Tíminn - 03.08.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.08.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMIM, föstndagtnn 3. ágást 1945 Sð. MafS Fösudagur 3, ágúst Samvinna eða kaupstreita Eitt af .því, sem Pramsóknar- flokkurinn hefir ávallt stefnt að í stjórnmálabaráttu sinni, er það, að sem flestir landsmanna verði beinir þátttakendur í framleiðslustörfunum. Á fram- leiðslunni grundvallast fjár- hagsleg afkoma þjóðarinnar, og því fleiri, sem þar leggja þar hönd að, og því fleiri, sem eiga sitt og sinna beinlínis undir henni, þeim mun meiri líkur eru til þess, að vel sé starfað og vel að framleiðslunni búið. Jafn- framt hefir hann lagt ríka á- herzlu á, að menn leystu sam- eiginleg viðfangsefni með ó- þvingaðri samvinnu. Þannig gætu verkamenn eignazt dýr atvinnutæki, er þelr sjálfir ynnu við, báta og jafnvel togara, verksmiðjur og svo framvegis, og auk þess ætti þetta fyrir- komulag að tryggja betri vinnu- brögð og aukinn áhuga fyrir af- komu fyrirtækisins, þar sem ágóðinn væri eign starfsmann- anna sjálfra og rynni í þeirra vasa. Væri þetta skipulag ríkj- andi, stuðlar það einnig að auð- jöfnun og útrýmir auðmönnum, sem oft og iðulega gerast of- jarlar samþegnanna í skjóli auðmagnsins og umráðanna yfir atvinnutækjunum. En að þvi skapi gæti svo þeim fjölgað, er væru fjárhagslega sjálfstæðir og hefðu aðstöðu til þess að lifa nyt^ömu og þroskandi lífi við sæmileg kjör. Til þess að forðast óheppileg yfirráð fjármagnsins hefir flokkurinn því margsinnis beitt sér fyrir stuðningi ríkisvaldsins við samvinnusamtök fjöldans til fjárfrekra framkvæmda, og á þeim grundvelli hefir flokkur- inn í rauninni byggt stefnu sina og framkvæmdir í atvinnumál- um og fjármálum. Þannig gat flokkurinn að verulegu leyti mótað framkvæmdir i landinu árin 1927—1939 í þessa stefnu, þótt hann yrði að sjálfsögðu að sveigja talsvert af leíð vegna óhjákvæmilegrar samvinnu við aðra flokka. Nokkra meginkosta samvinnu- skipulagsins hefir verið getið: Betur er unnið óg meira hugs- að um hag og afkomu fyrir- tækjanna, ef menn eiga þau sjálfir, miklu fleiri geta orðið þátttakendur i framleiðslunni og skapað sér góða atvinnu og viðhlítandi lífskjör og hættan, sem stafað getur af yfirgangs- sömum og sérdrægnum auðjöfr- um, minnkar að sama skapi og þessu fyrirkomulagi vex fiskur um hrygg. En enn er þó eins ógetið, er ekki er léttvægast. Sú hætta, sem þjóðinni getur staf- að af hörðum og langvinnum kaupdeilum, rénar eftir því, sem meira af helztu atvinnu- tækjunum er komið í eign og rekstur þeirra, sem við þau vinna. En sé á málin litið frá sjón- armiði heildarinnar, hlýtur ávallt að verða tjón af sérhverri vinnustöðvun, og því stórvægi- iegra er það, sem vinnustöðv- unin er langvinnari og yfirgrips- meiri og þeim mun nær sem er höggvið lífæðum þjóðlífsins. Þess vegna væri það hin bezta trygging fyrír þjóðfélagið I heild og alþýðu manna, að stærstu og þýðingarmestu at- vinnutækin væru eign þeirra, sem með þau fara. En nú hefir svo einkennilega viljað til, að annar þeirra flokka, sem einkum hafa talið sig fara með umboð verkafólksins, hefir við hvert tækifæri tekið ein- dregna afstöðu gegn þessu fyr- irkomulagi, enda þótt með því sé beinlínis verið að vega að hagsmunum