Tíminn - 15.06.1945, Qupperneq 4
4
TÍMTVTV. föstndaglim 15. |ání 1945
44. blaS
\
1*
Fyrirbævið i Húsavík
U
Ég var á gangi á einni af að-
algötum Reykjavíkur. Allt í einu
er sagt við mig í rómi, sem
snertir strengi endurminning-
anna: Sæll og blessaður! Og
frammi fyrir mér stendur gam-
all kunningi norðan af Húsavík,
Arnór Kristjánsson, — oftast
kallaður Nóri. Líkur er hann
sjálfum sér, vinurinn: hall-
ar undir flatt, og allt annað
eins og það á að vera fyrir end-
urminninguna.
Sæll og blessaður, segi ég líka.
Hvað er nú í fréttum?
Það er enginn afli og atvinnu-
laust. Ég kom með sjúkling.
Hann veiktist í hjartanu um
daginn. Svo er ég að garfa í
höfninni. Það veitir ekki af, því
að oddviti og sýslumaður duga
illa, þó að ég sé ekkert að lasta
þá, mannagreyin. Ég þori nú að
tala við þessa háu herra hérna
í henni Reykjavík. Þeir hafa
bara trúað mér fyrir því, að öll
áhöld hefði vantað, ef stríðið
hefði ekki hætt. Það þótti mér
ljóta frammistaðan hjá þeim
öllum. Ég er nú að koma þessu í
lag.-----
Nokkrum dögum seinna er ég
að blaða í Þjóðviljanum. Þá sé
ég þar allt í einu andlitið á
Arnóri mínum: mynd á miðri
síðu.
Einhverntíma hefði verið
brosað í Húsavík framan í þessa
mynd, dettur mér í hug. Skyldu
þeir vera hættir að hafa gaman
af því, sem skrítið er, þarna
nyrðra.
Svo langt samtal við Arnór,
— stórletruð fyrirsögn um við-
tal við formann Verkamannafé-
lags Húsavíkur, því að svo er
nú ástatt -í Húsavík, að Arnór
er formaður verkamannafélags-
ins þar.
Þetta merkilega blað Þjóðvilj-
ans, hvar í „Arnór ræðir um
ýmis mál og viðhorf í Húsavík“,
er frá 16. maí 1945.
Ég les: „-----þá hafði hún
legið niðri frá því um njánaða-
mótin sept.—nóv. s. 1. haust.“
Skelfing er maðurinn líkur
því, sem hann var. Man ekki
mánuðina i röð!
Ég les áfram: „Meiningin er
að hafnargerðinni verði lokið
árið 1946“. (Þetta ártal er tekið
upp tvisvar í fyrirsögn greinar-
innar). Mér hafði áður skilist af
fréttum að norðan að áætlað
sé, að verki þessu verði lokið
sumarið 1947. Ég hringi i vita-
málaskrifstofuna. Jú, áætlað er
að ljúka hafnargerðinni 1947,—
fyrr getur það ekki orðið.
Líkt er það Nóra, eins og hann
var, að geta ekki einu sinni í
einföldu formi farið rétt með
svona stórt atriði.
Enn les ég: „Hafnarbryggjan,
sem er úr tré, er orðin allmikið
skemmd af maðki..“
Sá er nákvæmur eins og fyrri
daginn. Þetta mikla mannvirki,
hafnarbryggjan, er aðallega úr
steini, en af því að tréáta er
komin í staura, sem utan með
bryggjunni eru, þá verður hún
öll „úr tré“ i frásögn Nóra. Fari
maðkurinn norður og niður
bæði vegna bryggjunnar og for-
manns verkamannafélagsins!
Auðvitað les ég meira. Maður
hættir ekki við svona sælgæti
fyrr en búið er. En ekki dugar,
rúmr/ns vegna, að taka upp alla
romsuna. Hér er eitt sýnishorn
til viðbótar: „Mér kom það
skrítilega fyrir sjónir, þegar
nefndin, sem fór til Reykjavíkur
vegna hafnarmála og rafmagns-
mála Húsavíkur, var hér, að ekk-
ert skyldi heyrast frá nefndinni
um þessi mál í bæjarblöðunum
hér. Ég keypti öll dagblöðin í
Reykjavík þennan tíma, sem
nefndin var hér, og sá þar ekk-
ert um þessi mál, og ræddi um
það við varaformann verka-
mannafélagsins, þegar hann
kom norður, hversvegna nefnd-
in hefði ekki átt viðtal við blöð-
in. Oddviti Húsavíkur frétti
þetta og rak framan í mig blað
af Tímanum, þar sem var grein
um Húsavíkurhöfn og viðtal við
oddvitann, — sem var dagsett
daginn eftir að nefndin fór úr
Reykjavík(i). Það sýnir einmitt
það, sem sló,mig lengi, að sam-
vinnan muni ekki hafa verið of
góð i þessum stóru málum okk-
ar Húsvíkinga — —“.
