Tíminn - 10.07.1945, Side 4
I
TÍMIM, þriðjBdagiim 10. júlí 1945
Stórstúkan tekur upp baráttu fyrír
banni á ínnflutningí og solu á áfengi
• /
Frá þin^i Stórstúku íslands
Þing Stórstuku íslands, hið 45.
í röðinni, var nýlega háð í
Reykjavík og hófst fimmtudag-
inn 21. júní.
Templarar söfnuðust saman í
Góðtemplarahúsinu kl. 1.30 og
var svo gengið þaðan fylktu liði
suður í Príkirkju.— Þar pré-
dikaði séra Árelíus Níelsson, en
séra Árni Sigurðsson þjónaði
fyrir altari. Messunni var út-
varpað.
Síðan var aftur haldið til
Góðtemplarahússins og fór þar
fram hátíðleg viðhöfn áður en
þingið var sett. Var þar vígðúr
nýr silkifáni, sem Stórstúkan
hefir eignazt. Söng Templara-
kórinn á undan og eftlr, en séra
Árni Sigurðsson vígði fánann
með ræðu. Fánann hefir frú
Unnur Ólafsdóttir gert af al-
kunnri snilld sinni.
Þingið sátu 88 fulltrúar frá 15
barnastúkur, 34 undirstúkum, 4
þingstúkum og 3 umdæmisstúk-
um.
20 karlar og konur tóku Stór-
stúkustig.
Samþykkt var að senda
prestastefnunni skeyti og enn-
fremur Hátemplar Oscar Olsen,
sem setið hefir i hátemplara-
sæti síðan fyrir stríð. En á
stríðsárunum hefir öll samvinna
Templara í hinum ýmsu löndum
truflazt og yfirstjórn Reglunn-
ar eigi getað náð til hinna ýmsu
deilda. Þó hafa borizt kveðjur og
skilaboð milli Tátemplars og
Reglunnar á íslandi, en annars
hafa íslenzkir Templarar eigi
haft samband við félagsdeildir
annars staðar en í .Bandaríkj-
unum, síðan stríðið hófst.
Kosin var sérstök 5 manna
nefnd til þess að ganga á fund
ríkisstjórnarinnar og ræða við
hana um áfengismál.
Þá var útbýtt skýslum emb-
ættismanna Stórstúkunnar. Sést
í þeim, að í Reglunni eru nú
10138 félagar, eldri og yngri, og
. hefir þeim fjölgað talsvert á
árinu sem leið. Tekjur Stórstúk-
unnar urðu á árinu krónur
75.491,66, þar af skattur frá
undirstúkum kr. 11.883,65/ en
gjafir frá einstökum Templur-
ufti og stúkum o. fl. kr. 8.728,66.
Reglan rekur nú mjög fjöl-
breytta starfsemi við hliðina á
bindindisstarfinu. Hún rekur
bókaverzlun og gefur út barna-
blaðið Æskuna, blöðin Eining og
Reginn. Hún rekur gesta- og |
sjómannaheimili á Siglufirði.'
SUmarheimili fyrir börn er á |
uppsiglingu. Á Jaðri, landnámi
Templara, hafa stórkostlegar
framkvæmdir verið gerðar í
sjálfboðavinnu, skemmtifélag
(S.G.T ) heldur uppi heilbrigðu
skemmtanalífi hér í höfuðstaðn-
1 um, Leikfélag Templara er
jstarfandi sér, og einnig Söng-
kór (blandaður kór). Auk þess
stendur Reglan í húiabygg-
1 ingum fyrir stúkur úti á landi.
Þinginu var slitið sunnudag-
; inn 24. júni, á afmælisdegi Stór-
1 stúkunnar. Meðal tillagna, sem
það samþykkti, voru eftirfar-
andi:
Áfengisbann.
„Fertugasta og fimmta þing
Stórstúku íslands lítur svo á,
að áfengisneyzla landsmanna sé
orðið sjúklegt fyrirbæri, sem,
þrátt fyrir alla fræðslu og bind-
indisstarfsemi bæði Reglunnar
og annarra bindindismanna í
landinu, ágerist stöðugt, qg á-
fengissala ríkisins sé sá smán-
arblettur á menningu þjóðar-
innar, að þessu verði ekki unað,
og þar sem komið hafa fram fjöl
margar áskoranir frá umdæm-
isstúkunum bæði sunnanlands
og norðan, fjölmennum einstök-
um stúkum, bæjarstjórnum og
ýmsum fúndum og félagasam-
tökum manna, er allar krefjast
skjótra og markvissra aðgerða,
þá leynir það sér ekki, að það
er vilji mikils hluta landsmanna
að reistar verði skorður hið allra
bráðasta gegn þessum þjóðar-
voða, sem áfengisneyzla og sala
áfengra drykkja er orðin.
