Tíminn - 10.07.1945, Síða 5
51. blað
J
IÓIirV?Va þrigjndaglnn 10. jáll 1945
5
Vilhelm M.oberg:
i
Eiginkona
FRAMHALD
RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR
Hvað vitið þið u
Konur hafa alltaf haldiS því
fram að þær skildu karlmenn-
ina betur en þeir sjálfir. Ef til
vill er því þannig varið. En á
síðari árum hafa vísindamenn
gert margar uppgötvanir við-
víkj andi karlmönnunum, sem
mun ekki aðeins koma konum
á óvart, heldur og þeim sjálfum.
Eftirfarandi dæmi eru tekin úr-
ýmsum greinum vísinda. Þér
skuluð reyna að dæma um, hvort
staðhæfingarnar eru réttar eða
rangar aöur en þér lesið svarið.
Ef meir en helmingur af yðar
svörum reynist réttur, þekkið
þér karlmennina óvepju vel!
Karlmenn eru betur byggðir
líkamlega en konur.
Rangt. Sveinbörn fæðast oftar
með andlegum og líkamlegum
ágöllum en meybörn, eru t. d.
oftar vansköpuð, blindfædd og
veikbyggð. Líkami þeirra þolir
'síður áföll. Það er því aðeins
voðvakerfi karlmannanna sem
er betur þroskað og eru þeir því
sterkari en konur, svp sem kunn-
ugt er.
Karlmenn eru riddaralegir
gagnvart konum vegna þess að
kreddurnar krefjast þess.
Rangt. Það er allflestum karl-
dýrum meðfætt að sýna kven-
dýrum hollustu. Ef þeim væri
það áskapað að nota styrk sinn
til þess að berjast gegn kven-
dýrunum, hefðu þau átt erfitt
uppdráttar.
Karlmenn sjá liti ver en kon-
ur.
Rétt. Litblinda er 8 sinnum
algengari hjá karlmönnum.
Telpur taka. fyrr eftir litum en
drengir.
Karlmenn eldast fyrr en kon-
ur.
' Rétt. í f lestum tilfellum
hnignar líkama karlmannsins
fyrr en konunnar, og yfirleitt
deyja þeir yngri en konur.
Karlmenn eru hugrakkari en
konur.
Rangt. Munurinn er aðeins
fólginn í því, á hverh hátt þau
sýna hugrekki sitt. Karlmenn
eru yfirleytt hugrakkari í líkam-
legum raunum, en konur sýna
Shapfer*lið og
Hvort líkist þér sumrinu eða
vetrinum, haustinu eða vorinu
í skapferli yðar? Árstíðirnar eru
mjög ólíkar — skemmtilegar all-
ar, en þó hver á sína vísu. Eins
ei' um mannfólkið. Eftirfarandi
spurningar eiga að leiða í Ijós,
hverjum flokki þér tilheyrið. —
Svarið þeim játandi eða neit-
andi eftir beztu samvizku.
I.
1. Þarfnist þér oft einveru?
2. Látið þér aðra viðstadda
jafnan „hafa orðið“?
3. Finnst yður stundum, að
enginn skilji yður?
4. Þykir yður erfitt að líta
björtum augum á tilveruna?
5. Þykir yður leiðinlegt að
selja hluti? (t. d. merki fyr-
ir visst málefni o. s. frv.).
6. Eruð þér fremur þunglynd
en léttlynd að eðlisfari?
7. Eruð þér ’seintekin?
Þegar þér hafið svarað þessum
spurningum, skuluð þér telja já-
in. Séu þau 4 eða fleiri eigið
þér að svara þeim spurninga-
flokki hér á eftir, sem merktur
er með A, en séu þau færri eigið
þér á sama hátt að svara spurn-
ingunum i B-flokki.
m harlmennina?
meira hugrekki í ýmsum þjóð-
félagslegum og sálfræðilegum
vandamálum.
Konur eru tilfinnmganœmari
en karlar.
Rétt. Um fimmtíu sálfræðí-
legar kannanir, sem nýlega hafa
verið gerðar, sýna að konur eiga
1 erfiðar með að hafa stjórn á til-
finningum sínum en karlar.
Kemur þetta í ljós strax í
! bernsku.
| Konur eru taugaóstyrkari en
í karlar.
I Rangt. í loftárásunum á
London var hið gagnstæða sann-
að með óyggjandi rökum.
Karlmannshár er yfirleitt
dekkra og grófara en kvenhár.
Rangt. Kvenhárið er dekkra,
og sömuleiðis augun. Stafar
'þetta, af þeim mismun sem er
! á efnunum í líkömum karla og
kvenna, Kvenhárið er venjulega
I þykkra og kemur. það að nokkru
‘leyti af því að það er síðara.
j Konur eru trúrœknari.
