Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMEVN, þriðjndaglnn 12. jiíní 1945 43. blað ERLENT YFIRLIT Þjóðir, sem ekkí fá frelsi L a n d helgismálin íslendingar hafa að því leyti betri aðstööu til sjósóknar en aSrar þjóSir, að nálægt landinu liggja auðug fiskimið, sem hægt er að sækja á smæfri skip- um. Aflanum verður því fljót- lega komið á land og verkun hans getur því orðið miklu betri en ella. Hins vegar hafa íslend- ingar^litlu eða engu betri að- stöðu en aðrar þjóðir til fisk- veiða á stórum skipum, sem sjálf flytja aflann til markaðs- staðanna. Slik skip annarra þjóða geta sótt á sömu mið og haft svipaða vegalengd að fara og íslenzku skipin. Þrátt fyrir það, er samt ekki rétt af íslend- ingum að leggja útgerð slikra skipa á hilluna, því að gott er að eiga allmörg skip, er geta veitt á djúpmiðum. En slík út- gerð má hins vegar ekki skyggja á þá staðreynd, að yfirburðir íslands sem útgerðarlands, byggjast á hinum óvenjulega góðu skilyrðum fyrir smáútgerð og þess vegna ber að leggja aiit kapp á að hagnýta þau. Eitt fyrsta verkefnið til að vernda og hagnýta þessi sérstöku útgerðarskilyrði, er góð land- helgisgæzla. Styrjöldinni er lokið og aðrar þjóðir hefja senn fiskveiðar af ýtrasta kappi. Fjöldi erlendra fiskiskipa mun leita hingað tíl lands og jafn- framt má búast við aukinni á- sókn hinna stærri íslenzku veiðiskipa. Þess vegna er það eitt þýðingarmesta mál smáút- gerðarinnar, að þegar verði gerðar ráðstafanir til stórauk- innar landhelgisgæzlu. Ríkið þarf að eignast allmarga hrað- skreiða og vel vopnaða varð- báta, er geta haldið uppi dag- legri gæzlu á helztu fiskimiðun- um. Jafnframt þarf að taka til athugunar, hvort ekki muni hægt að láta flugvélar veita að- stoð við landhelgisgæzluna. Á seinasta Alþingi var veitt nokkurt framlag til nýs varð- báts. Þótt ekki væri gert ráð fyrir meiri auknihgu varðbáta- flotans, sem vitanlega er alltof Util, hefir enn orðið lítið úr framkvæmdum hjá ríkisstjórn- inni, eins og á fleiri sviðum. Er heldur ekki mikils að vænta þaðan, þar sem stjórnarfor- maðurinn er einn aðalforkólfur togaraútgerðarinnar. Jafnframt bættri landhelgis- gæzlu þarf að hefja nýja sókn á erlendum vettvangi fyrir frið- un Faxaflóa og jafnvel fleiri fiskisvæða. Skilningur annarra þjóða á skaðsemi rányrkjunnar á fiskimiðunum fer óðum vax- andi, og þess vegna er líklegt að meiri árangur geti náðst í þess- um málum nú en áður, ef vel er fylgt eftir. Þá mættu íslending- ar vera hlynntir þeirri stefnu, sem virðist hafa fylgi Norð- manna og fleiri fiskveiðaþjóða, að tekin verði upp takmörkun á togaraveiðunum. Slíkt væri sér- stakur ávinningur fyrir þ au lönd, sem hafa bezt skilyrði til smáútgerðar, og væri einnig á- vinningur fyrir alla, þvi að hefji flestar þjóðar togaraútgerð í stærri stíl, myndi slík rányrkja fljótlega geta leitt til fiskþurrð- ar. Það er a. m. k. álit margra fiskifræðinga. Þegar vöruflutningar með flugvélum hefjast í stórum stíl, geta hin góðu skilyrði fyrir smá- útgerð á íslandi