Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 6
6 TÍME\jV, þriðjwdaglim 12. júní 1945 43. blað Þrjú siöiugsafmæli Hjónin á Kýrunnarstöð- um og Guðrún í Asgarði Fyrra sunnudag, 3. júní þ. á., var mikið um afmælisfagnað í Hvammssveit í Dölum. Þann dag áttu 3 Hvammssveitungar sjö- tugsafmæli, Guðjón Ásgeirsson bóndi á Kýrunnarstöðum, Sig- ríður Jónsdóttir kona hans og ekkjufrú Guðrún Jóhannsdóttir frá Ásgarði. Hreppsbúar minnt- ust þessa merkisdags með því að heimsækja afmælisbörnin, árna þeim heilla og færa þeim gjafir, til þess að votta þeim í sýnilegri sveitar og sýslu og haft á hendi ýms trúnaðarstörf. Hann hefir lengst af verið í hreppsnefnd og oddviti hennar í 16 ár. Hann var lengi deildarstjóri Hvamms- deildar í K. Hv. og er nú í stjórn þess. Hann var 11 ár í stjórn Sparisjóðs Dalasýslu. í sóknar- nefnd hefir hann verið fram á síðustu ár og lengst af oddviti hennar. Varasýslunefndarmað- ur var hann og lengi og enn er hann í ýmsum trúnaðarstörfum. ■■■■■■■■ Hjónin á Kýrunnarstöðum, Guöjón Ásgeirsson og Sigríður Jónsdóttir. Öll sín trúnaðarstörf í almenn- 'mynd viðui’kenningu og þakk- læti fyrir mikið og gott starf í sveitarfélaginu, en í Hvamms- sveitinni hafa þau öll búið ýmist öll eða flestöll manndómsárin og skipað þar hvert sinn sess af mikilli prýði og öðrum til fyrirmyndar. Vil ég nú minnast þessara merku afmællsbarría nokkru nánar og kynna þau lesendum. í mágrannasveitunum, Laxár- dal og Hvammssveit, fæddust 3 börn sama daginn, 3. júní fyrir 70 árum, 1 sveinn og 2 meyjar. Sveinninn fæddist á Kýrunnar- stöðum í Hvammssveit og voru foreldrar hans Ásgeir Jónsson, Norður-ísfirðingur að ætt, ann- álaður dugnaðarbóndi, og kona hans, Þuríður Einarsdóttir, bor- in og barnfædd á Kýrunnarstöð- um, mikil sæmdarkona. Þau létu son sinn heita Guðjón. Hann ólst upp í föðurgarði ásamt 2 systrum, sem báðar eru nú dán- ar. Hét hin eldri Jóhanna ~og giftist Guðbrandi Jörundssyni frá Saurum; þau fluttust til Ámerílfu og áttu mörg börn. Hin systirin hét Salbjörg og giftist Bjarna Jenssyni bónda í Ásgarði, er varð síðar hreppstjóri og sparisjóðsgjaldkeri og lands- kunnur maður; eignuðust þau 17 börn; af þeim komust 10 til fullorðinsára og eru nú 7 þeirra á lífi. Guðjón naut ekki skóla- menntunar í uppvextinum, en lærði söðlasmíðahandverk hjá Ólafi Finnssyni hreppstjóra á Fellsenda og sjálfur kenndi hann það handverk síðar nokkr- um lærlingum. Rétt fyrir alda- mótin fór hann til Noregs og dvaldi þar um 3 ára tíma, til að kynnast búnaðarháttum þar o. fl. Laust eftir aldamótin kvong- aðist hann og byrjaði búskap á móti foreldrum sínum, en alla jörðina tók hann til ábúðar, er þau brugðu búi nokkrum árum síðar. Þuríður dó 1911, og Ás- geir 1915. Guðjóh hefir gert' mikið til umbóta á eignarjörð sinni. Hann hefir byggt stórt í- búðarhús, heyhlöðu, fjós og á- burðarhús, allt úr steinsteypu, auk þess samstæðu-fjárhús með hlöðu við yfir um 200 fjár. Hann hefir sléttað mestallt túnið og aukið það mikið og girt það, á- samt heimahögum og nokkru af engjum. Túnið var erfitt viður- eignar, hólótt, þýft og grýtt, en Guðjóni óx það ekki í augum, og hefir unnið að þessum um- bótum af hinni mestu elju öll sln mörgu búskaparár, enda er nú túnið orðið stórt og gras- gefið, eitt hið bezta. í sveitinni, og eru þau þó mörg þar bæði stór og góð. Auk umfangsmikils búskapar hefir Guðjón stundað handverk sitt af kappi og notað