Tíminn - 10.07.1945, Side 2

Tíminn - 10.07.1945, Side 2
2 51. blað TÍMIM, þriðjinlaginn 10. júlí 1945 Á víðavangi lokið. Núverandi stjórn hefir eitthvað haldið þeirri vinnu á- fram og árangurinn er svo sá, að byggingarleyfi fæst fyrir sex togurum, en kommúnistar hafa talað um, að við þyrftum að fá a. m. k. 50 togara þar. Samt tala þeir um þetta ófull- nægjandi leyfi eins og stórkost- legan sigur og má vissulega um það segja, að litlu verður Vögg- ur feginn. Fimmmeninngarnir. Mbl. lætur talsverðum sigur- látum yfir þvi, að Ingólfur á Hellu er nú genginn á hönd „kollsteypuforustunni" í Sjálf- stæðisflokknum og styður því orðið stjórn Ólafs og Brynjólfs eftir beztu getu. Telur Mbl. þetta sönnun þess, að allir ,fimm- menningarnir“ séu farnir sömu leið. Mbl. sést yfir þá staðreynd, að í landsfundarræðu sinni flokkaði Ólafur „fimmmenning ana“ í tvennt, taldi annan hluta þeirra góðan við stjórnina, en hinn ekki. Á landsfundinum voru líka mættir Ingólfur á Hellu og Þorsteinn Þorsteinsson, en Gísli Sveinsson, Jón á Reyni- stað og Pétur Ottesen komu þar ekki. Bendir öll framkoma þeirra þremenninga til, að það standi óhaggað, er Pétur sagði seint á þingi í vetur, að það, sem hefði gerzt síðan stjórnin kom til valda, hefði frekar styrkt þá í upphaflegum ásetningi þeirra en það gagnstæða. Hins vegar mátti ailtaf búast við því, að Ingólfi entist ekki festa og stöð- uglyndi til að fylgja lengi sömu stefnunni, því að það hefði verið í ósamræmi við fortíð mannsins. Hann hefir gert svo margar „kollsteypur", að engum kom á óvart, þótt hann bætti nýrri við. i Ofsatrú blindar skynsemina. Þjóðviljinn hefir nýlega feng- ið breiðfirzkan bónda, sem ný- lega hefir tekið hina kommún- istísku trú, til að skrifa skammagrein um Jón ívarsson, forstjóra Áburðareinkasölunnar, fyrir að hafa ekki útvegað næg- an tilbúinn áburð til landsins. (Framhald á 7. síðu) ERLENT YFIRLIT Tíllögur Wevells um nýja stjórn á Indlandi Um miðjan seinasta mánuð bar varakonungur Breta í Ind- landi, Wavell hershöfðingi, fram nýjar tillögur um lausn stjórnar deilunnar í Indlandi, og voru þær studdar af brezku stjórn- inin. Fyrsti árangurinn af þessum tillögum er sá, að hafin er ráðstefna indverskra stjórn- málamanna í Simla í Indlandi, þar sem frekari ákvarðanir verða teknar um þær. Tillögur Wavells fjalla ekki um neina breytingu á stjórn- skipun Indlands frá því, sem nú er. Samkvæmt gildandi stjórn- skipunarlögum, sem eru frá 1935, hefir Indland sérstaka stjórn, sem getur ráðið flestu í landinu, án íhlutunar frá Bret- um. í framkvæmdinni hefir þetta orðið þannig, að Bretar hafa valið ráðherrana í stjórn- ina og margir þeirra hafa verið brezkir. Tilboð Wavells er, að Indverjar skuiu sjálfir tilnefna menn í ráðherrasætin og þau skuli eingöngu skipuð Indverj- um, að því þó tilskildu, að brezki yfirhershöfðinginn í Ind- landi skuli vera hermálaráð- herra þar til styrjöldinni við Japan lýkur. Jafnframt skuli svo undirbúin ný stjórnarskrá, sem veiti Indverjum fullt sjálfstæði. Til þess að sýna sáttavilja Breta, lét Wavell sleppa lausum öllum pólitískum föngum um leið og tillögurnar voru bornar fram. Margt bendir til þess, að Ind- verjar muni fallast á þessar till. Stærsti stjórnmálaflokkurinn, Kongropsflokkurinn, sem Gand- hi og Nehru veita forustu, hefir hingað til ekki viljað viður- kenna stjórnarskrána frá 1935 á neinn hátt og helzt engu öðru viljað sinna en fullum aðskiln- aði milli Indlands og Bretlands. Hins vegar hefir afstaða