Tíminn - 03.07.1945, Blaðsíða 2
TlMIM, þrigjBðagiim 3. júlí 1945
49. blað
Þriðjudafiunr 3. jjúlt
Samtök bænda
Á slðari árum hafa orðið mikl-
ar breytingar á stéttasamtökum
í landinu. Stéttasamtökin hafa
ekki aðeins eflst, heldur einnig
breytt um eðli. Áður fyrr var
“ stéttasamtökum beitt til að
vinna að alls konar umbótamál-
um, sem ekki voru síður í þágu
þjóðarheildarinnar en stéttar-
innar. Nú ér stéttasamtökunum
fyrst og fremst beint til að hlúa
að þrengstu sérhagsmunum
hlutaðeigandi stétta. Munu
áreiðanlega margir harma, að
stéttasamtökin skuli hafa beinzt
inn á þessa braut, því að afleið-
ing þessa getur í mörgum tilfell-
um orðið sú, að heildarhagsmun-
irnir verði fyrir borð bornir.
En um það dugir ekki að sakast
fyrir þær stéttir, sem dregist
hafá aftur úr í þessum efnum,
heldur verða þær að draga álykt-
anir af kringumstæðunum,v eins
og þær eru orðnar.
Þessi breyting á eðli stétta-
samtakanna, sem hér hefir ver-
ið lýst, hefir gert það að verkum,
að bændurnir, sem höfðu komið
upp fullkomnustum stéttasam-
tökum til að vinna jafnt að al-
þjóðarhag og eigin hag, þ. e.
samvinnufélagsskapnum og bún-
aðarfélagsskapnum, hafa á viss-
an hátt dregist aftur úr á síðari
árum. Eins og sakir standa eiga
þeir því ekki eins harðskeytt
hagsmunasamtök og t. d. Al-
þýðusambandið. Þetta getur
hæglega orðið til þess, að gengið
verði ranglega-'á hlut þeirra af
öðrum stéttasamtökum eða
stjórnarvöldunum, ef viðbúnað-
ur er ekki hafinn í tíma.
Sá viðbúnaður bænda ætti að
geta orðið tiltölulega auðveldur,
þar sem þeir hafa góðan grund-
völl til að byggja á, þar sem er
búnaðarfélagsskapurinn. Þróún-
in hefir líka orðið sú seinustu
árin, að 'búnaðarfélagsskapurinn
hefir meira og meira látið þessi
mál til sín taka. Með lögunum
um búnaðarmálasjóð hefir að-
staða hans i þessum efnum verið
stórum bætt frá því, sem áður
var, þar sem hann verður fjár-
hagslega miklu óháðari en áður.
Það, sem gera þarf á næstunni,
er að sporin verði stigin til fulls
og búnaðarsamtökin vefði með
einum eða öðrum hætti sá al-
hliða' stéttarfélagsskapur, er
fullnægir ríkjandi kringumstæð-
um. Áður en það er gert, þurfa
bændur samt vel að athuga allar
framkomnar tillögur,'bæði frá
búnaðarþingi, Búnaðarsambandi
Suðurlands og fleiri aðilum, er
fjalla um tilhögun aukinna
stéttasamtaka, og eyða öllum
misskilningi og ágreiningi um
formsatriði. Hið sameiginlega
markmið er efld bænd^samtök
og fyrir þeirri nauðsyn verða öll
formsatriði og aukaatriði að
víkja. .
En jafnframt og stéttasamtök
bænda eru þannig efld, má ekki
gleyma samtökunum á hinum
póliíska vettvangi, þar eru flest
höfuðmálin endanlega útkljáð
og þar varðar því jafnvel mestu,
að bændur standi saman. Al-
þýðusjyaabandið væri t. d. ekki
jafn voldugt og það er, ef það
hefði ekki pólitísk samtök að
bakhjalli. Þess vegna er það höf-
uðnauðsyn, að bændur efli þann
*flokk, sem berst fyrir málum
þeirra, Framsóknarflokkinn, og
þá aðila, sem kunna að vilja
hafa bandalag við hann.
