Tíminn - 16.03.1945, Síða 3

Tíminn - 16.03.1945, Síða 3
21. blað TÍMIM, föstodagimn 16. marz 1945 3 H e r m a n n Jó n a s s o n Kollsteypustefnan er fordæmd Hvernig er nýja stefnan? . Þinginu hefir nýlega verið slitið. Fyrri hluti þess er eitt merkasta þing í sögu okkar — seinni hlutinn eitt hið ómerk- asta. Þg.ð, sem einkenndi öll vinnu- brögð á Alþingi frá því í haust og fram á seinasta dag, var það hve forysta stjórnarinnar í störfum þingsins var óákveðin og reikul, vinnubrögðin fálm- andi og langdregin. Ljósast dæmi þessara fálmkenndu vinnubragða eru þingstörfin eftir áramót. Það tók um tvo mánuði að afgreiða tvö mál: Launalögin og veltuskattinn. Ástæður þessa eru auðsæar. Ég hefi áður vakið athygli á þeim. Stjórnarkreppan, sem ríkt hefir í landinu undanfarið, var ekki læknuð með stjórnarmynd- uninni síðastliðið haust. Þrír flokkar komu sér saman um að setja sex menn í ráðherrastóla — en þeir komu sér ekki saman um stjórnarstefnuna til úr- lausnar. . Ástæðan til stjórnarkrepp- unnar undanfarin ár var sú, að flokkarnir gátu ekki komið sér saman um hvaða stefnu skyldi taka í dýrtíðar- og fjármálum, eftir að óstjórnin 1942 hafði tvöfaldað dýrtíðina og komið fjármálunum úr jafnvægi. Vegna þessa ósamkomulags var fyrrverandi stjórn skipuð af. þáverandi ríkisstjóra og sö'kum þessa ósamkomulags var sú stjórn gerð óstarfhæf. Engum kom til hugar að mynda stjórn án þess að viðunandi samkomu- lag meiri hluta þings næðist um dýrtfðar- og fjármálin — grund- völlinn undir sérhverri stjórn- arstefnu. — Þegar stjórnin var mynduð síðastliðið haust, álitu flestir, að samkomulag um þessi atriði hefðu að sjálfsögðu náðst. Stjórnarkreppu- og stefnuleys- istímabilinu væri því lokið. Landsmenn fögnuðu þessu. — En þetta var misskilningur. — Stjórn var mynduð með þeim undarlega hætti að ganga fram- hjá því að leysa það mál, sem fyrst og fremst var skylda henn- ar að leysa. — Fyrverandi stjórn varð óstarf- hæf vegna þess að hún hafði ekki að baki sér þingmeirihluta til að framfylgja ákveðinni stefnu í dýrtíðar- og fjármálum. Á þessu varð raunverulega engin breyting við myndun nú- verandi stjórnar, þótt reynt væri að láta lítá svo út og fá lands- menn til að trúa, með því að spila „plötuna“ í útvarpið hvað eftir annað. Sú breyting, sem varð við til- komu núverandi stjórnar, er sú fyrst og fremst að eyðsla ríkis- sjóðs hefir stóraukizt sökum margháttaðra krafna frá stjórn- arflokkunum vegna þess að þeir hafa nú ráðherra í ríkisstjórn- inni. Núverandi stjórn stefnir því ekki út úr ógöngunum, * heldur lengra inn í sjálfhelduna. II. Af þessum ástæðum hlutu vinnubrögð þingsins að verða með þeim ósköpum, sem reynd sýnir. í samþykktum seinni hluta þessa þings og lögum, þingsins, sem eyðslusamast hef- ir verið, örlar ekki á neinu stóru framfaramáli. — Framfaramál- um var yfirleitt vísað frá. Það liggur nú ljóst fyrir, að „platan“ var réttnefni. Um ný- sköpun eru stjórnarsinnar hætt- ir að ræða, — nema hvað það heyrðist frá fjármálaráðherran- um að hún væri ekki fram- kvæmanleg, nema breytt yrði um fjármálastefnu. % En muna menn nú fyrstu dag- ana eftir að „platan“ var spiluð fyrir landsfólkið? Traustsyfirlýsingum rigndi yfir stjórnina vegna fjármála- stefnu hennar óg loforða um nýsköpun. — En síðan stjórnin fór að starfa hafa henni ekki borizt neinar traustsyfirlýsingar svo vitað sé. Og hvað er nú orð- ið um þessa stefnu stjórnar- innar? Það undarlega hefir skeð í