Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bexta islenxha timarltlS um þíóðfélagsmál. 8 KEYKJAVÍK Þelr, sem vilfa kgnna sér þjóðfélagsmál, Inti- t lend og útlend, þurfa að lesa Dagshrá. 12. JÍIlVt 1945 43. blað AV^IÁLL TÍKAMS 7. júní, fimmtudagur: Hákon V. kemnr heim. Noregur: Hákon V. Noregs- konungur kom til Oslóar eftir fimm ára útlegð. Honum var fagnað af meira fjölmenni og innileik en dæmi eru til í Nor- egi. Japan: Osaka varð fyrir stór- kostlegri loftárás. 8. júní, föstudagur: Deilnmál leyst. Bandaríkin: Tilkynnt var á ráðstefnunni í San Fransisco, að samkomulag væri orðið um, hvernig synjunarrétti stórveld- anna í öryggisráðinu skyldi háttað. Rússar féllu frá þeirri kröfu, að hvert einstakt stór- veldanna gæti hindrað, að mál yrði tekið til umræðu í öryggis- ráðinu. Ítalía: Bonomi baðst lausnar fyrir stjórn sína. 9. júní, laugardagur: Triestedeilan leyst. Ítalía: í gildi gekk samkomu- lag, er orðið hafði milli Títos og herstjórnar Bandamanna um stjórnarhætti í Trieste og um- hverfi hennar, unz friðarfund- urinn verður haldinn. Sam- kvæmt því flytur Tito her sinn í burtu. Japan: Ríkisstjórnin tók sér einræðlsvald og skoraði á alla Japani að hefja undirbúning til að taka þátt í vömum heima- landsins. 10. júní, sunnudagur: Landganga á Borneo. Borneo: Bandamenn sögðu frá landgöngu Ástralíumanna í brezka hluta Norður-Borneo. Þýzkaland: Rússar tilkynntu, að þeir leyfi á hernámssvæði sínu starfsemi stjórnmálaflokka, er séu andvígir nazistum. Flokkarnir yrðu þó að starfa undir rússnesku eftirliti. Þykir vist að þetta verði upphaf að kommúnistiskum undirróðri á vegum Rússa. Bretland: í London voru birt mótmæli gegn þeim ásökunum Rússa að illa færi um rússneska fanga á hernámssvæði Breta. Var m. a. sagt, að brezkir fangar sættu mun verri meðferð á her- námssvæði Rússa. ÝMSAR FRETTIR Þlng og héraðs- málafndur (Framhald af 1. síOuJ e) Stjórn búnaðarsambands- ins var falið að vinna að við- reisn skógarins í Porthólmum í Selárdal í Hrófbergshreppi. Einnig birkiskógarleifum víðar um sýsluna. Skattamál. Fundurinn beinir þeirri áskor- un til þings og stjórnar að stilla svo í hóf skattaálögum til rík- isins, að ekki rýri um of tekjur sýslu- og sveitarfélaga og vill fundurinn í þvi tilefni benda á veltuskatt þann, sem lagður er á samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi og fundurinn telur ó- hagstæðan og treystir því, að ekki verði framlengdur. Raforkumál. Fundurinn lýsir fylgi sínu við frumvarp það til raforkulaga, sem lagt var fyrir síðasta Al- þingi og skorar eindregið á þing og stjórn að hlutast til um, að frumvarpið verði að lögum þeg- ar á næsta þingi. Þó vill fundur- inn benda á, að hann telur nAuðsynlegt og fyllilega rétt- mætt, að framkvæmd verði raf- virkjun hér í sýslunni, þar sem sérstaklega góð skilyrði eru fyrir hendi og hagfellt yrði síðar að tengja slíkar stöðvar við aðal- rafveitu landsins. í því sambandi bendir fund- urinn sérstaklega á virkjun Þverár fyrir Hólmavík og ná- grenni og virkjun Hvalár fyrir Árneshrepp og yerksmiðjurekst- ur þar og virkjun Urriðaár fyrir Kaldrananeshrepp.Leggur fund- urinn áherzlu á, að rannsókn á framangreindum vatnsföllum fari fram þegar á þessu sumri. Samgöngumál. Fundurinn taldi nauðsynlegt að hraða vegagerð mili Bitru og Kollafjarðar og samþykkti á- skorun um fjárveitingu, sem nægi til að ljúka því verki á næsta sumri. Jafnframt taldi hann brýna þörf að hraða vega- gerð frá Hólmavík til