Tíminn - 10.07.1945, Page 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON.
ÚTGEPFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
Símar 2353" oe 4373.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.í.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9A.
Símar 2353 oe 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI,* Llndargötu 9A.
Síml 2323.
29. árg.
Rcykjavík, þriðjudagiun 10. júli 1945
51. blað
%
Esjuiarþegar segja íréttir
frá Norðurlöndum
Viðtal við Hjalta Gestsson, Ólaf Eiríksson og
Rögnvald Þorláksson
Flestir þeirra, sem komu meff Esju, hafa meira og minna
merkilegar frásagnir aff segja frá dvöl sinni á meginlandi Ev-
rópu á styrjaldarárunum. Tíffindamanni Tímans tókst í gær aff
ná tali af þremur þeirra, Hjalta Gestssyni frá Hæli í Árnessýslu,
Ólafi Eiríkssyni frá Reykjavík og Rögnvaldi Þorlákssyni bygg-
ingaverkfræffing frá Reykjavík. Fara frásagnir þeirra hér á eftir,
en þess ber aff gæta, aff þær eru ófullkomnari en skyldi, þar
sem um nauman vifftalstíma var að ræða í öll skiptin.
Er kommúni&tísk ógnaröld að heljast?
Stjórnarandstæðingum ógnað með
brottrekstri úr opínberum embættum
Hjaltí Gestsson
segir frá.
Hjalti Gestsson frá Hæli kom
heim með Esju með konu og
barn eftir 7 ára dvöl í Dan-
mörku. Hann lauk búfræði-
kantidatsprófi frá Háskólanum
í Kaupmannahöfn árið 1943; en
hefir síðan unnið, sem aðstoð-
arkennari við sama skóla. Tíð-
indamaður blaðsins hefir átt tal
við hann og skýrir hann þannig
frá ástandinu í Danmörku á her-
námsárunum:
— Fólki hefir yfirleitt liðið vel
og haft nóg af öllu því nauðsyn-
legasta, þ. e. a. s. til að borða.
En skortur hefir verið mikill á
fatnaði og það litla, sem fengizt
hefir, verið svo dýrt, að almenn-
ingur hefir varla getað keypt
það. Ýmsar fatnaðarvörur o. fl.
hefir verið ófáanlegt með öllu.
Næstum allt er skammtað og
það tekur langan tíma að ná í
vörurnar úr búðunum, því bið-
raðirnar éru oft langar. Þannig
er það yfirleitt með öll viðskipti.
Ástandið í landinu á hernáms-
tímanum hefir verið mjög alvar-
legt. Morð og dráp vóru algengir
viðburðir.. Fólk hefir fyllzt
miklu hatri til Þjóðverja, enda
hafa þeir komið grimmdarlega
fram, einkum þó Gestapomenn-
irnir. Þeir höfðu sér til aðstoðar
danska föðurlandssvikara, sem
njósnuðu um landa sína og
starfsemi mótstöðuhreyfingar-
innar. Þeir bentu Þjóðverjum á
þá brotlegu og voru þeir þá
teknir og hnepptir í fangabúðir
og oftast beittir pyndingum.
Á kvöldin var fólk sem minnst
Fundahöld um
helgina
Þrír stjórnmálafundir voru
haldnir um seinustu Þelgi.
Framsóknarmenn héldu fundi á
Skagaströnd og Hofsós og ríkis-
stjórnin á Blönduósi.
Á fundinum á Skagaströnd
mætti séra Sveinbjörn Högna-
son af hálfu Framsóknarflokks-
ins, en Jón Pálmason af hálfu
stjórnarsinna. Fundurinn stóð í
4—5 klst. og var Jón orðinn illa
leikinn eftir þá viðureign. Fund-
inn sóttu hátt á annað hundrað
manns.
A fundinum á Hofscfc mættu
Steingrímur Steinþórssonv og
Sigurður Þórðarson af hálfu
Framsóknarflokksins, en enginn
af hálfu stjórnarinnar. Fundinn
sóttu um 60—70 manns.
Á Blönduósi mætti séra Svein-
björn Högnason af hálfu Fram-
sóknarmanna, en Jón Pálmason,
Áki Jakobsson og Friðfinnur Ól-
afsson af hálfu stjórnarliðsins.
Fundinn sóttu um 200 manns.
Stjórnarliðið ber sig illa eftir
fundinn.
Framsóknarflokkurinn hafði
boðað ,til fundar í Búðardal á
laugardaginn, en hann féll nið-
ur. Höfðu þau mistök orðið við
boðun fundarins, að þess hafði
ekki verið gætt, að ýmsir inn-
ansveitarfundir voru á sama
tíma, m. a. manntalsþing, þar
sem þingmaður kjördæmisins
þurfti að mæta.
