Tíminn - 01.06.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.06.1945, Blaðsíða 5
mh 40. Mað NN, föstndagmn 1. júní 1945 5 Um þetta leyti fyrir 162 árum: Upphaf Skaptárelda Sagnir herma, að veturinn 1783 hafi gerzt margir undar- legir atburðir hér á landi. Fróm- ir og sannorðir menn sögðu frá því, að þeir hefðu séð skrímsli vaða uppi í vötnum og maur- ildahrúgur iða á jörðu. Hestar gengu í fjóshauga, kálfar fædd- ust vanskapaðir og menn höfðu þunga drauma. í lofti heyrðist tíðum annarlegur klukkna- hljómur, en org og sog niðri í djúpum jarðar, ef eyra var lagt við. Hrævareldar loguðu, og eld- ingum laust niður með miklum hamförum. Um vorið fæddust lömb í líki ferlegra kvikinda og marglitar „pestarflugur, digrar sem þumalfingursliður á karl- manni“, sáust á kreiki. Allt þetta þóttu hin mestu tíðindi, og voru ekki allir geig- lausir um, að þau boðuðu meira illt. Það voraði allvel þetta ár og gróður tók skjótum framförum. Var kominn talsverður kúahagi um fardaga og tekið að rýja geldfé. Leið svo fram að hvíta- sunnu, er bar upp á hinn 8. júní- mánaðar. Á hvítasunnumorgun var veð- ur heiðskírt og gott. Uggði eng- inn neins ills á þeim degi. En um dagmálabilið sló mistri bik- svörtu upp á himininn norðan byggðarfjalla á Síðu. Bar mökk- inn á skammri stundu yfir alla Síðuna, Skaptártungu og Fljóts- hverfi. Dimmdi þá í húsum inni, en á jörðu féll aska og vikur, svo að sporrækt var orðið að lít- illi stundu liðinni, nema í Skaptártungu, þar ýrði regn úr lofti og hlóð niður blásvartri og fúlli eðju. Sló við þettá mikl- um óhug á fólk, eins og vonlegt var, því að enginn vissi, hver undur myndu næst yfir ganga. Eftir nokkra hríð tók gola að blása af hafi, og svifaði þá mekkinum frá byggðinni og birti til, svo að sól náði aftur að skína. Var síðan stórtíðinda laust, það sem eftir var dags. En ömurlegt var að líta yfir svarta byggðina, og óró mikil í skepnum öllum og fuglum. Um nóttina urðu jarðhræring- ar miklar, og var sem allt ætlaði um koll að keyra í hörðustu kippunum. Mun þeim, sem bjuggu undir ægihrammi eld- þursans, ekki hafa orðið svefn samt þá nóttina. Morguninn rann þó upp heiðskír og fagur. En fyrr en varði lagði mökkinn yfir héraðið og dundi nú á steypiregn. Fylgdi því öskufall og brennlsteinsfýla og sveið mjög í augu og bert hörund und an regninu, og að sumu fólki setti jafnvel svima. Á nýrúið geldfé komu brunasár, og göt duttu á njólablöð og súrur. Skaptá tók mjög að þverra. Á þessu gekk einnig hinn næsta dag. Lagðist öskuleðjan yfir gróið land og gróðurlaust og myndaði harða skel, líkt og klamma á vetrardegi. Náði peningur ekki til jarðar, nema skelin væri brotin fyrir hann. Hélzt þetta í marga daga. Fimmtudaginn 12. júní var heiðskírt veður og sunnangola. Þann dag brauzt eldflóðið fram Skaptárgljúfur með slíkum ó- gangi að firnum sætti. Valt það og æddi áfram með skruðningi, buldri og gný, er yfirgekk allan mannlegan skilning. Voru þrum- urnar og brestirnir því líkast að skotið væri nær látlaust af fjölda fallbyssna. Þræddi eld- straumur þessi fyrst aðalfarveg árinnar, en flæddi síðan út yfir brunahraunin beggja megin hennar. Fjórum dögum síðar brauzt næsta eldflóð fram gljúfrin, og þakti það öll hraun milli Síðu og Skaptártungu og tók af fyrstu jarðirnar, er ofurseldar voru eyðileggingunni í þeim voða hamförum, er nú voru hafnar Mikill hraunstraumur flæddi suður að Meðallandi og huldi þar stór landsvæði. 