Tíminn - 01.06.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
ÚTGEFFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Símar 2353 Og 4373.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.I.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A.
Símar 2353 Og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
29. árg.
Reykjavík, föstndagiim 1. júní 1945
40. blað
% w '
Kommúnistar heimta timbur tekið a!
Sís og skipt milli heildsala
Þeir vilja stöbva brýnar byggingar úti á landi til
pess að hallarbyggingarnar stöðvist ekki í Reykjavík
Fíugvollurínn í Keílavík
1
Síðari skrif Þjóðviljans um þá kröfu, að takmarkaður verði
byggingarefnisinnflutningur til annarra staða en Reykjavíkur,
bera það með sér, að henni er jöfnum höndum stefnt gegn lands-
byggðinni og samvinnufélögunum. Þannig er mál með vexti, að
S. f. S. hafði þá forsjá að kaupa allmikið af timbri í Svíþjóð á
seinasta hausti og hlýtur því allstóran hluta af því timbri, sem
þaðan fæst keypt í ár. Þetta timbur vilja kommúnistar láta taka
af S. f. S. og skipta því milli heildsalanna, og þeir eiga síðan að
veita því til Reykvíkinga einna. Kommúnistar opinbera hér því
jöfnum höndum fjandskap sinn til samvinnufélaganna og þeirra,
sem búa utan höfuðstaðarins.
Timburkaup S. t. S.
í forustugrein Þjóðviljans 30.
f. m., er enn hert á þeirri kröfu
að stöðva verði sölu byggingar-
efnis, þó einkum timburs, til
staða utan Reykjavíkur, svo að
byggingar geti haldizt ótak-
markaðar hér. Jafnframt er því
dróttað að S. í. S., að það sé
að reyna að skapa timburskort
hér í bænum, og er þess Jiarð-
lega krafizt, að slíkt verði fyrir-
byggt.
í tilefni af þessum aðdróttun-
um í garð S. í. S. og þeirri kröfu,
að sérstakar hömlur verði lagð-
ar á timburverzlun þess, hefir
Tíminn átt viðtal við Aðalstein
Kristinsson, framkvæmdastjóra
innflutningsdeildar S. í. S. Sagð-
ist honum svo frá:
— Á undangengnum stríðs-
árum hefir S. í. S. fengið miklu
minna af timbri en áður og hef-
ir ekki nándar nærri getað full-
nægt þörfum félaganna. Skort-
ur á flutningsrúmi hefir átt
meginþátt i því, hve innflutn-
ingurinn hefir verið lítill.
Á síðastl. ári varð innflutn-
ingurinn þó mikið minni en áð-
ur og stafaði það af því, að út-
flutningur á timbri frá Banda-
ríkjunum var þá stöðvaður að
mestu. Hafði S. í. S. keypt timb-
ur eingöngu þar, en ekki í Kan-
ada, því að viðskiptin í Banda-
[ríkjunum þóttu að ýmsu leyti
I betri. Þessar útflutningshöml-
ur bitnuðu því harðara á S. í. S.
en ýmsum öðrum innflytjend-
1 um, sem höfðu keypt timbur í
Kanada.
í októbermánuði síðastl. þótti
sýnt, að stríðslok í Evrópu væru
skammt undan og ákvað S. í. S.
því að hefjast strax handa um
timburkaup í Svíþjóð. Var fyrst
safnað pöntunum hjá félögun-
um og síðan fengið innflutnings-
og gjaldeyrisleyfi hjá viðskipta-
ráði. Kaupin voru síðan gerð og
eftir það farið að athuga um
flutningsmöguleika.
Það ýtti undir S. í. S. að hraða
þessum kaupum, að kunnugt var
um, að aðrar þjóðir voru þá að
semja um ýms viðskipti við Svía.
S. í. S. var vitanlega ókunnugt
um, hvort aðrir íslenzkir timb-
urinnflytjendur gerðu hliðstæð-
ar ráðstafanir á þessum tíma,
en það hefir sýnt sig, að svo
var ekki.
Þar sem sýnt þótti, að ekk-
ert yrði því til fyrirstöðu að
timbur þetta fengist, keypti S.