orðið þjóðinni til enn meira hags en nú. Þá verður sennilega hægt að flytja fiskinn á erlendan markað sama daginn og hann kemur á land. En til þess að þessir og aðrir draumar um vaxandi gengi smá- útgerðarinnar geti rætzt, er það eitt undirstöðuatriði að gæta vel landhelginnar. Afstaða Svía Að undanförnu hefir margt verið fallega sagt um hina vask- legu frelsisbaráttu, sem Danir og Norðmenn hafa háð á styrj- aldarárunum. Ekkert af þessu mun þó vera ofmælt. Báðar þess- ar þjóðir sýndu frelsisást, þraut- seigju og hugrekki, sem jafnan mun verða minnst með viður- „Sigurför" Gísla Jónssonar. Mbl. segir 8. þ. m., að Gísli Jónsson hafi farið glæsilega sig- urför á fundunum, sem Her- mann Jónasson og Eystein Jóns- son héldu nýlega í Barðastrand* arsýslu og á Snæfellsnesi. Þessu til frekari áréttingar, er birt við- tal við Gísla, sem nær yfir heila síðu, og er Gísli þar látinn rekja málflutning sinn á fundunum. Til enn frekari áherzlu er það haft eftir Gísla, að Eysteinn Jónsson sé góður fundarmaður. Minnir þetta talsvert á alþekkt- an grobbara, sem sagði einu sinni: Helv .... er hann N. N. sterkur, en ég lagði hann nú samt! Þegar Mbl. hefir þannig lýst „sigurför“ Gísla og látið hann keppast við að rekja ræðuhöld sín, bætir það við frá 'eigin brjósti: Eins og hér er rakið, hefir ekkert nýtt komið fram á þessum fundum, enda var það haft á orði, að alveg eins hefði mátt senda vestur nokkur ein- tök af ísafold! Satt að segja hlýtur jafnvel andstæðingunum að finnast þetta allt helzt til grálegur leik- ur hjá Mbl., fyrst að lýsa ferða- lagi Gísla sem sigurför, er mun hljóma sem naprasta skop i eyr- um flestra, og síðan að telja hann engu betri erindreka en nokkur eintök af ísafold! Hvað, sem annars má um framkomu Gísla segja, verður það ekki af honum skafið, að hann þorði þó að koma á fundina og reyna að verja Sjálfstæðisflokkinn. Það er meira en hægt er að segja um þá, sem allt í einu höfðu svo annríkt, þegar þeir heyrðu fund- arboðin, að þeir áttu ekki heim- angengt. Annars mun þessari „sigurför" Gisla bezt lýst með atviki, er kom fyrir á fundinum á Fá- skrúðarbakka. Jón Sigurðsson bóndi í Hofgörðum flutti þar ræðu og þakkaði aðkomumönn- um fyrir komuna, og Gíaia þó sérstaklega fyrir það, hve vel hann hefði styrkt málstað Ey- steins Jónssonar! Fundirnir á Vesturlandi og Snæfellsnesi. Fundir þeir, sem Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson hafa haldið á Vesturlandi og Snæfellsnesi, hafa sýnt mjög kenningu og talið til fyrirmynd- ar. En þótt þannig séu gildar á- stæður til að minnast baráttu Norðmanna og Dana á stríðsár- unum, er jafnvel engu síður á- stæða til að minnast framkomu Svía á stríðsárunum, þótt hún hafi mótazt af öðrum aðstæð- um. Þeir hafa verið ýmsir, er kast- að hafa steini að Svíum fyrir hlutleysisstefnuna og stund- um hefir þeim verið ámælt fyrir að veita ekki bræðraþjóðunum vopnaða aðstoð. Svíum hefir verið láð, að þeir skyldu ekki veita Finnum aðstoð, þegar þeir urðu fyrir árás Rússa, og