Djúpavík- ur, endurbæta veginn meðfram Hrútafirði og byggja veg frá Hrútafjarðarbrú til Borðeyrar. Skorað var á Alþingi að leggja svo ríflega fram fé til sýsluvega, að það nægði til jafns móti framlögum héraðanna og enn- fremur að ákveða hreppavega- gjald hvers einstaklings hálf daglaun. Ennfremur voru samþykktar áskoranir um framlag af fjall- vegafé til að ryðja Trékyllis- heiði á þessu sumri, byggingu flugvallar við Hólmavík og at- hugun um flugvöll í Árnes- hreppi, vitabyggingu á Þorkels- skerjum og Kaldrananesi og ljósmerki á Búðarskerjum við Bj arnanestanga. Menntamál. Fundurinn telur ákjósanlegt, að í náinni framtíð verði reistur og rekinn húsmæðraskóli í Strandasýslu eða nágrenni hennar og skorar á sýslufund að beita sér fyrir framgangi þess máls og leita samvinnu við nærliggj andi .sýsluf élög. Ennfremur taldi fundurinn þörf á áð koma sem fyrst skipu- lagi á skólamál héraðsins með tilliti til sameiningar og sam- vinnu milli skólahverfa og rann- sókn jarðhita vegna væntan- legra bygginga. Skorað var á ungmennafélög og einstaka áhugamenn sýsl- unnar að vþma að söfnun og varðveizlu sögulegra heimilda héraðsins og örnefna. Áburðarverksmíðju- málið (Framhald af 1. slðuj málum landbúnaðarins og stór- aukið fjársukk stjómarliðsins, vegna hverskonar launaút- gjalda. Til þess að geta risið undir þessu stóraukna launa- sukki, þurfti að spara á ein- hverjum öðrum útgjaldaliðum, og þá var áburðarverksmiðjan valin sem fyrsta fórnin. Með því að setja þannig launasukkið skör ofar en áburðarverksmiðj- una opinberaði stjórnin hug sinn til landbúnaðarins og fram- faramála almennt á þann hátt, að enginn þarf um hann að vill- ast. Herðum barúttuna. Þetta er þeim, sem vilja fram- gang málsins líka vel ljóst. Þeir sjá, að stjórnarliðið mun svæfa málið áfram, ef það fær að ráða. Þess vegna rignir nú ályktun- um hvaðanæfa, þar sem kraf- izt er framkvæmda 1 málinu. Það er svar umbótaaflanna við kyrrstöðu og afturhaldssemi stjórnarflokkanna. Og sú bar- átta mun enn efld og aukin. Því skeleggari, sem hún verður, því öruggara verður það líka, að Pétrum og Gíslum afturhaldsins mun ekki takast að stöðva þetta mikla framfaramál með blekkingum og Gróusögum sín- um. Bændur og aðrir framfara- menn! Herðið enn baráttuna fyrir áburðarverksmiðjumálinu og þá mun það komast skjótlega fram, þrátt fyrir alla mótspyrnu afturhaldsins. Síldarútvegsnefnd fær einkasöluréttindi. Ríkisstjórnin hefir löggilt Síldarútvegsnefnd sem einkaút- flytjanda á saltsíld á þessu ári. Hafði nefndin óskað þess ein- dregið að fá slíkt einkaleyfi, enda hefir hún oftast haft það. Ferðalög sendiherranna. Stefán • Þorvarðsson, sendi- herra íslands í London, fór með norsku ríkisstjórninni til Osló- ar, en hann hefir einnig verið sendiherra íslands hjá henni. Pétur Benediktsson, sendi- herra íslands í Moskvu, er ný- lega farinn til Frakklands og Mið-Evrópu í erindum ríkis- stjórnarinnar. S. í. F'. selur ekki niður- suðuverksmiðjuna. Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda var haldinn hér í bænum síðastl. laugardag. Starfsemi þess hafði verið lítil síðastl. ár, þar sem lítið fisk- magn hafði verið saltað. Eitt aðalmál fundarins var það, hvort taka skyldi tilboði frá Fiskimálanefnd um kaup á nið- ursuðuverksmiðju samlagsins og var því hafnað. Stjórnin var endurkosin. Tundurdufl springa í vörpum togara. Tundurdufla verður nú oft vart við strendur landsins, sér- staklega vesturströndina. Hefir það komið fyrir oftar en einu sinni, að þau hafa sprungið í vörpum togara, er þeir voru að veiðum. Laugardaginn 2. þ. m. munaði iitlu að stórslys hlytist af, er tundurdufl sprakk í vörpu tog- arans Þorfinns, er verið var að taka vörpuna inn. Við spreng- inguna lék allt skipið á reiði- skjálfi, sprengjubrotum rigndi yfir það og þilfarið fyllti af sjó. Það má því telja hreinustu mildi, að ekki yrði stórslys á mönnum, þar sem allir voru á þilfari. Einn maður meiddist þó lítilsháttar á fæti. Kirkjufundinum frestað. Hinum almenna kirkjufundi og aðalfundi Prestafélags ís- lands.sem ráðgert var að halda á Akureyri 8.—10. júlí n. k., og þegar hafa verið boðaðir, er af ófyrirséðum ástæðum frestað. Verða þessir fundir haldnir 9. —11. september n. k. á sama stað og með sömu starfsskrá. Danmerkurför biskups. Nýlega barst biskupinum yfir íslandi skeyti frá Fuglsang Damgaard Sjálandsbiskupi, þar sem hann skýrir frá því, að biskupafundur verði haldinn í Kaupmannahöfn og hefjist 29. júní n. k. Auk Damgaards biskups munu aðrir biskupar Danmerkur sitja fundinn, svo og Berggrav Nor- egsbiskup, Eidem Svía biskup og Lehtonen Finnlands biskup. Ákveðið er, að biskup íslands sæki fund þennan. / Loftleiðir h.f. Aðalfundur Loftleiða h. f., var haldinn 30. maí. Stjórn fé- lagsins gaf skýrslu um starfsem- ina 1944. Alls var flogið til ára- móta 536 klst., þar af 300 klst. við síldarleit, en 236 klst. við farþega- og sjúkraflug. Fluttir voru 707 farþegar og 845 kg. af pósti, flogið 21 sjúkraflug og lent á yfir 40 stöðum. Einnig gaf stjórnin skýrslu um starfsemi félagsins, yfir fyrstu 5 mánuði þessa árs. Var á þeim tíma flogið 250 klst., fluttir 1509 farþegar, þar af í maímánuði einum 531 farþegar. Flutt voru 4206 kg. af pósti. Flogið samtals á þesum 5 mán- uðum 61200 km. í stjórn voru kosnir: Kristján Jóh. Kristjánseon forstj., for- maður, Alfred Elíasson flugmað- ur, Ólafur Bjarnason skrifstofu- stj., Óli J. Ólason kaupm. og Þorleifur Guðmundsson, ísaf. Varamaður í stjórn var kosinn Sigurður Ólafsson flugm. End- urskoðendur voru kosnir Teitur Kr. Þórðarson skrifstofustjóri og Stefán J. Bjömsson skrifstofu- stjóri. Landgræðslus j óður fær 250 þús. kr. Landsnefnd lýðveldiskosning- anna hefir nýlega afhent land- græðslusjóði 250 þús. kr., sem er afgangur af fé því, er ýms fyrirtæki höfðu gefið til að standast kostnaðinn af kosn- ingaviðbúnaðinum. Ákveðið hef- ir verið að verja fénu aðallega til þess að koma upp uppeldis- stöðvum fyrir trjáplöntur, en það er mjög þýðingarmikið fyrir skógrækt landsmanna, að alltaf sé nægjanlegt til af trjá- plöntum til þess að hægt sé að fullnægja aukinni eftirspurn. Skógrækt ríkisins er nú að koma upp uppeldisstöð að Tumastöð- um í Fljótshlíð. I VinnUS ötuUega fgrir Aðalfumlur (Framhdld af 1. síöu) vegina, svo að þeir verði færir jafnt vetur sem sumar, og að snjóýtur verði ávallt til taks hvenær og hvar sem þeirra er þörf.“ „Aðalfundur Kaupfélags Hall- geirseyjar, haldinn að Stórólfs- hvoli sunnudaginn 3. júní 1945, samþykkir einróma að skora á Alþingi og vegamálastjórn rík- isins að hún hefji þegar undir- búning að byggingu nýrrar brú- ar yfir Þjórsá, í grennd við Þjórsártún, og hraðað verði svo undirbúningi að framkvæmd verði lokið á árinu 1946.