í. S. aðeins örlítið af timbri í
Kanada til að bæta úr allra
brýnustu þörfum, ef flutning-
arnir á Svíþjóðartimbrinu
kynnu að tefjast. Kaupfélögin
fá því lítið annað timbur en það,
sem hefir verið kej^pt í Svjbjóð.
Nokkru eftir að íslenzka samn-
Sýnisborn III
Barátla kommúnísta
/ | *
gegn nazismanum
13. janúar 1940 lagði Þjóðviljinn „frelsisbaráttu mannkyns-
ins gegn siðleysi nazismans“ liðsyrði á þennan hátt:
„Hið brezka hervald hefir því beinlínis sýnt sig í verki sem
fjandsamlegt íslenzku þjóðinni og þjóðin hlýtur að dæma
þetta hervald eftir þessari framkomu þess, á sama hátt og
danska og norska þjóðin lítur á þýzka herinn þar“.
18. janúar 1941 gerði Þjóðviljinn þennan samanburð á her-
námi íslands og Danmferkur:
ÍSLAND:
„Verndin“ hefir leitt tií þess, að fslendingar eiga yfir 50
milljónir króna inni í enskum bönkum — eða 400 kr. á hvert
mannsbarn. Bretar borga, ef þeir sigra“.
DANMÖRK:
„Verndin“ hefir kostað Dani um 1 milljarð kr. — eða yfir
300 kr. á hvert mannsbarn. Þetta fé eiga Danir inni hjá Þjóð-
verjum. Þjóðverjar borga það, ef þeir sigra“.
• Hér var ekki efazt um heiðarleik og skilvísi nazistanna.
22. janúar 1941 mælti Þjóðviljinn svo af gnægð hjarta síns:
„Væri landið í slíku ásigkomulagi að geta varið sig, væri ís-
land nú í stríði við England eins og Noregur við Þýzkaland“.
13. febrúar 1941‘ gerði Þjóðviljinn enn samanburð á her-
námi landanna og komst að þessari niðurstöðu:
„Norðmenn koma til með að vaxa í áliti heimsins við þetta
stríð. En fslendingar koma til með að falla ef eins heldur á-
fram og nú“.
Þá sá blaðið enga leið til að bjarga sæmd íslendjnga aðra
en þá,'að þeir yrðu málstað Breta sem fjandsamlegastir og
tækju upp baráttu gegn Bretum, líka og Norðmepn og Danir
gegn Þjóðverjum.
inganefndin kom til Svíþjóðar í
vetur, fréttist það hingað, að
íslendingar myndu ekki fá
keypta þar nema um 5000 stand-
arda af timbri á þessu ári, en
það er alltof lítið til að fullnægja
þörfum landsins. Ég sendi þvi
Óla Vilhjálmssyni, er var einn
samningamannanna, skeyti þess
efnis, að íslendingar myndu
a. m. k. þurfa 10—12 þús. stand-
arda. Málið mun hins vegar
hafa verið komið í það horf þá,
að þessu fékkst ekki breytt.
— Pantaði KRON ekki all-
mikið timbur hjá S. f. S., þegar
leitað var eftir pöntunum frá
félögunum á Svíþjóðartimbri
síðastl. haust?
— Það var leitað eftir pönt-
un hjá KRON, eins og öðrum
sambandsfélögum, en það gerði
aðeins pöntun fyrir Keflavíkur-
deildina, en hvorki fyrir Reykja-
vík né aðra staði, þar sem það
hafði útibú.
Hér lýkur svo frásögn Aðal-
steins. Þótt ýmsum kunni að
virðast hlutur kaupfélaganna
ríflegur af Svíþjóðartimbrinu,
ber þess að gæta, að hlutur
þeirra er þeim mun minni af
öðrum timburinnflutningi.
Árásin á samviunu-
félagsskapinn.
Þessi frásögn Aðalsteins Krist-
inssonar gefur bezt til kynna, að
S.Í.S, er síður en svo ásökunar-
vert eða refsivert fyrir • fram-
komu sína í þessu máli. Það, sem
S. í. S. hefir hér unnið, er að
reyna að gera sitt bezt til að
bæta úr mikilli þörf umbjóðenda
sinna. Þess vegna hefir það
orðið langtum fyrra til að”
tryggja sér timbur frá Svíþjóð
en aðrir íslenzkir aðilar, sem
ekki hafa viljað taka á sig þá
áhættu, er timburkanpunum þar
gat fylgt á þeim tíma. Hefðu
aðrir innflytjendur sýnt sama
framtak og SÍS í þessum efnum,
er líklegt að íslendingum hefði
verið tryggt nægilegt timbur í
Svíþjóð áður én hömlurnar þar
komu til framkvæmda. S. í. S.
