Tíminn - 29.06.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.06.1945, Blaðsíða 6
6 \IV, föstwdagtim 29. júní 1945 48. blað DÁNARMIMING: «Fón Adolfsson kaupmaðar Jón Adólfsson, kaupmaður á Stokkseyri, andaðist að heimili sínu, Móhúsum á Stokkseyri, 9. júní s. 1. eftir alllanga legu. Er þar til moldar genginn einn hinn mætasti og vinsælasti borgari Stokkseyxar. Jón Adólfsson var fæddur á' Stokkseyri 31. maí 1871, sonur Adólfs Adólfssonar útgerðar- manns, er var danskur að ætt- erni, og Ingveldar Ásgrímsdótt- ur verzlunarmanns Eyjólfssonar. Hann kvæntist 1901, eftirlifandi konu sinni, Þórdísi Bjarnadóttur organista Pálssonar frá Götu á Stokkseyri. Er hún systir Frið- riks Bjarnasonar tónskálds í Hafnarfirði. Ætt sú er rík af hljómlistagáfum, enda alkunn sökum yfirburða í þeim efnum. Þau eignuðust 4 börn og komust 3 upp, Bjarni, bankaritari í Reykjavík og tvær dætur, Ing- veldur, gift Guðjóni Jónssyni út- vegsbónda á Stokkseyri og Mar- grét, gift Hilmari Stefánssyni bankastjóra. Framan af ævi stundaði Jón sjómennsku. jVar hann formaður á Stokkseyri og þótti bæði afla- sæll og gætinn, en i slíkum veiðistöðum þarf margs að gæta, ef vel á að fara. Síðar hóf hann verzlunarrekstur á Stokks- eyri og jafnframt búskap í Mó- húsum. Var hvorttveggja rekið með einstakri vandvirkni og snyrtimennsku, og naut hann í verzlunarstörfunum jafnt sem annars staðar trausts og álits. Þegar aldur færðist yfir hann og heilsan tók að bila fyrir nokkrum árum, seldi hann Kaupfélagi Árnesinga verzlun sína, er gerði hana að útibúi sínu á Stokkseyri, en sjálfur á Stokkseyri starfaði hann þar enn um stund. Var honum áreiðanlega ljúft, að fyrirtæki það, sem hann hafði Jón Adólfsson stofnað og rekið, af mikilli sam- vizkusemi um langa hríð, skyldi verða undirstaðan að stofnun til almennings heilla um ókomin ár. Jón Adólfsson var maður hlé- draégur og hélt sér hvergi fram til mannvirðinga, en meðfædd- ar gáfur hans og mannkostir skiþuðu honum í fremstu röð meðal samborgaranna. Hann var lengi hreppsnefndarmaður og oddviti hreppsnefndarinnar um langt skeið. Mörgum öðrum trúnaðarstörfum gengdi hann fyrir sveit sína og reyndist jafn- an hinn drengilegasti í hverju starfi. Hann var maður prúður í framkomu, fríður og vel vax- inn. Verður hans lengi minnst, þar um slóðir. X. Bréfkafli úr Húnavatnssýslu Ágúst B. Jónsson bóndi á Hofi í Austur-Húnavatnssýslu, er margir þekkja af ferðum hans um landið, hefir þótt nokkuð laus í flokkum, og hefir oftast farið saman flokksafstaða hans og hágsmunavon. Þegar ' hann þurfti að fá kreppulán gekk hann í Bænda- flokkinn. Þegar Framsóknar- flokkurinn fór með völd 1934— 1939, færðist hann til Fram- $óknarflokksins, en þegar Sjálf- stæðisflokkurinn vann kjör- dæmamálið, og líklegt þótti, að hann myndi um skeið verða stærsti flokkur landsins, þá gerðist Ágúst skeleggur Sjálf- stæðismaður. Ferðast hann nú um landsbyggðina og lýsir fyrir mönnum, að úr stríðslokum muni hin íslenzka þjóð verða ný þjóð, og því verði hún að standa fast með kommúnistum og Ólafi Thors, ásamt hinum nýja Píla- tusi. Hin síðustu afrek Ágústs munu vera þau að skrifa nafn sitt undir grein, er rituð hefir verið sem varnargrein í gömlu kosn- ingamáli úr Svínavatnshreppi, og Ágúst þekkti aldrei neitt til, þar sem hann hefir ávallt dval- ið í allfjarlægri sveit, enda er varnarrit þetta tóm ósannindi. Einnig mun Ágúst, undir leið- sögu Jóns á Akri, hafa unnið manna mest að því, að fella Hannes Pálsson frá endurskoð- unarstarfi við Kaupfélag Hún- vetninga, en það þótti Jóni Pálmasyni svo merkur viðburð- ur, að hann skrifaði um það í' blöðin. í stað Hannesar Páls- sonar kusu þeir Hermann nokk- urn Þórarinsson, sem mun hafa það helzt til síns ágætis að vera gamall nazisti, og lítið eða ekk- ert verzlað við Kaupfélag Hún- vetninga. En reyndur er hann sem