Tíminn - 06.07.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.07.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMITVN, föstndaginn 6. júlí 1945 50. blað Aðalfundur Landssam- bands ísl. útvegsmanna Aðalfunöur Landssambands íslenzkra útvegsmanna var hald- inn í Kaupþingssalnum hér í Reykjavík, dagana 18. til 20. júní síðastliðinn. Fundinn sátu 52 fulltrúar frá 25 sambandsdeild- um, en af sérstökum ástæðum gátu nokkrir fultrúar ekki mætt. Fundurinn hófst með því að formaður sambandsins, Sverrir Júlíusson, Keflavj^, flutti langa og ýtarlega skýrslu stjórnarinn- ar og var gerður mjög góður rómur að máli hans. Fundarstjóri var Ólafur B. Björnsson, Akranesi, sem ætíð hefir stýrt aðalfundum sam- bandsins með mikilli röggsemi og prýði. Fundarritari var Bald- vin Þ. Kristjánsson, erindreki sambandsins. Á fundinum voru flutt þrjú ágæt og fróðleg erindi um hag- nýtingu sjávarafurða. Jón Gunnarsson, forstjóri, flutti er- indi um nýjungar í þurrkun fisks. Dr. Jakob Sigurðsson, um niðursimu á sjávarafurðum og Hafsteinn Bergþórsson, útgm. um för slna til Bandaríkjanna og skipabyggingar þar. Þá mætti einnig á fundinum Nýbyggingarráð og flutti for- maður þess Jóhann Þ. Jósefsson alþm. erindi um tillögur og fyr- irætlanir ráðsins i sambandi við stofnlán til útvegsins og vaxta- greiðslur, en um þetta mál hafa fulltrúar frá sambandinu átt samvinnu og samræður við Ný- byggingarráð. Eftirfarandi ályktanir voru gerðar á fundinum: Dreifing fisktökuskipa. „Aðalfundur L. í. Ú. lýsir sam- þykki sínu á þeirri ákvörðun stjórnar L. í. Ú. að taka að sér dreifingu fisktökuskipa á hinar einstöku verstöðvar á síðastlið- inni vetrarvertíð. Og telur fund- urinn rétt og sjálfsagt að L. í. Ú. fari eitt með þessi mál, á meðan að útflutningur á ísvörðum fiski er í jafn stórum stíl og verið hefir undanfarin ár.“ Sameiginleg innkaup til útvegsins. „Aðalfundur L. í. Ú. telur njik- ils vert að sambandið annist sem mest sameiginleg innkaup helztu nauðsynja hinna ýmsu félaga. Af því hve þetta er marg- þætt mál umfangs, um uppbygg- ing og í framkvæmd, óskar fundurinn að stjórnin taki þetta þegar til rækilegrar athugunar, og nú þegar til framkvæmda eftir því, sem frekast er hægt. Fundurinn óskar þess að stjórn- in leggi fyrir næsta aðalfund til- lögur um fastmótað skipulag verzlunarmálsins, enda væntir fundurinn þess að innan þess tíma hafi fengist nokkur reynsla í þessu efni samkvæmt framan- sögðu.“ Tillaga þessi var flutt af Ólafi B. Björnssyni. Innflutningur veiðárfæra. „Aðalfundur L. f. Ú. skorar á stjórn félagsins að fylgjast vel með og vjpna að, að næg veiðar- færi verði til í landinu fyrir næstkomandi vetrarvertíð." Ráðstöfun gjaldeyris. „Aðalfundur L. f. Ú. haldinn 19. júní, 1945, telur rétt og sjálf- sagt, að allsherjarsamtök út- vegsmanna eigi forgangsrétt á g^ldeyri þeim, sem úthlu^aður er af opinberum aðilum til inn- kaupa á nauðsynjavörum út- vegsins í landinu. Fyrir því fel- ur fundurinn stjórn sambands- ins að fylgja fast fram þessu máþ, þar sem hágsmunir út- vegsins byggjast verulega á því að innkaup á útgerðarvörum verði gerð í' stórum stíl fyrir beina milligöngu samtaka út- vegsmanna sjálfra.