Tíminn - 06.07.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1945, Blaðsíða 8
I DAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um þjóðf élagsmál. 8 REYKJAVÍK Þeir, setn vilja hgnna sér þjóðfélagsmál, Ítm- (end og átlend, þurfa að lesa Dagshrá. 6. JtLÍ 1945 50. blað f av\ái,l tmans ^ Utan úr heimi 2. Júlí, mánudagur: Rœtt um Tangier. Tangier: Hófst funduf Frakka, Breta og Bandaríkjamanna um framtíð héraðsins Tangier í Norður-Afríku, er lawt yfirstjórn Þjóðabandalagsins, en Spán- verjar hernámu á stríðsárunum. Tangier er talinn engu þýðing- arminnl staður en Gibraltar frá hernaðarlegu sjónarmiði. Bandaríkin: Skoðanakönnun sýnir, að demokratar telja Tru- man álitlegasta forsetaefni sitt i næstu kosningum, en republik- anir Dewey. 3. júlí, þriðjudagur: Bamlaríkjainenn í Berlln. Þýzkaland: Fyrstu- amerísku hersveitirnar fóru inn í Berlín til að taka við stjórn á hernáms- svæði Bandaríkjanna þar, en borginni verður skipt í þrennt milli Rússa, Breta og Banda- ríkjamanna. Nokkrar brezkar (Framhald af 1. síðu) 100 nianns i sinni þjónustu, svo þátttaka í verkfallinu ér tæp- lega 10% af starfandi verzlun- arfólki, sem vinnur hjá þeim fyrirtækjum, er verkfalli er lýst hjá. Þegar Alþýðusambandinu þótti sýnt, að deilan ynnist ekki með þessum hætti, lét hún fara fram atkvæðagreiðslu innan verka- lýðsfélaganna í Eyjunfi (Verk- lýðsfélags Vestmannaeyja, Sjó- mannafélagsins Jötuns, Vél- stjórafélagsins og Verkakvenna- félagsins Snót), um samúðar- verkfall til stuðnings Verzlunar- mannafélaginu í deilu þegsari. Skyldi samúðarverkfall - þetta eða allsherjarverkfall í Vest- mannaeyjúm hefjast 4. þ. m. At- kvæðagreiðslan fór þannig, að samþykkt var að' hefja samúð- arverkfallið, en þátttaka var sáralítil í atkvæðagreiðslunni, t. d. greiddu um 50 manns at- kvæði í Verkalýðsfélaginu, en • félagsmenn þar skipta hundr- uðum. Sáttatilraimfr. Þegar deilan var komln á " þetta stig, hóf sáttasemjari rík- isins, Torfi Hjartarson, afsKípti af málinu og var Þorstein Þ. Víglundsson umboðsmaður hans. Hann lagði fram 2. þ. m., á sam- eiginlegum fundi stjórnar Verzl- unarmannafélags Vestmanna- eyinga og Fél. kaupsýslumanna miðlunartillögu, er mun hafa verið þess efnis, að málið færi til úrskurðar Félagsdóms og verkföllunum yrði frestað á meðan. Báðar stjórnirnar féll- ust á að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um hiiðlunartil- löguna. Fór atkvæðagreiðslan fram á tilsettum tíma í Félagi kaupsýslurríanna, en um hádegi 3. júlí barst milligöngumanni sáttasemjara tilkynning frá stjórn Verzlunarmannafélags- ins, þar sem hún neitar að láta atkvæðagreiðsluna fara fram, enda þótt hún hafi áður verið búin að lofa því. Sáttasemjari bar þá Jfram nýja miðlunartillögu og fór jafnframt fram á, að samúðar- verkföllunum, er höfðu verið boðuð, yrði frestað um einn dag. Því var líka hafnað. Sú framkoma sáttasemjara hefir vakið talsverða óánægju, að hann neitaði að láta teljaf at- kvæði í hinni skriflegu atkvæða- greiðslu kaupsýslumanna um frumtillögu hans, þegar stjórn Verzlun^irmannafélagsins