Ég tók mig til og athugaði
Tíma-blaðið, sem um ræðir. Við-
talið við oddvitann, sem til er
vísað, er auðvitað ódagsett. —
Ekkert virðist of smátt fyrir
Nóra til þess að rangherma! —
í Tímanum, sá ég heldur ekki
eitt orð, er benti í þá áttina, að
samvinna i nefndinni hafi ekki
verið góð. Hver finnur sam-
hengið? Nú skil ég vel það, sem
kunnur Húsvíkingur á eitt sinn
að hafa sagt við Arnór: „Hvað
sérðu mörg tungl á lofti í einu,
Nóri minn?“
Þetta blað Þjóðviljans hlýtur
Þorbergur Þórðarson að telja
óborganlegt sem sýnishorn „lág-
kúru“ og „ruglandi“. „Upp-
skafning“ er aftur á móti lítil
í stílnum. Hún er bara í aum-
ingja höfundinum sjálfum.
Talsvert er í viðtalinu af til-
raunum til illgirnislegra árása
á forvígismenn Húsavíkur, svo
sem Þórhall Sigtryggsson kaup-
félagsstjóra. í þeim þekki ég
ekki anda Nóra frá fyrri tíð —
okkar kynningartíð — heldur
bara rödd hans og hendur. En
þarna sést hvernig deigt og
skörðótt Járn tekur herzlunni í
eitri kommúnistaofstækisins.
í gær vildi svo til, að kunn-
ingi minn, sem er að norðan,
en búsettur hér syðra eins og
ég, hitti mig í kaffihúsi. Við
sátum þar saman um stund og
röbbuðum um „fyrirbærið í
Húsavik“, sem hann kallaði svo.
Hann sagðist vita, að Þingey-
ingar hefðu verið og væru enn
háðfuglar margir hverjir. En
aldrei, að óreyndu, sagðist hann
hefði trúað því, að meiri hluti
manna í fjölmennu verklýðsfé-
lagi, eins og Verkamannafélagi
Húsavíkur, gerði það „upp á
grín“ að kjósa sér formann.
Ég mótmælti því, að kunningi
minn, Arnór, væri formaður
„upp á grín“.
Þá dró hann Þjóðvilja-blaðið
góða upp úr vasa sínum og þuldi
viðtalið með — ég verð að viður-
kenna — hsefilegum skýringum.
Harin hafði svo hátt, að þeir,
sem næstir sátu, fóru að hlusta,
og að lokum var þarna stór hóp-
ur hlæjandi manna.
Höfundur svona viðtals hlýtur
að vera formaður „upp á grín“,
sagði félagi minn, að loknum
lestri.
Annar stærðfræðilegur mögu-
leiki er til, gall maður við, og
hann er sá, að Húsvíkingar séu
miklu þynnri en gerist og geng-
ur um menn.
Þá varð ég reiður og mótmælti
harðlega með ýmsum dæmum.
~En, segir þið mér eitt, góðir
hálsar, sagði nú maður nokkur,
sem að þessu hafði ekkert til
málanna lagt, — hvers vegna
haldið þið að blaðamaðurinn
birti viðtalið?
Það get ég sagt þér, sagði fé-
lagi minn: Hann gerir það af
kvikindishætti. Hann gerir það
Húsvíkingum og Þingeyingum
til skammar. Eða heldurðu, að
hann hefði ekki lagað viðtalið
meira en hann hefir gert, ef
hann hefði birt það af heilind-
um? Hann er á sinn hátt með
í „gríninu".
Við slitum talinu.
Ég segi frá þessu Húsvíkingum
til umhugsunar.
Norðlingur.
