Tíminn - 06.07.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.07.1945, Blaðsíða 3
50. blaO 3 TÍMBVIV, föstndagiim 6. júlí 1945 ÓLAFURJÓHANNESSON: Veltttskatturinn og samvinnufélögin Elns og kunnugt er, samþykkti síðasta Alþingi lög um veltu- skatt. Skattur þessi er svo furðu- legur og fráleitur, að slíks munu fá eða engin dæmi. Hann er ákveðið hundraðsgjald af veltu allra verzlunar- og iðnfyrir- tækja, er skattskyldan atvinnu- rekstur reka, samkvæmt lögun- um. Er greint á milli þess, hvort um heildsölu, smásölu eða iðn- að er að ræða, og gjaldið mis- munandi eftir því, þ. e. 1V2% af heildsölu en 1% af veltu smá- sölu, iðnfyrirtækja og allra ann- arra fyrirtækja, er gjaldskylda veltu hafa, samkvæmt lögunum. Hins vegar er enginn greinar- munum gerður á því, hvort rekstursafkoma fyrirtækjanna er góð, eða léleg, hvort þau eru rekin með hagnaði, eða halla. Ekkert tillit er heldur tekið til álagntngar varanna, hvort hún er há eða lág. Er þó álagning í flestum tilfellum ákveðin af op- inberum verðlagsyfirvöldum og er mjög mishá, eftir því um hvaða vörur er að ræða, eins og kunnugt er. En samkvæmt veltuskattslögunum er óheimilt að telja gjald þetta í kostnaðar- verði vöru og óleyfilegt að hækka vöruna vegna þess. Með skírskotun tll þessa á- kvæðis, hefir því verið haldið fram, af formælendum þessar- ar skattheimtu, þ. e. ríkis- stjórninni og stuðningsflofckum hennar, að gjald þetta væri að- eins lagt á fyrirtækin sem slík, en kæmi ekkert við pyngju hinna almennu borgara, þ. e. neytendanna, í landinu. Þetta er alröng kenning, eins og þegar hefir oftlega verið sýnt fram á. * Sú staðreynd, að gjald þetta hlýtur að bitna á neytendum, er sérstaklega augljós, þegar um verzlun eða aðra starfsemi sam- vinnufélaga er að ræða. Það er auðsannað, að félagsmenn í samvinnufélögunum hafa nær undantekningarlaust haft veru- legan hagnað af því að skipta við þau á undangengnum árum. Öllum hefir verið frjálst að nota sér þetta. Félögin hafa verið öll- um opin. Álagning þeirra hefir verið bundin sömu takmörkun- um og einkafyrirtækja. Þess vegna er útilokað að samvinnu- félögin hafi getað lagt meira á, eða selt dýrara, en önnur fyrir- tæki. En eftir ársuppgjör hafa svo að segja öll samvinnufélög úthlutað arði til félagsmanna sinna, er í langflestum tilfell- mu hefir numið frá 7% og alt upp í 13%, að stofnsjóðsgjaldi meðtöldu. Það er augljóst, að eftir álagningu veltuskattsins geta samvinnufélögin ekki út- hlutað slíkum arði, eða a. m. k. ekki nema að mjög litlu leyti. Undanfarin ár hefir Sam- bandið úthlutað all verulegum arði, eða afslætti, til félaga sinna. Slík úthlutun mun varla koma til greina, svo nokkru nemi, um næstu áramót, því að verði sala Sambandsins á að- keyptum vörum og iðnaðarvör- um jafnmikill á yfirstandandi ári, eins og s. 1. ár, mun það þurfa að greiða í veltuskatt um 757.000 kr. En þar með eru ekki öll kurl komin til grafar, þvi að samkvæmt veltuskattsslögunum er gjald þetta ekki frádráttar- bært við ákvörðun skatta á tekj- ur. Þess vegna verður gjalda- upphæð þessi talin með skatt- skyldum tekjum Sambandsins við skattaframtal þess, eftir næstu áramót. Samkvæmt því verður það að greiða af henni tekju- og stríðsgróðaskatt