verkafólksins, sem skiljanlega væri miklu betur sett, ef það ætti sjálft atvinnu- tækin. Ástæðan til þessarar neikvæðu afstöðu dylst ekki. Með þessu skipulagi væru kaup- deilur úr sögunni, og þar með hefði flokkurinn misst bezta hald á samtökum verkafólks- ðíiaðawqi Nöldur og vonbrigði. Stjórnarliðið varð fyrir sárum vonbrigðum við íundahöldin 1 vor. Morgunblaðið hefir allt á hornum sér útaf þelm. Það sið- asta er, að Tíminn hafi birt glannalega frásögn af fundun- um. Segir Mbl., að menn eigi að vera hógværir og gætnir, þegar sagt er frá fundum. þetta er góð regla, en Mbl. ætti að endurskoða frásagnarhátt sinn, áður en það fer að kenna öðrum. Þegar Gísli vélstjóri kom að vestan í vor, sagði Mbl., að hann hefði farið glæsilega sigurför. Þetta gat verið gott, ef það mátti takast sem háð. Þegar Sigurður Kristjánsson kom að austan var haft eftir honum, að ríkisstjórn- in 'hefði notið mjög eindregins fylgis á fundum þar og stjórnar- andstæðingum líkt við Bakka- bræður. Þetta gat líka verið all- gott grín þegar þess er gætt, að hvorki á Eiðum eða á Reyðar- firði fékk stjórnarliðið nokkrar undirtektir og á fundinum i Neskaupstað, sem stjórnarliðið boðaði sjálft, mættu 46 manns. Svo mæla börn sem vilja. Morgunblaðið og Þjóðviljinn eru eitthvað að nudda um það, að vegur Framsóknarflokksins muni nú ört fara minnkandi. Þetta mun kveðið til huggunar stjórnarliðum eftir „hinar glæsi- legii sigurfarir“ á fundunum í vor og hina stórkostlegu^ hrifn- ingu, sem stjórnarliðið varð vart við í sambandi við fundahöldin, sem það gekkst fyrir. Þetta nöldur er meinlaust og skaðar engan, a. m. k. ekki Framsóknarflokkinn, en það sýnir glö\gt, hvaða flokkur það er og hvaða stefna, sem komm- únistarnir og stríðsgróðamenn- irnir óttast mest. Annars skyldi maður nú halda að ferðalög stjórnarerindrekanna úti um landið í vor og sumar hefðu átt að geta opnað augu stjórnar- liðsins í Reykjavík fyrir þvi, hvert stefnir um fylgi þeirra annars vegar og Framsóknar- flokksins hins vegar. En þeir um það. Ekki er þeim of gott að tala digurbarklega. Gátu þeir svikið báðir? Mbl. er að klifa á þvi, að ósam- ræmi sé í málflutningi Fram- sóknarmanna. Stundum sé því haldið fram, að sjálfstæðismenn hafi brugðizt sinni stefnu og svo i annan stað, að kommún- i istar hafi skilið mál sín eftir ut- I angarðs, þegar þeir skrlðu inn |fyrir garðinn í stjórnina. Það I er ekki eins flókið, þetta, og iMbl. vill vera láta. | Þegar kommúnistarnir sömdu ivið stríðsgróðamennina i Sjálf- I stæðisflokknum, kistulögðú þeir allar tillögur sínar um skatt- lagningu stríðsgróðans eigna- aukaskatt, samþjfiktu að skatt- svikin skyldu halda áfram og verzlunarsvindlið fá að þróast, en almenningur borga brúsann. Þeir jörðuðu tillögur sínar um afnám tolla, hlutatryggingu sjó- i manna og um róttækar aðgerðir j í húsnæðismálunum, svo að ! nokkur dæmi séu nefnd. Það isem þeir fengu í sinn hlut, var j lausn verkfallanna, trygging j þess, að verðbólgan fengi að jblómgast, skuldastefnunni yrði ifylgt í atvinnumálunum og svo j takmarkalaust bitlingaflóð I handa flokksmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði skuidbundið sig til þess að berj- ast gegn verðbólgunni og fyrir viðreisnarstefnu í atvinnumál- um. Hann