Eftir eina viku eða svo fara bændur að smala og rýja fé sitt og marka
lömbin. Nú er víðast af sú tíð, er vakað var yfir fénu allt vorið, lömbin
mörkuð' jafnóðum og þau fæddust og tekið af ánum smátt og smátt. Nú
verður ein allsherjar smalamennska að duga vlðast hvar og fylgja því
vökunætur og mikið þvarg, þar sem margt fé kemur til réttar í einu,
þótt margiir bændur létti þetta orðið með rúmgóðum girðingum til þess
að geyma safnið í meðan unnið er að rúningu og mörkun. — Á þessari
mynd sést roskinn bóndi með hest klyfjaðan uliarpokum. Hann er lotinn
nokkuð í herðum, enda handtök hans sennilega mörg orðin og vökunætur
að baki. í gamla daga var öll ullin flutt í kaupstaðinn á þennan hátt og er
sums staðar enn.
Heimiltsbíaðid
Nýlega er komið út 4.—5. tbl.
Heimilisblaðsins, fjölbreytt og
læsilegt. Er þetta blað að veru-
legu leyti helgað aldar-ártíð
Jónasar Hallgrímssonar og
skrifar Gils Guðmundsson- rit-
höfundur aðalgreinina um
skáldið. Fylgja þeirri grein
myndir af fæðingarstað Jónas-
ar, síðasta bústað hans hér og í
Kaupmarinahöfn og mynd af
Reykjavík á dögum Jónasar.
Þá er í blaðinu allangur þátt-
ur um nýjungar í vísindum og
tækni. Er þar m. a. rætt nokkuð
um glerið, sem er orðið sann-
kallað undraefni, skýrt frá all-
árangursríkum tilraunum með
lyf gegn berklaveiki, sagt nokk-
uð frá útvarpi og farþegaflug-
vélum, eins og þetta hvort
tveggja mun verða í framtíð,
o. m. fl.
Framhaldssagan, maðurinn
frá Alaska, skipar allmikið rúm
i blaðinu, og sögu Rannveigar
Kr. Guðmundsdóttir, Gildi, lýk-
ur í þessu blaði. Ennfremur er
í blaðinu hugleiðing eftir sr.
Gunnar Árnason frá Skútustöð-
um, þátturinn „Blaðað í ggöml-
um blöðum,“ bókafregnir,
krossgáta, skrítlur o. fl.
Á einni opnu blaðsins eru fall-
egar íslenzkar myndir, og á for-
síðu er stór mynd af Jónasi
Hallgrímssyni. — Er blaðið að
öllu hið myndarlegasta og vel
úr garði búið. K. E.
Skattar og skatta-
framtöl
Margir tala um háa skatta ,og
flestum þykja sínir skattar of
háif. En fæstum finnast skattar
náungans nægilega háir, hvað
þá of háir.
Þrátt fyrir þá óhemju skatta,
sem lögfestir eru hér á landi,
koma minni skattatekjur út úr
þeim, en líklegt væri, og er það
af því, að rniklar tekjur og eignir
sleppa árlega undan sköttum.
Hins vegar er það áberandi,
hvp sú tilhneiging er rík að
íþyngja þeim, sem hafa at-
vinnutæki og fasteignir skráð
á nöfn sín.
Það er viðurkennt, að mjög
stór hluti sparifjár og verð-
bréfaeignar sleppf algerlega
undan sköttum, og núverandi
fjármálaráðherra hefir hælzt
um, að bankarnir skytu sér und-
an upplýsingaskyldu sinni í
þessum efnum. Ekki verður um
það deilt, að þjóðfélagsheildinni
er það hentugt og hagkvæmt,
að sem flestir eigi og starfræki
framleiðslutæki, og ættu þeir
aðilar því ekki að vera verr sett-
ir en aðrir þjóðfélagsþegnar.
Til þess að fá bót ráðna á
þessum hlutum, væri réttlátt,
að allar eignir i landinu, fastar
og laysar, yrðu nafnskráðar.
Allar innlánsbækur' og innláns-
skírteini yrðu nafnskráð, enn-
Auðu seðlarnir
Senn líður að því, að endur-
heimt algerðs stjórnfrelsis ís-
lendinga á ársafmæli. Eitt ár
er liðið síðan við fengum aftur
fullt og óskorað sjálfstæði eftir
nær því 700 ára kúgun erlendra
þjóða, sem virtust oftast aðeins
hugsa um það eitt að auðgast
sem mest á landsmönnum í öll-
um viðskiptum við þá, bæði í
verzlun og stjórnarfari. Hitt létu
þessar útlendu þjóðir sig minna
skipta, hvernig landsmönnum
leið undir stjórn þeirra, er oft
leiddi yfir þjóðina hungur með
verzlunarkúguninni og einok-
inni.