árið 1946, sem nemur samtals rúm- lega 560.000 kr. Verður þá harla lítið eftir af tekjuafgangi Sam- bandsins. Samtímis því, sem fé- lögin missa arðsúthlutun sina frá Sambandinu, verða þau svo sjálf að greiða 1% skatt af allri sinni veltu. Á næsta ári verða þau svo að greiða tekjuskatt og eftir atvikum striðsgróðaskatt af veltuskattinum. Það segir sig sjálft, að þegar samvinnusam- tökin hafa greitt þessar upp- hæðir, verður lítið eða ekkert eftir, til að úthluta handa fé- lagsmönnum. Þess vegna er það ómótmælanleg staðreynd, að veltuskatturinn kemur þegar í stað niður á öllum þeim neyt- endum, sem eru félagsmenn í samvinnufélögum landsins og skipta við þau. Hann hækkar verð á vörum þeirra. Gagnvart þeim hefir hann því sömu verk- anir og tollur á neyzluvörur. Greinagóður embættismaður hefir reiknað út, að veltuskatt- urinn svari til 4—5% verðtolls af öllum vörum, sem seldar eru í landinu, jafnt nauðsynlegum sem ónauðsynlegum. Það, sem hér hefir verið sagt um samvinnufélögin, kemur einnig til greina um þær heild- sölu- og smásöluverzlanir, sem ekki höfðu farið upp í hámarks- álagningu við verðlagningu vara sinna. Þær hafa heimild til að hækka álagningu sína vegna veltuskattsins, á meðan þær fara ekki yfir lögleyfða álagningu. Vafalaust notfæra allar verzl- anir sér þetta, og þar með kemur veltuskatturinn niður á við- skiptamönnum þeirra. * Ríkisstjórnin hefir gefið lof- orð um, að veltuskatturinn skuli ekki verða framlengdur. í raun og veru er auðvelt fyrir stjórn- ina að gefa slík loforð, því að sannleikurinn er sá, að veltu- skatturinn hefir verið lagður svo haganlega á fyrir ríkið, að hann verður í framkvæmdinni fleiri ára skattur, eins og nú skal sýnt fram á. Ég tek skatt- greiðslur Sambandsins, sem dæmi, af því að þær eru mér nærtækastar. Eins og áður er sagt, mun' veltuskattur Sambandsins nema yfirstandandi ár. kr. 757.000,00, sé gert ráð fyrir sömu sölu á að- keyptum vörum og iðnaðarvör4 um og árið áður. Árið 1946 verð- ur svo Sambandið að greiða 560.000 kr. í tekju- og stríðs- gróðaskatt af þessu veltuskatts- gjaldi. Næsta ár verður svo Sambandið að greiða tekju- og stríðsgróðaskatt af þeirri upp- hæð, sem það greiddi í tekju- og' stríðsgróðaskatt árið 1946 og svo koll af kolli. Sé gert ráð fyrir þvi, að þessi upphæð verði öll í há- marksskatti, þ. e. að Sambandið hafi aðrar skattskyldar tekjur eða skattskyld gjöld, t. d. út- svar og annan tekju- og stríðs- gróðaskatt, er nemi a. m. k. 200 þús., mundi dæmið líta þannig út: Árið 1946 greiðir Sambandið 560 þús. í tekju- og stríðsgróða- skatt af veltuskatti þeim, sem það greiðir árið 1945. Árið 1947 greiðir það tekju- og stríðsgróðaskatt af þessum 560 þús. 76%, eða kr. 425.600,00. Árið 1948 greiðir það tekju- og strlðsgróðaskatt af þessum kr. 425.600,00 76%, eða kr. 323 þús. Þannig heldur halinn áfram að teygja úr sér, þó að hann verði æ mjórri, eftir því sem lengur líður. Það verður því sæmilega há upphæð, sem Sam- bandið greiðir í veltuskattinn og fylgifiska hans. Sama sagan gerist svo hjá samvinnufélögunum, þó að í smærri stíl sé. Auðvitað á þetta einnig við um einkafyrirtæki. Þau verða einnig að greiða tekju- og stríðsgróðaskatt af veltuskatti þeim, er þau greiða. Einnig