Tíminn - 06.07.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.07.1945, Blaðsíða 6
 TfmiVN, föstndaginn 6. julí 1945 50. blað DÁNARMIMING: Krístján Sigurðsson & Reykjum á Reykjabraut anir og vildi unna öörum hims sama. Pramhleypni og hégóm- leg metnaðargirni voru fjærri skapi hans. Fór því svo um hann eins og oft vill verða um slíka menn, að hann kom minna við opinber störf fyrir sveit sína.og sýslu en skyldi. Kristján hafði ekki verið sett- ur til mennta í neinum skólum, en aflaði sér sjálfur staðgóðrar menntunar í skóla lífsins. Fylgd- ist hann einkar vel með öllum landsmálum og tók sér stöðu í liðssveitum framsækinna um- bóta- ,og samvinnumanna. — Kristján var vel máli farinn. Veittist honum létt að færa fram skýr rök fyrir máli sínu, var beinskeyttur og markviss og lét ekki ginnast af smjaðri og kjassmælgi. Var hann fljótur að átta sig á hverju máli og lét ekki umbúðir eða aukaatriði villa sér sýn. Áttu framfaramál héraðs- ins jafnan 'öruggt fylgi hans, svo sem bættar samgöngur o. fl. Krisján unni mjög erfðaóðali sínu, Reykjum á Reykjabraut, þar sem hann hafði alið allan aldur sinn og lét sig dreyma um framkvæmd þeirra miklu mögu- leika, sem tengdir eru við þá jörð í sambandi við jarðhita hennar. Studdi hann að því að þar yrði byggð sundlaug og stundað sundnám og hefði kosið að það mál væri lengra á veg komið en er. Kristján var kvæntur Ingi- björgu Pálsdóttur frá Akri, gáfu- og myndarkonu. Áttu þau 5 hörn er upp komust og lifa fjögur þéirra, 3 dætur giftar og einn sonur, Páll að nafni, sem nú býr á Reykjum. Konu sína missti Kristján fyrir allmörgum árum, en dvaldi á Reykjum eftir það í sambýli við Pál son sinn. Heilsa hans var mjög þrotin hin slð- ustu ár, en sálarkraftar óskert- ir til hins síðasta. Þ. 7. febrúar þ. á. andaðist að heimíli sínu, Reykjum á Reykja- braut, Kristján Sigurðsson bóndi þar. Kristján var fæddur 3. nóv. 1861 á Reykjnm og átti þar heimili og dvaldi þar nær óslit- ið til æviloka, enda jafnan kenndur við Reyki. Kristján var kominn af traust- um og góðum bændaættum. For- eldrar hans voru hjónin Sigurð- ur Sigurðsson af svokallaðri Giljárætt og Þorbjörg Árnadótt- ir bónda á Tindum. Var Þor- björg systir Jóns Árnasonar skálds á Víðimýri.föður séra Sig- fúsar á Mælifelli. Börn Sigurðar og fyrri konu hans, Ingibjargar Guðmunds- dóttur, voru: Guðmundur bóndi í Vatnshlíð, Ástríður kona Jóns á Víðimýri og Rósa kona Jónas- ar óðalsbónda Jónssonar í Finns- tungu. Voru þau systkin öll ann- áluð sökum mannkosta. Börn Sigurðar og seinni konu hans, Þorbjargar, voru: Ingibjörg, kon^ Guðmundar hreppstj. Er- lendssonar i Mjóadal,mæt merk- iskona, en þau voru foreldrar Sigurðar skólameistara á Akur- eyri, og þeirra systkina, og Kristján. Þorbjörg, .móðir Kristjáns, var eins og hann jafnan kennd við Reyki. Mun hún hafa orðið öll- um, er henni kynntust, minnis- stæð, stórskorin, stillt og traust. Réði hún um sína tíð jafnan miklu á Reykjum og var sökum skörungsskapar og ráðdeildar jafnan talin fyrir hinu stóra rausnarbúi þar. Síðari maður hennar var Egill Halldórsson, bróðir séra Daníels á Hólmum. Var hann smiður góður, en gaf sig lítt að búrekstri. Eftir að Þorbjörg varð ekkja í annað sinn, bjó hún um skeið með Kristjáni syni sínum. Var hann augasteinn hennar og