Það var því sízt að furða, þótt
landsmenn fögnuðu fengnu full-
veldi og greiddu því atkvæði, er
þeir áttu þess kost, sem og líka
þeir gerðu. Sú samheldni, sem
þá kom fram hjá landsinönn-
um, verður þeim til ógleyman-
legs sóma um ókomnar aldir.
Því leiðinlegra var það, að 15
alþingismenn skyldu skila auð-
um atkvæðaseðlum, er tilnefna
skyldi forsetann á hátíðlegustu
stundu þjóðarinnar.
Til hvers var að fá viðurkennt
sjálfstæði, ef engum hæfum
manni samlendum var treyst-
andi að takast á hendur for-
setaembættið?
Merkur Vestur-íslendingur,
sem hér var á hátíðinni í fyrra,
sagði:
„Ég harma það, að svona
skyldi takast til, að þingmenn
skiluðu auðum seðlum við for-
setakjörið, því að það vekuri at-
hygli út á við og sums staðar
látið tákna lítilsvirðing á því
máli, er þar ræðir um.“
Þetta atriði verður alltaf
skuggi á þessari fullveldishátíð
okkar, eða svo finnst mér og
fleiri öldruðum mönnum, sem
munum vel útlenda stjórn hér
og tókum virkan þátt að fá inn-
lenda stjórn, eftir því sem geta
og aðstæður leyfðu.
Á. H.
fremur öll hlutabréf, verðbréf
og skuldabréf. Gefa mætti
mönnum frest til að leiðrétta
framtöl sín gegn því, að greiddir
yrðu vangreiddir skattar til ríkis
og bæja, en það fé, sem svo yrði
eftir og ekki kæmu eigendur
að, ætti að gerast upptækt, og
mætti' nota það til greiðslu á
ríkisskuldunum.
H. B.
Ef kaupendur Tímans verða
fyrir vanskilum á blaðinu, eru
þeir vinsamlega beðnir að snúa
sér STRAX til afgreiðslunnar.
„Ég heiti Jdh Stefán Sveins-
son, frá Möðruvöllum í Hörgár-
dal.“
„Þér hafið þá ekki dvalið á
íslandi síðustu tuttugu árin?“
„Alveg rétt. Ég fór ungur
drengur af landi burt fyrir 25
árum og hefi dvalið erlendis alla
tíð síðan.“
„Já, nú man ég eftir því. Ég
hefi heyrt um það. Faðir yðar
hét Sveinn, sonur Þórarins Þór-
arinssonar úr Kelduhverfi. Móð-
ir yðar var Sigríður, ættuð úr
Mývatnssveit. Hún fluttist með
systkinum yðar til Kanada."
Fleira fór þeim á milli, en ég
set þetta hér sem dæmi þess,
hve Nonni, er sjálfur læzt vera
hlutlaus ferðalangur, lætur hér
koma fram hin fegurstu ein-
k'enni íslendinga, gáfurnar,
minnið. Úr þessum jarðvegi
spruttu íslendingasögurnar, „Is-
landsblomster".
■ Nonni heldur áfram norður á
hestbaki, aðjieirra tíma sið, og
fer svo á skipi frá Akureyri aft-
ur til Kaupmannahafnar. En í
leiðinni kom hann við á Möðru-
völlum í Hörgárdal og gisti þar
eina nótt. Honum varð að vísu
ekki svefnsamt, því svo hlóðust
bernskuminningarnar að hon-
um, að um háttamál varð hann
að rölta út, út fyrir túngarðinn,
og njóta endurminnin^a æsk-
unnar í bjartri vornóttinni. Ein-
lægri hrifni af fögrum æsku-
stöðvum getur ekki.
Á íslenzku hafa þessar bækur
komið út eftir Jón Sveinsson:
Nonni 1922, Borgin við sund-
ið 1923, Sólskinsdagar 1924,
Nonni og Manni 1925, Ævin-
týri úr Eyjum 1927. Á Skipalóni
1928. Útgefandi var undirritað-
ur, þýðandi Freysteinn Gunn-
arsson, að undanskildu því, að
Magnús Jónsson, nú prófessor,
þýddi hinn eiginlega Nonna og
Manna og einn kaflann úr Sól-
skinsdögum (Ævintýri á sjó).