Svíndlmál
*
S. Arnason & Co.
Frásögn Skutuls um svindlmál
fyrirtækjanna S. Árnason &. Co.
og Brynju, er rakin var í séin-
asta blaði Tímans, hefir vakið
stórkostlega athygli. Máf heild-
salanna, er létu umboðsmenn
sína í Ameríku leggja meira á
vörurnar en leyfilegt var, hverf-
ur næstum í skuggann hjá þessu
máli. Hér liggur fyrir, að amer-
ískt firma, sem íslendingar
eiga, hefir lagt fram lOQfe á
vörurnar, sem S. Árnason M Co.
keypti, og mun engum dyljast,
hvernig slík viðskipti eru til-
Á viðavangi
Samstarf lýðræðisflokkanna
í Noregi.
Fregnin um viðreisnarsátt-
mála fjögurra stærstu stjórn-
málaflokkanna í Noregi er á
margan hátt athyglisverð. Það
vekur ekki sízt athygli, að þetta
samkomulag er gert af fjórum
flokkum, þótt fimm flokkar eigi
sæti í bráðabirgðastjórninni.
Einn flokkurinn, Kommúnista-
flokkurinn, er ekki áðili að sátt-
málanum og allt virðist benda
til, að honum 'hafi ekki einu
sinni verið gefinn kostur á því.
Svo litla trú virðast lýðræðis-
flokkarnir í Noregi hafa á kom-
múnistum til umbótastarfa á
lýðræðisgrundvelli. Þótt þeir
hafi fengið sæti í ríklsstjórninni
í tilraunaskyAi, fá þeir þar ber-
sýnilega engu að ráða, þar sem
stefnan hefir þegar verið mörk-
uð af hinum flokkunum, án
samráðs við hann. Með slíkum
hætti getur verið hættulaust að
hafa kommúnista í ríkisstjórn-
um.
Þessi háttur á samstarfl við
kommúnista, er vissulega ann-
ar en hér, þar sem þeir eru
mestu ráðandi í stjórninni.
Mætti mikið vera, ef þetta vekti
ekki ýmsa Sjálfstæðisflókks-
menn og Alþýðuflokksmenn til
að íhuga á nýjan leik grundvöll
stjórnarsamvinnunar hér.
Flóttinn, sem rfkisstjórnin
skapar.
Stjórnarblöðin skrifa mik'ið
um fólksflóttann úr sveitunum.
Blöðunum væri vissulega nær að
skrifa um annan ekki síður í-
skyggilegan flótta, en það er
flóttinn frá sjávarútveginúm.
Þessi flótti hefir aldrei verið
meiri en síðan núverandi ríkis-
stjórn kom til valda, enda eðli-
le*g afleiðing stjórnarstefnunn-
ar.
Þessi flóttí lýsir sér með
tvennum hætti. Hann lýsir sér á
þann hátt, að aldrei hefir verið
erfiðara að fá nóga menn á
fiskiskipin, þar sem kaupið
hækkar stöðugt í landi og menn
hafa þar meira öryggi og betri
tekjur en á sjónum. Hann lýsir
sér, einnig með þeim hætti, að
margir þeirra, sem hafa grætt á
útveginum, reyna nú að koma
'fénu í annan atvinnurekstur,
þar sem dýrtíðarstefna stjórn-
arinar skapar síaukna 0trú á
sæmilega afkomu~hjá útgerð-
inni í framtíðinni. Má þessu til
sönnunar nefna formann ný-
byggingarráðs, sem hefir heldur
kosið að leggja peninga sína í
járnvöruverzlun, heildverzlun,
prentsmiðju og bókaútgáfu en
sjávarútveg.
Stefna stjórnarinnar hefir
skapað fólksflótta og fjárflótta
frá sjávarútveginum. Það er sú
eina „nýsköpun", sem þar hefir
orðið að hennar tilstuðlan.
Hver ræður?
Samkvæmt lögunum um ný-
byggingarráð, er ráðinu ætlað
að ráðstafa þeim gjaldeyri, sem
fer til kaupa á nýjum fram-
leiðslutækjum. Engin nánari
skilgreining var sett um þetta 1
lögin og heldur ekki í reglugerð.
