Tíminn - 01.06.1945, Blaðsíða 3
40. blað
TÍMINN, föstadaglnm 1. jjimí 1945
3
Jónas Gudmunsson:
í YIÐ
[Grein þessi birtist í vikublaðinu
„Ingólfi" 9. maí, og er hér endur-
prentuð með leyfi höfundarins].
I.
Hinar óskaplegu fréttir, sem
borizt hafa að undanförnu
frá Þýzkalandi, um hörmungar
þær, er nú gengju yfir hina „al-
mennu borgara“ þar í landi
vekja að vonum bæði hrylling
og meðaumkvun. Hinn óslitni
straumur flóttafólks um alla
vegu Þýzkalands, konur og
börn sveltandi, klæðlaus, deyj-
andi, á vegum úti, brennandi
borgir, sj álfsmorðaf araldurinn,
sem svo stórkostlega hefir grip-
ið um sig og margt og margt
fleira, sem ekki verður hér tal-
ið — allt þetta fær mönnum
hryllings, er þeim verður hugs-
að til þess. Og margir spyrja:
Er ekki voðalegt, að saklaus
börn og konur skuli þurfa að
líða allt þetta fyrir heimsku
og valdagræðgi foringja sinna
— fárra manna?
Nú á enginn nógu sterk orð
um nazistana, heimsku þeirra,
illgirni, kúgun og svik. Nú eru
þeir fordæmdir, — nú eru þeh
óalandi og óferjandi og nú er
það „almanna rómur“, að þeir
hafi aldrei annað verið en „ó-
þokkar“ og illþýði. Enginn
harmar dauða þeirra nazista-
foringja, sem nú eru sagðir
„fremja sjálfsmorð“ eða „deyja
hetjudauða á vígvellinum“.
Menn gleðjast yfir því, að þeir
skuli vera „úr sögunni“.
II.
En þetta hefir ekki alltaf
verið svo, hvorki í „heiminum
hinum stóra og víða“, né held-
ur á hinu litla íslandi.
Árið 1938 'fórnaði Bretland
og Frakkland Austurríki og
Tékkóslóvakíu á altari nazism-
ans. Árið 1939 samdi Sovét-
Rússland við Hitler um skipt-
ingu Póllands og innlimun
baltisku landanna í Sovétríkin,
og með þeim samningi siguðu
Rússar herskörum Hitlers á all-
ar þjóðir Vestur- og Norður-
JUM
Evrópu, stórar og smáar, með
þeim árangri sem kunnur er
orðinn. Næst Hitler og sam-
herjum hans eru það engir aðr-
ir en kommúnistarnir í Rúss-
landi, sem ábyrgðina bera á
þvi ástandi, sem verið hefir í
heiminum að undanförnu. Með
þessum tveim ræningjaflokkum,
nazistum og kommúnistum,
hélzt góð vinátta þar til 1941,
er Hitler varð fyrri til að svíkja
samkomulagið frá 1939, og réð-
ist á Rússland.
Bandaríkjamenn og Bretar
björguðu þá Sovét-ríkjunum
með því að herða árásir sínar
á Þýzkaland — sérstaklega með
því að auka lofthernaðinn stór-
kostlega — og með því að senda
Rússum ógrynni hergagna og
matvæla. Hefði það ekki verið
gert, hefðu Rússar beðið alger-
an ósigur fyrir Þjóðverjum þeg-
ar á árinu 1942.
Þessa hjálp hafa Rússar aldrei
þakkað, en leigusnápar þeirra
um heim allan keppast við
að halda þvi fram, að mann-
kyn allt standi í einhvers kon-
ar þakkarskuld við Rússa. Sann-
leikurinn er sá, að næst Hitler
eiga engir eins mikla sök á nú-
verandi styrjöld eins og stjórn-
endur Sovétríkjanna. Og nú
er löngu vitað, að tilgangur
þeirra var sá að láta Hitler og
Þjóðverjana veikja svo Breta,
Frakka og Bandaríkjamenn, að
Rússar ættu alls kostar við þá
aðila alla á eftir og gætu þar
næst framkvæmt þann draum
sinn að leggja allan heiminn
undir Rússland.
