Tíminn - 01.06.1945, Blaðsíða 2
J\IV, fdstndaglnn 1. júni 1945
40. blaO
Föstudagur 1. |iínl
Sókn bænda
Prá fundum í félagssamtökaim
bænda vfða um land, búnaðar-
samböndum, kaupfélögum og
sýslufélögum, berast nú stöðugt
áskoranir tll Alþingls og ríkis-
stjórnar um að liggja ekki leng-
ur á stærstu framfaramálum
landbúnaðarins, jarðræktar-
lagafrumvarpinu, áburðarverk-
smiðjumálinu og raforkumála-
frumvarpinu. Jafnframt hafa
margir fundir samþykkt áskor-
un þess efnis, að þingið felli
það kúgunarákvæði úr lögunum
um búnaðarmálasjóð, að ráð-
stöfun bænda á sjóðnum skuli
háð samþykki ráðherra.
Þessar samþykktir bænda sýna
glöggt, að þeir ætla ekki að láta
skilningsleysi og afturhaldshug
stjórnarflokkanna stöð.va þessi
framfaramál landbúnaðarins.
Bændurnir fylgja hér sömu
reglu og fyrri daginn að láta
andblásturinn herða sig í stað
þess að bogna.
Höfuðmálgagni stjórnarliðs-
ins, Morgunblaðinu, lýst að von-
um illa á 'þessa auknu sókn
bændanna fyrir framfaramál-
um landbúnaðarins. Það ræðst
því með miklu offorsi gegn þess-
um samþykktum bænda í for-
ustugrein 30. f. m. í greininni er
m. a. komizt svo að orði, að þess-
ar samþykktir bænda lýsi
„blindu flokksofstæki“ og setji
„blett á bændastéttina“.
Þannig svarar aðalblað „ný-
sköpunar“-stjórnarinnar rétt-
mætum óskum bænda um nauð-
synlegustu framfarir á sviði
landbúnaðarins! Þvílíkur er
„nýsköpunar“-áhugi þess, þegar
til kastanna kemur! Með því að
telja þessar samþykktir
„flokksofstæki" og „blett á
bændastéttinni" á a. m. k. að
fá þá bændur, sem hafa fylgt
Sjálfstæðisflokknum, til að
skerast úr leik I baráttunni fyrir
þessum hagsmunamálum land-
búnaðarins.
Aðalblaði stjórnarinnar er
það eðlilega þyrnir í auga, að
Framsóknarbændur og Sjálf-
stæðisbændur hafa samfylkt
um þessi mál. Á búnaðarþingi, í
búnaðarsamböndunum, í kaup-
félögunum, á sýslufundunum,
hafa umræddar tillögur yfirleitt
verið samþykktar einróma.
Gamlar flokkadeilur hafa vikið
íyrir sameiginlegum skilningi á
nauðsyn þessara mála.
Þessi samfylking bændanna
mun áreiðanlega halda áfram,
hvað sem Morgunblaðið og aðr-
ir erindrekar Kveldúlfsvaldsins
og kommúnista, er ekki vilja
veita fjármagni til sveitanna,
kunna að segja. Bændur hafa
séð við þeim ,^prengjuefnum“,
sem hafa verið fundin upp til
að sundra þessum samtökum
þeirra, og þeir munu gera það
áfram. Bændur munu vissulega
skilja, að því harðari, sem bar-
áttan verður, því betur þurfa
þeir að skipa sér saman og jafn-
vel velja baráttu sinni og sam-
tökum sínum ný form, svo að
árangurinn geti orðið sem mest-
ur, jafnt á stéttarlegum og
pólitískum vettvangi.