hans að undanförnu stöðugt hneigzt í þá átt að leysa deiluna við Breta með samkomulagi ofe hann virðist nú fyrir sitt leyti hafa fallist á tillögur Wavells, sem bráðabirgðalausn. Hefir flokkur- inn þegar tilnefnt allmarga menn, sem varakonunginum er heimilt að velja úr í ráðherra- embættin, og munu þeir, sem valdir verða, njóta stuðnings flokksins. Nehru er meðal þess- ara manna. Það, sem margir óttast, að geti orðið tillögum Wavells verstur þrándur í götu, er ó- samkomulag Indverja sjálfra, þ. e. að stjórnmálaflokkarnir komi sér ekki saman um tilnefningu ráðherranna og skiptingu emb- ættanna milli þeirra. Milli Kon- gressflokksins og flokks Mú- hameðstrúarmanna, sem er annar stærsti flokkur landsins, hefir jafnan verið mjög grunnt á því góða. Takmark Múhameðs- trúarmanna er, að Indland verði tvö ríki, þ. e., að norðurhluti landsins, þar sem Múhameðs- trúarmenn eru í miklum meira- hluta, verði sérstakt ríki. Gegn þessu berst Kongressflokkurinn harðlega. Hefir enn ekki borizt endanlegt svar frá flokki Mú- hameðstrúarmanna um það, hvort hann muni fallast á til- lögur Wavells. Bretar hafa jaínan haft það helzt til afsökunar fyrir afskipt- um sínum af málefnum Ind- verja, að þeir væru ekki undir það búnir að fara með eigin stjórn, en markmið sitt væri að búa þá undir það og afhenda þeim síðan stjórnina. Við vilj- um láta þróunina í Indlandi verða eins og í Ástralíu og Kan- ada, segja Bretar, en þessi lönd, sem nú eru sjálfstæð, voru upp- haflega brezkar nýlendur. Hvað sem um stjórn Breta í Indlandi kann aö verða sagt, verðúr því ekki neitað, að menning og at- vinnulíf Indverja hefir mjög eflzt undir stjórn Breta, þótt margt eigi þar enn langt í land. Tillögur Wavells, ásamt mörgu fleiru, virðast líka sanna það, að Bretar munu standa við það lof- orð að veita Indverjum sjálf- stjórn og sjálfstæði, eins og þeir gerðu í Ástralíu, Kanada og Suður-Afríku á sínum tíma. Þriðjudatfur 10. jjúlí „Nýskopunín“ S" \ Stjórnarliðið er í kröggum. Fundirnir sýndu því glögglega, að „nýsköpunarstagl“ þess blekkir fólk minna en áður. Það vill sjá einhverjar efndir á hinum glæstu loforðum stjórn- arinnar, en á þær getur stjórn- arliðið ekki bent. Stjórnarblöð- in reyna því að forðast beinar umræður um málið, en leitast við þeim mun meira að hártoga málflutning stjórnarandstæð- inga. Þannig er þeim nú mjög tíðrætt um, að Hermann Jónas- son hafi sagt á einum fundin- um, að það væri ekki mikil „ný- sköpun", þótt um 90 vélbátar bættust í flotann fyrir síldar- vertíðina 1947, en Skúli Guð- mundssqn hafi spurt á öðrum fundi, hvernig ætti að manna öll þessi skip. Telja *blöðin þetta hina herfilegustu mótsögn. Tíminn hefir ekki hirt um að grennslast eftir því, hvort þessi ummæli eru rétt eftir höfð, enda standast hvorttveggju prýðilega og bregða sameiginlega skýru ljósi yfir „nýsköpunina". Eigi íslenzkur sjávarútvegur að verða samkeppnisfær, þarf stórfelld endurnýjun hans og aukning að eiga'sér stað. Ef vel ætti að vera þyrfti að kaupa 50 nýja togara, endurnýja mikið af vélbátaflotanum og auka hann stórlega, kaupa allmörg fiskflutningaskip, fjölga varð- skipunum að mun, byggja nokkrar síldarverksmiðjur, lýs- isherzlustöð, niðursuðuverk- smiðju o. fl. Hinir umræddu 90 vélbátar eru því lítill hluti þessa verkefnis, og því má svo bæta við, áð sú aukning verður ekki að tilhlutun ríkisstjórnarinnar. Vilhjálmur Þór hafði forgöngu um kaup Svíþjóðarbátanna, og verði nokkuð úr verulegri vél- bátasmíði innanlands, verður