Tíminn - 29.06.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.06.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstndajginn 29. júní 1945 48. blað Föstudayur 29. júní 56 bitlingar Það var eitt af loforðum ríkis- stjórnarinar, þegar hún kom til valda, að fækkað skyldi nefnd- um og bitlingum. Þetta hefir verið efnt með því að bæta við eítirtöldum nefndum: 1. Nýbyggingaráff skipaff fjór- um mönnum. 2. Nefnd til aff selja setuliffs- bifreiffar skipuff þremur mönn- um. Fyrir voru þó tvær nefndir, sem önnuðust kaup og sölu setu- Iiffseigna. 3. Þjóffleikhúsnefnd skipuff þremur mönnum. 4. Þjóðminjasafnsnefnd skip- uff þremur mönnum. 5. Byggingarnefnd Kennara- skólans skipuff þremur mönn- um. 6. Byggingarnefnd sfldarverk- smiffja skipuð fjórum mönnum. 7. Nefnd til aff endurskoða lögin um rannsóknardeild Há- skólans skipuff fimm mönnum. 8. Nefnd til aff undirbúa lög um alþýffutryggingar skipuff tveimur mönnum, en tillögur hennar fara síffan til fimm manna nefndar, er var fyrir frá gamalli tíff. 9. Nefnd til aff sjá um vernd- un Hrafnseyrar skipuff þremur mönnum. 10. Nefnd til aff annast síldar- sölu í Svíþjóff skipuff þremur mönnum. Rétt áffur hafffi þó önnur nefnd veriff í Svíþjóff til aff semja um síldarsöluna. 11. Nefnd til aff fylgjast meff smíði Svíþjóffarbátanna skipuff tveimur mönnum. 12. Nefnd til aff skoffa togara í Ameríku skipuff þremur mönn- um. 13. Nefnd til aff kynnast skipa- smíffum í Bretlandi skipuff þremur mönnum. 14. Nefnd til aff rannsaka þörf fyrir vísindamenn skipuff fimm mönnum. Þetta var eitt af verk- efnum nýbyggingaráffs. 15. Byggingarnefnd Mennta- skólans í Reykjavík skipuff 3 mönnum. 16. Affstoðarnefnd í stjórnar- skrármáliff skipuff átta mönn- um. Hér eru taldar ekki færri en sextán nefndir skipaðar 56 mönnum, er stjórnin hefir ung- að út á hinni skammvinnu valdatíð sinni. Er þó næsta lík- legt, að nefndirnir séu orðnar fleiri, því að yfirleitt fréttist ekki af þeim fyrr en seint og síðar meir. Undantekningarlaust má segja, að nefndir þessar séu óþarfar, þar sem fyrir voru til aðilar, sem gátu unnið störf þeirra, eða nægilegt var að fela það einum manni. Þjóðin getur vel dæmt af þessu, hve mikið má marka lof- orð stjórnarinnar. Hún getur líka séð á þessu, hvers konar fjársukk og spilling er í uppsigl- ingu, ef ekki er gripið tafarlaust i taumana. Fordæmi lýðræð* íspjóda Fyrir íslendinga er athyglis- vert að rifja upp sambúð stjórn- málaflokkanna á stríðsárunum í þeim löndum Evrópu, þar sem lýðræði hélt jafnan velli. Þessi lönd eru Bretland og Svíþjóð. Næstum allan stríðstímann voru þjóðstjórnir í þessum löndum. Stjórnmálamenri þess- ara landa töldu hyggilegast að leggja til hliðar stærri ágrein- ingsmál og sameinast um að verja þjóðina ytri hættum með- an styrjöldin stæði yfir. Jafn- framt kappkostuðu þeir að verj- ast dýrtíð og verðbólgu, sem jafnan hafa einkennt stríðstíma áður fyrr. Hvorutveggja hefir heppnast ágætlega. Hinum ytri hættum hefir verið afstýrt. Dýrtíðinni hefir verið haldið í skefjum. Atvinnuvegir þessara landa eiga því glæsilegan vöxt og viðgang fyrir höndum. Stjórnmálamönnum þessara landa var það jafnan Ijóst, að samstarfið, sem var á stríðsár- unum, myndi ekki geta haldið áfram, þegar styrjöldinni væri lokið. Róttækir flokkar og ERLENT YFIRLIT Nýja þjóðabandalagið Forsetakjöriff. Forsprakkar Sjálfstæðisflokks- ins leggja nú mikla stund á þann áróður, að þeir hafi ekki sýnt Svelni Björnssyni forseta neina mótspyrnu í forsetakjör- inu í fyrra. Þeir, sem ósvífnastir eru, reyna jafnvel að koma þeim rógsögum á loft, að það hafi verið Framsóknarmenn, sem skiluðu auðu seðlunum. Það er því ekki úr vegi að rifja upp enn einu sinni stað- reyndirnar i þessu máli. Fyrv. ríkisstjórn sneri sér til þing- flokkanna með tilmælum um, að hún fengi vitneskju um af- stöðu þeirra í forsetakjörinu. