Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.07.1945, Blaðsíða 8
ÐAGSKRÁ er bezta íslenzka timaritið um þj óðfélagsmál. Þeir, senu vilja kynna sér þjóðfélagsmál, inn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. Við ánauð nazista og ógnir styrjaldarinnar (Framhald aj 1. síöu) mennings. Viðskipti landanna komu sér samt vel fyrir Þjóð- verja. Þeir fengu í tvö ár ósköp- in öll af matvælum frá Rúss- um, en það var einmitt, sem þá vanhagaði mest um heima fyr- ir. Telja má víst, að ef Rússar hefðu ekki styrkt Þjóðverja í styrjöldinni með matvælum, þá hefði hún orðið mun styttri. Þjóðverjar voru þó ekki að öllu leyti ánægðir með þessi við- skipti. — Var annars ekki mikil harð- stjórn heima fyrir í Þýzkalandi á ýmsum sviðum á styrjaldar- árunumV . — Jú, en verst var skoðana- kúgun nazista. Ofsóknirnar gegn kirkjunni féllu aldrei niður. Margir kaþólskir biskupar héldu mjög berorðar ræður um þetta efni. Frægastur þeirra mun þó hafa verið erkibiskupinn í Múnster, von Galen greífi. Hann hélt oft mjög hatramar árásaræður á nazismann og foringja hans. Biskupinn jafn- vel, nafngreindi þá og kallaði þá landráðamenn. En hið eftir- tektarverðasta var það, hann var að mestu látinn afskiptalaus. Gestapomenn höfðu vakandi auga með honum og er sagt, að einu sinni, er hann var að halda eina af sínum hatrömustu ræð- um um nazismann, hafi hann allt í einu tekið eftir því úr ræðustólnum, hvar Gestapo- menn sátu á bekk fram í kirkj- unni og voru að skrifa upp það, sem hann sagði. Hann beygir sig fram yfir ræðustólinn og segir til þessara manna: „Þið skuluð ekki vera að gera ykkur þetta ómak, herrar mínir, því að þið getið fengið handritið, þeg- ar ég er búinn“. — Það eru til í Þýzkalandi menn, sem verið hafa andstæðir nazistum, en hafa þó ekki verið teknir fastir? ' — Já, þeir eru til, þótt þeir séu ekki mjög margir. En sem sagt, það voru aðallega menn kirkjunnar og háskólakennarar, sem nutu trausts meðal þjóðar- innar. Einn meðal þeirra er kennari minn, Dr. Theodor Litt. Hann hefir alltaf skrifað opin- berlega og í fullri hreinskilni á móti nazismanum síðan 1933, en verið látinn að mestu óáreittur. Hann fékk lengi að prenta bæk- ur sínar, en loks var tekið fyrir það. Að vísu var ekki prentun þeirra beilínis bönnuð, en í Þýzkalandi þuxfti þess ekki, því að engir gátu fengið pappír til prentunar, nema með leyfi stjórnarvaldanna, og hvort það leyfi fékkst eða ekki var að mestu komið undir því, hvað átti að prenta á hann. Þannig var hægt að koma í veg fyrir útgáfu bóka. Yfirleitt má segja, að háskól- inn í Leipzig hafi staðið mjög á móti nazistaflokknum, þó að ýmsir væru honum hlynntir. En þá kom skoðanakúgun nazism- ans til skjalanna, því að þó menn væru mótfallnir nazista- flokknum, var bezt fyrir þá að þegja, ef þeir vildu ekki stofna lífi sínu í hættu. Hinir óánægðu voru raunar algerlega útilokaðir frá því að tala um það, jafnvel í hópi félaga sinna. Það var ekki • óalgengt, að þegar félagar og vinir ræddu þessi mál af hrein- skilni og einhver þeirra lét í ljós hið rétta álit sitt á nazista- flokknum, að daginn eftir væri sá sami kominn í fangabúðir. Þá hafði einhver af félögum hans verið í flokknum og sagt til um skoðanir hans. Þess vegna skapaðist það ástand, að menn gátu aldrei verið öruggir og þorðu ekki að láta skoðanir sín- ar óhikað. í ljós. — Hvernig var annars hagur fólks í Þýzkalandi á