Þessi tilraun Rússa mistókst,
og hurðin skall svo nærri hæl-
um þeirra sjálfra, að við sjálft
lá, að það yrðu þeir sjálfir, en
ekki Bretar og samherjar
þeirra, sem yrðu sigraðir af
Þjóðverjum, og þeir hefðu orð-
ið það, — eins og áður er sagt,
— ef Bandaríkin og Bretland
hefði ekki komið Rússum til
hjálpar. Tugir þúsunda af flug-
vélum, hundruð þúsunda af
skriðdrekum og öðrum hervögn-
LYGI
um, miljónir hvers kyns vopna
stórra og smárra hafa Banda-
ríkin og Bretland ausið í Rússa
án þess að fá svo mikið sem op-
inbert þakklæti fyrir, og allt
þetta létu þau af mörkum við
Rússa meðan Bandaríkjamenn
og Bretar háðu stórstyrjöld á
mörgum vígstöðvum og börð-
ust, m. a. við „vini“ Rússa —
Japani. Þegar „griðasáttmál-
inn“ var gerður, voru Hitlers-
sinnar — nazistar — engir vand-
ræðamenn að dómi rússneskra
kommúnista. Þá voru það Bret-
ar, Frakkar og Bandaríkja-
menn, sem allt illt* stafaði* af.
Það sannar bezt hin sameigin-
lega yfirlýsing Rússa og Þjóð-
verja eftir skiptingu Póllands
1939.
III.
En það voru fleiri en kom-
múnistarnir í Rússlandi, sem
litu öðrum augum á Hitler þá
en nú. Hér á íslandi var hann
ekki í neitt smáum metum hafð-
ur hjá ýmsum. Hér voru margir
sem í honum sáu hinn væntan-
lega „Messías“ þessara tíma.
Sjálfstæðisflokkurinn var gegn-
sýktur af nazisma, svo gegn-
sýktur, að bæði aðalblöð hans
máttu frekar teljast nazistablöð
en venjuleg borgaraleg mál-
gögn. Bezt allra blaða hér-
lendra stóð þó „Þjóðviljinn“,
blað kommúnista, í ístaðinu fyr-
ir nazistana, enda var hann að
sögn kunnugra þá gefinn út um
skeið fyrir fé, sem kom frá
sendisveit Þjóðverja hér, þó
það hafi sjálfsagt verið rúss-
neskt eins og allt fé til hans
bæði fy^r og síðar. Og þessi af-
staða hélzt óbreytt hjá öllum
þessum málgögnum og flokk-
um þar til í júní 1941, er Hitler
réðist á Sovétríkin. Þá söðlaði
Þjóðviljinn um en Morgúnblað-
ið ekki fyrr en alllöngu síðar,
eða þegar sýnt var að Þjóðverjar
mundu verða undir í viðureign-
inni.
Svona var nú ástandið þá. Við,
sem frá öndverðu tókum mál-
stað Breta og Bandaríkjanna,
NMAR
vorum kallaðir leiguþý, skrið-
dýr, „brezkari en brezkir“, mútu-
þegar brezka auðvaldsins, o. s.
frv., o. s. frv., og þegar tvö
leiguþý Rússa hér voru tekin
— miklu síðar en von var til —
og flutt á „föðurlandsvinaskól-
ann“ 1 Englandi, lugu bæði
kommúnistar og Sjálfstæðis-
menn því upp, að ég og ýms-
ir aðrir, sem höfðum trúað á
vilja Engilsaxa til að varðveita '
frelsið í heiminum, — hefðum
staðið að brottflutningi þessara
kommúnistísku loddara. Slíkt
var ástandið þá. Slík var vin-
semdin þá í garð hinna engil-
saxnesku stórvelda.