þó enn frekar fyrir að hjálpa ekki Norðmönnum, þegar Þjóðverjar réðust á þá. Reynslan hefir nú staðfest, að þessar ásakanir hafa ekki verið á rökum reistar, því að sýnt er orðið, áð sú stefna, sem Svíar hafa fylgt, hefir gagn- að bræðraþjóðunum bezt, er til lengdar lét. Vopnahjálp Svía í Finnlandsstyrjöldinni eða Nor- egsstyrjöldinni 1940 hefði engu breytt um úrslit, en hins vegar myndi Svíþjóð þá hafa orðið undirokuð líkt og hin Norður- löndin. Svíþjóð hefði J)á ekki getað orðið hinn ómetanlegi griðastaður fyrir norska eða danska flóttamenn, og Svíar ekki getað veitt freLsisbaráttu þessara þjóða þá miklu og margvíslegu hjálp, sem nú er orðið kunnugt um. Sú stefna, sem Svíar hafa fylgt á stríðsárunum, hefir vissulega kostað áræði, þraut- seigju og drengskap, þótt ýms- um sjáist yfir það í fljótu bragði. Það þurfti djörfung til að neita mörgum kröfum Þjóðverjá, er fóru í bága við hlutleysið, þegar herskarar nazista umkringdu greinilega vaxan<Ji áhuga fyrir stefnu og baráttu Framsóknar- floksins. Allir hafa fundirnir verið vel sóttir og undirtektir hinar beztu. Fundirnir á þeim stöðum, þar sem ekki var von á málsvara frá andstæðingunum, voru engu verr sóttir en kapp- ræðufundirnir. Þannig var það t. d. með fundina, er Hermann Jónasson hélt í Vestur-ísafjarð- arsýslu. Væntanlegar kappræð- ur örfa þó oftast fundarsókn- ina og má marka á þessu áhug- ann fyrir að kynnast stefnu og starfi Framsóknarflokksins. Fundirnir í kauptúnunum voru engu siður vel sóttir en sveita- fundirnir, þótt fylgi Framsókn- arflokksins hafi verið þar minna til þessa. Báru fundirnir í kauptúnunum þess glöggt merki, bæði á þennan og annan hátt, að fólkinu þar verður stöðugt ljósara, að Framsókn er höfuðvígið gegn þeirri stefnu stjórnarflokkanna að draga allt valdið og fjármagnið til höfuð- staðarins, eins og sjá má á kröf- um kommúnista í byggingamál- unum. Þetta er stjórnarliðinu líka vel ljóst. Þess vegna reyndi Mbl. fyrst að stimpla fundina sem sundrungarstarfsemi'. Þegar það tókst ekki, var sá háttur upp- tekinn að segja þá Hermann Jónasson og Eystein Jónsson hafa farið verstu fýluför og dregin upp mynd af Gísla Jóns- syni, sem hinum mikla „sigur- fara“! Sú blekkingaviðleitni mun reynast enn báglegar en sú fyrri! En fólkið, sem sótti þessa fundi, mun verða fróðara eftir en áður um áróðurstarfsemi Sjálfstæðisflokksins, og það mun gera sitt gagn. Gjaldþrotsyfirlýsing íhaldsforkólfanna. Ein helzta afsökun Sjálfstæð- ismanna fyrir samstarfinu við kommúnista er sú, að ekki sé hægt að hafa vinnufrið og halda uppi stjórn í landinu, án sam- vinnu við kommúnista. Hér myndi allt hafa logað í verkföll- um og óeirðum, ef ekki hefði verið tekin upp stjórnarsam- vinna við þá. Það er áreiðanlega ekki hægt að hugsa sér lélegri afsökun en þessa. í fyrsta lagi er hér farið með hrein ósannindi. Verkfallsbrölt landið á alla vegu. Það þurfti einnig djörfung til að halda allt- af fána lýðræðis.og frelsis jafn- hátt á lofti og Svíar gerðu, þeg- ar næstum hver einasta