Breytt viðhorf í islenzkum
stjórnmálum og fjandskapur
stj órnarflokkanna' gegn fram-
faramálum landbúnaðarins,
hefir fylkt bændum til sameig-
inlegrar sóknar; eins og sjá má
á hinum samhljóða ályktun-
um fjölmargra bændafunda um
allt land. Þessi sameiginlega
sókn bændanna mun halda ’ á-
fram að eflast og styrkjast, því
að þeim mun stöðugt verða
ljósara, að hún er eina leiðin til
að koma þvi fram, að ræktunin
margfaldist, rafmagnið lýsi
heimilin og létti störfin og á-
burðe rverksmiðj an komist upp
til mikillar styrktar og hagsbóta
fyrir landbúnaðinn.
Rannsóknarstöðín
að Keldum
Eltt af þelm málum, sem Vil-
hjálmur Þór vann að meðan
hann var landbúnaðarmálaráð-
herra, var að fá Rockefeller-
stofnunina amerisku til að taka
Á víðavangi
Réttarsættarhneykslið, Ifræði fasistaríkisins leyfði þvi
, að gera.
Fregnina um réttarsættina i Þjóðviijinn kemst þvi ekki
máli S. Arnason & Co. hefir að framhjá þeirri staðreynd, að
vonum vakið gífurlega athygli.
Mönnum er ljóst, að hér hlýtur
að vera um meira en lítil gjald-
eyris- og verðlagsbrot að ræða,
þar sem fyrirtækið telur sig
sleppa vel með því að greiða 40
þús. kr. í sekt og óleyfilegan
gróða. Jafnframt þykir mönnum
furðulegt, ef stjórnin ætlar að
láta Jóhann Jósefsson, sem er
einn aðaleigandi fyrirtækisins
og núv. framkvæmdastjóri þess,
vera áfram formann nýbygg-
ingaráðs, sem á að ráðstafa
miklum gjaldeyri, án þess að
það sé upplýst með opinberri
rannsókn og, dómi, að honum
hafi verið með öllu ókunnugt
um hin stórfelldu svik fyrir-
tækisins.
Það er áreiðanlega eindregin
krafa almennings, að dóms-
málaráðherrann láti tafarlaust
taka þetta mál upp að nýju og
Jóh. Jósefsson víki úr nýbygg-
ingaráði meðan á rannsókninni
stendur. Dómsúrslitin verða svo
að segja um þáð, hvort hann á
að eiga afturkvæmt þangað.
Viðskiptasiðfræði
kommúnista.
það var þetta skilyrði, sem sett
var að frumkvæði Rússa, er úti-
lokaði íslendinga af ráðstefn-
unni. Fram að þessu höfðu líka
Bandaríkjamenn og Bretar boðið
íslendingum á allar alþjóðaráð-
stefnur, sem þeir höfðu efnt til
einir. Það er því vonlaust fyrir
Þjóðviljann að ætla að þyrla upp
blekkingum og lygum um Breta
og Bandaríkjamenn til að leyna
því, að skilyrði Rússa útilokaði
íslendinga af ráðstefnunni.
Listamannavikan og
minning Kambans.
Það hefði vissulega verið vel
til fallið, að á listamannavikunni
og listamannaþinginu, sem hafa
staðið yfir undanfama daga
hefði verið að einhverju getið
hins nýlátna merkisskálds Guð-
mundar Kambans. Bæði er það,
að Kamban var einn af merk-
ustu rithöfundum íslands og lát
hans bar að með óvenjulegum
hætti. Hjann var eini íslenzki
listamaðurinn, sem villimennsku
styrjaldarinnar hefur orðið að
bráð, og gildir einu þótt öðru
ofstæki en nazismanum hafi
_ „ , , , , . verið þar til að dreifa. Er það
. eint'"fm enn hefur birf íslendingum hér heima til lít-
J órnarMoðunum viðkomandi ils sóma ef þeir láta ógert að
máli S. Arnason & Co., er su helðra minningu Kambans á
krafa, sem nylega hefur verið |sama tIma og Danir reisa honum
borm fram í Þjóðviljanum, að irn, rðn
nýbyggingaráði verði falið undir
en þá bjó inni fyrir. Nazistar
voru þó sízt betri þá en slðar,
fangabúðirnar hinar sömu, Gyð-
inga- og Pólverjacfsóknirnar
hinar sömu, mannfyrirlitningin
og níðingsskapurinn sá sami. En
sá var munurinn, að þá var veld-
issól þeirra hátt á lofti og vermdi
þá, sem sýndu nógu „fullkomið
hlutleysi hugans.“ Þegar veldis-
sól þeirra lækkaði og gekk að
lokum til viðar, breyttist hið
„fullkomna hlutleysi hugans“
hjá Valtý og skoðanabræðrum
hans í hið ofstækisfyllsta naz-
istahatur, eins og nú getur að
líta í dálkum Mbl., en fyrr ekki.