Ég segi „hinn eiginlega Nonna
og Manna“ vegna þess, að í
þeirri bók var bætt við annarri
frásögn, „Nonni og Manni fara á
fjöll“, sem var ekki með í þýzku
útgáfunni, en var .sameinuð í
íslenzku útgáfunni að ráði höf-
undp*ins.
Eins og áður er getið kom
Nonni heim til íslands 1895, eft-
ir 25 ára fjarveru. Aftur kom
hann hingað heim 1930, að
mestu á vegum ríkisstjórnarinn-
ar, en fyrir atbeina útgefanda
bóka hans hér. Eftir þá ferð
skrifaði hann bók, Die Feuer-
insel im Nordmeer (Eldeyjan I
norðurhöfum) og hefir hún ekki
komið út á íslenzku. Enn er ein
bók eftir hann, Die Geschichte
des kleinen Guido (Saga Guidos
litla), kom út 1930, „frásögn
handa kaþólskri æsku“ eins og
á titilblaðinu stendur, um
franskan dreng af háum stigum,
sem dó ungur, en þótti undra-
barn á kaþólska vísu.
Um aðrar bækur eftir Nonna
er mér ekki kunnugt. Þess má
geta, að kaflar úr bókum hans
hafa verið gefnir út sérstaklega,
stundum með öðrum titli en hin-
um upprunalega. i Bæklingur
kom út eftir hann, nokkru eftir
styrjöldina fyrri, sérprentuð
grein um heimsókn í barnahæli.
Þó að, eða öllu heldur af því að
hún var skrifuð af hinni lát-
lausu einlægni að hætti Nonna,
var hún gefin út í tugþúsunda-
tali, sem áróðursrit til hjálpar
slíkum stofnunum.
Það er einkennandi fyrir
Nonna sem rithöfund, að svo
Halldór KristjáHSSoii;
Bækur Einars Jónssonar
Einar Jónsson myndhöggvari hefir verið hljóðlátur og
afskiptalítill maður í þys dægurmálanna. Það vakti því
talsverða athygli þegar Guðmundur heitinn Finnbogason
landsbókavörður las kafla úr sjálfsævisögu hans í útvarp
og mun mörgum hafa orðið sá lestur minnisstæður og
jafnframt þau orð Guðmundar, að líf Einars Jónssonari
væri mesta listaverk hans. Hér birtist grein um bækur
Einars.
Það hefir löngum verið þrá
íslendinga, metnaður og stolt,
að eiga menn, sem væru hlut-
gengir í fremstu röð á mæli-
kvarða heimsins. Bókmenntir og
innilega sem hann var tengdur
kaþólskri kirkju, jafnvel trú-
boðsstarfsemi hennar.kemur það
hvergi fram í sögum hans. Sag-
an „Nonni og Manni“ er að vísu
undantekning, en hún var skrif-
uð handa kaþólskri árbók. f sög-
um sínum er hann aðeins Nonni,
litli íslenzki drengrinn, sem
kvaddi móður sína tólf ára gam-
all og fór á lítilli skútu út í ó-
þekkta heiminn. Hann var ekki
„stórmenni“ í venjulegum skiln-
ingi, hann vann ekki heiminn
með ofbeldi eða orrustugný, til
þess að undirbúa hrun sjálfs
sín, en hann vann hjörtun í
miljónatali. Óg liklega hefir
enginn íslendingur orðið eins
víða frægur, unnið íslandi
meira gagn með sínum látlausu,
ástúðlegu frásögnum og fyrir-
lestrum um land og þjóð en
Nonni, séra Jón Sveinsson.
landafundir fyrri alda eru þau
afrek, sem löngum er vitnað til.
Ég hygg, að hugur íslendinga
birtist allur í þeirri stoltu gleði,
sem víða kemur fram yfir mynd-
um þeirra Leifs heppna og
Snorra Sturlusonar, sem fram-
andi þjóðir hafa gefið hingað.
Umkomulitlir smælingjar, eru
oft veikir af sér gagnvart skoð-
un og áliti þeirra stóru og sterk-
ari. Það er eins um þjóðir og
menn. Meövitund verðleikanna
er þeim sá styrkur, sem heldur
þeim uppi. Sú meðvitund nær-
ist á viðurkenningu. Þegar vold-
ugri þjóoir rétta slíkar gjafir
úr vinarhendi, þá er það sér-
staklega mikils virði vegna þess,
að þar er rétt örvandi hönd
skilnings og samúðar, sem eyk-
ur sjálfsvirðingu og innra sjálf-
stæði.
