Tíminn - 16.03.1945, Page 7

Tíminn - 16.03.1945, Page 7
21. blaS TÍMINN, föstndaglim 16. marz 194S 7 Gum-Grípper, Minning’ 100 ára endur- reisnar Alþingis Blaðinu hefir borizt svo- hljóðandi greinargcrð frá for- seta sameinaðs Alþingis: Hinn 8. marz 1943 var í sam- einuðu Alþingi minnst „endur- reisnar" Alþingis íslendinga, en þá voru liðin eitt hundrað ár frá því, að út var gefin konung- leg tilskipun um þetta (sem sé 8. marz 1843), og skyldi Alþingi koma saman sem ráðgjafarþing 1. júlí 1845. Kom þá og þingið saman, eins og kunnugt er, í sal Latínuskólans nýja, sem nú er hátíðasalur Menntaskólans í Reykjavík. í minningu þessa var í fyrsta lagi ákvarðað 1943, að nefnd skyldi skipuð til þess að láta fullgera „sögu Alþingis", og er þessi nefnd nú starfandi og mun slík saga . verða skráð út árið 1944; í öðru lagi er gert ráð fyrir, að Alþingi gangist fyr- ir nokkurum ’hátíðahöldum ein- mitt hinn 1. júlí í ár, m. a. með þinghaldi í sjálfum Mennta- skólasalnum. í þessu skyni var ákveðið af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar, að láta fara fram viðeigandi aðgerð á hátíðasaln- um, enda skyldi honum komið í sem 'líkast horf því, sem hann var í öndverðu, og framvegis eigi notaður nema við hin hátíð- legustu tækifæri. Húsameistari ríkisins vinnur nú að þessu í samráði við rektor Menntaskól- ans og forseta sameinaðs Al- þingis. Þess er að geta, að á- minnstur salur var um hríð eftir 1845 samkomustaður Alþingis og hlaut ódauðlega frægð af hin- um nafnkunna þjóðfundi 1851. Af því fundarhaldi er nú einn af kunnustu listamönnum landsins að fullgera stórt mál- verk, er mun gera þessa atburði enn minnisstæðari en áður. En að því er snertir hið til- ætlaða þinghald 1. júlí n. k., þá er nú svo komið, að ekkert getur af því orðið. Að öðru leyti verð- ur haldið áfram með hinar aðr- ar framkvæmdir, sem getið var, að Alþingi hefði áformað. Má og vera, að þessa viðburðar í sögu Alþingis verði fírekar minnst, er þingið kemur saman væntanlega síðla sumars á þessu ári. nýtt amerískt efni, lagfærir falskar tennur, sem tolla illa eða særa góminn. Berist á á þrlggja mánaða fresti. Einfalt og þægilegt. Leiðarvísir á lslenzku. Tólf króna túba endist heilt ár. Sendum um land allt. Seyðisfjarðar Apótek. Þér skuluð lesa þessa bók. ■f Bandarikin Bókin fjallar um hina miklu og voldugu þjóð 1 vestrinu. Baráttu framgjarnra manna til að geta lifað lifinu frjálsir og jafnir, sem óhikað hafa fórnað öllu fyrir frelsi og mannréttindi. Bókin hefir komið út á flestum tungu- málum heims, og alls staðar verið talin hin merkasta. enda rituð af einum frægasta rithöfundi Bandaríkjanna, Stephen Vincent Benét, sem nýlega er látinn. Af bók þessari geta íslendingar mikið lært, ekkl sízt i sambandi við verndun lýðræðisins og framtíðardrauma þjóðarinnar. Verður því hver fróðari eftir en áður vlð lestur þessarar bókar. Itandaríkiii Sásl nú hjá bóksölum Erlcnt yflrllt. Möðruvallaskóli brcinmr (Framhald af 2. síöu) honum, og hve vel þeir full- nægja hinum settu skilyrðum. Jafnaðarmannaflokkurinn, er hefir nú stjórnarforustuna í Belgíu, er annar stærsti flokkur landsins. Hann hefir jafnan starfað sem hófsamur umbóta- flokkur og átt í harðri baráttu við kommúnista. Styrkur hans liggur ekki sízt í því, að hann hefir verið í nánu samstarfi við samvinnufélagsskapinn þar í landi. Á víðavangi (Framhald af 2. siðu) sem horfið hefir, hafði ástæðu til að fyrirfara sér eða að minsta kosti benda allar líkur til þess, að