Tíminn - 03.07.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.07.1945, Blaðsíða 3
49. blað TfMITViV. briðjmlaginn 3. júlí 1945 HALLDÓR KRISTJÁNSSON: Rafmagnið oá landið Línur, sem skýrast. Það eru nú fáein ár síðan farið var að ræða um það í al- vöru að sjá öllum landslýð fyr- ir rafmagni með bærilegum kjörum með tilstyrk hins opin- bera. Sú hugmynd hefir fengið misjafnar undirtektir. Suihir .hafa kallað þetta ófyrirleitið kosningaloforð og nefnt það sem met í ófyrirleitni við kjósenda- veiðar. Það má skipa þeim, sem þannig hafa talað, í einn flokk í þessu máli, þó að þeir fylgi ýmsum landsmálaflokkum og tregða þeirra og mótspyrna birt- ist með ýmsum hætti. Eitt er það, sem sameinar allt andófsliðið í þessu stórmáli is- lenzkra byggða. Það er vantrú á þörf og gildi rafmagnsins fyrir sveitirnar eða ölly heldur nauð- syn þjóðarinnar á því að veita sveitunum rafmagn. Þeir sjá enga þörf fyrir raforkuna þar eða a. m. k. ekki það mikla, að þeim finnist ómaksins vert að kosta til þess. Því halda þeir, að ef þjóðfélagið kæmi upp raf- stöðvum fyrir sveitir landsins, yrðu það einskonar ölniusugjaf- ir handa sveitamönnunum. Það væri þeim til gamans en lítt til gagns. Þessir menn, sem ég vil kenna við vantrú á landið, hafa verið á undanhaldi nú um sinn. Þeir hafa hörfað undan ákveðn- um vilja byggðafólksins. Vax- andi stórhugur og umbótavilji landsfólksins hefir hrakið þá á hæl. En það þarf þó að herða sóknina betur og glæða trú þeirra, sem ennþá hika og brjóta á þak aft.ur tregðu þeirra, sem vilja bregða fæti fyrri þetta stór- merka þjóðmál. f myrkrinu fyrir utaii. Nú er svo ástatt að segja má um fólkið í sveitum og þorpum landsins, að það sé í myrkrinu fyrir utan, þar sem íbúar Reykjavíkur og hinna stærri kaupstaða búa við þægindi raf- magnsins. Hér er um reginmun að ræða og þarf ekki að lýsa því. Úti um land eru þau heim- ili, sem hafa nægilegt rafmagn, hverfandi fá. Auk þess er það víða, að not smávirkjana, en um þær er einkum að ræða í þessu sambandi, verða nokkuð stopuí, og vilja m. a. oft trufl- ast af krapi, þegar mest ríður á. Vindrafstöðvar þarf naum- ast að telja hér, því að þó að þær geti gefið skemmtileg ljós, er reynslan af þeim mjög misjöfn. Ending vill stundum verða lítil og rekstursaflið, vindurinn, á það til að bregðast. Um þorpin er það að segja, að þó að þau séu mörg raflýst með olíuvélum, er það rafmagn yfirleitt dýrt og auk þess lýsingin víða mjög slæm, svo að hvergi jafnast á við góð olíuljós. Ekki þarf að fjölyrða um það, hversu rafmagnstæki eru hrein- legri heldur en olíulampar og eldavéJar. Því er þeim, sem rafmagnið hafa, þar með veitt ódýrari innanhússvinna. Aðal atriðið er þó ekki fjárhagshliðin, þó að hún skipti miklu. Það, sem er stærsta atriði þessara mála, er það, að rafmagnið gerir hý- býli manna svo aðlaðandi, björt, hreinleg og viðfeldin, að þar vilja allir miklu heldur vera. Því mun það sýna sig, að ef raf magnið kemur ekki til fólksins, kemur fólkið til rafmagnsins. Þjóðfélagið hefir nú hjálpað nokkrum stærstu bæjunum um þægindi rafmagnsins. Það var eðlilegt, að þeir gengju á und^ an. En hitt er nauðsyn, að fylgt sé eftir og landsfólkinu unnað jafnréttis í þessum efn- um. Þúsundir manna dvelja nú úti um land vegna þess ein- göngu, að þeir trúa því,‘ að byggðavaldið geti borið þessar jafnréttiskröfur