hafði híafnað henni. Samkvæmt á- kvæðum vinnul^ggj af arinnar teljAst tillögur sáttasemjara samþykktar, ef ekki fæst tiltek- in þátttaka í atkvæðagreiðslu í hlutaðeigandi félagi eða félög- um. Kaupsýslumenn lita því svo á, að raunverulega hafi tillagan verið samþykkt af hálfu hersveitlr voru þegar komnar til borgarinnar. Borneo: Ástralíumönnum verður vel ágengt hjá Balipapan, þar sem þeir gerðu seinustu inn- rás sína. Bretland: Mikil harka er 1 kosningabaráttunni. Brezkir herpienn erlendis byrjuðu að greiða atkvæði. 4. júlí, miðvikudagur: Curin deyr. Ástralía: Curtin, forsætisráð- herra Ástraliu, lést eftir allanga vanheilsu. Hann var forsætis- ráðherra seinustu 4 árin oe for- ingi Alþýðuflokksins. Hann þótti mikilhæfur stjórnmálamaður. Japan: Bandaríkj amenn gerðu mjög harðar lofárásir á hafnar- borgir í Japan. Filippseyjar: MacArthur lýsti yfir því, að raunverulega væri búið að brjóta á bak aftur alla mótsstöðu Japana á Filippseyj- um. „Verzlunarmanríáfélagsins, þar sem ekki sé um það að ræða, að henni hafi verið hafnað af til- skildum fjölda félagsmanna. Hafi svo tillagan einnig hlotið samþykki kaupsýslumanna, eins og líklegt þykir, sé hún þaf með orðin bindandi samkomulag og verkfallið þar með úr sögunni eða ólöglegt. Með því ag, láta ekki telja atkvæðin, hefir sátta- semjari hindrað þessa lausn. Er það alveg fáheyrt, að atkvæði séu ekki talin undir slíkum kringumstæðum og furðar menn því mjög á þessari kynlegu af- stöðu sáttasemjara. Verkfalllð hefst. Þar sem ekkert samkomulag hafði náðst, hófst hið auglýsta samúðarverkfall e$a allsherjar- verkfall í Eyjum árdegis 4. þ. m. Vinna stöðvaðist í tveimur frystihúsum og víðar, en mjög viða var þó unnið, eins og ekk- ert hefði ískorizt. Þannig sáust lítil merki þess, að stöðvun yrði hjásíldveiðiskipunum, þótt verk- fallinu væri ekki sízt ætlað að ná til þeirra, og fóru sum þeirra frá Eyjum þennan dag. Meðal þeirra manna, sem lögðu niður vinnu, ríkti yfirleitt mesta óá- nægja yfir þessari ráðsmennsku, en hinir voru fleiri, sem höfðu hana að eryju. Allar verzlunar- búðir, sem upphaflega verkfall- ið náði til, voru opnar eins og ekkert hefði ískorizt. Þegar kommúnistar sáu, að þetta nýja verkfall var einnig fullkomlega misheppnað, linuð- ust þeir mikið í samkomulags- umleitunum þeim, sem síðar fóru fram. Niðurstaðan varð því sú, að samkomulag náðist um það í gær, að málið skyldi lagt undir úrskurð Félagsdóms, eins og atvinnurekendur höfðu alltaf lagt til, og öllum verkföllum í sambandi við það frestað til 19. þ. m. • Þótt kommúnistar neyddust þannig í bili til að fallast á þessa lausn málsins, er sá ofstopi þeirra eigi að síður augljós, að þeir ætluðu sér að stöðva allt atvinnulíf Vestmannaeyinga til að koma fyrirætlun sinni fram. Þeir horfðu ekki í það, þótt fisk- urinn í frystihúsunum, sem met- inn var 4 milj. kr. -virði, yr$i gerður .