Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 3
43. blað IVIV, |>riðjmlaglnn 12. júní 1945 3 Halldór Krístjánsson: iilenzk þjódkirkja Það bryddi á þeirri skoðun í tímaritinu Helgafelli nýlega, að það samræmdist ekki réttinum til samvizkufrelsis og skoðana- frelsis að hafa þjóðkirkju í land- inu. Mér virðist, að hér sé um mikinn misskilning að ræða. Þjóðkirkja íslendinga beitir engri skoðanakúgun. Enginn er neyddur til að játast henni. Hér er um það eitt að ræða, að ríkið tekur á sig rekstur kirkjunnar, ef svo má segja, og leggur fram fé til þess að standa straum af boðun kenningu hennar. Með því er að sönnu um ærin for- réttindi að ræða umfram aðrar kirkjudeildir og trúarbrögð, en ekki sé ég, að það þurfi neinn að hneyksla eða hér sé um kúg- un að ræða. Mér virðist hins vegar, að fyr- ir því séu mjög sterk rök, að ís- lenzka lýðveldið þurfi þjóðkirkj- unnar með. Þau rök eru alger- lega þjóðfélagslegs eðlis Nú er mikið talað um ákvæði til þess að vernda lýðræðið, og það er ekki ástæðulaust. Um þetta tala allir. En nú stendur einmitt þannig á, að þjóðkirkj- an hefir hvað bezt skilyrði til þess að vinna það verndarstarf. Nazistar í Þýzkalandi bjuggu sér til nýtt trúarbragðakerfi sem grundvöll undir ríki sitt. Þeir áttu í harðri baráttu við kirkju- félög lands síns. Kynþáttahatur, blindur þjóðrembingur, misk- unnarlaust ofstæki og fleiri eig- inleikar nazismans gátu ekki samrýmzt kristinni siðfræði og hugsun. Því hlaut að verða árekstur. Það er engin tilviljun, að ein- ræðisflokkar síðustu ára hafa ekki talið henta frjálsa kirkju- starfsemi í löndum sínum. Þetta skulum við athuga, þó að skil- yrðislaus samanburður á ís- lenzkri kirkju og útlendum eigi ekki við. Hitt er aðalatriði þessa máls, að kirkjan hefir með boðskap sínum lagt grundvöllinn að lýð- ræði þjóðar okkar og almenn- um mannréttindum. Það er þessi boðskapur, sem á að verða flutt- ur öllum borgurum íslenzka lýð- veldisins. Það er boðskapurinn um rétt hvers einasta manns til þess að njóta lífsins og fá að þroskast. Það er boðskapurinn um skyldu okkar allra til að þjóna samfélaginu. Það er boð- skapurinn um gildi andlegra verðmæta. Það er trúin á þroska einstaklingsins og hæfileik'a hans til góðs. Það er trúin á kærleikann og hinn fórnandi kraft mannsandans í þjónustu fegurra lífs. Þetta er boðskap- urinn um fegurð lífsins, trúin á manninn og gildi lífsins. Án þessa boðskapar og þessarar trúar hefðum við aldrei eignazt neitt lýðræði. Ég geri ekki ráð fyrir því, að það geti orðið miklar deilur um sögulegu þýðingu kirkjunnar fyrir þjóðlíf liðinna alda. Allir menn með almenna menritun og hversdagslega greind hljóta að viðurkenna það, sem orðið er. Hitt má vera, að einhverjir hugsi sér, að nú sé nóg komið. Dagar kirkju og kristni séu taldir, og þangað höfum við ekki neitt að sækja lengur. Ég vil í stuttu máli svara þessu, með örfáum atriðum til glöggvunar á þvi, hvernig við stöndum gagnvart boðskap kristninnar. Þelm, sem hafa tileinkað sér i alvöru siðfræði kristindómsins, er það meinað að hafa frið í hjartanu og vera ánægðir með sjálfa sig og sáttir við lífið, nema þeir finni sig hafa gert eitthvað til góðs. Þetta eru mikil með- mæli með kristinni siðfræði frá almennu sjónarmiði, að hún gerir mönnum það nauðsyn að vinna öðrum til góðs og verða þjónar samfélagsins. Ég hygg, að ýmsar dæmisögur biblíunnar hafi hagnýtan boð- skap að færa okkur, eins og þjóðfélagið er í dag. Ætli siná- þjóðin okkar eigi sér ekki ein- hverja glataða syni, sem hafa týnt arfahlut sínum við síjóa nautn og stefnulaust reik? Skyldum við ekki þekkja þá, sem vilja vera fínir menn með sældarmaga og glæsibringu, en forðast hin íslenzku starfssvið og kasta enda kalsyrðum til bræðra