Tíminn - 03.07.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.07.1945, Blaðsíða 7
49. blað TÍMEVIV, brið|adaglim 3. jnlí 1945 Dellan um sérréttindi Eimskipafélagsins (Framhald af 4. síðu) hæfilegt að afskrifa skip að fullu á 20 árum. > Áróður og auðsöfnun. Sumir formælendur sérrétt- inda Eimskipafélagsins reyndu að nota tilfinningar fólks í sam- bandi við mannskaða þann, sem varð, er Goðafoss og Dettifoss fórust, til framdráttar fyrir auð- söfnun félagsins. En eftir að á það var bent, hversu viðbjóðs- legt þetta væri, hafa nefndir aðilar ekki lengur þorað að halda sama áróðri áfram. En þá er tekið til að mikla fyrir fólki þa,nn skaða, sem Eimskipafélag- ið hafi beðið við missi hinna tveggja skipa. í þessu sambandi veður síðast fram á ritvöllinn í Sjómannablaðinu Víking Hall- grímur Jónsson vélstjóri, sem um langt skeið hefir haft í kringum 6 þús. kr. kaup á mán- uði i þjónustu Eimskipafélags- ins. Furðar engan á því, þó að Hallgrímur afbiðji það, sem hann kallar „nart“ í atvinnu- veit'anda sinn, og vel er það skiljanlegt, að hann vilji láta atvinnuveitanþann fá sem digr- asta sjóði, til þess að ^eta sem lengst haldið uppi öeðlilega há- um kaupgreiðslum, eftir að samkeppni kemUr til greina í siglingunum. Hér í blaðinu var sagt, að ó- líklegt væri, að missir Goðafoss og Dettifoss fæli i sér nokkurt fjárhagslegt áfall fyrir Eim- skipafélagið, þar eð félagið hefði öpnur skip á hendinni í staðinn, sem hagstæðara væri að reka. Á það var bent, að hin töpuðu skip hefðu verið gamaldags, og mundi félagið hafa þurft að selja þau hvort sem 'var. Komið væri að ófriðarlokum og nálgaðist væntanlega óðum sá tími, að hægt væri að fá ný og hagstæð- ari skip, en vafasamt væri að markaðsve'rð á hinuni gömlu skipum mundi þá verða hærra en svaraði vátryggingarfénu. Út af þessum ummælum er reynt að blása upp nokkurt moldviðri og skal því farið frek- ar um þetta nokkrum orðum. Að því er hin erlendu leigu- skip snertir, þá mun hafa verið svo um samið í samningunum um hervernd íslands, að hinir erlendu aðilar skuldbindu sig til að sjá íslendingum fyrir nægum skipakosti til nauðsynlegra flutniijga til og frá landinu, ekki sízt ef þjóðin af styrjaldará-, stæðum, e. t. v. beinlínis vegna hernámsins, missti þau skip, ér hún sj£lf átti fyrir. Virðist engin ástæða til að efast um uppfyll- ingu þessa samningsatriðis. Áður hefir verið sýnt fram á, að hin töpuðu skip Eimskipa- félagsins voru gamaldags og er óþarft að rekja það frekar. Ný skip í stað gamalla. Varðandi líkurnar fyrir því, hvort íslendingar gey á næst- unni fengið keypt eða byggð skip erlendis, skal lá,tið nægja að vitna í tilkynningu Svíþjóðar- sendinefndar, eftir heimkomú hennar, þess efnis, að Svíar láti líklega um að smíða fyrír okkur 15^-20 dieseltogára og 8 flutn- ingaskip allt að 2700 tonna hvert. , Þá er að athuga hversu langt muni hrökkva vátryggingaverð hinna töpuðu skipa, Goðafoss og Dettifoss, til þess að greiða jafn- mikið skipsrúm í nýjym skipum. Því miður hefir verið haldið leyndu, hversu hátt nefnd skip voru vátryggð, en heyrst hefir, að þau hafi verið vátryggð í er- lendum gjaldeyri fyrir 4 milj. kr. samtals. Um núverandi byggingar- kostnað skipa erlendis liggur það fyrir samkvæmt upplýsing um í áreiðanlegum brezkum tímaritum, að burðarmagrts- tonn í nýtízku vöruflutninga- skipum (7000—8000 tonna að stærð) með dieselmótor, muni í Bretlandi kosta sem svarar milli \ 600 og 700 ísl. kr., en í Svíþjóð milli 1000 og 1100 ísl. kr. Þá munu liggja fyrir þær nýjar upplýsingar frá Svíþjóð í sam bandi við tilboð um smíði fyrir íslendinga, að burðarmagnstonn í nýtízku vöruflutningaskipum, í kringum 2500—2600 tonna, með