Tíminn - 01.06.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.06.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMCVN, föslndagiim 1. júní 1945 40. blað Mmningarorð: Kjartan Sigurjónsson söngvari. Fjársölnun tíl skípa- kaupa S. I. S. 11. maí hefir löngum verið merkur dagur á umliðnum öld- um. Oft hefir hann verið gleð- innar dagur fyrir þá, sem hafa heimt vini sína heim úr lang- dvalar útivist — en hann hefir líka verið sorgarinnar og t.ár- anna dagur fyrir þá, sem ekki hafa heimt sína kærustu vini aftur, aldrei fengið að sjá þá framar á þessari jörð. Og enn endurtekur sig þessi harmsaga 11. maí 1945, þegar sú sorgar- fregn er flutt með öldum ljós- vakans um land vort, að Kjart- an Sigurjónsson söngvari frá Vík sé látinn. Það eru ekki að- eins þeir nánustu elskendur hans, foreldrar, eiginkona og aðrir vandamenn, sem eiga um sárt að binda. íslenzka þjóðin öll hefir misst einn af sínum gimsteinum. Við, sem kynnt- umst þessum mæta og vel gefna unga manni, tregum að sjá á bak honum á blómaskeiði lifs- ins, aðeins 25 ára-. Ég var svo heppinn að kynn- ast Kjartani heitnum þann stutta tíma, sem hann dvaldi hér hjá okkur í Landeyjum, þegar hann var að koma á stað söngkór Krosskirkju. Ég ætla ekki að rekja ætt Kjartans hér, aðeins skal þess getið, að hann var runninn af skaptfeiiskum og rangeyskum stofni, sem má kenna við hina alkunnu og merku Skógaætt undan Eyjafjöllum. Kjartan var glæsimenni að vallarsýn. Hann var beinvaxinn og herðibreiður, með skýr og fögur augu undir dökkum brún- um. Og voru þau spegill göf- ugrar sálar. Hnakkinn, klædd- ur tinnusvörtum lokkum, var svo fagur og tilkomumikill, að maður jafnvel þekkti Kjartan af hnakkasvip hans úr stórum hópi manna. Framkoman var prúð, þýð og viðfelldin, svo um- gengni öll var aðlaðandi. Sem kennari var hann mjög vinsæll sínum nemendum, laginn að laga misfellurnar, — en þegar hann sjálfur söng með sinni al- kunnu, þýðu og fögru rödd, sem ég gleymi aldrei, var yndi á að hlýða. Það sannaðist á Kjartani, að gott er með góðum að vera. Það var lærdómsríkt að kynnast honum, þótt ekki væri nema fáa daga. Hvað mundi um lengri leiðir? En nú er komið á leiðar- enda. Okkur, er ekki skiljum til- gang lífsins, finnst dauða hans hafa borið að fyrir örlög fram. En í gegnum allan missi, er það bezta huggunin að vita það, að hér hefir fallið góður dreng- ur, sem allir trega, sem til þekktu. Að síðustu leyfi ég mér fyrir hönd þeirra, er kynntust þér í okkar sveit, að þakka þér við- kynninguna, þakka þér kennsl- una, þakka þér einsönginn, þegar þú söngst í kirkjunni okk- ar kæru hin alkunnu vers: Víst ert þú Jesús kóngur klár, o. s. frv. Því gleymum við aldrei. Svo bið ég frelsarann, Jesúm Krist, að þerra tregatárin — en þig, kæri vinur, fel ég í al- föður hönd. Þar fær þú ' að syngja með englum og útvöldum Guði til dýrðar. Og við, sem tregum þig, hlökkum til að komast í þann eilífðarkór. Og minnumst þess: Að stutt og fljót er stundin nauða, en stór og löng er eilífðin. Hér til dauða, ef dyggur stríðir, dýrðarkrónu færð um síðir. Hafðu svo þökk fyrir síðustu kveðjuna, er þú sendir mér frá London, — úr þínum síðasta á- fangastað og og allt annað. í Guðs friði, góði vinur. Guðni Gíslason. I Yidjum l^innar (Framhald af 3. síðu) og prentfrelsi ríkti í Þýzka- landi. En það valdi sjálft leið blekkingarinnar og ósannind- a"nna. Þjóðverjar skipuðu sér að miklu leyti að lokum í öfga- flokkana tvo, flokk kommúnista og nazista. — Báðir þessir flokkar reyndu að blekkja fólkið og svíkja það. Það vildi láta blekkja sig og nú hefir það upp- skorið eins og það hafðl sáð. Það trúði á lygar nazista og stórveldisdrauma þeirra. Það gekk vitandi vits að því að kúga aðrar þjóðir og hneppa þær í fjötra — en það gleymdi þeim eilífa sannleika, að eins og menn sá, svo munu þeir uppskera. Það er sama fólkið og börn þess, sem í dag sveltur í Þýzka- landi, og það, sem á dögunum fyrir 1933 „greiddi atkvæði“ með Hitler. Það er sama fólkið, sem í dag flýr brennandi borgir og kasl- ar sér í straumharðar ár til þess að leita á náðir