á ferli, því þá gat það jafnvel
átt það á hættu'að verða skotið.
Þegar mótspyrnuhreyfingin
framdi hefndarverk, átti Ge-
stapo það til að skjóta einhverja
af handahófi á sama stað kvöld-
ið eftir. Þá sló oft í bardaga
milli Dana og Þjóðverja. í frels-
isþernum i Kaupmannahöfn
voru um 16 þús. manns, þegar
Þjóðverjar gáfust upp. Það var
eins og gefur að skilja, mjög
hættulegt, að taka svo virkan
þátt í mótstöðuhreyfingunni.
Þegar uppgjöfin kom, var
farið að þrengja mjög að fólki
og hefði orðið hungursneyð í
Danmörku, hefði stríðið^ staðið
mikið lengur.
Fangelsanir Þjóðverja voru
mjög illræmdar, og meðferð
fanganna hræðileg. Einn kunn-
ingi minn var tekinn fastur
nokkrum vikum áður en Þjóð-
verjar gáfust upp. Hann hafði
rekið veitingastofu og danskir
föðurlandsvinir höfðu haft að-
setur hjá honum þar. Það munu
Þjóðverjar hafa fengið vitn-
eskju um frá dönskum föður-
landssvikara. En hins vegar var
aldrei hægt að sanna neitt á
hann. Þegar hann kom úr fang-
elsinu, er striðihu lauk, var hann
illa til reika. Hann var beittur
pyndingum, svo að hann mundi
aðeins eftir fyrstu þremur yfir-
heyrslunum. Báðir kjálkar hans
voru brotnir og nýrun voru laus.
Hann verður aldrei samur mað-
ur aftur.
Danska þjóðin er nú óþekkj-
anleg frá því fyrir stríð. Kaup-
mannahöfn er ekki lengur gleði-
bær. Þar er nú talsverð ringul-
reið á ýmsu. Skæruliðar aka bíl-
um um göturnar og leita að
föðurlandssvikurum. Stundum
eru slíkir menn handsamaðir, en
stundum verða líka saklausir
menn fyrir þessum handtökum.
En það er bezt að tala sem
minnst um það. Skemmtanalíf
hefir svo að segja legið niðri.
Skemmtistöðum hefir verið lok-
að snemma á kvöldin og spor-
vagnar hætt ferðum kl. 9.
Nú erum við komin heim, og
það er það, sem við höfum lengi
þráð. Með skipinu koma fjórir
búfræðingar frá K.höfn og 2 frá
Noregi og Svíþjóð. Flestir okkar
hafa lagt stund á ýmsar sér-
greinar og starfað ytra eftir að
náminu lauk. Til þess að vera
í sem nánustu sambandi við ís-
lenzkan landbúnað, þrátt fyrir
einangrunina, höfum við starf-
rækt ísl. búnaðarfélag i Höfn
og haldið fundi einu sinni í
mánuði og rætt ísl. landbún-
aðarmál. í félaginu voru 16 með-
limir og gáfúm við út blað um
ísl. landbúnað. Það komu ekki
út mörg tölublöð af blaðinu og
upplagið var lítið. En sem sagt,
nú erum við bráðlega komnir í
lífrænt sámband við íslenzkan
landbúnað.
Eitt er það þó, sem skyggir á
gleðina við heimkomuna, og það
ei; hiri skjótráðna handtaka
hinna 5 farþega, er handteknir
voru, eftir að skipinu hafði verið
sleppt af dönskum yfirvöldum.
Það var sorglegt að sjá þessa
menn, er þekktir voru að öllu
góðu, tekna frá konum sínum og
börnum.
(Framhald á 8. slðu)
FRÁ KOMV ESJF
KX 4* ^ //// ' ?
HlPSrJftJj/ /
i Ví!
Þjéðvíljinn boðar „hreínsun“, sem
kommnnístar munu þegar hafa
undirbúið í skólunum
Þaff kemur greinilega fram í forustugrein Þjóffviljans síffastl.
laugardag, aff kommúnistar vilja láta hefja skipulagða ofsókn
gegn öllum þeim opinberum starfsmönnum, sem ekki eru fylgi-
spakir ríkisstjórninni. Fyrirætlun þeirra er aff búnar verffi til
tyllisakir gegn þessum mönnum og þeir síðan flæmdir úr störfum
effa m. ö. o., aff hér verffi framkvæmd svipuff „hreinsun“ og þar
sem kommúnistar hafa komizt til valda. Meðal þeirra Sjálfstæff-
ismanna, sem áffur fylgdu nazistum, er einnig mikill áhugi fyrir
þessu, eins og ljóst kom fram í Morgunbl.-greinunum um hunda-
þúfuna og Kengálu.