eftirlæti, enda hafði hann tekið að erfð- um margt það, er henni var til ágætis. Kristján var gleðimaður eink- um á yngri árum og raddmaður góður, háttprúður, fríður sýnum svo af bar, karlmannlegur og höfðinglegur. Fýsti því marga að kynnast honum og töldu hann líklegan til forustu, enda fjölbreyttum og góðum hæfileik- um búinn, en Kristján hafði enga löngun til mannaforráða. Hann vildi sjálfur vera sem ó- háðastur öðrum og vera í friði . . með sannfæringu sína og skoð- ,f°fnsjóð en 7% til utborgunar á ágóðaskylda uttekt. Fundur- Kristjáh Sigurðsson Reykir á Reykjabraut voru á æsku- og manndómsárum Krlst- jáns þjóðkunnur staður. Reykja- braut var þá póstleið og við- komustaður pósta á Reykjum. Síðar breyttist þetta og Reykir urðu afskekktur bær. Sennilega eiga Reykir eftir að komast aft- ur í þjóðbraut og verða í fram- tíðinni sem skólasetur, menn- ingarmiðstöð Austur-Húna- vatnssýslu. Mundi það mjög í anda og að ósk hins framsýna merkismanns og bezti minnis- varðinn er honum og hugsjón- um hans yrði reistur. B. St. Aðalhmdur Kaupíé- lags Suður- Borg- íirðínga Aðalfundur Kaupfélags S.- Borgfirðinga var haldinn 22. maí. Fundinn sátu 14 fulltrúar auk stj órnar, f ramkvæmda- stjóra og endurskoðenda. Fram- kvæmdastjóri gaf skýfslu um rekstur félagsins. Vörusala er- lend?a vara nam 1.198 þús., og hafði aukizt ,qá árinu um 280 þúsund. Féíagsmönnum hafði fjölgað um 73 og voru í árslok 275. Sam- þykkt var að úthluta 11% arði til félagsmanna, þar af 4% inn samþykkti að gefa 5000 krónur til landssöfnunar til bág- staddra Dana og Norðmanna. Svofelld tillaga var samþykkt um áburðarverksmiðju hér á landi: „Aðalfundur K. S. B. telur brýna nauðsyn á að komið verði upp áburðarverksmiðju hér á landi sem allra fyrst og helzt að hafizt verði handa um byggingu verksmiðjunnar á næsta ári, og beinir þeirri áskorun til S. í S., að taka málið í sínar hendur til fyrirgreiðslu og framkvæmda." Úr stjórn félagsins áttu að ganga Svavar Þjóðbjörnsson og Hálfdán Sveinsson og voru þeir báðir endurkosnir. Aðrir stjórn- armenn eru: Sigurður Sigurðs- son Stóra-Lambhaga, Júlíus Bjarnason Leirá og Sæmundur Eggertsson Akranesi. Kaupfé- lagsstj óri er Sveinn Kr. Guð- mundsson. Elztí Íslendíngur í Ameríku látinn Sveinbjörn Björnsson elzti ís- lendingur í Vesturheimi lézt rúmlega 101 árs að aldri á elli- heimilinu Betel í byrjun maí síðastl. Sveinbjörn var fæddur að Beruíirði 8. desember 1843. Hann fór vestur um haf 1882 og bjó lengi í Norður-Dakota. Á elli- heimilinu Betel dvaldi hann frá því árið 1937. íltlireiðið Tímann! Veltnskattnrlnn og samvinnnverzlnnin. (Framhald af 3. síöuj samþykkt með lámhljóða at- kvæðum: „Aðalfundur S. í. S., haldinn að Laugarvatni 24. júní 1945, ályktar að lýsa yfir því, að hann telur löggjöf um veituskatt frá síðasta Alþingi svo mjög rang- láta, að ekki sé viðunandi, eink- um af þeim ástæðum, er hér greinir: 1) Skattur þessi er ekki mið- aður við rekstursafkomu eða efnahag gjaldendanná, og er að því leyti ranglátari en aðrir toll- ar til ríkissjóðs, að hann leggst jafnt á brýnustu nauðsynjar sem miður þarfan og óþarfan varning. 2) Skatturinn leggst á alla fé- lagsmenn samvinnufélaganna og því þyngra, sem þeir hafa stærri fjölskyldur fram að færa, þar sem sá hluti skattsins, er S. í. S. og deildir þess borga, hlýtur að koma fram í minnkandi tekju- afgangsúthlutun til félags- mannanna, og verður þannig til að hækka verð þeirrar vöru, er þeir kaupa. 