“ Tillaga þessi var flutt af Páli Oddgeirssyni og Hannesi Hans- syni í Vestmannaeyjum. Beitusíld. „Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna samþykkir að skora á stjórn sambandsins að beita sér fyrir því að sjá vél- bátaútgerðinni fyrir ódýrari beitussíld en nú er völ á. Enda er beitukostnaður nú óbærileg- ur.“ Tillaga þessi var flutt af Páli Oddgeirssyni. Stofnlánakjör. „Aðalfundur L. í. Ú. aðhyllist stefnu þá um stofnlánakjör til sjávarútvegsins, sem Nýbygg- ingarráð hefir lýst fyrir fundin- um, og felur stjórn sinni og nefnd um stofnlánastarfsemi útvegsins að hafa samstarf við Nýbyggingarráð um að fá þeirri stefnu framfylgt." Tillaga þessi var flutt af Jó- hanni Þ. Jósefssyni. Vaxtakjör í Svíþjóð. „Aðalfundur L. í. Ú. skorar á Nýbyggingarráð að fela nefnd þeirri, sem nú er á förum til Svíþjóðar á vegum ráðsins, að kynna sér vaxtakjör þau, sem útgerðarfyrirtæki og önnur framleiðslufyrirtæki eiga við að búa, einkum í Svíþjóð, og birta skýrslu um það efni, þegar heim kemur.“ Tillaga þessi var flutt af Finni Jónssyni. Beituskurður. „Aðalfundur L. í. Ú. beinir því alvarlega til fundarmanna og annarra meðlima sinna að at- huga, hvað hægt er að gera til þess að færa beituskurð í skyn- samlegt horf, _ og sömuleiðis til stjórnar L. í. Ú. að gera það sem í hennar valdi stendur til að fá viðunandi lausn í þessu máli.“ Tillaga þessi var flutt af Bald- vini Þ. Kristjánssyni. Iðgjaldagreiðslur. „Aðalfundur L. í. Ú. skorar á Nýbyggingarráð að fela enn- fremu^nefnd þeirri, sem nú er á förum til Svíþjóðar á vegum ráðsins, að kynna sér vátrygg- ingarfyrirkomulag og iðgjalda- greiðslur fiskiskipa á Norður- lönduip.“ Tillaga þessi var flutt af Ólafi B. Björnssyni. Tryggingar. „Fundurinn skorar á stjórn- ina að hlutast til um að hægt sé að tryggja, við vægu iðgjaldi, fatatjón skipverja, talstöðvar og kvaðir útgerðarmanna vegna veikinda skipverja." Tillaga þessi var flutt af Finn- boga Guðmundssyni og Jónasi Jónssyni. Brél til nafnlauss manns Eltir Jónas Baldursson, Lundarbrekku Ókunni herra! Þér sýnið mér þann heiður að skrifa grein í 81. tbl. Morgun- blaðsins þ. á. í tilefni af grein minni. „Afneitun ungmenna- félaganna". Greinina nefnið þér: „Hver afneitar“. Undir þessa grein setjið þér stafina H. J. Ég efast reyndar ekki um að það muni vera fanganiarkið yðar. Stríðstryggingar. „Aðalfundur L. í. Ú. haldinn í Reykjavík í júní 1945, skorar á stjórn sambandsins að vinna að því við Tryggingarstofnun rikisins að fá stríðstryggingar- iðgjald sjómanna afnumið eða lækkað, þar sem stríðinu í Ev- rópu er lokið.“ Tillaga þessi var flutt af Sig- urði Ágústssyni og Jónasi Jóns- syni. í stjórn sambandsins voru kosnir: Formaður: Sverrir Júlí- usson. Aðalstjórn: Kjartan Thors, Ásgeir G. Stefánsson, Loftur Bjarnason, Ólafur B. Björnsson, Ingvar Vilhjálmsson, Þorbergur Guðmundsson, Finn- urlJónsson og Jóhann Þ. Jósefs- son. Varaformaður var kosinn Finnbogi Guðmundsson og vara- stjórn: Þórður Ólafsson, Ólafur H. Jónsson, Ólafur Tr. Einars- son, Oddur Helgason, Hafsteinn Bergþórsson, Beinteinn Bjarna- son, Valtýr Þorsteinsson og Sturlaugur H. Böðvarsson. Endurskoðendur voru kosnir: Ólafur Jónsson, Sandgerði, og Óskar Jónsson, Hafnarfirði, og varaendurskoðandi Tómas Guð- jónsson, Vestmannaeyj um. Á fundinum ríkti mikill ein- hugur og áhugi um málefni og hagsmuni útvegsins í landinu, enda eru nú í sambandinu 30. félagsheildir útvegsmanna víðs- vegar i verstöðvum landsins og 8 einstaklingar, en sambandsfé- lagar ráða yfir rúmlega 20.000 smálestum í fiskiskipaflota landsmanna. Að fundinum loknum bauð sambandsstjórnin öllum fulltrú- um til kvöldverðar að Hótel Borg og var það hin ánægjulegasta samverustund allra viðstaddra. Skemmtu menn sér við söng og ræðuhöld fram eftir kvöldi. Upp af miðri kirkjunni mættust þeir.