Rangt. Þær fara máske oftar
í kirkju, en það er þá vegna al-
menningsálitsins eða vegna þess
að þær hafa færri tómstunda-
liðkanir með höndum. En hjá
! flestum þjóðum eru karlar virk-
1 ari safnaðarmeðlimir en konur.
| Karlmenn þola sterkan hita
! og kulda ver en konur.
Rétt. Konur þola sterk hita-
brigði betur. Stafar það af fitu-
i lögunum, sem eru undir húð
þeirra.
Karlmenn eru að eðlisfari ó-
stýrilátari og ofsafengnari en
konur.
Rétt. Þessar eðlishneigðir bæl-
ast þó nokkuð fyrir áhrif upp-
eldisins, en sýnt er, að smá-
drengir eru uppreisnargjarnari
og óróafylli’i en stúlkur.
Karlmenn hugsa minna um
klœðnað sinn og útlit en konur.
Rangt. í öllum álfum öðrum
en Evrópu og Ameríku hinum
svonefndu menningarálfum, eru
karlmenn alveg eins hégómlegir
og skartgjarnir ög konur. Eyða
þeir oft öþum tíma sínum og
peningum i föt og snyrtingu.
(Þýtt og stytt úr
„Womans Home Companoin“).
ár s tíðirnur.
Ef jáin eru 4 eða fleiri eruð
þér barn hauStsins, séu þau
færri tilheyrið þér vetrinum.
B.
1. Eruð þér oft forsöngvari í
glöðum hóp?
2. Eruð þér nokkurn tíma svo
ofsakát, að yður sjálfri
blöskri?
3. Eruð þér stríðin?
4. Takið þér oft skjótar á-
kvarðanir án umhugsunar?
5. Njótið þér Vinsælda meðal
karlmanna?
6. Leikið þér vanalega á all's
oddi af kæti og fjöri?
7. Grátið þér stundum af
hlátri?
Séu jáin í þessum flokki 4 eða
fleiri eruð þér vorbarn, annars
sumarbarn. *
tslenzhir
málshœttir:
Allar eru vænar á vökunótt-
unum.
Fjarri skal fljóða leita.
Flestum minnkar frelsi þá
fengin er kona.
Hefir hún lokað köttinn þar inni í kvöld? Eða er þetta stór
rotta á hlaupum niðri í korntunnu? Eða hvað getur þetta verið
— Hákon spyr .... Nei, kötturinn er lagstur út, og rottur eru
ekki á þeirra lofti ....
Nú heyra þau greinilega, að gengið er eftir gólfinu uppi.
Margrét náfölnar, augun standa í höfðinu á henni, og munn-
urinn er opinn.
— Þjófur, segir hún.
Því^ að hún man, að dyrnar stóðu opnar í kvöld meðan þær
Þóra voru í fjósinu. Þjófurinn gat læðzt inn, án þess að nokkur
yrði þess var, og falið sig þarna uppi.
Hákon skilur líka, hvað á seyði er: Þjófur hefir falið sig uppi
á loftinu. Þessar dimmu nætur eru líka óskastimdir þjófanna, nú
má eiga von á þeim aftur, þegar haust er komið. Og þeir koma
alltaf, þegar þeim er þægilegast. Það er öllum vitanlegt, að Páll
er fjarverandi og enginn karlmaður á bænum. Já, það er eins
og þjófunum hafi verið boðið í þetta hús í nótt.
Hákon fyllist vígamóði. Hann skal vissulega gæta húss Páls.
Það er nú karlmaður hér, þrátt fyrir alR, og hann ætlar að
handsama þjófinn þarna uppi. Hann gleymir því alveg, að hann
hefir sjálfur læðzt hingað inn i óleyfilegum erindagerðum. Hann
gleymir því, að sjálfur má hann ekki koma í þetta hús á þess-
um tíma sólarhringsins, þegar Páll er fjarverandi.
Hákon þrífur byssu sína, sem hann hefir hallað upp að þil-
inu. Hann ætlar að ráðast til uppgöngu.
— Farðu ekki upp í þessu myrkri. Þú hrasar. Þú hittir ekki.
Og konan unga reynir að vera hugrökk, þótt hún sé farin
að titra. Hún þrýstir sér upp að Hákoni — hún ætlar að koma
með honum og lýsa honum með furuviða,rkyndli, ef hann ætlar
upp loftstigann.
Svo stanza þau allt í einu. Nú heyrist fótatakið á loftnu yfir
ganginum, nú er komið niður stigann. Þjófurinn kemur líklega
niður til þeirra. Hann heldur vitaskuld, að allir séu í fasta-
svefni, svo að hann geti leikið sér eins og honum sýnist.
