Tíminn - 29.06.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzkU tímarltlð um þfóðfélagsmál. REYKJÆVÍK Þeir, sem rilja kynna sér þjóðtélagsmál, inn- lend og átlend, þurfa að lesa Dagskrá. 29. JtiNÍ 1945 48. blað ? ANNÁLL TÍWAJVS ^ 25. júni, mánudagur: Simlaráðstefnan. Indland: í Simla kom sam- an ráðstefna forustmanna indversku stjórnmálaflokk- anna, til að ræða um hinar nýju tillögur Wavells varakon- ungs um stjórnskipun Indverja. Bretar boðuðu til fundarins. Ítalía: Kommúnistar efndu til allsherjarverkfalls í Trieste, til að mótmæla afvopnun skæru- sveita þeirra þar. 26. júní, þriðjudagur: \ýtí þjóðabandalag. Bandaríkin: Á ráðstefnunni í San Francisco var undirritaður sáttmáli um stofnun nýs Þjóða- bandalags af fulltrúum 50 þjóða. Ráðstefnunni var síðan slitið. Ítalía: Kommúnistar gáfust upp við að halda verkfallinu í Trieste áfram. 27. júní, miðvikudágur: Stettlnius hættir. Bandaríkin: Truman forseti tilkynnti, að Stettinius myndi bráðlega leggja niður starf ut- anríkismálaráðherra og verða fulltrúi Bandarikj anná í örygg- isráði Þjóðabandalagsins nýja. Enn er óvíst, hver verður utan- ríkismálaráðherra. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkj anna myndi sá maður verða forseti, ef Truman félli frá. Japan: Stjórnin birtir ýmsar tilkynningar í tilefni af því, að hún taldi líklegt, að innrás á Japanseyjar sjálfar væri yfir- vofandi. Svindlmál S. Árnason & Co. Sigurdur Krístínsson (Framhald af 1. síðu) nokkru öðru sambærilegu fyrir- tæki. Þessi mikla fórnfýsi, sam- vizkusemi, hógværð og prúð- mannleg festa hefir jafnvel meira en margir aðrir ágætir hæfileikar Sigurðar, gert hann að hinum dáða leiðsögumanni og húsbónda þeirra, sem með honum hafa starfað innan sam- vinnuhreyfingarinnar, og auk- ið tiltrú hennar og traust út á við. Það, sem hefir gert Sigurði kleift að rækja þannig starf sitt 1 þágu samvinnuhreyfingarinn- ar, er þó ekki aðeins hin með- fædda skýldurækni og fómfýsi, heldur brennheit trú á hugsjón samvinnustefnunnar. Sam- vinnuhreyfingin er honum hvort tveggja í senn: Úrræði til að skapa almenningi bætta fjár- hagslega aðstöðu og úrræði til að koma á réttlátari og bróður- legri sambúðarháttum en áður hafa tíðkast. Þessi trú hefir ver- ið Sigurði Kristinssyni eins og öllum beztu forvígismönnum samvinnuhreyfingarinnar, hinn mikli orkugjafi og hún hefir verið sú mikla undiralda, er lyft hefir samvinnuhreyfingunni hærra og hærra með hverjum áratug. Auk hins mikla starfs shis innan samvinnuhreyfingarinn- ar, hefir Sigurður tekið allmik- inn þátt í störfum Framsókn- arflokksins. Hann var formaður flokksins 1933—34 og hefir jafn- an átt sæti i miðstjórn flokksins og blaðstjórn Tímans. Um nokkurra mánaða skeið sumarið 1931 gegndi hann störfum at- vinnumálaráðherra. Gerði hann það fyrir þrámæli flokksmann- anna, þótt honum væri það óljúft að fara frá störfum í S. í. S., enda mun honum hafa ver- ið ljóst, að flokknum reið það á miklu. Þátttöku sína í starfi Framsóknarflokksins mun Sig- urður jafnan hafa byggt á þeirri sannfæringu, að samvinnu- hreyfingunni væri nauðsynlegt að eiga góða málsvara á hinum pólitíska vettvangi, þar sem iðu- lega var gert að henni hörðust hríð. Hann hefir líka reynzt þar, eins og innan samvinnuhreyf- ingarinnar, hinn áhugasami og fórnfúsi liðsmaður. Hefir enginn