Krafa Valtýs- um að andstæð-
ingar hans verði ákærðir sem
landráðamenn fyrir að segja
satt, mun hins vegar verða æði
mörgum sönnun þess, að skoð-
anaskiptin séu ekki eins alger
og fullkomin og ætla mætti af
skrifum hans nú um nazista.
Mbl. stimplar fimm-
menningana ódæðismenn.
í forustugrein Mbl. slðastl.
föstudag, er komizt svo að orði,
að Framsóknarmenn hafi
„framið ódæði“, þegar þeir vildu
ekki styðja stjórn kommúnista
og Ólafs Thors siðastl. haust.
Samkvæmt þessari umsögn Mbl.
eru fimm þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins ódæðismenn, því að
þeir vildu ekki frekar en Fram-
sóknarmenn styðja stjórnina.
formennsku Jóhanns að ráð-
stafa öllum innflutningi til
landsins. Það virðist þannig
vera viðskiptasiðfræði kommún-
ista að hefja eigendur brotlegra
heildverzlana til vegs og valda í
stað þess að láta mál þeirra fara
að lögum. Flestum þótti nóg um,
pegar Arent Classen var gerður
að sendimanni landsins í Sví-
pjóð eftir að uppvíst varð um
/erðlagsbrot O. Johnson &
Xaaber. En nú vilja kommúnist-
ar kóróna þetta með því að setja
Jóhann Jósefsson, eftir að kunn-
ugt er um stórfelld gjaldeyris-
svik hjá einu fyrirtæki hans,
yfir allan innflutning til lands-
ins.
'Hver skyldi trúa því hér eftir,
að flokkurinn, sem hefur slíka
/iðskiftasiðfræði, sé líklegastur
tii að „hreinsa til“ og skapa
heiðarlegt stjórnarfar, eins og
honum hefur tekist að glepja
sinstaka menn til að trúa?
íslendingar og ráðsfefnan
í San Fransisco.
Kommúnistar eru nú byrjaðir
á því að reyna að kenna Bretum
og Bandaríkjamönnum um, að
skkur hafi verið meinaður að-
gangur að ráðstefnunni í San
Fransisco. f fórustugrein Þjóð-
viljans síðastl. laugardag eru
dundrandi skammir um Breta
Dg Bandaríkjamenn fyrir að
gleyma íslandi og lofa þvi ekki
að fljóta inn á ráðstefnuna með
„fasistaríkinu" Argentínu, þegar
því var veitt innganga.
Þjóðviljinn gleymir vitanlega
að ^eta þess, að Argentína komst
inn á ráðstefnuna af því hún
fullnægði að lokum því skilyrði,
sem sett var að frumkvæði
Rússa, að segja möndulveldun-
um stríð á hendur. Manndómur
og menning íslendinga leyfði
þeim ekki að gera það, er sið-
Það var kommúnistum til var-
anlegrar vansæmdar, þegar þeir
réðust að hinu fallna skáldi með
svívirðingum og aðdróttunum,
sem reynzt hafa tilhæfulausar.
Það væri íslenzkum rithöfund-
um og listamönnum til litils
sóma, ef kommúnistiskra áhrifa
gætir svo mjög innán vébánda
þeirra, að þau ráða gerðum
þeirra i þessu máli.