ís- lenzka stjórnmálaheiminum, að ríkisstjórn vill ekki kannast við sína eigin stefnu. í stað þess að verja „plötuna", í stað þess að berjast með nokkrum mann- dómi fyrir þeirri stefnu, sem stjórnin hefir fengið traustsyf- irlýsingar fyrir, er nú byrjað að beygja skeifur og sagt að stefn- an, sem stjórnin fylgir, sé alls ekki stefna stjórnarinnar, held- ur einhver bannsett stefna, sem komin sé frá fyrverandi jstjórn. Núverandi stjórn neitar alveg að meðganga króann. — Og þessi stefna, sem áður var svo dýrðleg, þegar hún birtist í „plötunni“, að samþykktar voru um hana fjölda traustsyfirlýs- ingar, — hún er nú á máli sjálfra stjórnarblaðanna „fordæmd stefna“. Þetta er þá orðið úr stefnu stjómarinnar, allri dýrðinni,sem birt var landslýðnum á „plötu“ og að því er ýmsum virtist ekki alveg yfirlætislaust. En varnaraðferðir stjórnar- innar eru um fleira með undar- legum hætti. III. Það kemur naumast svo út blað í stjórnarherbúðunum, að ekki sé þar útmálað, hvílík úr- hrök þeir menn séu, sem eru í stjórnarandstöðunni. Er þessu oft'lýst mjög átakanlega. En viti menn. Svo undarlega bregður við, að þá sjaldan stjórnarblöðin reyna að verja stefnu stjórnarinnar er það gert með þvi að reyna að telja lands- mönnum trú um að stjórnar- andstaðan hafi verið stjórninni sammála. Eitt síðasta dæmið eru launa- lögin. Vegna þess að Bernharð Stefánsson bar fram frumvarp- ið til launalaga, ásamt þing- mönnum úr öðrum flokkum, telja stjórnarsinnar Framsókn- arflokkinn meðábyrgan um af- greiðslu málsins. Þessar fjarstæður eru fram bornar þótt fyrir liggi að málið var flutt af Bernharð Stefáns- syni að áskyldum rétti til að flytja breytingatillögur og láta það skera úr um fylgi við frum- varpið, hvort þær tillögur yrðu samþykktar. — Þegar frum- varpið, eins og það var í byrj-un, var lagt fyrir fjárhagsnefnd efri deildar tók Pétur Magnús- son, þá formaður nefndarinnar, frumvarpið, kastaði því úr hendi á borð út í horni og kvað ekki koma til mála að samþykkja það, — ríkið hefði engin efni á því. Pétur hefir nú tekið við launalögunum til fram- kvæmda; útgjöld samkvæmt þeim eru miklu hærri en í frumvarpinu. Framsóknarmenn gerðu þrjár •megin atrennur að því í þing- inu að fá frumvarpinu ger- breytt til bóta. Það var ekki við það komandi. Það var allt fellt, en frumvárpinu breytt og út- gjöld samkvæmt því stórhækk- uð. Og alltaf fækkaði við hverja atkvæðagreiðslu þingmönnum stjórnarliðsins, sem þorðu að fylgja málinu. En það var þó afgreitt, því stjórnin hafði lofað því skriflega, til að fá stuðning jafnaðarmanna og kommúnista. Og nú er það vörn stjórnar- liðsins, að Bernharð Stefánsson hafi flutt málið—- Framsóknar- flokkurinn sé meðábyrgur um afgreiðslu launamálsins! Varnir stjórnarinnar fyrir fjármálastefnunni eru af sama toga spunnar. Þær eru allar í þeim dúr að nudda sér utan í stj'órnarandstöðuna og reyna að fá menn til að trúa því, að fjár- málastefna ríkísstjórnarinnar sé í samræmi við skoðanir stjórnarandstöðunnar. Þessi fjármálastefna sé að vísu for- dæmd stefna, það hafi fjár- málaráðherrann sýnt með rök- um á Alþingi. En hún sé frá fyrrverandi stjórn. Manni skilst, að þetta og því- líkt skjóti nokkuð skökku við það, sem sagt var, er „platan“ var spiluð. Þá var, ef ég man rétt, talið að nú væri brotið blað, nú væri gerbreytt um stef-nu frá því, sem verið hefði hjá hinni „ráðlausu" forseta- stjórn. IV. Ég bendi á þessar varnarað- ferðir, sem eru með endemum. Ég