18. júní kom enn eitt eldflóð- ið, og fyllti það gljúfrin alveg Hina pæstu daga brunnu margir bæir, og jarðir tók af. Mátti heita, að óslitinn straumur vell andi eldhafs ylti niður yfir byggðina. Voru flóðin sem log andi eir í deiglu sinni, en ofan á flutu heljarstór björg, líkt og skip, er brimaldan lyftir sem Vilhelm M.oberg: fisi. Gömul hraun bráðnuðu sundur fyrir ofurhita hins nýja eldflaums, gróin jörð sviðnaði niður í mold, og gufustrókar risu til himins, þar sem ár og vötn urðu á vegi hans. Víða bar hraunstraumana við loft, þar sem þeir ultu fram, svo hátt hlóðust þeir upp. Þessu öllu fylgdu óhljóð mikil að fjallabaki, öskur og dynkir, brestir, dunur og vein. Jarð- hræringar voru miklar og tíðar, öskufall og svæla, en stundum rigndi niður stærðar vikurstein- um viða um byggðir. Öskumökk- urinn varð svo hár, að hann sást víða um land, og smátt og smátt tók ókennileg móða að fylla loftið og bregða á það mjög ánnarlegum lit. Sól sortnaði, og tupglið varð rautt sem blóð, og sló blóðlitnum á jörðina, Degar ekki byrgðu ský. Um nætur lék eldbjarminn um allan himininn, og mátti sjá 3au feikn óravegu, en úr næstu byggðum var eins og allt væri eitt logandi eldhaf að fjall>baki. Fóru nokkrir menn njósnarferð fjallið Kaldbak og töldu þeir 22 stórbál í beinni röð norður öræfin. Stórrigningar, meiri en menn höfðu áður þekkt, voru tíðar, og fylgdu þá stundum þrumur og eldingar. Var óþefurinn svo megn, að brjóstveikt fólk náði varla andanum, en allir aðrir voru stórlega þjáðir. Gróður allur visnaði og dó, holdin hrundu af öllum skepn um, en mjólkurpeningur stein- geltist. Og brátt komu sár og hnjúskar á skepnurnar, og urðu hörmungar þeirra, er lengst hjörðu, síðar mjög átakanlegar. Farfuglar flýðu frá eggjum sín um og ungum í hreiðrunum, og smáfuglar ýmsir, tittlingar og máríuerlur, flæktust kringum bæina í smáhópum, unz þeir ultu út af. Silungar í ám og vötnum drápust og flutu uppi. Fyrri hluta júlímánaðar varð nokkurt hlé á þessum ógnum, en hinn 12. dag júlímánaðar dundu þær aftur yfir af hálfu meira offorsi en fyrr. Verður sú saga ekki rakin frekar hér, en geta má þess, að eldarnir tóku ekki að réna fyrr en í desember- mánuði. Var þó eldur uppi lengi eftir það, jarðskjálftakippir tíð- ir, skruggur og öskufall, en jörðin baneitruð. Heil þyggðar- lög voru komin í auðn, pening- ur nær gerfallinn og fólk komið vergang í stórhópum. Móðu- harðindin voru í algleymingi — jafnvel enn miskunnarlausari en undanfari þeirra. Öll þjóðin að kalla lapti dauðann úr skel. Þúsundir biðu óumflýjanlegra örlaga sinna í verstöðvum landsins. Aðrir hnigu út af á píslargöngu sinni á vegunum eða við fljót og farartálma á leið sinni. Hinir, sem sælari voru, drógu fram lífið á skóbótum og holta- rótum. Bæirnir stóðu hundruð- um saman auðir og yfirgefnir. Þar gó enginn rakki, og aldrei lagðfreykjarlopa upp úr stromp inum á góðviðrismorgnum. Ef til vill lá í göngunum maðkað eða freðið lík af flækingi, er þangað hafði skreiðzt inn til þess að gefa upp öndina. Það er ekki ósennilegt, les andi góður, að hann langa-lang- afi eða hún langa-langamma okkar, mín og þín, hafi verið í hópi hins dauðvona göngufólks. Svo skammt er milli allsnægta og allsleysis í sögu þjóðarinnar — og þó máske miklu skemmra, ef nær væri litið og grannt að gáð. En það er önnur saga. Gamlar bæk- ur og tímarit Kaupi timarit og gamlar bækur eftir ís lenzka höfunda, enda séu fiær hreiuar og heilar. Jón Helgfason c/o Tíiiiiiin. Sími 2353. Eiginkona FRAMHALD en hvernig átti hún að vita, hvor þeirra það var, fyrst hún hafði legið með báðum? Margrét var sem þrumu lostin. Hún var kona tveggja manna, hún vissi ekki, hvor þeirra hafði þungað hana. Hákon? Hún