sinni á akrinum, þeirra, sem bera hita og þunga dagsins og gefa okkur brauð frá degi til dags? Eða þá Levítarnir, sem flýta sér framhjá, þar sem sam- þegnar þeirra hafa fallið í hend- ur ræningja og liggja í sárum við þjóðveginn? Okkar öld á sér lika hættulega ræningja, og má þar til nefna vínguðinn, sem margan vegfaranda hefir leikið sárt. En höfðingjar okkar ganga framhjá, þvo hendur sínar og segja: Sýkn er ég. Börnin eru frædd um skaðsemi áfengisins, og meiri hluti þjóðarinnar vill hafa áfengisverzlun. Rétt eins og það væri mest um vert að segja börnunum eitthvað, en hitt aukaatriði, undir hvaða áhrifavald þau eru lögð. Eða þá að varpa ábyrgðinni á einhvern meirihluta, sem menn taka sjálfir þátt í að mynda? Hvað á að segja um það? En þannig loka menn oft augunum fyrir félagslegum meinsemdum og hugsa sér, að það komi ekki þeim við, hverjir liggja við þjóðveg- inn. Slíkum væri þörf á kristi- legri vakningu. Þjóðfélag okkar á víða mikið af miskunnarlausu tómlæti og skeytingarleysi gagnvart því, sem veldur böli og auðnuleysi samborgara okkar. Þar ber líka mikið á réttlæti f ariseanna, sem greiddu skatt af anís og kúmeni og ræktu vel lagalegar skyldur, en sást yfir það, að kröfur lög- gjafarvaldsins eru lágmarks- kröfur, og það þarf frjáls sam- tök fólksins til þess að ráða bót á því, sem þjóðfélagið van- rækir. Ég er líka hræddur um, að á þessum stríðsgróð^tímum séu ýmsum I hug einhverjar framavonir og draumar, sem eru í ætt við þær vonir og gleði, sem meistari kristninnar grét yfir í Jerúsalem. Þannig má lengi telja. Slíkt þjóðfélag hefir ekki ráð á því, að afneita þeirri stofn- un, sem stöðugt hefir hjálpað og hjálpar nú mörgum leiðina að þeirri uppsprettu bróðernis- ins, sem gerir samhætti manna {egurri og lífið bjartara og betra. Það er áreiðanlega bezt að kannast hreinlega við það, hvaðan grundvallarhugsjón þess þjóðskipulags, sem við búum við, er komin. Krafan um jafnrétti og bræðralag og framkvæmd hennar hefir fyrst og fremst nærzt og þróazt af boðskap kirkjunnar og í skjóli hennar. Því er það eðlilegt, að við felum henni að halda áfram að boða þá hugsjón, sem við viljum byggja líf okkar og þjóðfélag á. Annað hvort meinum við eitt- hvað með því, að við eigum að vernda lýðræðið eða ekki. Ef okkur er það nokkur alvara, sýnist mér, að fyrsta atriðið ætti að vera það, að tryggja boðun þeirra kenninga, sem hafa gert okkur að lýðræðismönnum. Þá er það rökrétt ályktun, að hér þurfi að vera þjóðkirkja, sem ber hátt merki mannlegra rétt- inda og hugsjóna bræðralags- ins. En þeim, sem engin alvara kynni að vera með skrafi sínu um vernd lýðræðisins, væri sæmst að þegja. Enn eru það tvö atriði, sem ég vil vekja athygli á i þessu máli. Annað er það, að prestar þjóðkir|cjunnar hafa löngum verið og eru ennþá þýðingar- miklir menn í lífi og störfum landsfólksins. Það er ekki ein- göngu fyrir starf þeirra í pré- dikunarstólnum og í hempunni, heldur engu síður vegna þess, hvernig þeir lifa meðal fólksins, vinna með því að lausn vanda- málanna og bera með því byrð- ar þess. Það hefir líka sýnt sig, að hvergi vilja menn missa prestinn sinn. Það að leggja niður þjóð- kirkjuna og fækka prestum úti um land, gæti verið ósvikinn þáttur í markvissri sókn á hend- ur sveitum og smærri þorpa ins. Við íslendingar höfum haft nokkur kynni af trúarofstæki. Ég hygg, að allur almenningur geri sér þess grein, að trúarlíf getur fyrir sjúkt ofstæki slíkra sjúklinga orðið til vandræða. Reynslan hefir sýnt, að þjóð- kirkjan hefir haldið sér frá slíku. Hún hefir í rauninni hald- ið við jafnvægi og hófsemi í andlegu lífi þjóðarinnar. Það gerir hún enn með þvi 'að kunna að greina á milli kjarna og um- búða, aðalatriða og aukaatriða. Það er