dieselmótor, muni kosta þar sem svarar 1400—1500 ísl. krónur. Burðarmagnsgeta Dettifoss og í§LEMDIMCIA§OGURMAR 1 v / . ■*% m " gefnar út I heild * «s * » » j \ Glæsilefiasti bóhmenntaviðburður hins ríýja lýðveldis • * • Allar íslendingasögurnar verða gefnar út í heild á næsta ári 18—20 sögnm og þáttum, sem *•■ t *• ** ( . j aldrei hafa áður birzt með fyrri beildarútgáfum og almenningur hefir þvi ekki haft aðgang að. # tslendingabók Landnáma Egils saga Skallagrímssonar Harðar saga og Hólmverja Hænsa-Þóris saga Kormáks saga x Vatnsdælst saga Hrafnkcls saga Freysgoða Gunnlaugs saga ormstungu Njáls saga Laxdæla saga Eyrbyggja saga Fljótsdæla saga Ljósvctninga saga Hávarðar saga tsfirðings Rcykdæla saga Þorskfirðinga saga Finnboga saga ramma Vígaglúms saga Svarfdæla saga Vallaljóts saga S Ö GG RN AR ERV ÞESSAR: •; » Vopnfirðinga saga Flóamanna saga Bjarnar saga Hítdælakappa Gísla sagá Súrssonar Fóstbræðra saga Vígastyrs saga og heiðarvíga Grettis saga Þórðar saga hreðu Bandamanna saga Hallfreðar saga Þorsteins saga hvíta Þorsteins saga Síðuhallssonar Eiríks saga rauða Þorfiims saga karlefnis Kjalnesinga saga Bárðar saga Snæfellsáss Víglundar saga íslendingaþættir (fjörutíu) Ný viðbót, sem ekki hefir áður birzt með íslendingasögum sem heild: Droplaugarsonar saga Kristnisaga Krókarefs saga Gunnars saga Keldgnúpsfífls Þorsteins þáttur Siðuhallssonar Einars þáttur Sokkasonar Stjörnu-Odda draumur Bergbúa þáttur Kumúlbúa þáttur ‘ Brandkrossa þáttur Þorsteins þáttur skelks Geirmundar þáttur heljarskinns Haukdæla þáttur Ármanns saga Völsa þáttur Sagan af Hrana hring Þáttur af Þórði hast og Bárði birtu og ef til vill fleira.' $ Guðni Jónsson matiister, einn hunnasti forhritaútgefandi tslands, er ráðinn ritstjóri. Verð til áskrifenda • ' verður aðeins kr. 300,00 — þrjú hundru^ krónur. — Undanfarin ár hefir verið miklum vandkvæðum bundið að ná í íslendinga- sögurnar allar, og er það ekki vansalaust. ÞJÓÐ VOR HEFUR Uýl ALDARAÐIR SÓTT ÞREK SITT OG MANNDÁÐ í ÍSLENDINGASÖGURNAR, og þeim eigum vér fyrst og fremst að þakka sjálfstæði vort og að- til er/ íslénzkt mál. — Enginn Itelendingur, sem ann menningu þjóðar sinnar, getur látið undir höfuð leggjast að eignast dýrasta bókmenntafjársjóð vorn. • tsiendingar! Hér er um óvenjulegt tækifæri að ræða. Ódýr en þó vönduð útgáfa ÍSLENDINGASAGNA. arútgáfu í höndum kaupenda fyrir lok næsta árs! * ÍSLENDINGASÖGURNAR í heild- Útgáfan afhendir ritið í vandaðri kápu. Þeir, sem óska að fá sögurnar í bandi, eru vinsamlega beðnir að geta þess um leið og þeir panta ritverkið. tækið semja um band við góðar bókbandsstofur, eftir því, semkaupendur kunna að óska. y * 9 \ \ í Mun þá fyrir- §ögantgáfan Ég undirritaður gerist hér með áskrifandi að hinni nýju útgáfu ÍSLENDINGASAGNA. NAFN ............................. HEIMILI .......................... PÓSTSTÖÐ ......................... HR. MAG. GUÐNI JÓNSSON. P. O. 523.. Goðafoss mun samtals hafa numið í kringum 3500 tonnum (D. W.) og mundi samkv. fram- anrituðu jafn mikið burðar- magn í nýjum sænskum vöru- flutningaskipum með dieselmót- or kosta 3500X1450 = krónur 5.075.000,00. Nú myndu allir fremur kjósa 3500 tonna burð- armagnsrúm í hinum nýtízku dieselmótorskipum heldur en skipum eins og Dettifossi og Goðafossi, þó ný væru, enda verður að gera ráð fyrir, að dieselmótorskipin væru hrað- skreiðari og þar með fær um að flytja meiri varning á sama tíma. Þau þyrftu heldur ekki að eyða nærri eins miklu af burð- argetu sinni fyrir eigin elds- neytisforða, og myndu því jafn mörg burðarmagnstonn í diesel- mótorskipunum raunverulega vera mun verðmeiri en í hinum skipunum, sem borið er saman við. Sé nú samt burðargeta