styrjald- arárunum? — Eftir að barizt hafði verið 1 tvo vetur í Rússlandi var hag- ur almennings mjög farinn að þrengjast og viðurværi orðið af skornum skammti. Það mátti segja, að enginn fengi jafn mik- ið og hann þurfti af fæðu. Þá fór almenningur fyrst fyrir al- vöru að efast um sigurinn, og það var farið að tala um þann möguleika, að Þýzkaland myndi bíða ósigur. Erfiðleikar þjóðar- innar fóru vaxandi úr því. Mat- arskammturinn fór alltaf minnkandi. Svo byrjaði flótta- mannastraumurinn, þegar Rúss- ar tóku að sækja fram á aust- urvígstöðvunum. Fyrst kom flóttafólk úr Rússlandi. Voru það aðallega Rússar, er höfðu haft samstarf við Þjóðverja og ótt- uðust afleiðingarnar, þegar rússneski herinn kom aftur. Þetta fólk kom með járnbraut- arlestum. Það voru margar lest- ir, sem fóru um Leipzig með slíkt fólk. Svo komu lestir með flóttafólk frá Póllandi og síðan úr austurhéruðum Þýzkalands. Um jólin og upp úr nýárinu hófst svo stöðugur straumur flóttafólks að austan. Það mátti daglega sjá langar lestir af hest- vögnum með flóttafólk fara í gegnum Leipzig. — Voru það þá aðallega gam- almenni og börn, þetta flótta- fólk? — Já, það voru nær eingöngu gamalmenni og börn. Ég man glöggt einu sinni á sunnudags- morgni í vetur, að ég skrapp út á götu. Það var nístingsnorðan- kuldi og næðingur. Eftir göt- unni, sem ég bjó við, kom lest innan úr borginni. í henni voru 50—60 hestvagnar, og það var ömurleg og átakanleg sjón, sem blasti við augum mínum. Eftir að hafá séð slíkt er hægt að gera sér til fulls 'grein fyrir hörmungum styrjaldarinnar. Tjaldað var yfir vagnana og í hálminum lá gamalt fólk og börn. Þar mátti sjá mjög aldrað fólk grágult í framan af kulda og hungri. Ein gömul kona hafði til þess að verjast kuldanum, sveipað um sig svörtum pappír, sem notaður var til að ljós- byrgja glugga með. Flestum vögnum óku gamlar konur. Ungt fólk sást ekki meðal þessa flóttafólks. Þetta vesalings fólk hafði rifið sig upp frá heimil- um sínum og átti nú hvergi höfði sínu að að halla. Það var með aleiguna þarna á vögnun- um. — Hvar var ungá fólkið, ungu stúlkurnar? Ekki börðust þær á vígstöðvunum? — Allar ungar stúlkur og yf- irleitt allt vinnufært fólk, sem ekki var í þjónustu hersins, var tekið í landvarnarvinnu. Þjóð- verjar tóku að grafa í austur- héruðum landsins, miklar graf- ir, sem áttu að varna Rússum að sækja fram, og stúlkurnar voru teknar í þessa skylduvinnu. Þetta var um haustið 1944. Þessi skylduvinna mæltist illa fyrir. Konur voru teknar frá heimil- um sínum og látnar fara að grafa þessar varnargrafir. Börn- um var á meðan komið á sér- stök heimili, þar sem hugsað var um þau fyrir mæðurnar. Um tíma var fólk bjartsýnt um, að þessar grafir og varnarbelti á austurvígstöðvunum myndu stöðva framsókn Rússa, en þeg- ar það reyndist ekki svo, þá missti fólk fljótt trúna á þessi bráðabirgðavirki, enda var fljót- lega hætt við þau, eftir að séð var að þau komu ekki að haldi. __ Þá hefir flóttamanna- straumurinn aftur aukizt? — Já, hann jókst mikið um áramótin. Hver lestin eftir aðra kom að austan og fór með flóttafólk um Leipzig. Þá kom ungt fólk, sem verið hafði við landvarnavinnuna. En flutn- ingaörðugleikar urðu brátt miklir. Það voru varla nokkur farartæki til lengur. Sumar járnbrautirnar, sem komu með flóttafólkið austan að, voru illa til reika. Þær höfðu orðið fyrir árásum, vagnarnir voru