Tíminn - 01.06.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.06.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMlNiy, fostndaginn 1. |í»ni 1945 40. blað Hannes Hannesson, Melbreíð: ,Vér vil| iiBii §ýna fyllstu ianngirni1 „Véx viljum sýna íyllstu sann- girni og væntum hins sama af öðrum“. Þannig hljóðaði síðasta setning bæjarstjóra Siglufjarðar í greinargerð viðvíkjandi mati á spjöllum og afnámi jarða í Stíflu vegna virkjunar Fljótaár til þeirra Péturs Hannessonar á Sauðárkrók og Kristjáns Karls- sonar,'skólastjóra á Hólum, sem skipaðir voru þann 4. september 1944 af sýslumanni Skagafjarð- arsýslu til þess að meta land- spjöllin til peningaverðs. Þessi orð bæjarstjórans eru mjög áferðarfalleg og sæma hverjum dreng^enda getur eng- inn talizt dréngskaparmaður, nema hann sýni fyllstu sann- girni í viðskiptum við aðra. Lítum nú á, hvernig yfirlýsing bæjarstjórans fyrir sína hönd og allrar bæjarstjórnar Siglu- fjarðar verður í framkvæmd- inni. — Það, sem leynt þurfti að fara. Bæjarstjórn Siglufjarðar leyndi bændur í Stíflu, sem hér áttu hlut að máli, því fram á síðustu stund, hve mikið afnám yrði á jörðum þeirra, — eðavnánar til tekið frá árinu 1942, því að þá mun hafa verið að fullu ákveð-*- ið að hafa velja samstæðurnar tvær og hækka stíflugarðinn, nema að fyrr hafi verið — þar til síðari hluta sumars 1944, að bændur, er hlut áttu að máli, heimtuðu að merkt yrði fyrir vatnsborðslínunni. Þá leikur einnig sterkur grun- ur á þvi, að bæjarstjórn Siglu- fjarðar hafi leynt þingmenn því, þegar hún fór fram á ábyrgð rík- issjóðs fyrir lántöku til handa Siglufjarðarkaupstað vegna Fljótárvirkjunar, að tiu jarðir í Stíflu gyldu það afhroð, að sumar þeirra yrðu jafnvel ó- byggilegar. Hvort þessi grunur er réttur veit ég ekki, en nokkuð er það, að þingmenn Skagfirð- inga lýstu yfir því á fundi að Ketilási i mai 1944, að þeir hefðu ekkert um þetta heyrt eða vitað fyrr en þeir fengu þá vitn- eskju í bréfi frá hreppsnefnd Holtshrepps, en þá var búið að veita 8 milj.kr.ríkisábyrgð vegna virkjunarinnar. — Þess má geta, að þessir þingmenn greiddu at- kvæði með ríkisábyrgð til handa bæjarstjórn Siglufjarðar, en mér skildist á þeim á fundi þessum, að þeir hefðu ekki gert það al- veg þegjandi og fyrirvaralaust, ef þeir hefðu vitað um hin gíf- urlegu landspjöll. Kann að vera, að fleiri þingmenn hefðu einnig verið líka svo skapi farnir. Nú síðast leynir bæjarstjórn Siglufjarðar viðkomandi bænd- ur því, að hún ætli sér ekki að áfrýja matinu og lætur lög- ákveðinn áfrýjunartíma líða, án þess að tilkynna bæ/idum, svo að hún sé viss um, að þeir áfrýji ekki heldur. Leyfi veitt til að stífla ána. Eftir því sem blaðið Siglfirð- ingur segir 20. febrúar síðast- liðinn mun bæjarstjórinn hafa fengið leyfi hjá landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra til þess að stífla Fljótaá og hleypa í uppistöðulónið 13. desí«mber síðastliðinn — sem sagt löngu áður en áfrýjunarréttur er út- runninn og vitað var, hvort bændur myndu áfrýja, sem þeir hefðu sennilega gert, ef bæjar- stjórn Siglufjarðar hefði sýnt þeim „fyllstu sanngirnl". Það mun varla leika á tveim tungum, að þetta sé í senn þau einstökustu forréttindi, sem nokkru bæjarfélagi hefir verið veitt og um