Það er að vísu veikleikamerki,
að vera háður áliti annarra, en
sá veikleiki vex ekki, þótt hann
sé viðurkenndur og minnkar
ekki, þó að þrætt sé fyrir hann.
íslendingar hafa jafnan þráð
að eignast menn eins og Leif
heppna og Snorra Sturluson.
Þeir hafa glaðst með hverjum
landa sínum,sem unnið hefir sér
frægð og frama erlendis. Stund-
um hefir þá risið barnaleg hrifn-
ing af litlu tilefni. En það er
aukaatriði, sem bendir þó til þess
sem þjóðin óskar.
Einar Jónsson myndhöggvari
er einn þeirra manna íslenzkra,
er nú lifa, sem mesta frægðar-
för hefir farið til framandi
landa. Það er þó ekki sú yfir-
borðsfrægð, sem gerir hann
mikinn. Þó að mörgum þyki
gaman að henni og oft verði til
hennar vitnað er hún ekki annað
en bjarminn af starfi hans og
lífi. Það er líf hans og list, sem
þjóðina varðar um. í verkum
hans er sá boðskapur, sem hann
vill flytja þjóð sinni. Sá boð-
skapur, meðferð hans og form,
er það, sem heldur nafni Einars
Jónssonar á lofti.
Síðastliðinn vetur komu út
tvær bækur eftir Einar Jónsson:
Minningar og Skoðariir. Ég álít
það svo merkan viðburð, að
ástæða sé til þess, að fara um
hann nokkrum orðum. Til þessa
finnst mér að hafi verið of hljótt
um þær bækur.
Þetta er ævisaga listamanns-
ins, og er þó sögð á nokkuð sér-
stakan hátt. Mér virðist frá-
sögnin miðuð við það, að fram
komi sejn bezt, það, sem þýðirigu
hafði fyrir listámanninn. Það
sem mótaði hann og þroskaði er
rakið. Þetta er því. sagan um
þróun hans og vöxt. Hins vegar
virðist ekki neitt vera gert til
þess, að krydda frásögnina með
því, að seilast eftir gamansöm-
um atriðum, sem lítið snerta að-
alþráðinn. Hitt er annað mál,
að höfundur hefir það næman
1 lífsskilning að víða tvinnast
saman í frásögn hans og lýsing-
um dýpsta alvara og spaugilegur
blær atvikanna. Svo er t. d. frá-
sögipin um fyrstu ástina.
Ævisaga Einars Jónssonar er
hetjusaga. Það er saga um fá-
tækan og umkomulítinn sveita-
dreng, sem hófst til hinnar
mestu frægðar vegna frábærra
afreka í heimi listarinnar. Slík-
ar sögur ná að hjarta íslend-
ingsins. Þær eru hollar til lest-
urs hverjum sem er, og ekki
.sízt ungum mönnum. Alþýða
íslands hefir jafnan sótt sér
þrótt og styrk í sögur sínar. Þar
átti hún sér fyrirmýndir, sem
gáfu henni þrek í raunum og
þor í hættum. Þegar annað
brást treindi fólkið lífstrú sína
og lífsvon á sögunum um hetjur,
sem báru allt með æðrulausri
karlmennsku og brugðu sér
hvorki við sár né bana. Þær fyr-
irmyndir björguðu þjóðinni. Og
enn þarf fyrirmyndir. Ég veit
ekki hvort þes'si þjóð hefir nokk-
urn tíma haft meiri þörf
en nú á fyrirmyndarmönnum,
sem víssu hvað þeir vildu og
gengu þá leið, sem köllun þeirra-.
benti þeim. Þess vegna eiga
bækur Einars Jónssonar svo
brýnt erindi til æsku landsins.
Þær eru heimild um fyrirmynd,
sem æskan þarf. Maður átti sér
köllun, þjónaði henni með frá-
bærri staðfestu, færði miklar
fórnir og sigraði.
Einar segir sögu sína drengi-
lega. Það leynir sér ekki að hann
vill bera mönnum gott. Þó finnst
það, að honum hefir fallið mjög
misjafnt við menn, eins og öll-
um. En það, sem honum finnst
lakara, reynir hann að nefna
ekki fremur en nauðsyn sög- .
unnar krefur og sleppir þá oft
(Framhald á 5. siðu)
%