hafði að minnsta kosti lengi haft samfarir við Pál, án þess að neinar afleiðingar kæmu í ljós. En hún gat engar sönnur fært á, að það væri honum að kenna. Þótt hún léti sér fremur detta Hákon í hug, gat það allt eins verið Páll. Sannleikurinn var miskunnarlaus. Hún gat ekki vitað, hvor var faðir barnsins. Kannske myndi gátan ráðast, þegar fram liðu stundir. Þegar barnið stækkaði, hlaut það náttúrlega að sjást, hvorum það líktist. Ef til vill yrði það með hörgult hár, eins og Hákon, og djúp, dökkblá augu — kannske yrði það með þetta breiða enni, eins og Páll, og ljósleit, viðbragðssein augu. En þangað til — hvað gat ekki-komið fyrir, áður en gátan réðist? Hún varð að vita það strax, hvor var faðir barnsins — annars stoðaði það ekkert. Þannig varð rólyndi Margrétar skammvinnt. Nei, þegar hún hugsaði um það, þá var þetta ekki svo fagnaðarrík uppgötvun. Hún mátti fremur vera skelfd. Meðan hún skipti sér svona milli Hákonar og Páls var það óhamingja að verða vanfær. Hér fékk hún að kenna á afleiðingum þess að vera kona tveggja manna. Ef hún hefði bara getað sagt við annan þeirra: — Þetta eru þín verk — þú átt barnið! En enginn gat krafizt þess, að Hákon tryði því. Hann gat hvorki trúað því né hinu. Páli þurfti hún á hinn bóginn ekki annað en segja, hvernig málum var komið. í hans huga var enginn efi. Hann myndi verða glaður yfir von- inni um erfingja. En ef til vill var annar maður faðir barnsins. Hún vildi ekki telja honum trú um, að hann væri faðirinn, ef hann var það svo ekki. Hún var alltof góð til þess að alá ann- ars manns barn og láta eiginmanninn halda, að hann ætti það. Nei, hún gat ekki fengið sig til þess að ympra á þessu við Pál. Henni fannst það hyggilegast að þegja. Átti hún á hinn bóginn ekki að segja Hákoni það? Hingað til hafði hún aldrei leynt hann neinu. En jafnvel hann fékk ekki neitt að vita. Hún ótt- aðist ásakanir af hans hálfu. Honum kynni kannske að detta í hug að segja: Þarna sérðu það — þú hefðir aldrei átt að þóknast tveimur! Þú værir ekki í þessari klípu, ef ég hefði fengið vilja mínum framgengt. Þá værir þú ekki í vafa um faðernið. Já, hún var hrædd við að heyra hann segja sannleikann, og ennþá hræddari var hún um, að honum kynni að liggja i léttu rúmi, hvað um hana yrði hér eftir. Það gat vel verið, að hann kærði sig ekki um konu, sem ef til vill var þunguð af völdum annars manns. Og hún vildi allt fremur en það, að hann sneri við henni bakinu. Svo leyndi hún báða mennina ásigkomulagi sínu. Það var miklu erfiðara að leýna því fyrir Páli. Hann spurði hana í þaula, þegar að henni setti þessa fylgikvilla þungans: Hvernig vék þessu við? Kannske átti hann von á litlum dreng með vor inu? .... Þannig hafði hann spurt áður. Hún hafði neitað, og hún neitaði enn, þótt hún hefði nú getað gert hann ánægðan: Nei, það var ekkert — hún hafði bara borðað eitthvað, sem hún þoldi ekki. Páll trúði henni ekki fullkomlega. Honum datt ekki í hug, að konan lygi að honum — hélt kannske, að hún væri ekki búin að átta sig á því, hvernig ástatt var um hana. Hún var enn svo ung, hún hafði ekki enn alið neitt barn — hvernig átti hún að vita, hvernig þetta byrjaði? Og Páll, sem farið var að þykja löng biðin eftir erfingjanum, sleppti ekki voninni: Að vori ef til vill. Það var bara leiðinlegast, að gamli maðurinn skyldi falla svo snemma frá, að hann fékk ekki að sjá barnabörn sín lifanda lífi. Margrét er lasin. Þetta hittist illa á, því að nú er mesta ann- ríki ársins — nú eru allir önnum kafnir við heyskapinn. Páll hefir tekið fólk í vinnu, bæði