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn svöruðu strax, að þeir myndu kjósa Svein Björnsson. Svar Sjálfstæðis- flokksins drógst hins vegar von úr viti. Ástæðan var sú, að þeir menn, sem voru reiðir Sveini Björnssyni fyrir frávikninguna á stjórn Ólafs Thors haustið 1942,- vildu fella hann frá kosn- ingu og var Sígurður Eggerz for- setaefni þeirra. Fékk Sigurður fleiri atkvæði en Sveinn, við prófatkvæðagreiðslu í flokkn- um, en Gísli Sveinsson, Pétur Magnússon og þó einkum ýmsir utanþingsmenn í Sjálfstæðis- flokknum, stóðu svo fast með Sveini, að meirihluti þingflokks- ins lét undan að lokum. Helm- ingur þingmanna flokksins undi samt svo illa þeim málalokum, að fimm þeirra skiluðu auðu, en fimm kusu Jón Sigurðsson. Með auðu seðlunum og kosn- ingu annars manns átti að und- irbúa baráttuna gegn Sveini á næsta ári. Vegna hins einróma þjóðarvilja var þó gefizt upp við þá fyrirætlun. Og þá byrjuðu íhaldsforkólfarnir að vanda að afneita sínum fyrri verkum og reyna að koma þeim á aðra. En þjóðin lætur ekki villa sér sýn með slíkum blekkingum. Hún mun aðeins áfellast enn þyngra þá menn, sem vildu úti- loka hæfasta manninn úr for- setasætinu vegna þess eins, að hann hafði með brýnum stjórn- araðgerðum sært persónulegan metnað þeirra haustið 1942. Mesti áróffursmaffur kommúnista. Ef greiða ætti atkvæði um það, hver væri mesti áróðursmaður kommúnista hérlendis, eins og sakir standa, mundi enginn ann- ar vera réttkjörinn en Ólafur Thors. Hann prédikar það jafnt í tíma og ótíma, að eina leiðin til að stjórna landinu sé að hafa samvinnu við kommúnista. Að öðrum kosti logi hér allt í verk- föllum og óeirðum og ómögulegt sé að stjóma. Með þessum sífellda áróðri eru kommúnistar auglýstir sem mestu valdamenn landsins, en allmargt manna hefir jafnan tilhneigingu til að lúta þeim, sem valdið hefir. Sjálfstæðismenn munu líka fá að sjá það í bæjarstjórnarkosn- ingunum næsta vetur, að þessi áróður Ólafs hefir ekki orðið áhrifalaus, þótt áveXtirnir verði ekki glæsilegir fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Og það verður ekki af Ólafi skafið að vel hefir hann launað ráðherratitilinn. Unir þjóðin slíku „lýffræffi“? Margt er nú talað um lýðræði, bæði hér og annars staðar. Al- menningi væri hins vegar holl- ara en að hlusta á öll þessi ræðu- höld að athuga hvernig því er nú komið hér á landi. Samkvæmt frásögn sjálfs forsætisráðherr- ans er því nú háttað á þennan veg: Ef kommúnistar eru óánægðir, stofna þeir til verk- falla og gera atvinnulífið óstarf- hæft. Þess vegna verða þeir að vera í stjórninni og fá að ráða. Forsætisráðherrann virðist una þessu „lýðræði“ prýðilega. En vill þjóðin una því? Vill hún una því, að lítill minnihluti geti með hótunum um ofbeldi gert það, sem honum sýnist, og kúgað meirihluta til hlýðni við sig? Og vill hún una þeim forsætis- ráðherra, sem beygir sig athuga- semdarlaust og ánægður fyrir slíku ofbeldi, ef hann fær að bera ráðherratitil? Afkvæmi vondrar samvizku. Einstaka sinnum er eins og Ólafur Thors finni til samvizku- bits út af samstarfinu við komm- únista. Þá er gripið til gamla söngsins, að eiginlega sé þetta allt Framsóknarmönnum að kenna. Hann hafi boðið þeim stjórnarsamvinnu, hvort heldur var undir forustu Sjálfstæðis- flokksins eða hlutlaus forsætis- ráðherra. En Framsóknarflokk- urinn hafi neitað þessu og þess vegna hafi hann hafnað í fangi kommúnista. Það, sem Ólafur gleymir allt- af í þessu sambandi, er að leggja sönnunargögnin á borðið, þ. e. tilboðin, sem hann þykist hafa gert Framsóknarflokknum.