glugga- lausir, hurðalausir og götóttir eftir skothrið, og jafnvel þakið alveg farið af sumum þeirra. Þarna sátu konur með smábörn í íanginu í nístingskulda vetrar- ins. Ung börn frusu oft í hel, og það var algengt að sjá helfrosin börn í keltu mæðra, sem húktu í þessum járnbrautarvögnum. Þá var það, að læknir fann upp ráð, sem bjargað hefir lífi fjölda flóttabarna í Þýzkalandi. Ráðið var það, að gefa þeim ekkert að drekka meðan þau voru á ferð í vögnum. Þet'ta var 'harð- neskjulegt, en það bjargaði lífi margra barna og varnaði því, að þau frysu í hel. Mér er minnis- stætt eitt atvik, er ég sá á járn- brautarstöðinni í Leipzig, þegar flóttamannastraumurinn var kominn í algleyming. Ég átti leið í gegnum stöðina og sá fjölda flóttafólks liggja á braut- arpöllunum aðhlynningarlaust og bíða eftir því, að komast á- fram og fá nýja lest. Margt þetta fólk var búið að bíða þarna í marga daga og enn var alger- lega óvíst hvenær hægt væri að leggja af stað að nýju. Allt þetta fólk var klæðlítið og flest matarlaust. Borgarbúar gátu hvorki léð því húsaskjól né mat. Borgin var þá orðin svo illa leikin vegna loftárása Banda- manna. — Hvernig voru annars kjör þýzkra bænda á styrjaldartím- unum? Þeir hafa þó haft nóg matvæli af landbúnaðarfram- leiðslunni? — Nei, kjör þeirra voru varla betri en borgarbúa. Það var far- ið að sverfa mjög að þýzkum bændum seinustu styrjaldarár- in. Landbúnaðarafurðir voru skammtaðar til þeirra sjálfra. Stjórnin hafði eftirlit með bú- stofni hvers og eins og varð hver bóndi að láta af hendi það, sem ákveðið var, að bú hans skyldi gefa af sér, en var svo aftur skammtað eins og öðrum þegn- um þjóðfélagsins. Yfirleitt var gengið svo nærri bændum og heimtað svo mikið af þeim, t. d. af kjöti, að þeir urðu að ganga mjög nærri stofninum til þess að fullnægja því, sem af þeim var krafizt. Það eina, sem þeir gátu gert til að fá meira sjájfir, var að ala búpeninginn betur, svo að hann gæfi meira af sér, en stjórnin lét hafa strangt eftirlit með landrými hvers og eins og hafði áætlan- ir um það, hvað miklum bú- stofni land hans gæti fram- fleytt. Þannig var ófrelsið á öll- um sviðum. — Var ekki fámennt heima á sveitabæjunum við landbún- aðarstörfin? — Jú, allir karlmenn voru í herþjónustu, nema gamalmenni og börn, svo að það var helzt gamla fólkið og ungar stúlkur, sem voru heima við landbún- aðarstörf. En Þjóðverjar tóku snemma að nota útlendinga mikið við sveitastörfin. Að- allega voru það Pólverjar, sem skipt var niður á bæina. Kon- urnar voru heima, en mennirnir í hernum, og urðu þær því að taka á móti þessum útlending- um og hafa bústjórnina á hendi. Flestir þessara manna voru stríðsfangar, en til þess að þeir kynntust ekki fólkinu of mikið var skipt um verustað þeirra á 3—5 mánaða fresti. Þetta var þó mjög bagalegt; þegar menn- irnir voru farnir að venjast störfum og staðháttum, voru þeir kallaðir burt og nýir við- vaningar settir í staðinn. Stjórnarvöldin brýndu mjög fyrir almenningi að sýna þess- um verkamönnum ekki neina samúð né vinarhót, en fæstir breyttu eftir því. Pólverjarnir komu sér yfirleitt vel. Þeir þóttu röskir við búskapinn og unnu störf sín vel, en aftur á móti olli það nokkrum erfiðleikum, að þeir skildu ekki málið. — En svo ég snúi mér aftur til borganna. Voru hörmungar loftárásanna ekki ægilegar? Við höfum að vísu heyrt ýmislegt af þeim hörmungum, en mér finnst varla, að