helzt til þess kvöldstundirnar og tómstundirnar að vetrinum. Á- samt þessum önnum hefir hann tekið mikinn þátt í félagslífi ingsþarfir hefir Guðjón leyst af hendi af einstakri trúmennsku og samvizkusemi. Það munu fá ir vera jafntrúir umbjóðendum sínum og Guðjón, enda hefir hann notið óskoraðs trausts, bæði innan hrepps og utan, og verið þvingaður til að gegna sumum trúnaðarstörfunum lengur en hann sjálfur vildi og taldi sig hafa ástæður til. Nú er hann orðinn slitinn maður af þrotlausu striti, en virðist þó enn hugsa lítt til hvíldar. Hann býr enn á hálfri jörðinni og á meðan hann stundar búskap yf- irleitt, er honum síður en svo búin hvíld í ellinni, því að nú er sá háttur á kominn, eins og kunnugt er; að bóndinn verðúr að vinna flest verkin sjálfur, ef hann vill halda í horfinu; um Þau bjuggu þá á Hróðnýjarstöð- um og ólst Sigríður upp hjá þeim á meðan þeirra naut við. Um tvítugsaldurinn stundaði hún nám í kvennaskólanum á Ytri- Ey og árið 1902 giftist hún jafp- aldra sínum Guðjóni á Kýrunn- arstöðum og hóf með honum bú- skap þar. Verksvið Sigríðar hefir verið heimilið. Það kom brátt I lfós, að þar var hún á réttri hillu. Hún hefir stjórnað heimili þeirra af mikilli ráðdeild. og myndarskap og verið manni sín- um samhent í því að nota hverja stund til nauðsynlegra starfa. Hún hefir þar búið honum frið- sælt athvarf og hlýtt skjól með ástúðlegri sambúð, grandvarleik og stillingu, um leið og hún hef- ir fórnað allri orku sinni til samhentrar fyrirvinnu. Þau hafa búið saman í ást’ og ein- ingu og prýtt heimili sitt þeim búnaði, sem þar skartar bezt, en það er fagur heimilisbragur, andi einingar og friðar, andi siðavendni og kærleika. Þar sem fullkomin eining ríkir í hjóna- sambúð, þar á allt, sem rétt er frá skýrt úr daglegu lífi og framkvæmdum bóndans, jafnt stjóri, hinn ötuli formaður Breiðfirðingafélagsins. Elzta dóttirin, Svafa, býr með manni sínum Jeris Karvel Hjartarsyni á hálfum Kýrunnarstöðum. Þar á einnig heima önnur dóttir hjá foreldrum sínum, Þuríður, og er hún ljósmóðir, ógift. Þriðja dóttirin, Kýrunnur, er húsfrú á Kleifum í Gilsfirði, gift Jóhann- esi L. Stefánssyni bónda. Fjórða dóttirin, Herdís, sem er yngst barnanna, er ógift hér í Reykja- vík. — Öll börnin bera það með sér, að þau hafa alizt upp í and- rúmslofti Kýrunnarstaðaheim- ilisins. Kýrunnarstaðahjónin hafa mikla ánægju af að taka á móti gestum og eru greiðvikin og hjálpsöm við alla. Þau eru sómi stéttar sinnai; í hvívetna og ein af styrkustu stoðunum undir heilbrigðu þjóðlífi. Þriðja afmælisbarnið, Guðrún Jóhannsdóttir, er fædd á Saur- um í Laxárdal. Foreldrar henn- ar, Jóhann Vigfússon og Kristín Jónsdóttir, bjuggu þar og áttu margt barna. Hún naut ekki lengi uppeldis beggja foreldr- anna, því að faðir hennar dó, við um eiginkonuna. Þótt bónd- er hún var 4 ára. Eftir það ólst inn annast um allar fram- ; hún upp með móður sinni fram kvæmdir út á við, þá á samhent að fermingaraldri og fór hún þá eiginkona og húsmóðir sinn þátt í undirbúningi þeirra með ráð- um sínum og heimilistörfum. Svo er því og varið um Guðjón og Sigríði. Hún á sína hlutdeild í því, sem frá hefir verið skýrt um framkvæmdir manns henn- ar. Hún hefir stutt hann með ráðum og dáð og búið allt í hag- inn. Hún er yfirleitt hin mesta sæmdarkona, vinsæl og velmet- in. Manni sínum hefir hún alið 7 börn, 3 syni og 4 dætur. Tveir synirnir dóu ungir. Sá þriðji