Tíminn - 29.06.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.06.1945, Blaðsíða 3
48. blað * TÍMmny, föstndaginn 29. jfnní 1945 3 HALLDÓR KRISTJANSSON; Um stjórnarandstöðuna Ólafur Thors hefir flutt marg- ar ræður undanfarið. Hann hef- ir talað á landsfundi Sjáfstæð- ismanna og þjóðhátíð^rdegi ís- lendinga og er það nýjast af þeim prédikunum hans, sem al- menningi eru kunnar. Hann hefir yfirleitt verið sjálfum sér samkvæmur í öllum ræðum sín- um frá því er hann myndaði stjórnina í haust. Þjóðin er því farin að þekkja þá kenningu og ástæðulitið að ræða hana til þrautar með því móti að endur- prenta margt úr henni. Aðal- kjarninn skal þá dreginn hér fram. Þjóðin var að glatast. Alþingi hafði tapað virðingu sinni og sæmd, svo að eftir voru slitur ein; Þjóðskipulagið riðaði á glötunarbarmi. Hér var upp- lausn og vandræði. Þá kom hann, Ólafur Thors, og myndaði stjórn. Og þar með var öllu borgið. Þá fékk Alþingi aftur virðingu sína og sæmd og þjóð- skipulagið stóð óhagganlegt á öruggum grunni. Þá fyrst gátu íslendingar glaðst af heilum huga yfir lýðveldisstofnuninni. Málefnum þjóðarinnar og fram- tíð var borgið. Föðurlandið var frelsað. í þjóðhátíðarræðunni líkti Ólafur Thors stjórnarmyndun sinni við þann atbúrð, að naz- isminn var sigraður og friður komst á í álfuhni.' Það voru tveir hinir miklu viðburðir á fyrsta áriúslenzka lýðveldisins. Svona básúnuhljómur er sterkur, — svo sterkur, að kjök- urhljóð Péturs Magnússonar, þegar hann er að tala um, „að útgjöld ríkissjóðs séu orðin hærri en undir verði risið til lengdar," og hér þurfi breyting- ar,er ekki verði gerðar sársauka- laust og við höfum dýrkeypta reynslu af að láta atvinnu- og fjármálalíf landsins komast í fullkomið öngþveiti, verður bara þægilegur undirómur, sem enginn tekur mark á. Ólafur Thors heldur áfram í ræðum sínum, þar sem það á við, og talar um stjórnarandstöðuna. Það erð þeir, sem eru á móti einingu þjóðarinnar. Þeim geng- ur ekki gott til. Rök þeirra eru svo ómerkileg, að þeim er ekki anzandi. Tilgangur þeirra er sá einn að skaða stjórnina og spilla fyrir þjóðinni. Og þetta stafar allt af því, að þeir fá ekki að ráða. Framsókn bregður við að vera ekki í stjórnaraðstöðu, og því er nú allt sem er. Þeim, sem hafa hlustað á þetta í allan vetur, hefir senni- lega þótt bragð að þjóðhátíðar- ræðu Bjarna Benediktssonar, þegar hann var að deila á það hugarfar, að ímynda sér altaf að andstæðingunum gengi illt til þess, sem þeir gerðu. Þar fékk þessi áróður ríkisstjórnarinnar þarfa áminningu úr réttum stað, en sennilega hefir Bjarni talað sér til óhelgi. Það hlýtur að vera ærin sök að deila á þann hátt við slíkt tækifæri á bar- áttuaðferð forsætisráðherra sins og talsmanna hans. * * * Ólafur Thors er ekki einn um þennan frelsissöng sinn, þó að hann sé forsöngvari og mesti raddmaðurinn. Hér er á ferðinni heil hljómsveit. Þar eru menn eins og félagi Björn, sem kom í útvarpið 1. maí og kallaði okk- ur stjórnarandstæðinga m. a. skemmdarverkamenn. Samkv. rússneskum lögum og landssið hefði þá verið rétt að taka okk- ur úr umferð út á það resept, en svo langt er ekki komið enn- þá hér á landi. Hljómsveitin verður enn að leika listir sínar nokkur ár, til þess að koma fram þeirri múgsefjun, sem til slíks þarf. En ræðumenn eins og Bjarni Benediktsson spilla al- veg áhrifum hljómkviðunnar dögum saman, með því að sýna fram