á vissulega þakkir skilið fyrir
þessa framtaksemi sína. Sýnir
það vissulega hinn fyllsta fjand-
skap til samvinnufélaganna, ef
það á að refsa S. í. S. fyrir þessa
framtaksemi og taka af því
timbrið, sem það hefir keypt
með fullu samþykki viðskipta-
yfirvaldanna, og skipta þvi milli
heildsalanna, sem vanræktu að
gera timburkaup í tæka tíð.
Mun áreiðanlega ekki finnast
nokkurt fordæmi fyrir því, að
slíku ofbeldi hafi verið beitt af
hálfu stjórnarvalda í lýðfrjálsu
landi.
Með því að ganga fram fyrir
skjöldu og heimta að samvinnu-
félögin séu þannig beitt ein-
stæðu ofbeldi og ólögum til
hagnaðar fyrir heildsalana, hafa
kommúnistar sannarlega svipt
sig samvinnugrímunni, svo að
eigi verður um villzt. Engir aðrir
en þeir, sem vilja samvinnu-
hreyfinguna feiga, gætu fengið
sig til að berjast fyrir slíku rang-
læti.
Árásin á lands-
byggðina.
Rangsleitni kommúnista í
þessu máli verður þó enn aug-
ljósari, þegar þess er gætt, að
þeir vilja ekki aðeins taka
(Framhald á 8. síðu)
Hér- birtist ifyrsta myndin, sem leyft hefir verið að birta af hinum mikla flugvelli, sem Bandaríkjamenn komu
upp á einu ári á Reykjanesi, við Keflavík. Var hafizt handa um byggingu hans snemma árs 1942 og var honum
lokið í marz árið eftír. Vígður var flugvöllurinn ?4. þess mánaðar. — Turtibloit, lierforingi, sem hér dvaldi lengi,
skýrði eitt sinn svo frá, að þetta vœri annar stœrsti flugvöllur heimsins. Er lengsta braut hans um 2% km. á lengd,
en brautirnar eru fjölda margar. Við völlinn unnu um 4400 manns, úr landher um 2800 og úr sjáhernum 1600. í
sambandi við völlinn eru stór verkstæði, vöruskemmur, íbúðarhús og stórt gistihús. '
Aðalfundur K^upíélags
Skagfirðinga
Ályktanir fuiularins um framfaramál land-
búnaðarins og síldarverksmiðjju
á .Sauðárkróki
Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn á Sauðár-
króki dagana 14. til 17. maí s. 1. Fundinn sátu 50 kjörnir fulltrú-
ar úr deildum félagsins, auk forstjóra, félagsstjórnar og endur-
skoðenda.
I
Á fundinum voru lagðir fram
reikningar og skýrslur um störf
félagsins á árinu 1944. Sala að-
fluttra vara nam á árinu kr.
12.927.168,52 og hafði aukizt um
tæpan miljónarfjórðung frá
fyrra ári. Viðskiptavelta félags-
ins var 29,7 milj. krónur. Sam-
eignarsjóðir félrEsins voru 1.
janúar þessa árs kr. 853.541,96!
og höfðu þeir aukizt um krónur
157.605,68. Hreinn tekjuafgang-
ur ársins var kr. 139.373,62.
Innlagðar sláturfjárafurðir
höfðu mjög minnkað á árinu
sakir sauðfjárpesta er herja fé-
lagssvæðið. Hafði slátruðu sauð-
fé fækkað um 6 þúsund frá fyrra
ári. Mjólkurinnlegg hafði aukizt.
Reyna bændur að framleiða sem
mesta mjólk, þar sem sauðfjár-
sjúkdómarnir eru að eyðileggja
kjötframleiðsluna. — Sveinn
Tryggvason mjólkurfræðingur
hefir dvalið síðasta missirið hjá
félaginu til þess að endurbæta
fýrirkomulag á mjólkursamla^-
inu og hefir það tekizt'agætlega
vel og eru félagsmenn honum
mjög þakklátir fyrir störf hans.