fram til sigurs. Væri það sýnt, að hið trúlausa úrtölulið í málefnum landsins myndi sigra, hlyti aðsókniri að rafmagni stærstu bæjanna mjög að aukast úr myrkrinu fyrir utan. Rafmagn og landbúnaðnr. Auk þess, sem sveitafólk þarf rafmagn innanhúss eins og ann- að fólk, er mikil þörf fyrir raf- orku við atvinnurekstur þess. Mér er ekki kunnugt um það, að nokkur hafi reynt að reikna út og meta þá þörf. Það verður ekki gert hér, en aðeins bent á fá- ein atriði. Miklar líkur eru nú til þess, að á næstu árum verði súg- þurrkun fastur liður í heyverk- un bænda. Þá þarf orku til þess að blása heyið. Til þess myndi rafmagnið vera hentugast. • Samkvæmt dönskum afköst- um við mjaltir og íslenzku kaup- gjaldi, má gera ráð fyrir því, að það kosti nú 25 aura að nwólka hvern lítra af kúamjólk, ef það er gert með handafli. Þá er þó eingöngu miðað við dagvinnu- kaup, sem ekki er rétt, þvl að kýrnar þarf að mjólka í eftir- vinnu eða næturvinnu og helgi- dagavinnu. Og þó að þeir, sem mjólka, séu undantekningarlítið ráðnir fyrir mánaðarkaup, hefir þetta sína þýðingu. Fólk vill síð- ur ráða sig við störf, sem eru eins bindandi og mjaltir, og því þarf að greiða því mgira kaup en ella, svo að það fáist til slíkra starfa. Það er auðséð af þessu, að hentugar mjaltavélaife gætu haft mikla fjárhagslega þýð- ingu fyrir íslendinga, ef raf- magn væri tiltækilegt þar, sem þeirra þarf með, en það er í fjósunum um allt land. Klemens á Sámsstöðum og nokkrir lærisveinar hans hafa leitt það í ljós, að kornrækt á að verða festur liður í búskap ís- lendinga, a. m. k. víða um land. Þannig má fá nóg korn fyrir kýr og alifugla og jafnframt sennilega, að verulegu leyti, til manneldis. En þá þarf fleira að gera en að ganga út og plægja akur sinn og sá. Það þarf að byggja kornhlöður og þreskja kornið og hreinsa og að ein hverju leyti að mala það. Til þess þarf áhöld og þau áhöld þurfa rekstursafl, og væri ekki hagkvæmara að knýja þau með rafmagni en innfluttri olíu. Svona mætti lengi halda á- fram að telja. Það er margt smátt, sem bændur nota og myndu knýja með rafmagni, ef þess væri kostur, allt frá strokk og skilvindu og hverfisteini. Safnast þegar saman kemur. Raforka og iðnaður sveitanna. * Eitt af því, sem er óeðlilegt í þróun síðustu ára, er það, að nálega allur smáiðnaður hefir færzt úr sveitunum. Sú mun þó vera reynslan, að þeir iðnaðar- menn, sem þar eru ennþá, hafa yfirleitt nóg að gera og góða afkomu. Allt mælir líka með því, að í sveitunum v.erði töluverður iðn- aður. Fyrst er það, að bændur 3urfa ýmsa iðnaðarmenn til vinnu fyrir'sig, svo sem húsa- gerðarmenn alskonar og járn- smiði. Iðnaðarmönnum er það mikils virði að vera svo i sveit settir, að þeir fái ódýrar land- búnaðarvörur. Búsettir í sveit myndu þeir með góðu móti framleiða þær sjálfir og tíðum hafa við það heppileg not af vinnu kvenna sinna og vaxandi barna. Allir hljóta að sjá það, að framleiðsla bænda gæti orðið ó- dýrari ef iðnaðarmannastétt væri búsett i sveitunum. Auk þess myndu bændur þá geta veitt sér ýmislegt, sem þeir nú fara almennt á mis við. Þær staðreyndir, að einn stóll í Reykjavík, — að sönnu þægileg- ur og vandaður, — kostar álíka mikið og 12 til 15 dilkar, tala sínu máli. Ekki verður heldur séð, að prjóriastofur og slíkar stofnanir þurfi endilega að vera í^Reykja- vík. Ýms rök mæla með því, að