Tíminn - 03.07.1945, Blaðsíða 6
6
TÍMITVTM, þriðjndagiim 3. |úlí 1945
49. blað
Sjötugur:
Ásmundur Jóhannsson
bygglngameistari í Wiimipeg.
Aðalfundur Kaupfélags
Hrútfírðinga
Ásmundur P. Jóhannsson,
byggingameistari í Winnipeg,
verður sjötugur þann 6. júlí n. k.
Ásmundur er fæddur og uppal-
inn norður í Miðfirði í Vestur-
Húnavatnssýslu og er af góðu
bændafólki kominn í báðar ætt-
ir. Jóhann Ásmundsson, faðir
hans, bjó á Haugi í Fremri-
Torfastaðahreppi. Ásmundur
lærði og lagði stund á trésmíði
í æsku og þótti brátt afbragð
annarra manna bæði hvað
framúrskarandi dugnað og hag-
sýni snerti. Hann kvæntist
ungur hinni ágætustu konu,
Sigríði Jónasdóttur, bónda á
Húki í Miðfirði. Fluttust ungu
hjónin vestur um haf til Can-
ada um síðustu aldamót og
reistu bú í Winnipegborg í
Manitobaríki.
Ferðir vestur voru hvergi
nærri eins auðveldar í þá daga
eins og nú er orðið, jafnvel þótt
ekki sé farið í lofti. Hefi ég
heyrt Ásmund lýsa því, að svo
illt var ástandið á skipi því, sem
þau hjónin fóru með, að upp-
reisn varð meðal útflytjenda,
sem voru með skipinu frá meg-
inlandi Evrópu og tókst aðeins
með naumindum að afstýra hinJ
um mestu vandræðum. Skipin,
sem farið var með vestur, voru
bæði lélegri og minni en nú
tíðkast, og aðbúnaður allur
miklu verri. Þega.r vestur var
komið með tvær héndur tómar
að heita mátti, var mjög erfitt
að komast í góða atvinnu, og
varð Ásmundur því^ að sæta
hvers konar vinnu sem bauðst,
fyrstu mánuðina, en komst þó
brátt að við húsabyggingar, en
vann sig með framúrskarandi
dugnaði sínum og góðri og hag-
sýnni heimilisstjórn Sigríðar
konu sinnar upp í allgóð efni á
fyrstu 7 árunum fyrir vestan.
Árið 1907 skrapp Ásmundur
svo heim til íslands snögga ferð
og svo aftur árið 1913. í þriðja
sinn kom Ásmundur svo heim
til íslands árið 1921, en síðan
kom hann oft heim þangað til
árið 1940, er hann var síðast hér
heima.
Hagur Ásmundar blómgvað-
ist mjög og hefir hann nú síð-
ustu 25 árin jafnan verið tal-
inn meðal bezt efnuðu Vestur-
íslendinga. Byggði hann um
tíma allmikið af húsum í Winni-
peg. Ásmundur á fallegt íbúðar-
hús, sem er nr. 910 við Palmer-
ston Avenue í Winnipeg, sem
mun flestum íslendingum, sem
vestur koma, kunnugt, því Ás-
mundur er gestrisinn með af-
brigðum. Þau hjónin, Ásmundur
og Sigríður, eignuðust þrjá sonu,
sem allir eru fæddir vestan hafs:
Jónas- Walter, kaupsýslumað-
ur, Kári Wilhelm, málarameist-
ari og eftirlitsmaður með hús-
eignum þeirra feðga í Winnipeg,
og Grettir Leó, ræðismaður ís-
lands og Danmerkur í Winni-
peg. Eru þeir allir hinir ágæt-
ustu menn og miklir íslandsvin-
ir. Guðrún, síðari kona Ásmund-
ar, er ættuð úr Mýrasýslu, en
fór barn vestur um haf. Guð-
rún er hin ágætasta kona og er
heimili þeirra hjóna sama fyrir-
myndin í höndum hennar, sem
það var í tíð fyrri konu Ásmund-
ar. Guðrún hefir komið hingað
heim til íslands með Ásmundi.
Ég efast um, að nokkur ís-
lendingur vestan hafs hafi unn-
ið jafn mikið starf í þágu þjóð-
ræknishreyfingarinnar og Ás-
mundur, að öllum öðrum ó-
löstuðum, og hafa þó margir á-
gætir Vestur-íslendingar leyst
þar framúrskarandi starf af
hendi. Alltaf er Ásmundur full-
ur af sama brennandi áhuga
fyrir öllu því, sem íslandi má að
gagni koma og íslenzkum mönn-
urh vestan hafs og austan. Al-
kunn er hér heima þátttaka
hans í stofnun Eimskipafélags-
ins og seta hans í stjórn félags-
ins frá því árið 1922 og síðan.