sveik þetta. Samdi við kommúnista um að misnota tilslökun bændanna til þess að fullnægja takmarkalausri met- orðagirnd Ólafs Thors. í stað þess að taka upp viðreisnar- stefnu í atvinnumálum vinnur flokkurinn nú skipulega að því með kommúnistum að fjötra framleiðendur á skuldaklafa. í sinn híut fengu stríðsgróðamenn flokksins „tign“ Ólafs Thors, bráðabirgðahlífð í sköttum og yfirráð yfir verzluninni um stundarsakir. Þetta eru þokkaleg vinnubrögð. Þau sýna glöggt, hvað þessir flokkar meta mest. Svo þykjast þeir, sem að þessu standa, halda, að menn séu svo hfifnir, að þeir uppskeri bráða fylgisaukningu. Sér eru hver látalætin. Gleymd Ioforð. Margur brosir um þessar mundir, að dýrtíðarstefnuskrá komúnista frá síðustu Alþingis- kosníngum. Eitt loforðið var það, að bannað skyldi brask með fasteignir. Heldur lítið hefir nú heyrzt talað um þetta síðan. Það er nú kannske ekki svo undar- legt, þegar þess er gætt, að ann- ar ráðherra kommúnista rekur ins. Þess vegna hafa kommún- istar lagzt af alefli gegn því, að verkafólki væri gert kleift að eignast sjálft atvinnutækin. Vonir flokksforingjanna um aukin völd hafa reynzt þyngri á metunum en hagsæld almenn- ings og kjarabætur vinnandi fólki til handa. En til þess að kaupa sér frið við það fólk, sem þeir þannig svíkja í tryggðum, hafa þeir beitt sér fyrir kaup- hækkun á kauphækkun ofan og þynnt út kaupmátt peninganna, unz nú er ísvo komið, að fram- leiðslan getur með engu móti háð samkeppni vlð aðrar þjóðir með miklu lægri framleiðslu- kostnað. Þarna er raunverulega mikill munur á: hinum já- kvæðu úrræðum samvinnu- stefnunnar annars vegar, en neikvæðri kauphækkunarpóli- tik kommúnista og annarra þeirra, sem gerzt hafa ölvaðir af göróttuip miði dýrtíðarinn- ar og verðbólgunnar, hins veg- ar. Syndagjöldin bitna svo á allri þjóðinni, þegar óhjákvæmi- legt verðfall dynur yfir og aft- ur verður að færa allt til sam- ræmis við kaldan og miskunn- arlausan veruleikann. Það er því miður hætt við því, að þau syndagjöld verði nokkuð þung. En það eru ekki Framsóknar- menn, sem hafa kallað þau yf- ir þjóðina. Stefna þeirra var allt önnur, og þeir hafa sí og æ varað við hættunni. Bróðurkveðja Ólafsvakan, þjóðhátíð Færey- inga, var slðastliðinn sunnudag. Það er mesta hátíð Færeyinga. Hér á landi, þar sem Færeying- ar eru allfjölmennir, var þessi dagur einnig haldinn hátíðlegur á ýmsan hátt að forgöngu Fær- eyingafélagsins hér. Að Norðmönnum undanskild- um eru Færeyingar sú þjóðin, sem okkur fslendingum er skyldust. Og á margvíslegan hátt erum við tengdir þeim ó- rjúfandi böndum, og þeir okk- ur. Báðar þjóðirnar eru smáar og lftils megnugar I stormum þefm, sem einatt geysa á lífslns sæ. Báðar hafa langar aldir lif- að við þröngan kost I harð- býlu landi og þó hjarað með seiglu og elju. Báðar hafa orðið að sætta sig við að vera ómynd- ugar í sínum málum. Þannig hafa hliðstæð kjör fellt þær I svipað mót. Þar á ofan bætast mikil samskipti. Þannig eru til margir miðaldra Færeyingar, sem lifað hafa öll sín vor og sumur á íslandsmiðum að kalla frá því þeir uxu úr grasl. Þeir hafa kvatt heimill sín og ást- vini um miðjan vetur, og ekki horfið heim aftur, fyrr en haust var komið. Og margir eru þeir orðnir, færeyskir sjómenn, sem að