Tíminn - 31.07.1945, Síða 7
57. blað
TV\. brigjadaglim 31. júlí 1945
Á víðavangi
(Framhalcl af 2. siðu)
hækkunin varð af því, aS
stjórnin kom ekki fram því, sem
hún' vildi, að fiskurinn yrði
seldur óbreyttu verði. Þá tók
ekki heldur betra við.þegar sýnt
var fram á það óheyrilega sleif-
arlag, sem orðið hafði í samn-
ingunum um fiskflutningana og
framkvæmd þeirra.
í sveitunum
voru stjórnarliðar ekki ris-
hærri en við sjávarsíðuna.
Furðar engan á því. Þeir sögð-
ust þó vilja vel og ekki þorðu
þeir að hafa jafn mjög í hót-
unum og Áki forðum. eða blöð
þeirra. Auðheyrt var þó, að and-
inn var sá sami, þótt ekki þætti
henta hótanir upp í opið geð
á mönnum. Var helzt á þeim að
heyra, að bændum væri fyrir
beztu, að framfaramálum þeirra
væri komið fyrir kattarnef
„vegna ónógs undirbúnings“.
Þeir reyndu ekki að verja það,
að tilslökun bændanna síðast-
liðið haust hafði verið notuð
til þess að kaupa kommúnista
til stjórnarmyndunar með
Ólafi Thors. Bændur létu þá yf-
irleitt vita,hvaða ályktanir þeir
draga af því, að látið var undan
þeim, sem höfðu í hótunum
síðastl. haust, en misnotuð til-
slökun hinna, sem sýndu þegn-
skap.
Ekki ríkisgjaldþrot enn.
Það er til marks um eymd
stjórnarliðsins, að einn af tals-
mönnum þess, liúðvík Jósefs-
son, gerði sér tíðrætt um, að
Framsóknarmenn hefðu spáð
ríkisgjaldþroti við siðustu ára-
mót. Auðvitað er þetta fárán-
legur skáldskapur, en tilgangur
Lúðvíks var sá, að belgja sig
síðan upp og lýsa því yfir af
mikilli drýldni, til framdráttar
stjórninni, að ríkið væri ekki
komið á höfuðið enn — og væri
þó komið fram yfir áramót.
Ekki er nú af litlu að státa. Það
má þá einnig segja, að þeir
menn fara ekki erindisleysu á
landsmálafundi, sem koma til
þess að flytja þjóðmál með
þessum hætti.
„Öreigarnir" kaupa skip.
Meðal báta þeirra, sem nýlega
eru komnir frá Svíþjóð, er einn,
sem heitir „Rex“.
Aðaleigendur hans eru sagðir
vera nokkrir „öreigar“ í kom-
múnistaflokknum. Meðal þeirra
er Jakob Jakobsson, bróðir Áka
ráðherra, og er hann fram-
kvæmdastjórinn. Aðrir eigendur
munu vera Haukur Björnsson
og Einar M. Einarsson, fyrrum
skipherra, sem nú er opinber
sendimaður stjórnarinnar í
Svíþjóð, og keypti hann skipið.
Það er 73 smálestir að stærð,
með 160 hestafla vél og tólf ára
gamalt. Virðast fleiri en Arent
Claessen og hans nánustu
geta hagnazt á Svíþjóðarferð
um í erindum stjórnarinnar.
Þá hafa þessir „öreigar“ og
fleiri í kommúnistaflokknum
látið endurbyggja hið nafntog
aða skip, Falkur, og nefnist það
nú Siglunes. Kvað endurbygg-
ingin kosta D/2 milj. kr.
Þjóðviljinn hefir óskað því
skipi mikils afla á síldarvertíð-
inni. Slíkar hamingjuóskir hafa
önnur skip ekki hlotið hjá blað-
inu. Skyldi nokkur eigingirni
felast í því?
Saga úr sveitinni.
Sú saga er sögð um Jón á Akri,
að skömmu eftir að hann flúði
nafna sinn úr Svínadalnum og
settist að á Akri, hafi boli einn
ferlegur leitað í túnið í sláttar-
byrjun. Jón stóð úti á hlþði,
ásamt förukarli nokkrum og
rosknum heimamanni á Akri.