er velmetinn borgari hér í Reykjavík, Jón Emil, skrifstofu- að Þorbergsstöðum og fermdist þaðan. Um tvítugsaldur gekk hún í hússtjórnarskóla í Reykjavík og giftist skömmu síð- ar, 1898, fyrra manni* sínum, Magnúsi Bjarnasyni, bróður Andrésar heit. söðlasmiðs. Þau dvöldu fyrstu hjúskaparárin á Höskuldarstöðum í Laxárdal og Einfætingsgili í Bitru, en fluttu síðan að Ásgarði vorið 1901. Þar bjuggu þau á nokkrum hluta jarðarinnar í 10 ár, en 1911 dó Magnús eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Þau eignuðust 5 (Framhald á 6. slðu) Guðrún Jóhannsdóttir í Ásgarði vinnuhjálp er ekki að ræða, nema kafla úr árinu með afar- kostum, sem rosknum, forsjálum bændum vaxa í augum og veigra sér við að nota, nema í ýtrustu neyð. Guðjón var uppalinn á alvöru- og vinnuheimili í guðsótta og góðum siðum. Hann er lj óst_ dæmi þess, hversu mikla bless-* un slíkt uppeldi hefir í för með sér, bæði fyrir þann, sem.þess hefir notið,og ekki síður fyrír þá, sem hans eiga að njóta og með honum lifa og starfa. Það mætti margt fleira skrifa um Guðjón, sem öðrum gæti orðið til gagns og fyrirmyndar, en hinu mikla dagsverki hans er ekki ennþá Ibkið og hann vann það ekki einn síns liðs. Frá fyrstu fæðingarstundu hans sá forsjónin honum fyrir góðri eig- inkonu, þeirri gjöfinni, sem dýr- mætust er af öllum jarðneskum gæðum. Konuefnið hans fædd- ist sama daginn og hann í næstu sveit. Sigríður á Kýrunnarstöðum er fædd á Hróðnýjarstöðum í Lax- árdalshreppi. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason og Svan- borg Þorkelsdóttir kona hans. I DÁTVARMIIVNEVG: Jón Stefán^on kaupmaður á Akureyri Hinn 1. júní lézt Jón Stefáns- til þjóðarinnar sem hafði alið son ritstjóri og kaupmaður á hann. En Jóni var það áskapað Akureyri, einn hinna eftirminni- að kunna vel að umgangast iegu manna, sem einkennandi höfðingja. Enda naut hann varu fyrir gróandi þá sem átti þessa í ýmsum útvegum fyrir sér stað í þjóðlífinu upp úr síð- jsjálfan sig og aðra jafnan síðan. ustu aldamótum. Sólfar frelsis- : Sama máli gegndi um persónu- baráttunnar hafði um tvo—þrjá 1 áhrif hans heima fyrir. Hér virt- mannsaldra verið hækkandi, en nú var sjálft vorið að koma. íslendingur tekur við ráðherra- dómi, og það heima í landinu sjálfu. Fræðslulög eru sett, símasambandi komið á við önn- ur lönd, veglegt hús reist yfir þjóðlegar minjar, svo fátt eitt sé nefnt. En mest var um það vert, að um þjóðina í heild fór heit bylgja bjartsýni og trúar á afkomuúrræði hennar og rétt til að lifa frjáls og fullvalda. Hitt duldist ekki, að hér var dj arft teflt, og þess vegnæ rpyndi mikið á hvern einstakan. En þetta var þá jafnframt byr und- ir vængi hverjum þeim, sem vissi til krafta sinna og hæfi- leika. Var sá margur er þá reis úr öskustónni og gekk fram fyrir skjöldu. Er óvíst að hinir ásköp- uðu hæfileikar hafi hér í annan tíma komið sér betur við. Einn þessara manna var ung- ur maður, sem misst hafði föður sinn í fullu fjöri, barn að aldri, fyrir grimmd hins óblíða veður- fars,elztur þriggja bræðra, kom- inn til manns fyrir ástríka um- önnun ekkjunnar móður sinnar. Vann hann nú tvennt í senn, að reynast móður sinni og yngri bræðrum hinn bezti drengur, en sjálfum sér jafnframt mikinn frama við verzlunarstörf en síð- an og jafnframt við þátttöku í hinum félagslegu átökum stjórn- málanna. Varð hann um langt skeið ritstjóri áhrifablaða í byggðarlagi