Forustugreiri
þ. m. nefnist:
embættismenn
skipulagsbundin
í þjófffélaginu?“
Þjóðviljans 7.
„Vinna sumir
Framsóknar
skemmdarstörf
í grein þessari
Ljósm. Fr. Klausen.
Á myndinni sést nokkur hluti af mannfjöldanum er safnazt hafði saman
á hafnarbakkanum til að fagna komu skipsins. — Myndin er tekin um
borð í Esju, áður en farþegar fóru að fara í land.
w
Þúsundir manna íögnuðu
Esjuíarþegunum
Handtaka flmin farþega settí þó skug’ga
á föguuSSInii.
Sjaldan hefir meiri mannfjöldi sézt hér saman kominn en
þegar Esja lagffist aff hafnarbakkanum í gærmorgun. Mannfjöld-
inn mun hafa skipt mörgum þúsundum. Sjaldan mun heldur
hafa sést meiri gleffibragur á fólki, þótt allt færi rólega og
hávaffalaust fram. íslendingar, sem voru aff koma heim, gátu
séð og fundiff þaff glöggt, aff þeim var ekki affeins fagnað af
ættingjum og vinum, heldur allri þjóffinni. Þaff mun líka áreiffan-
leg ósk þjóffarinnar, aff þessi hópur eigi enn eftir aff stækka og
allir þeir, sem heim koma, kunni vel viff sig og fái fullnægt
starfslöngun sinni, en sú þrá mun áreiffanlega ríkust í hugum
þeirra, sem komnir eru til vits og ára.
Esja kom á ytri höfnina kl. 8
um morguninn. Hafði hún farið
rólega frá Vestmannaeyjum, en
hún var stödd nálægt eyjunum,
þegar útvarpað var frá henni á
sunnudagskvöldið. ’Á ytri höfn-
inni lá hún í nær tvo tíma, en
upp að Sprengisandi lagðist hún
um tíu leytið.
Klukkan var ekki orðin 8 þeg-
ar fólk fór að tínast niður að
höfn, til þess að tryggja sér góð-
an stað. Þagar klukkan var orðin
níu, skipti mannfjöldinn þús-
undum og kl. 10 var hafnarbakk-
inn og' öll nærliggjandi stræti
orðin yfirfull af fólki. Þeir sem
voru svo heppnir, að hafa miða,
sem leyfði þeim að fara niður á
Sprengisand, höfðú beztu að-
stöðuna, en mörg hundruð kom-
úst upp á vörugeymslu- og skrif-
stofuhúsin við höfnina og hver
gluggi i þeim var þéttskipaður
fólki.
Kl. 9 y2 hófst útvarp, sem lýsti
(Framhald á 8. síðu)
Vorhátíð Framsókn-
armanna
Vorhátíð Framsóknarmanna
var haldin að Reykjaskóla í
Hrútafirði síðastl. sunnudag.
Á skemmtuninni fluttu ræður
alþingismennirnir Hermann
Jónasson og Skúli Guðmunds-
son. Auk þess var til skemmt-
unar kvikmyndasýning, ein-
söngur og dans.
Skemmtunin var mjög fjölsótt
og fór í alla staði hið bezta
fram.
segir m. a. á þeass leið:
„íslendingar eiga bágt meff aff
trúa því, aff nokkrir embættis-^
menn hins opinbera vildu verffa
til þess aff vinna beinlínis
skemmdarstörf gagnvart al- ,
menningi. Menn hafa í lengstu j
lög viljaff koma sér hjá því aff j
trúa því, aff flokksofstæki gæti j
leitt menn svo langt aff valda j
þjófffélaginu beinlínis skaffa ineff
þessháttar aðferffum.
En hvaff eiga menn aff halda?
Sífellt fjölgar þeim kærum,
sem berast á hendur ofstækis-
fullum Framsóknarembættis-
mönnum, sem sitja í trúnaffar-
stöffum þjóðfélagsins ....
Þegar þessar ákærur á hend-
ur Framsóknarleiðtogum í trún-
affarstöffum ríkisins bætast ofan
á grunsamleg eða dularfull fyr-
irbrigði af hálfu málsmetandi
Framsóknarmanna í öffrum
stofnunum, þá er ekki nema von
að almenningur spyrji, hvort
engin takmörk séu fyrir því,
hvaff Framsóknarlegátum geti
haldizt uppi. — Vitaff er, aff
margir heiffarlegir Framsóknar-
menn eru í embættiskerfi ríkis-
ins og mun ekki laust viff, aff
hinir hatrömmu foringjar
Framsóknar hafi horn í síffu
slíkra. Sökum þess aff þessir of-
stækisfullu leifftogar hafi hugs-
aff sér að nota einmitt ítök sín
í ríkiskerfinu til þess aff spilla
fyrir ríkisstjórninni og fram-
gangi áhugamála hennar.