Bandaríkja- manna og Breta, sem ætlaði sér að leggja lönd þeirra í auðn og hneppa fólkið þar í fjötra. Það er sama fólkið, sem hyllti Molotov óstjórnlega í Berlín, þegar hann kom þangað til að „endurnýja" vináttuna við naz- istanna, sem nú flúði undan herskörum þessa „góðvinar" vestur á bóginn. Og svona mætti lengi telja. Hvert einasta dæmi sem tek- ið er, sannar aðeins, að hinn mikli meistari hafði rétt fyrir sér, er hann sagði: „Með sama mæli og þér mæl- ið öðrum mun yður mælt verða“. V. Vopnin í baráttunni undan- farin ár hafa verið lygi, rógur, svik, undirferli, morð og blekk- ingar. Upprunalega voru þessi ! vopn tekin upp af kommúnist- [ um og sett í mjög vel skipu- lagt kerfi af þeim. Nazistarnir lærðu þar að hagnýta þau með hinni alkunnu snilligáfu Þjóð- verjans til að útfæra alla hluti út í æsar. Og svo meistaralega hefir Þjóðverjum tekizt að beita þessum vopnum sínum, að aldrei fyrr í sögu mannkynsíns hafa lygi og blekking skipað slikt hásæti og á þeirra dögum. Ef einhverjum skyldi hafa dottið það í hug að kommún- istar hefðu hér séð sig um hönd og þeir horfið frá þessum skipu- lögðu blekkinga- og lygakerfum sínum, þá fer sá alveg villur vegar. Kommúnistar halda alveg sama strikið og áður í þeim efnum. Þar er um ekkert frá- vik að ræða. Og þeir munu ekki sjá — eða ekki vilja sjá — hverjar afleiðingarnar verða, þó þöer standi nú lifandi upp- málaðar fyrir augum þeirra um gervalt Þýzkaland. Þeir hugsa sem svo, þó illa færi fyrir Þjóðverjum þá þarf ekki aö fara illa fyrir okkur. En einmitt þessi skoðun er sú, sem öllum einræðisþj óðum hefir að falli orðið. Það virðist ríkja í tilverunni órjúfanlegt lögmál, sem er þanníg, að hið illa eyði sér sjálft. Það framleiðir sjálft þau öfl, sem að lokum leggja það að velli. Um stund getur lygin hreykt sér hátt, og verið glæsi- leg, og margir eru þeir, sem þá laðast til fylgis við hana. Slíkt var ástandið frá 1939—1941, meðan Hitler og Stalin voru vinir og Bretland stóð eitt og yfirgefið. Þá hafði lygin og blekkingin náð hámarki. En svo kom fallið — og fallið varð mikið. Og undarleg eru þau ör- lög eins hins „mesta“ manns, Fyrir rúmum tveimur árum hóf Samband ísl. samvinnufé- laga fjársöfnun til skipakaupa. Tilgangur þeirrar fjársöfnunar er að S. í. S. eignist og reki hentug flutningaskip, sem fyrst og fremst annist vöruflutninga fyrir samvinnufélögin. Á því er hin mesta nauðsyn, því að kaup- skipafloti íslendinga er enn allt of lítill. Verður því alltaf að flytja mikinn hluta vara að og frá landinu með útlendum leiguskipum. Sambandið og samvinnufélögin annast nú um helming innflutningsins í mat- vörum og fóðurvörum og veru- legan hluta innflutningsins af flestum öðrum nauðsynjavörum. Sambandinu og samvinnufélög- unum er því full nauðsyn á að eignast flutningaskip til þess að geta tryggt landsmönnufn þess- ar vörur. Samvinnufélögin keppa að því að hafa vörurnar eins ódýrar og unnt er. Þess vegna verða þau að reyna að hafa allan kostnað við vöru- dreifinguna sem minnstan. í kostnaðarverði vörunnar eru flutningar mjög stór liður. Miklu máii skiptir því fyrir félögin að fá" flutninga þessa með sann- virði og fá þá sem hagkvæm- asta fyrir félagsmenn. Þess vegna þurfa samvinnufélögin að eignast flutningaskip. Fjársöfnun þessari er hagað á þann veg, að gefin hafa verið út stofnfjárbréf, mismunandi að fjárhæð, sem seld eru þeim, sem leggja vilja fram fé til skipa- kaupanna. Bréf þessi eru að upphæð kr. 100, kr. 500 og 1000 kr. Verði ekki búið að nota féð til skipakaupa 5 árum eftir að núverandi Evrópustyrjöld lýkur, skulu stofnfjárbréfin endur- greidd. Að 25 árum liðnum get- ur hver aðill sem er, Sambandið eða stofnfjáreigandi, sagt stofn- fénu upp með eins árs fyrirvara. Að öðru leyti fer um endur- greiðslu þessa stofnfjár eftir á- kvæðum samvinnulaganna um útborgun stofnsjóðseigna, eftir því sem við getur átt. Þangað til ráðizt verður í skipakaup, verður fé það, sem safnast, á- vaxtað í vörzlum Sambands ísl. samvinnufélaga og ber það á- byrgð á þvi. Þann tíma greiðir Sambandið vexti af fénu jafn- háa