maður annar tekið á sig stærri fjárhagslegar byrðar til að vinna flokknum lið en hann. Sigurður er kvæntur Guð- laugu Hjörleifsdóttur, Einars- sonar prófasts, hinni mestu sæmdarkonu. Eiga þau tvo sonu og eina fósturdóttur. Sigurði Kristinssyni munu á þessum merkilegu tímamótum bérast þakkir fjölda manna og átaaðaróskir. Tíminn vill nota {ietta tækifæri til að færa hon- um þakkir fyrir margháttað og gott samstarf á liðnum árum og óska honum þess, að sú félags- hreyfing, er hann hefir svo drengilega og giftusamlega helg- að krafta sína, megi halda áfram að stykrjast og vaxa um ókomin ár. Dauðaslys í Borgaríirði Síðastl. þriðjudag varð það sorglega slys fyrir neðan Hreins- staði I Norðurárdal, að stór far- þegabifreið valt með þeim af- leiðingum, að kona sem í bif- reiðinni var beið bana. Hún hét Helga Aðalbjörg Ingimarsdóttir frá Þórshöfn. Helga heitin sat fram í hjá bifreiðarstjóranum, Björgvini Sigurbjörnssyni vélstjóra, sem var maður hennar og mun hún hafa kastazt út er bifreiðin valt. í bifreiðinni voru alls 9 farþegar, en aðra sakaði ekki að ráði. Bifreiðin var á leið norður og kom frá Reykjavík. Bifreiðin var herbifreið merkt Þ 76/ Áburðarverksmiðja Nýbyggingarráð hefir ráðið dr. Björn Jóhannesson efnafræð ing til þess að fara til Norður- landi og Englands til frekari at- hugunar á möguleigum til að reisa hér verksmiðju til, fram- leiðslu köfnunarefnisáburðar og mun hann nú á förum. Dr. Björn Jóhannesson lauk prófi við poly-tekniska skólann í Kaupmannahöfn -árið 1940. Hann stundaði síðán framhalds- nám í Bandaríkjunum í 3 % ár og varði doktorsritgerð sína við Cornell-háskólann þar. Forstjóraskipti (Framhald. af 1. slðu) kenndur ágætur starfsmað- ur og drengur hinn bezti. Munu þeir, sem til þekkja, hyggja gott til forstöðu hans hjá Mjólkur- samsölunni og ekki telja það sæti geta verið betur skipað, er Halldórs Eiríkssonar missir við. Eins og áður segir, hefir Hall- dór Eiríksson gegnt forstjóra- starfinu í rúm 10 ár. Undir for- ustu hans hefir Samsalan sigrað marga stórfelda byrjunarerfið- leika og sífellt eflzt og styrkst og er nú orðin eitt stærsta og traustasta samvinnufyrirtæki bænda. Munu allir þeir mörgu aðilar, sem Halldór hefir þannig unnið fyrir beint og óbeint, kunna honum beztu þakkir fyr- ir þetta starf hans. (Framhald af 1. síðu) vera meira en þrefalt meiri að verðmæti en upp hafði verið gefið, kom það nú einnig i ljós, að tollayfirvöldin höfðu sýnt hinum brotlegu fyrirtækjum þá sérstöku greiðvikni að lána þeim nokkurn hluta vörusendingar- innar, vafalaust í trausti þess, að slíkir menn sem formaður Nýbyggingarráðs og félagi hans, hefðu alla sína pappíra í stak- asta lagi. Það, sem faimst í tmmnnum. Þegar tollayfirvöldin voru að athuga vö”.ur þessar, kom það í ljós, að í umbúðunum voru ekki einungis spil, leikföng, sam- kvæmistöskur og ráptuðrur, heldur einnig álitlegur skjala- bunki. Við nánari athugun á honum kom í ljós, að þar voru ekki aðeins „faktúrur" til hins íslenzka fyrirtækis, heldur höfðu einnig slæðzt þar með nokkrir reikningar frá amerískum verzlunarfyrirtækjum til þess fyrirtækis, sem seldi vörurnar hingað. Sýndu þessir reikningar, að það fyrirtæki, sem mun heita „Northern Export Co.