Þá átti Ásmundur mikinn þátt
í því að sjá um að heimferð
Vestur-íslendinganna 1930 færi
vel úr hendi og lagði á sig mikið
starf í því skyni. Vestanhafs
hefir hann verið sívakandi í
starfi Þjóðræknisfélagsins og
hjálparhella á mörgum sviðum.
Ég hygg t. d., að það sé ekki hvað
sízt Ásmundi að þakka, að blað-
ið Lögberg, sem komizt hafði í
erfiðleika á kreppuárunum, hélt
áfram að koma út í sömu stærð
og áður. Það getur vel skeð, að
íslenzka þjóðarbrotið í Vestur-
Ásmundur Jóhannsson.
heimi eigi eftir að drukkna í
hinu mikla $jóðahafi þar, en
það verður þó a. m. k. ekkí sagt,
að þjóðræknir íslendingar fyrir
vestan og meðal þeirra tel ég
Ásmund einna fremstan, hafi
ekki gert allt, sem í þeirra valdi
stóð til þess að viðhalda íslenzkri
tungu og íslenzkri menningu
meðal íslendinga vestan hafs,
bæði þeirra, sem þangað fluttu
og þeirra, sem þar voru fæddir.
íslenzka þjóðin mun þess vegna
minnast forgöngumanna þjóð-
ræknishreyfingarinnar fyrir
vestan með hlýjum huga.
Þeir eru margir hér heima á
íslandi, sem mundu fegnir vilja
taka í höndina á Ásmundi nú á
þessum merkisdegi ævi hans. Þó
ég viti það, að það muni eigi
skorta á, að Ásmundur verði
heiðraður meðal íslendinga og
annarra vina í Winnipeg á föstu-
daginn kemur, þá grunar mig að
hugurinn muni svífa heim til
allra kunningjanna heima á ís-
landi og ekki hvað sízt átthag-
anna norður í Miðfirði og allra
gömlu kunningjanna þar. Gæti
ég trúað, að hann hugsi þá, að
gaman væri „aftur að fara í
göngur“, en hann hefir nokkr-
um sinnuip farið í göngur á
Miðfjarðarheiðum síðan hann
fluttist vestur og minnist jafn-
an gangnanna með mestu
ánægju.
Vinir Ásmundar hér heima
senda honum og fjölskyldu hans
hjartanlegar þakkir og heilla-
óskir á sjötugsafmæli hans.
Sigurður Jónasson.
Songfor Breíðfírð-
íngakórsíns
Breiðfirðingakórinn kom til
Reykjavíkur úr söngför sinni
um Dali og Breiðafjörð síðastl.
mánudagskvöld, og hafði ferða-
lagið tekizt með ágætum.
Lagt var af stað í ferðina frá
Reykjavík að morgnl hins 22.
þ. m. og ekið til Búðardals og
sungið þar um kvöldið fyrir
fullu húsi og við ágætar undir-
teJstir áheyrenda. Allar söng-
skemmtanirnar hófust með á-
varpi fararstjórans, formanns
Breiðfirðingafélagsins, Jóns
Emils Guðjónssonar. Skýrði
hann tilgang fararinnar og
kynnti kórinn og starfsemi hans.
Sama kvöld söng kórinn einnig
að Kirkjubóli 1 Saurbæ fyrir
fjölda fólk og við ágætar undir-
tektir. Daginn eftir, var sungið
í Berufirði. Næsta dag, sunnu-
dag, var sungið í Flateyjar-
kirkju við ágætar undirtektir
áheyrenda, en um kvöldið söng
kórinn í Stykkishólmi og var að
endurtaka sönginn aftur sama
kvöldið vegna mikillar aðsókn-
ar. Morguninn eftir var lagt af
stað til Reykjavíkur og komið
þangað kl. 10 um kvöldið, sem
fyrr segir.
í Breiðfirðingakórnum eru nú
34 söngmenn og konur, söng-
stjóri hans er Gunnar Sigur-
geirsson, en einsöngvarar þau
ungfrú Kristín Einarsdóttir og
Haraldur H. Kristjánsson. Far-
arstjóri í ferðinni var Jón Emil
Guðjónsson, formaður Breið-
firðingafélagsins í Reykjavík'
Aðalfundur Kaupfélags Hrút-
firðinga var haldinn laugardag-
inn 26. maí Sala erlendra vara
nam kr. 560 þúsundum og hafði
aukizt um kr. 120 þúsund frá s.