ónýtur, ellegar þótt síld- veiðiskipin frá Vestmannaeyj- um stöðvuðust um ófyrirsjáan- legan tíma. Slikt hefði líka vafa- laust orðið, ef fólkið, sem sagt var að hefja verkfall, hefði ekki óhlýðnast því í svo stórum stíl, að kommúnistar sáu, að þeir voru komnir í ógöngur og kusu því heldur að fara samkomu- lagsleiðina að sinni. Takmark kom- múnlsta. /» % Það mætti vera öllum ljóst, að Lífið í Berlín. Sænski presturinn O. M. d^arlman, sem var í Berlín á vegum Rauða krossins í síðastl. mánuði, lýsir lífinu í Berlín á Dessa leið í viðtali við Svenska Dagbladet 20. f. m.: — Það er raunar óþarft að fara mörgum orðum um ástand- ið í Þýzkal. um þessar mund- ir. Það er öllum kunnugt, að það er alvarlegt og erfitt vandamál. íbúar Berlínar búa í kjöllurum og lifa aðallega á brauði og kartöflum. Rússarnir hafa hins vegar komið góðu skipulagi á skemmtanalífið. Það er dansað á hverju kvöldi og kvikmynda- húsin sýna rússneskar myndir og endrum og eins amerískar myndir. Af íbúum Berlínar eru konur í yfirgnæfandi meira hluta og fjárhagur þeirra er hinn örðugasti. Bankarnir eru lokaðir og þeir, sem eiga eitt- hvert sparifé, geta því ekki náð í það.* Atvinnuleysi er mikið. Rússar hafa látið konur, sem voru eða éru giftar SS-mönnum, ryðja göturnar og eru samgöng- ur í borginni nokkurn veginn kofnnar í venjulegt horf. Carlman segir frá því í við- talinu, að miklir skógareldar geisi -í nánd við Berlín, en lítið eða ekkert sé gert til að stöðva þá. Fyrirsögn blaðsins á viðtal- inu við hann er: Skógarnir Síldarverðlð. (Framhald af 1. síðu) sem áætlað væri að verksmiðj- urnar tæku á móti, væri of lít- ill og afborganir of miklar. Meirihluti síldarverksmiðju- stjórnar varð sammála um að, hafna þessu yfirboði. í sérstöku svari, sem hann sendi atvirínu- málaráðuneytinu, benti hann á, að sé reiknað með meðaltali bræðslusíldarafla og skipakosts undanfarinna 7 ára, verði út- koman sú, að búast megi við 630—650 þús. mála vinnslu hjá verksmiðjunum í sumar. Þá er sýnt fram á, að búast megi við talsvert meiri síldarsöltun en undanfarin ár. Viðkomandi af- borguninni er sýnt fram á, að þær séu lögákveðnar og fyrning- argjald verksmiðjanna á vélum sé helmingi lægra en hjá öðr- um fyrirtækjum. Það gerist svo næst í þessu máli, að Áki Jakobsson atvinnu- málaráðherra skrifar verk- smiðjustjórninni bréf, þar sem hann heimilar henni að kaupa síldina föstu verði fyrir kr. 19.00 málið. Meirihluti stjórnarinnar ákvað að nota sðr þessa heimild þessi deila í Vestmannaeyjum er aðeins upphaf að nýrri sókn kommúnista til að ná verzlun- armannastéttinni inn í Alþýðu- sambandið. VerzJjjinarmannafé- lag kommúnista í Vestmanna- eyjum er fyrsta verzlunar- mannafélagið, -sem Alþýðusam- bandið tekur upp á arma sína. Heppnist þessi tilraun í Vest- mannaeyjum, verður áður en langt líður, hafin svipuð sókn hér í Reykjavík, en Verzlunar- mannafélagið hér er skipulagt með sama hætti og gamla verzl- unarmannafélagið \ Eyjumj All- ar líkur benda til þess, að þessi tilraun kommúnista í Vest- mannaeyjum muni heppnast, jafnvel þótt úrskurður Félags- dóms gangi á móti þeim, því að eins og stjórn landsins nú er háttað, virðast forsprakkar Sjálfstæðisflokksins lifa eftir þeirri reglu að láta alltaf und- an