endurskoðandi að því að verða að gefaist upp við að finna hina réttu útkomu á reikningum Sláturfélags Aust- ur-Húnvetningaf og sem fjár- aflamaður fyrir það að hafa fengið greitt úr ríkissjóði árið 1944 röskar 18 þús. kr. fyrir að heita lögregluþjónn í Austur- Húnavatnssýslu. En enginn* Húnvetningur mun hafa orðið var við að þörf væri fyrir þetta starf, enda maðurinn unnið að allt öðrum störfum. í Húnaþingi gepgur Ágúst undir því nafni, eftir hið síð- asta afrek sitt, að vera kallaður írafelLs-Móri hinn nýi, og var um það kveðið á síðasta aðal- fundi K. H., eftir að hann hafði komið fram tilræði sínu við Hannes Pálsson: „Stundum getur það stefnt að bættum stipidar-hag, að Móri fylgir ýmsum ættum enn í dag“. En ólíklegt er talið, að Ágúst á Hofi fylgi ætt Jóns Pálma- sonar lengur en Sjálfstæðisfl. situr í stjórn. Próf við Háskóla íslands Eftirtfildjr menn hafa lokið embætt- isprófi fcið Háskóla íslands: Lögfræði: Bjöm Sveinbjörnsson I. eink. 211 stig, Gunnlaugur Þórðarson I. eink. 184 stig, Halldór Þorbjömsson I. eink. 211% stig, Kristinn Gunnars- son I eink. 184% stig, Óli Hermánnsson I. eink. 196 stig, Páll S. Fálsson I. eink. 181% st., Ragnar Þórðarson I. eink 208 stig, Sigurgeir Jónsson I. eink. 211 stig, Viggó Tryggvason II eink. 155 stig. Læknisfræði: Björn Guðbrandsson I. eink. 170% stig, Einar Th. Guðmunds- son II. eink. 129 stig, Ragnheiður Guð- mundsdóttir I. eink. 164 stig, Þorgeir Gestsson I. eink. 153% stig. Guðfræði: Geirþrúður H. Bernhöft I. eink. 129% stig, Guðmundur Sveins- son I. eink. 160 stig, Lárus Halldórsson I. eink. 128 stig, Leó Júlíusson I. eink. 145 stig. Viðskiptafræþi: Gunnar Hjörvar I. eink. 252 stig, Gunnar Vagnsson I. eink. 312 stig, Hjörtur Pétursson I. eink. 270% stig, Kristinn Gunnarsson I. eink. 291% stig, Magnús Þorleifsson II, 1. eink. 202% stig, Stefán Nikulás- son II, 1- eink. 228 stig. B.-A. prófi hafa nýlega lokið við Háskóla íslands: Andrés Ásmundsson í þýzku, frönsku og ensku, HaUa Bergs í ensku, frönsku og heimspeki og Teodoras Bieliackinas í íslenzku, frönsku og heimspeki. GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR.. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkr,öfu. Um stjórnarandstöðuna (Framhald af 3. síSu) þá kemur mér í hug hið förn- kveðna, að margur ætlar mann af sér. Ólafur Thors sagði í ræðu 31. desember 1940: „Af því er úr- lausnar bíður, verður hiklaust að telja í fremstu röð baráttuna við vaxandi dýrtíð. Er þess eng- inn kostur að kveða niður þann draug án þess einstaklingum og stéttum þyki á sinn hlut geng- ið. Mega þeir, er völdin hafa, eigi seilast til vinsælda í þvi máli, heldur hafa þann kostinn, sem skárstur er, og hika eigi við framkvæmdir, ef menn hafa sannfæringu“. -v Menn geta borið þetta sam- an við ýmislegt, sem nú heyrist úr sömu átt. , * * * Mér virðist það ekki alls kost- ar heppileg samlíking, þegar Ól- afur Thors líkir stjórnarmynd- un sinni við friðinn í Evrópu og sigurinn yfir veldi nazista. Mér finst hann ætti heldur að líkja henni við griðasamning Þjóð- verjú og Rússa 1939. Margt bend- ir til, að heilindin séu svipuð hér og þau voru þar. Stjórnar- blöðin hafa átt í deilum. Sam- starfsflokkunum er á víxl brugð- ið um nazisma og framkvæmdir ráðherra nefndar hneiksli. Tveir af talsmönnum stjórnarinnar hafa lýst því yfir opinberlega, að hálfur Alþýðuflokkurinn sé fjandsamlegur ríkisstjórninni. Þessir heimildarmenn mínir eru Einar Olgeirsson og Sigurður Bjarnason, ekki óáreiðanlegri menn en gengur og gerist á hinu pólitíska heimili Ólafs Thors. Hér er því ekki um þjóðarein- ingu að ræða. Innan þeirra flokka og flokksbrota, sem að stjórninni standa, er vopnaður friður og mikil tortryggni og auk þess er margt manna, sem fylgt hefir þessum flokkum, en vill engan hlut eiga að sam- starfinu um ríkisstjórnina. Þetta,er