leið sú illvígasta árás, sem gerð hefir verið á nokkra sveit hér á landi. Það hygg ég, að stjórnarskrá hins íslenzka lýðríkis geri ráð fyrir friðhelgi eignarréttarins og að opinberar eignir, þar á meðal þjóðvegi, megi ekki eyðileggja eða skemma, svo að umferð stöðvist eða héruð og sýslur séu slitin úr vegasambandi. En með þessu sérstaka leyfi til handa bæjarstjórn Siglufjarðar um stíflun - Fljótaár hefir þjóðveg- urinn framan Stífluhóla verið gereyðilagður á mörg hundruð metra kafla, og Stíflan þar með slitin úr vegasambandi við aðr- ar sveitir í Skagafjarðarsýslu. En það eru ekki Stíflumenn einir, sem hér súpa seyðið af gerðum samgöngumálaráðherra og bæjarstjórnar Siglufjarðar, þó að þeir verði auðvitað harð- ast úti, sökum erfiðra aðdrátta og vegleysis til Ólafsfjarðar, sem sennilega þó verður þeirra eina bjargráð. Þama er Ólafsfjörður líka slitinn úr vegasambandi við Skagafjarðarsýslu. Það get- ur því orðið mikið álitamál, hvort samgöngumálaráðherra einn hafi slíkt vald, að hann megi veita bæjar- eða sveita- félagi leyfi til að slíta þjóð- vegasamböndin milli héraða og sýslna. Hræddur er ég um, að sá ráðherra, sem fór með sam- göngumálin á undan þessum, hafi ekki talið sig hafa það vald. Því að mig minnir ekki betur en að hann neitaði að láta stífla ána fyrr en búið væri að byggja nýjan veg í stað þess, sem undir vatn færi. En þessi ráðherra virðist telja sig hafa rétt til þessa, þótt hart sé undir að búa og við að una. Eignum manna ekki þyrmt. Eins og mörgum mun kunn- ugt varð ekki samkomulag um verð á landspjöllum þeim, sem verða á jörðum Nefstaða, Hrings og Melbreiðar, vegna Fljótaár- virkjunarinnar, milli jarðeig- enda og bæjarstjórnar Siglu- fjarðar. Heimtaði þá bæjar- stjórn Siglufjarðar mat á af- námi þessara jarða, ásamt jörð- unum Knappsstöðum og Húns- stöðum, sem eru eign kirkju- jarðasjóðs. Á jörðina Hvamm var ekki minnzt í sambandi við mat, en sú jörð er ríkiseign. Sennilega hefir orðið samkomu- lag um verð á afnámi þeirrar jarðar. Ekki dettur mér í hug að drótta þvi að Siglufjarðarbæ, að hann ætli að hnupla því lándi, sem þar fer undir vatn, nema þá ríkissjóður hafi gefið Siglufjarðarbæ þetta land, og má það vel vera, þvi að hvað munar hann um einn blóðmörs- kepp i sláturtíðinni?. Enda hefir hann nú látið meira, þar sem höfuðbólið Tunga er. Úr mati kom svo málið seint í nóvember til bæjarstjfrrnar Siglufjarðar. Siðan hefir ekkert gerzt í þessu máli svo vitað sé. Hlutað- eigendum var ekki einu sinni tilkynnt af bæjarstjórn Siglu- fjarðar, hvort hún ætlar að hiíta þessu mati eða fá yfirmat og því siður greitt matsverðið eða rætt um greiðslu á því. Það er því hæpin vissa, að nokkur dómstóll muni fella þann dóm, að bæjarstjórn Siglu- fjarðar hafi á þessu stigi máls- ins leyfi og rétt til að eyðileggja lönd þessi á einn eða annan hátt. Og nokkuð er það einræðis- kennd ráðstöfun hjá landbún- aðarmálaráðherra að veita leyfi til að setja lönd bænda í Stíflu undir vatn. Hvar er þá friðhelgi eignarréttarins? En þó bæjarstjórn Siglufjarð- ar álíti kannske, að hún hafi rétt til að setja lönd okkar undir vatn, vegna þess að undirmat hafi farið fram, og hafi ekki hikað við að hleypa vatni á þau þess vegna. Þá er þó víst, að hún átti ekkert