Þetta hefir orðið til þess, að
menn eru oft í óvissu um það,
hvort þeir eiga heldur að sækja
um innflutningsleyfi til nýbygg-
ingaráðs eða viðskiptaráðs.
Stundum vísar nýbyggingaráð
til viðskiptaráðs, og viðskipta-
rá'ð aftur til nýbyggingaráðs
ellegar þá öfugt. Stundum leyfir
annað ráðið það, sem hitt neit-
ar um. Hefir skapazt í sambandi
við þetta hinn mesti glundroði
og í sumum tilfellum hefir þetta
orðið að verulegu tjóni. Sam-
kvæmt lögunum er það hlut-
verk viðskiptamálaráðherra , að
ákveða endanlega um verka-
skiptingu ráðanna og hefir hann
verið þrábeðinn um nánai\ fyr-
irmæli. En hann telja það erfitt
að gera hér upp á milli og stend-
ur því að vanda aðgerðalaus og
þvær hendur sínar eins og Píla-
tus. Á iúeðan . heldur þessi
glundroði áfram að vaxa.
Muna skal ég þét
kolafötuna!
Það mun hafa verið í stríðs-
byrjun,'er Sigfús Sigurhjartar-
son birti þá sögu í blaði sínu,
að Eysteinn Jónsson hefði notað
sér ráðherraaðstöðu sína Jil að
byrgja heimil* sitt upp að kol-
um, en talsverð hætta var þá
talin á því, að landið yrði kola-
laust. Eysteinrr'Jónsson svaraði
þessum -söguburði tafarlaust
með þeirri ósk, að lögreglan
gerði leit á heimili sínu og
léti Sigfús taka þátt í henni
Sigfús treysti sér ekki til
að skorast undan því, en sneypu-
legur var hann, þegar hann kom
til að framkvæma leitina, og þó
enn sneypulegri, þegar hann fór,
því að ekki fundust önnur kol
á heimili Eysteins Jónssonarxen
lítill slatti í fötu, sem var í mið-
stöðvarherberginu. Hafði Sigfús
þannig orðið að játa rógburð
sinn á hinn háðulegasta hátt.
Það er talið einkenni á smá-
sálum, að þær fyllist jafnan
hatri til manna, sem þær hafa
gert rangt til og hlotið verð-
skuldaða óþökk fyrir. Hins veg-
ar reyna þeir, sem eru meiri fyr-
ir sér, að bæta fyrir yfirsjónina.
Þetta smásálareinkenni hefir
sannast vel á Sigfúsi, því að
síðan hann var látinn skoða
kolafötuna, hefir hann lagt ó-
stjórnlegt hatur á Eystein Jóns-
son og hefir það brotist út við
ólíklegu^tu tækifæri. Nú seinast
hefir þetta hatur Sigfúsar end-
urspeglast næsta vel í sambandi
við frásögn hans í Þjóðviljanum
af aðalfundi Sambands ísl. sam-
vinnufélaga, þar sem hann
hrúgar saman hvers konar
ósannindum og níði um Eystein
Jónsson. Er það hreiAasti óþarfi
að svara þessum skrifum'Sigfús-
ar nokkuð, því að fjarstæðurnar
eru svo miklar, að þau ómerkja
komin. Hér liggur fyrir, að vörur
hafa verið fluttar inn í stórum
stíl, án gjaldeyris- og flutnings-
leyfa. Hér liggur fyrir, að fram-
in hafa verið stórfeld verðlags-
brot, sem síðar er reynt að dylja
að nokkru leyti með reikningum,
sem verða með einkennilegum
hætti. Þannig mætti. telja mörg
fleiri brót, en þessi nægja alveg
til að sýna, að hér er á ferðinni
eitt umfangsmesta svindlmál, er
uppvíst hefir orðið hérlendis.
Þótt þáttur hinna brotlegu
fyrirtækja geti naumast verið
verri, er þáttur ríklsstjórnar-
innar í málinu þó sízt betri. Mál-
ið er útkljáð með vægilegustu
réttarsætt og almenningur fær
ekki neitt frekara um það að
vita. Annar aðaleigandi hinna
brotlegu fyrirtækja, Jóhann Þ.