slíkur iðnaður sé að nokkru leyti dreifður út um héruð landsins. Til þess þarf auðvitað góðar samgöngur og ódýrt raf- magn. Mér virðist þvi, að iðnaðar- málin, skoðuð frá sjónarmiði þjóðarinnar allrar, kalli á þá lausn raforkumálanna, að ódýru rafmagni verði dreift um byggð- ir landsins. Rafmagn og landgræðsla. * Tiltölulega fáir íslendingar, hvar sem þeir búa, eru ósnortn- ir af landgræðsluhugsjóninni. íslendingar hafa alltaf þráð skóga og gróður. Fátt þykir venjulegum manni hér á landi ömurlegra en uppblástur og ör- fok lands og eyðing skóga. Sú þrá, að koma grænum skógi að skýrða, skriðu bera, sendna strönd, blundar eða vakir í hverju íslenzku brjósti. Ég er ekki viss upi hitt, að menn hafi ennþá gert sér það ljóst almennt, að landgræðslu- hugsjónin er í nánu sambandi við rafmagnsmál landsins og á mjög mikið undir lausn þeirra. Þegar næg raforka er fyrir hendi úti um allar sveitir, myndast alveg ný og áður ó- þekkt skilyrði til þess að girða land og verja. Ég get hugsað mér, að það yrði tvöfalt ódýrara að girða með sléttum vír og raf- magnsstraum en gaddavír eða neti, eins og gert hefir verið hingað til. Það þýðir það, að leiðir opnast til þess að auka stói’kostlega sandgræðslu og skógraektargirðingar. Þjóðin hefði fengið nýtt tækifæri til þess að verja sitt kæra land upp- blæstri og eyðingu og græða að nýju eyddar auðnir. Mér finnst þetta svo merkilegt atriði, að ekki sæmi að gleyma því eða ganga þegjandi framhjá. Allir eitt. Hér hafa vei'ið nefnd fáein dæmi af töluverðu handahófi og meira sem sýnishorn af þeirri rafmagnsþörf landsbyggð- arinnar, sem oft er vanmetin. Ég hygg að þessi dæmi nægi til þess, að allir geti séð, að hér er um mikla rafmagnsþörf að ræða. Auk þess er þessu þannig varið, að það er ekki sérmál sveitafólksins, hvernig þessi mál leysast. Hér er um að ræða stór- mál, sem varðar alla íslendinga.' Fólkið úti um byggðir landsins á skýlausa jafnréttiskröfu til rafmagns, með sömu kjörum og aðrir borgarar landsins. Rafmagnsþörf sveitanna hefir mjög verið vanmetin og fjár- hagsleg lausn málsins því sýnzt erfiðari en hún er í raun og veru. Dreifing rafmagnsins um byggðir laridsins er nauðsynja- mál þjóðarinnar allrar í heild, því að án þess verður sveitum landsins ekki haldið í byggð eða þeirri framleiðslu, spm þar er rekin, haidið við. Þjoðsa^naritið Gríma Fyrir allmörgum árum hóf Þorstein M. Jónsson á Akureyri útgáfu nýs þjóðsagnarits, sem hann nefndi Grímu. Rit þetta náði fljótt mikilli útbreiðslu og sést hér, eins og á mörgu fleiru, að áhuga þjóðarinnar fyrir þjóðlegum fræðum hrakar ekki, þrátt fyrir hinar marg- háttuðu breytingar seinustu áratuga. Myndu margir hafa ætlað, að breytingar þessar drægu úr áhuga manna fyrir þjóðlegum efnum,en svo virðist sem betur fer, ekki vera. Sér- hver sú starfsemi, sem hjálpar til þess að viðhalda þessum á- huga og glæða hann, er hin Iófs- verðasta. Fyrir nokkru síðan er komið út 20. árgangur Grímu, og er þar með lokið 4. bindi ritsins. Lengsta frásögnin í þessu hefti fjallar um Víðidal eystra, en dalur sá er uppi í hálendinu bak við Álftafjarðai-dali eysti-a og fjarri mannabyggð. Þarna var þó byggð um nokkurt skeið á 19. öld, og segir einkum frá henni í umræddri frásögu. Höf- undur hennar er Guðjón Bryn- jólfsson í Skálholti. Önnur lengsta frásögnin er úm systkini frá Víðivallagerði