það því að þakka, að til var fé í Framkvæmdasj óði til að styrkja þá framkvæmd, en sá sjóður var stofnaður að tilhlut- un Framsóknarmanna. Þótt þessi aukning vélbáta- flotans sé þannig aðeins lítill þáttur af nauðsynlegri „nýsköp- un“ sjávarútvegsins, mun samt veitast erfitt að manna skipa- stólinn, þegar þar að kemur, ef fólksflóttinn frá sjávarútvegin- um heldur áfram með sama hætti og seinustu mijssirin. Vegna hinnar sívaxandi dýrtíð- ar, bera sjómenn nú oftast orðið minna úr býtum en landverka- 'menn, auk þess, sem vinna þeirra er bæði erfiðari og hættu- legri. Það er því eðlilegt, að menn vilji heldút vera í land- vinnu en á sjónum. Þannig er þá myndin af „ný- sköpun“ stjórnarinnar á sviði sjávarútvegsins. „Nýsköpun", sem er árangur af starfi stjórn- arinnar, er engin. En fólkið flýr' sjávarút/r*ginn, því að dýrtíðin hefir gert kjörin þar lakari en víðast annars staðar. Og fjár- magnið flýr sjávarútveginn, því að vegna dýrtíðar og vaxandi kostnaðar þykir álitlegra að leggja fé í annan rekstur, sem ekki er eins háður útflutningi, t. d. verzlunarbrask- og iðnfúsk. Formaður Nýbyggingarráð." er glöggt dæmi um þetta, því að hann hefir talið hyggilegra að leggja fé í heildverzlun, prent- smiðju og bókaútgáfu en í sjáv- arútveg. Þetta er myndin af „nýsköp- un“ stjórnarinnar og þeim fjölgar óðum, sem sjá hana, eins og hún er. Því hraðar, sem slík- um mönnum fjölgar, því fyrr munu líka skapast traust sam- tök umbótamanna, sem vinna að því að fjármálalífið verði heil- brigt og stríðsgróðinn verði því notaður til að skapa stórfeldar umbætur og velmegun í landinu. Síldarverðíð Framsóknarmenn hafa jafn- an haldið því fram, að það væri heilbrigðasta og réttlátasta fyrirkomulagið á rekstri síldar- verksmiðja ríkisins, að þær tækju síldina til vinnslu og borguðu eigendum það verð, sem Samanburður, sem Mbl. ætti að halda áfram. Oft hefir Mbl. mistekizt, þegar það hefir verið að afsaka samstarf Ólafs Thors og kom- múnista, en þó aldrei meira en þegar það fór að bera það sam- an við stjórnirnar í Noregi og Danmörku. Með þeim saman- burði leiddi Mbl. vel í ljós höf- uðglöp þeirra Ólafs Thors og annarra forkólfa Sjálfstæðis- flokksins, er tóku með honum „kollsteypuna“. í Noregi og Danmörku er það eitt grundvallaratriði stjórnar- samstarfsins að vinna gegn dýrtíð og verðbólgu og koma kaupgjaldi og verðlagi aftur í svipað horf og var fyrir styrj- öldina. Þar er m. ö. o. starfað á nákvæmlega sama grundvelli og Framsóknarflokkurinn lagði til í tólfmanna-nefndinni á síð- astl. hausti, að yrði grundvöllur að samstarfi stjórnmálaflokk- anna hér. Kommúnistar i Nor- egi og Svíþjóð urðu að ganga að þessum skilyrðum lýðræðis- flokkanna, ella að vera utan stjórnarinnar. Samvinna Ólafs Thors og kommúnista, er hins vegar á allt öðrum grundvelli. Hér er unnið að því að auka dýrtíðina og verðbólguna. Plér ræður sú stefna kommúnista, sem vill skapa fjármálaöngþveiti, svo að betri jarðvegur skapist fyrir byltingarstefnuna. Hér fengu kommúnistar að setja skilyrðin, því að Ólafur taldi sig ekki geta fullnægt persónulegum metnaði né fengið viss hlunnindi fyrir stríðsgróðafólkið með öðru móti. Þess vegna sveik hann öll fyrri ummæli og yfirlýsingar í dýrtíðarniálunum og tók ,koll- steypu“, eins og Gísli Sveins- son hefir orðað það. í Noregi og Danmörku áttu lýðræðisflokk- arnir engan slíkan „kollsteypu- foringja“ og þess vegna er stjórnarstefnan svo gerólík þar og hér. Vonandi heldur Mbl. áfram að bera