En nú — nú fara sumar af
þeim , „sprautum" kommúnista,
sem þá gengu ljúgandl og rægj-
andi Breta hér um göturnar í
Reykjavík, — nú labba þær
heim til sendiherra þessara
þjóða, hinn 1. maí, til þess að
hræsna fyrir þeim með sérstök-
um ávörpum, þó allir viti, að
þessir tveir sendiherrar hinna
engilsaxnesku stórvelda séu að-
eins „teknir með“ til þess að
flokkur Rússa hér — kommún-
istarnir — gætu notað þetta
tækifæri til að sýna enn einu
sinni opinberlega skriðdýrshátt
sinn fyrir Rússum. — Það
menningarleysi og sá undir-
lægju- og sleikjuháttur, sem hér
kemur fram, er svo fyrirlitlegur
og viðbjóðslegur að engu tali
tekur. —
IV.
Já, — en er ekki fólkið
svona? í hugsunarleysi sínu læt-
ur það fyrst og fremst leiðast
af lygurum og hræsnurum.
Hver hóf Hitler til valda í
Þýzkalandi? Hlaut ekki Hitler
miljónir atkvæða við hverjar
kosningar, sem fram fóru árin
áður en hann brauzt til valda?
Vissulega. Fólkið í Þýzkalandi
var það, sem lét blekkjast. Þvi
var kannske vorkunn — um það
má þó deila, því það átti þess
kost að kynnast málunum frá
fleiri hliðum meðan málfrelsi
(Framhald á 6. siðuj
lÁstamannavika -
listamannaþin^
Síðustu dagana hefir verið
margt um viðburði á vettvangi
fagurra lista, er vert væri að
minnast rækilega, enda hefir
staðið yfir listamannaþing og
listamannavika, hvort tveggja
helgað minningu Jónasar Hall-
grímssonar. í sýningarskálanum
við Kirkjustræti stendur yfir
myndlistarsýning, þar sem flest-
ir beztu myndlistarmenn lands-
ins sýna ýms verk sin, þótt svo
virðist, sem sumir, er þar hefðu
átt að koma fram, hafi dregið
sig í hlé. Margar fagrar og til-
komumiklar tónsmíðar hafa
verið fluttar, sumar nýjar af
nálinni. Skáld og rithöfundar
hafa lesið upp úr ljóðum sinum
og ritum. Þættir úr skáldskap
Jónasar hafa verið færðir, á
mjög laglegan hátt, í búning,
sem hæfði leiksviði, og sýndir
við hinar ágætustu undirtektir
þeírra, er áttu þess kost að vera
þar viðstaddir og sjá það, er
fram fór. Og loks hafa margar
snjallar ræður verið fluttar og
(Framhald á 5. síðu)
Davíð Stefánsson,
forseti listamannaþingsins.
Dr. jiliil. Ricliard Beck, prófessor:
Jón á Bægisá
Hér birtist framhald greinar dr. phil. Richards Beck
prófessors um Jón Þorláksson á Bægisá og skáldskap hans.
Vegna ártíðar Jónasar Hallgrímssonar var þessi grein
látin niður faila í síðasta föstudagsblaði.
Séra Jón var eitt hið allra
merkasta sálmaskáld á íslandi
sinnar samtíðar. Sálmar hans,
sem að vonum bera eyrnamörk
tíðaranda og trúarskoðana
þeirrar aldar, eru mjúkir að orð-
færi, lýsa einlægri trúarkennd
og eru hvergi nærri snauðir að
andagift. Vinsælastur þeirra og
hvað ágætastur frá skáldskap-
arlegu sjónarmiði er „Sumar-
kveðja,“ þýð og ljóðræn, brag-
arhátturinn vel samræmanlegur
yrkisefninu. Eins og við á, á
mótum sumars og hausts, dreg-
ur skáldið athygli vora að hverf-
ulleik jarðneskra hluta og sjálfs
jarðlífs mannanna. Hér hljómar
þó ekkert óp örvæntingarinnar;
bjartsýni öruggrar trúarvissu og
sannur karlmennskuhugur tala
í þessum ljóðlínum:
„Komanda tökum vetri vel!
beizkt og sætt
oss ætíð ætti
eins kært vera, líf og hel.“
upp ógleymanlegri mynd
hrelldrar og stríðandi sálar, sem
leitar hafnar undan brotsjóum
andstreymisins í föðurfaðmi
Guðs. Dr. Jón Þorkelsson hefir
tekið eftirfarandi vers sálms
þessa upp í úrval sitt úr Ijóðum
skáldsins, og hefðu fleiri mátt
fylgja:
„Loksins eg læri að játa,
lyndi með hrelldu þó:
því má eg gamall gráta,
að gjálíf æskan hló.