í Fljótsdal, sem lögðust út þaðarí á síðari hluta 18. aldar og bjuggu í út- legð á þriðja áratug. Þá kem- ur grein um örnefnasagnir í Fnjóskadal og síðan ýmsar stuttar frásagnir af margvísleg- Þeir, sem trúa á íslenzka mold, hljóta því allir að standa saman einhuga í raforkumálum lands- ins. Og trúin, sem sameinar þá, mun verða hjálpræði íslenzkrar þjóðar. ustu atburðum, slysfarasögur, draugasögur, kímnisögur o. fl. Þá fylgir þessum árgangi Gi’ímu efnisyfirlit yfir fimm siðustu árgangana, sem er ætl- . azt til að verði fjórða bindi rits- ins. Jafnfrámt er skrá um þá,* sem hafa ritað í þessa árganga, og eru þeir 48 að tölu. Einnig er skrá yfir frásagnarmennina, sem sþgurnar eru hafðar eftir, og eru þeir 50 að tölu. Má af þessu marka, að efnið er fengið úr ýmsum áttum. Ritstjórn þessara árganga, eins og hinna fyrri, hafa þeir Jónas Rafnar læknir og Þorsteiny, M. Jónsson annazt í sameiningu. Efnisval Grímu er mjög víð- tækt. Því er flokkað í 12 aðal- flokka, en flestum aðalflokkun- um er síðan skipt í fleiri eða færri undirflokka. Aðalflokk- arnir eru: Viðburðasögur, hjá- trú, galdrasögur, ófreskissögur, (draugasögur, dýrasögur, hof- mannasögur, huldufólkssögur, tröllasögur, útilegumannasögur, kimnisögur og kreddusögur. Með útgáfu Grímu hefir mörgum þjóðlegum fróðleik ver- ið bjargað frá gleymsku og mönnum verið séð fyrir þjóðlegu og skemmtilegu lestrarefni. Enn eru ýmsar gamlar sagnir á kreiki, sem ekki hafa verið skrá- settar, en nauðsynlegt væri bjarga frá gleymsku. Atburðir, sem eru frásagnarverðir í slíku riti, eru líka alltaf að gerast, en munu fyrnast, ef hvergi er frá þeim sagt.Þeir,sem til þekkja og ekki vilja láta slíkar frásagnir gleymast, ættu að skrá þær og koma þeim á framfæri. Vafa- laust myndu t. d. ritstjórar Grímu taka slíkum frásögnum með þökkum. Erik Wellandcr: Utanríkismál Svía Eftirfarandi grein er tekin úr Svenska Dagbladet og fjallar um utanríkismál og hlutleysisstefnu Svía í styrjöld- inni og afstöðu nágrannaþjóðanua til hennar. Við lestur greinarinnar ber að hafa hugfast, að hún er rituð um mán- aðamótin janúar og febrúar í vetur. — Hefir Tímanum þótt rétt að birta greinina, því að hún skýrir á iriargan hátt aðstöðu Svía, til þessara mála. Ef heimsstyrjöldinni lýkur, án þess að Svíþjóð dragist inn í hana, á sænska þjóðin eftir að þola þrekraun, sem getur tekið töluvert á taugarnar. Það er að hitta aftur að máli þær þjóðir, sem hafa staðið í eldinum til hins síðasta, og þá fyrst og fremst grannaþjóðirnar. Þegar þær þjóðir, sem hafa orðið að líða margs konar þreng- ingar, sjá bæi sína og borgir lagðar í rústir í loftárásum og beztu menn sína hníga í valinn, hitta aftur fólk, sem öll strlðs- árin hefir lifað í friði og alls- nægtum, er hætt við, að sam- fundirnir geti orðið beiskju- blandnir. Sviar ættu að skilja þetta alveg eins og það, að virk þátttaka í styrjöld gefur þjóð rétt til að ráða nokkru um frið- arskilmálana. Menn ættu, að gera sér ljóst inntak og styrk þeirra tilfinninga, sem koma fram i þessum finnsku orðum, er látin voru falla meðan vetr- arstyrjöldin I Finnlandi stóð yf- ir: „Sofið vel, Svíar, við vökum og berjumst fyrir ykkur“. Þjóð, sem á í styrjöld, lítur á stríðið sem baráttu milli þess illa og góða, og henni finnst lítils skilnings að vænta af þeim þjóðum, sem horfa aðgerðar- lausar