Stórstúka íslands samþykkir
því;
1. Að taka upp markvissa, á-
kveðna og skipulagða baráttu
fyrir algeru banni á innflutn-
ingi og sölu alls áfengis.
2. Að krefjast þess, að sú
undanþága frá áfengislöggj qí
þjóðarinnar, er leyfi tilbúning
áfengra drykkja og sölu að ein-
hverju leyti, sé tafarlaust num-
in úr gildi.
3. Að krefjast' þess, að stjórn-
arvöld landsins láti lögin um
héraðabönn koma tafarlaust til
framkvæmda.
4. Aþ það sé rækilega brýnt
fyrir templurum á öllum stig-
um Reglunnar að vinna ein-
dregið að því, að komizt geti á
sem allra fyrst algert áfengis-
bann I landinu.
5. Unnið verði að því frá
Reglunar hálfu, að sameina alla
þá. krafta utanreglumanna í
landinu, sem fáanlegir eru, til
markvissrar samvinnu um al-
gert áfengisbann.
6. Að krefjast þess af syórn-
arvöldum landsins, 1) að komið
verði tafarlaust og algerlega í
veg fyrir allar áfengisveitingar
á félagssamkomum og öllum
almennum mannfundum og
skemí*itunum, 2) að allir emb-
ættismenn þjóðarinnar setji hið
ákjósanlegasta fordæmi um
reglusemi í hvívetna og skyldu-
rækni til viðhalds góðum siðum
í landinu, og að alvarleg brot
gegn slíku varði embættismissi.“
Lög um ofdrykkjumenn.
„Stórstúkan ályktar að fela
framkvæmdanefnd sinni að láta
athuga- gildandi löggjöf áhrær-
andi ofdrykkjumenn, og beita
sér fyrir umbótum á þeirri lög-
gjöf, einkum til verndar fjöl-
skyldum drykkjumanna og þeim
til hjálpar."
Áfengisveitingar
á skemmtunum.
„Stórstúkan beinir því til
framkvæmdanefndar sinnar, að
hún leiti eftir að ná samvinnú
við félög og félagasambönd í1
landinu, um að þau leyfi ekki j
áfengisneyzlu á skemmtunum
sínum og samkomum.“
Kvikmyndásýningar.
„Stórstúkuþingið beinir þvi
til framkvæmdanefndar, að hún
hlutist til um við eftirlitsmenn
kvikmyndasýninga, að börnum
og unglingum sé ekki leyfður
aðgangur að þeim kvikmynda-
sýningum, sem sýna og reka á-
fengisáróður.
Stórstúkuþingið beinir því til
framkvæmdanefndar að beita
sér fyrir sameiginlegum
fræðslufundum með þeim félög-
um í hverju byggðarlagi, sem
vinna að bindindismálum eða
eru hlynnt þeim.“
Bindindismálasýning.
„Stórstúkuþingið lýsir ánægju
sinni yfir bindindismálasýning-
unni, sem Kaldin var s. 1. vetur
pg þar sem séð er, að hún hefir
gefið góða raun, ályktar Stór-
stúkan að fela framkvæmda-
nefnd sinni undirbúning ann-
arrar bindindismálasýningar,
sem haldin sé á þessu Stór-
stúkuári eða því næsta eftir þvi,
sem ástæður leyfa. Skal í því
sambandi leitað samstarfs við
þau félagakerfi, er ásamt Stór-
stúkunni stóðu að síðustu sýn-
ingu.“
Á þinginu var skipuð fimm
manna nefnd til þes að fara á
fund útvarpsráðs og ræða við
það um útvarp í þágu Reglunnar
og bindindismálsins.
Þingið sendi Gísla Sigur-
björnssyni, forstjóra Elliheim-
ilisins, þakkarskeyti fyrir ágæta
samvinnu, hugkvæmni og dugn-
að við að koma á fót bindindis-
málasýningunni.
Kosnir voru tveir fulltrúar til
Hástúkuþings, þeir Kristinn
Stefánsson stórtemplar og Jón
Árnason, umboðsmaður Há-
templars. 'í’il vara Brynleifur
Tobíasson fyrrv. stórtemplar og
Friðrik Ásmundsson Brekkan
fyrrv. stórtemplar.