þjóð á meginlandinu var orðin einræð- inu að bráð. Það þurfti þraut- seigju og dugnað til að sigrast á öllum erfiðleikum, sem hlut- ust af styrjaldarástandinu, og halda uppi svo öflugum land- vörnum, að nazistum þótti of fyrirhafnarmikið að ráðast í að brjóta þær niður. Það þurfti líka drengskap til þess að nota sér aldrei tækifærið til að reyna að hagnast á tvíræðri vináttu við þá, sem meira mátti sín, eins og henti nokkur ríki á sein- ustu stundu stríðsins og frægt er orðið. Meðal Bandamanna, sem í fyrstu tortryggðu afstöðu Svía, fer nú líka sívaxandi viðurkenn- ing á afstöðu og framkomu þeirra á stríðsárunum. Þeir dómar hafa ekki ósjaldan heyrzt, að Svíar hafi sannað það með framkomu sinni á stríðsárunum, að smáþjóðirnar séu engu síður þeim vanda vaxnar en stórþjóðirnaraðhalda vel á málum sínum og sigrast á erfiðum viðfangsefnum. Fyrir íslendinga má það vera ánægjulegt, þegar aftur hefst samstarfið við hinar norrænu bræðraþjóðir, að þær hafa allar vaxið af . framkomu sinni á stríðsárunum, þótt sitt með hvorum hætti sé. Það er ánægju- legt að mega vera þátttakandi í samstarfi slíkra þjóða. Sá andi frelsis og samhjálpar, sem hefir einkennt starf þeirra á stríðsárunum, gefur gildar á- stæður til að vona, að þetta samstarf verði stöðugt nánara og gifturíkara. kommúnista var að enda með fullum ósigri, er stjórnarsam- vinnan kom til sögunnar. Þeir höfðu tapað Iðjuverkfallinu og önnur verkföll vóru að leysast upp. Verkafólkið var fráhverft verkfallsbröltinu og andúð þess gegn því fór sívaxandi. Komm- únistar voru hér komnir í al- gerar ógöngur, sem þeim tókst að bjarga sér úr með stjórnar- samvinnunni. í öðru lagi er þetta hrein gjaldþrotsyfirlýsing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Er vissulega erf- itt að sjá til hvers foringjar háns eru að halda honum uppi sem sérstökum flokki, þar sem þeir telja að ekkert sé hægt að gera og ekki sé hægt að stjórna, án samvinnu við kommúnista, en slíkt þýðir vitanlega sama og láta kommúnista ráða. Þessi gjaldþrotsyfirlýsing mætti vissulega vera lærdóms- rík fyrir þá Sjálfstæðismenn, sem ekki vilja beygja sig undir ok kommúnista. Þeim mætti vissulega verða ljóst af þessu, að núverandi forkólfum Sjálfstæð- isflokksins verður ekki treyst til að veita kommúnistum nauð- synlegt viðnám. Þessir Sjálf- stæðismenn verða vissulega að gera annað tveggja að leita að nýjum heimkynnum eða velja sér nýja forustu, ef þeir ætla ekki að gerast meðþátttakendur í uppgjöfinni fyrir kommúnist- um og stuðla þannig að yfir- drottnun kommúnismans á ís- landi. ly „Málmamyndarframboðið“ í Bandaríkjunum. Mbl. er stöðugt að klifa á því, áð þeir menn, sem ekki styðja stjórnina og nær það vitanlega jafnt til Framsóknarmanna og ,fimmmenninganna“ svonefndu, séu sundrungarpostular og landráðamenn, sem eigi hvergi sina líka, því að nú séu þjóð- stjórnir í flestum eða öllum löndum. Einna lengst mun þó hafa verið gengið i þessum áróðri af hálfu Sjálfstæðisflokksins, þeg- ar Gísli Jónsson skýrði frá