á það, að hún sé byggð á hættulegu hugarfari og sprottin af sj úklegii sálarástandi. Meðal þeirra, sem taka þátt í hljómsveit Ólafs Thors, er ritið Ófeigur. Það rit er að sönnu lít- ið og mun ekki fara afarvíða. Þó eru hafðar sérstakar mætur á Ófeigi í hljómsveitinni og er hann einskonar heimilisprestur Ólafs Thors og notar hljóm- sveitarstjórinn gjallarhorn sín óspart til þess, að rödd hans heyrist sem víðast. Þáð er líka ákaflega hentugt, jafnframt því, sem stjórnarliðum er sagt að andstaðan sé bara einkafyr- irtæki, sem einhverjar „grínfi- gúrur“ stjórni, að fá sams konar vottorð frá einhverjum, sem ætla má að meira séu metn- ir en innsti hringur stjórnarliðs- ins. Ófeigur er nú nýkominn út, þrefaldur í roði. Þar er kröftug- lega tekið undir við Ólaf Thors um eðli stjórnarandstöðunnar. Hún á að vera þannig tilkomin, að þeir Hermann og Eysteinn lentu utan við ríkisstjórnina, vegna slysabyltu, og síðan og þess vegna eru þeir á móti því, sem þeir ella hefðu verið með. Flokksþing Framsóknarmanna í fyrra var.ekkert að marka, því að þangað var mönnum smalað með rógi og lygum, svo að það gaf algerlega ranga hugmynd um vilja flokksmannanna. Ég minnist ekki að hafa séð frá- leitara og öfgafyllra níð um nokkurt flokksþing, og man þó vel mosagreinar Sigurðar Kristj- ánssonar. En hvað er það, að vera óhreinn og sóðalegur hjá hinu, að vera dómgreindarlaus og andlega ósjálfbjarga? * * Það kann vel að vera, að Ól- afi Thors og hjálparsveitum hans þyki það snjallræði að gera stjórnarandstöðuna tortryggi- lega á þann hátt að telja mönn- um trú um, að þar sé allt sprott- ið af meinfúsri afbrýðisemi þeirra, er sjálfir vilji sitja í ráð- herrastólunum. Það væri gott fyrir Ólaf Thors, ef þessu yrði trúað og hægt væri að vísa um- ræðum frá á þeim grundvelli. Það eru sjálfsagt nokkrar líkur til þess, að einhverjir fáist til þess að trúa slíku á Hermann Jónasson og Eystein Jónsson. Annað eins hefir rógberum oft tekizt að telja fólki trú um. Og þó eru hér erfiðir þröskuldar á vegi trúgirninnar. Þar er sú staðreynd, að þessir menn settu alltaf ákveðin skilyrði fyrir þátttöku sinni í stjórn og þeir vildu aldrei kaupa stjórnarsæt- in því verði, að falla frá þessum skilyrðum. Ólafur Thors hefir harmað það sárlega í áheyrn alþjóðar, að þessir menn, sem hann og Ófeigur segja nú, að allt hafi viljað og vilji vinna fyr- ir metorðin, vildu ekki vera með í stjórnarmyndun hans. Það stóð því ekki á Ólafi að hleypa þeim inn í samstarfið. Ég veit því, að allir hinir greindari og gætnari menn sjá það, að hefði málefna- leg afstaða Hermanns og Ey- stein verið eins hreifanleg og afstaða Ólafs Thors, hefðu þeir ekki þurft að verða utangátta, þegar stjórnin var mynduð. Önnur villan er sú, að hér var ekki um neinar persónulegar samningagerðir við þessa tvo nafngreindu foringja Framsókn- arflokksins að ræða. Allar samn- ingaumleitanir fóru fram af flokksins hálfu, og þessir menn voru þar aldrei einir í samninga- nefnd. Engir tala um það, að aðrir þingmenn flokksins hafi gert kröfur um ráðherradóm sér til handa. Allir ættu að þekkja þau sögulegu sannindi og lögmál, að áhugaleysi í flokkn- um og skortur á hugsjónum og baráttumálum, vekur ríg milli manna, en stór ^tefnumál og þjónusta við þau sameinar og útilokar persónulegan meting og hégómlega árekstra. Eining Framsóknarflokksins, sem m. a. kom glöggt í ljós á