Framkvæmdanefndin var að
mestu endurkosin og er þannig
skipuð næsta stórstúkuár:
Ötórteplar: Kristinn Stefáns-
son. Stórkanzlari: Árni Óla.
Stórvarate^jiplar: Þóranna Sím-
onardóttir/Stórritari: Jóh. Ögm.
Oddsson. Stórgjaldkeri: Jón
Magnússon. Stórgæzlumaður
unglingastarfs: Hannes J.Magn-
ússon. Stórgæzlumaður löggjaf-
arstarfs: Pétur Zóphóníasson.
Stórfræðslustjóri: Eiríkur Sig-
urðsson. Stórkapelán: Sigfús
Sigurhjartarson. Stórfregnrit-
ari: Gísli Sigurgeirsson. Fyrrver-
andi Stórtemplar: Friðrik Á.
Brekkan. — Aðrir embættis-
menn.: St.söngstj.: Jónas Tóm-
asson og Friðrik Hjartar. St.-
aðst.rit.: Jens E. Níelsson.
St.drótts.: Sigríður Halldórs-
dóttir. St.aðst.drótts.: Charlotta
Albertsdóttir. St.vörður: Guðjón
Magnússon. St.útvörður: Run-
ólfur Runólfsson. St.sendib.:
Bjarni Kjartansson. Umboðs-
maður Hátemplars er Jón Kjart-
(Framhald á 7. siðu)
Þetta stranga eftirlit var af-
sakað með þessari fögru afsök-
un: „Við verðum að sameinast
um að vinna stríðið“ — ályktun,
/sem hefir reynzt röng, því ef
sigurinn er unninn, þá er ekki
hægt að merkja þann árangur,
sem vonazt var eftir.
Því hvað er að gerast í myrkv-
uninni? Það er þetta, sem er að
gerast þar:
Alls staðar hefir kommúnist-
iskum stjórnum verið komið á,
sem ekki myndu standa stund-
inni lengur.ef frjálsar kosningar
mættu fara fram. Þá myndi
þeim verða sópað burt eins og
stráum í stórflóði. Vald sitt
byggja þessar stjórnir á þvi, að
beita sama vopni og nazistar:
kúguninni. Leynilögregla og
>vstormsveitir“ vinna margs kon-
ar hryðjuverk, fólk er handtek-
ið, hneppt í fangabúðir, flutt í
útlegð eða drepið án dóms og
laga, eða samkvæiút úrskurði
málamyndardómstóla. Þessir
nýju ofsóknarar bera jafnvel
nazistisk nöfn, svo sem „þjóðar-
dómstóll“.
Enginn maður hefir skrifað
meira um grimmd nazista en ég.
Enginn hefir hamrað lengur á
því, að nauðsynlegt myndi verða
að hegna þeim, til þess að forða
Þýzkalandi frá fleiri styrjöld-
um. Ég hefi rætt um þetta í
tólf ár. í rúm ellefu ár af þessum
tíma létu þeir, sem nú blása sig
mest út af gremju yfir grimmd
nazista, ekkpt til sín heyra.
En hegningin fyrir glæpi naz-
istanna mun verða helber
skrípaleikur, ef aðrir taka við að
þeim dauðum og fremja ná-
kvæmlega sömu glæpina óáreitt-
ir — og er jafnvel hampað fyrir
að fremja þá.
Þetta er það, sem nú er að
gerast. Við höfum séð það í
hvert skípti og alls staðar, þar
sem sést hefir í gegnum myrkv-
unina — t. d. í Grikklandi og
Trieste.
Hliðstæðar fangabúðir.
Pyndinga-fangabúðír Elas-
manna við Athenu og í nazista
Þýzkalandi, eru (nákvæmlega
samskonar fyrirbrigði. Menn
hafa verið teknir og bundnir og
skotnir, þótt þeir væru jafn
meinlitlir og saklausir og þeir
voru varnarlitlir.
í Trieste gengur ekki á öðru
en ránum og skotum. Menn eru
látnir „hverfa“, og Tito-sinnar
kveðja til þjónustu fólk, sem
þeir hafa ekki minnsta rétt til
að gefa fyrirskipanir. Þetta er
alveg eins og nazistar séu að
verki.