saman stjórnarsamvinnuna hér annars vegar og stjórnirnar í Noregi og Danmörku hins vég- ar. Það sýnir svo vel þann reg- inmun, sem er á starfsháttum ábyrgra stjórnmálamanna og „kollsteypuforingjans“ í Sjálf- stæðisflokknum. fengist fyrir hana, að frádregn- um vinnslukostnaði. Með þess- um hætti er útvegsmönnum og sjómönnum tryggt fullkomlega það, sem þeim ber, og verksmiðj- urnar ekki gerðar að áhættu- rekstri, sem ýmist getur tapað stórfé eða dregið sér óeðlilega mikinn hagnað á kostnað sjó- manna og útvegsmanna. Andstæðingar Framsóknar- flokksins hafa yfirleitt ekki vilj- að fallast á þessa stefnu, held- ur beitt sér fyrir þeirri tilhög- un, að verksmiðj urnar keyptu síldina föstu verði. Kommúnist- ar hafa þar sérstaklega gengið fram fyrir skjöldu og haldið því fram, að stefna Framsóknar- flokksins í þessum málum lýsti fjandskap við útvegsmenn og sjómenn, Hvað segir svo reynslan um þennan áburð kommúnista? í bréfi, sem atvinnumálaráð- herra kommúnista skrifaði stjórn verksmiðjanna nýlega, þar sem hann er að rökstyðja tillögu sína um hækkun síldar- verðsins, nefnir hann það máli sínu helzt til rökstuðnings, að undanfarin ár hafi fasta verðið, sem verksmiðjurnar greiddu fyr- ir síldina, yfirleitt verið lægra en raunverulega verðið varð, en- það hefðu útvegsmenn og sjómenn almennt fengið, ef stefnu Framsóknarflokksins hefði verið fylgt. Þannig varð raunverulega verðið 72 aurum hærra fyrir málið en fasta verð- ið 1940, kr. 2.51 hærra árið 1942 og kr. 2.75 hærra árið 1942. Hins vegar varð fasta verðið 48 aur- um hærra árið 1941 og 9 aurum hærra árið 1943. Sé þannig tek- ið fimm ára meðaltal, hefir það fyrirkomulag, sem Framsóknar- menn hafa beitt sér fyrir, reynzt miklu hagkvæmara útvegs- Eru þeir féndur verkalýðsins? Þeir menn, sem lesa ekki önn- ur blöð en Þjóðviljann og Morg- unblaðið, gætu vel ályktað, að hinar nýju stjórnir í Noregi og Danmörku, væru fjandsamlegar verkalýðnum. Þeir gætu líka á- lyktað það sama um stjórnina í Svíþjóð, , stjórnina í Ástralíu, stjórnina í Nýja Sjálandi og foringja Labourflokksins I Bret- landi. Allir þessir aðilar berjast nefnilega fyrir þeirri stefnu, sem þessi blöð nota Framsókn- arflokknum mest til ófræg- ingar meðal verkamanna, að halda dýrtíðinni og verðbólg- unni í skefjum, með því að hafa nauðsynlegan hemil á kaup- gjaldi og verðlagi. Fari þessir menn svo að at- huga þetta nánar, komast þeir að þeirri kynlegu niðurstöðu, að verkalýðsflokkarnir hafa for- ustu í þeim stjórnum, sem hér hafa verið nefndar, og forkólf- ar Labourflokksins í Bretlandi eru engir aðrir en þeir Attlee, Morrison og Bevin, sem njóta traustasts fylgis meðal verka- manna þar í landi. Væri því nokkur snefill af sannleika í áróðri Þjóðviljans og Mbl. um' fjandskap Fram- sóknarflokksins í garð verka- lýðsins, væru alir verkamanna- foringjar þessara landa merktir sama markinu. Ættl þetta á- | reiðanlega að geta orðið mörg- um til leiðbeiningar um, að þessi rógur Þjóðviljans og Mbl. er ekki aðeins fullkomlega tilefnislaus, heldur einnig það, að baráttan gegn dýrtíðinni er ekki sízt hagsmunamál verkalýðsins og grundvöllur allrar verulegrar „nýsköpunar11 og varanlegrar velmegunar. Þess vegna er bar- áttan gegn dýrtíðinni eitt höf- uðmál allra verklýðsleiðtoga, sem starfa á lýðræðisgrundvelli og stefna þess vegna ekki að því að skapa fjármálaöngþveiti©og hrun þj óðskipulagsins. 