Tíminn - 03.07.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.07.1945, Blaðsíða 5
49. blað TÍMITViV, þriðjudaginm 3. júlí 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR S u a r k á p u r . Gulrætur eru /njög auðugar af A-vitaminum. Munið að sjóða þær í eins litlu vatni og mögu- legt er. Ef gulræturnar eru fram reiddar í sósu, er gott að þynna sósuna út með gulrótarsoðinu. Það bætir mjöy bragðið. Gulrætur með hvítrófum 3i/2 bolli gnirætur, skornar í þunnar lengjur. 31/2 bolli liiðurskornar hvít- rófur (celleri). 1/2 tsk. sal/. Steyttur pipar. 2 matskeiðar brætt smjör eða smjörlíki. 2 matsk. brytjuð steinselja (persille). Gulræturnar og hvítrófurnar eru látviar í skaftpott og hellt á þær dálitlu af sjóðandi vatni (ca. 1 pela) og saltinu stráð yfir. Lát'ið sjóða í 20 mín. eða þangað til rófurnar eru orðnar meyrar. Síðan er þetta síað í gatasigti. Piparnum, smjörinu og stein- seljunni þrært saman við. Salt- að meira ef með þarf. Nægir handa sex manns. Gulrætur og kartöflur með steinselju. 2 bollar niðurskornar gulrætur. 2 bollar hráar, niðurskornar kartöflur. iy4 tsk. salt. % bolli sjóðandi vatn. 6 matsk. bráðið smjör eða smjör- líki. 1/8 tsk. pipar. 1/2 bolli af brytjaðri steinselju. Gulræturnar, kartöflurnar og saltið soðið í vatninu í 10 mín. E r þ a ð ekk i s att? Bezta ráðið til þess að fá bóndann til að gera við búsá- höldin, er að láta hann annast heimilisstörfin sjálfan einn dag. Allar konur ættu að þekkja duttlungana hjá því tvennu, sem sem nauðsynlegast er í bú- skapnum, sama sem bóndanum og eldavélinni. Velmegun er ekki fólgin í einu orði, heldur þremur, sama sem: vinnu, innkaupum og sparnaði. Amman varð að kalla á mann- inn sinn í matinn, nútímakon- an hefir útvarpsfréttirnar sér til aðstoðar. Um sama leyti og faðirinn er búinn að „venja“ hár sitt, verð- ur hann að taka til við hárið á syni sínum (Málsháttur). Þrjár hliðar eru á barnaupp- eldinu: barnsins, foreldranna og svo sú hliðin, sem flengd er. (Þýtt). Síað. Bætið smjörinu, piparnum og steinseljunni út í. Hrærið vel í. Nægir handa 4. Grænmetisblanda. 31/2 bolli smátt brytjaðar gul- rætur. 5 litlir, hýddir laukar (skornir í fernt). 4 bollar niðurskornar hvítrófur. 2 tsk. salt l,bolli sjóðandi vatn 1/2 bolli mjólk Pipar 1 2 matsk. smjör eða smjörliki 2 matsk. hveiti Grænmetið er allt látið í skaft- pott ásamt saltinu og vatninu. Soðið í 25 'mín. Bætið mjólk- inni og piparnum út í. Síðan hveitinu, sem hefir verið bland- að saman við smjörið. Látið þetta standa yfir hægum eldi í 15 mín. (má ekki sjóða). — Nægir handa 6 manns. S v o v a r u m konur kveði& : Ég hugsaði: „Að elska er þinn auður og dreyma og ylja og geyma í sál þinni yndisleik, ástúð og ljós“. (Gustaf Fröding). í ýmsum myndum meyja- fegurð seiðir og margbreytnin er sumum á við frú. Þær svífa í litum sjö um mínar leiðir en sól míns lífs varst þú, varst þú, varst,þú. (Hjalmar Gullberg). Móðurhönd, sem vöggu- véin rækir vegaljósið býr til fjærstu stranda. (E. Ben.). Kartöflukökur. 3 bollar saxaðar („hakkaðar") kartöflur. 1 saxaður laukur (lítill). 1 egg. 5 matsk. hveiti. 1 tsk. salt. y8 tsk. pipar. Hrærið þessu saman. Látið feiti á meðal stóra pönnu. Hitið vel. Deigið sett á með matskeið. Steikið, þangað til kakan er orð- in gulbrún að neðan, snúið við, brúnið hina hliðina. — Deigið nægir í 16 kökur. GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröfu. Vilhelm Moberg: * Eiginkona FRAMHALD annað, hún þorir ekki að hætta á eitthvað nýtt og óþekkt. Hún hefir háð baráttu, hún hefir háð harða baráttu, en hún getur ekki sigrazt á sjálfri sér og gerzt strokukvendi, sem lifir meðal hyskisins í skóginum. Þá veit Hákon það. Hvernig lízt honum á? Hún hefir einu sinni áður séð eld brenna úr augum hans — þá sagði hún honum, að hún væri byrjuð að skipta sér. Andlit hans -verður eldrautt, og hann ber hendurnar eins og hann sé að reyna að grípa