretlandi gildir nú frá 9. apríl í stað 13. maí í fyrra og svarar það til verulegrar verð- lækkunar í fimm vikur. Verðið á steinbít og ufsa hefir stór- lækkað. Allt gerir þetta sjávar- útveginum erfiðara fyrir en í fyrra, auk verulegs hærra kaup- gjalds við alla landvinnu. Og svo fjarri er það sannleik- anum að núv. stríðsverð afurð- anna, þótt hátt sé, fái risið und- ir kaupgjaldinu, að ríkissjóður verður að greiða yfir 20 milj. kr. til að halda því niðri, og fjár- málaráðherrann horfir því ekki bjartsýnni augum til framtíð- arinnar en svo, að hann hefir neyðst til að játa, að „nýsköp- unin“ sé óframkvæmanleg, nema þessum niðurgreiðslum sé hætt og tekin verði upp önnur fjármálastefna! Hvað verður þá, þegar verðið á fiskinum verður ekki nema ys eða Vio af því, sem það er nú, eins og Ólafur hefir spáð að verði strax í stríðslokin? Ætli að honum væri ekki nær að hugsa um það en að dragi) upp óraunsæar og skáldlegar mynd- ir af því, að allt sé í lagi og það sé ekki annað en bölsýni að halda því fram, sem fjármála- ráðherrann hefir þó orðið að viðurkenna, að breyta þurfi um fjármálastefnu? Stjórnin fjölgar nefndum. Núverandi stjórn hefir haldið því fram, að hún ætli að vinna að fækkun nefnda. Nýlega hefir hún framfylgt þessu loforði með því að skipa nýja nefnd til að sjá um sölu á bifreiðum, sem keyptar verða af setuliðinu. Tvær nefndir, sem fjalla um þessi viðskipti, eru þó fyrir. Auk þess fjallar viðskiptaráð um út- hlutun annarra bifreiða og hefði þvi hæglega getað annað þessu verkefni. Enga aðra nauðsyn bar því til þess að setja þessa nefnd á laggirnar en að útvega þremur stjórnargæðingum bitl- inga. Ekkert undrunarefni. Merkur Sjálfstæðismaður lét nýlega svo ummælt, að sér kæmi ekki á óvart, þótt upplausn væri í Sjálfstæðisflokknum í Reykja- vík og flokkurinn missti mikið af fylgi sínu til kommúnista. Það má næstum segja, sagði hann, að forkólfar Sjálfstæðis- manna hafi unnið skipulega að því að venja liðsmenn sína und- ir kommúnista. Þeir hafa látið þá kjósa með þeim í verkalýðs- félögunum. Endalokin hafa orð- ið þau, að Sj álfstæðisverka- menn hafa gengið inn í komm- únistaflokkinn í stórhópum og þar á meðal sumir forvígismenn Sjálfstæðisverkamanna, eins og Hermann Guðmundsson, núv. forseti Alþýðusambandsins, er landsfrægt dæmi um. Nú er byrjað á því að venja Sjálfstæð- ismenn í KRON undir kommún- ista. Endalokin geta ekki orðið önnur en þau, að Sjáfstíeðis- menn auka svo fylgi kommún- ista í bænum, að meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bænum er búinn að vera. Mér kæmi það ekki á óvart, sagði hann að lok- um, þótt Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki nema sex bæjarfull- trúa í stað átta í bæjarstjórnar- kosningunum næsta vetur. Þannig mæltist þessum Sjálf- stæðismanni og þannig mælist þeim fleirum um þessar mundir. Enginn efast heldur um, að þeir hafi ekki rök að mæla. Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði 1050 at- kvæðum frá bæjarstjórnarkosn- ingunum í marz 1942 og fram til þingkosninganna í október sama ár. Þau voru áhrif af fyrstu samstjórn Ólafs Thors og kom- múnista. Enn ömurlegri verða þó áhrifin af síðari samstjórn Ólafs og kommúnista fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. „Nýsköpunin“ í Reykjavík. Reykvíkingur einn taldi ný- lega upp „nýsköpunina", sem Reykvíkingar hefðu fengið, síð- an núv. stjórn kom til valda. Hún var þessi: Hærra rafmagns- verð, hærri símagjöld, -tekju- skattsviðaukinn, veltuskattur- inn, hærri útsvör, hærri stræt- isvagnagjöld, hærri fargjöld með áætlunarbifreiðum, dýrara fæði á matsöluhúsunum. Aðra „ný- sköpun" kvaðst hann ekki hafa orðið var við né hafa komið aug- um á. Kannske Mbl., Þjóðviljinn og Alþýðublaðið vilji nú taka sig til og benda á aðra nýsköp- un í Reykjavík síðan stjórnin kom til valda? Fundur í KRON. KRON-félagi skrifar blaðinu: Ég kom á deildarfund í Lista- mannaskálanum nýlega, þar sem talið var að ætti að vera aðalfundur deildar minnar í fé- laginu. Þar var húsfyllir. Við innganginn afhentu dyraverðir hverjum, er inn kom, langan lista frambjóðenda á aðalfund og í deildarstjórn. Ég fékk mér sæti. Umhverfis mig drógu menn upp nafnalista úr fórum sínum, þar sem krossað var framan við jafnmörg nöfn og kjósa átti til trúnaðarstarfanna. Tók ég eftir að sessunautar mínir færðu þessa krossa með nákvæmni inn á kjörlistann. Einn þeirra sagði við mig, að þetta væri „eining- arlistinn í Kron“. Menn virtust flýta sér að færa krossana inn á kjörlistann og fóru svo með þá upp að palli þeim, sem nokkrir menn sátu á í innri enda hússins og flýttu sér síðan út. Þegar fjöldi manna var búinn að „kjósa“ og farinn út, fóru þeir á pallinum (deildarstjórnin) að (Framháld á 7. síðu) Þótt enn sé ekki fullráðið, hvenær kosningar fara fram í Bretlandi, má heita að kosn- ingabaráttan sé komin þar 1 al- gleyming. Brezka stjórnin ákvað á síðastl. ári, að kosningar skyldu háðar fáum vikum eftir að Evrópustyrjöldinni væri lok- ið. Bjuggust því ýmsir við, að hæglega gæti farið svo, að kosn- ingarnar yrðu þá um haustið, og hófu flokkarnir þegar við- búnað sinn. Þeir hafa nú yfir- leitt tilnefnt þá frambjóðendur, sem þeir munu hafa í kjöri, og skipulögð kosningavinna er haf- in í langflestum kjördæmum. Hinir stórfelldu sigrar Banda- manna í Þýzkalandi seinustu vikurnar hafa mjög hert á kosningavinnunni, því að stríðs- lokin virðast nú skammt fram- undan og því er yfirleitt spáð, að kosningarnar verði í október eða nóvémber næstk. Verða þá liðin 10 ár síðan þingkosningar fóru seinast fram í Bretlandi. Allir þrír aðalflokkarnir hafa haldið flokksþing í vetur, þar sem þeir hafa ákveðið þá stefnuskrá, sem þeir ætla að berjast fyrir í kosningunum. Verkamannaflokkurinn _ hélt flokksþing sitt í desember. Þar var samþykkt að berjast fyrir þjóðnýtingu á bönkum, kola- námum, samgöngutækj um (járnbrautum, áætlunarbifreið- um o. fl.), og veigamestu starfs- greinum járniðnaðarins. Enn- fremur var samþykkt, að stefnt skyldi að því að alit land yrði opinber eign. Ákveðið var að beitast fyrir ríkiseftirliti með þeim atvinnugreinum, sem ekki yrðu þjóðnýttar, svo að jafnvægi milli atvinnugreinanna yrði tryggt. Þá ákvað flokkurinn að slíta núv. stjórnarsamvinnu áð- ur en til kosninga yrði gengið. og taka yfirleitt ekki þátt i stjórnarsamvinnu með íhalds- flokknum, nema alveg óvenju- legar kringumstæður í utanrík- ismálum væri fyrir hendi. Frjálslyndi flokkurinn hélt flokksþing sitt í febrúarmánuði. Það var mjög fjölsótt. Bendir