„Fullkomið hlutleysl
hugans".
Valtýr Stefánsson er nú stöð-
ugt að sverja af sér að hann
hafi verið vinveittur nazistum
meðan vegur þeirra var sem
mestur.
í tilefni af því þykir rétt að
minna hann á kafla í Reykja-
víkurbréfi hans'í Mbl. 18. febrúar
1940, sem er þó engan veginn
helzta játning hans vun sam-
úð við nazismann. Hann mót-
mælir þar í fyrstu þeirri ásökun.
kommúnista, að það sé hlut-
leysisbrot að hafa samúð með
Finnum, en fyrri finnsk-rúss-
neska styrjöldin stóð þá yfir,
því að hlutleysi í stjórnarfram-
kvæmdum leggi ekki höft á hlut-
leysi hugans. Síðan segir hann:
„En um afstöðu alls al-
mennings hér á landi til ó-
friðaraðila „aðal“-styrjaldar-
innar er allt öðru máli að
gegna, þvf að þar fer sam-
an hlutleysi í stjórnarathöfn-
um og FULLKOMBO HLUT-
LEYSI HUGANS.“
Þvi fer vissulega fjarri, að
Valtýr túlki hér rétt hug megin-
þorra íslendinga á þessum tíma,
en hitt er víst, að þessi yfirlýs-
ing um „fullkomið hlutleysi
hugans" sýnir slzt meiri vin-
semd til nazismans hjá Valtý,
þátt í stofnkostnaði rannsókn-
arstofunnar fyrir búfjársjúk-
dóma, sem ákveðið hafði verið
að /reisa að Keldum i Mosfells-
sveit. Eins og kunnugt er, styrk-
ir Rockefellerstofnunin rann-
sóknir og visindastarfsemi viða
um lönd.
Þetta mál var svo vel komið
fyrir forgöngu Vilhjálms, að
fullvíst þótti, að styrkur Rocke-
fellerstofnunarinnar myndi
verða veittur 1 des. næstkom-
andi, ef fullnægt yrði því skil-
yrði, að helmingur stofnkostn-
aðarins yrði greiddur af öðrum.
Fyrir frumkvæði Vilhjálms sam-
þykkti Alþingi að leggja fram
allt að 1 mllj'. kr. i þvi skyni.
Vegna seinlætis núv. landbún-
aðarmálaráðherra fékkst styrk-
ur Rockefellerstöfnunarinnar
ekki 1. des. síðastl., eins og bú-
izt hafði vérið við. Ýmsir for-
vígismenn landbúnaðarins létu
málið þó ekki niður falla, og
hefir nýlega verið tilkynnt, að
Rockefellerstofnunin hafi veitt
125 þús. dollara til rannsóknar-
stöðvaripnar að Keldum.
Fyrir þennan styrk’Rockefell-
erstofnunarinnar og framlag
ríkislns ætti að verða hægt að
reisa mjög vandaða rannsóknar-
stöð, og ber nú að vænta þess,
að ríkisstjórnin leggi hið fyllsta
kapp á að hraða framkvæmdum.
Skæðir sjúkdómar herja bústofn
landsmanna og yrði sá hagnað-
ur seint ofmetinn, ef það tæk-
ist að hnekkja þeim, og svo
öðruv/: slíkum vágestum, sem
síðar gera vart við sig. Líkleg-
asta úrræðið i þessum efnum er
fullkomin rannsóknarstofnun
fyrir búfjársjúkdóma.
Söngíör Breíðfirð-
íngakórsins
Söngkór Breiðfirðingafélags-
ins, Breiðfirðingakórinn, ráð-
gerir söngför til Breiðafjarðar
22..—25. júní n. k. Sungið verð-
ur á eftirtöldum stöðum: Búðar-
dal við Hvammsfjörð, Kirkju-
bóli í Saurbæ, Berufirði, Flatey
á Breiðafirði, Stykkishólmi og
að síðustu á Akranesi.