1. ári.
Samþykkt var að greiða fé-
lagsmönnum 5% i arð auk 3%
í stofnsjóð.
Eftirfarandi ályktun var gerð
um áburðarverksmiðjumálið:
„Aðalfundur Kf. Hrútfirðinga,
haldinn 26. maí 1945, telur að
stofnkostnaður og rekstur á-
burðarverksmiðju sé svo stór-
brotið fyrirtæki, að sjálfsagt sé,
að það verði framkvæmt af
hálfu hins oplnbera, og skorar
fundurinn á ríkisstjórnina að
hefja nú þegar gagngerðar
framkvæmdir í þessu máli.
Geti ríkisvaldið hins vegar
ekki fallizt á að ráðast i þetta
fyrirtæki, telur fundurinn æski-
legt, að S. í. S. taki til ýtarlegrar
athugunar, hvort það sjái sér
ekki fært, ásamt þátttöku kaup-
félaganna, að ráðast í þessa
framkvæmd, og þá að því á-
skildu, að ríkið leggi fram það
mikinn styrk til framkvæmd-
anna, að vænta megi, && verk-
smiðjan geti örugglega borið sig.
Ennfremur vill fundurinn
Aðalfundur Útvegsbanka ís-
lands h. f. var haldinn í húsa-
kynnum bankans 8. þ. m.
Reikningur bankans fyrir síð-
astliðið ár var lagður fram og
gaf formaður fulltrúaráðsins,
Stefán Jóh. Stefánsson, forstjóri
í sambandi við hann skýrslu um
starfsemi bankans á árinu, og
gerði samanburð við árið á und-
an. Fara hér á eftir nokkur at-
riði úr reikningunum; tölurnar
innan sviga eiga við árið 1943.
Sparisjóðsinnistæður’’ námu
31. des. 1944 rúmum 83,6 milj.
(64,6 milj.). Hafa aukizt um
rúmar 17 milj. kr. Hlaupareikn-
ingsinnistæður 66.8 milj. (49.8
milj.) — aukning 16.9 milj.
Sparisjóðs- og hlaupareiknings-
innistæður hafa á þá aukizt á
árinu um 33.9 milj. og er það
heldur meiri aukning en orðið
hafði undanfarandi ár, eri þá
nam hún 28% milj. Víxlar/voru
76.1 milj. (63.2 milj.) — aukning
12.8 milj. Skuldir á hlaupareikn-
ingi 28.6 milj. (17.7 milj.) —
hækkun 13,8 milj. Reikningslán
11.2 milj. (7.5 milj.).
Samtals námu útlán bankans
rúmum 123 milj. og höfðu auk-
izt um ca. 30 milj. á árinu.
Innistæður erlendis voru 24.2
milj. (27.9 milj.)
Vorþing Umdæmisstúkunnar
nr. 1 var háð hér í Reykjavík
dagana 26. og 27. maí. Sátu það
111 fulltrúar úr Suðurlandsum-
dæminu og voru þeir frá 2 þing-
stúkum, 16 undirstúkum og 5
unglingastúkum.
Samkv. skýrslu umdæmis-
templars hefir félögum í undir-
stúkum í umdæminu fjölgað um
500 á árinu sem leið, en alls
munu nú vera um 6000 Templ-
arar í Suðurlandsumdæmi.
Tvær nýjar undirstúkur voru
stofnaðar á árinu, önnur að Sel-
fossi, hin í Hveragerði og hafa
þær stöðugt verið að auka fé-
lagatölu sína. Auk þess var
stofnuð þingstúka fyrír Rangár-
þing.
Af samþykktum þingsins má
geta um þetta:
1. Áskorun til bæjarstjórnar
Reykjavíkur um að rannsaka
hver áhrif, meninngarleg og
leggja ríka áherzlu á, að þegar
ráðizt verður í að reisa áburðar-
verksmiðjuna, þá verði vinnslu-
afkastamöguleikar hafðir það
ríflegir, að öruggt þyki, að þeir
fullnægi að minnsta kosti inn-
lendri þörf í fyrirsjáanlegri
framtíð, þótt fullt tillit sé tekið
til þeirra stórstígu ræktunar-
framkvæmda, sem nú virðist
nauðsynlegt að gerðar verði á
næstu árum“.