til þess að slá og raka. Og kona hann verður líka að koma út á engið stund og stund og raka, jafnvel þótt hún annist matreiðsluna. Því að hún vill sýna, hve hraust hún sé....En hún hugsar og hugsar, þar til hana sárverkjar í höfuðið: Hvað á hún til bragðs að taka? Hún getur ekki látið reka svona á reiðanum, þar til allt er um seinan. Sú stund rennur upp, að það þýðir ekki lengur að neita spurningum Páls. Og þá er allt um seinan. Þá kemst allt upp, ef hún vill ekki láta manninn sinn lifa í rangri trú, að hún heldur Og hún er þó allt of heiðarleg til þess að ala honum barn ann- ars manns. Þá yrði hún að halda áfram fláttskapnum allt sitt líf Það vill hún umflýja. Og svo Hákon.Hún getur ekki heldur dulið þunga sinn fyrir Hákoni til lengdar. Og hann snýr kannske við henni bakinu. Það getur hún ekki afborið. Allt andstreymi er hún reiðubúin til að þola — nema það. Án Hákonar veitir lífið enga ánægju. Þetta barn, sem er að byrja líf sitt í henni, má ekki fá að komast upp á milli þeirra. Heldur vill hún losa sig við það. Já, hún er bókstaflega tilneydd að smokra sér úr þess ari klípu, ef hún vill forðast stórkostlega ógæfu. Sá fögnuður yfir því að verða móðir, er hún einu sinni gerði sér í hugarlund, verður að engu. Hún á ekki um neitt að velja. Hún á ekki að hugsa sig um. Úr því að hún getur ekki með fullri vissu skorið úr því, hvor á barnið, vill hún ekki fæða það í þennan heim. Það getur ekki annað en óhamingja hlotizt af þessu barni hversu innileg sem gleði hennar hefði orðið, ef hún hefði fengið að leggja það að brjósti sér. Og hún má engan tíma missa. Og svo getur Páll spurt sjálfan sig, hvaða duttlungar séu nú komnir í konuna hans, þegar þau fara að aka heim heyinu. Hún vill endilega vera uppi í vagninum, er hann fer tómur til baka, og hún tekur taumana af honum og ekur sjálf. En hún kann ekki að aka — vagnhjólin lenda á stórum steinum, og vagninn hrist ist og skoprar, svo að við sjálft liggur, að hann mölbrotni. Margrét ekur yfir stokka og steina. Það er eins og öndin sé að skekjast úr skrokknum á manni. Lítil vera, sem ekki getur verið orðin stærri en villiepli, þolir varla annað eins. Páll harð bannar henni að aka svona, en hún stelst samt til þess. Og dagar koma, og dagar fara. Ekkert ber fyrir hana. Litla veran þolir meira en hún hélt. Og hún tekur eftir því, að Páli verður æ tíðlitnara á hana með íbyggnu augnaráði. Hann er réttum vegi, og hann iætur ekki villa sig. Og bráðum fer Hákon kannske að spyrja líka. Ætti hún þá einnig að ljúga að honum? Cr u 111 e i tf o Norsk gamansaga eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. Þeir Jens, sonur ræðismánnsins, Níels og Eiríkur, syn- ir útgerðarmannsins, og Axel og Jörgen, synir læknis- ins, voru mestu mátar. Sumarið, sem þessi saga gerðist, dvöldu þeir allir á heimili Eðvarðs föðurbróður Níelsar og Eiríks. Eðvarð frændi bjó á Tröllahaugi, efsta bæn- um í dalnum. Á húsinu voru rúmgóðar svalir og 1 kring- um það var stór garður. í honum uxu ávaxtatré og berja- runnar- Drengjunum hafði nú verið boðið að dvelja þar „um hálfs mánaðar skeið að minnsta kosti,“ hafði Eðvarð xrændi sagt. Hann bjó einsamall með ráðskonu, er Tómasína hét. lúsið var stórt og rúmgott, og var því oft gestkvæmt á 'röllahaugi. Drengirnir höfðu tvö kvistherbergi til umráða Þar var snoturt og vistlegt. Þeir höfðu sitt rúmið hver og auk pess skáp til þess að geyma föggur sínar í. Á veggjunum léngu orustumyndir og myndir af nafnkunnum hers- höfðingjum. Niðri í garðinum voru leikfimisáhöld, sem voru óspart íotuð, eins