þVí á Stykkishólmsfundinum á dög- (Framhald. á 7. síðu) Smáþjóðirnar, sem voru und- ! irokaðar af Þjóðverjum á stríðs- árunum, fagna nú allar fengnu frelsi, að þremur undanskildum. Þessar þjóðir eru Estlendingar, Lettar og Litháar. Þótt á margan hátt megi gagnrýna friðarsamingana, sem voru gerðir eftir seinustu heims- styrjöld, verður því ekki neitað, að aldfei hefir verið gerð stór- felldari tilraun til að veita und- irokuðum þjóðum frelsi og sjálf- ræði. Þessi stefna bar yfirleitt góðan árangur, því að þjóðir þessar tóku stórstígum fram- förum þann stutta tíma milli styrjaldanna, sem þær nutu frelsis, og sönnuðu þannig rétt sinn til sjálfstæðis. Má þar nefna Tékka, Finna og þó einna helzt baltisku smáþjóðirnar, sem áður eru nefndar. Allar þessar þjóðir, Estlend- ingar, Lettar og Litháar, höfðu búið við erlenda yfirdrottnun um margra alda skeið. Estland laut Dönum um alllangt skeið, en síðan Svíum, unz það komst undir umráð Rússa 1710. Lett- land (áður Lifland og Kúrland) var lengstum undir þýzkri stjórn, unz það komst undir um- ráð Rússa nokkrum árum seinna en Estland. Litháen, sem eitt sinn var stórveld, laut lengi pólskri yfirstjórn og komst ekki undir rússnesk yfirráð fyrr en um aldamótin 1800. Þrátt fyrir þessa langvarandi erlendu yfir- drottnun, varðveittu þessar þjóðir vel þjóðerni sín og sjálf- stæðiskennd. Þær tala allar sér- stakt tungumál og eru lettneska og litháska talin elztu tungu- mál í Evrópu. Ein meginástæð- an til þess, hve vel þessar þjóðir varðveittu þjóðerni og móður- málið, er vafalaust sú, að þær eru fyrst og fremst landbúnað- arþjóðir. í lok heimsstyrjaldarinnar 1918 kom hið mikla tækifæri þessara þjóða til að láta frelsis- draum sinn rætast. Rússar reyndust þess ekki lengur megn- ugir að halda kúguninni áfram og önnur stórveldi viðurkenndu frelsi smáþjóðanna. Estland varð lýðveldi með 1.2 milj. ibúa, Lettland lýðveldi með tæpum 2 milj. íbúa og Litháen lýðveldi mPÐ/R HAiRAHNANNA. Á Siglufirði gerðust þau tíðindi/ í sambandi við fulltrúakosninguna í Kaupfélagi Siglfirðinga, að Sjálfstæð- ismenn veittu verulega aðstoð við að hnekkja hinni kommúnistísku einræð- isstjórn. í Siglfirðingi, blaði Sjálfstæð- ismanna á Siglufirði, birtist 2. þ. m. svargrein frá Jóni Jóhannessyni til Þórodds Guðmundssonar. Segir þar á þessa leið: „Nei, Þóroddur Guðmundsson. Siglfirðingur ber ekki illan hug til Kaupfélags Siglfirðinga. Allir góð- ir Siglfirðingar vilja styðja að þró- un þess og þroska á heilbrigðum grundvelli. Það viljið þið komipún- istar ekki. Þið viljið gera það að pólitískum skeinisklút ykkar, nota það til framdráttar pólitískum mál- um ykkar, nota það sem atvinnu- fyrirtæki handa flokksmönnum ykkar, án tillits til hæfni og þæfi- leika. Þið viljið nota það til fram- dráttar f jölskyldusjónarmiðum ykkar og 1 eigin hagsmunaskyni. Þetta viljum við ekki og það er þess vegna, að þessum málum hefur verið hreyft hér í blaðinu. Það er þess vegna, sem Siglfirðingur nú skorar á alla kaupfélagsmenn með frjálsri