Hæst sumar geyst geymir
gjóst-næman haust-tíma
köst ama; kost annan
í koll mér ellin dró.
Ástríki faðir friðar,
forskulduð mýktu gjöld!
Sól gengur senn til viðar,.
sýnir hið dimma kvöld.
Væg beinum veglúnum,
vog rauna sig lini;
dugvana á daglínu
dettur ellin köld.“
dýrara bragarhætti og þó með
barnslega hreinskilnu orða-
bragði. í þeim sálmi lifir and-
ardráttur skáldsins eins og hann
var þar sem lífsloft íslenzk-
unnar var tærast.“
Skáldlegt og hreimmikið er
„Nýársvers" séra Jóns, sem
hefst með orðunum: „Drottinn
kallar aldir allar, eilífðar til
stóraflóðs.“ — Og ennþá syngja
íslendingar sálma skáldsins frá
Bægisá. í Sálmabókinni frá
1886, síðustu (18.) útgáfu henn-
ar, 1928, eru tveir þýddir sálm-
ar hans og þrír frumsamdir, þar
á meðal „Sumarkveðjan", eins
og verðugt er. Hún úreldist seint,
því að þar er sigilt efni klætt
í sannskáldlegan búning.*)
í erfiljóðaskáldskap stóð séra
Jón fyllilega á sporði hinum
beztu samtíðarskáldum sínum.
Engu að síður eru þau kvæði
hans æði oft mjög ófrumleg,
telja aðeins upp dyggðir hins
látna, eða rekja sögu hans, en
skortir á hinn bóginn allan sér-
kennileik, ímyndunarauðlegð og
tilfinningadýpt; eiga með öðr-
um orðum ekkert varanlegt gildi.
Skýringin liggur hendi nær.
Meirihluti slíkra kvæða skálds-
ins voru ort fyrir bænastað vina
og vandamanna hinna látnu,
en áttu sér engar rætur í djúpi
hugar og hjarta höfundarins.
Samt eiga erfiljóð séra Jóns
þessa kosti sameiginlega: þau
eru lipurt kveðin, jafnaðarlega
á hreinu máli og látlausu. Fjarri
fer einnig, að þau séu öll snauð
*) Um sálmabókardeilu þeirra séra
Jóns og Magnúsar Stephensen, sjá
1 Ljóðabók skáldsins, U. bindi, bls.
| XXXHI—XXXIV.
að bókmenntagildi. Þegar hjarta
skáldsins er í þessum kveðskap
hans, þegar hann yrkir af knýj-
andi innri þörf, sameinast í
minningarljóðum hans djúp,
einlæg tilfinning og skáldlegt
hugarflug.
Minningarkvæði séra Jóns
um fyrrverandi heimilisföður
sinn og góðvin, Bjarna land-
lækni Pálsson, sæmir snilldar-
þýðanda „Paradísarmissis". Það
er göfugt kvæði I anda og stíl,
hæfur bautasteinn ágætismanni
og föðurlandsvin, ort undir
fornyrðislagi, sem varð svo
mjúkur og þýðróma bragarhátt-
ur í höndum skáldsins í þýðing-
um hans. Skáldið lýsir kröftug-
lega sárri sorg „Heilbrigðinnar"
út af falli eins hlns hugrakkasta
og fremsta hermanns hennar:
„sýnist mér úr brjósti
sem blóð renni.
Síðan situr hún
með sársauka,
litverp og lotin,
við leiði Bjarna;
og er sem voni,
að upp af honum
muni líknar-gras
loksins spretta."
Heit tilfinning er undir-
straumur kvæðisins og það sýn-
ir, að skáldið hefir fyllilega
kunnað að meta Bjarna lækni
og nytjastarf hans fyrir land
og þjóð.