margt til þess, að flokkurinn eigi vaxandi fylgi að fagna, einkum hjá miðstéttunum. Er talið vafalaust, að flokkurinn myndi auka fylgi sitt veru- lega, ef kjördæmaskipunin yrði honum ekki fjötur um fót. Eink- um hefir borið mikið á auknu fylgi hans meðal hersins og hefir hann oftast í prófat- kvæðagreiðslum meðal óbreyttra fflDDIR NA6RAHNANNA umbótamenn fylkja sér um í öðrum löndum. Gegn henni verður reynt að vinna af öfga- öflum kommúnismans og aftur- haldsins, og því er ekki að undra, þótt hin sameiginlega ríkisstjórn þeirra sé stefnulaus í þessum málum og reynt sé að leyna þeim fyrir almenningi með „nýsköp- unarstaglinu", eins og Skutull komst nýlega að orði. En þjóðin má ekki láta blekkja sig þannig. Hún þarf að gera sér ljóst, eins og aðrar þjóðir, að hún þarf bæði „nýsköpun" og „nýskipun" til þess að hér geti dafnað í framtíðinni traust og batnandi þjóðfélag frjálsra manna, sem búa í jöfnuði og bróðerni. Slíka nýskipun tryggir stefna Fram- sóknarmanna bezt. Flugfvellir Á seinasta þingi, lagði Vil- hjálmur Þór fram frv. um bygg- ingu flugvalla og dráttarbrauta fyrir sjóflugvélar. í frv. var ákveðið að koma upp um 20 flug- völlum, auk flugvallanna, sem fyrir eru í Reykjavík og á Reykjanesi. Ennfremur skyldi koma upp dráttarbrautum og skýli fyrir sjóflugvélar á all- mörgum stöðum. Ríkið skyldi kosta allar þessar framkvæmdir eftir því, sem fé yrði veitt til þess í fjárlögum. Yfirumsjón þessara framkvæmda skyldi fal- in sérstökum embættismanni, er nefndist flugmálastjóri. Þetía frv. Vilhjálms var sam- þykkt á þinginu og er nú orðið að lögum. Ef vel verður haldið á þessari löggjöf, ætti hún að geta mark- að þýðingarmikinn áfanga 1 samgöngumálum landsins. Margir staðir eru þannig sett- ir, að flugið er bezta úrræðið til að leysa úr samgönguerfiðleik- um þeirra. Þessir staðir þurfa vitanlega að ganga fyrir fram- lögum til flugvallagerðar eða dráttarbrauta fyrir sjóflugvél- ar. Þar sem slíkir staðir eru æðimargir, þurfa framlög ríkis- ins að verða mjög veruleg til þessara framkvæmda næstu ár- in. — Það verður ekki sagt, að nú- verandi stjórn hafi tekið þessi mál miklum „nýsköpunartök- um“, a. m. k. ekki til að byrja með. í fjárlögum þessa árs er sáralítilli upphæð varið til flug- vallagerðar. Verði laun og skrif- stofukostnaður flugmálastjóra tekin af þessari upphæð, verð- ur lítið orðið eftir til annarra framkvæmda. Virðist framkoma stjórnarinnar sýna það í þessu máli, eins og mörgum öðrum, að „nýsköpunar“-áhugi hennar sé meiri í orði en á borði. Fjárframlög til flugvalla og sjó- lendingarstaða þurfa vissulega að verða miklu ríflegri á kom- andi árum en nú. Vonandi set- ur ríkisstjórnin nú rögg í sig og sýnir áhuga sinn fyrir þess- ari merkilegu „nýsköpun" í samgöngumálum í fjárlagafrv., er hún .leggur fram í haust. Vafasamt er, hvort nokkur „ný- sköpun“ getur orðið öllu þýðing- armeiri í framtiðinni en að búa svo í haginn, að þjóðin geti hag- nýtt sér flugsamgöngurnar eins fljótt og vel og auðið er. Sá tími getur t. d. verið skammt undan, að hver útgerðarstaður þurfi að hafa hin beztu skilyrði til flug- samgangna, því að sjávarafurð- irnar verði fluttar strax loft- leiðis til markaðsstaðanna. Fyrir framleiðslu sveitanna geta flug- samgöngurnar