flokksþing-- inu í fyrra, er sönnun þess, að þar fara menn, sem vita stefnu sína. Framsóknarflokkurinn er ekki einkafyrirtæki eða eign Hermanns Jónassonar og Ey- steins Jónssonar. Hann er lands- málasamtök dreifðra manna, sem hafa trú á þjóðerni sínu, persónulegu framtaki og sjálf- stæði á grundvelli þeirrar fé- lagshyggju og samvinnu, að eins líf sé annars líf. Meðan þetta dreifða, tápmikla og félagslynda fólk treystir þeim Hermanni og Eysteini bezt þeirra manna, sem til mála koma sem foringj- ar, felur það þeim forystu mála sinna, en lengur ekki. Framtíð- in mun sýna það, að vilji fólks- ins og smekkur hlýtur að ráða flokksforystunni. Ætli einhverj^- ir leiðtogar að teygja flokkinn eða leiða burtu frá lífsskoðun liðsmannanna,hafa þeir þar með misstigið sig út yfir vébönd sam- starfsins. Þeir verða því að koma aftur og beygja sig til þjónustu við lífsskoðun hinna smáu og dreifðu liðsmanna og leggja önnur sjónarmið til hliðar, hvort sem það eru persónulegir valdadraumar eða eitthvað ann- að. Geri þeir það ekki, hlýtur að skilja leiðir, hversu margt og mikið, sem fortíðin geymir. Þá er ekki spurt um persónuleg- Sá, sem er búinn að fá æfingu í pæktun ánamaðka með áður- greindum aðferðum, stígur næsta sporið og elur upp ána- maðka, í tréstokkum. ar tryggðir, væntumþykju eða neitt slíkt, sem menn rækja við kunningja sína í einkalífi. Stjórnmálin eru alvarleg bar- átta, og þar velja menn sér for- ingja málefnalega eftir viðhorf- um dagsins í dag. Ef um það er að ræða, að Ólafur Thors og talsmenn hans trúi því, að Framsóknarflokkurinn sé eign foringj a sinná og samningar um ríkisstjórn einkamál fáeinna manna, þá skjátlast þeim mjög. Það er þá engin von, að þeir skilji grundvöll samvinnuhreyf- ingarinnar og félagslegrar menningar. ❖ Hí Hí En jafnvel þó að Ólafur Thors og þeir kumpánar gætu nú talið ýmsum athugalitlum mönnum trú um það, að mennirnir, sem ekki vildu fara í stjórn, ef það kostaði þá að víkja frá því, sem þeir töldu rétt, séu stefnulaus- ari en kollsteypuráðherrarnir, er þó annað eftir erfiðara. Það þarf meira að gera til þess, að hægt sé að trúa því, að stjórnarand- staðan sé eingöngu sprottin af persónulegri beizkju stefnu- lausra manna, sem brá við að fá ekki að vera í stjórn'. Ólafi Thors stæði nær að gera flokksbræðrum sínum og lands- mönnum grein fyrir þvi, hvers vegna ein fjórði hluti af þing- flokki hans studdi ekki stjórn- ina. Hvers vegna eru sumir þingmenn í flokki Ólafs Thors ákveðnir stjórnarandstæðingar, eins og t. d. Pétur Ottesen, sem var kosinn í miðstjórn flokksins á landsfundinum um daginn, með öllum atkvæðum nema einu? Ekki gengur þeim til gremja og beiskja vegna þess, að þeir hafi hrakizt úr ráðherra- stólum? Sögur ganga um það, að ýmsir þessara þingmanna Sjálf- stæðisflokksins hafi átt kost á vegtyllum og virðingarstöðum, ef þeir vildu vera þægir og auðsveipir. Ekki veit ég þó sönnur á því. En ekki get ég var- izt því, að þegar Ólafur Thors og þeir félagar hans eru að tala um metorðagirnd og valda- græðgi, sem ráði afstöðu manna, (Framhald á 6. slðu) Hafi lánazt vel að rækta ána- maðka með þeim hætti, sem nú er lýst, er þriðja aðferðin tekin fyrir, en hún er sú Að ala upp ánamaðka í jarð gröfnum kössum. Hver stokkur er gerður úr ó- hefluðum fjölum, að lengd 44,5 cm., breidd 38 cm. og 16 cm. á dýpt. Minni kassa má einnig nota, t. d.' 27 cm. á lengd, 