“ Um veltuskattinn var sam- þykkt svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Kaupfélags Hall- geirseyjar, hSldinn að Stórólfs- hvoli sunnudaginn 3. júní 1945, telur að 'veltuskatturinn, sem samþykktur var á síðasta Al- þingi, sé einhver allra ósann- gjarnasti gjaldstofn, sem á hafi verið lagður, og geti talizt nef- skattur, þar sem hann er lagður jafnt á nauðsynlegar vörur sem ónauðsynlegar, og geti því ef til vill komið harðast niður á þá, sem minnstu getu hafi til þess að standa undir honum. Þess vegna skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að standa fast við gefið loforð og framlengja alls ekki þennan ó- réttmæta skatt.“ Um skipun mjólkursölu- nefndar var samþykkt þessi til- laga: „Aðalfundur Kaupfélags Hall- geirseyjar, haldinn að Stórólfs- f O A M L A BÍÓff VIDBÍMB ATLOCl (Stand By For Action) — Amerísk sjóhemaðarmynd. — Robert Taylor, Brian Donlevy, Charles Laughton. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Hról höttur Litmynd með Erroll Flynn, Olivia De Havilland, Basil Rathbone. Sýnd kl. 5. hvoli sunnudaginn 3. júní 1945, átelur harðlega þá ráðstöfun landbúnaðarráðherra, að sr Sveinbjörn Högnason hafi verið látinn víkja úr formannssæti mjólkursölunefndar, og fundur- inn er þess fullvís, að ráðstöfun þessi er gagnstæð vllja megin þorra sunnlenzkra bænda og skorar á ráðherrann að skipa hann tafarlaust aftur formann nefndarinnar.“ Um búnaðarmálasjóð var sam- þykkt þessi tillaga: „Aðalfundur Kaupfélags Hall geirseyjar, haldinn að StórólfS' hvoli sunnudaginn 3. júní 1945, krefst þess, að bændur og sam tök þeirra ráði ein yfir fé bún- aðarmálasjóðs, og skorar því á næsta Alþingi að fella niður úr lögum um búnaðarmálasjóði skilyrði um samþykki landbún- aðarráðherra til fjárveitinga úr sjóðnum." Að aíloknum fundi var fund- armönnum boðið til kaffi- drykkju, en að henni lokinni hófst erindi, er Ólafur Jóhann esson, framkv.stj. fræðslu- og félagsmáladeildar S. í. S. flutti, en að því loknu var sýnd ís- lands-kvikmynd samvinnufé- laganna. Atriðum þessum varð ekki lokið fyrr en um kl. 11 að kvöldi. Samþykkt var að skipting tekjuafgangs skyldi verða sú, að í stofnsjóð yrði greitt 3% og í varasjóð 1% og í viðskiptareikn inga 10% af ágóðaskyidri út tekt' félagsmanna. Úr stjórn félagsins gekk sr. Sveinbjörn Högnason og var hann endurkosinn. «4 * NÝJA B t Ó Ý ALI BABA og hinir 40 rœn- inlfar Litskreytt ævlntýramynd. Aðalhlutverk: Jón Hall, María Montez, Thurhan Bey. Sýnd kl. 6, 7 og 9. Þelr gerðn garOinn frœgan oo Dáðir vorn drýgðar eru ácætor tkenmtlMnr og hafa auk þess þann kast aS vera édýrar. 7VTJARNABB1ÓÝ f hAalofti (Sensations of 1945) Bráðskemmtileg músik-, dans-, trúða- og fimleikamynd. Eleanor Powell, Dennis O’Keefe. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GiSI eða ógiSt Gamanleikur í þremur þáttum eftir J. B. Briestley. Sýnlng annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Ú R B Æ N U M Knattspyrnukeppni var háð síðastl. föstudagskvöld milli úrvalsliðs reykvíkskra knattspyrnu- félaga og úrvalsliðs úr brezka hernum. Leikar fóru þannig, að íslendingar unnu með 4:0 mörkum. Albert Guð- mundsson setti 3 mörk. Sannaði hann með þessum • leik það, sem margir vissu reyndar áður, að hann er tvi- mælalaust bezti knattspyrnumaður okkar nú. Lið íslendinga var annars þannig skipað: Markmaður: Anton Sigurðsson (Vfk.), vinstri bakvörður: : Guðbjörn Jónsson (KR), hægri bak- vörður: Björn Ólafsson (Val), mið- framherji: Birgir Guðjónsson (KR), vinstri framherji: Sveinn Helgason (Val), hægri framherji: Sæmundur Gíslason (Fram), vinstri útherji: Hafliði Guðmundsson (KR), vinstri innhérji: Jón Jónsson (KR), miðfram- herji: Albert