“ Þannig náðu þau saman, sem meinað var að unnast og njót- ast. ______ \ * En hvað snerta þessar þjóð- sögur og ævintýri sjálfstæði þjóðarinnar? Er nokkurt samband milli þjóðsagna, þjóðkvæða og t. d. sj álfstæðisbaráttunnar ? Ég veit ekki hvort mér tekst að gera ykkur ljóst hvernig þetta samband er. Ég vil reyna að skýra þetta: Friðriksberg er útborg í Kaup- mannahöfn. Um áttundi hluti borgarbúa á þar heima. Árið 1923 voru 100 þúsund manns í þessu borgarhverfi. — Það sama ár voru á íslandi 100 þúsund íbúar. — Á Friðriksbergi eru nokkrar stórar verksmiðjur, margar stórar verzlanir og vöru- geymsluhús, nokkrir barnaskól- ar, mörg glæsileg og falleg íbúð- arhús, fagrir trjágarðar og steinlagðar götur. En þeir eiga engap Matthías Jochumsson, engan Jónas Hall- grímsson, engan Hallgrím Pét- ursson og engan Jón Sigurðsson. Og þeir á Friðbergsbergi eiga engan Systrastapa með trega- blandinni þjóðsögu. — Þeir eiga engin kliðmjúk þjóðkvæði, sem heilla hugann eins og fegursta sönglag. Þetta er munurinn á þjóð og mannfjölda. Á þessum mun hvílir sjálf- stæði smáþjóðanna. Hin kliðmjúku þjóðkvæði, þjóðsögurnar spaklegu, ævin- týrin fögru, saga þjóðarinnar, minningar hennar og ættstofn. Allt eru þetta sterkir þættir í því að þjóð eigi rétt á að vera sjálfstæð þjóð. Ef þjóðin glatar þessum verðmætum. Ef þjóðsag- an og ævintýrið hverfur úr lífi þjóðarinnar, þá glatast margt með. Síðan — hin fagra fjallasveit — og kvöldkyrrðin og hin fagra útsýn við Breiðafjörð, á líka sterkan þátt í sjálfstæði lands- ins. Steinlagðar borgargötur á Friðriksbergi, og kaffihúsalíf um síðkvöld, styrkir ekki sömu þætti í þjóðlífinu. Til þess að þjóð sé og verði frjáls og fullvalda, þurfa synir og dætur að unna landi sínu og þjóð. Ekki er hægt að flytja svo á- varp á þessum degi, að minnast ekki foringjans mikla, Jóns Sig- urðssonar. Það er af mörgum viðurkennt, bæði í ræðu og riti, að engum einum manni á þjóðin það meira að þakka, að hún fékk viðurkennt frelsi sitt og full- veldi. Jafnframt því, að dagur þessi er minningadagur um stofnun lýðveldis á íslandi, þá er hann afmælisdagur okkar mesta þjóðskörungs. Á liðnum árum hefir oft og mörgum sinnum nafn Jóns Sig- urðssonar verið nefnt, en þó mun eitthvað rétt í þvi, sem Vilhjálmur Þ. Gíslason segir í inngangsorðum að bókinni Jón Sigurðsson í ræðu og riti. Hann segir, að miklum hluta ís- lendinga sé ævi Jóns og störf lítt kunn. Nafn hans er nefnt sem þjóðhetju, menn henda á lofti einstakar setningar og orð- tök úr ræðum hans og bréfum, og láta svo þar við sitja. En sannleikurinn er sá, að. persón- an Jón Sigurðsson, er svo merki- leg, að hver einasti íslendingur, sem á þess kost, ætti að kynna sér hana, eftir því sem aðstaða er til, af einkabréfum hans og ritgerðum um landsmál. Það vita allir, að sem stjórn- málamaður var Jón