Þetta er eðlilegt. Heimild fyrir þessum tilboðum er hvergi til, því að þau voru aldrei gerð. Ólafur vissi, að hann gat ekki orðið forsæt- isráðherra, nema með aðstoð kommúnista, og-þess vegna lagði hann allt kapp á að semja við þá. Kommúnistar vissu líka, hvaða not þeir gátu haft af honum til að koma málum sín- um fram. Til samninga milli Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins kom því ekki. Sagan um tilboðin, sem Fram- sóknarflokknum áttu að hafa verið gerð, kom fyrst til sögunn- ar, þegar Sjálfstæðisforkólfarn- ir fundu hina sterku andúð framfaramenn myndu þá aftur hefja baráttu fyrir stefnumál- um sínum og íhaldsmenn myndu eínnig hefja baráttu fyrir af- námi ríkisafskipta, er beitt hefði verið á stríðsárunum. Þjóð- stjórnarsamstarfinu er nú líka lokið í þessum löndum. Fyrir Framsóknarmenn er al- veg sérstök ástæða til að rifja upp þá stjórnarsamvinnu, sem átt hefir sér stað í Svíþjóð og Bretlandi á stríðsárunum, því að þeir beittu sér fyrir nákvæmlega samskonar stjórnarsamvinnu hér. Þeim tókst líka að skapa hér slíka samvinnu fyrstu stríðsárin. Þeirri samvinnu má það vafalaust þakka, hve vel tókst lausn sjálfstæðismálsins og litlar deilur urðu um sam- búðina við Bandamenn. Meðan sú samvinna helzt, óx dýrtíðin ekki heldur tilfinnanlega. En ógæfa íslendinga var, aJS hér voru til stjórnmálamenn, sem vantaði þann þroska ensku og sænsku stjórnmálamannana að víkja deilumálum til hliðar með- an samstarfið ríkti. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins rufu sam- starfið til að geta hafið deilu um viðkvæmasta ágreiningsmál- ið, kjördæmamálið, og komu þar fram kákbreytingu, sem allir dæma óhæfa til frambúðar. Af- leiðingin varð sú, að dýrtíðinni var sleppt lausri. Verðbólgan hefir því magnazt svo gífurlega, að stöðvun atvinnuveganna er fyrirsjáanleg, ef ekki verður al- gerlega breytt um stefnu. Sök þeirra manna, sem bera ábyrgð á því, að ekki helzt hér sams konar stjórnarsamvinna á stríðsárunum og í Svíþjóð og Bretlandi, er vissulega mikil. Fyrir þá sundrungu þeirra verð- ur ekki bætt nú með marklausu glamri um þjóðareiningu, sem á að leyna mönnum fyrri verk þeirra. Enn síður verður bætt úr því með sífelldri hvatningu um samstarf við kommúnista um stjórnarstefnu, sem gerir aðeins illt vera. Vandamálin verða ekki leyst með yfirborðsvináttu stórgróðavaldsins og kommún- ista, sem byggt er á svipuðum heilindum og þýzk-rússneski vináttusáttmálinn. Það, sem þarf, er sem víðtækast samstarf þeirra manna, er vilja hefja fjárhagslega og atvinnulega viðreisn á grundvelli lýðræðis og frjáls framtaks einstaklinga og félagssamtaka. Framsóknar- menn, Alþýðuflokksmenn, frjáls lyndir Sjálfstæðismenn og utan- flokkamenn eiga að skipa sér í fylkingu, sem tryggir það, að fyrstu ár lýðveldisins íslenzka verði ár framfara og frelsis, en ekki ár glundroða, öngþveitis og óstjórnar. flokksmannana og gátu ekki búið til annan skárri „reyfara“ sér til afsökunar. Saga þessi er afkvæmi vondrar samvizku og ekkert annað. Kommúnistar og bankavextirinir. Kommúnistablaðið birti ný- lega mergjaða grein, þar sem Framsóknarfl. er