lokum áttu ekki afturkvæmt af miðunum við strendur ís- lands, heldur hlutu þar vota gröf. Okkur íslendingum er sérlega ljúft að samfagna Færeyingum á þjóðhátíðardegi þeirra. við unnum þeim í hvívetna hins bezta hlutar og væntum þess, að öll þeirra mál megi skipast á sem giftusamlegastan hátt. Við væntum einnig, að með frjálsari samgöngum og greiðari megi samskipti beggja þjóðanna færast í vöxt, kynni aukast og gagnkvæm virðing og vinátta dafna. Sú er hin íslenzka bróð- urkveðja á Ólafsvökunni 1945. skrifstofu, sem annast fastelgna brask! „Nýsköpunin.“ „Enn hafa ekki verið settar á reikning þær 300 miljónir, sem til „nýsköpunarinnar“ eiga að fara,“ segir Þjóðviljinn. Ósköp er að heyra þetta, mætti margur segja, sem hlustað hefir á stjórn- arsinna í sumar lýsa þessu „af- reki“ ríkisstjórnarinnar, sem þó var enn ókomið. Þjóðviljinn spreytir sig á, að upplýsa ástæð- una til þess, að svo illa gengur bókfærslan af hendi ríkisstjórn- arinnar. Um daginn sagði blað- ið, að ástæðan væri augljós. Framsóknarafturhaldið í bönk- unum kæmi I veg fyrir þetta. Þá var sýnt fram á, að þetta var bara þvættingur. Nú kemur Þjóð viljinn aftur og segir: Og orsök- in er augljós: Nókkrir ríkir heildsalar liggja í fjármálaráð- herranum, til þess að tefja hann við' að framkvæma þetta. Hvað á þessi skrípaleikur annars að þýða í kringum þessar 300 millj.? Er í raun og veru svo aumt á- stand á stjórnarheimilinu, að ekki sé einu sinni hægt að koma sér saman um, hvernig bókfæra skuli gjaldeyrisinneignirnar í bókum þjóðbankans, eða er þetta fjas Þjóðviljans gert til þess að tilkynna „sigur“ af hendi kommúnista, þegar loks hin margþráða færsla verður gerð í Landsbankanurn,? Sér væri nú hver sigurinn, ef það tækist eftir 8 mánaða „bar- áttu“, að láta bókfæra í sér- reikning 300 milljónir af þeim hátt á sjötta hundrað milljón- um, sem þjóðbankinn á erlendis. Dýrtíðarsnara . S j áif stæðisflokksins. Morgunblaðið ætti ekki að minnast á afrek Sjálfstæðis- flokksins í dýrtíðarmálunum. Það er eins og að tala um snöru í hengds manns húsi. Flokkur- inn hangir nú í þeim dýrtíðar- gálga, sem hann hefir sjálfur (Framhald á 7. síOu) E R LE N T Y FIR LIT Nýja stjórnin í Bretlandi Þegar kosningaúrslltln í Bret- landi urðu kunn, slðdegis á fimmtudag 26. f. m., fór for- sætisráðherrann, Winston Chur- chill, þegar á fund konungsins í Buckinghamhöll og lagði fyrir hann lausnarbeiðni sína og Clement Attlee, forsœtisráðherra Breta. meðráðherra sinna, en þeir höfðu margir fallið í kosning- unum. Skömmu seinna kallaði konungur á sinn fund formann jafnaðarmannaflokksins, Cle- ment Richard Attlee og fól hon- um að mynda nýja stjórn! Attlee tók að sér stjórnarmynd- unina og birti ráðherralista sinn seint á föstudag, eftir að hafa setið fund með helztu leiðtog- um flokksins í White Hall, þar sem ákvarðanirnar voru tekn- ar. Hin nýja stjórn er hrein flokksstjórn jafnaðarmanna- flokksins. Við embætti Churchills, for- sætisráðherra- og landvarna'- málaráðherraembættinu, tók Attlee. Hann ér formaður jafn- aðarmannaflokksins brezka og er talinn mikilhæfur stjórn- málamaður, fylginn sér og ekki líklegur til að láta hlut sinn fyrir neinum. Hann var oft mjög harðorður í kosningahrlð- inni seinustu. Attlee hefir um