utan um eitthvað, kreista það, merja það. En í þetta skipti hefir hann hemil á sér. Og það er ef til vill ekki reiði, sem þjakar hann. Ef til vill er hann aðeins ákaflega hrygg- ur. Ef til vill er það vanmáttur hans sjálfs, sem kvelur hann. Já, Hákon kvelst, hann harmar það, að hann hefir ekki náð því marki, sem hann hefir sett sér. Honum hefir mistekizt að frelsa hana. Hann heyrir hana sjálfa segja, að hún geti ekki slitið sig lausa. Hversu mjög hefir hann ekki reynt að hjálpa benni til þess, en öll hans viðleitni var og er árangurslaus. Mar- grét getur ekki losað sig við erfðatrú sína og erfðahugmyndir. Hún getur ekki rifið sig upp úr þeim skorðum, sem hún er orðin vön, af því að hún trúir því, að enginn geti lifað öðru vísi. Páll og jörð hans eiga hana, og hún sættir sig við það eignarhald. Hann nístir saman tönnunum og segir: — Þú ert frjáls gerða þinna. — Ertu reiður við mig? — Þú ert frjáls gerða þinna. Þú verður kyrr hérna 1 þorpinu. — En þú? * Augu Hákonar sindra! Ég fer einn. Þar verður engu um þokað: Hann fer, þvi að hér í þorpinu er honum ofaukið. Hvað ætti hann eiginlega að gera? Gerast vinnumaður, fyrst hann á enga jörðina sjálfur? En hann vill heldur flýja út í skóga en lifa í þrældómi. Hann hefir svo lengi átt húsbændur yfir sér, að nú vill hann lifa frjálá, hvaða erfið leikar og þrautir, sem bíða hans. Hann lætur aldrei framar leggja á sig það ok, sem beið hans þegar frá fæðingu. Því að hann trúir því ekki, að hann hafi fæðzt í þennan heim til þess að borga skatta og vexti af jörðinni .... Nei, hann fæddist ekki í byggðinni til þess að borga tíund til prestsins og skatta til sýslumannsins — það var ætlunin, að hann fengi að lifa eins og hann vildi. En í mannmörgu þorpi getur hann það ekki. Nú ætlar hann að reyna skógana .... Margrét lætur ekki bóla á ótta sínum við hegningu mannanan. Samt sem áður hefir hann náð tökum á henni, og hún hugsar: Kannske get ég orðið trygg eiginkona, þegar Hákon er ekki leng ur hér í þorpinu til þess að tæla mig og freista mín. Kannske er það bezt, að hann geri það,~sem hann segist ætla að gera, ög fari héðan. Sé ég hyggin, læt ég hann fara. Þá. veitist mér auð veldara að sigrast á sjálfri mér. En samt vill hún fá að sefa söknuð sinn. Hann verður að koma aftur. Hann þreytist fljótt á þesu ömurlega skógarlífi og leitar aftur. Hann þreytist fljótt á þessu ömurlega skógarlífi og leitar ar . . ^__ Hún neyðir sjálfa sig til þess að trúa því, að hann muni snúa heim aftur. Því að lífið verður henni engin rósabraut, þegar hann er farinn — dagarnir framundan er». margir. Mai’grét er hikandi pg veit ekki vjlja sinn, hún vill það, sem ekki getur farið samarn Hún er hrædd við lífið með honum, hún er hrædd við lífið án hans. Ef til vill meira við hið fyrra, því að hún vill njóta þes öryggis, sem hún býr við. En það gegnir öðru máli um Hákon. Nógu lengi hefir hann blekkt granna sinn og nítt niður mannsæmd sína. Nógu lengi hefir hann gert sér þá smán, að sú kona, sem hann þykist eiga ætti mök við 'annan mann. Nú tekur hann á því, sem hann á til, og slítur sig latisan. Hann gerir það, sem er rétt, þegar hann fer. — Fylgir þú mér ekki? En konan álítur, að annað’ sé réttara, og þess vegna verður hún kyrr. H á k o n h e f i r q œt u r á h ú s I fl r a n n a n s . Og maðurinn heyir stríð við konuna, og konan heyir stríð við manninn. Þau verða að heyja sitt stríð, því að þau geta ekki án hvors annars verið. Hann vill, að hún lúti vilja sínum, og hún krefst hins sama af honum — en þegar tveir skipa hvor öðrum hlýðir hvorugur. Annar verður að láta undan síga, láta aftur og aftur undan síga, svo fremi, sem þeir geta ekki án hvor annars verið. Maðurinn snart konuna, og hún sagði: Vægðu mér! Hann hlýddi og fór sína leið, hann vægði henni. Hann kom aftur, og hún sagði: Ég vil átta mig. Láttu mig í friði. Hann hlýddi aftur hann lét hana í friði, því að