skammaður fyrir, hve háir vextir séu á út- lánsfé bankanna. Það er ríkis- stjórnin, sem hefir það 1 hendi sér, hve háir bankavextirnir eru, og hitta því þessar skammir fyrst og fremst núverandi ríkis- stjórn, sem hefir látið þetta mál alveg afskiptalaust. Þótt Þjóð- viljinn eigni Frarosóknarflokkn- um margt misjafnt, verður að vænta þess í lengstu lög,að hann eigni honum ekki núv. ríkis- stjórn og þó allra sízt þá Bryn- jólf og Áka. Sparnaffur rfkis- stjórnarinnar. Úr Húnavatnssýslu er Tíman- um skrifað: Hinn nýbakaði fjár- málaráðherra, sem ýmsir kalla hinn nýja Pílatus, talar mikið um nauðsyn á sparnaði 1 ríkis- rekstri. Við Húnvetningar höfum orðið varir við þennan sparnað á þann hátt, að ríkið launar Hermann Þórarinsson, áem lögregluþjóm á Blönduósi, og greiðir honum rúm 18 þús. kr. í árslaun. Starfið er ekkert og maðurinn sást aldrei við lögregluþjónsstörf á síðastl. ári, nema á nokkrum samkom- um, þar sem ekki var þörf neins lögreglueftirlits. Eina samkom- an, sem óspektir urðu á, var flokkssamkoma sjálfstæðis- manna, en þar mun einn maður hafa verið bitinn svo, að hann var í sárum 1—2 vikur. Á þessu ári var svo stofnað sýsluskrifaraembætti með rífleg- um árslaunum, en ekki er séð að skrifstofufé Guðbrandar ís- bergs lækki að sama skapi. Þannig framkvæmir hin nýja stjórn samanfærslu ríkisgjald- anna. Geta má þess sjálfstæðis- mönnum til hugarhægðar, að báðir mennirnir eru þrautreynd- ir smalar Ísafoldar-Jóns, og sálnaveiðar munu eiga að vera eitt verkið, sem þeir vinna fyrir ríkislaunin. . ■ í| Síðastl. þriðjudag var sátt- máli hins nýja þjóðabandalags, sem stofnað er til að afstýra styrjöldum, undirritaður með mikilli viðhöfn á ráðstefnunni í San Francisco. Með því var gerð önnur stórfelldasta tilraun- in, sem reynd hefir verið til þessa dags, til varðveizlu frið- arins í heiminum. Hin tilraunin var Þjóðabandalagið, sem stofn- að var eftir seinustu styrjöld, og mistókst hörmulega, eins og ku'nnugt er. Sé gerður samanburður á lög- um hins nýja Þjóðabandalags og gamla Þjóðabandalagsins, verður munurinn vart talinn ýkjamikill. Lög nýja Þjóða- bandalagsins munu þó að því leyti talin fremri, að þau gera ráð fyrir sameiginlegum herafla eða alþjóðaher, og ætti það að g eta styrkt aðstöðu bandalags- ins undir ýmsum kringumstæð- um. Hins vegar verða þau að teljast lakari að því leyti, að mótatkvæði eins stórveldis í ör- yggisráðinu nægir til að gera það óályktunarfært, enda þótt allir hinir meðlimir þess séu sammála. Þrátt fyrir það, þótt menn sjái ýmsa vankanta á lögum og reglum hins nýja bandalags, eru þó langflestir þess f^sandi, að bandalagstilraunin verði aftur reynd. Menn vita líka, að lög og form eru ekki aðalatriðið, held- ur hitt, hvernig framkvæmdin tekst. Með bandalaginu er það tryggt, að ríkin ræðist við um ágreiningsmál sín og því ætti síáur að verða hætt við því, að þau einangrist og skiptist i andstæða hópa. Með tilliti til þessa verður að telja það stærstu yfirburði hins nýja bandalags fram yfir það gamla, að nú eru tvö voldugustu stór- veldin, Bandaríkin og Rússland, þátttakendur, en þau voru ekki í gamla bandalaginu. Bjartsýni manna á framtíð hins nýja Þjóðabandalags er vitanlega mismunandi. Þeir eru margir, sem láta sér nægja að telja það sjálfsagða tilraun. Dómar þeirra eru á svipaða leið og hjá Anthony Eden, er komst svo að orði í vetur, þegar rætt var um Krímarsáttmálann í brezka þinginu, að hefði ekki náðst samkomulag milli stór- veldanna, hefði vonin um frið á næstu árum jafnframt