Sigurðsson óvenjulega sterkur, en vináttu- sambönd hans við menn voru þó, ef til vill enn sterkari. Einkabréf hans skipta tugum og hundruðum árlega, og eng- um vina sinna gleymir hann, og tryggðin og vinfestan er jöfn, þótt vinur hans snúist gegn honum í landsmálabaráttunni. Bréf Jóns Sigurðssonar eru gull- náma, og lýsa honum miklu bet- ur en nokkur orð fá gert. Ætið er hann boðinn og búinn að leggja vinum sínum lið, og lítil- fjörleg erindi þeirra rekur hann fyrir þá í Kaupmannahöfn, þótt jafnan sé hann önnum kafinn. Hús hans stendur öllum íslend- ingum opið einu sinni í viku hverri. Þar er etið og drukkið, sagðar fréttir frá íslandi og framfaramál íslands rædd af á- huga yfir borðum, sem hlaðin eru íslenzkum réttum. Einkabréfin og hin glæsilegu kvöldboð forsetans hafa ef til vill átt sterkasta þáttinn í því, að hann var svo ástsæll for- ingi. Persónan var óvenjulega sterk. Enginn gat gleymt hon- um, sem einu sínni hafði séð hann. , Hann skildi allra manna bezt rökin, sem til þess lágu, að ís- lendingum bæri að vera frjáls og fullvalda þjóð. Hann skildi allra manna bezt muninn á mannfjölda og þjóð, Hann skildi hvert gildi saga þjóðarinnar hafði í sjálfstæð- isbaráttunni — þjóðsögurnar, ævintýrin og þjóðkvæðin. Hann kunni að meta stofn þjóðarinnar og eggjaði íslend- inga lögeggjan, að gerast ekki ættlerar og dusilmenni. - Hann skildi það allra manna bezt, að fjárhagslegt sjálfstæði er skilyrði fyrir þvi, að þjóð sé frjáls og fuilvalda, og hóf bar- áttu fyrir verzlunar- og fjár- hagsmálum íslands. Hann skildi það, að frelsi fylgja bönd og skyldur, og ávit- aði skólapiltana, sem fluttu honum kvæði um þingtímann 1875, en þar var þessi setning: „Þú hetjan prúð, sem aldrei þekktir bönd“. Hann sýndi þeim fram á, að frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi heldur agaleysi og óstjórn. Jón Sigurðsson skildi það allra manna bezt, að þjóðleg verðmæti er sterkasti gjaldeyr- irinn, þegar lítil þjóð er metin. Þar duga fjármunir skammt. Hann vann því að því allt sitt líf að kynna sér sögu íslands, — þjóðkvæði — þjóðsögur og ævintýri. Og þótt hann væri framfaramaður og berðist oft fyrir nýmælum, vildi hann byggja alla framför á þjóðlegum grunni. Á þessu liðna lýðveldisári hafa allir verið bjartsýnir. Hafi ein- hver rætt um að fara gætilega, hefir rödd hans naumast heyrzt. Aukinn efnahagur og aukin lífsþægindi hafa lyft hugum manna á flug. Áætlað er að flytja inn hrað- virkar vélar og skip — og ekki síður hugsjónir og kenningar. Einn vill allt sækja í austur. Annar vill allt sækja i vestur. Hinir þriðju vilja halda sig að hinum norræna stofni. Læra af frændum vorum og nágrönnum. Um þetta er rætt og ritað. En eitt má ekki gleymast. Allt, sem innflutt er, þarf að tengjast við íslenzkar rætur, ef við viljum heita og vera sjálfstæð þjóð. Við verðum að eiga þrek og menningu til að velja og hafna, en ekki að gleypa nýmælin eins og þorskur gleypir beitu. Greinin ber það tvennt með sér, að þér séuð bæði ungmenna- félagi og ungur Sjálfstæðismað- ur, en að öðru leyti eru hvorki um hana né í henni nein þau kennimerki, að hægt sé að vita hver þér eruð. Þér leynið þar nafni yðar — sjálfum yður. Mér finnst það raunar auka- atriði, hver þér eruð, en hitt vil ég ekki leiða hjá