3) Auk þess veltuskatts, sem S. f. S. og sambandsfélögin verða að borga, og sem eins og áður segir, hlýtur að leggjast á félags- mennina, þurfa þau að greiða skatt af því fé, er þau þannig innheimta fyrir ríkissjóð, og leiðir veltuskatturinn þannig af sér stórkostlega hækkun beinna skatta hjá félögunum, sem kem- ur niður á félagsmönnum þeirra á næstu árum. Fundurinn mótmælir því þeirri tekj uöflunaraðferð.sem hér hef- ir verið upp tekin, og skorar á Alþingi að hverfa tafarlaust af þeirri braut“. Ég treysti því, að allir sam- vinnumenn fylgi samþykkt þess- ari fast eftir. í slíkum málum sem þessum, verða þeir að standa saman. Geri þeir það, mun slíkur skattur ekki lagð- ur á aftur, og ákvæði munu sett til varnar hinum óviðunandi af- leiðingum hans. Íslendíngahús í Kaupmannahöin í febrúarmánuði s. 1. stofnuðu íslendingafélagið og Félag is- lenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn húsbygglngarsjóð í þeim tilgangi að reisa íslendingahús, sem verði samastaður íslend- ínga þar í borginni. í húsi þessu eiga að vera bústaðir námsfólks og dvalarheimili gamalmenna meðal annars. íslendingar i Kaupmannahöfn telja þetta svo mikilvægt menningarmál fyr- ir samband Hafnar-íslendinga innbyrðis og við heimalandið, að þessu þurfi að hrinda í fram- kvæmd hið allra fyrsta. í Kaup- mannahöfn er þegar hafin fjár- söfnun og vænta þeir, sem að henni standa, þess, að málinu verði vel tekið heima og heita á menn til liðsinnis um fjár- söfnun á íslandi. Stjórn sjóðs- ins skipa þessir menn: Halldór Kristjánsson yfirlæknir, Hall- grímur Thomsen lögfræðingur, Jakob Benediktsson bókavörður. Jón Helgason prófessor og Mar- tin Bartels bankafulltrúi. Flufníngsgjald Vöruflutningsgjald með sænsk- um flugvélum, er fljúga eiga á milli íslands og Svíþjóðar, hefir verið ákveðið. Samkvæmt því ber að greiða fyrir hvert kíló- gramm 12.80 sænskar krónur. Frá Bandaríkjunum komu loftleiðis um seinustu helgi: Birgir Kristinsson, Halld. Pétursson, Rögnvaldur og frú Helga Sigurjónsson og sonur, Halldór Sv. Bjarnason, Skúli Hansen, Sigriður Eva Hansen, Katrin Egilsson. Bókmcnntir og listir. (Framhald á 6. slöuj safni eða að öðrum kosti að fá þau lánuð hingað til lands, ef þess verður auðið. — Er þá hér um nokkurs kon- ar vísindalega útgáfu að ræða? — Nei, alls ekki I venjulegum skilningi þess orðs. Ég tek eng- an orðamun úr hahdritum, skýringar verða engar nema á vísum og kvæðum og formálar mjög stuttir. Aðeins í einu til- liti vil ég að útgáfan verði vís- indaleg. Það er að textinn sé á- reiðanlegur, traustur og vand- aður, svo sem föng eru á. Þetta á fyrst og fremst að vera lesút- gáfa, þar sem lesandinn fær að vera í friði fyrir útgefandanum. — Hvernig hugsið þér yður að skipa sögunum niður? — Aðallega eftir því, hvar þær gerast. Þær, sem eru úr sama héraði koma í sama bindi, eftir því, sem við verður komið.