6 af 50. Stjórnarblöðin þykjast hafa himin höndum tekið, því að sú fregn hefir komið frá Bretlandi, að íslendingar gætu fengið byggingarleyfi fyrir sex togurum þar. Hafði fyrv. stjórn hafið rækilegan undirbúning að þvi, að Bretar seldu okkur togara og fleiri skip og fengið vilyrði fyrir því strax og styrjöldinni væri mönnu^r og sjómönnum en það fyrirkomulag, sem andstæðingar Framsóknarmanna hafa beitt sér fyrir. Þannig hefir reynzlan full- komlega kveðið niður þann róg komxpúnista, að umrædd stefna Framsóknarflokksins sé útvegs- mönnum og sjómönnum fjand- samleg. Alveg sérstaklega hefir þetta orðið glöggt á síðastl. ári, þegar fasta verðið var ákveðið með þátttöku og fullu samþykki kommúnista. Þá réðust kom- múnistar með miklu offorsi á stefnu Framsóknarmanna, en niðurstaðan varð hins vegar sú, að raunverulega verðið varð kr. 2.75 hærra en fasta verðið og því mikill óhagur fyrir útvegs-1- menn og sjómenn að stefnu Framsóknarmanna var ekki fylgt á síðastl. ári. Meðal útvegsmanna og sjó- manna hefir líka sá skilningur farið sívaxandi, að það væri heilbrigðast og hagkvæmast, að verksmiðjurnar keyptu ekki síld- ina föstu verði,' heldur greiddu eigendunum það verð, sem fyrir hana fengist, að frádregnum vinnslukostnaði. þeim útvegs- mönnum hefir farið sífjölgandi, sem hafa hagnýtt ^etta fyrir- komulag og hafa þeir aldrei ver- ið eins margir og i fyrra. Þessi þróun heldur vonandi áfram, og sá tími ætti því ekki að vera langt framundan, að verfcsæiðj- urnar yrðu alveg reknar á þess- um grundvelli. Jafnframt því og þeirri tilhögun væri endanlega komið væri eðlilegt að út- vegsmönnum og sjómönnum yrði veitt hæfileg hlutdeild í stjórn verksmiðjanna, svo að þeir gætu haft áhrif á, að r'ekst- urinn væri sem hagkvæmastur og vinnslukostnaðurinn sem mínnstur. Þjóðviljinn hefir undanfarið birt margar níðgreinar um Svía og virðist það vera „línan“ hjá kommúnista- blöðunum um þessar mundir að níða Svía sem mest. Alþýðublaðið birtir um þetta forustugrein 6. þ. m. Þar segir: „Þjóðviljinn hefir upp á síðkastið varið töluverðu af rúmi sínu undir kommúnistískar rógsögur um Sví- þjóö. Einn daginn hefir verið sagt, að „sænska stjórnin sætti harðri gagnrýni fyrir afhendingu Norð- manna til þýzkra nazista;“ og ann- an, að „sænska stjórnin sé að fara frá vegna óvinsælda." Og fyrsta skiptið var þessi þvættingur hafður eftir norska kommúnistablaðinu „Friheten," þ. e. norska Þjóðviljan- um, en því bætt við að hann sé „$taðfestur“ af sænska kommún- istablaðinu „Ny dag,“ þ. e. sænska /Þjóðviljanum; en næsta skipti var hann hafður eftir „Ny dag“ og var þá „staðfestur" af „Frihete»!“ Má mikið vera, ef bæði þessi sómablöð eru ekki einnig búin að flytja þessar sögur „staðfestar" af Þjóðviljanum hér norður á íslandi! Það er nú að vísu ekki í fyrsta sinn, sem sænskir, norskir og ís- lenzkir kommúnistar hefja sam- stilltan rógsöijg um Svíþjóð. En dá- lítið kynlega mun hugsandi mönn- um koma það fyrir sjónir, að norsk- ir kommúnistar hafi ekki annað sómasamlegra og gagnlegra með blað sitt að gera, eftir að þeir eru losnaðir undan prísund þýzka naz- ismans og hafa aftur fengið frelsi til að gefa það út, en að fara með róg og svívirðingar um Svíþjóð, — það land, sem bróðurlegar og drengilegar hefir reynt að hjálpa Noregi í nauðum hans á ófriðar- og hernámsárunum, en nokkurt annað.. Og það má mikið vera, ef norskir kommúnistar slá sér upp hjá þjóð sinni með slíkri framkomu nú, að strfeiftu loknu.