Jón hleypur til og ætlar að reka
bola, en heimamaður kallar til
hans og biður hann að fara
varlega og gæta sín. Þá
sagði karlinn: „Sá vægir, sem
vitið hefir meira“. Boli lagði á
flótta.
Bændurnir og Jón Pá.
Jón Pá hefir sjaldan sannað
grunnfærni sína og flónsku bet-
ur en í greinum þeim, sem
hann að undanförnu hefir stíl-
að til Bernharðs Stefánssonar,
og er þá mikið sagt, ef rekja
ætti alla langhunda hans fyrr
og síðar.
Bemharð hefir, sem kunnugt
er, tætt niður óhróður hans og
blekkingar, svo að Jón stendur
eftir berstrípaður ósanninda-
maður og loddari.
Jón er alltaf reiðubúinn til
að svíkja stétt sina, ef húsbænd-
um hans, stríðsgróðavaldinu eða
kommúnistum, er það þóknan-
legt, enda gengur hann al-
mennt orðið undir heitinu
„bændakvislingurinn frá Akri“.
Síðasta afrek hans var forust-
an um það að svipta bændur
umráðarétti yfir eigin fé, eftir
kröfu kommúnista. Eru það lög-
in um búnaðarmálasjóðinn.
Þessu hafa þúsundir bænda
þegar mótmælt.
Að undanförnu hefir hann
lagt á ráðin um það við ríkis-
stjórnina, að tvenns konar verð
skuli gilda um landbúnaðarvör-
ur og skömmtun tekin upp á
þeim. Með því móti skal tor-
velda sölu á þeim eftir fremsta
megni.
Slík afrek Jóns á Akri mætti
lengi rekja. Hann svíkur stétt
sína alltaf eftir kröfu mestu
andstæðinga hennar. Þar skildi
á milli hans og annarra þing-
bænda Sjálfstæðisflokksins á
síðastliðnu hau^ti, þegar stjórn-
in var mynduð. Þessum manni
klígjaði ekkert við því að fá
bændur til að lækka afurðir sin-
ar, en semja svo við verkalýðs-
flokkana um stórfellda launa-
hækkun. Það var bændakvisl-
ingnum frá Akri einum sam
boðið. Slíkir flugumenn sem
Jón á Akri hafa á öllum tím
um þekkzt með þjóðinni.
Jón og fjármálin.
s Eitt bezta dæmið um póli-
tískt siðferði Jóns, er sú herferð,
sem hann hóf á fjármál ríkis-
sjóðs og stofnana hans á árun-
um fyrir stríðið. Hélt hann
hverja vandlætingarræðuna af
annarri, heimtaði sparnað, þar
sem Framsóknarmenn áttu í
hlut, og skoraði jafnvel á ein
staka forstjóra til hólmgöngu.
Á öðrum stöðum lét hann allt
óátalið.
Eftir 1939 og síðar hefir
Sjálfstæðisflokkurinn lagt fjár-
málaráðherránn til. Öllum er
ljóst, að umframgreiðslur og
hvers konar fjársukk hefir ver
ið gegndarlaust á þessum árum,
einkum í ráðherratíð Jakobs
Möllers. Þá fyrst var tilefni til
að segja eitthvað. En Jón hefir
vandlega þagað. Sjálfur hefir
hann sníkt fimm bitlinga og
hefir spekzt við það. Hér var
á ferðinni þetta venjulega of-
stæki og hatur á Framsóknar-
flokknum, en ekki snefill af
skynsamlegri gagnrýni.
Einkenni rógberans.
Sjaldan hefir Jón Pálmason
sannað betur rógberaeðli sitt en
í niðurlagi greinarinnar. Hann
dylgjar þar um margar sögur, er
hann kunni um Framsóknar
menn, en sjálfur læzt hann vera
allt of merkilegur til þess að
halda þeim á loft. En segir þó:
„engum ósannindum þyrfti
ég á að halda til þess að birta
ótal sögur um ósæmilegt at-
hæfi“ (þ. e. Framsóknar
manna.).