í kórnum eru 34 konur og
karlar. Einsöngvarar kórsins í
ferðinni verða Kristín Einars-
dóttir og Haraldur Kristjánsson.
Stjórn kórsins skipa: Sigurður
Guðmundsson, Ásthildur Kol-
beins og Davíð Ó Grímsson.
Söngstjóri er Gunnar Sigur-
geirsson.
ERLENT YFIRLIT
Ágreiningur um yiirstjórn
í Þýzkalandi
í yflrliti um erlenda stjórn-
málaatburði, sem var birt í
brezka útvarpinu um síðastliðna
helgi, var komizt svo að orði,
að ýms torleyst ágreiningsmál
hefðu verið leyst seinustu dag-
ana, en jafnframt hefðu líka
skapazt önnur ný vandamál,
sem væru sízt auðveldari úr-
lausnar.
Meðal slíkra mála var sameig-
inleg stjórn Bandamanna og
Rússa í Þýzkalandi nefnd í
fremstu röð. M. a. var að því
vikið, að útvarp Rússa frá út-
varpsstöðinni í Berlín þakaði
Bandamönnum talsverðum á-
hyggjum, þar sem ekki væri
annað séð en Rússar væru byrj-
aðir á því að keppa við Banda-
menn um hylli Þjóðverja.
Það hefir jafnan verið tak-
mark Breta og Bandaríkja-
manna, að sameiginleg yfir-
stjórn Bandamanna og Rússa
færi með völd í Þýzkalandi
fyrstu árin eftir styrjöldina.
Þýzkalandi yrði að vísu skipt í
hernámssvæði milli sigurvegar-
anna, en hin sameiginlega yfir-
stjórn ætti siðan að gæta þess,
að fylgt yrði svipuðum reglum
og framkvæmdaaðferðum á öll-
um hernámssvæðunum, og yrði
þanníg fyrirbyggt, að einn her-
námsaðilinn reyndi að vinna sér
hylli Þjóðverja umfram annan.
Hafa Bandamenn jafnan tallö,
að slíkt kapphlaup um vináttu
Þjóðverja yrði einna líklegast til
að spilla sambúð sigurvegar-
anna.
Á ráðstefnunni, sem haldin
var á Krím í vetur, virðist hafa
verið samkomulag um, að her-
nám Þýzkalands yrði fram-
kvæmt með þessum hætti:
Landinu yrði skipt i hernáms-
svæði milli sigurvegaranna, en
sameiginleg yfirstjórn þeirra
gætti þess, að stjórnartilhögun
yrði í aðalatriðum hin sapaa á
öllum hernámssvæðunum.
Fljótlega eftir stríðslokln tók
að bera á þvi, að Rússar virt-
ust ekki hafa miklnn áhuga
fyrir að koma þessum ákvörð-
unum Krímarfundarins i fram-
kvæmd. Þeir virtust una vel þyí
fyrirkomulagi, að hver slgurveg-
arinn um sig réði að öllu leyti
stjórnartilhögun og öðrum
framkvæmdum á því svæði, sem
hann hafði hernumið, og hög-
uðu sér líka á þann veg á her-
námssvæði sínu. Þannig hafa
þeir dregið á langinn að tilnefna
fulltrúa í hina sameiginlegu
hernámsstjórn, en Bretar og
Bandaríkjamenn hafa lokið þvi
fyrir nokkru og myndi stjórn
þessi vera tekin til starfa, ef
ekki stæði á tilnefningu Rússa.
Einnig hafa Rússar dregið á
langinn að haldin yrði sameig-
inleg ráðstefna Trumans, Chur-
chills og Stalins, sem Bretar og
Bandarikjamenn hafa lagt mik-
ið kapp á, en vitanlegt er, að
þeirri ráðstefnu er fyrst og
fremst ætlað að ræða um her-
nám Þýzkalands. Telja ýmsir,
að Rússar vilji draga þetta sem
mest á frest, svo að þeir verði
búnir að koma sér þannig fyrir
á hernámssvæði sínu, að hin
sameiginlega yfirstjórn fái þar
litlu um þokað, þegar hún tek-
ur loks til starfa.