Jósefsson, er gerður að formanni
nýrrar nefndar, sem á að ráð-
stafa miklum hluta innflutn-
ingsins. Og þetta þykir ekki einu
sinni nóg, því að litlu síðar ber
einn stjórnarflokkanna, komm-
únistaflokkurinn.fram þá kröfu,
að allur innflutningurinn verði
lagður undir þessa nefnd!
Réttarmeðvitund þjóðarinnar
mætti vera orðin meira en lítið
sljóvguð, ef hún sættir sig við
þessi málalok. Svo mun heldur
/
ekki reynast. Ritstjóri Skutuls,
er hefir flett svo myndarlega
ofan af þessu hneykslismáli,
mun ekki verða einn um það í
stjórnarflokkunum, að una ekki
þessari og annari spillingu, sem
er ávöxtur af samstarfi stór-
gróðavaldsins og kommúnista.
Það mun sannast, að sú krafa
verður studd af öllum almenn-
ingí, að þetta mál verði tekið til
rannsóknar og dóms að nýju og
eigandi hinna brotlegu fyrir-
tækja, er nú skipar formanns-
sætíð í nýbyggingarráði, víki
þaðan tafarlaust og eigi ekki
afturkvæmt, nema upplýst sé
með ranrisókn og dómi, að hann
eigi enga hlutdeild í þessum
brotum.
Verði daufheyrzt' við þessum
rétímætu kröfum og þeim jafn
vel svarað með þvf að auka enn
vald Jóhanns Þ. Jósefssonar I
innflutningsmálum landsins,
mætti þeim heiðarlegum mönn
um, sem enn fylgja ríkisstjórn
inni, verða fyllilega ljóst, að
ekki er riema ein leið til
úrbóta. Það er að umbótaöflin
í landinu skipi sér saman og
láti heiðarlegt og réttlátt stjórn-
arfar^ leysa spillingarsamstarf
stórgfóðavaldsins og kommún-
’ista af hólmi.
sig sjálf. En þau eru ljós sönn-
n um þann sjúkdómskvilla, sem
kolafatan hefir skapað í neila-
búi Sigfúsar, og er það bersýni-
legt, að það er orðinn ríkur þátt-
ur í lífi hans að reyna að koma
fram hefndum fyrir kolafötuna,
eins og viss fornaldarpersóna
vildi hefna fyrir kinnhestinn.
Eíí sá er munurinn,1 að Sigfús
mun aldrei fá tækifæri til þefna
fyrir kolafötuna, heldur gerir sig
stöðugt að minna manni með
þessu atferli sínu og má hann
þó ekki við því að minnka.
Svampurinn í Sjálfstæðis-
flokknum.
Dagur upplýsir nýlega, að
höfundur „hundaþúfu- og ken-
gálugreinanna" i Mbl. sé enginn
annar en Páll Kolka, læknir á
Blönduósi, og hæfir þar vissu-
lega málsvari málefni.