í brú þeirri, er byggð var á ána milli Melbreið- ar og Tungu. Hún var ekki held- ur ríkiseign. Brú þessi var byggð af fé, sem veitt var úr sjóði Holtshrepps og úr sýslusjóði Skagafjarðar, en að langsam- lega mestu leyti af gjafadags- verkum Stíflumanna sjálfra. Hjá hverjum fékk bæjarstjórn Siglufjarðar leyfi til að eyði- leggja hana? Það mætti nú reyndar segja það sama um þann kafla þjóð- vegarins, sem kominn er í kaf, að hann var á sínum tíma byggður að langmestu leyti fyrir gjafafé frá Stíflumönnum, og þó vegurinn nú væri af rás við- burðanna kominn í þjóðvega- tölu, og hann heyri þeim til og hafi þar af leiðandi sama rétt og aðrir þjóðvegir á landi hér, þá hefir enn sem komið er lítið verið lagt til hans úr ríkissjóði. Þegar nú alls þessa er gætt, þá er það hart fyrir bændur, sem hafa lagt fram fé frá sjálf- um sér til þessa vegalagningar, að vera nú sviptir honum og standa svo veglausir eftir og sjá engin ráð að koma að sér lífs- björg, nema þá að bera hana á baki sér úr Haganesvík eða þá, þegar vorar og snjóa leysir, að leita með hesta til Ólafsfjarðar, sem þó er ennþá lengri og erf- iðari leið heldur en til Haga- nesvíkur. Það, sem hér hefir verið sagt, er aðeins lítið sýnishorn af því, hvernig bæjarstjórn Siglufjarð- ar hefir framkvæmt sína „fyllstu sanngirni“ í garð þeirra manna, sem þeir með miklum fjálgleik í ræðu og riti, þóttust vilja sýna hina fyllstu sanngirni, og von- uðust eftir því sama af öðrum. Melbreið, 11. marz 1945. Vinnið ötullega tvrlr Tímann. Séra Jón orti fátt alvarlegra kvæða almenns efnis. Einna merkust eru ljóð þau, er hann orti til stuðnings upplýsingar- stefnunni áður en í odda skarst með honum og Magnúsi Steph- ensen, óvægar árásir á andstæð- inga hemiar: „Bardaginn við ljósið,“ „Áragæla hin skamma" og „Villu vitran“ (sbr. Ljóðabók II. bl. XXXIII). Eru kvæði þessi fyndin og kjarnorð. Sýna, að séra Jón gat verið siðfræðari (moralist) í meira en meðallagi, en þó stórum meira háðskáld, sem sjaldan geigaði ör frá marki. „Bardaginn við ljósið,“ um snigilinn, sem gýtur „horn- skopaugum“ til sólarinnar, líf- gjafa síns og „ymur: þín eru not ei nein “ er snilldarlýsing á sjálfbyrgingsskap . lítilmennsk- unnar, sem steinblind er á smæð Mna. Skeytin, sem skáldið sendir andstæðingum sínum í þessu kvæði, eru hárbeitt og mark- viss ,en menn verða að lesa það í heild sinni til þess að hafa þess full not. Af öðrum háðkvæðum skálds- ins má nefna hin mergjuðu deilukvæði hans út af Leirár- garða-sálmabókinni, og nægir að tilfæra þetta erindi, sem margir munu ennþá kunna: „Skáldskapur þinn er skothent klúður, skakksettum höfuðstöfum með, víðast hvar stendur vættar- hnúður, valinn í fleyg, sem rífur tréð; eitt rekur sig á annars horn, eins og graðpening hendir vorn.“ Þá eru „Heilræði" skáldsins eigi síður meinfyndin, en flytja jafnframt sígild sannindi undir grímunni, og ekki ólíklegt að þau spegli sára lífsreynslu höf- undarins. Hér er eitt erindið til bragðbætis: „Öllu framar þú auð að safna æ skyldir meta, hvar sem fæst! Ábatanum er heimska að hafna, með hverju móti semhann næst: því frjálst og stolið pund er pund — peningar liggja ei á grund.