innlánsdeildarvöxtum S. í. S. á hverjum tíma. Þegar rekstur skipa er byrjaður, á- kveður aðalfundur Sambands- ins vexti af stofnfénu árlega, eftir rekstursafkomu skipanna. Aldrei mega vextir af stofnfénu vera hærri en 1 y2% ofan við innlánsvexti í bönkum. Stofn- fjáreigendur ábyrgjast stofn- kostnað og rekstur skipanna aðeins með stofnfé sínu. Að öðru leyti ber S. í. S. ábyrgð á skuldbindingum vegna skip- anna og á rekstri þeirra. Stofnfjárbréf má ekki selja nema með leyfi stjórnar S. í. S. Hér er um nauðsynjamál að ræða, sem allir samvinnumenn ættu að vinna gagn, hver eftir sinni getu. Með framkvæmd þess er unnið að því, að sam- vinnumenn eignist sín eigin flutningaskip og jafnframt að íslendingar eignist kaupskipa- flota, sem fullnægir allri flutn- ingaþörf þeirra. Margir hafa þegar stutt mál þetta vel og drengilega og hafa keypt stofn- fjárbréf. En fleiri þurfa að bæt- ast í hópinn. Allar upplýsingar um söfnunina er hægt að fá hjá Sambandsfélögunum eða hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Því er treyst, að hver og einn samvinnumaður leggi fram sinn skerf í skipakaupasjóðinn. Það er ekki aðalatriði að framlögin séu stór, heldur hitt, að sem flestir séu með, því að margt smátt gerir eitt stórt. sem á síðari tímum hefir uppi verið, að enginn skuli trúa því að hann sé dauður, þegar það er opinberlega tilkynnt. Svo al- gert er gjaldþrot þess kerfis orðið, sem Hitler hefir notað á öllum stjórnarferli sínum, að þegar það tilkynnir hans eigið lát, þá trúir því enginn. Menn búast við að líka það séu svik og blekking. Er ekki kominn tími til þess að þetta kerfi verði afmáð af jörðunni að fullu og öllu? En það mun hægara sagt en gert. Meðan eldur rógs og lyga log- ar í hverju byggðarlagi, hversu smátt og stórt sem það er, lifir rótin að spillingunni. Meðan vegizt er á með vopnum ódreng- skapar, óheilinda, blekkinga og lyga, er engin von um frelsun úr þessu helvíti. Fyrsta sporið verður að vera djarfieg tilraun til að útrýma lyginni og lygur- unum — fyrst hinum opinberu lygurum og lygi þeirra — þá fyrst mun birta í mannheimi, en fyrr ekki, þá mun mannkyn- ið losna úr viðjum lyginnar, sem flestir hafa verið fjötraðir í allt til þessa. Borðbútiaður: Matskeiðar plett 2.65 Matgafflar — 2.65 Borðhnífar — 2.40 Teskeiðar — 2.00 Smjörhnífar — 5.00 Borðhnífar, ryðfríir 5.65 Ávaxtahnífar, plast 1.25 Kökuhnífar — 3.25 Tertuspaðar — 3.25 K. EINARSSON & BJÖRNSSON H.F. Bankastræti 11. Gum-Grípper, nýtt amerískt efni, lagfærir falskar tennur, sem tolla illa eða særa góminn. Berist á á þriggja mánaða fresti. Einfalt og þægilegt. Leiðarvísir :á íslenzku. Tólf króna túba endist heilt ár. Sendum um land allt. Seyðisfjarðar Apótek. Aýkomið: Hvítt Kadettutau H. Toft Skólavörðustíg 5. — Sími 1035. ORÐSENDEVG til kanpenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX tU ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, Samband ísl. samvlnnufélaga, KAUPFÉLÖG: Munið að senda oss verðskýrslur yðar I byrjun hvers mánaðar. KOLTJARA BLAKKFERNIS KARBOLINUM Kaupfélag Eyíirðínga RyggingavörudeUd. ' J Listanaannaþins' 1945 Listsýning / í Sýningarskála listamanna. Opin daglcga kl. 10—22. Aðalíundur Útvegsbanka íslands h. f. verður haldinn í húsi bankans í Reykjavík föstudaginn 8. júní 1945, kl. 2 e. h. Dagskrá: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Út- vegsbankans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyr- ir árið 1944. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir reikningsskil. 4. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 5. Önnur- mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrif- stofu bankans frá 4. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fimdinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Úti- bú bankans hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 1. maí 1945. F. h. fulltrúaráðsins. Stefán Jóh. Stefánsson. Lárus Fjeldsted. itarfsitill kur vantar á Klcppsspítalann. Lpplýsingar í síma 2319. T f M IIV IV er víðlesnasta anglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.