hjá þeim ná afleiðingar þessarar skattgreiðslu langt fram í tímann. Tökum t. d. heildverzlun, sem hefir 10 milj. kr. umsetningu. Hún greiðir í veltuskatt 150 þús. krónur. Óhætt er að gera ráð fyrir því, að öll sú upphæð lenti í há- marksskatti næsta 'ár. 1946 yrði því verzlunin að greiða í tekju- og stríðsgróðaskatt 90% af þeirri upphæð, 150 þús. kr., er hún greiddi I veltuskatt 1945, eða kr. 135.000,00. Næsta ár yrði íhún svo að greiða 90% af kr. 135.000,00 og svo koll af kolli. Þó að bannað sé að telja greidd- an veltuskatt með kostnaðar- verði vöru, nær það ekki til tekju- og striðsgróðaskatts. Þeir skattar eru, eins og hver önnur opinber gjöld, reksturskostnað- ur, sem eðlilegt og sjálfsagt er að taka tillit til við verðákvörð- un vöru. Þess vegna er það full- víst, að skattgreiðslur þessar hljóta þegar á næsta ári að hafa nokkur áhrif á vöruverðið. Sýnir þetta enn glögglega fánýti þeirrar kenningar, að veltu- skatturinn snerti ekki neyt- endur. Því mun vera haldið fram af formælendum veltuskattsins, að fordæmi hafi áður verið skapað um það, að greidd opinber gjöld skyldu ekki vera frádráttarbær við ákvörðun skatta á tekjur. En hér er I rauninni ólíku saman að jafna, því að eins og áður hefir verið tekið fram, er veltu- skatturinn í eðli sínu tollur, en ekki beinn skattur. En um tolla eru engin slík fordæmi fyrir hendi. Enda virðist regla sú, að | Þegar ferðamaður nemur stað- ar á heiðarbrún, þá liggur leiðin hin farna að baki, en framund- an er óvissan. — Margur veitir sér þá andartakshvíld og athug- ar leiðina, sem farin ér, og skyggnist jafnframt fram á leið. Á merkum tímamótum er hollt að líta yfir farinn veg og skyggn- ast fram. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg.“ Spurningarnar hlaðást á mann. Með alvöruþunga ryðja þær sér til rúms. Við skulum athuga þær, sem fastast leita á hugann. 1. Hver voru rökin að því, að við fengum frelsi og fullveldi? 2. Höfum við kunnað að meta réttilega fengið frelsi? 3. Erum við fær um að verja og vernda frelsið? 4. Hvernig eigum vlð fram- vegis að sanna umheiminum, að okkur beri frelsi og fullveldi, þótt þjóðin sé lítið fjölmennari greiddir skattar skuli ekki vera frádráttarbærir, við ákvörðun skatta á tekjur næsta ár, heldur óheppileg, svo að ekki sé meira sagt. * Eins og kunnugt er, annast Sambandið og samvinnufélögin um innflutning og verzlun á ná- lega helmingi af öllum kornvör- um, fóðurvörum, kaffi, sykri og ýmsum fleiri nauðsynjavörum, en aftur á móti ekki nema til- tölulega lítinn hluta af flestum álagningarmeiri vörum, svo sem vefnaðarvörum, búsáhöldum og einkanlega ýmsum öðrum vör- um, sem ónauðsynlegri eru. Eins og þegar hefir verið frá skýrt, er veltuskatturinn jafnhár af öllum vörum, hver sem álagn- ingin er, hvort sem hún er t. d. 3—4%, eða 10—20%. Það er því auðséð, hversú miklu þungbær- ari þessi skattur er fyrir þau fyrirtæki, sem aðallega flytja inn nauðsynjavörur, heldur en hin, sem selja aðeins hinar álagningarmeiri vörur. Þegar á þetta er litið og einnig það, sem lýst hefir verið, að skattur þessi bitnar þegar í stað beinlínis á félagsmönnum samvinnufélag- anna, og miðar þannig að því að afnema þann hagnað, sem menn hafa haft af því að gerást