Fundurinn samþykkti að út-
hluta arði til félagsmanna
ll!/2% af ágóðaskyldri vöruút-
tekt síðastliðins árs, auk 3% í
stofnsjóð, eða alls 14y2%. Fund-
urinn ákvað að gefa 5 þúsund
krónur í skyndisöfnun til hjálp-
ar Norðmönnum og Dönum.
Einnig var veittur, samkvæmt
venju, nokkur styrkur til Sögu-
félags Skagfirðinga og S&óg-
ræktarfélags Skagfirðinga. —
Samþykkt var og að kaupa
hlutabréf í útgerðarfélagi Sauð-
árkróks vegna skipakaupa frá
Svíþjóð, allt að 40 þúsund krón-
ur. Ennfremur ákvað fundurinn
að leggja fram allt að 50 þús-
und krónur til kaupa á stór-
virkum jarðvinnslutækjum í
hlutfalli við önnur samvinnu-
félög sýslunnar, til styrktar fyr-
irhuguðum ræktunarfram-
kvæmdum Búnaðarsambands
Skagfirðinga.
Á fundinum voru rædd nokk-
ur almenn^mál og samþykktar
ályktanir þeim viðvíkjandi. Um
áburðarverksmiðjumálið var
samþykkt svohljóðandi ályktun,
er kom fram frá þingmönnum
Skagfirðinga:
„Aðalfundur Káupfélags Skag-
firðinga haldinn á Sauðárkróki
15. maí 1945 telur það vera höf-
uð nauðsyn að áburðarverk-
smiðja verði reist hér á landi,
svo fljótt, sem því verður við
komið.
Ef næsta Alþingi ákveður ekki
að reisa verksmiðjuna á árinu
1946, leyfir fundurinn sér að
(Framháld á 8. síðu)
S t j órnmálafundir
á Vestfjördum
Hcrmaim Jónasson
heflr haldið 7 fundi
þar viö mikla aSsókn
Hermann Jónasson, for-
maður Framsóknarflokksins
hefir að undanförnu verið á
ferð um Vestfirði og haldið
þar stjórnmálafundi á nokkr-
um stöðum. Ilafa fundirnir
verið mjög vel sóttir og máli
Hermanns tekið hið bezta.
Fyrsta fundinn hélt Hermann
á Patreksfirði sðastl. föstudag.
sóttu hann talsvert á annað
hundrað manns. Annan fund
hélt Hermann í Tálknafirði á
laugardaginn og var hann vel
sóttur. Þriðja fundinn hélt
Hermann á Bíldudal á sunnu-
daginn og mætti þar talsvert á
annað hundrað manns. Fjórða
fundinn hélt Hermann á Þing-
eyri á mánudaginn og sóttu
hann mikið á annað hundrað
manns. Fimmta fundinn hélt
Hermann að Núpi í Dýrafirði á
þriðjudaginn og sjötta fundinn
á Flateyri á miðvikudaginn.
Voru þeir báðir ágætlega sóttir.
Sjöunda fundinn hélt Hermann
á Suðureyri í gærkvöldi.
Á fundunum í Barðastrandar-
sýslu mætti Gísli Jónsson af
hálfu stjórnarliðsins og var það
ekki til að bæta fyrir því. Hef-
ir bæði aðsóknin á fundinum
og undirtektirnar þar sýnt
greinilega vaxandi áhuga
manna á þessum stöðum fyrir
stefnu og baráttu Framsóknar-
flokksins.
f DAG
birtist á 3. síðu grein, cr nefn-
ist í viðjum lyginnar, eftir Jón-
as Guðmundsson, eftirlitsmann
sveita- og bæjafélaga.
Neðanmáls cr framhald grein-
ar Richards Beck prófessors um
Jón Þorláksson á Bægisá.
Á 3. og 4. síðu eru ýmsar
myndir frá listamannavikunni.
GERD GRIEG
heiðruð
Forseti íslands sæmdi frú
Gerd Grieg hinn 21. maí stór-
riddarakrossi hinnar íslenzku
Fálkaorðu. Er þessi viðurkenn-
ing veitt í þakkarskyni fyrir
starf hennar í þágu íslenzkrar
leiklistar.
I
t