hún þurfti hans ekki enn. En sv.o kallaði hún: Komdu til mín! Hann kom, og jafn skjótt og hann snart hana, sagði hún: Gerðu það við mig, sem þér sýnist! Og hann hlýddi, hann gerði það við hana, sem honum sýndisV. En hann vildi eiga hana einn, hann vildi fara burt og hrífa hana með sér. Hún hlýðnaðist honum ekki, hún gaf sig öðrum á vald. Hann varð sár og reiður og ætlaði að yfirgefa hana. Hún hrópaði á eftir honuní*: Komdu og taktu mig í sátt! Hann hlýddl hann kom og tók hana i sátt. Og nú hefir hann sagt: Fylgdu mér! Hún svarar: Nei, ég verð kyrr. í hvert einasta skipti hlýddi hann konunni. Hvenær hlýddi hún honum? Loks var vilja teflt gegn vilja: Hvorugt hlýðir, hvorugt beygir sig. Þegar öxi er höggvið í öxi, lætur deigari eggin undan. Sú harða getur það ekki — hún kvarnast og það koma í hana djúp skörð Hefir hann ekki nú einbeitt vilja sínum gegn henni? Það var ekki nóg. Hún reynist honum sterkari, því að vilji hennar er nógu einbeittur til þess að sigrast á því, sem hann er henni, og vera kyrr. Ört er höggvið í öxi — hörð egg lætur ekki undan Hann yerður að fara einn, þjást, fyllast gremju, sleikja sár sín. Draugurinn á Hríngsakrí Eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. „Skiluröu ekki aö enginn má fá vitneskju um þetta.“ „Þú ætlar að laumast út um gluggann?“ Axel kinkaöi kolli. „Pabbi veröur fokvondur, ef hann kemst að því.“ „Bjáni! HeldurÖu að nokkur hugsi um slíkt, þegar við komum heim með hræið af draugnum! Heldurðu að við fáum ekki þakkir fyrir að losa héraðið við þessa plágu!“ Jú, nú skildi Stjáni. „Þetta gæti orðið skrambi gam- an, Axel.“ „Við förum þá!“ „Já, við förum auðvitað, tveir einir, en við verðum að vera vopnaðir og —“ „Má ég koma líka, Stjáni,“ var allt í einu sagt fyrir aftan þá, ofan úr glugganum á viðarskýlinu. Þetta var Níels. Hann hafði hlerað allt samtalið. Strákfíflið! Áttu þeir nú að fara að dragnast með svona pelabarn með sér! Aldrei höfðu þeir frið fyrir hon- um- Alltaf var hann þeim til ama! Axel deplaði augunum framan í Stjána. „Við ætlum ekkert!!“ „Ha, hæ!“ Níels skellihló. Eins og ég hafi ekki heyrt að þið ætlið að stelast út í nótt, að þið ætlið að taka opn með ykkur og að draugurinn er á Hringsakri. Ég segi frá öllu, ef ég fæ ekki að komawmeð!“ Síðasta hótunin reið þeim að fullu. Þeir urðu nauð- ugir viljugir að samþykkja þátttöku Níelsar í drauga- leitinni miklu. Þeir ákváðu að komast út á miðnætti, því að þeir höfðu heyrt, að draugar færu jafnan á kreik um það leyti- Það sem eftir var dagsins voru þeir önnum kafnir við að útbúa sig í leiðangurinn. Axel fann gamla veiðibyssu með brotinn gikk. Stjáni tók stærðar brauðhníf traustataki og Níels stal tveimur löngum steikargöfflum í búrinu. Auk þess höfðu þeir sinn sjálfskeiðunginn hver. „Þetta verður geysilegt gaman, strákar,“ sagði Stjáni. „Það er eitthvað annað en að karpa við strákana prests- ins um það, hver okkar eigi fallegustu skútuna. Þeir geta átt sínar kúskeljar fyrir mér, litlu greyin!“ „Ha! Hvað er varið í skútur,“ sagði Axel bráðlega. Mér finnst nú að við séum vaxnir upp úr svoleiðis barna- brekum. Við, sem ætlum að fara að kveða niður draug!“ Við framkvæmum fyrir yöur alls konar rafmagnsiðnaðarvinnu, svo sem: Nýlagning í hús og skip. Viðgerðir og breytingar á eldri lögnum, vélum og tækjum. Uppsetningu á smærri rafstöðvum. Ennfremur ýmis konar nýsmíði. Símamimerið er 6484. 8kinfaxi h.f. Rafmagnsiðnaður, Klapparstíg 30. . Jónas Ásgrímsson (heimasími 3972). Finnur G. Kristjánsson, — Hjalti Þorvarðsson. Hannes Jónsson. — Eirikur Þorleifsson. Tílhod í vatnspipur Vegna fyrlrhugaðrar aukningar, óskar Vatnsveita Reykjavíkur eftir tilboðum í v/ * vatnspípnr 400—700 iiim. víðar. 0 Útboðslýsingar, og aðrar upplýsingar, má fá í skrifstofu Vatns- og Hitaveitu Reykjavík- ur, Austurstræti 10, 4. hæð. Vatns- og Hítaveíta Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.