Hákon stjakar konunni aftur fyrir sig í skyndi og tekur sér
stöðu við gangdyrnar. Þaðan á hann auðveldast með að koma
þessum óboðna gesti á óvart. Eftir fótatakinu að dæma eru
þetta fætur, sem eru vanir þessum stiga. — Það er eins og fæt-
urnir viti fyrirfram, hvað langt er milli stigarimanna. Sá, sem
kemur er ekki að fara þennan stiga í fyrsta skipti. Hver er það,
sem kemur ... . ?
En undrun Hákonar verður skammvinn — aðeins eitt stutt and-
artak.
Þetta er ekki ókunnugur maður, sem kemur niður loftstigann.
Það er maður, sem gengið hefir mörg hundruð sinnum upp og
niður þennan stiga. Það er maður, sem á heima í þessu húsi.
Þetta er Páll, sem þarna birtist.
Konan og granninn sjá hann bæði samtímis — óp Margrétar
verður stutt, hún kæfir það. Og Hákon, sem hefir hniprað sig
saman, reiðubúinn að ráðast á þjófinn, réttir úr sér og víkur
úr dyrunum. Hann hörfar aftur á bak, þegar Páll kemur inn í
svefnhúsið. Þetta er þá húsbóndinn á heimilinu, sem kemur
niður af loftinu, svo að hann verður líklega að þoka til hliðar.
Sjálfum húsbóndanum getur hann ekki veitt þær viðtökur, sem
bann hefir hugsað sér, honum er leyfilegt að ganga um i þessu
húsi eins og honum líkar.
Páll er á sokkaleistunum, og hann hefir farið úr ferðafrakk-
anum. Á vestinu hans eru hvítir mélblettir, hann hefir nuddað
sér utan í poka uppi á heyloftinu. Kahnske hann hafi sofið
þarna uppi? Það hefir hann þó sjálfsagt ekki gert .... En hárið
er úfið og ógreitt, augun starandi, stór og líflaus, hvítan blóð-
hlaupin. Já, hann er alveg eins og maður, sem nýbúið er að
vekja og veit ekki enn, hvort er nótt eða dagur, kvöld eða
morgunn.
Hann starir látlaust stórum, stirðnuðum augum á Hákon og
konuna, sem stendur við hliðina á honum í upphlut og nær-
pilsi. Hin skilningssljóvu, ljósu augu eru grafkyrr í augnatóft-
unum, ekkert ge^tur komið þeim á hreyfingu. En kjálkarnir hreyf-
ast, eins og hann tyggi, seigt og fast.
— .Það var satt, sem hún sagði! /
Og aftur, hann tyggur orðin aftur:
— Það var satt, sem hún sagði! Það var ekki lygi! Ekki lygi!
Þ,au hefðu kannske getað sagt: Það er lygi samt sem áður,
þ^ið er ekki satt. Hákon gat afsakað sig með einhverju erindi,
sem honum hefði verið brýn nauðsyn að reka, þótt svona væri
orðið áliðið. Og konan, sem stóð þarna hálfklædd, gat kannske
sagt, að hún hefði verið í þann veginn að fara upp í. En það
hefði ekkert stoðað — nú stoðuðu ósannindin ekki lengur, hverju
svo sem þau.bæru við. Páll hefir njósnað um þau — þau eru
sek fundin.
Og Hákon hefir látið byssuna aftur út í skotið svo lítið bar á.
Hann vill ekki verða fyrri til þess að grípa til vopna í húsi ann-
ars manns. Já, hann hliðrar til fyrir húsbóndanum, þegar hann
kemur, og lætur frá sér byssuna. Þetta breyttist allt svo skyndi-
lega. Áðan sat hann um þjóf. Nú er allt í einu setið um hann
sjálfan. Hann er konuþjófur. Hann hefir laumast inn og stolið
konu Páls. Eina vornóttina kom hann inn um gluggann þarna
í stafninum. Lengi hefir hann forðazt uppljóstrun, en í nótt gekk
hann í gildruna, þegar hann ætlaði að gæta húss Páls. Maður
heldur sig sitja um aðra, og svo er einmitt setið um mann sjálfan
á sama andartaki.
A.
1. Vinnið þér í skorpum?
2. Hefir yður reynzt örðugt að
skapa yður ákveðnar lífs-
reglur?
3. Haldið þér, að mönnum séu
sköpuð örlög fyrir fram?
4. Hafið þér sterk skapgerðar-
einkenni?
5. Hættir yður til þess að vilja
'ráða yfir þeim, sem þér
elskið?
6. Eruð þér oft í æstu“hugar-
ástandi?
7. Álítið þér, að lífið sé til-
brigðaríkur leikur?
Kalt er konuláusum.
Kona er karlmapnsfylgja.