“ Annarri hlið á skáldinu, sem ýmsum mun hugþekkari, er snú- ið upp í kvæðinu „Titlings minning,“ um „ellidauðan kan- arífugl," er átti það erindi til íslands: „öðrum að skemmta og deyja þar.“ Kvæðið andar ríkri samúð og ber ótviræð merki þess, að skáldið harmar einlæg- lega örlög síns vængjaða vinar. Beiskja blandast hrygðinni, þar sem skáldið segir, að dauðanum hefði verið nær „með öllu að eyða illfyglum þeim, sem gera tjón.“ Ef til vill talar höfundur hér á táknrænan hátt, beinir orðum sínum að mannhröfnum þeim, sem oft gerðu súg að hon- um með krúnki og græðgi. Hvað sem því líður, má segja að séra Jón yrki hér, að vissu leyti í anda rómantísku stefnunnar, því að djúp samúð með málleys- ingjum, engu miður en með mannanna börnum, var eitt af höfuðeinkennum hennar. Ber einnig að minnast þess, að kvæði Tullins, sem séra Jón snéri á íslenzku, voru beinlínis ort und- ir áhrifum frá helzta fyrirrenn- ara rómantísku stefnunnar á Englandi. Ást séra Jóns á dýr- um kemur víðar fram í kvæð- um hans („Gauksmál"), og verður stundum úr glettni og háð (sbr. „Um dauða mús í kirkju“), Hestavísur orti séra Jón einnig margar að góðum sið íslenzkra skálda. Einna athyglisverðust allra alvarlegra kvæða séra Jóns eru sjálfslýsingar hans, því að þær varpa ljósi bæöi á skapgerð hans og lífsskoðanir: „Smá-atvik,“ „Grafskrift," „Bustarfúsi“ og „Kaldeggin“ o. fl. Kvæði þessi eru laus við öll stóryrði og hvim- leitt sjálfshól, en einmitt vegna látleysis þeirra og einlægni, grípa þau lesandann föstum tökum og vekja samhygð hans með skáldinu; og kaldhæðni séra Jóns — sterkur þáttur í ljóðum hans — eykur mjög á áhrifamagn þessara sjálfslýs- inga hans. Stundum blandast lýsingin beiskju, eins og t. d. í „Bustafúsa“, en þar segir meðal annars: „heimskum og hörundsárum hann varð metnaðar-dárum óvildarefni þrátt.“ Eðlilega koma fram í slíkum kvæðum skáldsins kvartanir yf- ir óblíðum kjörum hans, en bjartsýni og karlmennsku gætir þar einnig, og engar ýkjur eru i þessum orðum hans: „Margur kvartar meira’ en ég, minna til þó kenni“. Enn í dag syngja íslendingar á gleðimótum og raula fyrir munni sér við vinnu sína: „Fá- tæktin er mín fylgikona, frá því ég kom í þenna heim,“ og mun vísan sú ennþá eiga langt líf fyrir höndum. Hver dáir eigi þá hreystilund, sem þar gægist fram að baki glettninnar. Ör- birgð og armæða í ýmsum myndum hafa löngum verið skáldinu fylgispakar, en ekki hafa allir ljóðasmiðirnir orðið eins karlmannlega við ofsókn- um þeirra meinvætta og séra Jón. Eflaust létti það honum oft byrðina, að hann leit á lífið gegnum gleraugu sjónhvassrar kimni sinnar. Hitt er jafn lík- legt, að hann hafi stundum beitt þeirri sömu kímni í ljóði til þess að hylja harm sinn og vonbrigði fyrir spurulum augum fjöldans. Langbezt nær séra Jón sér samt að jafnaði niðri á lausa- vísum sinum, og eru sumar þeirra með sönnum meistara- brag. Gæddur ríkri kímni, sem ekki varð sjaldan að nöpru háði, var hann jafnframt framúr- skarandi orðheppinn og hrað- kvæður í ofanálag. Greip hann því löngum til ferskeytlunnar, hvort sem um alvöru eða glens var að ræða, ekki sízt þegar skjótra andsvara var þörf, og sveið þá æði oft undan hár- beittu skeytinu. Klúrorður var hann stundum úr hófi fram og líktist í því Pope hinum enska, sem einnig var frægur fyrir orð- fimi sína og markvissan