“, hafði leyft sér að leggja á vöruna allt upp í 100% af innkaupsverði þess. Northern Fxport Co. Þetta fyrirtæki mun vera skrásett sem amerískt fyrirtæki, en aðaleigendur munu vera ís- lendingar, sem dvelja eða eru búsettir í Ameríku. Hefir leikið grunur á þvi, að ýms íslenzk heildsölufyrirtæki hefðu sam- bönd við, eða hefðu beinlínis komið sér upp slíkum leppfyrir- tækjum, til þess að leggja á vör- una í Ameríku og senda heím með henni reikninga, er sýna hærra verð, en hið raunverulega innkaupsverð, þar sem ,Við- skiptaráð hefir neitað að taka gilda reikninga frá íslenzkum umboðsmönnum í Ameríku. Með þessari aðferð er allt verðlags- eftirlit Viðskiptaráðs gert að engu, með því að talið hefir ver- ið óframkvæmanlegt að ganga úr skugga um, hvort vörureikn Kennaraprófi í ísL firæðum Kennaraprófi í íslenzkum fræðum hafa lokið: Agnar Þórð- arson II. eink. betri (aðaleink, 9%), Ásgeir Blöndal Magnússon I. eink. aðaleink. 13x/ib), Halldór Jónsson I. eink. (aðaleink. 11%) Helgi J. Halldórsson I. eink. (að- aleink. ll* 2 3 * * * * * * * * * * * * * 17/24). Dr. Björn Jóhannesson er fyr- ir nokkru farinn með flugvél til Svíþjóðar. ingar frá fyrirtækjum skrásett- um í Ameríku, séu ófalsaðir. En heildsalamálin flest, sem nú bíða dóms, eru hins vegar risin af því, að íslenzkir umboðs- menn fyrirtækja hér, hafa lagt meira á vöruna en leyfilegt er samkvæmt reglum Viðskipta- ráðs, en það hefir leyft þeim að taka 5% umboðslaun. En í þessu sérstaka dæmi eru að verki menn, er leggja allt að 100% á vöruna fyrir sams konar ómak og hinir íslenzku umboðsmenn hafa. Má af þessu greinilega ráða að ekki muni öll kurl koma til graf- ar, þótt hin svokölluðu heild- salamál verði til lykta leidd. Frumreikniiigariiir fljúga til Ameríku. En sagan er ekki öll enn. Svo óheppilega vildi til, að þegar verðlagseftirlitið ætlaði að fara að rannsaka reikningana, sem slæddust upp úr tunnunum, voru þeir ekki lengur á sínum stað. Höfðu tollayfirvöldin lán- að hinu brotlega fyrirtæki reikn- ingana til athuguriar, en það hafði aftur lánað þá heildsala einum, sem hafði fengið flugferð til Ameríku á vegum hins opin- bera til að kaupa síldartunnur. Hafði hann af einhverjum ástæðum tekið reikningana með sér þangað. Eitthvað mun þó hafa skilað sér aftur af reikningum, svo ekki verður nauðsynlegt að gera út leiðangur til Ameríku til að hafa upp á þessum óvenjulegu_skjöl- um, ef einhverjum skyldi detta í hug að koma þeim á lands- skjaíasafnið til minningar um verzlunarhættina á fyrsta ári hins íslenzka lýðveldis.“ Við þessa frásögn Skutuls þarf ekki að bæta mörgum orðum.Al- menningi má vera ljóst af þess- ari frásögn, að hér er um hið stórfeldasta svindlmál að ræða. Almenningur mun áreiðanlega fylkja sér um þá kröfu, að mál- ið verð tafarlaust tekið til rann- sóknar að nýju og Jóhann Þ. Jósefsson víkji úr Nýbygginga- ráði meðan rannsóknin fer fram. Rikisstjórnin óttast .. (Framhald af 1. síðu) boðað til fundanna með þeim hætti. En því fer fjarri, að hún treysti sér til þess, heldur ætlar hún hverjum þingflokki jafn- langan ræðutíma á fundunum, en það er, að stjórnarflokkarnir fá þrefaldan ræðutíma á við stjórnarandstöðuna, enda þótt þeir ætli allir að boða eina og sömu stefnu á þessum fundum, stefnu ríkisstjórnarinnar. Hefir það áreiðanlega aldrei þekkzt áður í lýðfrjálsu landi, að stjórnarsinnar hafi boðað til funda með sérstökum hætti til að geta tryggt