stundum gert hróp að henni vegna þessa úr röðum þeirra, sem hafa bundið sál sína og trú fast við einhverja sér- staka kenningu. Þess er skammt að minnast t. d. að einn af kirkjulegum starfsmönnum okk- ar lýsti messur þjóðkirkjunnar rangar og ókristnar. Annað hvort erum við kristnir eða eitt- hvað annað, sagði hann. Annar kirkjumaður deildi á þjóðkirkj- una vegna þess, að hún vildi ekki einbeita sér með honum að nákvæmum lýsingum fram- haldslífs mannssálarinnar, og er ég þó hræddur um, að ýmsar fuliyrðingar hans um þau efni reynist ekki varanlegar. Slíkum mönnum hefir þjóðkirkja ís- lendinga jafnan reynzt góð og umburðarlynd móðir. Þannig þurfum við hennar með. Hún á að boða ljósið og alltaf að muna það, að til lífsins og þroskans og fegurðarinnar liggja margir veg- ir, þó að enginn gangi þá, nema hann beri í hjartanu þrána eilífu, sem er kjarni allrar siða- bótar. Myndir frá málverkasýmnggaiiiii Á málverkasýningunni í Listamannaskálanum eru 39 málverk eftir þrettán málara, auk líkana og teikninga, er fjórir þekktir húsameistarar hafa gert. Þessi sýning var opnuð í sambandi við listamannaþingið og verður opin fram á sunnudagskvöldið kem- ur. Hefir hún verið allvel sótt. Hér birtast myndir af tveimur málverkanna. Jóhann Briem: Bátur með hvítu segli. Ásgrímur Jónsson: Úr Húsafellsskógi. John D. Rockefeller: Krtstindómurin n t , mnn lifa Víða um heim er nú um þessar mundir mjög rætt um trú- arbrögðin. í eldraun styrjaldaráranna hefir það betur kom- ið í ljós held,ur en áður, hversu djúpar rætur þau eiga meðal þjóðanna og hvilikan kraft og djörfung og huggun þau hafa veitt. — Verður það seint metið til fulls, hve ríkan þátt kirkjan og prestarnir hafa átt í sigrinum yfir hinu nazist- iska ofbeldi. Á þessum reynslutímum hefir það einnig kom- ið í ljós, hversu lítið það er sem skilur hinar ýmsu kirkju- deildir — kjarninn er hinn sami, ef ytra sniðið er numið brott. Hafa því ýmsir hafið máls á því, að nú sé kominn tími til þess að fella niður ágreiningsefnin og gera kristin- dóminn nýjan og lifandi og enn öflugri þátt í lífi þjóðanna til varðveizlu frelsi og réttlæti og stuðnings andlegum og efnalegum framförnm. — Hér segir John D. Rockefeller álit sitt á þessu máli. ' Þegar heirnsstyrjöldin brauzt út, hófst svo grimmileg'ur og viðbjóðslegur hildarleikur, að það gátu fæstir áttað sig á því þegar í stað, að þetta gæti ver- ið veruleiki. Það var eins og allir vítis árar hefðu losnað úr böndum og léku nú lausum hala til fólskuverka og eyðingaj um heiminn hálfan. Það var því ekkert undaalegt, þótt margur spyrði sjálfan sig andspænis þessum ægileik: „Hefir kristindómurinn ekki brugðizt hlutverki sínu?“ En væri betur að gáð sást önn- ur mynd gegnum eldglær ing- arnar og blóðvaðalinn. Það voru miljónir manna og kvenna, er nú tóku á sig þyngri byrðar, færðu meiri fórnir, sýndu meira göfug- lyndi og sannari ást á andlegum verðmætum heldur en nokkurn hefði órað fyrir. Þetta fólk var hinn lifandi vitnisburðiar kristin dómsins í heiminum. Það á skil- ið allra þökk og velþóknun. — Margt af þessu fólki var ef til vill ekki kirkjurækið. Því fannst kirkjan kannske of fjarlæg lífi þess og of skilningssljó á vanda- mál og dagleg viðfangsefni. En hinn siðferðilegi grundvöllur þess voru hugsjénir kristin- dómsins, og sá kristindómur, er það hafði tileinkað sér, birtist í þeirri mynd, sem tekur fram öll- um orðræðum og yfirlýsingum — í verki. Og þegar við hugleiðum, hvað- an þessu fólki kom styrkur sinn og þor, þá glæðir það aftur traustið á hinni aldagömlu stofnun og boðskap hennar. Og svarið verður: „Kristindómur- inn hefir ekki brugðizt. Kirkj- unni kann að vera áfátt, en kristindómurinn hefir aldrei verið jafn lifandi kraftur í lífi