Þeir, sem lesið hafa sögur
Jóns Thoroddsen, íslendinga-
sögurnar og aðrar bókmenntir
sem eru auðugar af persónu-
lýsingum, ' finna hér nákvæm-
lega orðalag auvirðilegustu og
lítilsigldustu rógberanna úr
beztu bókmenntum þjóðarinnar
að fornu og nýju.
Presturinn með pottinn.
um nöfnum í tilefni .af því. Er
bezt, að Ólafur Thors svari sr.
Gáni með þessum orðum: „Sá,
sem berst fyrir dýrtíðinni, er
ekki aðeins fjandmaður spari-
fjáreigenda, gamalmenna,
ekkna og munaðarleysingja ....
hann er einnig böðull framleið-
enda og launamanna og raunar
alþjóðar“.
Séra Gáinn eða öðru nafni
presturinn með pottinn, sem
Vestur-Skaftfellingar kannast
við, hefir ekki sézt i dálkum
Morgunblaðsins í mánaðartíma,
þar til 25. júlí. Héldu ýmsir, að
rógberi sá væri fallinn í ónáð
hjá Mogganum. Hefir það að lík-
indum legið við borð, því að
bæði er búið að draga nafnið
úr hausnum og í fimmtán daga
hefir rógurinn legið óbirtur hjá
Mogganum, og er presturinn
langt leiddur í skrifum sínum,
þegar því blaði flökrar við þeim.
Annars eru pistlar hans að
þessu sinni barnalegar og ein
feldningslegar eftirhermur af
því, sem Mogginn hefir ásakað
Framsóknarflokkinn fyrir i vet-
ur, að vilja berja dýrtíðina nið-
ur. Er hann kallaður aftur
haldsflokkur og öðrum þvílík
Irlont yflrllt
(Framhald. af 2. síðu)
Bretlandi, fékk hann 154 þing-
sæti. íhaldsflokkurinn fékk nú
198 þingsæti, hefir tapað 182, en
unnið 1. Hann fékk 387 þingsæti
við kosningarnar 1935. Þjóðlegi
frjálslyndi flokkurinn fékk 14
Dingsæti, tapaði 16, en vann 1.
í’rjálslyndi flokkurinn fékk 11
pingsæti, tapaði 11, en vann 3.
Þjóðflokkurinn fékk 1 þingsæti,
en hafði áður ekkert. Óháði
verkamannaflokkurinn fékk 3
pingsæti, tapaði engu og vann
ekkert nýtt. Commonwealth-
flokkurinn fékk 1 þingsæti, tap-
aði einu, en vann ekkert. Óháð-
ir fengu 8 þingsæti. Þeir voru
áður 2 á þingi. Kommúnistar
fengu 2 þingmenn, unnu eitt
jingsæti.
Flestir þeir, sem spáðu ein-
hverju um úrslit kosninganna,
álitu, að vinsældir Churchills
myndu verða þess megnugar að
færa íhaldsflokknum sigurinn,
en óbeitin á stefnu íhaldsins
hefir borið vinsældir Churchills
ofurliðj.
Það hefir einnig vakið nokkra
athygli ókunnugra, að komm-
únistar skyldu ekki fá nema tvo
3ingmenn kjörna. Álitið var, að
svo vel áraði fyrir þá í utan-
ríkismálum um þessar mundir,
að það: myndi hafa áhrif á
brezka kjósendur og þeir því ná
auknu fylgi fyrir það. En þeim,
sem kunnugir eru sögu Bret-
iands og hugsunarhætti manna
3ar í landi, kemur þessi kuldi
brezku þjóðarinnar í garð kom-
múnista ekkert undarlega fyrir
sjónir. Bretland er stundum
kallað föðurland lýðræðisins, og
vist er um það, að í fáum lönd-
um stendur lýðræði eins bjarg-
föstum fótum og í Bretlandi.