stjórnarstefnunni þrefaldan ræðutíma á við stjórnarandstöðustefnuna. Slíkt er fullkomið brot á öllum lýð- ræðislegum leikreglum og lýsir hinum mesta ótta við eigin mál- stað. Það sýnir og ennfremur kjarkleysi stjórnarsinna og trú- leysið á málstaðinn, að forðast er að boða til funda í þeim kjör- dæmum, þar sem stjórnarand- staðan innan Sjálfstæðisflokks- ins er sterkust, eins og t. d. í Borgarfjarðarsýslu, Rangár- vallasýslu, Dalasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu. Strax þegar kunnugt var um þessar fundarreglur stjórnar- sinna, sneri Framsóknarflokk- urínn sér til þeirra og benti þeim á þetta ranglæti og æskti þess, að haft yrði það fyrirkomulag fyrst umræðurnar ættu að snú- ast um ríkisstjórnina, að stjórn- arsinnar og stjórnarandstæð- ingar hefðu jafnan ræðutíma. Stjórnarsinnar sýndu enn á ný hræðslu sína með því að hafna þessu. Framsóknarmenn til- kynntu þá, að þeir myndu eigi að síður mæta á fundum stjórn- arinnar, þótt þeir ættu ekki að hafa nema % hluta ræðutím- ans. Kemur þar fr’am nokkuð önnur og öruggari trú á mál- staðinn en hjá stjórnarliðinu. Jafnframt þessu boðaði Fram sóknarflokkurinn til 7 nýrra funda, þar sem skorað var á stjórnarsinna að mæta með jöfnum ræðutíma. Verður það góður prófsteinn á kjark stjórn- arsinna, hvort þeir verða við þessari áskórun. Fundir Framsóknarflokksins verða á þessum stöðum: Berufirði í Reykhólasveit 30. júni kl. 4 e. h. Dalvík laugardaginn 30. júni kl. 8.30 e. h. Hrafnagili sunnudaginn 1. júlí kl. 3 e. h. Stórólfshvoli sunnudaginn 1 júlí kl. 3 e. h. Skagaströnd laugardaginn 7. júlí kl. 4 e. h. Hofsós laugardaginn 7. júlí kl. 4 e. h. Búðardal sunnudaginn 8. júlí kl. 3 e. h. Stjórnarsinnar munu hafa gert ráð fyrir, að stjórnarand- staðan myndi ekki mæta á fund um þeirra, ef henni væri aðeins boðinn % hluti ræðutímans, Þar'hafa þeir misreiknað sig, eins og oftar, því að stjórnar andstæðingar hafa annað álit á málstað sínum en þeir Stjórnarandstæðingar taka ekki aðeins þeirri „drengilegu" á- skorun, heldur hafa þeir skorað á stjórnarsinna að verja mál sín víðar og á heiðarlegri grundvelli Með hinum sameiginlegu fund- um sínum hafa stjórnarsinnar ætlað að reiða hátt til höggs, en oft verður lítið úr því högginu sem hátt er reitt. G A M L A BÍÓ v LISTAMAMALÍF (Show Business) Eddie Cantor, George Murphy, Joan Davis, Constance Moore. PRÉTTAMYND: Frá Berlín o. fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. N Ý J A B I Ó KÁTUR PILTUR Donald O’Connor, Peggy Byan. Sýnd kl. 7 og 9. Svarti svamirmn Sjórœningja-litmyndin fræga, með: Tyrone Power. Bönnuð börnum innan 14 éra. Sýnd kl. 5. Þeir gerðu garðinn frægan OG Dáðir vorn drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. f TJARNARBÍÓ «• AWRÍKI OG ÁSTIR (No Time for Love) Amerískur gamanleikur. Claudette Colbert, Pred MacMurray. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Gift eða ógift Gamanleikur í þremur þáttum eftir J. B. Priestley. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2. Siðasta sinn. r- ^^ Hjartans þökk fyrir sýnda viháttu og virðingu á sextíu og fimm ára afmœlísdegi minum. GUNNLAUGUR KRISTMUNDSSON sandgrœðslustjóri. Ú R B Æ N U M Veðreiðar fóru fram á skeiðvellinum við Elliða- ár síðastl. sunnudag. Gekkst Hesta- mannafélagið Fákur fyrir þeim. 19 hestar tóku þátt i kappreiðunum. Veður var mjög gott. Úrslit urðu sem hér segir: Skeið 250 metra: 1. Randver, eign Jóns 1 Varmadal, '24,2 sek., 2. Gletta, eign Vilborgar Guðmundsdótt- ur, 24,3 sek., 3. Þokki, eign Friðriks Hannessonar, 25,0 sek. í 300 metra stökki varð 1. Freyfaxi. eign Ólafs Þór- arinssonar, á 22,9 sek., 2. Geysir, eign Kristins Einarssonar, á 23,0 sek. 3. Hrímnir Jóhanns Guðmundssonar á 23,0 sek. 4. Jarpur, eign Happ- drættis Hestamannafélags Hafnar- fjarðar, á 23,2 sek. 350 metra stökk: 1. Kolbakur Jóhanns Guð- mundssonar á 25,5 sek. og er það nýtt met í stökki á þessari vegalengd. Gamla metið átti Drottning Þorgeirs í Gufu- nesi og var það 25,6, sett 6. júní 1938, 2. varð Ör eign h.f. Sprettur á 25,8 sek. 3. Kolbakur Ásbjörns Sigurjónssonar á 26,2 sek. 4. Hörður Finnboga Einars- sonar á 26,0 sek. Áhorfendur við þessar kappreiðar voru i færra lagi. Reykjavíkurmóti í knattspyrnu er nýlokið. Úrslit urðu þau, að knatt- spyrnufélagið Valur vann mótið og fékk 5 stig, K. R. fékk 3 stig, Fram og Víkingur 2 stig hvort. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman i hjóna- band af sr. Sigurbirni Einarssyni dósent, ungfrú Iris Vignir (ljósmynd- ara) og Guðmundur Hannesson ljós- myndari. Heimili þeirra er Mjóahllð 8. Trúlofun. sína hafa nýlega opinberað ungfrú Sigriður Þ. Magnúsdóttir Bræðraborg- arstíg 10A og Ólafur Guðmundsson Reykjavíkurveg 10, Hafnarfirði. Freyr mánaðarblað um landbúnað, 6. hefti þessa árgangs .er nýkomið út. Efni: Sveinn Jónsson: Andsvör og önnur sjónarmið. — Skýrsla um framkvæmd- ir á vegum vélasjóðs og verkfæranefnd- ar ríkisins 1944. — Páll Sveinsson: Nokkur orð um fr^mræslu. — Valdi- mar Þórðarson: Votheysverkun. — Bændamenningin. — P. Z.: Kýr og hross. — Dráttarvélanámskeið. — Kaupendur Freys. — Garðshorn. — Verðlag og viðskipti. Nýtt met í 200 m. hlaupi , setti Finnbjörn Þorvaldsson nýlega á innanfélagsmóti í. R. Hljóp hann á 23,0 sek. og er það einum tíunda úr sek. skemmri tími en met Sveins Ingvarssonar K. R. sett 1938. / Gullbrúðkaup áttu í gær hin þekktu hjón Margrét Jónsdóttir og Sigmundur Jónsson bóndi að Hamraendum i Breiðuvík á Snæ- fellsnesi. Verfflagsbrot. Nýlega hefir Kristinn Einarsson, klæðskeri, Hverfisgötu 59, verið 5ekt- aður fyrir brot á verðlagsákvæðunum. Sekt og ólöglegur hagnaður nam kr. 2,635,60. KnattSpyrnufélaginu Fram hefír nýlega verið úthlutað af bæjar- ráði landi til vallargerðar skammt frá Sjómannaskólanum á Vatnsgeym- ishæð. Hafa félagar úr Fram nú þegar byrjað að gera þarna æfingavöll. Sérleyfi til hvalveiffa hefir nýlega verið veitt Stephen Stephensen kaupmanni 'í Reykjavík, og er leyfíð bundið við 10 ár. Sérleyfið er bundið því skilyrði að veiðarnar hefjist á næstunni og ekki færrl en þrjú skip stundi þær. Ætlunin mun vera að stofna hlutafélag til þess að reka fyrirtækið og er sérleyfishafa heimilt að selja því leyfið. Ný Iögreglustöff. Lögreglustjóri hefir lagt til við bæjarráð að fyrirhugaðri lögreglustöð verði ætluð lóð á svæðinu milli Ing- ólfsstrætis, Sölvhólsgötu, Kalkofns- vegar og Arnarhóls. Bæjarráð hefir vísað erindinu til hafnarstjóra. Það er kunnugt að núverandi húsnæði lögreglunnar í Reykjavík er ófull- nægjandi og einnig er það mjög bagalegt hvað lóðln er lítil við lög- reglustöðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.