kommúnistum, er í hárð- bakka slær. Heilindi stjórnar- samstarfsins má ekki Sízt marka á þvi, að kommúnistar beita þannig fullum yfirgangi og of- beldi í skjóli þess til að ná þeirri stétt undan áhrifum Sjálfstæð- isflokksins, sem verið heflr ein styrkasta stoð hans til þessa. Það verður einn ávöxt/urinn, sem Sjálfstæðismenn uppskera af stjórnarsamstarfinu. kringum Berlín brenna, en í borginni er dansað á hverju kvöldi. Umhvcrfis jörðina á 88 klst. Sænska Dagbladet skýrir ný- lega frá því, að ameríska flug- félagið Pan American Airways undirbúi farþegaflug umhverfis jörðina og muni hefja það straat og aðstæður leyfa. Ellefu menn hafá þegar pántað að verða þátttakendur. Fargjaldið verður 700 dollarar. Ráðgert er að flug- ið taki 88 klst. Helztu viðkomu- staðir verða: New York, Lissa- bon, Marseille, Róm, Aþena, Basra, Karacki, Kalkutta, Rang- Éok, Kanton, Tokio, Para- muschir, Alaska, Seattle, San Francisco, New York. Fólksfjölgun í Svíþjóð. Á síðastl. ári varð hlutfalls- lega meiri fólksfjölgun í Svíþjóð en nokkru sinni fyrr síðan 1877. Stafaði það bæði af fleiri barns- fæðingum en orðið hafa þar um langt skeið og innflutningi (flóttamenn ekki meðtaldir). Alls voru taldir 6.397 þús. íbúar í Svíþjóð um seinustu áramót og hafði þeim fjölgað um 75 þús. á árinu. Ál,rinu varð enn nokk- ur fólksfækkun í' sveitunum. Hefir sveitafólkinu farið sífækk- andi þar undanfarna áratugi. ekki til fulls, heldur greiða- kr. 18.50 fyrir málið, eða taka síld til vinnslu og greiða strax 85% af áætlunarverði og síðan uppbót samkvæmt endanlegu uppgjöri. Það mætti mikið vera, ef framkoma kommúnista í þessu máli hefði ekki önnur áhrif en þeir hafa ætlazt til. Svo augljós er sá tilgangur þeirra, að yfir- bjóðg. samstarfsmenn sína í stjór'ríarsamvinnunni og koma allri ábyrgð á þá, svo að hægt sé að ófrægja þá meðal sjó- manna og útvegsmanna á eftir. Þess vegna gera þeir engar til- lögur meðan meirihlutinn er að ganga frá sinum tillögum, en koma svo mánuði seinna mtfð yfirboð og leggja þá til, að verksmiðjurnar borgi miklu hærra verð en í fyrra, sem þeir samþykktu þá undir talsvert hagkvæmari starfsskilyrðum fyrir þær! Hafa þeir leikið hér samskon- ar yfirboðsleikinn og í sambandi við samningana um kjörin á síldveiðiskipunum. Annars er það ekki fasta verð- ið, sem gildir höfuðmáli fyrir útvegsmenn og sjóménn í þessu sambandi. Það skipulag, sem er hagkvæmast þeim, er tvímæla- laust fólgið í því að leggja síld- ina inn til vinnslu og fá svo það, sem fyrir hana fæst, að frá- dregnum vinnslukostnaði. Að- staðan við ákvörðun fasta verðs- ins er sú, að það hlýtur að verða heldur lægra_ en raunverulega verðið verður, nema einhver ó- höpp komi fyrir. Reynslan hefir lka orðið' sú, að þeir, sem hafa lagt síldina inn til vinnslu, hafa yfirleitt fengið hærra verð en hinir, sem seldu hana fyrir fasta veyrðið. í fyrra fengu t. d. þeir kr. 20.75 fyrir málið í stað kr. 18.00, sem var fasta verðið. Fleiri og fleiri útvegsmenn hafa líka far- ið inn á þessa braut, og sú þróun heldur vafalaust áfram á þessu