í tilefni af þessu seglr Dagúr
eftirfarandi sögu:
„Morgunblaðið sagði nýlega
skemmtilega sögu um sjúkling
nokkurn, sem lagður var inn. í
sjúkrahús til uppskurðar við
innvortis meinsemd. Læknirinn
mun hafa handleikið verkfæri
sín af mestu snilld og prýði, lauk
upp kviðarholi sjúklingsins, nam
meinsemdina brott ,og saumaði
skurðinn saman aftur, eins og
lög gera ráð fyrir. Áverkinn
greri og jafnaðist á eðlilegum
tíma, en því miður kom í ljós,
að ekki var þó enn allt með
felldu um líðan og heilsufar
sjúklingsins. Kom þá á daginn,
við nánari athugun á þessu
fyrirbrigði, að lækninum hafði
raunar orðið sú skyssa á, að
gleyma svampi inni í kviðarhol-
inu, er hann gekk fráf sárinu, og
mun -svampurinn illa hafa sam-
lagazt líffærum þeim, sem þar
voru fyrir, þegar til lengdar lét.“
Dagur lýsir svo nokkuð þeirri
læknisaðgerð til hjálpar Sjálf-
stæðisflokknum, sem Kolka hafi
ætlað að gera með skrifum sín-
um, og segir að lokum:
„Aðstandendur gerðu sér í bili
gpðar vonir um áranguritm,
enda var vandlega gengið frá
þræðingunum á kviðarmótun-
um. En líðan sjúklingsins hefir
þó sízt batnað við aðgerðina,
þegar frá leið, enda var þess
naumast að vænta,' eins og í
(Framhald á 7. síðuj
Erlent yftrlit:
Samstarl lýðræðisílokkanna
í Noregi
Það hefir vakið mikla athygli,
að fjórir stærstu stjórnmála-
flokkarnir í Noregi, Alþýðu-
flokkurinn, Bændaflokkurinn,
vinstri flokkurinn og íhalds-
flokkurinn, hafa nýlega birt
sameiginlega stefnuskrá, þar
sem lagður er grundvöllur að
samvinnu þeirra meðan á við-
reisn landsins stendur eftir
styrjöldina. Hefir þetta vakið
enn meiri athygli vegna þess,
að kommúnistar eru ekki látnir
vera aðilar að þessum sáttmála,
þótt þeir eigi sæti i ríkisstjórn-
inni eins og sakir standa.
Samkvæmt fregn, sem norski
blaðafulltrúinn hér hefir sent
blöðunum, er umrætt samkomu-
lag lýöræðisflokkanna í Noregi
á þessa leið:
í stefnuskránni er krafizt lýð-
ræðislegra réttinda og skyldna,
öryggis og réttarverndar öllum
til handa. Kosningarréttar og
kjörgengisaldurinn sé lækkað-
ur úr 23 árum í 21 ár. Gerðar
séu nauðsynlegar ráðstafanir til
að tryggja birgðaflutninga til
landsins og endurreisn í þeim
héruðum landsins, sem afhroð
hafa goldið á styrjaldarárun-
1 um. Aðstandendum hermanna,
!sem fallið hafa í stríðinu, séu
greidd eftirlaun, svo og aðstand-
endum sjómanna,. meðlima
mótspyrnuhreyfingarinnar og
fleiri, sem lík störf hafa unnið.
Landráðamönnum og þeim, sem
auðgazt hafa á viðskiptum við
Þjóðverja, sé refsað sem fyrst
og harðlega, en þó samkvæmt
norskum lögum. Undinn sé
bráður bugur að því að hreinsa
til i þjóðfélaginu.
í stefnuskránni eru nákvæm-
lega tilgreindar þæ^ leiðir, sem
fara eigi í atvinnu og fjármálum
Noregs.Sérstök áherzla verður
lögð á það, að atvinnumálunum
verði þannig stjórnað, að allir
fái vinnu og framleiðslan auk-
ist, en afrakstri hennar sé síð-
an skipt réttlátlega, svo aið lífs-
kjör þjóðarheildarinnar vænk-
ist. Orka hins opinbera og ein-
staklinga sé sameinuð til heilla
fyrir rikið og einstaklingana.
Framkvæmdavald ríkisins verði
endurskipulagt, svo að það verði
fært um að framkvæma fljótt
■■■«. 1- JUft
og vel þá stefnu, sem mörkuð er
í stefnuskránni.
Þá er gert ráð fyrir því, að í
sjálfstæðum framleiðslufyrir-
tækjum sé komið upp fram-
leiðsluráðum, þar sem eigi sæti
fulltrúar bæði atvinnurekenda
og verkamanna. í einstökum
iðngreinum sé komið upp sér-
stökum nefndum og samvinnu-
nefndum, sem gefi síðan ríkis-
stjórninni ráð í atvinnu- og
fjármálum. Þá verði gerðir
samningar milli launþega og at-
vinnurekenda, er miði að því, að
útiloka verkbönn og verkföll,
og miðað við verðgildi peninga
á hverjum tíma. Landið verði
að efla herafla sinn og flota og
taka þátt í uppbyggingu örygg-
isstofnunarinnar, á löglegum
grundvelli.