Það ætti því öllum að vera full-
ljós ástæðan fyrir því, að kom-
múnistar fá ekki nema tvo menn
kjörna í brezka þingið, þegar
hinn lýðræðislegi og þjóðlegi
verkamannaflokkur fær 390. Það
er nú orðið söguleg staðreynd,
að í þeim löndum, þar s.em
menningin stendur hæst og lýð
ræðið er grónast í eðli þjóðar-
innar, svo sem í Bretlandi og
Bandaríkjunum, eiga einræðis-
og öfgastefnur kommúnismans
og nazismans ævinlega minnstu
fylgi að fagna. Það er vart hugs
anlegt, að rauði fasisminn kom
ist þar nokkurn tíma til valda.
Þótt vinsældir Churchills gætu
ekki forðað ósigri brezka íhalds
flokksins, þá hafði styrjaldar-
þátttaka Rússa engin áhrif á
brezku þjóðina við kosningarn-
ar í þá átt að greiða götu kom
múnista,
Foringjar Verkamannaflokks
ins höfðu teflt djarft í þessum
kosningum, og virðast þeir hafa
verið nokkuð bj artsýnir, en það
hefir líka sýnt sig, að bjartsýni
þeirra var ekki ástæðulaus
Einn af aðalforingjum flokks
ins, Herbert Morrison.hafði boð-
ið sig fram í kjördæmi einu í
London, er talið var öruggt
ihaldskjördæmi og lengi haft
sama íhaldsþingmann. Morrison
vann þarna glæsilégan sigur
Bevin, einn af foringjum Verka-
mannaflokksins og ráðherra
hans í stríðsstjórninni, bauð sig
einnig fram í kjördæmi, sem
talið var mjög tvísýnt um hver
ynni, en hann vann einnig sig-
ur og fékk 5 þúsund atkvæði
fram yfir íhaldsmanninn.
Það vekur einnig athygli, að
hinn þekkti og afar vinsæli hag-
fræðingur, Sir William Beve-
ridge, sem var í kjöri fyrir
frjálslynda flokkinn, féll í kosn
ingunum.
Llewellyn birgðamálaráðherra,
Duncan Sandys (tengdasonur
Churchills) og Sir Richard Law.
Sonur Churchills, Randolph
Churchill, var einnig meðal
þeirra, sem féllu í kosningunum
af þingmönnum íhaldsflokks-
ins. Sir Archibald Sinclair, einn
af forvígismönnum frjálsljmda
flokksins, féll líka.
Strax og kosningaúrslitin urðu
kunn, fór Churchill á fund kon-
ungs og lagði fram lausnarbeiðni
sína og ráðherra sinna. Kon-
ungur kallaði þá Attlee á sinn
fund og fól honum að mynda
stjórn, sem hann hefir nú gert.
Frá hinni nýju stjórn Attlees
mun verða skýrt bráðlega í blað-
inu.
Tillögur bifreiðastjóra í
umferðarmálum Reykjavíkur
Bent á athyglisverð úrræði íil jiess uð draga
úr slysahættunni.
Stjórnir bifreiðastjórafélagsins Hreyfils og vörubílstjórafélags-
ins Þróttur boðuðu blaðamenn á fund sinn nýlega og gerðu þeim
grein fyrir tillögum þeim, sem þær hafa sent dómsmálaráðu-
neytinu og bæjarráði Reykjavíkur, varðandi úrbætur í umferð-
armálum bæjarins. — Fara þessar tiliögur Hreyfils og Þróttat
hér á eftir:
Kaddir
Ósigur brezka íhaldsflokksins
í kosningunum er mjög mikill
Ekki færri en 26 af ráðherrum
og aðstoðarráðherrum Chur-
chills misstu kjördæmi sin og
komust ekki á þing. Meðal þeirra
eru Brendan Bracken flotamála
ráöherra og fyrrverandi upp-
lýsingamálaráðherra, Hore Be
lisha, John Amery, Indlands
málaráðherra, Wormersley, Har
old MacMillan, Sommers, Ge
offrey Lloyd, Sir Jair.es Grigg,
nagrannanna.