Dettifoss og Goðafoss reiknuð eins og í nýjum dieselmótorskip- um og fíjrið eftir 5% fyrningar- reglunni, hefði Goðafoss fyrir 4 árum síðan átt að vera afskrif- aður niður í núll, en Dettiföss átt að standa í 634 þús. kr. Hafi því Eimskipafélagið fengið út- borgað vátryggingarfé fyrir skip þessi að upphæð 4 milj. kr., virð- ist það mjög gott verð, enda þótt fyllilega sé viðurkennt, að hin töpuðu skip hafi, vegna góðs við- halds, verið meira virði en hin lögmæta fyrningarregla bendir til. Og enginn múndi skoða huga sinn um það að skipta á hinum töpuðu. gömlu skipum Eimskipafélagsins og nýjum dieselmótorskipum jafn stórum, með einar milj. kr. milligjöf. Áróður um það að fleygja þurfi tugum milj. kr. í Eim- skipafélagið, vegna tjóns í sam- bandi við missi umræddra skipa, virðist því ekki hafa við neitt að styðjast, fremur en áróður- inn um sömu nauðsyn vegna mannskíjjðans, og er hart, að svona málflutningur skuli hafa áhrif á þá, sem fara með hina æðstu fjármálastjórn í landinu. X.-þZ. Vinnið ötuUega fgrir Timaun. Fundur skólastjóra ... (Framhald af 4. síðu) verði færðir í sama launaflokk og gagnfræðaskólakennarar." • í nefndina voru kjörnir sam- hljóða þeir^ Þórir Steinþórsson, Hanníbal Valdimarsson og Sig- fús Sigurhjartarson. Samþykkt var að kjósa skóla- ráð héraðs- og gagnfræðaskóla með 7 atkvæðum gegn 1. Saniþykkt að ráða námsstjóra með öflum greiddum atkvæðum. Ltanríkismál Svía. (Framhald af 4. síðu) kemur fram í þessum dönsku gamanhendingum: Der er en -Slags Optimister som burde slaas langsomt í Hjel, dem der sætter sig ned og tror det altsammen gaar av sig selv. Nei, það kemur ekki af sjálfu sér, það er hinn bitri lærdómur, sem nágrannar okkar hafa öðl- azt á dögum þungrar reynslu og við megurn lofa guð, ,ef við getum tileinkað okkur hann á sársaukaminni hátt. Við seinustu umræður um skólamál í borgarstjórn Stokk- hólms, var fjallað um uppeldis- vandamál, sem skýrt var eitt- hvað á þessa leið: „Hvernig eigum við að kenna æskufólkinu að standa gegn þvi illa og ó- réttláta?“ Hvort sem þetta er hægt að kenna eða ekki, skyldi það haft hugfast, ef það verður reynt, að réttlætið sigrar ekki ’af eigin rammleik. Ef 1 afvopnun fer fram, sem brát mun fá sína formælend- ur, þýðir það að kasta frá sér að eigin vilja möguleikunum á því -að geta staðið gegn hinu illa. Einingarstefna Norðurlanda leið undir lok með vonbrigðum og beiskju. Svíar ættu að geta dregið af því þann lærdóm, að í framtíðinin skyldu þeir tala minna en aðhafast meira. Og með tilliíi til þess ættu þeir að gæta þess að vera undir athafn- irnar búnir. Þessi styrjöld hefip: veitt al- varlega áminningu. Skyldu menn láta sér hana að kenninfu verða í framtíðinni? Á víðavangi. (Framhald af 2. síðu) pottinn var búið um sjúkdóm- inn. Og nú er menn tekið að gruna, að læknirinn hafi ekki ^ðeins skilið öll meinin eftir á sínum stað, heldur hafi hann jafnvel gleymt svampinum inni í holinu: Svigurmæli hans og aðclróttanir í garð sveitamanna, samvinnufélaganna og búnað- arsamtakanna muni geymast þar og valda\gjúklingnum auk- inni bólgu, sviða og ógleði. Sjálf- stæðismenn mun nú orðið óra fyrir því, að hundaþúfa Kolku muni sízt hafa íhaldinu betur í maga en áhaldasafn þeirra Mosaskeggs og Verðbólgu-Gísla, né heldur stjórnarhattur for- sætisráðherrans sjálfs“. Riiddir (Framhald af 2. síðu) vandamálum og úrlausnarefnum \ samtiðarinnar." ' Hér er vissulega hreyft athyglisverðu máli. Stjórnmálaforingjarnir þurfa vissulega að bæta framferði sitt í þess- um efnum og sérstaklega þarf almenn- ingur að verá betur á verði og skapa traustara aðhald með réttlátri gagn- rýni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.