hugsun að taka höndum saman og reka ykkur kommúnist- ana frá völdum í Kaupfélagi Sigl- firðinga áður en þið gerið þar meira illt af ykkur. Stjórn ykkar á félaginu þetta síðasta ár, hefir verið með þeim endemum, að full ástæða er til að svifta ykkur því umboðí, sem ykkur var nú ekki einu sinni falið af meirihluta fé- lagsmanna, en sem þið hrifsuðuð til ykkar með offorsi og rangind- um. — Fyrirkomulagið á stjórn kaupfélagslns veröur að komast í það horf, að því sé stjórnað í anda fullkomins lýðræðis. Enginn pólitískur flokkur á nokkru sinni að fá þar eða geta fengið riazist- iskt einræðisvald." Hefðu Sjálfstæðismenn hér í Rvík sýnt svipaðan skilning á starfsháttum kommúnista, myndu þeir aldrei hafa komizt til valda í KRON. Þvert á móti veittu Sjálfstæöisforkólfarnir komm- únistmn fyllstu aðstoð í KRON-kosn- ingunum og er tvímælalaust, að hún réði úrslitunum. SJálfstæðismennmunu eiga eftir að sjá að það var sízt hyggi- legra en þegar þeir hjálpuðu kommún- istum á sínum tíma til að fá meiri- hluta í Dagsbrún og Alþýðusamband- inu. * * * Þjóðviljinn hefir ekki enn blrt á- lyktunina, sem listamannaþingið gerði um víg Guðmundar Kambans. í tilefni af því segir Alþýðublaðið í iorustu- grein 7. þ. m.: „En sú ráðstöfun Þjóðviljans að stinga ályktun listamannaþings- ins varðandi víg Guðm. Kambans undir stól, er góð spegilmynd af sálarlífi íslenzkra kommúnista.-'Þeir gera sér að sjálfsögðu grein fyrir því, að öll þjóðin fordæmir skrif Þjóðviljans varðandi þetta mál og telur þau blett á sóma sínum. En kommúnistum kemur ekki til hugar að játa, að um hafi verið að ræða glópsku og frumhlaup af þeirra hálfu. Þess í .stað grípa þeir til þess ráðs, að þegja yfir ályktun lista- mannaþingsins. Lesendur Þjóð- viljans mega ekki um það vita, að íslenzkir listamenn hafi látið í ljós harm sinn yfir vigl Kambans og vottað list hans og minningu virð- ingu. Þeir eiga að lifa í þeirri trú, að lístamennirnir hafi á þingi sínu þagað um vígið — og þannig óbein- línis dæmt hið fallna skáld sekt að hætti Þjóðviljans. Slík er sannleiks- ást íslenzkra kommúnista. Það væri synd að segja, að þeir kynnu að skammast sín. Þjóðviljanum hefði verið sæmst að játa fyrir löngu glópsku sína og frumhlaup varðandi vlg Guðmund- ar Kamban. En í stað þess að gera það forherðist hann og stingur á- lyktun listamannaþingsins um mál þetta undir stól. Það sannar bezt, hvaða mann skriffinnar Þjóðvilj- með 2.3 milj. íbúa. Landamæri þeirra voru yfirleitt þannig mörkuð, að litlir þjóðernislegir minnihlutar voru innan landa- mæranna. Næstu tuttugu árin voru blómatíð þessara þjóða. At- vinnuvegir þeirra tóku stakka- skiptum, því að nú voru þeir ekki lengur mergsognir af er- lendri yfirstétt. Skólar voru reistir í stórum stíl og menning alþýðunnar tók stakkaskiptum. Þegar Evrópustyrjöldin hófst, var þessari blómatíð lokið. Rúss- ar komu fyrst til þeirra með vinmælum og buðust til að veita þeim „vernd“ sína. Það var strax ljóst, að vinmælum þessi fylgdi alvara, sem var grá fyrir