hygg, að visu, að þær blekki fáa. En þegar á þær er bent og þær krufðar til mergjar, ættu þær að geta opnað augu manna fyrir því, hvernig þeir voru blekktir með „plötunni". Sér- staklega ætti þetta fáum að geta dulizt, þegar jafnhliða eru at- huguð verk síðasta þings. Þeir, sem fylgjast með því, sem gerðist síðastliðið haust, vita, að f jármálastefnan er mörkuð af núverandi ríkisstjórn svo sem að líkum fer. Það voru Sjálfstæðismenn í tólf-manna-nefndinni (sem stóð í samningum um stjórnarmynd- un), er fóru þess á leit, að bændur gæfu eftir 9.4% af sex- manna-nefndar-verðinu. Gegn því átti að koma, að kaup yrði ekki hækkað, dýrtíð stöðvuð og síðan byrjað að færa niður. Við Framsóknarmenn vórum fylgjandi þessari stefnu, og Sjálfstæðismenn og blöð þeirra fylgdu henni einnig fast til loka septembermánaðar 1944. Seinasta blaðið, sem kom kom út af Morgunblaðinu fyrir prentaraverkfallið, er hófst 1. október s. 1., fordæmdi þær kauphækkanir („samræming- arnar“ svonefndu), sem Alþýðu- sambandið hafði farið fram á. En í byrjun október tók Sjálf- stæðisflokkurinn „kollsteyp- una“, notaði verðlækkun bænda, en gekk inn á kauphækkun og hækkun á launum embættis- manna, sem hefir í för með sé£ launahækkun hjá starfsmönn- um bæja og verzlunarmönnum. Af því leiða. svo margskonar aðrar hækkanir. Hefir nú geng- ið yfir landið, vegna kollsteypu- stefnunnar, sem tekin var í byrjun október, kauphækkun- aralda, sem ekki á neinn sinn líka nema kaupskrúfuna 1942, og hefir brátt sínar afleiðingar. Brynjólfur Bjarnason hældist um yfir því í umræðum á Al- þingi fyrir nokkru síðan, að kauphækkanir væru nú orðnar meirl og almennari en þær, sem Morgunblaðið hefði I septem- bermánuði síðastliðnum talið fordæmanlegar og útilokað að ganga inn á. Þegar meiri hluti Sjálfstæð- isflokksins tók þessa kollsteypu- stefnu, skyldu leiðir milli hans og okkar Framsóknarmanna og Sjálfstæðisflokkurinn sleit að nokkru leyti af sér fimm af sínum þingmönnum. Staðhæf- ingar þeirrar tegundar, að Framsóknarflokkurinn hafi ver- ið samþykkur þessari koll- steypu, er því miklu fremur efni í öfugmælavísu en blaðagrein. En það vakna óneitanlega grunsemdir um það, að eitthvað meira en lítið sé bogið við þá stjórnarstefnu, sem kappkostað er að klína á stjórnarandstöð- una. Og sennilega á sllk mál- færsla sér fá fordæmi. V. En rétt er að gera sér ljóst, hvað bak við þessa blekkingu býr. Með því að spila „plötuna“ síðastl. haust var leikinn ná- kvæmlega sami leikurinn og vorið 1942. Vorið 1942 voru menn, meðan verið var að mynda stjórnina, róaðir með því að segja þeim nægilega oft, að gerðardómslög- in yrðu framkvæmd. Þeim var einnig oft sagt, að dýrtíðinni yrði alveg áreiðanlega haldið' í skefjum. Þegar kauphækkanir byrjuðu, var fyrst sagt eins og nú, að það væri stjórnarandstöðunnar sök; hún hefði æst verkamenn til verkfalla. En þegar stjórnin loksins, eft- ir tvöföldun dýrtíðarinnar, hrökklaðist frá völdum, sagði forsætisráðherrann, að þetta væri ofur eðlilegt, þetta væri svo sem ekki sín sök, sitt hlut- verk hefði verið að breyta kjör- dæmaskipunínni, hann hefði orðið að kaupa fylgi kommúnista því verði að gera ekki neinn á- greining í stærri málum, sízt í dýrtíðarmálunum. Kommún- istum hefði fyrirfram verið fengið sjálfdæmi í skæruhern- aðinum og dýrtíðarmálunum. Þegar stjórnin hafði farið frá, var að nýju byrjað að predika um lækkun dýrtíðar og því var haldið áfram þar til í lok sept- ember s. 1. Nú