og gefúr að skilja. Oft höfðu þeir skotæf- mgar undir leiðsögn Eðvarðs frænda. Hann var gamall iiermaður sjálfur og vildi að þeir lærðu að fara með vopnin og kynnu undirstöðuatriðin í skotfimi. Því fór fjarri, að drengjunum leiddist á Tröllahaugi. Hver dagur bar einhverjar nýjungar í skauti sér. Jafn- vel þótt hellirigning væri og þeir yrðu að vera inni, fannst þeim tíminn aldrei lengi að líða. Einu sinni sagði ðvarð frændi þeim endurminningar frá vígstöðvuhum, öðru sinni sýndi hann þeim safn af frægum kopar- stungumyndum- Auk þessa átti hann ósköpin öll af bók- um, hemaðarsögur, sjóræningjasögur og ævintýri. Tómasínu ráðskonu féllu drengirnir vel í geð. Hún sagði, að þeir „lífguðu svo upp“ á bænum. Enginn bjó til eins góðan mat og hún. Hún matreiddi eitthvað nýtt á hverjum degi. Drengirnir kunnu vel að meta góðan rnat og gómsætar kökur og dýrkuðu því Tómasínu eins og hálfguð! „Heyrðu, það hlýtur að vera gaman að grafa eftir sulli.“ „Já,og finna eitthvað, stóra hlunka kannske-“ „Það er leitt, að Noregur skuli ekki vera stærri. Hugs- Bókmenntir ogj listir (Framhald af 3. síðu) ágætar blaðagreinar verið birt- ar af þessu tilefni. Það væri því margs að geta, ef lýsa ætti öllu svo, að blaðalesendur gætu af því myndað sér rökstudda skoðun um það, sem fram hef- ir farið. En því miður er þess skki kostur. Þar er í máli sú bót ein, að öllu, sem útvarpstækt er, hefir verið útvarpað, en út- varpstæki nú komin á miklnn meiri hluta heimila á landinu. % Þorri landsmanna hefir þannig átt þess völ að heyra í fjar- lægðinni hina snjöllu setninar- ræðu Davíðs Stefánssonar, for- ljóð Tómasar Guðmundssonar áður en sýningin á „Myndabók Jónasar Hallgrímssonar“ hófst, hinar nýju tónsmíðar Páls ís- ólfssonar, er leiknar voru við sama tækifæri, og margt annað, sem markvert var. En margs hafa þeir auðvitað farið á mis, er ekki gátu sjálfir séð, því að enn erum við íslendingar ekki komnir svo langt áleiðis í tækr. inni, að hér sé hægt að útvarpa myndsýningunum eða sjón leikjum, að öðru en því, sem tekur til hins talaða orðs. Og þá er auðvitað mikið sem glatast, ekki sízt þegar aðallega er um sýningu að ræða. Það hafði heyrzt, að ýmsir spáðu heldur illa fyrir þessaxi listamannasamkundu, áður en hún kom saman, enda hafði ýmis konar óeining og deilur meðal listamanna gefið fullt til- efni til þess að álykta svo, auk þess sem allfjölmennt félag, sem skipað er ýmsum beztu skáldum þjóðarinnar í bundnu máli og óbundnu, stendur utan Bandalags islenzkra listamanna, er fyrír listamannaþinginu gekkst. En vilji til þess að bæta úr þeim ágalla kom fram í því, að forseti þingsins var einmitt kjörinn úr hópi þessara manna. Var það og fyrir allra hluta sak- ir hin maklegasta ákvörðun. Styr mun að vísu haía staðið um ýms mál, er þessa lista- mannahátíð varða, og 'er í sjálfu sér ekki um það að fást, meðan drengilega er á vopnum haldið, því að sjálfsögðu er listamönn- um sem öðrum heimilt að líta á menn og málefni frá mismun- andi hliðum. Það, sem mestu máli skiptir, eru hin vekjandi áhrif, er svona vika hefir, bæði á almenning og listamennina. Örvi hún listamennina til þess að skapa ný listaverk og ýti við almenningi að öðlast á þeim skilning og njóta þeirra, er vel heiðruð minning Jónasar Hall- grímssonar. Þess munu sjást merki, þegar fram líða stundir, en fyrnast j£fir misklíð og flónskuverk. Tíminn birtir á 4. síðu ýmsar myndir frá einstökum þáttum þess, sem fram hefir farið lista- mannavikuna, lesendum sinum til gamans og glöggvunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.