í kvæðinu „L.... enn danski“,
minnist Jón fagurlega erlends
íslandsvinar, er „gaf peninga til
verðlauna dugnaðarmönnum i
Norður- og Austuramtinu 1798.“
í svipuðum anda, viðkvæm og
sönn eru nokkur önnur erfiljóð
skáldsins: „Sorgin i Nain“ (son-
arminning), kvæðið umtryggða-
vin hans og velunnara, Halldór
Hjálmarsson. — Snilldarlegt aö
máli og þrungið að hugsun er
stefið til minningar um séra
Magnús Einarsson („Nú grætur
mikinn mög“). „Túllinsminn-
ing“ ber fagurt vitni valdi séra
Jóns yfir máli og kveðandi. Mun
mörgum nútímamanna finnast
sem skáldið hafi verið stórum
of örlátur í þessu ljóðlofi sínu;
en setji lesandinn sig í spor
hans, verður aðstaða skáldsins
ofur skiljanleg; hann hafði snú-
ið á íslenzku mörgum helztu
kvæðum Tullins og mun hafa
haft mikið dálæti á honum;
hrifningartónninn í kvæðinu
leynir sér heldur eigi.
Prýðisfallegt, jafnsatt á öllum
öldum, er þetta erindi úr minn-
ingarkvæði séra Jóns um Ragn-
heiði dóttur Stefáns amtmanns
Þórarinssonar, er var mikill vel-
gerðamaður skáldsins:
„Hverr má herma
nema himinn einn,
tölu tegundir
og tign vona,
sem lifðu’ og létust
með líki því,
sem hér sefur
und sorgar-blæju.“
Brúðkaupskvæði séra Jóns, þó
að liðug séu og stundum smellin,
bera of mikinn svip smekks og
anda sinnar tíðar og eru því
úrelt orðin. Af öðrum tækifær-
iskvæðum hans verðskuldar
„Þakkarávarp“ það, sem hann
orti til manns þess í Danmörku,
sem gefið hafði fé til framfara-
verðlauna á íslandi, og fyrr var
nefndur, sérstaka umgetningu.
Þessi einstaka göfugmennska
varð skáldinu efni snjallra ljóða.
Hann leggur Fjallkonunni orð í
munn:
„Fátæk em eg
og eí fjölskrúðug,
öldruð móðir
ótal harma,
em eg köldum klædd
klaka-stakkl,
af því ber eg nafn
alla daga.“
Játar hún, að brugðið hafi til
beggja skauta um ræktarsemi
sona hennar, en minnist jafn-
framt með þakklæti þeirra, sem
reynzt hafa henni góðir og göf-
uglyndir. Hinír fá þessa nöpru
kveðju:
„Hinna séu heití
á haf rituð
og á ísfeld minn,
þá ornar sól;
þeir er tötur mín
tönnum slíta
og sjúga merg minn,
þótt mögur sé.“
Ósvikinn kjarni er í þessum
ljóðlinum; þær eru sprottnar
upp af djúpri ættjarðarást. Ó-
sjálfrátt kemur manni í hug hið
máttuga þjóðhátíðarkvæðiBólu-
Hj álmars. Andlegur skyldleiki
séra Jóns og hans dylzt ekki,
að eigl sé sterkara að orði kveð-
ið.
Miklu minni tilþrif eru í kvæð-
inu „Þakkarljóð í íslands nafni
til hins enska Biblíufélags,“ er
Henderson hinn enski eys svo
miklu lofi í ferðabók sinni. Á
hinn bóginn er vísan „Til Rasks“
undir dróttkvæðum hætti, vel
ort og hin snotrasta.
Framúrskarandi fagur og á-
hrifamikill, þrunginn djúpri til-
finningu, er „Iðrunar- og bæn-
arsálmur", sem skáldið nefndi
„annál“ sextugasta og fyrsta
æviárs síns. Með fágætri brag-
fimi og málsnilld er hér brugðið
Ummæli dr. Guðmundar Fínn-
bogasonar (Skírnir 1919, bls.
244—245) um þenna snilldar-
lega sálm, taka djúpt í árinni,
en eru þó langt frá því að vera
töluð út í bláinn: „Varlá hefir
nokkur sál talað við drottin á