Sá áróður þýzkra útvarps-
stöðva, sem Rússar ráða yfir,
að allt sé komið i bezta lag á
hernámssvæðum þeirra, mælist
illa fyrir meðal Bandamanna.
Bæði er það, að Rússar hafa við
miklu minni erfiðleika að stríða
í þessum efnum en Bándamenn,
og auk þess hafa þeir í mörg-
um greinum beitt stórum meiri
harðýðgi. Margar iðnaðarborg-
irnar á hernámssvæði Rússa
sluppu að mestu við loftárásir,
t. d. i Slesiu, og þess vegna
verður miklu auðveldara að
endurreisa iðnaðinn þar en á
hernámssvæðum Bandamanna,
þar sem skemmdirnar eru marg-
fallt meiri. Rússar hafa her-
numið mörg beztu landbúnaðar-
héruð Þýzkalands, svo að mat-
vælaöflun er þar stórvun auð-
veldari en á hernámssvæðum
Bandamanna. Þá höfðu milj-
ónir manna flúið af hernáms-
svæði Rússa áður en þeir komu
þangað. Þetta fólk dvelur enn á
hernámssvæðum Bandamanna,
einkum þó Bandaríkjamanna,
og veldur þar stórauknum erfið-
leikum, bæði vegna skorts á
matvælum og húsnæði. Loks
hafa Rússar flutt þá Þjóðverja,
sem þeir töldu liklegasta til
andstöðu, í stórum stil til Rúss-
lands.
Bandamenn telja, að Rússar
valdi sér auknum erfiðleikum
(Framhald d 7. tiOuJ
TtADDIR NÁÖRANNAHNA
Blaði vestfirzkra jafnaðarmanna,
Skutli, farast þannig orð 12. f. m. um
skýrslu ríkisstjórnarinnar í stríðsyfir-
lýsingarmálinu:
„En þótt skýrsla stjórnarinnar
hafi þannig tekið af öll tvimæli í
málinu, er hún samt eitt hið fufðu-
legastá opinbera plagg, sem birzt
hefir á íslandi, vegna þeirra auð-
sæju tilrauna til blekkinga, sem
þar eru hafðar í frammi, til þess að
reyna að brQÍða yfir sekt kommún-
lsta í striðsyfirlýsingarmálinu. Er
furðulegt, að utanríkisráðherrann
og ráðherrar Alþýðuflokksins skuli
láta slíkt frá sér fara á sameigin-
lega ábyrgð ríkisstjórnarinnar. í
skýrslunni stendur m. a.:
„Fáum dögum eftir bárust enn
þær fregnir frá Washington (frá
hverjum?) að eigi þyrfti að segja
neinum stríð á hendur og eigi yfir-
lýsa striðsástandi, heldur nægði að
viðurkenna, að hér hefðl ríkt ófrlð-
arástand, siðan 11. desember 1941,
og undirrija téða sáttmála (sbr.
áður). Myndl þá Utið á ísland sem
eina hinna sameinuðu þjóða, en
það veitti íslandi þátttöku í téðri
ráðstefnu."
Hér er verið að reyna að gera
greinarmun á „striðsástandi" og
.ófriðarástandi" greinilega til þess
að þyrla upp rykl i augu almenn-
ings. Honum á að skiljast að
kommúnistar hafi ekki verið fylgj-
andi „stríði" heldur bara „ófriði"!
Það væri skemmtUegt að ríkis-
stjórnin birtl þetta plagg, þar sem
þessar dásamlegu skilgreiningar eru
fram settar. ÆtU það verði ekki
bið á þvi.“
Já, vissulega er það undarlegt, að
utanríkismálaráðherra og ráðherra Al-
þýðuflokksins skuU sýna kommúnist-
um slikan undlrlægjuhátt og umrædd
stjórnarskýrsla er. Hún er þó ekki
nema eitt dæmi af mörgum um þenn-
an furðulega undirlægjuhátt.