alllangt skeið verið helzti for- svarsmaður flokks síns á þingi og getið sér hið bezta orð fyrir einarðlegann málflútning. Hann er 62 ára að aldri. Ernst Bevin er utanríkismála- ráðherra hinnar nýju stjórnar. Kemur hvarvetna fram mikil ánægja yfir því, að honum skuli hafa verið falið þetta mikilvæga embætti brezka heimsveldisins og segja brezku íhaldsblöðin, að jafnaðarmannaflokkurinn hafi ekki átt völ á betri manni í þetta embætti. Bevin er talinn með allra vinsælustu stjórn- málamönnum í Bretlandi. Hann hefir unnið sig fram, með ein- dæma hæfileikum sínum frá því að vera hafnarverkamaður í Bristol upp það að vera trúað fyrir öðru þýðingarmesta, eða jafnvel þýðin§,armesta ráðu- neyti brezka heimsveldisins. Hann var, sem kunnugt er, einn atkvæðamesti og úrræðabezti ráðherrann í styrjaldarstjórn Churchill, þar sem hann gengdi embætti verkamálaráðherra og (Framhald á 7. siðu) \ Ernst Bevin, utanríkismálaráðherra. ftADDIR NA6RANNANNA Lúðvík Kristjánsson skrifaði nýlega grein í Ægi um aukinn fiskiiðnað. Alþýðublaðið birtir á miðvikudaginn ritstjórnargrein um tillögur Lúðvíks. Þar segir: „Lúðvík Kristjánsson ritstjóri skrifar í síðasta hefti Ægis mjög athygllsverða grein um ísland í samanburði við aðrar íflskveiði- þjóðir. Er þar stuðst vlð upplýsingar úr málgagni fiskimálaráðuneytis Bandaríkjanna frá fyrra ári. Er þar sannað, að meðalhlutur ís- lenzkra fiskimanna er miklum mun meiri en stéttarbræðra þeirra í nokkru öðru landi veraldar. En sé aftur á móti miðað við það, hvað þjóðunum tekst að láta fiskimenn- ina fá i sinn hlut fyrir afla sinn, verður ísland ekkl efst á blaði heldur neðst miðað við árið 1938. Kemst Lúðvík Kristjánsson að þeirri niðurstöðu í þessu sambandi, að ástæðan fyrir þessu sé fyrst og fremst sú, að mestur hluti sildar- aflans fer til iðnaðar, en það dregur meðalverðið niður hér sem annars staðar, og hversu mikill hluti af þorskfiskiniun er fluttur út óunn- inn. Þetta telur ritstjóri Ægls aðal- skýringuna á hinu lága meðalverði hér, þótt sjálfsagt komi ýmis fleiri atriði til greina í þessu sambandi, án þess þó að skipta verulegu máli," Og enn segir í þessari grein: „Þegar Lúðvík Kristjánsson hefir gert grein fyrir þessum merkilegu upplýsingum og athugunum gerir hann að umræðuefni verkefni þau, sem framundan eru á sviði sjávar- útvegsins. Kveður hann í þvi sam- bandi, að allir muni sammála um það, að fiskiskipaflotann íslenzka beri að auka og endurnýja. En jafnframt berl að keppa að þvi, að fiskiskipin séu þannig útbúin, að þau standi í engu að baki þvi, er bezt gerist hjá öðrum fiskveiði- þjóðum, en séu þó sérstaklega mlð- uð við aðstæður íslenzkra fiskimiða. En einu leiðlna til þess, að unnt verði að hækka meðalverðið fyrir fiskaflann, telur hann þó þá að framleiða úr hráefnum verðmeiri útflutningsvöru. Getur hann þess, að freðfiskurinn sé spor í þessa átt. Einnig lætur hann þess getið, að ekki sé ósennilegt, að meðalverð fisksins megi hækka með þvi að vinna úr hráefni þorskfiskanna verðmeiri útflutningsvöru en nú eigi sér stað. Þó telur hann vafalaust enn meiri möguleika bundna við síldina í þessu sambandi. Síldar- lýsið megi herða og gera að full- unninni vöru. Sildina megi reykja, leggja og sjóða níður og vinna á margvíslegan máta, áður en hún sé flutt út.