mér, að vegna þröngsýni afneitið þér sannleik- anum, og af dómgreindarleysi lítilsvirðið þér ungmennafélög- in, með því að rangherma sögu- lega stöðu þeirra í þjóðlífi ís- lendinga á þessari öld. Ég kann ekki við það að tala um grein yðar og skoðanir við lesendur, og vita af yður í þoku nafnleysisins. Ég kýs heldur að snúa mér beint til yðar — inn í þokuna. Mennirnir krefjast uppfyll- ingar af lífinu, lífið krefst á- byrgðar af þeim. Og til þess að mönnunum takist það vel að lifa, þá þurfa þeir að hafa vök- ulan huga, og vaskar hendur, sem leysa og skila úrlausnum lífsins með drenglund og dugn- aði. Lífið er æfagamalt fyrirbæri, en þó sí-ungt fyrir hverja nýja kynslóð. Mannkynið hefir frá árdögum glímt við þá þraut og þann vanda að ná tökum á því — ná valdi yfir lífinu. — Hefir það jafnan gengið misjafnlega. Um það vitnar saga mannkyns- ins. í hepni speglast barátta ein- staklinga, og féíagsviðleitni fólksins alls meðal þúsunda þjóða til þess að skapa sér þau lífsskilyrði og lífskjör, sem við- unandi eru, og í henni speglast sí-endurtekin mistök og ósigrar þeirrar baráttu og viðleitni Þessa dagana fagnar hálfur heimurinn stormahléi eftir eina stórfélldustu og vafasömustu til- raunina, til þess að temja lífið í þjónustu mannkynsins. Flestir munu á eitt sáttir um það, að sú tilraun hafi fremur fært mennina fjær en nær markinu. — En hitt munu og flestir vera sammála um, að nauðsynlegt sé að vinna á ný það, sem tapast hefir, og enn- fremur að ná sem fyrst, eftir farsælum leiðum því takmarki, að samræma réttlætis- og sið- gæðishugsjónir mannkynsins, Ég vil taka dæmi af tveimur trjáreitum til að skýra mál mitt. Vorið 1912 fékk húsfreyjan í Stafafelli í Lóni nokkrar þroska- miklar birkiplöntur frá Hall- ormsstað. Hún gróðursetti þær framan við nýreist íbúðarhús móti suðri og sól. Jarðvegurinn var mildinn og djúpur — gaml- ar bæjarrústir. Nú eftir 22 ár er þarna glæsilegur trjágarður. Stofnfögur birkitré eru þarna jafnhá reisulega íbúðarhúsinu og breiða út krónur sínar. Sumarið 1907 heimsótti kon- ungur Dana ísland. í minningu um komu hans voru gróðursett mörg hundruð barrtré eða barr- trjáplöntur af útlendum stofni í leirblöndnum lyngmóum við Rauðavatn, skammt frá Reykja- vík. — í fyrstu leit svo út, sem plönturnar ætluðu að þrífást, en svo kom kýtingur í þðer allar, — sumar dóu, en aðrar lifðu sultarlífi. — Nú eftir 37 ár eru trén lágvaxin og þroskalítil. Þau hafa ekki náð fullum þroska í íslenzkum jarðvegi. Þau eru að- flutt og sett niður af handahófi í laklegan jarðveg, sem þau geta ekki þrifizt í. Ég veit ekki hvort þessi dæmi um misjafna trjáreiti hafa skýrt mál mitt. En það, sem ég vil vekja athygli á, er fyrst og fremst þetta: Sjálfstæð þjóð hlýtur allt af að líta á sína eigin menningu sem undirstöðu, og við þjóðlegan stofn á að tengja allt, sem innflutt er. Ef það gleymist, verður útkoman lík trjáreitnum við Rauðavatn. Sjálfstæð þjóð má ekki gleypa við nýmælum eins og óviti við lostætum bita, — heldur meta að velja og hafna, annars er sjálfstæði hennar í andlegum og verklegum efnum í stórri hættu. lífi þess og líðan hér á þessari jörð. Þetta vandamál — hin nýja leið að markinu. — hafa allir mestu hugsuðir heimsins tekið til athugunar undangengin hel- fararár, þar á meðal