Önnur sjónarmið, svo sem aldur ein- stakra sagna og áreiðanleiki, koma einnig til greina. — Hvað er að segja um ytra búning þeirra? — Sögurnar verða prentaðar með stóru og skýru letri og pappír vandaður. Brotið verður heldur minna en Skírnisbrot, sem allir þekkja. Bindin verða ekki stærri en svo, að þau verði létt og handhæg, — þreyti ekki lesandann með stærð eða þunga. — Hvað verður útgáfan í mörgum bindum? — Því miður get ég ekki svar- að því nákvæmlega enn. Það fer eftir því, hvað letrið reynist drjúgt og hvað bindin reynast hæfilega stór. En þau hljóta að verða eitthvað um 8—10 alls. — Og útgáfunni á að verða lokið á næsta ári? — Já, það er ætlunin, og ég vona, að sú áætlun standist. Ég tel það höfuðkost útgáfunnar að þurfa ekki að draga menn á henni von úr viti. Á næsta ári rriitmu sennilega koma út 2 bindi í einu á svo sem þriggja mánaða fresti, unz útgáfunni er lokið. — Og verðið er aðeins 300 krónur fyrir allt verkið? — Já, öll bindin eiga að kosta 300 krónúr í vandaðri kápu. Það verða líklega ódýrustu bóka- kaup á þessum tímum. En ís- lendingasögurnar, dýrmætasti þjóðarafur vor fslendinga, mega aldrei verða okurvarningur. Hve- nær sem íslendingi, ungum eða gömluni, ríkum eða fátækum, dettur í hug að eignast íslend- ingasögurnar, allar I heild eða einstakar, á hann að geta fengið þær keyptar í vandaðri og smekklegri, en þó ódýrri útgáfu. Blöð og tímarít t Gangleri, tímarlt Guðspekifélagslns, 1. hefti 19. árg. er nýkomið út. Efni þess er: Af sjónarhóii, Dyr andans eftir Gretar Fells, Styrjaldir, kristni og kirkja eftir Þorstein Valdimarsson, Meira líf eftir Gretar Fells, Guðspekin á þröskuldi hins nýja tíma eftir Kristján Krist- jánsson, Konungsherbergið eftir Gretár Fells, Stjórnmálin og hin innri fræðsla eftir Jón Árnason prentara, Norður- ljós eftir Gretar Fells. » S veltar st j órnarmál, 1. tölubl. þessa árgangs er nýkomið út. Aí efni þess má nefna: Ólafs- fjörður eftir Þorstein Símonarson, Út- svörin og álagning þeirra eftir Jónas Pétursson. Lög um útsvör, Launalögin nýju, Skýrslur um mannfjölda o. m. fl. Læknablaðið, 3. tölubl. 30. árg. er nýkomið út. Efnið er: Augneinkenni við háþrýst- ing, eftir Kristján Sveinsson og fund- ’argerð aðalfundar Læknafélags ís- lands. Vinnlð ötuUega fyrir Timann. Samband í»l. samvlnnulélaga. SAMVINNTJMENN! Þegar eldsvoða ber að höndum, brenna nálega í hvert sinn óvátryggðlr lnnanstokksmunlr. Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. Skmnaverksmiðjan Iðunn framleiðir StíTUÐ SRIM OG LEÐUR ennfremur hina landskunnu Iðunnarskó Tilkynníng til bænda í Dalasýslu Erum kaupendur að vorull, bæði þveglnni og óþveg- inni, og veitum henni móttöku að Brauíarholti í Haukadal. Þar geta menn og fengið lánaða úllarballa undir ullina og gert oss aðvart, ef óskað er eftir að ullin sé sótt heim, en um það getur verið að ræða ef bílfært er á staðinn. Verzlunarfélag Borgarfjarðar h.f., Bor$;arnesi. Skipaeigendur — Utgerðarmenn Athugið, að öll skip og báta fáið þið ávallt tryggða hjá oss með lægsta fáanlega iðgjaldi og beztu kjörum. ^Leitið því tilboða hjá oss. Athugið: Vér getum einnig vátryggt þá Svíþjóðarbáta og önnur skip, sem keypt eru til landsins, fyrir beztu fáanlegu kjör á HEIMLEIÐ og áfram, séu þau eigi í skyldutryggingu. Sjóvátryqqi aq ísiands Orðsendioj^ til ínnheímtumanna Tímans Skilagreinir fyrir síðasta ár ern ennþá ókomnar frá nokkrum innheimtumönn- nm Tímans. Eru þeir vinsamlega beðnir að senda þær hið allra fyrsta. INWBEIMTA TÍMANS. 4.. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.