mannanna og nú“. Til þess að þessi andlegi kraft- ur geti orðið mannkyninu til fullrar blessunar, þarf kristnin að endurfæðast. Þetta göfuga fólk, karlar og konur, er hefir margt fórnað öllu, sem því var dýrmætast, verður í skjóli kirkj- unnar að finna það sálufélag, þá andagift og þær úrlausnir vandamála, er það þarfnkst og á heimtingu á. Við skulum hugsa lítillega um það, hvernig þessi endurfædda kirkja yrði. Hún yrði kirkja lifandi guðs. Grundvallarboðskapur hennar yrði ástin á guði og frelsaran- um og lifandi anda hans, og daglegt líf í samræmi við hana. Þessi kirkja væri andlegur yl- gjafi og unnandi frelsis og gleði. Hver maður, er vildi lifa nytsömu og virðingarverðu lífi, ætti þar athvarf og skjól. Helgisiðir, trúarjátningar og ytri snið væru ei neinn lykill að þess ari kirkju. Þar væri lögð meiri áherzla á lífið en trúarjátning- arnar. Fyrst af öllu myndi hún hvetja menn til þess að lifa kristilegu lífi alla sjö daga vik- unnar — allar fimmtíu og tvær vikur ársins. Hún yrði kirkja allra, ríkra og fátækra, viturra og fávísra, hárra og lágra — sönn lýðræðiskirkja. Prestar hennar myndu ekki aðeins þjálfaðir í prédikunum, heldur einnig á einhverju þýð- ingarmiklu sviði atvinnulífsins, svo að þeir hafi næga þekkingu og skilning á viðfangsefnum hins starfandi fólks. Þá yrðu þeir í nánari tengslum^ við lífið og samfélagið, ríkari að skiln- ingi og samúð á erfiðleikum mannanna og stæðu betur að vígi að ná til fólksins í boðskap sínum. Ég sé öllum hindrunum sér- trúarbragðanna rutt úr vegi. Ég sé samstarf í stað flokkadráttar. í stórum borgum hugsa ég mér athafnamiklar miðstöðvar trúarlífsins, vel styrktar og vel starfræktar. Þar væru menn hvattir til þess að leggja sitt fram til lausnar allra vanda- mála þjóðfélagsins. í smáborg- unum hugsa ég mér eina eða tvær öflugar kirkjur, í staðinn fyrir heilan tug af deyjandi söfnuðum, eins og nú á sér stað, og þar sé unnið að því að sam- eina fólkið í andlegu lífi. Ég hugsa mér þjóna kirkjunn- ar móta lífsskoðanir mannkyns ins og ganga í fararbroddi um áhrifaríkar félagshreyfingar. Ég sé bókstaflega guðsríki stofnað á jörðunni. Geta hugmyndir slíkar sem þessi orðið að veruleika? Á starfinu veltur glæsibragur- inn á framtíð kristinnar kirkju. Önnur ástæða liggur til þess, hve knýjandi nauðsyn það er að sameina sundraða krafta sundr- aðra kirkjuíélaga. Ef réttlætið á að sigra í heiminum í hinni látlausu baráttu við verri öflin, er samstarf óhjákvæmilegt. Vondu öflin eru alltaf reiðu- búin að vinna saman, ef hags- munir þeirra bjóða, og þau eru alltaf reiðubúin til árásar, ef færi gefst. Unnendum réttlæt^ isins hættir aftur á móti um of til þess að einskorða sig við aukaatriði, er á milli þeirra greinir, og láta það sundra sér, svo að átökin í stríðinu við rang- lætið og ofbeldið verði ekki nógu samstillt og áhrifarík. Hugsum okkur, að Kristur væri nú endurborinn á jörðinni. Myndi hann telja mismunandi helgisiði og ólíkar aðferðir við guðsdýrkunina nógu veigamikla ástæðu til þess að réttlæta það, að áhangendur hans væru sundraðir í marga andstæða hópa á örlagastund? Beitum trúarjátningum, helgisiðum, biblíuskýringum og guðfræði- kenningum til þess að glæða ást okkar og auka skilning okk- ar á herra lífsins í samræmi við skoðun hvers einstaklings og hverrar kirkjudeildar. En hitt er andstætt boði frelsar- ans að gera slíkt að skilyrði fyrir andlegu sambandi milli mannssálarinnar og guðdóms- ins, sem er þó kjarni allrar sannrar trúar, eða gera þess háttar að einhverri brjóstvörn utan um hásæti drottins. Það, sem mannkynið krefst nú í dag, er meira af andagift og minna af dauðum sniðum. í aug- um manna og kvenna, er stað-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.