er þetta haft þannig, að spiluð er platan og þar stendur, að Vinnuveitendafélag íslands og Alþýðusambandið hafi komið sér saman um að tryggja vinnu- friðinn. Ágætt, hugsuðu flestir. Verk- föllunum verður þá aflétt. Kauphækkanir verða engar. En rétt á eftir notar ríkisstjórnin prentsmiðju ríkisins, Gutenberg, til þess að knýja fram kaup- hækkanir. Sögu þessa máls þekkja allir. Yfirlýsingin um vinnufriðinn var aðeins blekk- I, ing, sams konar og yfirlýsing- arnar 1942, um að dýrtíðinni yrði haldið niðri. Og athugið nú hvað hefir gerzt á fáum mánuðum. Fyrst eftir stjórnarmyndunina halda for- vígismenn Sjálfstæðisflokksins því fram, að stefnan, sem birt var á plötunni, sé tvímælalaust rétt og framkvæmanleg. Með nýsköpun atvinnulífsins þoli framleiðslan að greiða það kaup, sem nú er greitt og jafn- vel hærra. Ef framleiðendur fá- ist ekki til að leggja í nýsköpun, skuli peningarnir sóttir inn í rottuholurnar til þeirra. Næsta stigið er það, að haldið er fram, að þessi stjórnarstefna sé tilraun. Ef að því kæmi þrátt fyrir nýsköpun, að framleiðslan stöðvist, þá muni verkalýðurinn eftir að tilraunin hafi mistek- izt, verða fús til að lækka kaup- ið. Og nú er komið þriðja stigið. Stefnan er alls ekki stefna nú- verandi stjórnar — hún er frá fyrri stjórn. Þetta er nú orðin „fordæmd stefna“, sem ekki kemur til nokkurra mála að halda áfram. Aðalatriðið sé að finna rétta stefnu, áður en næstu fjárlög verða afgreidd. Hins vegar segist stjórnin ekki vera tilbúin til að segja, hvernig þessi stefna eigi að verða. Það er þó tvennt, sem fjár- málaráðhprrann hefir sagt við- komandi nýju stefnunni.í fyrsta lagi, að sköttum verður aflétt; veltuskattur ekki lagður á nema í þetta eina skipti. í annan stað er látið í það skína, að ekki verði greiddar útflutningsupp- bætur á landbúnaðarvörur og þær ekki borgaðar niður. En ekki verður séð með hverju móti f jármálaráðherr- ann hugsar sér að framkvæma þetta, án þess að það hafi þau áhrif á dýrtíðarvísitölu, er hefði aivarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluna. Við skulum því athuga á hverju byggist það verð, sem nú er á landbúnaðar- vörum. VI. Verð á landbúnaðarvörum er ákveðið af sex-manna-nefnd- inni 1943. Samkvæmt sex-manna-nefnd- ar-álitinu eða dýrtíðarlögunum, tók ríkissjóður aldrei neína á- byrgð á því verðlagi, sem sex- manna-nefndin taldi bændur (Framhald á 6. síBu) Guðni Þórðarson, blaðamaður: Minníngar um Guðmund Hjaltason — Kona hans segir !rá — Flestlr miðaldra menn á íslandi minnast ennþá fyrir- lestra Guðmundar heitins Hjaltasonar, enda var hann einn af snjöllustu ræðumönnum, sem þjóð vor hefir eignazt fyrr og síðar. Guðmundur ferðaðist um nokkurt skeið á vegum ungmennafélaga um landið og flutti erindi, er bæði voru fróðleg og skemmtilega flutt. Á seinni árum hefir lítið verið ritað um líf hans og störf og má það furðu gegna, svo merkileg og viðburðarík sem ævi hans var. Ekkja Guðmundar Hjaltasonar, Hólmfríður Björns- dóttir, er ennþá lifandi við góða heilsu og á heima á Grett- isgötu 35 í Reykjavík. Hún varð 75 ára 24. febrúar síðastl. og notaði tíðindamaður blaðsins þá tækifærið og heim- sótti hana. Hún rifjaði við það tækifæri upp ýmsar gaml- ar minningar, sem skrifaðar voru niður, ef lesendur Tím- ans kynnu að hafa gaman af að lesa þær. Þær eru aðal- lega frá árunum erlendis. Guðmundur Hjaltason fæddist að Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum 17. júlí 1853 og