ári. Með því verður rekstrinum komið á heilbrigðasta grundvöll og útvegsmenn og sjómenn fá fullkomlega það, sem þeim ber. Þegar reksturinn væri alveg kominn á þann grundvöll, virð- ist líka eðlilegt, að útvegsmönn- um og sjómönnum verði tryggð hæfileg hlutdeild í stjórn verk- smiðjanna. Happdrætti Háskóla íslands. Á þriðjudag verður dreglð í 5. flokki, og skal athygíi vakin á því, að þann dag verða engir miðar afgreiddir. Menn verða því að hafa endumýjað fyrir mánudagskvöld. Þeir, sem ætla úr bænum ættu að muna að endur- nýja áður. G A M L A BÍÓ " HÆTTULEGT HLIJTVERK „The Adventures of Tartu“. Spennandi njósnaramynd Robert Donat, Valerie Hobson. Sýnd kl. 7 og 9. * Bönnuð fyrir börn. /Evintýr á fjjöllum. Ganianmynd með GÖG og GOKKE. Sýnd kl. 5. " NÝJA BÍÓ <• RÓSA LÉTTLYNDA (Sweet Rosie O’Grady) Aðalhlutverk: Bety Grable, Robert Voung, Adolphe Menjou. Sýnd kl. 9. Étlagiim Jesse James. Litmyndin fræga, með Tyrone Power og « Hðnry Fonda. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð fyrir börn. mo, Þelr gerðu garðinn frægan * OG ÍDáðir voru drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. TJARNARBÍÓ Ý FELLIBYLCR l (Tornado). Amerískur sjónleikur. \ \ Chester Morris, Nancy Kelly. Aukamynd: Þýzkaland er sigrað. Yfirlit yfir aðalviðburði ófrið- arins. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ú R B Æ N U M Sumarstarf K. F. U. M. í Vatnaskógi er nú hafiö fyrir nokkru. Það var æskulýðsleiðtoginn séra Friðrik Frið- riksson, sem hóf þetta starf 1923. Síðan hafa á hverju sumri dvalið tugir og jafnvel hundruð ungra drengra úr Reykjavík í Lindarrjóðri K. F. U. M. í Vatnaskógi Hver flokkur dvelur í 7—10 daga, og nokkrir þrengir eru allt sumarið. Skógarmenn, en svo heitir félagsdeild sú, sem annast þetta starf. hafa reist veglegan skála í Lindarrjóðri við vatnið, sem getur hýst um 80 drengi. Kvenfélagið Hringurinn hélt útisámkomur í Hljómskálagarð- inum um seinustu helgi. 37 þús. krónur komu inn fyrir skemmtanirnar. Skemmatanirnar fóru mjög vel fram. Þær hófust á laugardag ki. 4 með ræð- um Þóru Borg Einarsson og Óskars Þorlákssonar. Um kvöldið skemmti hinn góðkunni leikari Friðfinnur Guð- jónsson með upplestri. Dans var stig- inn á palli til miðnættis. — Á sunnu- daginn kl. 2 hófst útiguðsþjónusta í garðinum. Séra Sigurjón Árnason pré- dikaði, en kirkjukór Hallgrímssóknar söng undir stjórn Páls Halldórssonar. Síðan lék amerísk hljómsveit undir stjórn John Corley. Kl. 17 fluttl Guð- mundur G. Hagalín erindi. Um kvöldið var dansað á palli. í tjöldum í garð- inum voru á boðstólum alls konar veit- ingar. Félagskonur höfðu sjálfar bak- að kökumar, og önnuðust þær einnig alla framreiðslu. Skóli ísaks Jónssonar og foreldranefnd skólans sótti fyrir nokkru um ábyrgð til bæjarráðs fyrir stotnkostnaði við nýbyggingu, sem sféólinn hyggst að reisa bráðlega hér í bænum. Þess var einnig farið á leit að bærinn greiddi einnig árlegan reksturshalla skólans, ef með þýrfti. Bæjafráð tók þetta mál fyrir á sein- asta fundi sínum í júní og var skól- anum synjað um ábyrgðina. Lúðrasveit