fyrirbæri, sem Ólafur Thors ætti að ræða við flokk sinn og þjóð. Og jafnframt ætti hann að hugleiða áminpjngar- orð Bjarna Benediktssonar, að ætla ekki stöðugt andstæðingum sínum allt hið versta og ein- göngu illan vilja. * * * Ófeigur telur sig ekki stjórn- arblað og deilir fast á ýmsa þá, sem að ríkisstjóminni standa. Jafnframt talar hann um nauð- syn á harðsnúnum stéttarsam- tökum bænda. Það er orð í tíma talað. Þegar samtök verkalýðs- ins eru orðin það sterk, að for- sætisráðherrann segir að verði að semja um stjórnarsamvinnu við foringja þeirra, svo að vinnu- friður haldist, án tillits til þess hvort þeir samningar eru æski- legir ed?a réttlátir, þá eiga aðrar stéttir ekki nema um eitt að velja. Það er að styrkja samtök sín, svo að þær geti líka boðið byrginn. Þannig er hægt að mynda mótvægi, sem fyrirbygg- ir stéttareinræði og leiðir til málamiðlunar og samvinnu. Alltaf þegar einhverjir hags- munahópar ætla að verða ríkis- valdinu ofjarlar, er það nauð- syn, að vald þeirra brotni á ein- hverju afli. Það getur farið svo, að nú verði stéttarsamtök bænda það vald, sem brýtur £hrif þeirra stjórnmálaforingja, sem stefna að stéttareinræði. En hvað sem um það er, verða bændur að efla einingu og samtök stéttárinnar, svo að þeir séu við öllu búnir. Ófeigur segist vilja vinna gegn núverandi ríkisstjórn og þeirri ævintýramennsku, sem okkur finnst einkennandi fyrir hana, og fylkja saman þeim dreifðu kröftum, sem vilja þjóð- lega umbótastjórn, er byggir atvinnulíf og fjármálalíf þjóð- arinnar á heilbrigðum grund- velli. Þetta er góður vilji og til- gangur. En það er áreiðanlega ekki heppilegt að vinna að þessu marki með því að flytja níð um Framsóknarflokkinn eins og rit- ið gerir. Bak við núverandi for- ingja Framsóknarmanna stóð flokksþingið í fyrra nær því ein- huga. Á því voru nálega 300 manns og bak við hvern þeirra stóð smærri eða stærri hópur áhugasamra flokksmanna víðs- vegar um landið. Það þýðir ekki neitt að auglýsa þetta fólk ómynduga aumingja í andlegum efnum. Þetta er fólk, sem að verulegu leyti hlýtur að vera kjarni þeirrar þjóðlegu hreyf- ingar, sem lyftist til jákvæðra framtaka og uppbyggingar. Að gera þetta fólk tortryggilegt og þá foringja, sem það hefir valið og treystir bezt, er ekki þjónusta við andstöðuhreyfingu gegn rík- isstjórninni. Það er þjónkun við Ólaf Thors. Ef sá málflutningur hefir nokkur áhrif eru þau öll á þann veg að sundra þeim, sem saman eiga að standa. Séum við óánægðir með nú- verandi ríkisstjórn skulum við ræða málefnin og skipa okkur saman. Við skulum byggja sam- starfið á málefnagrundvelli og standa saman um stefnuna og andann og láta svo hitt, sem er minna atriði 'ráðast, hverjir verða valdir til fremstu forystu í hvert sinn. Þesl skulum við gæta að láta hvorki glepjast af básúnublæstri stjórnarinnar um það, að hún sé og hljóti að vera tákn þjóðlegrar einingar né heldur þeim röddum í okkar hópi, sem hafa meiri áhuga fyr- ir persónulegu áliti einstakra manna en £tóru málunum, sem barizt er um. Halldór Kristjánsson. Farmall A Gætið þess að nota réttar smurningsolíur á vélarnar. Á mótorinn á að nota þykkt S. A. E. 30. Það samsvarar t. d. GARGOYLE MOBILOIL A, eða é ' / DOUBLE SHELL. í gírkassann á að nota þykkt S. A. E. 90. Það samsvarar t. d. GARGOYLE MOBILOIL C W, r eða SHELL G> P. 90. Samband ísl. samvinnufélaga Búnaðardeild. Sambané ísl. samvinnulélaga. SAMVINNUMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Ullarverksmiðjan Gefjun } framlelðir fyrsta flokks vörur. Spyr jið því jafnan f y r s t eftir • I , ■ t Geíjunarvörum þedar yðnr vantar nllarvörnr. Kanpumi tómar flöiknr Móttaka í Nýborg ! \ * Afengisverzlun ríkísíns Skinnaverksmiðjan Iðu nn framleiðir SÍJTUÐ SKITVT\ OG LEÐUR ennfremur hina landsknnnu I ð u n n a r s k ó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.