í samihgi, sem flokkarnir hafa
gert með sér í sambandi við
þessa sameiginlegu stefnuskrá,
er ákveðið, að hver einstakur
flokkur skuli bera fram sinn
lista, þeg^f kosið verður til Stór-
þingsins í haust, og geti þá birt
sína eigin stefnuskrá,' sem má
þó ekki í meginatriðum fara í
bág við hina sameiginlegu
stefnuskrá. Flokkarnir koma
sér saman um, hve lengi kosn-
ingabaráttan skuli standa.
! ^löðin segja, að með þessari
sameiginlegu stefnuskrá hafi
nýjum áfanga verið náð í
stjórnmálasögu Norpgs. Þau
leggja áherzlu á það, að menn
megi ekki vænta, að skapað sé
neitt pólitískt þúsundáraríki,
heldur geti menn hér eftir sem
hingað til búizt við flokkadeil-
I um um einstök atriði, sem fyrir
[ koma. En hins vegar hafi það
stórkostlega þýðingu, að flokk-
arnir vinni saman á viðreisnar-
tímanum.
Blöðin leggja áherzlu á, að
hin sameiginlega stefnuskrá
skapi vinnufrið í landinu og
festu í stjórnmálunum. Blöðin
segja, að oft hafi aðiljarnir orð-
ið að láta undan við samnings-
gerðina, en það sýni, að Norð-
menn hefðu lært af reyslunni.
Segja þau, að samningarnir séu
árangur af samhygð þeirri, er
skapaðist milli manna á her-
námsárunum.
TtADDIR NA6RAHNANNA
í blaðinu Skutli, 21. f. m. er rætt
um embættaveitingar dómsmálaráð-
herra að undanförnu og þær taldar
réttmætar, hvað mannaval snerti. Síð-
an segir í kafla, sem heitir: Auglýs-
ing opinberra embætta:
„Hinu má með réttu að finna, að
sunr embættin hafa ekki verið aug-
lýst laus til umsóknar. Ekki er þó
því til að dreifa að dómsmálaráð-
herrann hafi ekki haft nóg for-
dæmin, hvað þetta snertir. Er þar
skemmst að minnast embættís flug-
málastjórans, þar sem auk þess var
gengið framhjá öllum þeim mönn-
um, sem nsðfri flugmálum höfðu
komið og ætla mætti, að helzt hefðu
komið tll álita við veitingu embætt-
isins.
Hér er um að ræða einn rótgrón-
asta og ljótasta blettinn á íslenzku
stjórnarfari og eitt af þeim atrið-
um, sem hvað mest hefir dregið úr
yirðingu og áliti stjórnmálaflokk-
/anna íslenzku undanfarið tímabil.
Það er orðin mjög almenri skoðun
meðal almennings, að þær stöður
og embætti, sem hið opinbera ræð-
ur yfir, séu sjaldnast veitt eftir
verðleikum, heldur»fyrst og fremst
eftir því, hversu fylgispqkir hlutað-
eigandi eru við ákveðna flokka og
stjórnmálamenn, og að embættin
séu beinlínis gerð að tæki í valda-
baráttu flokkanna.
Staðfestingar hefir þessi skoðun
fengið hvað eftir annað, þeg^r
mikilsverð embætti hafa ekki verið
auglýst tjl umsóknar heldur ráð-
stafað algerlega á bak við tjöldin,
án þess að ranrisakað væri, hverjir
kynnu að vera fáanlegir til að
gegna þleim: — Hefði Skutll verið
'ljúft og kært að halda því á loft,
ef núverandi dómsmálaráðherra
hefði bundið enda á þetta ófremd-
arástand."
Grein Skutuls heldur áfram og nefn-
ist næsti kafli: Embættin og flokkarn-
ir. Þar segir:
„Þetta framferði getur á ýmsan
hátt haft mjög slæmar afleiðingar í
þjóðfélaginu, ekki aðeins á embætt-
ismannastéttina og fyrir þá virð-
ingu, sem almenningur ber fyrir
henni, heldur einnig fyrir stjórn-
málalífið og flokkana.