járn- um. Sá kostur var því tekinn að fallast á „verndina“ og reyna að hafa vinsamlega sambúð við Rússa. Rússum voru því veittar hernaðarlegar bækistöðvar í löndum þessum. En fljótt kom í ljós að þeir höfðu ætlað sér meira og einn góöan veðurdag var tilkynnt í Moskvu, að stjórn- ir þessara landa hefðu ekki haldið umrædda samninga og Rússar yrðu því að neyðast til að víkja þeim frá og láta fara fram kosningar, svo að „þjóðar- viljinn“ gæti notið sín. „Kosn- ingar“ þessar fóru síðan fram, kommúnistar, sem áður höfðu verið fylgisvana, fengu megin- þorra atkvæðanna, og mynduðu stjórn. Fyrsta verk þeirra var að biðja um „innlimun“ í Sovétrík- in, er var fúslega veitt. Síðan hófst hin stórkostlegasta „hrein- gerning“. Allir sem' þóttu líklegir til andstöðu við kommúnista og Rússa, voru fangelsaðir og flutt- ir til fjarlægra héraða Rússa- veldis. Slíkir brottflutningar námu mörgum tugum þúsunda. Rúmu ári eftir þessa atburði hófst innrás Þjóðverja í Rúss- land. Baltisku löndin komust bráðlega undir yfirráð Þjóð- verja. Nazistar beittu kommún- ista og aðra þá, sem voru Þjóðverjum andvígir, svipaðri kúgun og Rússar höfðu áður beitt andstæðinga sína í þessum löndum. Vegna styrjaldarinnar, sem var háð í þessum löndum fyrst 1941 og síðan 1944, hafa (Framhald á 7. slðul ans hafa að geyma.“ Vissulega ætti þessi framkoma Þjóð- viljans að vera þjóðlnni ein sönnun enn fyrir óþjóðhollustu kommúnista og skriðdýrshætti þeirra fyrir erlendu váldi. * * * í íslendingi 25. f. m. segir svo um þann áróður kommúnista, að stimpla andstæðinga sína fasista: „Kommúnistablöðin íslenzku hafa nú á nýjan leik tekið til að kyrja söng, sem algengur var í dálkum þeirra fyrir stríð. Hann er með þeim hætti, að vart getur talizt siðuðum mönnum samboðið. Allir, þeir, sem voga sér á einn eða ann- an hátt, að andmæla því, sem kommúnistar i svipinn telja hið eina rétta, eru undantekningarlaust kallaðir hinum verstu nöfnum. ís- lenzkum stjórnmálamönnum, sem ekkert hafa til saka unnið annað en það, að viija bægja hinni rauðu hættu frá íslendingum, er hiklaust jafnað til þeirra hrottalegustu stór- glæpamanna, sem heimurinn hefir nokkurn tima þekkt. Nazista- og fasistanöfn hljóta menn, sem vitað er að aldrél hafa aðhyllzt nokkurn snefil þeirra kenninga, sem stefnur þessar boðuðu, menn sem komm- únistar vita sjálfir fullvel, að eru miklu trúrri málefnum íslendlnga, heldur en kommúnistar sjálfir eru nú dg hafa nokkurn tíma verið. Hvað á þessi gauragangur komm- únista að þýða? Eru þeir þegar farnir að búa sig undir að blekkja „háttvirta kjósendur" með því að útbásúna ímyndaðar fasistiskar til- hneigingar andstæðinga sinna, og reyna með því að koma í veg fyrir, að eWæðishneigð þeirra sjálfra verði of áberandi? Eru þeir að reyna að notfæra sér óttann við nazismann til þess að skapa annað, en áþekkt skelfingarástand, einræði komnfúnismans ? “ Ætli að seinasta tílgáta íslendings sé ekki nokkuð nálægt því, sem rétt er?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.