dó úr spönsku veikinni 1918, ’ÍTalið hefir borizt að því, að Guðmundur þótti þegar á ung- lingsárum óvenju gáfaður pilt- ur, og mig langaði þvl til að fá að vita, hvernig það atvikaðist, að hann var settur til mennta. ------Þegar Guðmundur var um tvítugt, var hann styrktur til utanfarar og náms af Jóni Jónssyni landritara og nokkrum bændum á Seltjarnarnesi. Fór hann í Vonheimsskólann í Nor- egi, en þá var þar skólastjóri Kristófer Bruun, prestur og rit- höfundur. Hann var víðfrægur maður.gæddur miklum gáfum og eldheitum áhuga hugsjóna- mannsins. Bruun var vakninga- maður og boðberi Grundtvigs- stefnunnar í Noregi. Það var mikilsvirði fyrir hinn unga, ómótaða en gáfaða íslend- ing að verða fyrir áhrifum frá slíkum vakningamanni sem Hólmfríður Björnsdóttir I • Kristófer Bruun var. Áhrifin frá þessum norska alþýðufræðara komu lika þrátt í ljós hjá Guð- mundi. 1 — Var hann lengi í lýðháskól- anum í Vonheim? 1 — Hann var þar tvo vetur, en ferðaðist um á sumrin og flutti erindi um ísland og íslenzka menningu. — Já, það hefir snemma sýnt sig, hvað í drengnum bjó. Var það á Vonheimsárunum, sem hann kynntist Björnson fyrst? — Já, Björnson fluttl fyrir- lestra við Vonheimsskólann, þegar Guðmundur var þar, og fékk þessi mikli skáldjöfur strax mikið álit á unglingnum ís- lenzka. Hann þóttist sjá, að það mundi búa mikið í honum. Björnson bauð Guðmundi á Guðmundur Hjaltason heimili sitt, og varð hann þar daglegur gestur og notfærði sér dyggilega hið mikla bókasafn skáldsins, því að Björnson vildi, að honum yrði sem mest úr skólaveru sinni 1 Vonheim. Það er óvíst, hvort Guðmundur hefði nokkurn tíma orðið slíkur sem hann varð, ef hann hefði ekki hitt Björnson á leið sinni. En þó vildi hann ekki, að Guð- mundur yrði alþýðukennari, fannst að með því myndu gáfur hans ekki njóta sín eins vel og ef hann nyti æðri menntunar. Björnson bauðst til að styrkja Guðmund til háskólanáms, en hann vildi ekki þiggja það boð af einhverjum ástæðum, sem mér eru ókunnar. — Hvernig ætli hugur Björn- sons hafi verið til íslendinga? Hann hafði víst einhver kynni af íslenzkum málum, að því er sagt er. — Já, það getur verið, en ég held samt, að hann hafi ekki haft þau kynni af íslendingum sem skyldi. Svo mikið er víst, að Björnson talaði yfirleitt illa um íslendinga, þótti þeir vera fullir af prettum og lygum. Slíkt tal gat Guðmundur ekki þolað, og þess vegna rifust þeir Björnson oft eins og kettir um ísland og íslendinga. Guðmundi var svo annt um föðurlandið og vildi í hvívetna halda heiðri þess á loft. Þrátt fyrir þetta þótti Guð- mundi vænt um Björnson, og vinátta þeirra var alltaf jafn traust, hún entist þeim báðum til æviloka. — Það er fróðlegt að heyra meira um kynni þessara tveggja fulltrúa norrænnar menningar? — Björnson hlotnaðist það, að verða heimsfrægt skáld, en Guðmundur hlaut aðeins hylli einnar litillar þjóðar. Ef til vill hefði honum líka geta hlotnazt heimsfrægð, ef hann hefði ver- ið barn fjölmennari þjóðar. En það er önnur saga, sem við skul- um ekki eyða tímanum í að ræða að þessu sinni. — En kynntist Guðmundur ekki fleiri af andans mönnum Noregs? — Jú, hann heimsótti til dæmis Ibsen, þegar hann var á fyrirlestraferð í Guðbrands- dalnum. Hann tók Guðmundi vel, gaf honum nytsamar bækur og spáði vel fyrir þessum fram- sækna og dugmikla unglingi. Annars var Ibsen ákaflega þurr og drembinn við alla. Hann gerði

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.