hægt sé að tala við mann nýkominn frá Þýzka- landi, án þess að þær beri á góma. — Það fer víst sízt ofsögum af þeim hörmungum. Það er eitt hryllilegasta fyrirbæri styrjald- arinnar. Fyrst í stað höfðu þýzk- ar orustuflugvélar slg allmikið í frammi við brezku sprengju- flugvélarnar, þegar þær komu til árása, og skutu margar þeirra niður. Á meðan svo gekk var tjónið af loftárásunum ekki óskaplegt. En það kom að því, að Þjóðverjar áttu engar or- ustuflugvélar til þess að beita til varnar heima fyrir og treystu þá á loftvarnabyssurnar, sem reyndust lítils megnugar. Með þeim tókst ekki að skjóta niður nema eina og eina flugvél. En þeim tókst aftur á móti framan af að mynda varnarbelti með skothríð sinni í kringum borg- irnar þannig, að brezku flug- vélarnar áttu örðugt með að komast inn fyrir þann varnar- hring. Bretarnir fundu þó brátt upp á því að senda flugvélar sínar í smáhópum og fara á bak við skothríðarbeltin og komast þannig inn yfir borgirnar og hella sprengjum sínum yfir þær. Ég sá ógnir loftárásanna í Leipzig. Flugvélarnar flæddu yfir borgina og létu sprengjur sínar falla. Árásirnar stóðu venjulega í kringum tuttugu mínútur og hurfu þá vélarnar aftur. Fólk fór þá á stjá til þess að sinna ýmsum björgunar- störfum eða fyrir forvitnissakir. En þegar minnst varði, stund- um eftir örfáar mínútur, kom annað sprengjuregn yfir borg- ina og þannig beið fólk, er þá var úti við, bana í stór hópum. í seinustu og ægilegustu árás- unum, þegar heilar borgir voru lagðar í rústir á örfáum klukku- stundum, brunnu heil borg- arhverfi með öllu sem í þeim var. ,Stundum læstust eldarnir um stóra borgarhluta. Fólkið, sem var inni að slökkvistörfum, hafði ekki gáð að sér, fyrr en um seinan, og þannig hafa sennilega þúsundir manna brunnið með borgunum. Sprengjunum virtist kastað nokkuð af handahófi á borgirn- ar, enda oft erfitt að þekkja verksmiðjuhúsin, sérstaklega þegar dimmt var af nóttu. Áður en sprengjunum var kastað, var að vísu oft kastað niður ljós- sprengjum frá flugvélunum. Þær féllu hægt til jarðar og -lýstu upp umhverfið, en við þánn bjarma sást aðeins, hvort hús voru fyrir neðan eða ekki. Svo fór líka stundum, að verksmiðj- urnar stóðu einar eftir, en enda- lausar rústir allt í kring. — En hvernig er hugarfar Þjóðverja nú? ..— Um það get ég ekki sagt, því að. ég fór frá Þýzkalandi áð- ur en styrjöldin var úti. Það má samt ganga út frá því, að þeir sætta sig sumir allvel við her- nám Bandamanna og allir eru fegnir því, að styrjöldin og allar hörmungar hennar eru á enda. Hins vegar óttast Þjóðverjar Rússa og kvíða samskiptunum við þá miklu meira en Banda- menn. Fólk er nú loks laust við skoðankúgun nazismans. Það hefir orðið hugarfarsbreyting meðal þýzku þjóðarinnar við þessa styrjöld. Hitler tilheyrir nú sögunni, og nú má hver mað- ur bráðum sfcgja það, sem hann vill í Þýzkalandi. Um skeið var það svo, að skrítl- an var eina leiðin, sem Þjóð- verjar höfðu til að láta í ljós álit sitt á nazismanum og stjórn hans. Það var oft vitnað í orð foringjans: „Gefið mér tíu ár, og ég skal breyta Þýzkalandi, svo að þið þekkið það ekki aft- ur.“ Ég vil nú ljúka þessu rabbi með skrítlu, sem mikið gekk á meðal manna styrjaldarárin í Þýzkalandi. Hún lýsir nokkuð vel hugarfari Þjóðverja eins og það er í dag, að ég hygg. Skrítl- an er svona: „Stalin ætlaði sér að eyðileggja Þýzkaland, en Hitler varð fyrri til.