Stúlka, sem er skæruliði,
gengur drembilega um með
skammbyssu í höndunum. Hún
or samdauna hinum nazistisku
kvenskörungum. Ég hefi talað
við brezka hermenn, sem eru
hrelldir af að sjá svo dýrslegan
æskulýð.
Búlgarski herinn, — sem fyr-
ir nokkru síðan myrti brezka
fanga og auk þess er þekktur um
allan Balkanskaga fyrir grimmd
sína — gengur nú sigurgöngu
með hinum „frelsandi herjum“
inn í Austurríki!
Við fengum vitneskju um
þetta einungis vegna þess, að
það gerðist á takmörkum hins
myrkvaða og bjarta hluta Ev-
rópu, og brezkir hermenn og
fréttaritarar' sáu það. Við feng-
um vitneskju um handtöku
hinnar pólsku sendinefndar ein-
göngu vegna þess, að fréttirnar
smugu gegnum myrkurhjúpinn.
Gerfi-Ieiðt,ogar í myrkrinu.
Alls staðar þar, sem myrkvun-
in ríkir, eru hryðjuverk framin
af mönnum, sem náð hafa
nokkrum metorðum, vegna þess
að lýðfrelsi er ekki ríkjandi.
Þessir gervi-valdamenn myndu
hverfa í músaholur sínar, ef
dagsljósið fengi að skína á þá,
en til þess að halda völdum sín-
um, beina þeir ofsóknum gegn
mönnum, sem eru — þó þeir séu
ekki mikið kunnir brezkum al-
menningi, — mjög elskaðir
og virtir leiðtogar, eins og komið
hefir í ljós við kosningar í hlut-
aðeigandi löndum. Þeir hafa líka
allt sitt líf barizt gegn yfir-
drottnun og hryðjuverkum, sér-
staklega gegn yfirdrottnun
Þjóðverja og hryðjuverkum
brúnu. fasistanna. Til að nefna
nokkur nöfn, skulu nefndir:
Maniu í Rúmeníu, Matchek í
Króatíu, Mikolajczyk í Póllandi
og Bor, hetja Warsjárborgar.
Slíkir menn eru Churchill,
Loyd George og Attlee, Mont-
gomery og Alexander í heima-
landi sínu.
í einræðisríki eru menn eins
og þeir skotnir eða hnepptir í
faúgelsi. Má þar til nefna, sem
dæmi Mihailovitch, sem Þjóð-
verjar lýstu eftir og buðu að
greiða 1000 gullmörk fyrir hann,
dauðan eða lifandi. Aðeins eitt
blað skýrði frá þessu í Bretlandi.
Churchill sagði sannleikann í
þessum málum í ræðu, sem hann
flutti nýlega. Hann sagði:
„Á meginlandi Evrópu eigum
við enn eftir að ti-yggja það, að
þeim óbrotnu og æruverðu
markmiðum, sem fyrir okkur
vöktu, þegar við fórum í stríðið,
verði ekki gleymt eða þeim ýtt
til hliðar á þeim mánuðum, sem
nú fara í hönd á eftir sigri okk-
ar, — að orðin frelsi, lýðræði og
lausn undan harðstjórnaroki
verði ekki fölsuð og hinni sönnu
meiningu þeirra, eins og við höf-
um skilið þau, gerbreytt“.
Lög verða að ráða.
Churchill sagði ennfremur:
„hað myndi vera til lítils að
hegna Hitlerssinnum fyrir glæpi
þeirra, ef lög og réttlæti ætti
ekki að ráða, og ef einræðis-
stjórnir og ofbeldisstjórnir ættu
að taka við af hinum þýzku inn-
rásarherjum.......Þjóðabanda-
lag það, sem nú er verið að
stofna í San Francisco má ekki
verða skjól hinum sterka og ein-
skisvirði lítilmagnanum“.
Bretar vita ekki hvílíkur mátt-
ur fylgir þessum orðum í Ev-
rópu, bæði hinni myrkvuðu og
björtu, sérstaklega þegar þeim
er fylgt eftir með ráðstöfunum
til að auka frelsi og mannrétt-
indi, eins og í Bretlandi, með
afnámi reglugerðarinnar 18 B,
afnámi fréttaeftirlitsins og
þingkosningum.
Við verðum að láta skína ljós
á hina myrkvuðu Evrópu. Það
er kominn tími til að segja
sannleikann.
51. blag
Fulltrúaiundur Kvenrétt-
índaíélags íslands
Fulltrúaráðsfundur Kvenrétt-
indafélags íslands var haldinn
í Skíðaskálanum í Hveradölum
26. , og 27. júní síðastliðinn.