háð- kveðskap. En margar af lausa- vísum séra Jóns eru svo frum- lega fyndnar og gagnorðar, hæfðu markið svo vel, að þær flugu á skömmum tíma lands- horna á milli, og ýmsar þeirra lifa enn á vörum hinnar ís- lenzku þjóðar. í lausavísum skáldsins má glöggt sjá fjöllyndi hans; þar eru snortnir margir strengir mannlegra tilfinninga; þar er af svo miklu að taka, að maður veit varla hvar bera skal niður. LISTAMANNAV FKA N Á leiksviðinu í Trípólí á laugardagskvöldið. Öðru megin á sviðinu „Skemma drottningarinnar á Englandi," hinumegin „Bezta bújörðin á Frakklandi." t Baksýn hraundrangar. Á miðri myndinni sitja pilturinn (Sigrún Magn- úsdóttir) og stúlkan (Alda Möller) úr „Grasaferðinni." Til vinstri handar er drottningin á Englandi (Gunnþórunn Halldórsdóttir), maðurinn hennar (Friðfinnur Guðjónsson) og hirðfólk. Til hœgri liandar séra Filippus (Brynjólfur Jóhannesson), drottningin (Arndís Björnsdóttir) og fólk þeirra. Pilturinn (Sigrún Magnúsdóttir) og stúlkan (Alda Möller) undir fjallinu, Bak við þau birtist skáldið (Þorsteinn Ö. Stephensen Mannfjöldinn l Hljómskálagarðtnum á sunnudaginn, er minningarathöfnin fór þar fram. Sums staðar er alvaran efst á baugi samfara djúpri lífsspeki: „Segið mér hvort sannara er: að sálin drepi líkamann, eða hitt, að svakk með sitt sálunni stundurh fargi hann?“ „Heimurinn er tvístrent tól — til þess mátti’ ég finna í gær; — hann er bæði fjandlig fó) og. falleg hjörtu, guði kær.“ Annars staðar er kímni og keskni ofan á, en djúphygli undir gamangervinu eins og títt er um snjöll háðskáld: „Margur fengi mettan kvið, má því nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að éta.“ , (Við hjón sem ekki vildu sætt- ast): „Þið eruð bæði fjandans fox, full með heimsku-gjálfur; hún Tóta þín er tundurbox, en tinna’ og járn þú sjálfur.“ í sumum ferskeytlunum leikur skáldið sér að dýrum háttum: „Sóttin presta burtu ber, beztu mönnum eyðir, dróttin versta eftir er, aukast hrönnum leiðir.“ „Hryssu tjón ei hrellir oss, hress er eg þó dræpist ess, missa gerði margur hross, messað get eg vegna þess.“ Köld er háðnepjan í vísum þeim, sem á eftir fara, en oft kemur skáldið fram í þeim ham, og að sleppa þeim, væri að sýna kveðskap hans í spéspegli: „Öllu stal en ekkert gaf, átti fáa vini; hún tók lúsa-úlpu af Einari Gróusyni.“ „Hjaltadals er heiði níð, hlaðin með ótal lýti; fjandinn hefir á fyrri tíð flutt sig þaðan í víti.“ Ekki verður því annað sagt, en að næsta mikillar fjölbreytni í efnisvali og bragarháttum kenni í frumkvæðum séra Jóns; hann knýr. margskonar tóna úr strengjum hörpu sinnar, mis- jafna að hreinleik og fegurð, eins og verða vill, en oft epu þeir harla fagrir og hreimmiklir. Til gleggra yfirlits skulu hér tal- in höfuð-einkenni frumortra kvæða hans. Þar er víða að finna djúpa tilfinningu og ávallt mállipurð og bragfimi. — Kímni, sem ósjaldan er grunntónninn í miklu af kvæðum hans. Málið á þeim er löngum hreint og laust við alla tilgerð. Og þetta er næsta athugavert: Þegar séra Jón glímir við örðugustu brag- arhættina, nær hann tíðum langhæst í ljóðlistinni. Ekkert vitnar betur um auðuga skáld- gáfu hans. IV. Hver sem kynnast vill skap- gerð og lífsskoðunum séra Jóns (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.