Jieir hafi gripið til þess örþrifaráðs". Slík fullyrðing er' vitanlega alveg út í bláinn, enda vafa- laust sprottin af því einu,- að blaðið hefir viljað koma sér vel við lögregluna, vegna fréttaöfÞ unar, en lögreglan hafði orðið fyrir ómaklegu aðkasti Alþýðu- blaðsins fyrir það, að eigi hgfir upplýzt um þessi mannhvörf. En vissulega er henni minna en enginn greiði gerður með slík- um málflutningi, þar sem menn munu líka freistast til að halda, að þessar upplýsingar séu frá henni komnar. Harmur þess fólks, sem misst hefir ástvini sína með dular- fullum hætti, er vissulega nógu mikill, þótt ekki sé aukið á hann með órökstuddum blaðafullyrð- ingum um, að þeir hafi haft á- stæðu til að fyrirfara sér. Slík framkoma er vissulega sorp- blaðeinennska á hæsta stigi og mætti mikið vera, ef lögin veittu ekki vernd gegn jafn einstæð- um níðingsskap. Geta engir svindlað nema bændur? Þess var nýlega getið i Tíman- um, að smjörráðstafanir stjórn- arinnar gætu hæglega leitt til þeirrar svindlstarfsemi, að ameríska smjörið yrði keypt við lága verðinu og síðan selt aftur sem íslenzkt smjör með háa verðinu. Mbl. hefir nýlega birt þá at- hugasemd við þetta, að Tíminn sé hér að brigzla bændum um svindlstarfsemi. Mbl. virðist þannig ekki koma til hugar, að neinir aðrir menn í þessu landi geti fengizt við svindlstarfsemi en bændur. Svo mikil er and- úð þess gegn bændastéttinni, að það getur ekki hugsað sér svindlstarfsemi í sambandi við aðra en bændastéttina Morgunblaðið hefir hér af- hjúpað hugarfar sitt til bænda- stéttarinnar á þann hátt, að því mun vafalaust veitt verð- skulduð athygli í sveitum lands- ins. Útbrelðið Tírnaun! (Framhald af 5. síðu) Um skeið þótti mikil hætta á, að eldurinn læsti sig í hús Stefáns, ef vindstaða breyttist. Var snjó hlaðið að því horni þess, sem næst var eldinum, og sömuleiðis að gafli leikfimihúss- ins. En norðankul var, og það hélzt. Einnig var norðurgafl skólahússins svo nærri íbúðar- húsi Stefáns, . að af því gat hætta stafað, ef hann félli í þá átt. En svo varð ekki. Tjón af eldinum varð mikið, auk sjálfrar byggingarinnar. Einkum fórst þar mikið af bók- um, sem skólameistari og kenn- arar áttu, auk nokkurs af bóka- kosti skólans, og dýrmæt hand- rit, sem Ólafur Davíðsson hafði undir höndum, sum eign hans, önnur lánsgripir. Það vitnaðist aldrei, hver upptök eldurinn átti. Líkleg- ast þótti þó, að kviknað hefði út frá ofnpípu uppi á efsta loft- inu. Svo mikið var víst, að það- an breiddist hann út. Nóttina eftir brunann voru fjórir piltar látnir vaka yfir rústunum, því að enn var mik- ill eldur í þeim, og aðfaranótt mánudagsins vöktu tveir. Um hádegi á mánudag rauk enn úr þeim, en mjög var þá tekið að minnka um eldsneytið. Eins og gefur að skilja, urðu það hin mestu vandræði að koma piltunum og öðru fólki, er húsnæðislaust varð á staðn- um, í einhvern dvalarstað. En ekki þótti annað fært en að gefa piltunum, sem voru að ljúka námi, kost á því að taka próf. Varð það því úr, að þeir hreiðruðu um sig.