Fundinn sátu auk miðstjórnar
Kvenréttindafélagsins fulltrúar
úr öllum fjórðungum landsins.
Eins og kunnugt er var Kven-
réttindafélag íslands, gert að
landsfélagi samkvæmt samþykkt
síðasta landsfundar kvenna,, sem
haldinn var á Þingvöllum fyrir
rúmu ári síðan. Miðstjórn kven-
réttindafélagsins skipa auk
stjórnar K. R. F. í. í Reykjavík
fjórar konur, ein úr hverjum
pólitískum flokki, búsettar í
Reykjavík og þrír fulltrúar úr
hverjum landsfjórðungi.
Helztu mál fundarins voru:
Minningar- og menningarsjóður
kvenna, Samstarf kvenfélaga við
K. R. F. 1, Útbreiðslumál og
Hallveigarstaðir.
í Minningar- og menningar-
sjóð kvenna hafa þegar safnazt
rúmar 25 þúsundir króna, þar af
19 þúsundir til minningar um
Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sem
var stofnandi sjóðsins. Hitt eru
gjafir til minningar um ýmsar
aðrar merkar konur.
Tilgangur sjóðsins ej að vinna
að menningarmálum kvenna:
a) Með því að styðja konur til
framhaldsmenntunar við æðri
menntastofnanir, hérlendar og
erlendar, með páms- og ferða-
styrkj um.
Ef ástæður þykja til, svo sem
sérstakir hæfileikar og efna-
skortur, má einnig styðja stúlk-
ur til byrjunarnáms, t. d. í
menntaskóla.
b) Með því að styðja konur
til framhaldsrannsókna að
loknu námi, og til náms og
ferðalaga til undirbúnings þjóð-
félagslegum störfum.
c) Með því að veita konum
styrk til ritstarfa eða verðlauna
ritgerðir, einkum um þjóðfélags-
mál, er varða áhugamál kvenna.
Tekjur sjóðsins eru: Dánar-
og minningargjafir, Áheit og
aðrar gjafir, Tekjur af ýmsri
starfsemi í þágu sjóðsins.
Samþykkt var að hafa einn
fjársöfnunardag á ári fyrir sjóð-
inn var til þess valinn 27. sept-
ember, sem er fæðingardagur
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Þá
var og ákveðið að % af því fé,
sem inn kemur með fjársöfnun,
merkj asölu eða minningar-
spjöldum megi þegar verja til
námsstyrkja samkvæmt tilgangi
sj óðsins.
Sjóðnum skal fylgja sérstök
bók og skal, ef óskað er, geyma
í henni nöfn, myndir og helztu
æviatriði þeirrra sem minnst er
með minningar- eða dánargjöf-
um. Æviminningar þeirrra, bréf
eða ritverk, sem eftir þær liggja,
lætur sjóðsstjórnin geyma á
trýggum stað, t. d. í handrita-
safni Landsbókasafrisins. Minn-
ingarbókin skal geymd á sama
stað. — Stjórn sjóðsins er skip-,
uð fimm konum.
Um samstarf kvenfélaga við
K. R. F. í. var samþykkt þéssi
tillaga:
„Kvenfélög, sem taka vilja
þátt í starfi félagsins, kjósi
þriggja kvenna nefnd, sem starfi
í sambandi við K. R. F. í.“
Á fundinum var rætt um starf
þessara kvenréttindanefnda og
samþykkt ályktun varðandi
verksvið þeirra.
Um útbreiðslumál K. R. F. í.
var þetta samþykkt:
Fyrirlestraferðir..
Samþykkt var að senda fyrir-
lesara út um land eftir því sem
fjárhagur félagsins leyfði. Var
og talið'æskilegt að í sambandi
við fyrirlestrana yrðu sýndar
fjæðslu-kvikmyndir, t. d. um
uppeldismál.
Opinberir fundir.
Ákveðið var að K. R. F. í.
gwigist fyrir opnum fundi um
réttindamál kvenna, eigi sjaldn-
ar en einu sinni á ári.
Útvarp.