þátt- takendur í samvinnufélögun- um, fer ekki hjá því, að mönn- um komi til hugar, að skatt- lagningu þessari hafi sérstak- lega verið beint að samvinnu- mönnum í landinu og samtök- um þeirra. Þess vegna verðA all- ir samvinnumenn, hvar í flokki, sem þeir annars eru, að risa til varnar. Þeir verða að sameinast um það hvorttveggja, að fá af- numdar hinar ranglátu afleið- ingar veltuskattslöggjafarinnar og að koma I veg fyrir slíka skattaálagningu framvegis. Þetta var fulltrúum á nýaf- stöðnum Sambandsfundi fylli- lega ljóst, Þar sem eftirfarandi tillaga um veltuskattinn var en starfsfólk í einni risaverk- smiðju í Ameríku? 5. Getum við tryggt efnalegt sjálfstæði út á við, því að án þess heldur engin þjóð frelsi sínu stundinni lengur? Áður en1 ég geri tilraun til að svara þessum spurningum að einhverju leyti, langar mig til að hverfa að öðru efni. Hinn 16. maí i vor var ég staddur austur í Kirkjubæjar- klaustri á Síðu, sem hét til forna Kirkjubær. — Þar er dásamlega fögur fjallasveit með undra- verðu útsýni til jökla og sjávar. — Staðurinn er líka sögulega merkur frá fyrstu tíð. — Þar nam land Ketill fífiski, dóttur- sonur Ketils flatnefs. Hann var kristinn og hafa þar aldrei heiðnir menn búið. Rétt hjá Kirkjubæ er Systra- stapi, en skammt frá honum stöðvaðist hraunflóðið mikla, er sr. Jón Steingrímsson flutti hina frægu eldmessu. En um Systrastapa er þessi (Framhald á 6. síöu) Stcfán Jónsson, mámsstjórl: Sjálfstæði íslendinga Hér á eftir birtist kaflar úr ræðu, sem Stefán Jónsson námsstjóri flutti á skemmtun í Stykkishólmi 17. júní síð- astliðinn. Er þar komið víða við og gripið á mörgu því, sem þjóðinni mætti verða umhugsunarverðast. Megináherzlu leggur þó Stefán á það, að „sjálfstæð þjóð hlýtur alltaf að líta á sína eigin menningu sem undirstöðu og við þjóðlegan stofn á að tengja állt, sem innflutt er“. Ný útgáfa Islendíngasagna í tilefni af hinni nýju út- gáfu íslendingasagna, sem aug- lýst var í seinasta blaði, hefir blaðið snúið sér til Guðna mag. Jónssonar, sem er ritstjóri út- gáfunnar, og beðið hann að skýra blaðinu nánar frá henni. — Eins og kunnugt er, segir Guðni, hefir verið um tvær út- gáfur íslendingasagna að ræða ' hér á landi, sem máli skipta. Hin eldri og útbreiddari, er-út- gáfa sú, sem kennd er við Sig- urð Kristjánsson. Hefir hún unnið stórmikið gagn á sínum tíma. En þrátt fyrir það var hún í upphafi af vanefnum gerð og textar eigi svo vandaðir sem skyldi. Á síðari tímum hefir ver- ið úr því bætt í þeim sögum, sem endurprentaðar hafa verið. En nú um langa hríð hafa einhverj- ar af sögunum oftast verið u^p- seldar, svo að útgáfan í heild hefir ekki fengizt nema með höppum og glöppum. í hana vantar og margt af sögum og þáttum, sem þar ættu að vera. Hin útgáfan er Fornritaútgáfan, sem verður, er timar líða fram, hin ágætasta heildarútgáfa af fornritum vorum. En kynslóð- irnar geta ekki beðið eftir henni, og bindin seljast upp jafnóðum og þau koma út og áður en þorri manna veit af. Hin nýja útgáfa á að bæta úr þessum ágöllum fyr irrennara sinna með því að gefa öllum íslendingum, sem þess óska, kost á ódýrri, handhægri og vandaðri textaútgáfu allra íslendingasagna á stuttum tíma. Eins og nærri má geta, er