(Framhald af 2. síðu)
gerir ekki svo mikið til. — Og hér
kemur svo skýringin:
„En jafnvel þó að lauslætið væri
íyllilega eins mikið eða meira í
ríki sósalismans heldur en kapítal-
ismans, þá gæti sósalisminn langt-
um fremur leyft sér það, vegna þess
að hann lítur svo á, að fjölgun
mannkynsins sé í þágu þjóðfélags-
ins en ekki því til bölvunar. Sósíal-
ismanum er ekkert mannlegt óvið-
komandi og þá auðvitað allra sízt
maðurinn sjálfur, hvernig sem hann
er undir kominn."
Þarna sjáið þið, félagar góðir! Skyldi
það ekki vera munúr að lifa í „ríki
sósíalismans"! Þar er nú ekki verið að
horfa í „hvernig maðurinn er undir
kominn." Æskulýðsfylkingin ætti að
hafa þessi Þjóðviljablöð með sér í úti-
legur sínar.
* * *
Dr. Matthías Jónsson var sem
kunnugt er einn í hópi þeirra, sem
komu heim með Esju á dögunum. Ný-
lega flutti hann erindi í útvarpið og
hefir það birzt í Alþýðublaðinu. Þar
segir hann:
„Það er einn hlutur enn, sem
mætir mér hér og vekur undrun
mína.og aðdáun í senn: Hér hafa
menn fullt mál- og skoðanafrelsi.
Ykkur finnst það e. t. v. kátlegt, að
nokkrum manni skuli þykja þetta
umtalsvert. Því að skoðana og mál-
frelsi er jafnan talið til sjálfsögð-
ustu mannréttinda. En þessi mann-
réttindi hafa víða verið skert á síð-
ustu árum ,og ekki voru þau í mikl-
um heiðri höfð í því landi, sem ég
dvaldi í á stríðsárunum. Málfrelsi
var þar aðeins til fyrir þá, sem voru
tryggir fylgismenn hinnar ríkjandi
stefnu. Strangt eftirlit var með öll-
um opinberum ræðum sem og með
allri bókaútgáfu, að nokkru leyti
opinber ritskoðun, að nokkru leyti
njósnir og uppljóstanir. Fjölda
manna var algerlega bannað að
tala opinberlega, útgáfa bóka þeirra
bönnuð eða á annan hátt hindruð,
en margir hafa lent í klóm leyni-
lögreglunnar og orðið að láta lífið
fyrir hreinskilni sína og sannleiks-
ást. Slík kúgun er að mestu óþekkt
á íslandi, og þjóðin ætti að vera
innilega þakklát fyrir þessa ham-
ingju.Raunar eru alltaf og alls stað-
ar tíí menn, sem fegnir vildu berja
niður og þegja í hel allt það, sem
ekki er upp sprottið innan þeirra
eigin músarholuútsýnis, en almenn-
ingur hér á landi virðist hafa svo
rótgróna andúð á þessu þröngsýna
ofstæki, að það nær engu fylgi.
Þessi frelsisþrá á sér sterkar rætur
í menningu vorri. Höft á málfrelsi
og skoðanafrelsi einstaklingsins
inyndu hér ekki einungis bitna á
hinum svokölluðu menntamönnum,
heldur jafnframt á hverjum þeim
alþýðumanni, sem koma vill opin-
berlega fram í ræðu og riti. Og
þeir eru margir á íslandi, miklu
fleiri að tiltölu en með stórþjóðun-
um, þar sem mikið djúp er stað-
fest milli hámenningar og alþýðu-
’ menningar.“
Og enn segir hann:
„Af þeim ódæðum nazismans, er
þýzku menntainennirnir vissu um,
sveið þeim víst ekkert sárar en
skoðanakúgunin. Aftur á móti tal-
aði ég við marga alþýðumenn, sem
fannst það engu máli skipta, þó
að þekktum vsindamönnum og rit-
höfundum væri bannað að koma
opinberlega fram 1 ræðu eða riti.
Sumum hefir víst ekki fundizt það
nema mátulegt á þessa skýjaglópa.