er rithöf- undurinn heimskunni, útlagi Þjóðverjinn Tomas Mann. í sumarhefti Helgafells 1942 birtist þýdd grein eftir hann, sem nefnist „Sigurinn eftir stríðið“. Þar ræðir hann af djúp- sæi og hreinskilni hið sameigin- lega vandamál alls mannkyns. — Niðurstöður hans eru í eftir- farandi málsgreinum, sem svo hljóða orðrétt: „Heimurinn á nú orðið allt sitt traust í því, að sósíalismi og lýðræði fái sameinazt og sam- lagazt, að vestrænt lýðræðikasti ellibelgnum og taki félagslegum umbótum, og austræna sam- eignarstefnan vaxi að mannúð og snúist á sveif með lýðræðinu, og taki að meta að verðugu rétt- indi og verðmæti einstaklings- ins“ og „Ef lýðræðið á að halda velli, verður að grundvalla fé- lagslegt frelsi og varðveita ein- staklingsgildið, en um leið að ívilna jafnréttinu af sanngirni og fúsum vilja.“ Eins og að líkum lætur skilur hann það til fulls, að maðurinn er félagsleg vera gædd ríku ein- staklingseðli og hvorutveggju eiginleikarnir þurfa að njóta sín eigi vel að fara fyrir mannfélag- inu. En þessi skilningur og þessi skýring er grundvallar- og meg- inboðun samvinnustefnunnar. M. ö. o. Mann kennir að það sé samvinnustefnan, sem eigi að tryggja sigurinn eftir stríðið, tryggja frið og velsæld fram- tíðarinnar. í byrjun þessarar aldar, þegar íslenzka æskufólkið stofnaði ungmennafélögin, þá var Þor- steinn Erlingsson lifandi skáld meðal þjóðarinnar,. Hann var eggjandi baráttuskáld, skáld æskunnar, réttlætisins og sann- leikans. Hann hefir því eflaust haft mikil áhrif á hugi þess fólks, sem lét óskir sínar rætast í stofnun og starfsemi ungmenna- félaganna. í einu sínu glæsileg- asta þjóðmálakvæði „Brautin" segir hann svo eftir að hafa lýst örðugu torleiði yfir klung- ur og bratta mannlífsins og sig- urlaununum eftir að komið er á hina langþráðu grund fyrir- heitna landsins: (Framhald á 7. siSu) Ég mun nú fara að ljúka máli mínu, en að lokum vil ég rifja upp skyldur vorar við hið unga lýðýeldi og bera upp tvær spurn- ingar: 1. Hvað þarf að vernda? 2. Hvað þarf að efla? Við þurfum að vernda móður- málið og auka fegurð þess. Við þurfum að vernda sögu þjóðar- innar — þjóðsögurnar — ævin- týrin og þjóðkvæðin kliðmjúku. Við þurfum að efla menntun — vísindi — listir. Verklega menningu, — vélavinnuræktun, — skipastól, — verksmiðjur. Allt þetta ber okkur að gera, ef við erum þeirri hugsjón trú, að ísland verði frjálst og full- valda lýðveldi — um aldaraðir. Tilvera og barátta hinnar ís- lenzku þjóðar, er líkust ævintýri eða stórfelldri þjóðsögu. Ef við gætum þess ekki að halda rétt á málunum, þá getur saga þjóð- arinnar orðið aðeins þjóðsaga eða ævintýri. Látum það aldrei henda okkur. íslenzka þjóðin á möguleika til að verða fyrir- mynd annarra smáþjóða. Hún á menningu, forna og nýja, sem hægt er að byggja á. Auðlindir landsins bíða þess að þær séu nýttar. Hin fengsælustu fiski- mið geyma enn gull framtíðar- inar. Fegurð landsins er sú sama og á dögum feðra vorra — og fegurð og gróður þess á eftir að aukast. Ég vil ljúka þessum hugleið- ingum með ljóðlínum úr hátíða- kvæði Huldu: „Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, og langt frá heimsins vígaslóð. Geym drottinn, okkar dýra land, er duna- jarðarstríð".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.