“ * * * í Einherja 13. Júlí birtist grein um málefni Kaupfél. Siglfirðinga. Er þar rakin öll sú ósvinna, sem gamla kaup- félagsstjórnin hefir haft í frammi í störfum sínum undanfarið. Meðal annars segir þar: „Um vinnubrögð fyrrverandi stjórnarmeirihluta á s. 1. starfsári skal tekið hér eitt dæmi af mörg- um. Fyrrverandi stjórnarmeiri- hluti hafði falið kaupfélagsstjóra, Sigurði Tómassyni, rétt um það leyti er aðalfundur hófst, að leita eftir leigusamningi við söltunar- félag, er stofnað hafði verið í þeim tilgangi að taka á leigu söltunar- stöð KFS. Var Sig. búinn að ræða við menn frá félaginu og setti fram 45 þús. kr. lágmarksleigu og vafalítið að þeir samningar hefðu tekizt. Þannig stóðu mál er hinn frægi sunnudagsfundur hófst, en á þeim fundi var samþykkt van- trai^st á stjórnina og tillagá um að heimila ekki þáverandi stjórn KFS að ganga frá leigusamningum eða gera aðrar bindandi samþykktir fyrir félagsins hönd, nema með samþ. meirihluta fulltrúa, þar til aðalfundi er lokið. Á mánudag kom Þóroddur Guðmundsson og nokkrir stjórnarnefndarmenn aðr- ir inn í skrifstofu til kaupfélags- stjóra og tilkynntu honum að stjórnin vœri búin að gera leigu- samning við Óskar Garibaldason um að leigja honum stöð félagsins til tveggja ára fyrir 40 þús. kr. lágmarksleigu á árí. Kaupfélags- stjórl benti þá á, að hann hefði verið búinn að fá 45 þús. kr. leigu og bar fram tillögu um að hœkka leiguna við Óskar. um 5 þús. kr. og lét bóka hana og óskaði að hún yrði borin undir atkvœði. Felldi stjórnin hana með atkvæðum kommúnjsta. Munu slík vlnnu- brögð og framkoma í garð kaup- félagsstjóra vera einsdæmi í nokkru félagi." * * *, ■ í stjórnmálabréfi frá Reykjavík, er birtist í Skutli 7. júlí, er kafli, sem heit- ir „Baráttan gegn spillingunni." Hann er á þessa leið: „Annað meginskllyrði til þess, að lýðræðisskipulagið geti þrifizt og dafnað, er það, að blöðin og flokk- arnir séu jafnan örugglega á verði gegn hvers konar spillingu og ó- heiðarlelka í opinberu lífi. Þar, sem lýðræðið stendur föstustum fótum, í Bretlandi, hafa og verið gerðar langstrangastar kröfm' 1 þessu efni. Enginn blettur hefir mátt falla á heiðarleik opinberra starfsmanna eða stjórnmálamanna. Þá eru þeir óðar dæmdir úr leik. Jafnvel flokksblöðin dirfast ekki að verja óheiðarlega flokksmenn, ef eitthvað vítavert sannast á þá. Allir vita, hvernig ástandið er hér í þessu efni. Hverskonar spill- ing á fjármálasviðinu veður uppi óátalin og fæst <*kki rannsökuð til neinnar hlítar, þótt eitthvað verði uppvíst. Þeir, sem verða uppvísir að brotum, virðast njóta sama trausts áfram hjá máttarstólpum þjóðfélagsins, og blöðin virðast reiðubúin til að taka upp hanzkann fyrir hvers konar verknað, ef flokksmenn eiga' í hlut. Þetta ástand hlýtur fyrr eða síð- ar áð gagnsýra allt þjóðfélagið — og er á góðum vegi með að grafa stoðirnar undan því, ef ekki verð- ur fljótlega á því gagngerð breyt- lng.“ Hér er gripið á illkynjaðri mein- semd, sem mjög hefir grafið um sig í skjóli þeirrar ríkisstjórnar, er nú sit- ur — meinsemd, sem oft hefir verlð vakin athygli á í þessu blaði, og það orðið að sæta málsóknum fyrir. Svo rangsnúið er ástandið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.