Alþýðan þjáðist að vísu undir oki
nazismans, en takmarkanir hans
á andlegu frelsi skildi hún ekki,
af því að hún átti lítil ítök í þeirri
menningu, sem þannig var dæmd
til dauða. Við slík skilyrði veitist
ofbeldisöflunum hægra að múlbinda
menntamenn en þar, sem alþýðan
á ‘r.fn rikan þátt í menningu þjóð-
a únnar og hér' á landi. Og eins
og oss er um það hugað að gæta
frelsis út á við, eins verðum vér að
standa vörð um mál- og skoðana
frelsið."
Þetta eru varnaðarorð, sem menn
ættu að leggja vel á minni. Því miður
eru hér til þeir menn, sem stefna að
því vitandi vits, að fella allt í fjötra
að sínu leyti eins og nazistar gerðu í
Þýzkalandi;
„1. Að skipaður verði umferð-
ardómstóll fimm manna til-
nefndur á eftirfarandi hátt;
Bifreiðastjórafélagið Hreyfill
og Vórubilstjórafélagið Þróttur
tilnefni einn mann hvort, og
séu það menn, sem hafa haft
akstur bifreiða að aðalatvinnu
a. m. k. 10 ár, einn verði til-
nefndur af lögreglustjóranum í
Reykjavík, og skal það vera
lögregluþjónn, er unnið hefir að
gatnavörzlu og umferðastjórn
í minnst fimm ár, þá skal einn
dómenda tilnefndur af bæjar-
ráði Reykjavíkur, en forseti
dómsins skal tilnefndur af
dómsmálaráðherra og skal hann
vera lögfræðingur.
2. Að allar bifreiðar, sem flutt-
ar verða til landsins hér eftir,
verði með hægrihandarstýri.
3. Að gatnalýsing verði aukin
og lagfærð á hinum ýmsu göt-
um, svo sem Suðurlandsbraut,
Reykjanesbraut, Fríkirkj uvegi
og Suðurgötu, þannig, að ljós
verði sett beggja megin gatn
anna með ekki meira millibili
en 50 m. hvorum megin og þau
látin standa á víxl þannig, að
millibil ljósa yrði 25 metrar.
4. Að gangbrautir verði færð-
ar fjær gatnamótum en nú er,
eða um breidd þeirra, ennfrem-
ur að settar verði grindur á-
gangstéttir fjölförnustu gatna
í miðbænum, svo að fólk gangi
ekki út á akbrautir nema á
gangbrautum.
5. Að öll gatn’amót við aðal-
umferðagötur bæjarins verði
steypt, minnst 25 m. kafla inn
í hverja götu. — Ástæður til
Dessa eru sem hér segir:
Bifreið með fjögurra hjóla
hemla, sem ekið er með 25 km.
hraða á klst. og stöðva þarf
samstundis, dregst á malbikaðri
götu með nýstráðum salla 6 m.,
venjulegri malborinni götu,
sem er orðin fasttroðin, 4 m.,
en steyptri og ósallaborinni mal- j
bikaðri götu 2 m. Verður því
steýpta gatan öruggust, þar sem
hún er aldrei sallaborin.
6. Að athuga nú þegar mögu-
leika á því að hleypa Lækjar-
götunni undir Bankastrætið, og
reynist það fært, þá að gera það
svo fljótt sem auðið er.
7. Að sett verði heitavatns-
rennslisrör í Bankastræti, frá
Lækjargötu að Skólavörðustíg.
Með rörum þessum myndi
bráðna klaki sá, sem þarna
myndast á vetrum og oft veld-
ur gífurlegu tjóni, auk þess sem
það getur verið Ijfshættulegt
að ganga eftir gangstéttinni hjá
verzl. Árna B. Björnssonar, sök-
um þess hve bifreiðar geta
runnið til og jafnvel kastast
alveg upp að húshliðinni.
8. Að bifreiðar verði látnar
stöðvast vinstra megin á ein-
stefnuakstursgötum, í stað
hægra megin, sem nú et.