líka haft marg- víslega gagnsemi. Vísir heldur því fram í forustugrein 20 þ. m., að verulegt tap muni verða á 'iskkaupum Fiskimálanefndar, en hún káupir allmikið af fiski á þeim stöðum, þar sem ekki eru sölusamlög, og greiðir fyrir hann 15% hærra verð sn í fyrra, eins og aðrir fiskkaupend- ur. Vísir telur því, að hækkunin á fiskverðinu sé fengin að nokkru leyti með tapi ríkissjóðs. Hann segir: „Hann (þ. e. gróði útgerðarinnar af verðhækkuninni) hefir náðst með því, að hækka svo verðið á fiskinum, að íslenzku flutninga- skipin hafa siglt án hagnaðar í vetur. Og hann hefir náðzt með því, að láta rkissjóð taka tap á sínum flutningum, tap, sem eng- inn veit enn, hvað verður mikið. Verðhækkunin á að greiðast, þótt ríkissjóður tapi milljónum króna á flutningunum. Hér er því ekki „ allt sem sýnist, þótt sjómennirnir séu vel að því komnir að fá sinn hlut bættan.. Stjórnin tók á leigu 63 færeysk skip. Reyndir menn í þessum efn- um töldu leigusamninginn fávis- legan. Skipin hafa legið hér í stór- hópum. Flest munu hafa farið eina ferð með fisk, en selt yfirleitt illa. Eitt þeirra sneri við eftir tíu daga útivist og kom hingað í fyrra dag. Fiskurinn var settur hér á land illa útlítandi. Margir spáðu því, er færeysku skipin voru tekln á leigu, að ríkissjóður myndi tapa á þeim miklu fé, jafnvel milljón- um króna. Ekki er ólíklegt að þeir spádómar rætist. Fiskflutningar verða ekki reknir svo vel sé nema með árvekni, þekkingu, dugnaði oð nákvæmni. Það er því ekki við góðu að búast, þegar pólitísk ríkisstofnun á að sjá um mestu fiskflutninga, sem hér hafa verið reknir á einni hendi. Mest er hættan á því að hirðuleysi sé ríkjandi um gæði fisksins og ísun. Lagarfoss (og Selfoss) er á leigu hjá ríkissjórn- inni. Hann tók hér fisk fyrir skömmu og var gengið hart eftir að fá farmínn, þótt frystihúsin væri aðgerðarlaus og vantaði fisk. Skipið var lengi að hlaða. Nú er það komið til Bretlands. 250—300 tonnum af farminum var kastað í sjóinn, þegar þangað kom. Fisk- urinn var orðinn ónýtur. Ef þessi fiskur hefði farið 1 frystihúsin, hefði margur fengið atvinnu við að verka hann. — En hver ber ábyrgð á þessum mistökum? Hér hlýtur að vera um stórkostlegt hirðuleysi eða vanþekkingu að ræða. Tapið er mikið, en þó er verri sá álitshnekkir, sem þetta veldur, ekki sízt þegar allir vita, að ríkið stendur að flutningunum. Sagt er, að tapið á rekstri Lagar- foss nemi nú mörgum hundruðum þúsunda." Það væri þokkaleg niðurstaða af stefnu ríkisstjórnarinnar í fiskmál- unum, ef ekki aðeins yrði lægra flsk- verð á þeim stöðvum, þar sem samlög hafa ekki útflutninginn, heldur yrði stórt tap af fiskkaupum ríkisins þar. í stjórnmálabréfi frá Reykjavík, sem birtist í Skutli 6. þ. m., segir á þessa leið um stefnu stjórnarinnar í skatta- málunum: „Ég ætla seinna að víkja svolít- ið að nýju skattalögunum, en að þessu sinni verður því aðeins sleg- ið föstu, að í hinni .fyrstu leit hermanna hlotið fleiri atkvæði en íhaldsflokkurinn. Flokknum bættist mikill og öflugur starfs- kraftur á seinasta hausti, er Beveridge, hagfræðingurinn al- kunni, bauð sig fram fyrir hann í aukakosningu og bar sigur af hólmi. Beveridge hefir síðan unnið að því að móta stefnu flokksins í samræmi við hin nýju viðhorf. Á þingi