á kirkj ulofti. En kaldsöm mun sú vist hafa verið, enda voru stórhríðar og grimmdarfrost hina næstu daga. Veiktust jafnvel sumir, og voru þá þeir, er veikbyggðir þóttu, fluttir í hús Stefáns til dvalar þar. Þannig lauk sögu Möðruvalla- skólans. Hann var ekki endur- reistur á sama stað. Arftaki hans var gagnfræðaskólinn á Akur- eyri, síðar menntaskóli Norður- lands. Rödd iTlfúðarinnar (Framhald af 4. síðu) 1 hvað sízt þakkir skilið fyrir sinn mikla skerf, sem þeir hafa lagt fram, til þess að tengiliður ung- mennafélaganna, U. M. F. í., megi verða sem styrkust stoð í sameiginlegri baráttu allra ung- mennafélaga fyrir hugsjóna- málum íslenzkrar æsku. U. M. F. í. mun því hér eftir, sem hing- að til, velja til forustu þá menn, sem það ber mest traust til, án tillits til þess, hvar þeir eru bú- settir á landinu eða hverjar stjórnmálaskoðanir þeir aðhyll- ast. Allir sannir ungmennafélagar munu láta það lítt á sig fá, þótt blaðasnápar í höfuðstað lands- ins geri sér það til dundurs að Guðrún A. Símonarson Sópran S0NGSKEMMTUN í Gamla Bíó næstjiomandi þriðjudag, 20. marz, kl. liy3 síðdegis. Þórarinn Guðniundsson, Fritz Wcisshappel ofí Þórhallur Árnason aðstoða. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar og Hljóðfærahúsinu. Byfigingarsamvinnufélai/ Reyhjjavíkur Húsíði Hríngbraut 208 er til sölu. Félagsmenn hafa forkaupsrétt samkvæmt félagslögunum. Þeir, sem hafa í hyggju að kaupa húsið, sendi stjórn félagsins skriflega umsókn fyrir 18. marz n. k. Nánari upplýsingar gefur gjaldkeri félagsins, Elías Halldórs- son, skrifstofustjóri í Fiskiveiðasjóði íslands. — Sími 1072. STJÓRNIN. J árniðnaðar próf Þeir nemar, sem ekki hafa enn skilað umsóknum og skilríkjum varðandi próf í járniðnaði; eirsmíði, járn- smíði (eldsmíði), málmsteypu, rennismíði, plötu- og ketil- smíði, vélvirkjun og auk þess mótasmíði, skili þeim fyrir 17. þ. m. til undirritaðs. Prófið hefst fyrri hluta næsta mánaðar. Ásgeir Signrðsson, . ‘ m forstjóri Landssmiðjunnar. Jörð tíl ábúðar eða sölu Jörðin Reykjar II í Mjóafirði Suður-Múlasýslu, er laus til á- búðar í næstu fardögum. Sala gæti komið til greina. Allar upplýsingar hjá undirrituðum Hans G. Wium, Mjóafirði og Gisla G. Wiuin, Yestmannaeyjum. skrifa lymskublandna grein um núverandi sambandsstjórn. — Ungmennafélagar þekkja alla þá mætu menn, sem skipa sam- bandsstjórnina og ómerkileg blaðagrein mun ekki spilla því trausti, sem ungmennafélagar bera til þeirra. Þeir hafa sýnt fullkominn áhuga fyrir hugsjón- um ungmennafélagana og verð- skulda virðingu og traust allra þeirra, sem meta störf og stefnu „vormanna íslands“„ Ólafur H. Guðmundsson. Beztu alúðarþakkir minar flyt ég hér með öllum þeim fjœr og ncer, sem bæði með mjög rausnarlegum gjöfum og á annan hátt réttu mér hjálparhönd í vetur, þegar bœrinn mínn var brunninn og við hjónín stóðum slypp á vetrarhjarninu. — Guð launi ykkur öllum af ríkidómi sinnar náðar, þegar ykkur liggur mest á. MAGNÚS GUÐJÓNSSON, Grafarkoti Tilkynning Hárgreiðslustofau L IIV D E S, 0 Tjarnargötu 11, tilkynnir, að Auður I. Vigfúsdóttir hefir keypt að hálfu hárgreiðslustofuna. Hér eftir verður stofunni stjórnað af Auði I. Vlgfúsdóttur. Virðingarfyllst. F. h. dánarbús Önnu Karlsdóttur. Karl Einarsson. K A U P U M tóinar flöskur móttaka í Nýborgf Til sölu á sama stað ódýrír trékassar r ASengisverzlun ríkisíns. Nokkrar byggingarlóðir verða mældar út til leigu nú í vor á þessum stöðum: 1) í Kleppsholti, neðan við Efstasund. . 2) Við Hraunteig, Kirkjuteig og fleiri fyrirhugaða vegi vestan Reykjavegar. 3) í Norðurmýri, sunnan Miklubrautar. Þeir, sem óska að koma til greina við úthlutun lóð- anna, geta fengið nánari upplýsingar hjá Þór Sand- holt arkitekt, bæj arverkfræðingaskrifstofunni, aðeins fyrir hádegi virka daga. Fyrirspurnum er ekki unnt að svara á öðrum tímum. Umsóknarfrestur um lóðirnar til loka marzmánaðar. BÆJARYERKFRÆÐHVGIJR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.