brostið, en samkomulag stórveldanna skapaði líkindi til þess, að frið- urinn væri alltaf tryggður næstu 25—50 árin. Ýmsir stjórnmála- menn hafa hins vegar tekið munninn fullan og talað um frið í 1000 ár, eins og Hitler gerði á mestu valdadögum sínum. Slíkt er vitanlega talað út í bláinn, því að núlifandi stjórnmálaleið- togar geta ekki ráðið nema litlu fram í tímann. Nýir menn taka við af þeim og um stefnu þeirra og vinnubrögð verður ekki spáð með neinni vissu. í þessu sambandi er vert að geta þess, sem oft er nú rætt í heimsblöðunum, að það getur orðið mjög örlagaríkt fyrir heimsfriðinn hver eftirmaður Stalins verður. Fréttaritarar í Moskvu telja, að ráðandi Tnenn Rússa skiptití mjög í tvo hópa. í öðrum hópnum eru menn, sem hafa litla trú á alþjóðlegri sam- vinnu og telja, að Rússar eigi ekki að hirða um annað en að efla sig sem mest, svo að þeir verði sem bezt búnir undir á- tök í framtíðinni. í hinum hópnum eru menn, sem eru ein- læglega fylgjandi alþjóðasam- vinnu. í fyrri hópnum eru sagð- ir menn eins og Zdanov, Andrey- ev, Shvernik og Beria, en Zda- nov og Andreyev þykja líkleg- astir til að keppa um sæti Stal- ins, er þar að kemur. í síðari hópnum eru menn eins og Lit- vinov, Maisky, Kaganovitch og aðrir eldri menn kommúnista- flokksins. Stalin og Molotov eru sagðir standa nokkurn veg- inn mitt á milli, en eins og stendur * ráða þeir mestu um þessi mál. Það er líka víst, að Rússar virðast hafa illar bifur á hinu nýja bandalagi. Fyrir þeim vak- ir bersýnilega fyrst og fremst að auka lönd sín og að tryggja i- tök sín sem bezt, bæði með bein- um afskiptum í nágrannalönd- unum og með áróðri kommún- istaflokkanna annars staðar. Þetta samrímist vitanlega illa bandalagshugmyndinni. Rússar settu líka það skilyrði, að eng- in ályktun yrði talin samþykkt í öryggisráðinu, ef eitt stórveldi væri á móti. En þótt Rússar fylgi (Framhald á 7. síðu) ZADD/R NA6RANNANNA í forustugrein Alþýðublaðsins 22. þ. m. er enn rætt um fréttaflutning út- varpsins. Segir þar á þessa leið: „Fréttaflutningur ríkisútvarpsins hefir lengi verið hugsandi mönnum undrunarefni, þótt hann hafi raun- ar sætt mun minni gagnrýni opin- berlega en tilefni hafa gefizt til. íslendingar hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum af starfsemi ríkisút- varpstns, en fréttaflutningur þess í seinni tíð vekur þó mesta furðu og gremju. Erlendum fréttum þess er þannig háttað, að ekki leikur á tveim tungiun, að þeir, sem um þær fjalla, geri sig seka um vísvit- andi og ítnekað'a hlu,tdrægni í starfi því, er þeim hefir verið til trúað. Engum dylst hverra erindi þeir menn reka, sem stjórna erlendum * fréttum ríklsútvarpsins. Þegar for- sætisráðherra Bretlands lætur orð falla í heimssögulegri ræðu, sem fela í sér gagnrýni á stefnu Rússa, er sá kafli ræðunnar felldur úr frásögn ríkisútvarpsins. En þegar herrarnir austur í Moskva hefja réttarhöld gegn fulltrúum lýðræðis- flokkanna í Póllandi, sem rússnesk stjórnarvöld höfðu boðið heim í ríki sitt til viðræðna og samninga um málefni lands þeirra, en varpað í fangelsi, þegar til Moskvu kom, fara ráðamenn ríkisútvarpsins öðru- vísi að. Þeir bregða fljótt við og flytja þjóðinni ræðu saksóknarans rússneska sem heilagan og sjálf- sagðan sannleik og nauðsynlegan boðskáp íslenjdingum til handa. Hins vegar stinga þeir undir stól umsögnum heimsfrægra blaða eins og „Times“ og „Daily Herald" um þennan svívirðilega skollaleik, sem til er efnt austur í Rússlandi og vera á lokatilraun Stalins og þjóna