Sú almenna skoðun er ekki mjög
fjarri lagi, að til þess að geta vænzt
frama á embættisbrautinni, þurfi
menn ekki aðeins að rijóta verndar
og velvilja ákveðins stjórnmála-
flokks, heldur einnig að tilheyra
eða styðja þá sérstöku klíku, sem
með völdin fér í hverjum flokki.
En þá er ástandið farið að verða
mjög alvarjegt, þegar eitt helzta
meðal flokksforingjanna og þeirra
kllkna, sem þeir styðjast við, er
orðið það að úthluta embættum og
bitlingum, til þess að viðhalda vin-
sældum sínum og áhrifum á meðal
stuðningsmanna sinna, og til þess
að .tryggja sér nýja stuðningsmenn.
Enginn skyldi samt halda, að
hér sé eingöngu um íslenzkt fyrir-
brigði að ræða. Þetta er eitt af
þeim átumeinum, sem fyrir striðið
átti verulegan þátt í að koma^ýð-
ræðinu á kné I ýmsum löndum,
þar sem það hafði ekki enn yfir-
unnið barnasjúkdómana. Að 7vísu
er þetta fyrirbrigði margfalt út-
brelddara og spiltara^í einræðis-
ríkjunum, en það hindraði ekki,
að óvinir lýðræðisins gætu tekið
sér það vopn í hönd að benda á
spillinguna. Ef lýðræðið ætlar að
tryggja málstað sinp, verður það að
vera á verði gegn þéss háttar spill-
ingu, áðm- en hún grefur um of
um sig.
Hínn frægi enski prófessor E.
Carr heflr í einni af bókum sínum,
lýst því hvernig yfiri’áð flokksfor-
ingja og ráðherra yfir embættum
og bitlingum ásamt öðrum hlið-
stæðum fyrirbrigðum, gæti haft í
för með sér það sem hann kallar
„the surrival of the unfittest," eða
úrval hinna óhœfustu á stjórnmála-
sviðinu. Það er mjög skiljanlegt, að
það verði ekki altaf hæfustu menn-
irnir, sem valdir eru í embætti eft-
ir fylgispekt við foringjana eða
foringjaklíkur flokkanna, eða þeg-
ar þeir eru valdir, sem láta kaupa
fylgi sitt með embættum og bitling-
um.“
Loks segir 'Skutull undir kaflafyrir-
sögninni: Foringjar og gerfiforingjar:
„Ef forustan lendir hjá mönnum,
/sem beita slíkum aðferðum, er lýð-
ræðinu hætta búin. Þjóðfélag nú-
tímans er þannig úr garði gert, að
það getur ekki verið án öruggrar
forustu stjórnmálamanná. Meðan
framleiðslan fór fram aðallega í
smáfyrirtækjum, án verulegs inn-
byrðis sambands, skiptu athafnir
stjórnmálamanna ekki eins miklu
máli fyrir velferð þjóðarinnar og
nú, þegar ráðstafanir hins opin-
bera grípa inn, og verða að grípa
ínn, á nær öllum sviðum atvinnu-
lífsins, auk þess sem ríkisvaldið
hefir hinu sama hlutverki að gegna
á sviði dóms- og lögreglumála o. s.
frv. eins og áður. Það ríður því
miklu meir á því nú en nokkru
sinni áður, að stjórnmálamenn-
irnir og opinberir embættismenn í
hinum þýðingarmestu stöðum
verði ekki „úrval hinna óhœfustu."
Og að leiðtogarnir séu ekki gervi-
foringjar, þ. e. toppfígúrur, sem
halda völdum sínum með útdeil-
ingu embætta og bitlinga, til þý-
lundaðra stuðningsmanna og aftaní-
ossa, heldur sannir forustumenn,
sem laði til sín hugi manna með
eldi hugsjóna sinna og markvissri
og einbe\ttri stefnufestu, sem
byggð sé á staðgóðri þekkingu á
(Framhald á 7. síðu)
«
*