Samþykkt var eftirfarandi
ályktun:
„Fulltrúaráðsfundur K. R. F. í.
telur mjög nauðsynlegt, að kon-
ur komi oftar fram sem þátttak-
endur í dágskrá útvarpsins, með
fræðslu og erindi um áhugamál
kvenna og skorar á útvarpsráð
að leita samvinnu við samtök
kvenna í þessu skyni. Verði
teknir upp sérstakir kvennatím-
ar, sem fastir dagskrárliðir, ósk-
ar Kvenréttindafélag íslands
eindregið eftir að taka áinn
fulla þátt í þeirri starfsemi".
Samþykkt var að hefjast
þegar handa um undirbúning að
útgáfu sögu kvenréttindabar-
áttunnar á íslandi.
Hallveigarstaðir.
Kosnar voru þrjár konur í
stj órn Hallveigarstaða.
Um þátttöku kvenna í ppin-
berum málum og aukin áhrif
þeirra á þjóðfélagsmál voru
samþykktar eftirfarandi álykt-
anir:
„Fulltrúaráðsfundur K.R.F.Í.,
haldinn í Skíðaskálanum í
Hveradölum 26. og 27. júní, tel-
ur það algerlega óviðunandi og
ekki vansalaust, g,ð konur skuli
ekki eiga sæti á Alþingi.
1. Skorar fundurinn því á
konur að hefja nú þegar mark-
vísa baráttu, hver í sínum
flokki, til að tryggja sem flest-
um konum örugg sæti við vænt-
anlegar alþingiskosningar á
næsta ári.
2. Fulltrúaráðsfundur K. R. F.
í. gerir þá kröfu til Alþingis og
stjórnmálaflokkanna, fyrir
hönd íslenzkra kvenna, að
minnsta kosti ein kona fái sæti
í stjórn landsins.“
Þá var og samþykkt eftirfar-
andi ályktun:
„Fulltrúaráðsfundur K. R. F.
í., haldinn í Skíðaskálanum í
Hveradölum, 26. og 27. júní, lýs-
ir eindregnu fylgi sínu við til-
lögur síðasta Landsfundar,
varðandi væntanlega stjórnar-
skrá hins íslenzka lýðveldis og
aðrar réttindakröfur kvenna, og
beinir þeirri eindregnu áskorun
til þeirra kvenna, sem eru í
stjórnarskrárnefnd, að þær
leggi ríka áherzlu á, að stjórnar-
skráin tryggi konum fullt at-
vinnulegt og félagslegt jafnrétti
og geri þeim kleift að nota sér
þau réttindi.“
Fundurinn fór hið bezta fram
og voru konur einhuga um að
vina eftir mætti að framgangi
stefnumála féiagsins.
Að kvöldi þess 27. var haldið
til Reykjavíkur, daginn eftir var
farin stutt skemmtiferð um ná-
grenni Reykjavíkur, og að lok-
um hélt félagið fulltrúunum
kveðjusamsæti að jHótel Röðli.
Kírkjuhátíð í
Wínuípeg
Dagan 21.—26. júní s. 1. var
minnst hátíðlega í Winnipeg 60
ára afmælis Hins evangelisk-
lúterska Kirkjufélags Vestur-ís-
lendinga.
Athöfnin hófst á fimmtudag
með guðsþjónustu i fyrstu lút-
ersku kirkjunni, en þar messaði
séra Validmar Eylands) en séra
Egill Fáfnis prédikaði. Séra
Hajaldur Sigmar, forseti kirkju-
félágsins gaf skýrslu og próf.
Ásmundur Guðmundsson, er var
inættur, sem fulltrúi íslenzku
þjóðkirkjunnar, talaði.
Á föstudag var afmælisins
minnzt í ræðum, sem séra
Kristinn Ólafsson, sr. Sigurður
Ólafsson og sr. Guttormur Gott-
ormsson fluttu. Á laugardag
kom til þingsins Franklin Clark
Fry, forseti lútersku kirkjufé-
laganna í Ameríku, og flutti
hann ávarp. Þá fóru einnig fram
hljómleikar, sem frú Snjólaug
Sigurðsson stýrði. Á sunnudag
flutti próf. Ásmundur vinakveðj-
ur frá biskupi íslands og ríkis-
stjóm, og var þeim ákaft fagn-
að. Fundinn sátu 13 prestar, 50
fulltrúar og meir en 600 manns
aðrir. Prófessor Ásmundur af-
henti séra Haraldi Sigmar
Fálkaorðuna. Séra Runólfur
Marteinsson minntist 100 ára af-
mælis séra Jóns Bjarnasonar. Á
mánudag fóru fram hljómleikar
vestpr-fslenzks æskulýðs, og
(Framhald á 7. slðu)
%