sínu, Akureyri, þar sem hann ól aldur sinn, þegar frá eru taldar dvalir erlendis. Utanferðir Jóns Stefánssonar voru upphaflega öðrum þræði verzlunar- og framaferðir, en urðu jafnframt vikingaferðir í nýjum stíl. Var honum hvar- vetna vel tekið, og hann hafði þann metnað að leita jafnan !ags við hina mætustu og áhrifamestu menn. Er ósagt hversu þessi umgengni hins gáfaða, háttprúða, gagnmennt- aða en óskólagengna landa okk- ar kann að hafa breytt viðhorf- um hlutaðeigandi áhrifamanna Samband isl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN: Munið að sjóðir kaupfélaganna eru yður trygging fyrir góðum framtíðarviðskiptum. Þér eflið þá bezt með því að beina öllum viðskiptum yðar til kaupfélaganna. Nýlenduvörur allskonar Sælgætisvörnr, Tóbaksvörur, Hreinlætisvörur, Fegurðarvörur. Kaupíélag Eyiirðinga Akureyri, Nýlencluvörucleild. ist hann hverjum manni vel, og eignaðist traust og góðvild hvar sem hann fór, eg því meiri, sem kynning og samstarf varð nánara. En allt þetta leiddi til þess, hversu auðvelt honum var að veita mönnum og málefnum lið, enda var það ósjaldan gert, þótt ekki færi hátt að jafnaði. Á miðjum aldri henti Jón það að veikjast hastarlega af blóð eitrun. Var talið, að til þess tíma hefði enginn maður lifað af jafnlangan og strangan sótthita í ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn. Enda varð hann aldrei jafngóður eftir. Dró þetta að sjálfsögðu nokkuð úr athafna- semi hans. En alla tíð var hann hinn trausti og hyggni fésýslu- maður. og drengur hinn bezti í öllum viðskiptum. Móður sinni og frændliði öllu reyndist hann alla tíð svo, að til var tekið. En vinum sínum og þeim, er til hans sóttu, ráð- hollur og úrræðagóður. Um fimmtugt kvæntist Jón Stefánsson danskri ágætiskonu, Gerde, dóttur Olsens nokkurs, stórbónda á Sjálandi. Eignuðust þau tvo syni og eina dóttur, hin mannvænlegustu börn. Kemur öllum kunnugum saman um, hví líkt ágætiskvonfang Jón Stef- ánsson hlaut. Er það enn ein' sönnunin fyrir giftu hans og gjörvileik. Jón var af góðu bergi brotinn. Móðir hans/var Anna Kristjáns- dóttir frá Laxamýri, ien faðir Stefán prestur, síðast að Þór- oddsstöðum, Jónsson prests að Mælifelli, Sveinssonar læknis og nátttúrufræðings Pálssonar. En móðir séra Stefáns var Hólm- fríður Jónsdóttir frá Reykjahlíð, prests Þorsteinssonar. Jón var fæddur að Skútustöð- um 17. janúar 1881 og var því fullra 64 ára, er hann veiktist snögglega af heilablæðingu, tveim dögum fýrir andlátið. Jón Stefánsson var búinn manndómi og mannkostum, sem orka til bjartsýni um framtíð þjóðarinnar. G. M. Tilkytming írá ríkis stj órninni Að gefnu tilefni tilkynnist, að ennþá hefir engin breyting orðið á tundurduflasvæðunum hér við land, frá síðustu tilkynningu, og eru sjófarendur því alvar- lega varaðir v$ að stunda fiskveiðar á þessum svæð- um. Þegar hreinsun tundurduflasvæðanna er lokið, verður það þegar tilkynnt. Samgöngnmálaráðuneytið, 7. júní 1945. Skinna verksmið j an Iðunn framleiðir StTlÐ SKL\i\ OG LEÐUR ennfremur hina landskunnu Idunnarskó Tilkynning Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að allt síldarlýsi af þessa árs framleiðslu hefir þegar verið selt Bretum. Er því framboð á þeirri vöru til útlanda með öllu óheimilt og munu hlutaðeigendur verða látnir sæta ábyrgð að lögum. Reykjavík, 3. júní 1945. r Samninganefnd utanríkisviðskipta. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.