V *
SkutuU 12. f. m. segir svo um áburð-
arveksmiðjumáUð:
„Eitt af þvi sem öðru íremur
stendur aukinni nýrækt fyrir þrif-
um hér á landi er skortiu- á áburði.
Áburðarverkismiðjumálið er því eitt
stærsta framfaramál landbúnaðar-'
ins. Er hörmung til þess að vita,
hve hægt miðar í því máU. Getur
varla hjá því farið, að mörgum
hafi stokkið bros, þegar Pétur
Magnússon fjármálaráðherra fann
upp á því snjallræði s. 1. haust að
stinga málinu svefnþorn með því
að dreifa út þeirri flugufregn að
verksmiðja sú, sem sérfræðingar
höfðu lengi unnið að og undirbúið,
yrði mlklu fremur sprengiefna-
verksmiðja, sem orðið gæti um-
hverfi sínu stórhættuleg. Á þeim
grundvelli var svo málið lagt til
hliðar, og virðist meirihlutl Al-
þingis og meira að segja ýmsir
bændur líka lafhræddir við frekara
umtal um byggingu þessarar skað-
ræðisverksmiðju hvað þá að til
íramkvæmda megi hugsa ! !
Allir virðast vera orðnir sam-
mála um það, að allur heyskapur
landsmanna á næstu árum verði að
fara fram á ræktuðu landi. En þetta
'tekst þó aldrei, nema mönnum
vaxi þor og þróttur til að koma
upp áburðarverksmiðju lnnanlands.
Vill SkutuU taka fastlega undir
það, að Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga verði að ráðast í lausn
þessa stórmáls fyrir bændastéttina,
ef ríklð tekur ekkl rögg á sig og
hryndir þvi til framkvæmda á
næsta hausti."
Það verður fróðlegt að sjá, hvort
hræðslan við sprenglefnið verður runn-
in af Pétri og kommúnistum í haust
eftir að búið verður að nota umrædd-
an áburð í flestum eða öllum sveitum
landsins. Ellegar kemur það kannske
í ljós, að hér ræður mestu hræðsla
þessara kumpána við raunhæfa „ný-
sköpun", þvi að þótt þelr gali manna
mest um hana, virðast engir tregari
til framkvæmda í þeim efnum.
* * *
Morgunblaðið gerir sér mikið íar
um að halda uppi þeim áróðri komm-
únista, að samflokksblað þess, Visir,
óski eftir hruni og fjárhagslegu öng-
þveiti. Visir svarar þessu 28. f. m. og
segir meðal annars:
„Morgunblaðinu er mjög umhug-
að, að telja fólki trú um, að það
eitt hvetji þjóðina til stórra átaka
og framfara, en önnur blöð syngi
eymdavæl i tíma og ótíma, en oft-
ast er svo um sjálfsmatlð, að það
getur brugðizt til beggja vona. Til
þessa hefir Morgunblaðið ekki haft
tilfinnanlega forystu í framíara-
málum ,en engu er likara en að
kommúnistaþátttakan í ríklsstjórn-
inni hafi verkað á blaðið eins og
vítamín-sprautur á langsoltna menn,
og er það vel farið."
Ennfremur segir Vísir:
„Hitt er hálfgert eymdarástand,
að neita staðreyndum og loka al-
gerlega augum fyrir þvi, sem þarf
að gera til úrbóta, en það hefir
verið hlutskiptl Morgunblaðsins írá
þvi, er það gekk kommúnistum á
hönd." »
Og það mun verða áfram hlutverk
Morgunblaðsins meðan það verður a’ð
kaupa stuðning við ráðherradóm Ólafs
Thors þvi verði að þjóna kommún-
istum.