“ Útvarpstíffindi, 6. hefti þessa árs, hefir borizt blað- inu. Meðal efnisins er: Sindur, Stríð á stuttbylgjum, Styttuvísur eftir Kon- ráð Vilhjálmsson, En hvað tekur svo við? smásaga eftir Ingólf Kristjánsson, Nýjung 1 tæknilegri meðferð efnis- flutnings í útvarpinu, Vísnasamkeppni, Hið helzta úr dagskránni, Raddir hlustenda o. fl. , GAMLA BlÓ DRAIIMURINN H A ÍV S JÓA Cabin In The Sky) Amerísk söngvamynd. Rochster, Lena Horne, Ethel Waters, Duke Ellington og hljómsveit. Sýning kl. 5 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. i » 1 Þeir gerða garðinu frægan OG Dáðír voru drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. •• NÝJA BtÓ f liðþjAlfim ÓSIGRANDI („Immortal Sergeant“) ’ Spennandi og ævintýrarík mynd. Aðalhlutverkin leika: Henry Fonda, Maureen O’Hara. Sýnd kl. 5, 7 og 9. *~-~m<~~~m.~.~.mm.mm.~.mm.^.mm,# •' TJARNABBÍÓ '• ÞREANTí HEIMILI (3 Is A Family) Sprenghlægilegur amerískur gamanleikur. Marjorie Reynolds Charlie Ruggles Sýning kl. 5, 7 og 9. ^ ^ ..^ Tilkynning um atvinnuleysis- skráningu Atvinnuleysisskráning, samkvæmt ákvörffun laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningarstofu Reykjavík- urbæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dagana 1., 2. og 3. ágúst þ. á., og eiga hlutaffeigendur, er óska aff skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig fram á afgreiffslutíman- um kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Reykjavík, 30. júlí 19ý5. Borgarstjórinn í Reykjavík uöurgata milli Kirkjugarffsstígs og Skothússvegar verður lokuff fyrir bifreiðaumferff frá og meff mánudegi þ. 30. júlí, meffan viff- gerff götunnar stendur yfir. Reykjavík, 28. júlí 1935. í Lögreglustjórinn í Reykjavík isi. listamaður heiðraður Pennell-sjóðurinn í Washing- ton hefir fyrir nokkru veitt Halldóri Péturssyni verðlaun fyrir myndina „Fighting Hors- es“, er hann sendi á hina árlegu myndasýningu, er haldin er 1 bókasafni Bandaríkjaþings til minningar um einn frægasta dráttlistarmann Bandaríkjanna, Pennell. Flestir þekktustu drátt- listarmenn Bandaríkjanna létu myndir á þessa sýningu. Af um 1100 myndum, er bárust sýn- ingarnefndinni voru aðeins 335 myndir valdar úr til sýningar, og af þeim hlutu 35 verðlaun, Tvær myndir Halldórs Péturs- sonar voru teknar á sýninguna og er það í sjálfu sér mikill heiður, því að ekki má sýna nema tvær myndir eftir hvern listamann. Er þetta í sjálfu sér mikil viðurkenning á hæfileik- um Haíidórs Myndasýningin hófst þann 1. maí og stendur yfir til 1. ágúst. Magnús Kjartans- son látinn laus Sú tilkynning hefir borizt, að þriðji maðurinn af farþegunum fimm, er handteknir voru, þegar Esja var að leggja af stað frá Kaupmannahöfn, hafi nú verið látinn laus, þar sem ekkert sak- næmt hefir fundizt í fari hans. Þess er að vænta, að senn verði einnig gert út um mál hinna tveggja, sem enn eru í haldi, ekki sízt þar sem annar þeirra mun vera veikur. Því mun hafa verið heitið, að fullt tillit skuli tekið til heilsubrests hans, ÉR R Æ IV U M Pétur Sigurffsson sjóliðsforingi er nýlega kominn heim frá Ameríku. Dvaldi hann vestra um tveggja mánaða skeið til að kynna sér skipasmíðar og fleira. Trúlofun. Síðastliðinn þriðjudag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Stefáns- dóttir, Bergþórugötu 41 og Vilmundur Stefánsson starfsmaður í verksmiðj- unni á Álafossi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.