24 cm. á breidd og 16 cm. á dýpt. Þó að stærð kassanna sé lýst svo nákvæmlejja, er ekki þar með sagt, að ekki megi breyta út af henni, ef mönnum sýnist svo, en dýptin skyldi þó höfð hin sama. Á kassabotninn eru boruð 6 göt í tveimur röðum um 10,5 cm. frá hliðunum. Ofarlega á öðrum gaflinum er borað gat fyrir mjóa vatnsstöngu, sem notuð er til að vökva moldina. Þegar búið er að koma moldinni og ánamöðk- unum fyrir á sinn stað, er köss- unum staflað hverjum ofan á annan í tvær eða þrjár raðir. í stærri kassana má láta um 1000 maðka, án þess að þrengja að þeim til muna, og um 800 í þá minni. Varast skyldi, eins og fyr, að frost komist að þeim. Má segja, að sú aðferð sé loka- þátturinn í ánamaðkaeldinu. Aðferðir, sem að framan eru greindar, mega teljast sem æf- ing, eða undirbúningur undir stærra viðfangsefni, sem sé ánamaðkaeldi í stórum jarð- gröfnum kössum, þar sem hundruð þúsunda og miljónir af ánamöðkum eru ræktaðir. Kassarnir eru gerðir úr óhefl- uðum, grófum við. Hver kassi er hafður 47 cm. á dýpt, 94 cm. breiður og 156 cm. langur. Bika má kassana, ef vill, en með engu móti má nota kreósót. Lok er haft á hverjum kassa og látið falla vel að börmunum. Það er látið ná dálítið út fyrir þá, til þess að vatn renni út af því. Kassana á að grafa svo djúpt í jörð, að ekki standi meira upp ýr en 5—8 cm. Jarðvegurinn undir kössunum þarf að vera vel ræstur. Um hásumarið er breitt yfir kassana og þeim skýlt Guðmundur Davíðsson: I iii áDamaðkinn (Síðari grein) Enskt fræðslnrit um Island Það hefir jafnan verið viður- kennt, hve mikilsvert íslending- um væri, að útlendingar fengju rétta fræðslu um land og þjóð-. Fyrir nokkrum árum var því sett á fót sérstök stofnun, sem m. a. skyldi annast þessa starf- semi, Ferðaskrifstofa íslands. Þótt starfsemi þessi yrði ekki langlíf, stefndi hún samt í rétta átt, og verður vafalaust tekin upp í einni eða annarri mynd, þegar alþjóðleg skipti hefjast aftur með venjoilegum hætti. Þörfin verður þá enn brýnni en áður, þar sem ferðalög útlend- lnga hingað munu stóraukast og er nauðsynlegt að geta veitt þeim og öðrum, er þess kynnu að óska, sem réttasta fræðslu um landið og þjóðina. Eitt undirstöðuatriði slíkrar fræðslustarfsemi eru aðgengileg og áreiðanleg rit á erlenduip. tungumálum, þar sem dregnar eru saman þær upplýsingar um þjóðina og landið, sem útlend- ingar telja sig mestu varða. Það var því ástæða til að fagna því, er eitt merkast útgáfufyr- irtæki heimsins, Oxford Uni- versity Press, gaf út slík rit fyrir nokkrum árum. Nefndist það á ensku: Iceland Past and Present (ísland fyrr og nú) og var höfundur þess dr. Björn Þórðarson, þáv. lögmaður í Reykjavík, en þýðandi þess á enska tungu var Sir William Craigie, sem er maður víðfrægur fyrir fræðistörf sín. í riti þessu, sem var mjög stutt, var rakinn í höfuðdráttum saga þjóðarinn- ar, atvinnuhættir hennar og lýs- ing landsins. Hafði dr. Birni tekizt það sérstaklega vel að dnaga saman mikinn fróðleik, án þess þó að gera hann of þurran og strembinn, eins og oft vill verða i slíkum tilfellum. Fyrir þá, sem ekki þekkja höf- undinn, voru nöfn útgefandans og þýðandans næg trygging fyr- ir því, að ritið væri áreiðanlegt. Oxford University Press hefir gefið út fjölda þvílíkra smárita, sðm náð hafa mikilli útbreiðslu um allan heim, vegna þess hve áreiðanleg og handhæg þau Þykja. Dr. Björn Þórðarson. Fyrir