Reykjavfkur á 23 ára afmæli næstkomandi laug- ardag. í sveitinni eru nú 20 fastróðnir menn, en auk þess 12 nemendur. Sveitin hélt hljómleika á Austurvelli í vikunni í tilefni af afmælinu. Flugrvél Loftleiða h.f. flutti í júnímánuði 863 farþega og flugtími var 98% klukkustund. Farang- ur vóg samtals 8078 kíló og póstur 1379 kíló. Flugferðir voru 120 og flogið 21 dag mánaðarins. Grumman vélin var ein í notkun, því að hina vélina var verið að undirbúa undir síldarleit. Leiðrétting. Höfundygreftirmæla um Hans Grön- feldt var Sigurjón Kristjánsson, en ekki Sigurður eins og stóð í blaðinu. Áheit á Strandarkirkju. N. N. kr. 10,00 Agnes og Dídí, kr. 80,00 íþróttaierdir (Framhald af 1. siðu) Þá fer úrvalsfimleikaflokkur úr K. R. til Vestfjarða um helg- ina, og mun hann sýna þar fim- leilfa undir stjórn Vignis And- réssonar á níu stöðum í þess- ari röð: Patreksfirði og Sveins- eyri á laúgardag, Bíldudal og Þingeyri á sunnudag, Suður- eyri á mánudag, Flateyri á þriðjudag, Hnífsdal á miðviku- dág, ísafirði á fimmtudag og Bolungavík á föstudag. — Far- arstjóri* er Ásgeir Þórarinsson. Kaupfélag Stybkishólms.. (Framltald af 1. síðu) ha’g sinn, gagnvart félaginu um 690 þús. krónur. Hagur félags- ins út á við, þ. e. gagnvart Sam- bandi ísl. samvinnufélaga hefir nú breyzt þannig að kaupfélagið átti nú við áramót í fyrsta sinni innstæðu hjá Sís 24 þúsund og 300 krónur, en í fyrra var skuld við Sambandið rúmlega 124 þús- und krónur. Á árinu 1944 greiddi félagið í vinnulaun um 725 þús. krónur. Ýms mál voru rædd og all- margar ályktanir samþykktar. Um veltuskattinn var svo- hljóðandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur Kaupfél. Stykk- ishólms mótmælir fastlega veltuskattinum, þar sem skattur þessi kemur til með að leggjast á sem neytendaskattur og skor- ar á Alþingi að framlengja ekki þenna skatt á næsta þingi.“ Um áburðarverksmiðjuna var svohljóðandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur Kaupfél, Stykk- ishólms leggur eindregið til að Samband ísl. samvinnufélaga láti reisa áburðarverksmiðju svo fljótt sem auðið er, og fái einkarétt á framleiðslu áburð- arins.“ Um samgöngurnar við Breiða- fjörð var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Kaupfél. Stykk- ishólms lýsir yfir því, að hann telur bættar samgöngur um Breiðáfjörð og Snæfellsnes eitt mesta hagsmunamál héraðanna umhverfis fjörðinn og felur stjórn og framkvæmdastjóra að vinna ákveðið að umbótum á þessu velferðarmáli og heimilar þeim að taka ákvörðun um bygg- ingu stærri báts, ef tök yrðu á og samningar nást við forstjóra skipaútgerðar ríkisins og við- komandi ráðherra.“ Þá samþykkti fundurinn að heimila stjórn og framkvæmda- stjóra að byggja vélaviðgerðar- stöð, ef tiltækilegt þykir og jafn- framt að leitast fyrir um vel hæfan mann til að veita vinnu- stofunni forstöðu. Úr stjórn félagsins gekk Jón V. Hjaltalín Brokey og var 1 hans stað kosinn Alexander Guðbjartsson bóndi á Stokk- hamri. Allsherjárverkfallið í Vestmannaeyjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.