Sá á þarfan hlut, sem á þrifna
konu.
Of stendur illt af kvennahjali
(Gísla saga Súrssonar).
Konan kemst þangað, sem
reykurinn kemst ekki.
Þar kveldar ei altént vel, sem
konur drekka.
Oft er flagð undir fögru skinni,
en dyggð undir dökkum hárum.
Margrét æpir, en veit fyrst í stað hvorki upp né niður. Hún
titraði af ótta við þjóf. Og svo var það bara Páll, maðurinn
hennar, seip kom niður af loftinu á sokkaleistunum, berhöfð-
aður og mélaður — alveg eins og hann hefði verið þar uppi að
mæla sáðkorn úr tunnunum. En hann var samt heima i Dynj-
anda að fylgjast með arfaskiptunum. Og þá getur hann þó ekki
líka verið hér. Hún veit ekki, hvaðan á sig stendur veðrið, hún
er svo forviða, að hún man ekki eftir þvf að verða hrædd.
Og á hún að verða hrædd? Áðan var hún það, en Pál hefir
hún aldrei óttast. Hún hefir aldrei séð hann reiðan né ofstopa-
fullan né hræðilegan. En það er kannske af því, að hún hefir
aldrei beitt hann neinu óréttlæti, sem hann hafi komizt á snoðir
um. Nú er.-feHn hér hálfháttuð, og nú er hún staðin að verki, og
nú er> hún aðeins forviða. Hún heldur áfram að undrast, þar
Húscignirnar
Tilboð óskast fyrir 15. þ. m. til undirritaðra, sem* gefa
frekari upplýsingar
FASTEIGNA- & VERÐBRÉFASALAIV
(Lárus Jóhannesson, hrm.)
Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294
Draugurínn á Hríngsakrí
Eftir FREDERIK KITTELSEN.
Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
ætluðu að segja, ef þeir rækjust á hann seinna meir:
„Þú lítilmótlegi og kjarklausi maður! Við þekkjum þig
ekki!“
„Þú ætlar þá ekki að æpa? Þú steinþegir, þangað til
við gefum þér bendingu. Skilurðu það?“
Niels skildi það. Hann skildi að þetta var hátíðlegasta
athöfnin, sem hann hafði tekið þátt í um dagana- Nú
varð hann fyrst skelkaður. Hann þrýsti gafflana svo
last, að það brakaði í hnúunum.
„Ætli við þurfum að bíða lengi,“ hvíslaði Stjáni
„Það er ekki gott að segja, kannske nokkra klukk-
utima.“
Nokkra klukkutíma? Svo lengi! Niels hefði orðið eftir
beima, ef honum hefði dottið það í hug!
„Ja, srnnir hafa séð drauga um tíuleitið, sumir um
miðja nótt og aðrir seinna. Mér skilzt, að þeir séu ekki
á ferli á neinum vissum tíma,“ sagði Axel fræðimanns-
lega.
„Hvaðan heldurðu að hann komi?“
„Líklega upp úr jörðinni. Hann rís upp, með svo
miklum krafti, að mold og grjót þeytast í allar áttir.,,
„Stjáni, getur hann risið upp hér?“ Níels fannst jörðin
vera farin að hristast strax.
„Nei, hann rís upp í skóginum, Ní/els litli.“-
„Uss, heyrið þið? Það er einhver að koma!‘‘hvíslaði
Axel.
Þeir héldu niðri í sér andanum og hlustuöu.
„Hann er á veginum — þarna hinum megin við bugð-
una!“
„Uss!“
„Er ‘hann nú að koma, Stjáni?“ hvíslaði Níels litli.
Hann kreysti aftur augun, til þess að æpa nú ekki
pegar draugurinn birtist.
„Heyrið þið! Það marrar í veginum,‘<‘ sagði Stjáni.
Brauðhnífurinn skalf og hristist í höndum hans.
„Vertu nú rólegur,“ áminnti Axel hann. Hann var
þeirra elztur og hugrakkastur; en hann beit á jaxlinn
og hjartað hamaðist í brjósti hans.
Kolsvöt vera, há og gildvaxin, kom nú í ljós við bugð-
una á veginum. Hún nálgaðist hægt og hægt, hræðileg
og ógnandi.
Botnvörpuskip
Ríklsstjórninni hefir borizt tilkynning um það frá
brezkum stjórnarvöldum að hún mundi geta fengið
leyfi til að láta smíða 6 botnvörpuskip í Bretlandi
fyrir íslendinga.
■ j
Þeir, sem kynnu að vilja hagnýta sér þessi leyfi
skulu sækja um það til atvinnú?nálaráðuneytisins
fyrir 15. þ. mán.
I
Atvinnumálaráðunegtið,
5. júU 1945.
\