hin nýja útgáfa á engq,n hátt sett til höfuðs áðurnefndum útgáf- um. Ég lít svo á, að þær eigi allar göfugt hlutverk að vinna og geti unnið það hlið við hlið. — Hvað er að segja um við- bæturnar við íslendingasögurn- ar, sem verða í nýju útgáfunni? — í nýju útgáfunni verða um 20 rit, bæði sögur og þættir, sem ekki hafa birzt í fyrri heildar- útgáfum. Fæst af þeim hefir I verið prentað áður hér á landi, I heldur hér og hvar í útlendum útgáfum. Sögur þessar og þættir eru þvi algerlega nýjung fyrir flesta íslenzka lesendur og stór- merkilegur viðauki við þær sög- ur, sem almenningi eru kunnar. í hinni nýju útgáfu verða þann- ig alls um 100 sjálfstæð rit. 'mf Guðni Jónsson — Verður textanum nokkuð breytt frá fyrri útgáfum? — Því má svara bæði játandi og neitandi. í þeim sögum, sem þegar eru til í vönduðum útgáf- um, mun engra eða mjög óveru- legra breytinga þörf. En sumar sögurnar hafa aldrei verið gefn- ar út með nægilegri nákvæmni, og má gera ráð fyrir, að leiðrétta þurfi ýmsar misfellur í texta þeirra með samanburði við handrit. Getur verið, að ég verði að bregða mér til Kaupmanna- hafnar, til þess að athuga hand- rit af nokkrum sögum í Árna- (Framhald á 6. slöu) saga skráð. — Eitt sinn meðan nunnuklaustur var í Kirkjubæ, komst sá kvittur á kreik, að eifi- hver nunnan hefði brotið skír- lífsheit sitt og átt samfund við Stefán Jónsson karlmann úr nágrenninu. Príór- innan hóf rannsókn í þessu máli, en við brotinu lá dauða- hegning, ef sannanir fengjust. Við rannsókn málsins bárust böndin að tveimur systrum. Önnur hvor þeirra var sek. Það var sannað. En hvor þeirra var það? Hvorug vildi meðganga og hvorug bar sök á aðra. Málið mátti ekki ' niður falla. Full sönnun fékkst ekki, svo að prí- orinnan lét taka báðar af lífi. Þeim var valínn legstaður uppi á stapanum háa. Gert var yfir leiðin og þau þakin. Að vori þegar jörð greri, var annað leið- ið skrúðgrænt, en hitt nakið og blásið, og svo er enn þann dág í dag, segir sagan. Þannig kom sakleysi og göf- lyndi hinnar saklausu í ljós. Hennar, sem heldur vildi sak- laus láta lífið, en koma upp sannri sök um brotlega systur. — Þetta eru í þjóðtrúnni laun göfuglyndis og vitnisburður sakleysisins. Fyrir nokkru kom út bókin „Fagrar heyrði ég raddirnar". Ég ann þeirri bók meira en flest- um nýjum bókum. Þar er hver perlan annari fegurri sett fram í alþýðlegum viðlögum og ævin- týrakenndum ljóðum. Þar er hið fagra kvæði um Tistram og Isold hina björtu. Þau unnast, en fá ekki að njót- ast, og Isold er öðrum gefin. Tistram særist til ólífis, í bar- daga, en heldur þó llfi. — Hann vill ekki að nein önnur græði sig en Isold hin bjarta frú. Skip er sent eftir henni og skal það tjalda fagurbláum seglum, ef hún kemur með, en ella svörtum. — Isold hin svarta situr hjá Tistram. Hún ann þeim ekki samfunda. Þegar skipið nálgast segir hún það tjaldi dökkum seglum. Þá sprakk Tistram af trega. — Þegar Isold hin bjarta leit Tistram látinn hneig hún örend til jarðar. — „Ekki skulu þau heldur njótast dauð,“ sagði þá hin svarta Isold. — Og sitt hvorum megin kirkjunnar voru þau grafin. — En þá segir svo í kvæðinu: „Runnu upp“frá leiðum þeirra lundar tveir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.