Eftirfarandi ályktun var gerð
um veltuskattinn:
„Aðalfundur Kf. Hrútfirð-
inga, haldinn að Borðeyri 26.
maí 1945, vítir harðlega laga-
setningu síðasta Alþingis um
hinn svokallaða „veltuskatt" og
telur fundurinn, að með honum
séu þegnar þjóðfélagsins rang-
lega skattlagðir, miðað við
greiðslugetu þeirra. Sérstaklega
álítur fundurinn þetta koma
hart niður á kaupfélögunum,
þar sem verzlunarfyrirkomulagi
þeirra er þannig háttað, að í
framkvæmdinni hlýtur hann að
verka sem beinn skattur á lífs-
nauðsynjar félagsmanna. —
Treystir fundurinn og telur
sjálfsagt, samkvæmt loforðum
ríkisstjórnarinnar, að þessi
skattur verði ekki lagður á nema
í þetta eina skipti“.
Sjóðeign og innistæða í Lands-
banka íslands 28.8 milj. (19.3
milj.). Ábyrgðir vegna við-
skiptamanna námu 35.9 milj.
(29.3 milj.) og voru þær að
mestu leyti vegna vörukaupa er-
lendis, aðallega vestan hafs.
Greitt var að fullu enska lánið
frá 1921.
Jafnaðartölur efnahagsreikn-
ingsins eru 216.8 milj. (168.7
milj.).
Tii ráðstöfunar aðalfundar
var reksturshagnaður bankans,
sem nam 3 milj.v987 þús. (3.316)
og yfirfærsla frá fyrra ári, 130
þúsund, alls rúml. 4.1 milj., og
var samþykkt að verja fé þessu
þannig:
Hlutahafar fá 4% af
hlutabréfunum kr. 292.616
í varasj.ær lagt .. — 1.750.000
í afskriflareikn. .. — 1.750.000
í eftirl.sf. starfsm. — 200.000
Afgangur flyzt til næsta árs.
Samanlagðir varasjóðir bank-
ans nema nú 9 milj. króna.
Auk samþykktar reikningsins
lá aðeins fyrir að kjósa endur-
skoðendur til eins árs og voru
þeir Björn Steffensen endur-
skoðandi og Haraldur Guð-
mundsáon forstj., endurkosnir.
fjárhagsleg, áfengisútsalan hef-
ir á bæjarfélagið.
2. Áskorun til ríkisstjórnar-
innar um að láta lögin um hér-
aðabönn koma til framkvæmda
nú þegar.
3. Mótmæli gegn stofnun
nýrrar áfengisbúðar í Reykja-
vík. ,
Framkvæmdanefnd Umdæm-
isstúkunnar var að mestu end-
urkosin, og skipa hana nú: Jón
Gunnlaugsson stjórnarráðs-
fulltrúi, umdæmistemplar, Þor-
steinn ÞorsteinssOn kaupmaður,
Sigríður Halldórsdóttir frú, Þor-
steinn Sveinsson héraðsdóms-
lögmaður, Ingimar Jóhannes-
son skólastjóri, Kristinn Magn-
ússon pjálarameistari, Guðjón
Magnússon, málarameistari, Jón
Hafliðason, fulltrúi, Kristín L.
Sigurðardóttir frú, Pétur Zóp-
honíasson ættfræðingur, Guð-
geir Jónsson bókbindari.
Raítækjavínnustoían Selfossi
framkvæmir allskonar rafvirkjastörf.
TtMINN er víðlenuuta anglýringablagigt
*
Aðalfundur Utvegsbankans
f-------
Vorþíng. sunnlenzkra
templara
Samband isL samvinnufélaga.
SAMVINNUMENN!
Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega
í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir.
Frestið ekki að vátryggja innbú yðar.
I
Ullarverksmidjan
Gefjun
framleiðir fyrsta flokks vörur.
T
• /
Spyrjið því jafnan fyrsí eftir
Gefjunarvörum
þegar yður vantar ullarvörnr.
Skinnaverksmiðj an
Iðunn
framleiðir
StTUÐ SRIMN OG LEÐUR
4
ennfremur
hina landskunnu
Iðunnarskó
Hafnarfjörðnr.
Skrá yiir niðurjöfnun
útsvara í Hafnarfirði
fyrir árið 1945 liggur frammi almenningi til athug-
unar í skrifstofu framfærslufulltrúa í ráðhúsinu, frá
30. júni til 13. júlí n. k., að báðum dögum meðtöldum,
alla virka daga frá kl. 1—5 síðdegis.
Kærur yfir útsvörum skulu afhentar í skrifstofu
beéjarins fyrir. kl. 12 á hádegi laugardaginn 14. júlí
næstkomandi.
4 BÆJARSTJÓRIM.