Þaff er nauffsynlegt aff taka
suma Framsóknarpeijana undir
smásjá almennings og jafnvel
rannsókn af hálfu ríkisstjórnar-
innar“.
Þessi ummæli Þjóðviljans lýsa
eins vel og verða má fyrirætl-
unum kommúnista. Það á að
hefja herferð gegn stjórn-
arandstæðingum í opinberum
störfum með rógsögum og tylli-
sökum, flæma þá úr embættum
og setja byltingalýð stjórnar-
liðsins í þau í staðinn. Það er
sama aðferðin og kommúnistar
hafa notað í Balkanlöndunum,
þar sem foringjar lýðræðisflokk-
anna og forustumenn mót-
spyrnunnar gegn nazistum hafa
verið ofsóttir, fangelsaðir og
myrtir undir því yfirskyni, að
þeir væru nazistar.
Þessar fyrirætlanir kommún-
ista eru þegar komnar það langt
á. veg, að ofsóknirnar munu þeg-
ar hafa verið undirbúnar á þeim
vettvangi, þar sem kommúnistar
eru valdamestir, þ. e. á sviði
skólamálanna. Þar eiga þær
að beinast gegn Pálma Hannes-
syni rektor, Bjarna Bjarnasyni
skólastjóra, Jóhanni Frímanni
skólastjóra, Þorsteini M. Jóns-
syni skólastjóra og fleirum
kunnum Framsóknarmönnum.
Þá á einnig að hefja sókn gegn
skólamönnum, sem ekki eru
sagðir nógu mikið fylgjandi
stjórninni, þótt ekki séu þeir
Framsóknarmenn, og má þar m.
a. nefna Sigurð Guðmundsson
skólameistara, Freystein Gunn-
arsson skólastjóra og Hannibal
Valdimarsson skólastjóra.
Þá er einnig í undirbúningi
herferð gegn forstjórum nokk-
urra ríkisstofna og eru þar eink-
um tilnefndir Jón ívarsson, Guð-
brandur Magnússon og Sigurður
Jónasson. Sigurður er í Alþýðu-
flokknum, en er ekki talinn nógu
hlynntur stjórninni. Kommún-
istar leggja sérstaka áherzlu á
að nauðsynlegt, sé að reka Guð-
brand og Sigurð, þar sem stjórn-
in eigi líf sitt undir því, að nóg
brennivín og tóbak sé flutt til
landsins og selt. Kröfðust þeir
þ^ss um tíma, er nokkur hörgull
var á vissum víntegundum, að
Guðbrandur yrði rekinn, því að
hann hefði látið áfengið vanta
af ásettu ráði, til að gera stjórn-
inni óhægt fyrir! Sérstökum
mönnum mun hafa verið falið
að athuga málið og munu þeir
hafa komizt að þeirri niðurstöðu,
að vínskorturin-n hafi ekki verið
Guðbrandi að kenna!
Innan Sjálfstæðisflokksins
njóta þessar fyrirætlanir öflugs
stuðnings þeirra, sem áður voru
nazistar, eins og líka kom skýrt
fram i Kengálugreininni svo-
nefndu, en höfundur hennar var
brenriheitur nazisti um eitt
skeið. Reynist það hér sem oft-
ar, að kommúnistar og nazistar
eiga samleið, þegar um það er
að ræða að beita rangindum,
illmennsku og ofbeldi.
Fyrir þjóðina er vissulega rétt
að vera vel á verði gegn þeim
starfsháttum, sem hér eru í und-
irbúningi. Þeir snerta ekki fyrst
og fremst þá menn, sem hinum
lognu ásökunum og ofsóknúm
verður beint gegn, heldur þau
mannréttindi, sem lýðfrjálst
þjóðfélag byggist á, rétt manna
til að hafa aðrar skoðanir en
þær, sem eru þóknarlegar vald-
höfunum á hverjum tíma. Þess
vegna þarf þjóðin þegar að rísa
gegn þessum ofbeldisfyrirætlun-
um nokkurs hluta stjórnarliðs-
ins og það svo öfluglega, að það
treystist ekki til að láta þær sjá
dagsins ljós, nema þá í glósum
og dylgjum Þjóðviljans.
t HAG
birtist á 3, síSu grein eftir Bern-
harð Stefánsson, er nefnist
„Áttayilla“ Jóns Pálmasónar.
Neðanmáls á 3. og 4. síffu er
grein um ástandið í þeim hluta
Evrópu, er Rússar ráffa yfir, eft-
ir Douglas Reed.