9. Að Bjarnarstígur og Skál-
holtsstígur verði malbikaðir og
bærinn kaupi til niðurrifs þau
hús, sem hættuleg geta talizt
umferðinni á þessari leið, en
það eru húsin Bergstaðastræti
3 og Þingholtsstræti 29. Við
slíkar ráðstafanir myndi um-
ferðin dreifast talsvert um bæ-
inn og létta á umferðinni um
Bankastræti og Austurstræti.
10. Að þegar hús eru byggð
yrði um fram allt séð svo um,
að ein bifreið geti staðið við
hvert hús út úr götu.
11. Að leyfa ekki heilsteypta
lóðarveggi, sem að gatnamótum
liggja, nema í ákveðinni há-
markshæð, og ekki hærri en svo,
að sjá megi umferð í hliðar-
götu yfir þá.
12. Að þakrennur á húsum
verði þegar lagfærðar á þeirri
hliðinni, sem að götu snýr, svo
fólk þurfi ekki að hrökklast ó-
afvitandi út á akbrautina, beint
fyrir bifreiðarnar, til þess að
forðast vatnsgusur af húsþök-
um. Ennfremur að tröpppur, er
byggðar eru út í gangstéttirnar,
einkum við Laugaveginn, verði
þegar færðar og innbyggðar í
húsin.
13. Að bifreiðastæði verði
aukin allverulega, sérstaklega í
miðbænum, og að bifreiðum
verði bánnað að standa að stað-
aldri á götum miðbæjarins.
14. Að lögregluþjónn stjórni
að staðaldri umferð á fjölförn-
ustu götum bæjarins.
15. Að leggja áherzlu á að
kenna almenningi umferðaregl-
urnar og vara við þeim hætt-
um, sem af brotum á þeim
hljótast, með fyrirlestrum í út-
varpi og skólum, blaðagreinum
og fræðslukvikmyndum.
16. Að námstími bifreiða-
stjóra undir minna próf verði
ekki skemmri en 40 klukku-
stundir og að kennari megi ekki
fara með nemanda til aksturs
innan Hringbrautar, fyrr en að
lokinni 15 klst. kennslu.
Að réttindi til þess að kenna
akstur og meðferð bifreiða
verði bundin því skilyrði, að
kennari hafi ekið bifreið, með
meira prófi, eigi skemur en 5
ár.
17. Að bifreiðir, sem gæzlu
hafa á vegum úti, verði full-
komnar sjúkrabifreiðar, með 2
mönnum í hverri, enda hafi
mennirnir fullkomna þekkingu
á hjálp í viðlögum. Ennfremur
að bifreiðarnar hafi talstöð og
séu í stöðugu sambandi við lög-
reglustöðina í Reykjavík og sín
á milli, svo að sú bifreið, sem
næst er slysstað,geti farið þang-
að og veitt aðstoð“.
Tapazt hefir
jarpur hestur, fullorðinn. Mark: sneiðrifað aftan, biti framan
hægra, sneitt framan vinstra. Einnig veturgamall hestur rauður.
Mark: blaðstýft aftan vinstra. — Þeir, sem yrðu hesta þessara
varir, geri svo vel að tilkynna það undirrituðum sem allra fyrst.
Stcinþór Jasonarson,
Vorsabæ, Flóa, Árnessýslu.
Örlög Islands
(Framhald af 3. síðu)
ríkisstjórnarinnar. Væri það
ekki annars hollt fyrir „flokks-
þrælana“, sem öllu vilja halda
undir „soramörk“ flokkanna, að
spyrja sjálfa sig í alvöru, hvern-
ig mundi hafa farið, ef mála-
leitun Þjóðverja hefði komið
fram um sama leyti og Rússar
og þeir gerðu griðasamninginn,
og þá verið orðnir hæstráðend-
ur á landi hér þeir, sem nú virð-
ast vera það.
Ef menn athuguðu ýmislegt,
sem nú er að gerast, án þess
að sjá það gegnum hin óhreinu
flokkagleraugu, þá mundi
margt líta öðru vísi út í þjóð-
félaginu, og framtíðin verða
betur tryggð en hún er nú. Með-
an allt logar í valdafíkn ein-
stakra manna og flokksofstæki
er ekki á góðu von, en það getur
ekki haft nema einn illan endi.
S. Þ.