flokksins var lýst einhuga fylgi við þá stefnu í fjármálum -og atvinnu- málum, sem Beveridge hefir gert grein fyrir í riti, sem hann hefir gefið út nýlega. Þar er gert ráð fyrir mjög víðtæku eftirliti rík- isins með útlánastarfsemi bank- anna og rekstri atvinnuveg- anna, en ætlazt til, að einstakl- ingsframtakið fái að njóta sín innan þeirra takmarka. Bever- idge telur, að hægt verði með þessum móti að tryggja nóga atvinnu og batnandi lífskjör. Þá samþykkti flokksþingið að beit- ast fyrri mjög róttækum að- gerðum í byggingamálunum. Það samþykkti, líkt og flokks- þing jafnaðarmanna, að slíta stjórnarsamvinnunni við íhalds- flokkinn, áður en til kosninga yrði gengið, og lýsti yfir því, að frjálslyndi flokkurinn myndi aldrei vinna með íhaldsflokkn- um, nema í þjóðstjórn. íhaldsflokkurinn varð seinast- ur til að halda flokksþing. Það var háð um miðjan seinasta mánuð. Að tillögu Churchills var samþykkt að berjast einhliða undir fána hins frjálsa einstaklingsframtaks og fyrir sem minnstum höftum og ríkis- eftirliti. Allir þrír aðalflokkarnir eru þannig búnir að gera grein fyrir aðalstefnumálum sínum. Verka- mannaflokkurinn berst fyrir þjóðnýtingu, frjálslyndi flokk- urinn fyrir skipulögðum þjóð- arbúskap, án þess þó að afnema einstaklingsframtakið, og í- haldsflokkurinn fyrir sem haftaminnstri frjálsri sam- keppni. Yfirleitt virðast verkamanna- flokkurinn og frjálslyndi flokk- urinn ekki óttast það neitt,, áð stefna sú, sem íhaldsflokk- urinn hafi sett á oddinn, verðl þeim skeinuhætt. Hins vegar virðast þeir óttast, að vinsældir Churchills geti orðið flokkn- um til framdráttar. Þeim hefir einnig líkað miður, að Churchill lýsti yfir þvi á flokksþingi í- haldsmanna, að yrði honum (Framhald á 7. síöu) sinni að nýjum tekjustofnum, hafi fjármálaráðherranum svo að segja alveg sést yfir stríðsgróðann, sem meginþungí skattanna átti að leggjast á eftir málefnasamningn- um. Stríðsgróðinn fannst ekkl, þegar tll átti að taka og kom ekki í leitirnar í þlnginu, þótt skatta- frumvörpin hefðu þar alllanga viðdvöl." Þetta er sannarlega ekki of mælt. Aðalskatturinn, sem stjórnin lagði á, veltuskatturinn, lendir fyrst og fremst á neytendum, og aðrar skattahækk- anir hennar lenda þó enn greinilegar á almenningi. Þjóðviljinn og Alþýðu- blaðið hafa reynt að þræta fyrir þetta, en þessi blöð ættu nú að taka Skutul sér til fyrirmyndar og sjá, að þeim er sæmst að játa það, sem rétt er. * * * í Skutli 13. þ. m. segir svo um stríðs- yfirlýsingarmálið: „Leyndin og pukrið með þetta stríðsyfirlýsingarmál, er algerlega ósæmileg, frá hvaða sjónarmiði, sem á það er litið. Er það furðu- leg lítilsvirðing, sem íslenzka ríkis- stjórnin leyfir sér að sýna þjóð- inni í þessu máli, þar sem hún fær ekkert um það að vita, annað en það, sem öidur ljósvakans bera til hennar úr öðrum heimsálfum." Það má vafalaust segja óhikað, að allir, nema kommúnistar, fordæmi leyndina, er höfð hefir verið um þetta mál. Þeir eru hræddir við afstöðu sína og vilja látið málið gleymast sem mest áður en gögnin eru birt.. Það sýnir gleggst yfirdrottnun þeirra í stjórn- inni, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins skuli hafa látið að þessum óskum þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.