á. Sjónarmiðið, sem hér er um að ræða, er í stuttu máli þetta: Þjóð, sem ekki hreyfir legg eða lið til þess að hafa á- hrif á gang styrjaldarinnar, en á þó tilveru sína og frelsi undir úrslitum hennar, verður efS láta sér lynda, að búið sé að henni í samræmi við það. Svisslendingar eru hér á sömu hillu og Svíar, að þvi undan- skildu, að nánustu nágrannar þeirra, er áttu frelsi sitt að verja, eru stórveldi í saman- burði við þá. Þess vegna gátu þessir grannar ekki kallað á hjálp hins litla Sviss með sama bróðurrétti og nágrannar okk- ar til hinnar stóru Svíþjbðar. Hlutleysi Svisslendinga mun því sæta vægari dómum en stefna Svíþjóðar, sem svo mjög hefir verið gagnrýnd í krafti nor- rænnar samhjálpar. Þjóð okkar hefir búið við almerína velmeg- un, sem þó hefir verið gert meira úr erlendis en rétt er. Menn verða að gera ráð fyrir því, að Svíar sæti aðfinnslum og spurningum eitthvað á þessa leið: Hvað höfðust Svíar að, þegar neyð okkar var stærst? Og hvernig mundi Svíum líða núna, ef við hefðum ekki barizt gegn ofbeldinu? Þetta eru forsendur allra ásakana á hendur hlut- leysisstefnu Svía. Ef menn vilja heyi'a málið fært fram skýrum stöfum, er handhægast að vitna í finnska ræðu, sem haldin var síðajtliðið sumar: „Við vitum, að lítil þjóð á jafnmikinn rétt til frelsis öi-yggis og stórþjóð. Þess vegn: er öllum leyfilegt og skylt að berjast fyrir frelsi sínu. Við börðumst sem ein af norrænu þjóðunum fyrir frelsi allra Norðurlanda. Við börðumst sem útvörður vestrænnar menning- ar. Og við börðumst fyrir til- verurétti allra smáþjóða“. Norðmaður nokkur snýr sér hins vegar beint að Svíþjóð: „Margir Norðmenn standa al- gerlega undrandi gagnvart þeirri undanlátssemi, sem einkennt hefir stefnu Svía í utanríkis- málum síðan 9. apríl, og það er ýmislegt í því sambandi, sem þeir verða að gefa nánari skýr- ingar á, áður en við föllumst í faðma á ný. Norömenn hafa alltaf álitið, að barátta þeirra væri einnig barátta Svíþjóðar, og að frelsi og réttlæti væri ein- hvers virði í augum Svía. En í því stríði, sem enn geisar, eru Norðmenn í eldlínunni og leggja líf sitt fram til þess að sigur vinnist, en Svíþjóð er hlutlaus áhorfandi, bg þar gengur lífið sinn vanalega og friðsama gang“. Og einhver danskur maður talar um „árásaraðila, sem öll- um ætti að vera gleði að berjast gegn — eða réttar sagt ættu að skammast sín fyrir að berjast ekki gegn“. Eftir þessum skilningi yrði vináttusamband Svíþjóðar og nágrannalandanna aðeins tengt á ný með því, að Svíar iðruðust af hjarta og gerðu syndajátn- ingu, og síðan — líklega eftir einhverja yfirbót — gætu þeir vænzt fyrirgefningar. Margir Svíar hafa og litið þannig á málið og byrjað „að skammast sín“. Margt hefir verið ritað og ort um það, að við yrðum að auðmýkja okkur. Á þetta verður að líta sem tilfinninga-andsvar við því, sem skeð hefir — á sama hátt og norska og danska til- vitnunin eru einkennandi fyrir beiskjuna í þeim löndum — en góð og gild fyrirsögn um stjórn- arstefnu getur það varla talizt. Á ýmsan annan hátt hefir yf- irbótastefnan einnig komið fram, t. d. hjá Róttæka kvenna- sambandinu, sem skrifaði for- sætisráðherranum það skýrt og skorinort, að Svíþjóð hefði átt að bera upp þá spurningu við ríkisstjórn Noregs, hvort orlofs- flutningarnir þýzku mættu fara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.