Guðmimdsson (Val), hægri innherji: Óli B. Jónsson (KR) og hægri útherji: Ellert Sölvason (Val). Varamenn voru: Hermann Hermannsson (Val), Sigurður Ólafs- son (Val) og Haukur Antonson (Fram). Stúlkur úr gagnfræðaskóla ísafjarðar sýndu fimleika í Xðnó síðastl. mið- vikudagskvöld fyrir fullu húsi og við mikinn fögnuð og hrifningu áhorf- enda. Stúlkurnar eru 10 og kennari þeirra, ungfrú María Gunnarsdóttir, stjórnaði leikfimissýningimni. Áður en sýningin hófst ávarpaði Hannibal Valdimarsson skólastjóri gagnfræða- skólans á ísafirði, áhorfendur og sagði frá ferðalagi 3. bekkjar skólans. Hefir hann farið víðsvegar um norð- urland og tll Laugarvatns og Þing- valla, en er nú á heimleið. Guðmundi Jónssyni söngvara hefir nýlega verið boðið til ókeypis framhaldsnáms í Ameriku. En það er dóttir hins fræga söngkennara, Lazar Samiloff, er Guðmundur stundaðí nám hjá, sem hefir nú boðið honum ókeyp- is nárp við skóla föður sins. Guðmimd- ur mun því fara utan næsta haust, og hefja að nýju nám við skólann. Stofnþing Landssambands bæjar- og sveitar- félaga var sett hér í gær. Verður nánar sagt frá því síðar. Kjartan Bergmann glímukennari hefir verið ráðinn Fulltrúi á aðalfund S. í. S. var kosinn Sigurþór Ólafsson Kollabæ, sem er formaður fé- lagsins. framkvæmdastjóri Í.S.Í. Kjartan er kunnur íþróttamaður og mjög áhuga- samur um iþróttamál. Reykjavíkurboðhlaup Ármanns fór fram síðastl. fimmtudagskvöld. — Órslit urðu þessi: 1. Sveit Í.R. á 17:38,6 mín. og er það nýtt met 2. sveit Ármanns á 18:00,8 min. 3. sveit K.R. á 18:17.4 mín. Gamla metið var 18:09,0 mín. Sveit Í.R. var skipuð þessum mönn- um: Sigurgísli Sigurðsson, Jóhannes Jónssön, Hannes Berg, Sigurður Sig- urðsson, Gylíi Hinriksson, Valgarð Runólfsson, Magnús Baldvínsson, Öm Clausen, Jóel Sigurðsson, Svavar Gestsson, Hallur Símonarson, Finn- bjöm Þorvaldsson, Kjartan Jóhanns- son og Óskar Jónsson. Gestir i bænum: Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli og kona hans, Rebekka Eiriksdóttir, Eiríkur Þorsteinsson kaupfélagsstj. Þingeyri, Björn Guðmundsson Núpi, Hjörtur Hjálmarsson, kennari Flat- eyri, Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri Flateyri, Karl Kristjánsson oddviti Húsavík, Jóhann Skaptason sýslu- maður Patreksfirði. Bærinn kaupir K. R. húsið. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur ný- lega samþykkt að kaupa íþróttahús K.R. fyrir 400 þús. kr. Jafnframt hefur bærinn látið K.R. fá lóð undlr íþrótta- hús á Melvmum og hefur K.R. áformað að reisa þar hús, sem er áætlað að kosti eina millj. kr. Mun íélagið nú hafa um hálfa mlllj. kr. handbæra til byggingarinnar. Bærinn hefir nú boðið K. R.-húsið út til niðurrifs. Leiðrétting. í 38. tbl. Tímans birtist kvæði „Um daginn og veginn." Þar hefir orðið ruglingur á erindum. Motto-erindi kemur þar aftur í miðju kvæði og prentvilla hefir slseðzt í síðustu hend'- ingu. Þar stendur: „árin minning- anna" en á að vera: „arinn minnlng- anna.“ Rétt er vísan því þannig: Bjartra vona vorsól heið vermir æsku manna, 70 ára æfiskeið arinn minninganna. K. H. B. Leiðrétting. Lesendur eru beðnir að athuga það, að í greininni íslenzk þjóðkirkja, sem birtist á þriðju síðu blaðsins í dag er misprentuð málsgrein, sem byrjar i 17. línu í 4. dálki. Hún á að vera svo: „Ég hygg, að allur almenningur geri sér þess grein, að trúarlif getur verið sjúkt og ofstæki slíkra sjúklinga orðið til vandræða."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.