skömmu síðan hefir verið gefin út önnur útgáfa þessa rits, og er hún aukin og endurbætt. Þar hefir m. a. verið bætt við glöggri frásögn af lýð- veldisstofnuninni. Fyrri útgáfan hafði hlotið mjög góða dóma, m. a. verið þrívegis getið í The Times, sem minnist þó fæstra bóka nema einu sinni. Telja má þó víst, að þessi síðari útgáfa muni líka enn betur en hin fyrri. Það er áreiðanlega óhætt að mæla með þessu riti við þá, sem þurfa að útvega erlendum mönnum heppilegt heimildarrit um fsland og íslendinga. Því efni verða vart gerð betri skil í stuttu máli,en ritið er ekki nema 48 bls. í frekar litlu broti. Nafn útgefandans 'og þýðandans er jafnframt trygging fyrir því, að útlendingar munu ekki líta á ritið sem verijulegan auglýsinga- pésa, heldur sem greinagott rit, er óhætt sé að treystá. vel yfir sólarhita. 24° á Celsíus og þaðan af meiri hiti í mold- inni er banvænn ánamöðkum. Um 3 cm. þykkt lag af góðu töðu| resi skyldi láta í botninn á ánamaðkakassanum. Sé það ekki við hendina, má nota í þess stað gamlan og grófan poka- striga og hafa hann tvöfaldan. Striginn dreifir rakanum úr moldinni og heldur honum í sér, en heyið þins vegar ágætt fóður fyrir makana, þegar það fúnar. Þegar búið er að koma mold og ánamaðkafóðri, er strigapoki skorinn sundur í 6 eða 8 parta og þeir síðan lagðir ofan á mold- ina. En strigalepparnir eru bleyttir vel áður og vökva má moldina í gegnum þá, þegar með þarf. Þegar búið er að fylla’ kass*na af feitri og rakri gróð- urmold, sem má vera dálítið leirborin og blönduð vel rotnuð- um jurtaleifum, eru látnir í hvern kassa 600—800 ána- maðkar og grasþaka eða lag af rotnuðum jurtablöðum, lagt of- an á moldina’ undir lokið, sem fóðurbirgðir handa möðkunum. í þurrviðri er nauðsynlegt að vökva moldina örlítið stöku sinnum. Mikið vatn er þó ána- möðkunum til óþæginda. Nauð- syn ber til þess að verja kassana fyrir frosti. Er það gert á þann veg, að hylja þá með þykku lagi af hálfrotnuðum húsdýraáburði eða sambreysking. Þó að ána- maðkar geti lifað lengi undir þessum kringumstæðum, er samt nauðsynlegt að fóðra þá stöku sinnum. Er áður getið um, hvers þeir þurfa helzt með, en þó skal nefna hér í viðbót nokkrar fóðurtegundir. Bezta ánamaðkafóður, sem menn þekkja, er karakúl-tað, en þess er nú ekki kostur hér á landi. Annað húsdýratað er einnig gott fóður, svo sem áburður undan alifuglum og kanínum. Bezt er að mylja þetta og blanda vel saman með dálitlu af mó- mold. Sé hún ekki við hendina má í hennar stað nota sag, en þó ekki rauðviðarsag, því að það drepur ánamaðka. Þá~ má gefa ánamöðkum feitt hakkað kjöt, kjötseyði og dálítið af sykri, sápuvatn og mjólk. Varast skyldi að fóðra ánamaðka með saltaðri fæðu. Sumir klína sírópsleðju á blautan strigalappa og leggja hann ofan á, moldina undir kassalokið. Sirópið er látið snúa niður. Ánamaðkarnir tímgvast örar og þroskast betur, ef þeir eru vel fóðraðir. Að öðrum kosti rýrna þeir ,og veslast upp eins og aðrar skepnur, sem búa lengi við fóðurskort. Meðal annars eru ánamaðkar ræktaðir sem fóður handa ali- fuglum. Hænsni, sem fóðruð eru á ánamöökum, verða, eins og jurtir, sem vaxa í ánamaðka- mold, heilbrigðari og gefa meiri arð en af öðru fóðri. Er þá einni varphænu ætlaðir 5 eða 6 full- vaxnir ánamaðkar á dag, eða um 2000 á ári. Egghnoðum má einnig blanda í föðurkornið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.