“ Alþýðublaðið snýr sér síðan að því að benda á staðreyndirnar í þessu máli. Það segir: „Brezka stórblaðið „Manchester Guardian" flutti nýlega nokkrar tölur, sem gefa töluvert aðra hug- mynd um framkomu Svía við bræðraþjóðina vestan Kjalarins í hinu nýafstaðna stríði, en hinar kommúnistisku rógsögur Þjóðvilj- ans og „Frihetens". 50.000 Norð- menn fundu hæli í Svíþjóð á ófrið- arárunum, á flótta undan ofsókn- um nazista, og 50.000 smálestir af matvælum og 750 smálestir af fatn- aði voru sendar frá Svíþjóð til Noregs. Talið - er, að undir striðs- lokin hafi um 280.000 Norömenn heima í Noregi verið á framfæri sænsku Noregshjálparinnar, fæddir og klæddir af henni. Þessar tölur „Manchester Guardi- ans“ sem byggðar eru á opinber- um upplýsingum í Svíþjóð eftir að vopnaviðskipti hættu á meginlandi Evrópu, eru nú ekki beinlínis neitt þesslegar, að Svíar hafi verið neinir böðlar norsku þjóðarinnar í stríði hennaí við þýzka nazismann, eins og hið norska og hið ísfénzka kom- múnistablað vilja vera láta. Enda bera forustumenn Norðmanna Sví- um allt annað orð og yfirleitt fer hróður Svía nú óðfluga vaxandi um allan heim fyrir hyggilega afstöðu sína í styrjöldinni og drengilega að- stoð við bræðraþjóðirnar allt i kring.“ Alþýðublaðið víkur þessu næst að því, hver sé þáttur kommúnista sjálfra í baráttunni gegn nazismanum. Það segir: „Hins vegar hafa norskir kom- múnistar ekki svo hreinan skjöld í hinu hýafstaðna stríði við þýzka nazismann, þótt þeir hafi að sjálf- sögðu reynt að reka af sér slyðru- orðið e'ftir að ráðizt var einnig ,á Rússland, að þeim farizt að brígzla öðrum um þjónkun við nazismann. Þeir brugðust þjóð sinni algerlega, þegar Þjóðverjar réðust inn í Nor- eg og vógu aftan að henni og lög- legum stjórnarvöldum hennar í varn,arbaráttunni. Rit, sem norska Alþýðusambandið gaf út árið 1942 um innrásina í Noreg og hernám landsins, segir meðal annars þann- ig frá framkomu kommúnista inn- rásarárið: „Meðan Þjóðverjar voru. að þrengja meir og meir að verkalýðs- hreyfingunni, réðust kommúnistar, svikarar og nokkur flón úr samtök- unum að baki henni. Kommúnistar höfðu frá upphafi tekið afstöðu á móti stjórn landsins og konungin- um, þegar ákveðið var að verjast innrás Þjóðverja. Þeir héldu nú áfram að vera „hlutlausir" — eins og Rússar voru þá einnig. Síðan beittu kommúnistar sér af alefli fyrir því, að bæði konungurinn og stjórnin væri sett af. Arvid Han- sen skrifaði þá langar greinar undir fyrirsögninni: „Noregur þarf engan konung!" En nýja stjórn átti landið að fá. Og það átti að vera „alþýðu-^ stjórn“, úr samtakaröðum hins vinnandi fólks sjálfs, eins og það var orðað svo fallega .... Höfuð- óvinurinn var ekki Hitler, heldur hið brezka auðveldi, og hið brezka - heimsveldi. Flugblöðum var útbýtt á vinnrfttöðvunum í Osló, þar semy sagt var að kjörorð Liebknechts ** væri enn í gildi: „Óvinurinn er 1 landinu sjálfu.“ Og övinurinn — það voru ekki ÞjóðVerjar, heldur borgarastétt Noregs." Þannig er framkomu norskra kommúnista innrásarárið lýst í riti norska Alþýðusambandsins frá 1942“ Þá segir Alþýðublaðið að lokum: „Flokkur, sem slíka sögu á að baki sér í baráttu norsku þjóðar- innar við þýzka nazismann, er ekki líklegur til þess, að slá sér neitt upp með rógsögum um hina sænsku bræðraþjóð Norðmanna, sem allir vita að reynzt héfir þeim allt öðru vísi og drengilegar á neyðarárun- um. Og íslenzkir kmomúnistar munu áreiðanlega engan sóma hafa af því meöal okkar að lepja upp slíkar rógssögur í blaði sínu.“ .Vissulega mun það sannmæli hjá Alþýðublaðinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.