hans til þess að tryggja Lúblín- stjórninni völd og lífdaga. En til- kynningar pólsku stjórnarinnar 1 London, þar sem lýst er blekkingum og lygum Rússa í tilefni af réttar- höldunum í Moskva, er aðleins stuttlega getið og af lítilli ná- kvæmni." Alþýðublaðið segir enn fremur í sömu grein: „Hinar margvíslegu blekkingar og hin augljósa hlutdrægni, sem ein- kennir fréttaflutnig ríkisútvarpsins, er slík, að ríkisútvarpið virðist keppast við að ganga ekki skemmra í þessari iðju en Þjóðviljinn og önnur málgögn kommúnista, enda er skyldleikinn við þau öllum mönn- um auðsær. En um ríkisútvarpið gegnir þó öðru máli en Þjóðviljann. Ríkisútvarpið er ríkisstofnun og forráðamenn þess því ábyrgir gagn- vart ríkisstjórninni. Það er sameign allrar þjóðarinnar og á að haga störfum sínum samkvæmt óskum hennar og vilja og settum reglum um hlutleysi í fréttaflutningi, Þjóð- viljinn er hins vegar gefinn út af kommúnistum í þjónustu ráða- manna kommúnismans austur í Rússíá. Þjóðviljinn er gefinn út til þess eins, að koma á framfæri við íslendinga Rússaáróðri og kommúnistalygum. Ríkisútvarpið er hins vegar stofnað og starfrækt til þess, að veita þjóðinni fræðslu og menntun og ber að /brðast áróður og hlutdrægni. Þess vegna getur þjóðin ekki unað því, að keppni ríkisútvarpsins við Þjóðviljann um fulltingi við málstað kommúnista og Rússa haldi áfram lengur en orðið er. íslenzka þjóðin á skýlausan kröfu- rétt á því, að úr því verði skorið, hverjir bera hina raunverulegu ábyrgð á fréttaflutningi ríkisút- varpsins. Það virðist í meira lagi óliklegt, að ríkisstjórnin og núver- andi útvarpsráð sé samþykkt frétta- flutningi útvarpsins eins og honum er nú stjórnað. Og almenningi í landinu mun finnast tími til þess kominn, að vikapiltar kommúnista, sem starfa á vegum ríkisútvarpsins, verði sendir heim til föðurhúsanna. Þeirra starfssvið er herbúðir komm- únista og ritstjórn Þjóðviljans, en ekkl ríkisútvarpið." Vissulega er margt réttilega sagt í þessari grein Alþýtöublaðsins, en hitt er óþarfi hjá blaðinu að spyrja um það, hver ráði yfir útvarpinu. Það gerir Brynjólfur Bjamason og þarf því engan að undra, hvernig komið er. En hann og flokk hans er þó ekki eina að saka, heldur einnig þá forkólfa Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins, sem ráða því, að kommúnistar fara nú með einræði í menntamálum landsins. * * * í forustugrein Vísis 26. þ. m. er sagt, að flestum muni ljóst, að verðbólgan geti ekki haft nema illan endir. Síðan segir: „Sé þetta fyrirsjáanlegt, halda ýmsir því fram, að eðlilegt sé að gera ráðstafanir til úrbóta í tíma, þannig að dregið sé smátt og smátt úr verðþenslu og dýrtíð, svo að ekkl verði tilfinnanlegt fyrir fram- leiðendur eða launþega. Með því móti megi afstýra stöðvun atvinnu- veganna, ásamt þeim stórvægilegu tpuflunum, sem slíkri stöðvun hlýt- ur að vera samfara. Aðrir telja heillavænlegt, að fara að dæmi Suðurlandabúa, og vera ánægðir með hvað sem vinnst á hverju augnabliki, þótt í því felist engin lausn á vandanum, nema síður sé. Þessir menn gera sér þær vonir, að einhvern veginn muni rætast fram úr vandanum, eða þeir, sem með völdin fara, þegar þar að kemur, verði menn til að greiða fram úr flækjunni. í skjóli þessa eru svo gerðar ráðstafanir, ekki aðeins til að halda öngþveitinu við, heldur öllu frekar til að auka nokkuð á það.“ Öllu vægilegar verður stefnu Sjálf- stæðisflokksins tæpast lýst síðan for- kólfar hans tóku „kollsteypuna.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.